FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 4. október 20 2 3 . Mál nr. 8 / 202 3 : Sjómannafélag Íslands vegna A o.fl. ( Sigrún Ísleifsdóttir lögmaður ) gegn Sam tökum atvinnulífsins vegna Eimskips Ísland s ehf. (Ólafur Eiríksson lögmaður) og Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags ( Daníel Ísebarn Ágústsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 11. september 2023 . Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Einar Hugi Bjarnason og Guðbjarni Eggertsson . Stefnandi er Sjómannafélag Íslands, Skipholti 50 D í Reykjavík , vegna A o.fl. Stefnd u eru Sam tök atvinnulífsins, Borgartúni 3 5 í Reykjavík , vegna Eimskips Íslands ehf., Sundabakka 2 í Reykjavík, og Alþýðusamband Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags , bæði skráð að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík . Dómkröfur stefn a nda 1. Stefn andi krefst þess aðallega að viðurkennt verði að Sjómannafélag Íslands fari frá og með 14. nóvember 2022 með samningsaðild fyrir þá starfsmenn sem um ræðir við gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Ísland i ehf. 2. Stefnandi krefst þess til að vara að viðurkennt verði að Sjómannafélag Íslands fari frá og með 2. desember 2022 með samningsaðild fyrir þá starf smenn sem um ræðir við gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Íslandi ehf. 3. Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að þeir starfsm e nn sem um ræðir séu ekki bundnir af kjarasamningi Efl ingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins sem komst á 8. mars 2023, þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt, og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. 4. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði óskipt gert að greiða honum málsk ostnað . 2 Dómkröfur stefnd u 5. Stefndi Alþýðusamband Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 6. Stefndi Samtök atvinnulífsins vegna Eimskips Íslands ehf. krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 7. Mál þetta verður rakið til þess að 58 hafnarverkamenn sem starfa hjá Eimskip Íslandi ehf. undirrituðu beiðni um inn g öngu í Sjómannafélag Íslands og samhliða úrsögn úr Eflingu stéttarfélagi á tímabilinu 23. september til 10. nóvember 2022 . Gögn vegna þessa voru afhent stefnanda 14. nóvember 2022 og kveður hann félagsaðild þeirra hafnarverkamanna sem um ræðir hafa verið samþykkta samdægurs. 8. Með t ölvupósti 21. nóvember 2022 upplýsti formaður stefnanda starfsmann Eimskips Ísland s ehf. um nöfn þeir ra hafnarverkamanna sem hefðu gengið í stéttar félagið og óskaði eftir því að stéttarfélagsgjöld yrðu framvegis greidd félaginu. Með vísan til laga Eflingar stéttarfélags óskaði Eimskip Ísland ehf. 28. sama mánaðar eftir staðfestingu á því að úrsögn starfsmannanna hefði borist stéttarfélaginu áður en kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins hófust. Lögmaður stefnanda svaraði erindinu degi síðar og vísaði meðal annars til þess að Efling stéttarfélag hefði tekið við úrsögnunum athugasemdalaust og að þa ð væri óheimilt að takmarka rétt umræddra starfsmanna til að ganga úr félaginu á þessu tímamarki. Stefnandi og Eimskip Ísland ehf. áttu í frekari samskiptum í desember 2022 og var þar meðal annars fjallað um hvort úrsagnir úr Eflingu stéttarfélagi hefðu verið heimilar á þeim tíma sem um ræðir. 9. Stefnandi kveðst hafa sent Eflingu stéttarfélagi yfirlýsingar umræddra starfsmanna um úrsagnir úr stéttarfélaginu og samhliða inngöngu í stefnanda 29. nóvember 2022. Stéttarfélagið kveðst hafa móttekið úrsagnirnar 2. desember sama ár. 10. Með tölvupósti 12. desember 2022 óskaði stefnandi eftir afstöðu Eflingar stéttarfélags til úrsagnanna. Hinn 22. sama mánaðar sendi Efling - stéttarfélag bréf til þeirra starfsmanna sem um ræðir og kom þar fram að samkvæmt 3. mgr. 5 . gr. laga stéttarfélagsins væri óheimilt að segja sig úr félaginu á meðan kjaraviðræður stæðu yfir. Tekið var fram að k jaraviðræður við Samtök atvinnulífsins hefðu staðið yfir frá 30. nóvember 2022 og hefði úrsögn úr stéttarfélaginu verið óheimil við þessar aðstæður. Tölvupóstur sem hafði að geyma sama efni barst stefnanda 3. janúar 2023. 