FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 9. mars 20 2 1 . Mál nr. 14/2020 : Alþýðusamband Íslands fyrir hönd VR ( Guðmundur B. Ólafsson lögmaður ) gegn Samtök um atvinnulífsins fyrir hönd Costco Wholesale Iceland ehf. ( Ragnar Árnason lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 11. febrúar 2021. Mál ið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd VR, Borgartúni 6 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Costco Wholesale Iceland ehf. , Borgartúni 26 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði með dómi að Costco Wholesale Iceland ehf. beri, þegar ekki er um skipulagðar ferðir af hálf u stefnda að ræða, að greiða starfsmönnum sínum fyrir ferðir til og/eða frá vinnu sem vinna utan þess vinnutíma sem almenningssamgöngur ganga samkvæmt grein 3.4. í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. 2 Þá er gerð krafa um að viðurkennt verði með dómi að greiðslur eftir grein 3.4. í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins fari eftir sömu viðmiðum og í grein 3.6. kjarasamningsins, það er eftir ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald. 3 Loks gerir stefnandi kröfu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst þess aðallega að fyrri dómkröfu stefnanda verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfunni. Stefndi krefst sýknu af síðari dómkröfu stefnanda. 5 Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. 2 Málavextir 6 Stefndi, Costco Wholesale Iceland ehf., rekur vöruhús og aðra starfsemi í Kauptúni 3 í Garðabæ. Ágreiningur hefur verið milli stefnanda VR og Costco Wholesale Iceland ehf. um greiðslur til starfsmanna vegna ferða til og frá vinnu þegar strætisvagnar ganga ekki. Með bréfi stefnanda til stefnda 7. nóvember 2018 var þess krafist að fyrirtækið greiddi fyrrverandi starfsmanni sínum, sem verið hefði í fullri vinnu í bakaríi þess og hefði oftast hafið störf klukkan 4.00 að morgni þegar almenningssamgöngur eru ekki í boði, vangoldnar akstursgreiðslur að tiltekinni fjárhæð frá 1. júní 2018 til 12. október sama ár í samræmi við ákvæði greina 3.4. og 3.6. í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Í bréfinu var þess jafnframt krafist að fyrirtækið greiddi öðrum star fsmönnum vangoldnar akstursgreið s lur eins og við ætti í hverju tilviki. Erindið mun hafa verið ítrekað í bréfi VR 5. desember 2018 sem hafnað var með bréfi 18. sama mánaðar. Í bréfi fyrirtækisins er gerð grein fyrir þeirri afstöðu þess að ákvæði greinar 3. 4. í framangreindum kjarasamningi eigi ekki við um þá starfsmenn sem noti eigin bifreiðar til að komast til og frá vinnu . Einungis komi til greina að beita ákvæðinu þegar starfsmaður hafi ekki tök á því að nota eigin bifreið utan aksturstíma strætisvagna o g verði því að leita annarra kostnaðarsamari leiða til að komast til og frá vinnu. Í öllu falli verði grein 3.4. í kjarasamningnum ekki skilin á annan hátt en þann, að þar sé átt við að vinnuveitandi greiði útlagðan kostnað starfsmannsins vega slíkra ferða . J afnframt eigi grein 3.6. um útreikning ferðakostnaðarnefndar ríkisins ekki við, enda fjalli ákvæðið um notkun starfsmanns á eigin bifreið við starf sitt en ekki um ferðir milli heimilis og vinnu utan vinnutíma. Þar sem þeir starfsmenn, sem stefnandi vís i til, hafi ekki sýnt fram á raunkostnað af ferðum sínum sé ekki tilefni til að fallast á kröfur þeirra. 7 Með bréfi 18. febrúar 2019 voru kröfur stefnanda á hendur fyrirtækinu ítrekaðar og því síðan sent innheimtubréf 10. apríl sama ár. Kröfunum var hafnað með bréfi 3. maí 2019. Ítrekunarbréf vegna tilgreindra starfsmanna fyrirtækisins voru send 9. sama mánaðar en kröfunum var öllum hafnað 10. sama mánaðar. Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Dómkröfur stefnanda byggjast á því að skýr greiðsluskylda hvíl i á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar starfsmanna sinna þegar vinna hefst eða henni lýkur á þeim tíma sem ekki er unnt að nýta almenningssamgöngur við að komast í og úr vinnu. Fyrir liggi að stefndi bjóði ekki upp á skipulagðar ferðir starfsmanna sinna í þessu skyni. Af hálfu stefnanda er vísað til greinar 3.4. í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins sem mæli fyrir um að ferðir til og frá vinnustað á Stór - Reykjavíkursvæðinu á þeim tíma sem strætisvagnar gangi ekki greiðist af vinnuveitanda. St efnandi hafnar því sjónarmiði stefnda að grein 3.4. eigi aðeins við um starfsmenn sem nýti sér almenningssamgöngur að staðaldri til að komast til og frá vinnu en gildi ekki þegar starfsmenn nýti sér eigin bifreið i r. Á kvæðið hafi ekki að geyma slíkt skilyrð i fyrir því að réttur til greiðslna samkvæmt því stofnist. Um þetta 3 vísar stefnandi til niðurstöðu í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. 4913/2017 þar sem reynt hafi á sambærileg sjónarmið. 9 Stefnandi vísar til þess að í grein 3.6. í framangreindum kjar asamningi sé að finna viðmið um það hvernig beri að greiða launþegum aksturskostnað. Viðmiðin gildi þegar starfsmenn nýti bifreiðar við starf sitt þegar ekki sé samið um annað. Þess sé krafist að viðurkennt verði að grein 3.6. í kjarasamningnum eigi við þe gar um er að ræða ferðir til og frá vinnustað á eigin bifreið, sbr. ákvæði greinar 3.4. í sama kjarasamningi. Stefnandi bendir á að ekki sé ágreiningur við Samtök atvinnulífsins um túlkun ákvæðisins og hafi af þeirra hálfu verið viðurkennt í orði að gre i ða beri fyrir slíkar ferðir í samræmi við kröfu stefnanda í þessu máli. Stefndi, Costco Wholesale Iceland ehf., hafi hins vegar ekki viljað una þeirri niðurstöðu og því sé óhjákvæmilegt að fá efnisdóm um viðurkenningu á túlkun VR á greinum 3.4. og 3.6. í kja rasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins . 10 Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 28/1930, um greiðslu verkkaups, laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda , meginreglna kröfuréttar og vinnuréttar sem og til kjarasamninga VR og vinnuveitenda og bókanir sem teljast hluti kjarasamninga. Stefnandi byggir málskostnaðarkröfu sína á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og vísar um vexti af málskostnaði til 4. töluliðar 129. gr. sömu laga. Þá er krafist virðisaukaskatts af málskostnaði. Málsástæður og lagarök stefnda 11 Stefndi reisir kröfu sína um að fyrri dómkröfu stefnanda verði vísað frá dómi á því að krafa stefnanda sé mjög óskýr og að stefnandi verði að ber a hallann af því. Dómsorð Félagsdóms geti ekki byggst á kröfu stefnanda og því uppfylli hún ekki kröfu d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um glögga kröfugerð. Beri því að vísa kröfunni frá dómi. Þá vísar stefndi til þess að þar sem ekki sé gerð krafa um það í kröfugerð stefnanda að tilteknar ferðir falli undir ákvæðið eða að stefndi hafi brotið rétt á tilgreindum starfsmönnum, feli málatilbúnaður hans í sér að farið sé fram á dóm byggðan á beinu orðalagi ákvæðis kjarasamningsins. Viðurkenningarkrafa u m að tiltekið ákvæði kjarasamnings sé bindandi sé ekki til þess fallin að leysa úr þeim ágreiningi sem hafi verið uppi milli félagsmanna VR og stefnda, Costco Wholesale Iceland ehf. Slík krafa sé því í andstöðu við framangreint ákvæði d - liðar 1. mgr. 80. g r. laga nr. 91/1991. 