FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 13. júní 2022. Mál nr. 22/2021: Kennarasamband Íslands vegna Félags framhaldsskólakennara (Gísli G. Hall lö gmaður ) gegn íslenska ríkinu (Soffía Jónsdóttir lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 16. maí 2022 . Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Inga Björg Hjaltadóttir, Karl Ó. Karlsson og Ragnheiður Harðardóttir. Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags framhaldsskólakennara, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að Verkmenntaskóla Austurlands beri að greiða A , kennara við skólann, yfirvinnulaun fyrir kennslu á tímabilinu 6. til 14. maí 2020, alls 72 yfirvinnustundir, sbr . greinar 2.3.1 og 2.1.6.5 í kjarasamningi Kennarasambands Íslands og fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Til frádráttar komi sérstök 100.000 króna launagreiðsla í byrjun árs 2021. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkr öfur stefnda 3 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Málavextir 4 Aðdraganda þessa máls má rekja til þess að framhaldsskólum, þar með talið Verkmenntaskóla Austurlands, var lokað frá 16. mars til 4. maí 2020 í kjölfar samkomutakmarkana vegna COVID - 19 faraldursins . Á þeim tíma hafði almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarástandi hér á landi. Vegna þessa færðist bókleg kennsla yfir í fjarkennslu og féll verkleg kennsla í framhaldsskólu m að mestu leyti niður. 5 Á meðan á lokun Verkmenntaskóla Austurlands stóð féllu allar kennslustundir í verklegum greinum í málm - og véltæknideild niður. Þar á meðal var kennsla í 2 áföngum sem A hafði umsjón með, en hann var jafnframt deildarstjóri málmdeild ar skólans. 6 Samkvæmt skóladagatali menntaskólans vegna skólaársins 2019 til 2020 var gert ráð fyrir því að síðasti kennsludagur væri 4. maí 2020 og að námsmat færi fram frá 5. til 23. maí. Jafnframt var gert ráð fyrir starfsdögum við lok annar eða 25., 26. og 27. maí 2020 . 7 Eftir að skólinn opnaði á ný sinnti A kennslu frá 6. til 14. maí 2020. Samkvæmt gögnum málsins var um að ræða 72 klukkustundir, þar af 48 kennslustundir og 24 stundir vegna undirbúnings kennslu. 8 Í bréfi formanns Félags framhaldsskóla kennara til skólameistara , sem mun hafa verið sent 8. maí 2020, var vísað til þess að kennarar hefðu endurskipulagt starf sitt og haldið nemendum að námi eins og kostur hefði verið síðustu tvo mánuði. Stæðu vonir til þess að unnt yrði að ljúka skólaárinu á eðlilegum tíma. Tekið var fram að í mörgum verklegum áföngum hefði reynst ómögulegt að halda úti fullri kennslu í samkomubanninu. Vísað var til þess að vinnuskýrslur og vinnumat setji störfum framhaldsskólakennara ákveðinn ramma. Víki vikulegur kennslutím i kennara frá kennslumagni s t undaskrár í upphafi annar skuli greiða kennurum viðbótarkennslu sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningi. Bréf sem tók til sama efnis var sent mennta - og menningarmálaráðherra 2. júní 2020. 9 Meðal gagna málsins er minnisblað Félags framhaldsskólakennara sem var lagt fram á fundi í mennta - og menningarmálaráðuneytinu 2. september 2020. Þar var vísað til þess að þorri félagsmanna hefði unnið verulega umfram vinnumat sitt og stundaskrá síðastliðið vor. Lítið hefði verið brugðist við ás korunum stéttarfélagsins um að greiða kennurum álag vegna þessarar vinnu en þó hefðu tilteknir skólar innt af hendi greiðslu til kennara. Tekið var fram að list - og verkgreinakennarar hefðu verið kallaðir til starfa í maí 2020 til að unnt væri að ljúka nám i í tilteknum áföngum. Kennsla og námsmat hefðu að hluta til farið fram utan þess vinnuramma sem stundaskrá kennara gerði ráð fyrir. Gerð v ar krafa um að greiðslur væru inntar af hendi til kennara samkvæmt kjarasamningi. 