1 FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 23. nóvember 2021. Mál nr. 7/2021: Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Sjómannasambands Íslands vegna Verkalýðsfélags Vestfirðinga ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) gegn Samtök um atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (Jón Rúnar Pálsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 27. október sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson, Kolbrún Benediktsdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Sjómannas am bands Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík vegna Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Hafnarstræti 9 á Ísafirði. Stefndi er Samtök atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Borgartúni 35 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnan di krefst þess að viðurkennt verði að fjöldi einstaklinga í fæði um borð í skipi ráði rétti matsveins til launa aðstoðarmanns, sé hann ekki ráðinn, samkvæmt ákvæði 5.27 í kjarasamningi háseta, matsveina og vélstjóra milli Verkalýðsfélags Vestfirðinga annar s vegar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins hins vegar frá 18. febrúar 2017. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst sýknu af kröfum stef nanda. Þess er jafnframt krafist að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málavextir 3 Mál þetta má rekja til þess að með bréfi 8. ágúst 2017 var matsveini á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni IS 270 tilkynnt af útgerðarstjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og skipstjóra að fyrir mistök hefði veiðieftirlitsmaður Fiskistofu verið talinn m eð áhöfn skipsins. Í bréfinu kom fram að þar sem um störf veiðieftirlitsmannsins giltu ákvæði laga nr. 36/1992 um 2 Fiskistofu teldist hann ekki hluti af áhöfn skipsins þrátt fyrir að útgerðin hefði þurft að lögskrá hann um borð. Frá og með næsta degi myndi greiðsla vegna aðstoðar við matsvein taka mið af þessu. Matsveinninn leitaði til Verkalýðsfélags Vestfirðinga og óskaði eftir afstöðu stéttarfélagsins til túlkunar á grein 5.27 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga og stefnda. Með bréfi 31. janúar 2 019 tók matsveinninn fram að túlka bæri ákvæðið með þeim hætti að veiðieftirlitsmaður Fiskistofu teldist hluti af áhöfn skipsins, enda væri hann í fullu fæði eins og aðrir áhafnarmeðlimir. Þegar fleiri menn en 25 væru í fæði á skipinu ætti matsveinninn rét t á því að fá laun aðstoðarmanns til viðbótar sínum aflahlut í samræmi við grein 5.27 í kjarasamningnum hefði aðstoðarmaður ekki verið ráðinn. 4 Í júlí 2019 áttu útgerðarstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og formaður stefnanda samskipti vegna ágreining s um túlkun á fyrrgreindu ákvæði kjarasamning sins . Var meðal annars rætt hvort leita ætti til Félagsdóms vegna þessa. Samkvæmt gögnum málsins áttu þessir aðilar í frekari samskiptum þar sem meðal annars var leitast við að ná samkomulagi um skýringu greinar innar. Meðal gagna málsins er tölvubréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 7. október 2019 þar sem kallað var eftir túlkun samtakanna á hinu umdeilda kjarasamningsákvæði. Því var svarað 10. sama mánaðar á þá leið að samtökin teldu eftirlitsmann Fiskistofu ekki vera í áhöfn skips og að útgerðarfélaginu bæri því ekki að inna af hendi aukagreiðslu til matsveins þó að fjöldi einstaklinga í fæði væri meiri en 25. Með tölvubréfi stefnanda, sem sent var degi síðar, var tekið fram að ágreiningur aðila yrði lagður fyrir Félagsdóm. Málsástæður og lagarök stefnanda 5 Stefnandi byggir á því að það leiði af beinni orðskýringu og eðli máls að túlka beri grein 5.27 í kjarasamningi aðila með þeim hætti að séu 26 menn eða fleiri um borð í skipi í fæði beri annað hvort að ráða aðstoðarmann til aðstoðar fyrir matsvein eða greiða matsveini laun aðstoðarmanns. 