12 Kröfu sína um sýknu af fyrri dómkröfu stefnanda byggir stefndi á því að ákvæði greinar 3.4. í áðurnefndum kjarasamningi sé ætlað að tryggja að starfsmenn, sem almennt noti almenningssamgöngur vegna vinnu sinnnar, komist til og frá vin nu utan áætlunartíma strætisvagna, án þess að hafa af því viðbótarkostnað. Eigi ákvæðið því ekki við þegar starfsmaður, sem almennt noti eigin bifreið til slíkra ferða, mætir til vinnu á eigin bifreið áður en áætlunartími strætisvagna hefst eða vinnur svo lengi að heimferð hans frá vinnu er eftir að akstri strætisvagna lýkur. Viðbótarkostnaður hans 4 sé enginn vegna ferðarinnar. Að mati stefnda geti ákvæðið samkvæmt orðanna hljóðan aðeins átt við þegar starfsmaður hefur ekki tök á að komast til eða frá vinnu utan áætlunartíma strætisvagna og verður fyrir kostnaði þess vegna, svo sem með því að taka leigubifreið. Krafa um fortakslausa greiðsluskyldu vegna ferða utan áætlunartíma strætisvagna fái því ekki stoð í ákvæði greinar 3.4. í kjarasamningnum og af þeim s ökum beri að sýkna stefnda. Þá mótmælir stefndi því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. 4913/2017 hafi fordæmisgildi í þessu máli. Loks bendir stefndi á að orðalag í fyrri dómkröfu stefnanda um að greiðsluskylda sé ekki ekki stoð í ákvæði greinar 3.4. í kjarasamningnum. Orðalag viðurkenningarkröfunnar gefi til kynna að vinnuveitandi verði að búa til fyrirsjáanlegt ferðaskipulag til að komast hjá greiðsluskyldu. Svo r ík krafa verði hins vegar ekki gerð til vinnuveitanda. 13 Til stuðnings kröfu sinni um sýknu af seinni kröfu stefnanda vísar stefndi til þess að samkvæmt grein 3.4. í kjarasamningnum beri vinnuveitanda að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og/eða frá vinnu stað að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þar sé ekki kveðið á um form eða fjárhæð greiðslu og því verði að túlka ákvæðið þannig að greiða eigi raunkostnað vegna ferða nema um annað hafi verið samið. Krafa um að greitt sé kílómetragjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins samkvæmt grein 3.6. í samningnum eigi sér enga stoð í ákvæði greinar 3.4. 14 Stefndi vísar til þess að í grein 3.6. í kjarasamningnum sé að finna tvo mikilvæga fyrirvara við að um fjárhæð aksturskostnaðar skuli taka mið af ákvörðun Ferðakostnaðarne fndar ríkisins um kílómetragjald. Annars vegar segi að greinin eigi einungis við um notkun starfsmanns á eigin bifreið í starfi sínu og hins vegar að vinnuveitanda og starfsmanni sé heimilt að gera samkomulag um annað fyrirkomulag en greiðslu kílómetragjal ds. Þá sé skýrlega tekið fram í ákvæðinu að það eigi við þegar starfsmenn noti eigin bifreið við starf sitt og þess vegna verði því ekki beitt um ferðir milli heimilis og vinnustaðar utan vinnutíma. Kröfugerð stefnanda byggist hins vegar á því að í öllum t ilvikum og án frávika skuli greiða áðurnefnt kílómetragjald, meðal annars óháð því hvernig starfsmenn koma sér til og frá vinnu. Sú túlkun eigi sér enga stoð í kjarasamningnum og því beri að sýkna stefnda af seinni kröfu stefnanda. 