11. Á aðalfundi stefnanda 28. desember 2022 v oru samþykktar breytingar á lögum stéttar félag sins og var nýjum staflið bætt við 3. gr. þar sem fjallað er um þær starfgreinar sem heyra undir félagið. Samkvæmt breytingunni starfar sérstök deild hafnarverkamanna innan félagsins og hefur hún meðal annars það markmið að annast gerð kjarasamninga fyrir starfsstéttina. 3 12. Með samþykkt miðl unartillögu ríkissáttasemjara 8. mars 2023 komst á kjarasamningur á milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar stéttarfélags. Kjarasamningurinn gildir til 31. janúar 2024. 13. Eimskip Ísland ehf. hefur innt af hendi g reiðslur til þeirra hafnarverkamanna sem kr öfugerð stefnanda tekur til samkvæmt kjarasamningnum. Þá hefur vinnuveitandinn áfram greitt félagsgjöld til Eflingar stéttarfélags vegna umræddra starfsmanna. Málsástæður og lagarök stefnanda 14. Stefnandi byggir á því að viðurkenna verði rétt hans til gerðar kjarasamnings f y rir hönd umræddra hafnarverkmanna, enda hafi þeir sagt sig úr Eflingu stétt a rfélagi með lögmætum hætti og gerst félagsmenn í stefnanda. Réttur manna til að eiga aðild að stéttarfélögum sé verndaður í 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Túlka verði hömlur á rétti félagsmanna til úrsagnar úr stéttarfélagi með hliðsjón af þessum ákvæðum. 15. Stefnandi telur að 3. mgr. 5. gr. laga Eflingar stéttarfélag s gangi lengra en heimilt sé v i ð takmörkun á rétti félagsmanna til að segja sig úr félaginu. Fram komi í ákvæðinu að óheimilt sé að segja sig úr félaginu þegar viðræður um kjarasamninga séu hafnar, en það tímamark sé ekki skýrt nánar í lögunum, lögum Alþýðusambands Íslands eða lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Þá virðist afstaða stéttarfélagsins til þessa tímamarks vera óljós og verði stefndu að bera hallann af vafa í þe im efnum. 16. Stefnandi telur fyrrgreint ákvæð i ganga lengra en 3. mgr. 12. gr. laga Alþýðusambands Íslands sem stéttarfélag ið hafi skuldbundið sig til að hlíta . Í síðastgreindu ákvæði komi fram að hömlur á úrsögn félagsmanna megi aðeins vera tímabundnar og sé hið óljós a tímamark samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga stéttarfélagsins ekki í samræmi við það. Ákvæð ið gangi jafnframt lengra en nauðsynlegt sé til að ná því lögmæta markmiði að stéttar félagið geti sinnt h l utverki sínu sem samningsaðil i á vinnumarkaði og komið í veg fyrir að úrsagnir félagsmanna dragi úr vægi aðgerða í tengslum við vinnudeilu. Hafa verði hugfast að viðræður um kjarasamninga hefjist í mörgum tilvikum á meðan félagsmenn séu enn bund n ir af fyrri samningi, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/193 8. Þá hafi hvorki verið komin upp vinnudeila né aðgerðir verið fyrirhugaðar í tengslum við slíka deilu þegar hafnarverkamennirnir sögðu sig úr stéttarfélagi nu . Í öllu falli standist ekki að miða við að úrsagnir hafi verið óheimilar frá 4. nóvember 2022 þegar haldinn var fyrsti samningafundur eftir að kröfugerð stéttarfélagsins var sett fram. 17. Að framangrein du virtu hafi úrs agnir hafnarverkamanna úr Eflingu stéttarfélagi verið lögmæt ar og lög félagsins ekki hamlað þ eim . Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 sé stefnanda tryggður ótvíræður réttur til að gera kjarasamning fyrir hönd félagsmanna sinna. Fram komi í a - lið 3. gr. laga stefna n da að rétt til inngöngu í félagið hafi allir sem stundi atvinnu á sjó eða starfi á hvers konar flotmannvirkjum, 4 svo og þeir sem atvinnu hafa af hvers konar flutningastarfsemi. Undir ákvæðið falli allir sem st undi hafnarverk astörf . Þeir starfsmenn sem kröfur stefnanda tak a til hafi því átt rétt á að ganga í stéttarfélagið 14. nóvember 2022 í samræmi við beiðnir sínar. Það hafi ekki þýðingu þótt fyrst hafi verið stofnuð sérstök deild hafnarverkamanna innan stefnanda með breyti ngum á lögum félagsins 28. desember 2022 . 