10 Með bréfi 24. september 2020 krafð ist stefnandi þess að Verkmenntaskóli Austurlands greiddi A , sem og tveimur öðrum kennurum, laun fyrir yfirvinnu vegna kennslu dagana 6. til 14. maí 2020. Til stuðnings kröfunni var vísað til greina 2.1.6.5 og 2.3.1 í kjarasamningi aðila. Kröfunni var hafn að með bréfi skólameistara 17. febrúar 2021. 11 Í byrjun árs 2021 ákvað skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands að greiða starfsfólki skólans 100.000 krónur vegna álags sem tengdist kennslu í faraldrinum. Málsástæður og lagarök stefnanda 3 12 Stefnandi vísar ti l þess að ágreiningur aðila lúti að túlkun á ákvæðum kjarasamnings og falli undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 13 Byggt er á því að fyrrgreindur kennari við Verkmenntaskóla Austurlands eigi rétt á yfirvinnulaunum, sbr. grein 2.3.1 í kjarasamningi aðila, vegna kennslu sem hann sinnti frá 6. til 14. maí 2020. Enginn ágreiningur sé um vinnuframlagið sem slíkt, en það hafi verið innt af hendi eftir að kennslu átti að vera lokið samkvæmt stundask rá sem hafði verið samþykkt við upphaf skólaárs. 14 Stefnandi vísar til greina 2.1.6.5 og 2.3.1 í kjarasamningi til stuðnings kröfu sinni. Fram komi í grein 2.1.6.5 að fjöldi vinnustunda sem settur sé á stundaskrá og kennari taki að sér við upphaf skólaárs e ða annar sé bindandi til loka tímabils vinnuskýrslu. Stundataflan , sem sé lögð fram í upphafi skólaárs, sé bindandi fyrir framhaldsskóla og viðkomandi kennara til loka tímabilsins. 15 Samkvæmt stundaskrá A fyrir skólaárið 2019 til 2020 hafi kennslu átt að ver a lokið 4. maí 2020. Hafi stundaskráin verið bindandi til loka skólaársins og kennarar mátt treysta því að hún yrði virt. Komi til kennslu á tímabili, sem ekki sé tilgreint sem kennsludagur samkvæmt stundaskrá, beri að greiða yfirvinnulaun samkvæmt kjarasa mningi. Umræddur kennari hafi þurft að sinna kennslu á tímabili þar sem kennsla hafi ekki átt að fara fram samkvæmt stundaskrá, en samtals hafi verið um 72 stunda vinnuframlag að ræða. Verði kennurum ekki kennt um að kennslustundir samkvæmt stundaskrá hafi fallið niður vegna samkomutakmarkana. Í þeim efnum er vísað til þess að á heimasíðu Stjórnarráðsins komi fram að geti vinnustaður ekki skipulagt starfsemi líkt og nálægðartakmarkanir mæli fyrir um þá geti stofnun þurft að senda starfsmann heim. Geti starf smaður ekki sinnt vinnuskyldu sinni á sama tíma beri vinnuveitanda að greiða honum áfram laun, enda sé það vinnuveitandinn sem afþakki vinnuframlagið. 16 Stefnandi tekur fram að eingöngu sé gerð krafa um yfirvinnulaun fyrir hverja kennslustund utan stundaskrá r og undirbúningsvinnu fyrir hana. Ekki sé gerð krafa vegna annarra vinnuþátta, þar með talið námsmats. Vegna eðlis kennarastarfsins fari undirbúningur kennslu fram í tímalegu samhengi við kennsluna sjálfa. Eigi það sérstaklega við í verkgreinum þar sem un dirbúningur fari að verulegu leyti fram í kennslustofu fyrir og eftir hvern tíma. Hafi A því ekki getað undirbúið kennslu til framtíðar litið meðan á samkomutakmörkunum stóð. 17 Stefnandi