6 Við túlkun á ákvæðinu verði að horfa til þess hversu margir einstaklingar séu um borð í skipi hverju sinni og breyti þar engu hvort einn eða fleiri séu ekki eiginlegir skipverjar eða starfsmenn útgerðar. Hlutur matsveins skuli ráðast af því hversu mörgum hann þurfi að sinna í hverri skipsferð. Aðilar hafi samið um að mörkin lægju við 26 manns og lagt til grundvallar að væru fleiri í fæði þyrft i matsveinn að fá aðstoðarmann eða greitt álag sem nemi launum aðstoðarmanns til viðbótar sínum aflahlut. 7 Stefnandi byggir á því að við túlkun kjarasamningsákvæðisins beri að líta til tilgangs ákvæðisins sem sé sá að koma í veg fyrir að álag á matsvein ve rði of mikið og að hann fái greiðslu fyrir vinnu umfram tilgreindan grunn. Það sé meginregla vinnuréttar að greiða beri mönnum laun fyrir vinnuframlag sitt og skipti það matsvein engu máli hvort að hluti af þeim mönnum sem honum sé falið að sinna séu háset ar, skipstjórar, netamenn eða eftirlitsmenn 3 Fiskistofu. Matsveini beri að sinna öllum þeim sem séu um borð í skipinu hverju sinni og komi hvergi í kjarasamningi fram að hann skuli einungis sinna eiginlegum skipverjum. 8 Stefnandi vísar til þess að hafi kjar asamningsaðilar ætlað að takmarka rétt matsveins til aðstoðar eða álags við þá sem sinna eiginlegum skipverjastörfum hefði það þurft að koma skýrt fram í texta ákvæðisins. Við samningsgerðina hafi menn lagt þann skilning í ákvæðið að það ætti við um þann h ákvæðinu breyti ekki þeim tilgangi þess að tryggja réttindi og kjör matsveina þegar álagið verði mikið. 9 Stefnandi byggir á því að ákvæðið hafi verið túlkað með þeim hætt i sem stefnandi byggi á vandræðalaust í fjölda ára. Það hafi fyrst verið í aðdraganda þessa máls sem stefndi hafi talið að túlka bæri það með þeim þrönga hætti að eftirlitsmaður Fiskistofu teldist ekki til áhafnar þannig að aukagreiðsla væri ekki innt af h endi til matsveins. 10 Stefnandi vísar til þess að í hinu umdeilda ákvæði sé efnislegur munur gerður á hugtakinu prósentu heldur skuli hann hafa föst mánaðarlaun samkvæmt kaupskrá aðila. Stefnandi telur að það sama skuli gilda um eftirlitsmenn Fiskistofu og aðra þá einstaklinga sem séu um borð í skipi hverju sinni en sinni þó ekki eiginlegum skipstörfum. Telja eigi þ á einstaklinga hluta af áhöfn skips í skilningi ákvæðisins þó svo að þeir teljist ekki hluti af eiginlegri skipshöfn við ákvörðun á mannafjölda vegna skiptaprósentu. 11 Stefnandi vísar einnig til þess að samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 817/2010 um lögskránin gu sjómanna sé skylt að lögskrá alla skipverja sem ráðnir séu til starfa um borð í skipi sem skráð sé hér á landi. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar sé heimilt að lögskrá aðra en skipverja þann tíma sem viðkomandi dvelji um borð í skipi sem sé í för um, enda leggi þeir fram yfirlýsingu tryggingafélags um líf - og slysatryggingar. Túlka beri hugtakið áhöfn í grein 5.27 í kjarasamningnum með þeim hætti að það nái til allra þeirra sem séu lögskráðir á skip hverju sinni, hvort sem þeir séu skipverjar eða a ðrir. Óumdeilt sé að eftirlitsmaður Fiskistofu hafi verið lögskráður á skipið í þeim veiðiferðum sem um ræði. Einnig liggi fyrir að í veiðiferðunum hafi 26 manns verið um borð í skipinu og hafi eftirlitsmaðurinn neytt þess fæðis sem matsveinninn matreiddi. 