15 Um lagarök fyrir málsko stnaðarkröfu sinni vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða 16 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 17 Stefnandi byggir viðurkenningarkröf ur sínar á því að skýr skylda hvíli á vinnuveitendum að greiða ferðakostnað starfsmanna sinna þegar vinna hefst eða henni lýkur á þeim tíma sem ekki er unnt að nýta almenningssamgöngur við að komast í og úr vinnu. Eins og fyrri krafa stefnanda er nú úr gar ði gerð er farið fram á það að 5 Félagsdómur viðurkenni að hinum stefnda atvinnurekanda beri að greiða sem almenningssamgöngur ganga samkvæmt grein 3.4 . í kjarasamningi VR og Ætla verður að tilvísun í dómkröfunni til þeirra, sem vinna utan tilgreinds vinnutíma, taki til starfsmanna viðkomandi atvinnurekanda. Þá má með góðu móti skilja dómkröfuna svo að sú skylda, sem stefnandi kre fst viðurkenningar á að hvíli á atvinnurekandanum, sé reist á ákvæðum greinar 3.4. í þeim kjarasamningi sem þar er vísað til. Á hinn bóginn er óljóst hvernig þeirri skyldu, sem tengist ferðum an þess vinnutíma sem upphafs og loka vinnu hans innan tilgreinds vinnudags. Þótt ferðir til og frá vinnu fyrir upphaf og eftir lok vinnutíma starfsmannsins geti átt sér stað á tí ma, sem engar almenningssamgöngur eru í boði, en tilvitnað kjarasamningsákvæði tekur til þess, er ekki þar með sagt, og raunar nokkuð ólíklegt, að það eigi við allan þann tíma sem starfsmaður gegnir vinnuskyldum sínum. Samhengi dómkröfunnar, eins og hún er orðuð í stefnu, við þá málsástæðu stefnanda að grein 3.4. í kjarasamningnum leggi þá skyldu á atvinnurekandann að greiða öllum starfsmönnum sínum fyrir ferðir til og frá vinnu, er því á reiki. Að þessu leyti fullnægir kröfugerðin ekki áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, um glögga og skýra dómkröfu sem hér á við í samræmi við 69. gr. laga nr. 80/1938. 18 Með seinni kröfu stefnanda er krafist viðurkenningar á því að greiðslur eftir grein 3.4. í framangreindum kjarasamningi kjarasamningsins þ.e.a.s. eftir ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um og þar segir að starfsmenn, sem nota eigin bifreið við samkomulag um annað, höfð viðmiðun af ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins því að atvinnurekandi semji við starfsmenn um annað viðmið en þar er tilgreint, og til hinnar kjarasamningsbundnu viðmiðunar. Eins og dómkrafan er orðuð er því ekki ljóst hvort einungis er farið fram á viðurkenningu á því að greiðslur fari samkvæmt þeirri viðmiðun eða hvort atvinnurekanda er unnt að semja um annað vi ðmið. Þessi krafa fullnægir því ekki heldur áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um glögga og skýra dómkröfu. 19 Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu í heild frá Félagsdómi. 20 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 2 . mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , verður stefn an da gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. 6 Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd VR , greiði stefnda, Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Costco Wholesale Iceland ehf. , 500.000 krónur í málskostnað. Sératkvæði Guðna Á. Haraldssonar 1 Í máli þessu deila aðilar um skilning á ákvæðum greina 3.4. og 3.6. í aðalkjarasamningi Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Félagsmenn stefnda sem vinna hjá Costco Wholesale Iceland ehf., sem aðild á að Samtökum atvinnulífsins, hafa krafið fyrirtækið um greiðslur fyrir ferðir til vinnu sem hefst klukkan 4.00 að nóttu til. Aðilar deila um hvort og þá hvernig greiða eigi fyrir slíkar ferðir. Stefnandi heldur því fram að stefndi, Costco Wholesale Iceland ehf., eigi að greiða út frá regl um Ferðakostnaðarnefndar ríkisins meðan stefndi telur að slík greiðsluskylda sé ekki fortakslaus. 2 Mál þetta lýtur því að ágreiningi aðila um túlkun og framkvæmd kjarasamnings og á undir dómsvald Félagsdóms með vísan til 2. töluliðar 44. gr. laga nr. 80/19 38, um stéttarfélög og vinnudeilur. 