byggir á að það hafi enga þýðingu fyrir rétt kennarans til yfirvinnula una að kennslutímar samkvæmt stundaskrá hafi fallið niður. Framhaldsskóli geti ekki krafist þess að kennari bæti upp þá tíma sem hafi fallið niður með vinnu, utan tilgreind ra kennsludaga samkvæmt stundaskrá, án launagreiðslna. Þá hafi A ekki stýrt því sjál fur hvernig hann hagaði kennslu eftir opnun skólans heldur starfað samkvæmt fyrirmælum skólameistara. Hafi skólameistari sett fram tillögu að stundatöflu og 4 fengið deildarstjóra til að skrá i töflu hvernig þeir teldu unnt að klára áfanga, hversu margar ken nslustundir þyrfti og viðeigandi athugasemdir. 18 Stefnandi tekur fram að þó svo að kjarasamningsákvæði um vinnumat bjóði upp á vissan sveigjanleika sé ekki unnt að réttlæta höfnun á kröfu um greiðslu yfirvinnulauna á þeim grunni. Þá hafi ekki verið nýtt hei mild til breytinga á vinnutíma með samningi samkvæmt grein 2.1.2 í kjarasamningi og komi ákvæðið því ekki til álita. 19 Við munnlegan málflutning mótmælti stefnandi því að sjónarmið sem eru reist á force majeure hafi þýðingu fyrir úrlausn kröfu hans. Lögð var áhersla á að um kjarasamningsbundin réttindi til greiðslu vegna yfirvinnu væri að ræða og stæðu engin rök til þess að vikið yrði frá þeim. Málsástæður og lagarök stefnda 20 Stefndi byggir á því að A hafi ekki unnið yfirvinnu í skilningi kjarasamnings aðila í maí 2020. Hafi vinnustundafjöldi hans ekki farið fram úr vinnumati annarinnar og eigi hann því ekki rétt á greiðslu fyrir yfirvinnu. Sú kennsla sem hann innti af hendi hafi raunar verið minni en gert var rá ð fyrir. Þegar af þeirri ástæðu standi ekki rök til þess að fallast á kröfu stefnanda. 21 Stefndi vísar til þess að með kjarasamningi sem undirritaður var 4. apríl 2014 hafi ársvinnuskyldu kennara verið skipt upp í þrjá vinnuþætti: A - hluta sem fjalli um kenn sluþátt starfsins og byggi á vinnumati þeirra áfanga sem kennari tekur að sér á hverjum tíma, B - hluta sem sé föst störf sem allir kennarar sinni til viðbótar við kennsluþáttinn og C - hluta sem taki til sérstakra verkefna eða viðbótarstarfa sem kennari taki að sér í samráði við skólameistara. Vinnumatið taki þannig til útfærslu kennsluþáttar kennarastarfsins eða A - hluta. 22 Fjallað sé um vinnutíma kennara í kafla 2.1.6 í kjarasamningi. Vinnumatið hafi tekið við af kjarasamningsákvæðum um 16 klukkustunda vikuleg a kennsluskyldu framhaldsskólakennara. Hafi verið horfið frá því að skilgreina vinnu kennara út frá fjölda kennslustunda í stundatöflu þar sem fjöldi kennslustunda hélst í hendur við fjölda eininga hvers áfanga. Einnig hafi skil milli kennslu og námsmatstí ma verið afnumin, sbr. reglugerð nr. 260/2017 um starfstíma framhaldsskóla. Fyrir innleiðingu vinnumats hafi 18 vikna önn verið skilgreind sem 15 vikur í kennslu og í beinu framhaldi þrjár prófavikur og úrvinnslutími. 23 Stefndi vísar til þess að markmiðið m eð upptöku vinnumats kennara hafi verið að stuðla að auknum sveigjanleika í skólastarfi og markmiðum laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Kennarar meti á sjálfstæðan og faglegan hátt hvernig námsefni verði best komið til skila til nemenda. Skólameistarar kr efji kennara almennt ekki um viðveru í skólanum í samræmi við vinnuskýrslu heldur sé þeim treyst til þess að inna vinnu sína af hendi. Vinnuframlag kennara í fullu starfi sé á ársgrundvelli sambærilegt við það sem gangi og gerist á vinnumarkaði og sé miðað við 40 s tunda vinnuvik u til 5 jafnaðar yfir árið, sbr. grein 2.1.1 í kjarasamningi. Ársvinnuskylda kennara fari fram á starfstíma skóla sem ákveðinn sé með lögum og í reglugerð. Vinnutími kennara sé afar breytilegur frá viku til viku, sumar vikur fari hann langt yfir 40 klukkustundir og aðrar langt undir. 