18. Stefnandi leggur áherslu á að sá kjarasamningur sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Íslandi ehf. störfuðu eftir hafi runnið út 31. október 2022. S tarfsmennirnir hafi því ekki verið bundnir af kjara samningi þegar þeir sögðu sig úr Eflingu stéttarfélagi. Með inngöngu í stefnanda 14. nóvember 2022 hafi þeir veitt félaginu umboð til að gera kjara s amning um störf s ín og miðist aðalkrafa stefnanda við þann dag. Verði ekki fallist á að stefnandi hafi far ið með samningsumboð frá 14. nóvember 2022 er byggt á því að umboðið hafi í öllu falli flust til félagsins 2. desember sama ár þegar Efling stéttarfélag móttók úrsagnir starfsmannanna. 19. Stefnandi vísar til þess að þó að Efling stéttarfélag hafi og kunn i að halda áfram að gera kjarasamninga sem taki til starfa hafnarverkamanna hafi slíkur samningur ekki verið í gildi þegar þeir starfsmenn sem um ræðir gengu í stefnanda. Þá girði forgangsréttarákvæði í kjarasamningi Eflingar stéttarfélags og Samtaka atv innulífsins ekki fyrir að samningur verði gerður við annað stéttarfélag um sömu störf, enda sé þess gætt að samningurinn hafi ekki að geyma ákvæði sem séu í andstöðu við áður umsaminn forgangsrétt. Standi þannig ekkert þv í í vegi að hafnarverkamenn geti fa lið stefnanda umboð til kjarasamningsgerðar . Önnur n iðurstaða feli í sér þvingað samningsumboð til stéttarfélags sem starfsmenn irnir vil j i ekki eiga aðild að, en það sé meðal annars í andstöðu við 74. gr. stjórnarskrárinnar. 20. Stefnandi telur framangreind rök jafnframt leiða til þess að fallast beri á kröfu um viðurkenningu á því að umræddir starfsmenn séu ekki bundnir af kjarasamningi Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins sem komst á 8. mars 2023. Málsástæður og la garök stefnda Al þýðusambands Íslands vegna Eflingar stéttarfélags 21. Stefndi byggir á því að úrsagnir fyrrgreindra hafnarverkamanna úr Eflingu stéttarfélagi hafi ekki verið gildar þegar þær bárust 2. desember 2022 . Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 h ætti meðlimur stéttarfélags að vera bundinn af samþykktum félagsins þegar hann hefur farið úr félaginu samkvæmt reglum þess . Aftur á móti séu samningar , sem hann hefur orðið bundinn af þegar hann var félagsmaður , skuldbindandi á meðan hann vinni þau störf sem samningurinn taki til, þar til samningurinn geti fyrst fallið úr gildi samkvæmt uppsögn. Fjallað sé um úrsagnir í 5. gr. laga Eflingar stéttarfélags og komi fram í 3. mgr. að enginn geti sagt sig úr félaginu meðan viðræður um kjarasamninga, vinnudeila sem snertir kaupgjald eða vinnuskilmála viðkomandi félagsmanna standi yfir. 5 22. Kjarasamningar hafi verið lausir 31. október 2022 og hafi fyrsti samningafu ndur verið 4. nóvember sama ár. Þá hafi kröfur Eflingar stéttarfélags verið sett ar fram og viðræður um kjarasamning verið hafnar. Á öðrum samningafundi 14. nóvember hafi Samtök atvinnulífsins komið sínum kröfum á framfæri. Þ að sé skýrlega kveðið á um það í 1. mgr. 5. gr. laga Eflingar stéttarfélags að úrsagnir skuli vera skriflegar og afhentar skrifstofu félagsins. Ú rsagnir þeirra hafnarverkamanna sem um ræðir hafi borist 2. desember 2022 , en þá hafi kjara viðræður staðið yfir í tæpan mánuð og félagsmönn um verið óheimilt að segja sig úr stéttarfélaginu, sbr. jafnframt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. 23. Stefndi telur 3. mgr. 5. gr. laga stéttarfélagsins vera skýra og ljóst hvort sem litið sé til almenns málskilnings eða túlkunar með hliðsjón af reglum vinnuréttarins. Vísað sé til viðræðna á milli fulltrúa launþega og atvinnurekenda þar sem stefnt sé að gerð kjarasamnings. Slíkar viðræður hafi verið hafnar og hafi jafnframt verið komin upp vinnudeila þegar úrsagnir bárust stefnda . Það megi sjá af umfjöllun í fjölmiðlum og hafa beri í huga að 7. desember 2022 hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. 