12 Stefnandi kveðst byggja málsókn sína á meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Til stuðnings kröfu um málskostnað er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá er vísað til 44. og 45. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og v innudeilur. 4 Málsástæður og lagarök stefnda 13 Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda og krefst sýknu af kröfum hans. Byggt er á því að viðurkenningarkrafa stefnanda feli í sér nýja túlkun á grein 5.27 í kjarasamningi aðila sem eigi sér ekki neina stoð í orðalagi ákvæðisins eða lögum. 14 Stefndi byggir á því að túlkun stefnanda á kjarasamningsákvæðinu sé hvorki í samræmi við almenna texta - og orðskýringu né skynsemi. Hefði það verið ætlun samningsaðila að réttur matsveins til launa aðstoðarmanns skyldi fa ra eftir fjölda einstaklinga í fæði um borð í skipi hefði ákvæðið verið orðað með þeim hætti. Ákvæðið bindi aftur á móti rétt matsveins til launa aðstoðarmanns við tiltekinn fjölda í áhöfn skips. 15 Stefndi vísar til þess að fjöldi í áhöfn fiskiskipa og skipt akjör þeirra hafi verið umsamin í fjallað sé um skiptakjör og önnur réttindi. Ljóst sé af kjarasamningnum að hugtakið taki til þeirra skipverja sem ráðnir séu af útge rðarmanni til skipstarfa og starfi um borð í skipi á grundvelli kjarasamnings. Kjarasamningurinn, þar með talið grein 5.27, fjalli ekki um aðra einstaklinga sem komi einstaka sinnum og tímabundið um borð í fiskiskip vegna starfa sinna fyrir aðra atvinnurek endur, svo sem starfsmenn opinberra eftirlitsaðila á borð við Landhelgisgæslu eða viðgerðarmenn framleiðslu - og þjónustuaðila. 16 Stefndi tekur fram að væri viðurkenningarkrafa stefnanda tekin til greina myndi matsveinn fá laun aðstoðarmanns vegna þess eins að gestur eða farþegi á vegum skipsáhafnar væri um borð í skipinu, til dæmis fjölskyldumeðlimir eða fréttamenn. Slík túlkun sé ekki í samræmi við orðalag hins umdeilda kjarasamningsákvæðis sem áskilji að fjöldi í áhöfn skipsins sé meiri en 2 5 . 17 Stefndi ví sar til þess að samkvæmt sjómannalögum nr. 35/1985 ráði útgerðarmaður skipverja til skipsstarfa um borð í skipi sbr. 2. gr., 5. gr. og 6. gr. laganna. Fjallað sé um lágmarkskjör í lögunum en samtök sjómanna og útgerðarmanna geti samið um betri réttindi ski pverjum til handa, sbr. 4. gr., og hafi það verið gert með kjarasamningi aðila. 18 Stefndi telur að tilvísun stefnanda til 2. gr. reglugerðar nr. 817/2010 hafi enga þýðingu við úrlausn málsins. Samkvæmt reglugerðinni sé einungis skylt að lögskrá áhöfn skips, það er þá sem ráðnir séu sem skipverjar til skipstarfa. Aftur á móti sé heimilt að lögskrá aðra en skipverja um borð í skip, sbr. lög nr. 35/2010 um lögskráningu sjómanna. Samkvæmt lögunum teljist skipverji sá sem ráðinn sé til starfa á grundvelli sjómannalaga, en ú tgerðarmaður manni skip, ráði ferðum skips , beri kostnað af þeim og nj óti arðsins. Lögskráning sé lögformleg skráning skipverja í skilningi sjómannalaga um borð í skip og verði skipverjar að uppfylla ákveðin skilyrði, sbr. 1. tölul. 