24 Stefndi bendir á að ákvæði greinar 2.1.6.5 hafi komið nýtt inn í kjarasamning aðila árið 2015 og hafi gagngert verið ætla að ryðja út eldri samningsforsendum sem hafi átt við fyrir tíma vinnumats. Áréttað er að eftir upptöku vinnumats geti fjöldi kennslustunda verið mismunandi milli vikna og hafi skil milli kennslu og prófatíma verið afnumin. Ráðist vinna af öðrum þáttum en skráðum kennslustundum í stundatöflu, auk þess sem fjöldi eininga vegna kenndra áfan ga sé ekki lengur tengdur fjölda kennslustunda. Tekið er fram að í 3. grein samkomulags sem vísað sé til í grein 2.1.6.5 í kjarasamingnum segi meðal annars að vinnumat áfanga skuli vera óbreytt frá upphafi til loka hans og skuli miða vinnumat við nemendafj ölda eftir þrjár vikur. 25 Stefndi vísar til þess að grein 2.1.6.5 sé ætlað að tryggja stöðugleika eftir að skólaár eða önn sé hafin fyrir kennara sem og stjórnendur. Kennari sem hafi tekið að sér ákveðið magn kennslu geti gengið að því sem vísu, svo sem þan nig að skólameistari geti ekki fellt niður áfanga í töflu hans eða breytt vinnumati. Því er mótmælt að túlka beri kjarasamningsákvæðið með þeim hætti að viðmiðunarstundaskrá sé bindandi frá viku til viku, enda sé í vinnumati horft til fjölda vinnustunda á önn en ekki í hverri viku. Eftir orðanna hljóðan takmarki ákvæðið um fjölda stunda sem settur sé á stundaskrá ekki breytileika í kennslumagni á milli vikna, heldur eingöngu heildarfjölda kennslustunda á önn. Það standist því ekki að frávík frá vikulegum ke nnslutíma samkvæmt stundaskrá leiði til yfirvinnugreiðslu. 26 Stefndi vísar til þess að umræddur kennari hafi fengið greidd laun á vorönn 2020 í samræmi við gildandi vinnuskýrslu þrátt fyrir að vinnuframlag á önninni hafi verið minna en gert hafði verið ráð fyrir. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. 27 Samkvæmt skóladagatali v erkmenntaskóla ns 2019 til 2020 hafi skólaárið verið frá 19. ágúst 2019 til 27. maí 2020, sbr. reglugerð nr. 260/2017. Gildistími vinnuskýrslu A fyrir vorönn 202 0 hafi verið frá 6. janúar til 27. maí. Vinnuskýrslan sýni samantekt vinnumatsins og fjölda klukkustunda í A, B og C hluta. Samkvæmt vinnuskýrslunni hafi heildarvinnustundir á þessu 18 vikna tímabili verið samtals 944,5 klukkustundir, þar af hafi yfirvinna verið 68,5 stundir eða 3,81 klukkustundir á viku. Kennsluþáttur A - hluta vinnumatsins hafi verið 471 klukkustund. 28 Stefndi vísar til þess að í apríl 2020 hafi orðið ljóst að mögulegt yrði að opna skólann aftur í byrjum maí. Hafi skólameistari falið kennuru m að meta með hvaða hætti endurkoma nemenda yrði skipulögð. Faglegt mat kennara, þar með talið A , hafi ráðið því hvaða hópar nemenda hafi komið í skólann og lengd kennslulotu, þ.e. fjölda kennslustunda og hvernig þeim var raðað saman. Þá hafi kennarar stýr t því í hvaða 6 áföngum staða nemenda var metin með tilliti til þess hvar þeir hafi staðið við skólalokun. Þetta megi sjá af framlögðum tölvupóstsamskiptum milli skólameistara og kennara. 