3 Stefndi, Costco Wholesale Iceland ehf., rekur verslun við Kauptún í Garðabæ. Hjá honum starfa félagsmenn stefnanda. Hluti þeirra hefur störf klukkan 4.00 að nóttu til. Óumdeilt er með aðilum að almenningssamgöngur hefjas t ekki fyrr en klukkan 6.00 á starfssvæði stefnda. Stefnandi hefur fyrir hönd félagsmanna sinna krafið stefnda um greiðslur fyrir ferðir til vinnu sem farnar eru á tíma sem strætisvagnar ganga ekki. Þessu hefur stefndi neitað og vísar til þess að þeir star fsmenn hans sem alla jafna notist við bifreiðar við að komast til og frá vinnu eigi ekki slíkan rétt. Þeir eigi ekki rétt á greiðslu hafi þeir tök á því að komast til vinnu án sérstaks kostnaðar. 4 Stefndi krefst þess að fyrri kröfu stefnanda verði vísað frá dómi þar sem hún sé óskýr, dómsorð Félagsdóms geti ekki byggst á slíkri kröfugerð og hún uppfylli að öðru leiti ekki skilyrði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé krafan heldur ekki til þess fallin að leysa úr ágreiningi aðila. 5 Það er mat mitt að krafa stefnanda sé nægjanlega skýr. Þannig lýtur hún að því að fá úr því skorið hvort sá skilningur sem stefndi hefur sett fram samrýmist ákvæðum greina 3.4. og 3.6. í kjarasamningi aðila. Óumdeilt er í máli þessu að þeir starfsmenn stefnda er um ræðir hefja vinnu utan hefðbundins ferðatíma strætisvagna. Þá segir beinlínis í grein 3.4. að þegar svo ber undir skuli vinnuveitandi greiða ferðakostnað. Krafa stefnanda snýr í fyrsta lagi að stefnda, Costco Wholesale Iceland ehf., vegna 7 þess að hann hefur ekk i fallist á greiðslu þessa ferðakostnaðar. Krafan undanskilur einnig greiðsluskyldu hans ef hann kýs að koma starfsmönnum sínum sjálfur til vinnu. Þannig nær krafan ekki einungis til þess sem fram kemur í grein 3.4. Viðurkenningarkrafa stefnda er auk þess liður í því að fá hnekkt skilningi stefndu á ákvæðinu. Þannig tæki dómsorð um kröfuna bæði til greiðsluskyldu stefnda, Costco Wholesale Iceland ehf., og eins til þess að honum bæri ekki að inna slíka greiðslu af hendi ef hann sæi starfsmönnum sínum fyrir s líkum ferðum. 6 Þá verður að mínu mati við skilning á fyrri kröfu stefnanda að líta til seinni kröfu hans. Með seinni kröfunni freistar stefnandi þess að fá það viðurkennt að stefnda, Costco Wholesale Iceland ehf., beri að greiða fyrir ferðir starfsmanna si nna utan aksturstíma strætisvagna með kílómetragjaldi samkvæmt ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Þannig er krafa stefnanda að mínu mati mjög skýr og ber því að hafna kröfu stefnda um frávísun hennar. 7 Með seinni kröfu sinni freistar stefnandi þess að fá það viðurkennt að greiðsla fyrir ferðir utan ferðatíma strætisvagna til og frá vinnu skuli greiðast eftir ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald. Stefnandi vísar um það í kröfu sinni til þeirra viðmiða sem fram koma í grein 3.6. í kjarasamningi aðila. Í þeirri grein segir að ef ekki sé samkomulag um annað skuli greiða fyrir slíkar ferðir eftir kílómetragjaldi. Fyrir liggur í máli þessu að stefndi hefur ekki gert slíkt samkomulag við starfsmenn sína. 8 Stefndi telur að stefnandi geti ekki stuðst við ákvæði greinar 3.6. þar sem það eigi einungis við um starfsmann sem noti eigin bifreið í starfi sínu. Þá heimili ákvæðið starfsmönnum og vinnuveitanda að gera samkomulag um slíkar greiðslur. 9 Við skoðun á seinni kröfu stefnanda er ljóst hún lítur fyrst og fremst að því hvað eigi að greiða fyrir slíkar ferðir. Þótt stefnandi vísi til þeirra viðmiða sem fram koma í grein 3.6. er krafan í raun um kílómetragjald. Hún er því að mínu mati nægjanlega skýr til þess að hægt sé að fella dóm á hana. Að mínu mati á hún því ekki að sæta frávísun frá dómi ex officio. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Karl Ó. Karlsson Valgeir Pálsson