4. gr. laga nr. 35/2010. Þá gildi lög nr. 30/2007 um áhafnir fiskiskipa, varðskipa o.fl. og s é þar meðal annars fjallað um mönnun slíkra skipa og kröfur til skipverja sem starfi þar. 5 19 Stefndi vísar til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu séu opinberir starfsmenn og lúti aðeins lögsögu og skipunarvaldi f iskistofustjóra. Þeir sinni eftirlitsstörfum um borð í fiskiskipum, en ekki skipstörfum í skilningi sjómannalaga, siglingalaga nr. 34/1985 eða laga nr. 30/2007. Skipstjórum fiskiskipa sé skylt að taka eftirlitsmenn um borð sé þess óskað, sbr. 18. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. 20 Stefndi telur rangt og ósannað að venja hafi myndast um túlkun á grein 5.27 í kjarasamningi aðila. Ákvæðið eigi rætur að rekja til breytinga á kjarasamningi aðila frá 18. febrúar 2017 og hafi þá fyrst tekið gildi hinn umdeildi texti um greiðslu launa aðstoðarmanns til matsveins þegar 26 manns séu í áhöfn skips. 21 Stefndi tekur fram að hann telji annmarka á málatilbúnaði stefnanda. Ekki sé byggt á því að stefndi hafi brotið gegn kjarasamningsákvæði heldur sett fram viðurkenningarkr ö f u sem feli í sér allt annan samningstext a en felist í grein 5.27 í kjarasamningi aðila. Ágreiningur hafi risið á árinu 2017 um það hvort umsömdum ráðningarkjörum matsveins hefði verið breytt fyrirvaralaust, en viðurkenningarkrafa stefnanda sé almennt orðuð og raunar sett fram eins og hver önnur kjarakrafa í kjaraviðræðum. Slík kröfugerð eigi ekki erindi fyrir Félagsdómi og er bent á að kjarasamningar aðila séu nú lausir og til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. 22 Um málskostnaðarkröfu stefnda vísast til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga n r. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 23 Mál þetta lýtur að túlkun kjarasamnings og á undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá verður ekki séð að annmarkar séu á kröfuger ð stefnanda sem leiði til frávísunar án kröfu. 24 Aðila greinir á um hvernig skýra beri grein 5.27 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga og stefnda frá 18. febrúar 2017. Séu 25 menn eða færri í áhöfn skal háseti aðstoða matsvein 2 ½ klst. á sólarhring eftir óskum matsveins. Sú aðstoð skal fara fram á vinnuvakt hásetans. Séu 26 menn í áhöfn eða fleiri skal vera aðstoðarmaður matsveins, og telst hann ekki til eiginlegrar sk ipshafnar við ákvörðun á mannafjölda og skiptaprósentu. Aðstoðarmaðurinn skal hafa föst mánaðarlaun skv. kaupskrá aðila sem greiðist af útgerð skipsins, óháð hlutaskiptum annarra skipverja. Vinnutími hans skal vera 10 klst. á sólarhring á tímabilinu frá kl . 08:30 til kl. 22:00 eftir nánari ákvörðun matsveinsins. Sé aðstoðarmaður ekki um borð skal matsveinn fá laun aðstoðarmannsins til viðbótar sínum aflahlut. Útgerðarmaður skal hafa samráð við matsveininn ef gera þarf lagfæringar í eldhúsi vegna fjölgunar í áhöfn skipsins. 6 25 Samkvæmt 4. málslið 2. mgr. greinar 5.27 skal matsveinn fá greidd laun aðstoðarmanns séu 26 manns eða fleiri í áhöfn skips hafi aðstoðarmaður ekki verið ráðinn. Ráðið verður af gögnum málsins að ákvæði þ essa efnis hafi fyrst orðið hluti af kjarasamningi aðila í febrúar 2017. Með samningi frá 18. febrúar 2017 var samið um framlengingu á gildandi kjarasamningi með tilteknum breytingum, þar með talið þeirri að grein 5.27 skyldi orðast með þeim hætti sem gerð er grein fyrir að framan. Fyrir þ essa breytingu var ákvæðið orðað með þeim hætti að væru 26 menn eða fleiri í áhöfn frystitogara skyldi vera aðstoðarmaður matsveins sem teldist ekki til eiginlegrar skipshafnar við ákvörðun á mannafjölda og skiptaprósentu. Mælt var fyrir um mánaðarlaun og vinnutíma aðstoðarmannsins í greininni . Hins vegar voru ekki fyrirmæli í kjarasamningnum þess efnis að matsveinn skyldi fá laun aðstoðarmanns væri aðstoðarmaður ekki ráðinn. 