29 Stefndi leggur áherslu á að þegar skólanum var lokað vegna COVID - 19 f araldursins , hafi allar kennslustundir í verklegum greinum í málm - og véltæknideild fallið niður. A hafi því ekki sinnt neinni kennslu meðan skólinn var lokaður. Hann hafi borið ábyrgð á því hvernig hann nýtti þann tíma, svo sem hvort hann skipulegði og un dirbyggi kennslu eða kysi að vera í fríi og taka vinnutörn í maí. Ætla megi að kennarinn hafi haft góðan tíma til að undirbúa kennslu sem hófst 4. maí, enda hafi sá tímafjöldi sem hann taldi þörf á legið fyrir með næstum þriggja vikna fyrirvara. Þá hafi sk ólinn verið opinn starfsfólki á meðan skólalokun varði og kennarinn haft aðgang að verkstæðum. A llir áfangar kennarans hafi verið símatsáfangar og við lokun skólans í mars hafi um 10 kennsluvikum af 15 verið lokið, það er um 67% námsmatsþátta. Hafi kennara num því verið í lófa lagið að nýta lokunina til að ljúka stærstum hluta námsmats og hafi einnig gefist tími til þess eftir að kennslu lauk. 30 Stefnandi vísar einnig til þess að kennsla A í maí 2020 hafi farið fram á skilgreindum starfstíma samkvæmt skóladagatali sem gilti til 27. þess mánaðar . Kennslan hafi jafnframt verið innan ramma samþykktrar vinnuskýrslu hans fyrir vorönn 2020. Þá hafi vinnustundafjöldi hans á önninni verið vel innan þeirra stunda sem greitt hafi verið fyrir samkvæmt samþykktri vinnuskýrslu. Í töflu í bréfi skólameistara frá 17. febrúar 2021 megi sjá þann fjölda kennslustunda sem hafi fallið niður í skólalokun og fjölda kennslustunda sem kennarinn sinnti í maí 2020. H afi staðnar kennslustundir verið nokkuð færri en vinnumat hafi gert ráð fyrir í öllum áföngum og muni 44 klukkustundum. Þá daga sem kennt hafi verið í maí hafi föst viðvera almennt að hámarki verið 7,5 klukkustundir og hámarkstími í kennslu 6,7 stundir. Öl l vinna þessa daga hafi því verið innan dagvinnumarka. Samkvæmt vinnumati hafi kennarinn fengið greidda yfirvinnu svo einhver vinna umfram dagvinnutíma hafi verið eðlileg. 31 Stefndi vísar einnig til þess að A hafi notið aukins svigrúms frá starfsskyldum sem hefðu komið til í maí 2020 hefði heimsfaraldur ekki kallað á breytingar og aðlögun faglegs skólastarfs. Með töl v upósti 22. maí 2020 hafi kennarinn óskað eftir því við skólameistara að vera undanþeginn námskeiði á starfsdögum með vísan til þess að hann hefð i unnið upp í kennsluskyldu sína í maí. Starfsdagar í annarlok hafi verið þrír og hafi kennarinn ekki verið krafinn um vinnuframlag til móts við þær 24 klukkustundir sem gert hafi verið ráð fyrir, utan þátttöku í tveggja klukkustunda starfsmannafundi. Hafi heldur ekki verið gerð krafa um vinnuframlag til móts við þær 10 klukkustundir á önn sem gert hafi verið ráð fyrir til yfirsetu í prófum hjá kennara í fullu starfi og þær vinnustundir því einnig fallið niður. Alls hafi því verið felldar niður 32 klukkustu ndir af öðrum störfum hjá kennaranum til að koma til móts við breyttar aðstæður. 7 32 Stefndi leggur áherslu á að fjöldi kennslustunda A á vorönn 2020 hafi ekki farið yfir þann fjölda sem hann hafi tekið að sér að kenna við upphaf annarinnar og tilgreindur ha fi verið í vinnuskýrslu. Þvert á móti hafi kennslustundir nar verið nokkuð færri en vinnuskýrslan hafi mælt fyrir um , auk þess sem kennarinn hafi notið svigrúms frá starfsskyldum sínum vegna annarra þátta. Hafi s tefnandi ekki sýnt fram á að tilfærsla á kenn slu A á vorönn 2020 hafi leitt til yfirvinnu, hvorki þegar horft sé til heildarvinnuskyldu á 18 vikna tímabili né vikulegs vinnuframlags í maí eftir að skólinn hafði opnað. 33 Hvað varðar tilvísun stefnanda til þess að kennarar eigi að geta treyst því að fram lögð stundaskrá haldi verði að líta verði til þess að öllum skólum landsins hafi verið lokað til að hefta útbreiðslu heimsfaraldurs. Þessar aðstæður falli vafalaust undir force majeure eða óviðráðanleg ytri atvik . Við munnlegan málflutning lagði lögmaður stefnda áherslu á að kennurum hefði verið fyrirmunað að sinna vinnuskyldu sinni vegna óviðráðanlegra atvika. Engu að síður hafi kennurum verið greidd laun í samræmi við vinnuskýrslur og stefndi staðið við samningss kyldur sínar. Mæli sanngirnisrök með því að kröfu stefnanda verði hafnað. Niðurstaða 34 Mál þetta varðar ágreining um skilning á kjarasamningi og fellur undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra st arfsmanna. 35 Aðila greinir á um hvort A , kennari við Verkmenntaskóla Austurlands , eigi rétt á greiðslu vegna yfirvinnu, sbr. grein 2.3.1 í kjarasamningi aðila, vegna kennslu á tímabilinu 6. til 14. maí 2020. Eins og rakið hefur verið byggir stefnandi einkum á því að stundaskrá , sem var gefin út við upphaf skólaárs , sé bindandi samkvæmt grein 2.1.6.5 í kjarasamningi og hafi kennaranum verið gert að sinna kennslu á tímabili þar sem það hafi ekki verið ráðgert . Ágreiningur aðila lýtur þannig sér í lagi að túlku n á kjarasamningsákvæðinu og hvort breytingar á skipulagi skólastarfs á vorönn 2020 leiði til þess að kennarinn eigi rétt á launum fyrir yfirvinnu. 36 Samkvæmt reglugerð nr. 260/2017 um starfstíma framhaldsskóla skal árlegur starfstími nemenda miðast við 180 kennslu - og námsmatsdaga. Skólameistari skal ákveða að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs hvert ár á bilinu 18. ágúst til 31. maí. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum þá ákvörðun fyrir lok næsta skólaárs á un dan. 37 Í samræmi við þetta var gefið út svokallað skóladagtal fyrir Verkmenntaskóla Austurlands skólaárið 2019 til 2020. Þar var gert ráð fyrir því að skólaárið h æfist 19. ágúst með starfsdegi kennara. Þá skyldi kennsla hefjast 20. ágúst og stand a til 4. ma í 2020 með hléum vegna vetrarfrís, námsmatsdaga, jólafrís og annarra frídaga. Gert var ráð fyrir námsmatsd ögum frá 5. til 23. maí 2020 og að við tækju starfsdagar 25., 26. og 27. sama mánaðar. 8 38 Eins og rakið hefur verið var Verkmenntaskóla Austurlands loka ð frá 16. mars til 4. maí 2020 vegna COVID - 19 faraldursins. Á þessum tíma féll niður kennsla í þeim verklegu áföngum sem kennarinn A sinnti. Í aðdraganda þess að skólinn opnaði á ný var lagt mat á með hvaða hætti mætti ljúka kennslu og námsmati í þeim áfön gum sem um ræðir. Það varð úr að A sinnti kennslu frá 6. til 14. maí 2020 en á þeim tíma var gert ráð fyrir námsmatsdögum samkvæmt stundaskránni. Við tóku námsmatsdagar sem voru færri en ráðgert hafði verið. S kólaárinu var lokið 27. maí 2020 eins og gert h afði verið ráð fyrir . 39 Samkvæmt vinnuskýrslu A vegna tímabilsins 6. janúar til 27. maí 2020 var gert ráð fyrir því að vinnustundir væru samtals 944,5, en þar af var A - hluti sem tekur til kennsluþáttar 471 stund. Það liggur fyrir að kennarinn fékk greidd la un í samræmi við vinnuskýrslu, enda þótt þær stundir sem voru unnar og féllu undir kennsluþátt væru færri vegna lokunar skólans. 40 Stefnandi telur að jafnframt beri með vísan til greinar 2.1.6.5 í kjarasamningi að greiða kennaranum yfirvinnulaun vegna kenn slu sem fram fór í maí 2020 á dögum sem voru merktir sem námsmatsdagar samkvæmt skóladagatali. 