26 Stefnandi heldur því fram að fyrir febrúar 2017 hafi skapast venja í framkvæmd þa r sem matsveinn hafi fengið greidd laun aðstoðarmanns væru fleiri en 25 um borð í skipi. Þessu er mótmælt af hálfu stefnda sem kannast ekki við slíka framkvæmd. Stefnandi hefur ekki lagt fram gögn eða leitt vitni fyrir dóminn til stuðnings staðhæfingu sinn i, en hann ber sönnunarbyrðina fyrir henni. Að framangreindu virtu verður lagt til grundvallar að það hafi fyrst verið eftir breytingar á kjarasamningi aðila 18. febrúar 2017 sem gert var ráð fyrir því að matsveinn fengi laun aðstoðarmanns væru fleiri en 2 5 í áhöfn skips og aðstoðarmaður ekki ráðinn. 27 Eins og rakið hefur verið telur s tefnandi að fjöldi einstaklinga um borð í skipi hverju sinni eigi að ráða rétti matsveins til launa aðstoðarmanns og að ekki skipti máli hvort um skipverja sé að ræða eða einstaklinga sem eru um borð í öðrum erindagjörðum . Stefndi telur aftur á móti að hugtakið taki eingöngu til þeirra sem hafi verið ráðnir af útgerðarfyrirtæki til starfa í ski pi hverju sinni. Hinn umdeildi réttur matsveins til launa aðstoðarmanns er samkvæmt orðalagi ákvæðisins bundinn við að 26 menn eða fleiri séu í áhöfn skips. Hugtakið er ekki skilgreint í kjarasamningnum , en vísað er til þess í ýmsum ákvæðum kjarasamnings ins. Má sem dæmi útgerðar um fiskverð, sem og um uppgjörsverð fyrir afla sem skal ráðstafa á milli óskyldra aðila. Þá er í grein 5.05 fjallað um heimildir útgerða r og áhafnar til að semja með nánar tilgreindum hætti um frí á föstudaginn langa og páskadag. Jafnframt er í greinum 5.21, 6.11 og 7.01 fjallað um skiptakjör á skipum sem stunda mismunandi veiðar með hliðsjón af fjölda í Enn fremur má nefna að fja í greinum 5.24 og 5.44. Almennt ber að túlka hugtök sem notuð eru í kjarasamningum með 5.27 eigi að hafa þar aðra me rkingu en í öðrum ákvæðum kjarasamningsins. A f notkun hugtaksins í kjarasamningnum verður ráðið að því sé ætlað að taka til þeirra sem ráðnir hafi verið af útgerðarmanni til starfa um borð í skipi. Sé hugtakið þannig notað um starfsmenn útgerðarfélags 7 og v erður ekki séð að því sé ætlað að ná til annarra einstaklinga sem eru um borð í skip i í einstök skipti, svo sem vegna starfa fyrir opinbera aðila. 28 Samkvæmt framangreindu verður hvorki fallist á að skýring á grein 5.27 eftir orðanna hljóðan né með hliðsjón af öðrum ákvæðum kjarasamningsins styðji þá túlkun stefnanda að með og þiggi þar fæði. Þá hafa ekki verið lögð fram gögn sem benda til þess að það hafi verið vilji eða skilningur samningsaðila að túlka bæ ri hið umdeilda ákvæði með þeim hætti sem stefnandi heldur fram . T úlkun stefnanda fær ekki heldur stoð í þeim ákvæðum laga og reglugerða sem vísað hefur verið til og gerð var grein fyrir að framan. 29 Að framangreindu virtu er ekki fallist á þær röksemdir sem stefnandi hefur teflt fram. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. Með hliðsjón af úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnanda ge rt að greiða stefnda málskostnað sem er hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Sjómannasambands Íslands vegna Verkal ýðsfélags Vestfirðinga. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Guðni Á. Haraldsson Karl. Ó Karlsson Valgeir Pálsson