41 Ákvæði greinar 2.1.6.5 í kjarasamningi aðila er svohljóðandi: Fjöldi stund a sem settur er á stundaskrá og kennari tekur að sér við upphaf skólaárs/annar, er bindandi til loka tímabils vinnuskýrslu (skólaárs, annar eða spannar/lotu). Samanber þó 3. grein þessa samkomulags um ákvæði um endanlegan fjölda nemenda. 42 Ákvæðið er hluti af kafla 2.1.6 í kjarasamningnum sem lýtur að vinnutíma kennara en í öðrum ákvæðum kaflans er meðal annars fjallað um sundurliðun vinnutíma og viðmið um vinnumat. Samkvæmt framanröktu ákvæði er gert ráð fyrir því að kennari taki að sér tiltekinn fjölda vinnu stunda við upphaf hvers skólaárs eða annar. Þá er gert vinnuskýrslu. Eins og áður greinir fékk A greidd laun fyrir allar þær vinnustundir sem gert var ráð fyrir í vinnusk ýrslu hans vegna vorannar 2020, enda þótt þær hafi verið færri en ráðgert var. Þá fékk hann greiddar 100.000 krónur í byrjun árs 2021 í samræmi við ákvörðun skólameistara um að allir kennarar skyldu njóta slíkrar greiðslu vegna álags sem tengdist faraldrin um. 43 Að mati dómsins fær það ekki stoð í orðalagi greinar 2.1.6.5 í kjarasamningnum að hvers kyns breytingar á stundaskrá án þess að vinnustundum fjölgi leiði til þess að greiða skuli kennara yfirvinnu samkvæmt grein 2.3.1. Sú breyting sem um ræðir fól í s ér að kennsludagar fluttust til innan skólaársins og fækkaði vegna lokunar skólans. Eins og hér hagar til var ekki um að ræða fjölgun á þeim vinnustundum sem höfðu verið ákveðnar með bindandi hætti í stundaskrá og vinnuskýrslu. Þá virti stefndi rétt 9 stefna nda til greiðslna í samræmi við tilgreindan fjölda vinnustunda í vinnuskýrslu sem er bindandi samkvæmt fyrrgreindu ákvæði. 44 Stefnandi hefur ekki fært haldbær rök fyrir því að kennarinn eigi rétt til greiðslu yfirvinnu á öðrum grunni, svo sem þar sem vinna á tímabilinu hafi farið fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða umfram vikulega vinnutímaskyldu samkvæmt grein 2.3.1 í kjarasamningum, að virtum ákvæðum kafla 2.1.6 í kjarasamningnum um vinnutíma kennara. 45 Samkvæmt framangreindu og að virtum öllum atvik um verður ekki fallist á að krafa stefnanda fái stoð í greinum 2.1.6.5 eða 2.3.1 í kjarasamningi aðila. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. 46 Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Dómsorð: Stefndi, íslenska rík ið, er sýkn af kröfum stefnanda, Kennarasambands Íslands vegna Félags framhaldsskólakennara. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Inga Björg Hjaltadóttir Ragnheiður Harðardóttir Sératkvæði Karls Ó. Karlssonar 1. Ég er sammála því sem kemur fram í forsendum meirihluta í 34. til og með 42. málsgrein, en ég er að öðru leyti ósammála forsendum og niðurstöðu. 2. Óumdeilt er í málinu að A , kennari og deildarstjóri málmdeildar við Verkmenntaskóla Austurlands, in nti af hendi 72 klst. við verklega kennslu við skólann á tímabilinu 6. - 14. maí 2020 í kjölfar þess að skólinn var opnaður á ný eftir að hafa verið lokaður í um 2 mánaða skeið vegna Covid - 19 faraldursins. Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að þes si kennsla hafi verið innt af hendi samkvæmt fyrirmælum skólameistara. 10 3. Óumdeilt er ennfremur að A innti enga verklega kennslu af hendi þann tíma sem skólinn var lokaður samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda og stjórnenda skólans. Í samræmi við þá grunnreglu vinnuréttar að atvinnurekandi beri áhættuna og ábyrgð á atvinnustarfsemi, verður Verkmenntaskóli Akur eyrar einn að bera hallan af því að kennsla hafi verið felld niður. 4. Í gr. 2.1.2 er mælt fyrir um að heimilt sé að haga vinnu með öðrum hætti en greini í 2. kafla kjarasamningsins með samkomulagi starfsmanns og forráðamanna stofnunar. Einnig sé heimilt að semja við einstaka starfsmenn um rýmkun á dagvinnutímabili og um ákveðið frjálsræði um hvenær vinnuskylda sé gegnt. Sé heimildar þessarar beitt skuli leita skriflegs samþykkis samningsaðila. Af gögnum málsins verður ráðið að ekkert slíkt samkomulag var ger t í til tilefni lokunar skólans, þrátt fyrir áeggjan stefnanda. 5. Á grundvelli gr. 2.1.6.5 var gefið út og samþykkt skóladagatal fyrir skólaárið 2019 - 2020, en samkvæmt skóladagatalinu skyldi skólinn hefjast 19. ágúst 2019 og ljúka 27. maí 2020. Samkvæmt skól adagatalinu er með nákvæmum hætti mælt fyrir um á hvaða vikudegi innan skólatímabilsins, mánudaga föstudaga, skuli fara fram kennsla, hvenær vetrarfrí eigi að vera , hvenær námsmatsdagar séu og loks starfsdagar kennara. Samkvæmt skóladagatalinu var mælt f yrir um að allri kennslu skyldi vera lokið 4. maí 2020. Við tók tímabil námsmatsdaga 5. til og með 22. maí 2020 og var brautskráning laugardaginn 23. maí 2020. Í vikunni á eftir, eða dagana 25. til og með 27. maí 2022, voru starfsdagar kennara og þar með v ar skólaárinu lokið samkvæmt skóladagatali. 6. Að framangreindu virtu verður að líta svo á að A hafi að fyrirmælum stjórnenda Verkmenntaskóla Austurlands innt af hendi viðbótar vinnu umfram það sem hann hafði skuldbundið sig til gagnvart skólanum með því að a nnast verklega kennslu dagana 6. til 14. maí 2020. Samkvæmt gr. 2.3.1 í kjarasamningi telst til yfirvinnu sú vinna sem fram fer utan daglegs vinnutíma, svo og vinna sem innt er af hendi umfram daglega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. 7. Fullyrðingu m stefnanda um að A hafi í reynd innt af hendi alls 72 klst. við verklega kennslu dagana 6. til 14. maí 2020 hefur eins og áður er vikið að ekki verið andmælt af hálfu stefnanda og verður sá stundafjöldi því lagður til grundvallar í málinu. Í tölvupóstsams kiptum A og skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands þann 22. maí 2020 var fallist á þá ósk A að verða leystur undan því að þurfa að mæta á námskeið dagana 25. til og með 27. maí 2020, þar sem nýta þyrfti tímann í frágang á verkstæði skólans fyrir sumarið . Í greinargerð stefnda er til þess vísað að þessa daga hafi verið gert ráð fyrir 24 klst. vinnuframlagi af hálfu hvers kennara. Þeirri fullyrðingu hefur ekki verið andmælt af hálfu stefnanda og verður því lagt til grundvallar að A hafi að eigin ósk verið leystur undan 24 klst. vinnuskyldu dagana 25. til og með 27. maí 2020. 8. Með vísan til þess sem rakið hefur verið er því fallist á það með stefnanda að Verkmenntaskóla Austurlands beri að greiða A , kennara við skólann, yfirvinnulaun 11 fyrir kennslu á tímabilin u 6. til 14. maí, alls 48 yfirvinnustundir, sbr. gr. 2.3.1 og 2.1.6.5 í kjarasamningi Kennarasambands Íslands og fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Til frádráttar komi sérstök 100.000 kr. launagreiðsla í byrjun árs 2021. 9. Eftir framangreindum úr slitum beri stefnda að greiða stefnanda 600.000 kr. í málskostnað. Karl Ó. Karlsson