24. Stefnd i mótmælir því að fyrrgreint ákvæði gangi lengra en 3. mgr. 12. gr. laga Alþýðusambands Íslands þar sem kveðið sé á um að hamla megi úrsögnum úr félagi tímabundið, til dæmis á meðan kjaradeila stendur yfir eða þegar verkfallsaðgerðir séu hafnar. Undir það geti ljóslega fallið tímabundnar hömlur á úrsögnum vegna kjaraviðræðna , enda sé tilgangurinn lögmætur. K jaradeila Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins hafi verið þess eðlis að réttlætanlegt hafi verið að hamla úrsögnum tímabundið til að tryggja samstöðu og slagkraft stéttarfélagsins svo ekki væri grafið undan samningsréttinum. Þá gildi lög Efli ngar stéttarfélags um úrsagnir úr félaginu fremur en lög Alþýðusambandsins, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. 25. Stefndi leggur áherslu á að hinu umdeilda ákvæði laga Eflingar stéttarfélags sé ætlað að verja samningsrétt stéttarfélagsins og tryggja stöðu þess gagnvart atvinnurekendum á viðkvæmum tímum. Ákvæðið varni því að unnt sé að hafa áhrif á kjaraviðræður eða vinnudeilu með úrsögn úr félaginu , en að baki búi hagsmunir þess launafólks sem kjarasamningurinn taki til. Um sé að ræða tímabundna takmö rkun og gangi hún ekki lengra en nauðsynlegt sé til að hinum lögmæta tilgangi verði náð . 26. Stefndi byggir jafnframt á því að stefnandi hafi ekki getað farið með samningsaðild fyrir hafnarverkamenn þegar úrsagnir bárust Eflingu stéttarfélagi. Stefnandi haf i fyrst látið sig málefni hafnarverkamanna varða þegar lögum félagsins var breytt 28. desember 2022 og stofnuð var sérstök deild hafnarverkamanna innan félagsins . Því er mótmælt að störf hafnarverkamanna hafi rúmast innan a - liðar 3. gr. samþykkta stefnanda þar sem fram komi að rétt til inngöngu í félagið eigi meðal annars þeir sem talið þörf á að breyta lögum félagsins til að rýmka samningsumboðið og hafi félagið ekki áður s taðið að 6 kjarasamni ngsgerð fyrir þessa starfsmenn. Þá hafi staðfesting stefnanda á inngöngu umræddra starfsmanna í félagið 14. nóvember 2022 enga þýðingu, enda breyti það ekki aðild þeirra að Eflingu stéttarfélagi né samningsumboð i félagsins. Hafi samning s a ðild fyrst getað flust til stefnanda þegar félagsmönnum var heimilt að segja sig úr Eflingu stéttarfélagi við lok kjaradeilu nnar . 27. Stefndi tekur fram að samkvæmt framangreind u sé ekki unnt að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda um að starfsmenn irnir séu ekki bundnir af þeim kjarasamningi sem komst á 8. mars 2023 . Friðarskylda ríki og taki samningurinn til starfsm a nn anna á meðan hann er í gildi, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/19 3 8. 28. Stefndi mótmælir því að brotið hafi verið gegn tjáningarfrelsi stefnanda og jafnræðisr eglu stjórnarskrárinnar. S tefnandi sé ekki útilokaður frá því að semja um kaup og kjör hafnarverkamanna heldur þurfi félagið að fullnægja tilteknum lagaskilyrðum sem ekki hafi verið fyrir hendi á þeim tím a sem kröfugerð stefnanda taki til. Ekki sé um að ræ ða mismunun heldur almenn lagaskilyrði sem hvíli á málefnalegum sjónarmiðum og stjórnarskrárvörðum réttindum. Málsástæður og lagarök stefnda Samtaka atvinnulífsins vegna Eimskips Ísland s ehf. 29. Stefndi tekur fram að hann hafi verið upplýstur um að hafnarverkamenn hefðu gengið í stefnanda með tölvupósti frá formanni félagsins 21. nóvember 2022. Óskað hafi verið eftir afstöðu Eflingar stéttarfélags sem hafi staðfest að erindi með beiðni um úrsagn ir úr félaginu hefð u borist 2. desember sama ár. Þá hafi stéttarfélagið upplýst 3. janúar 2023 að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins h afi staðið yfir þegar úrsagnir bárust og að á þeim tíma hafi verið óheimilt að segja sig úr félaginu. Hafi stefndi þv í haldið eftir iðgjaldi af launum viðkomandi starfsmanna til Efling ar stéttarfélag s. Hvorki hafi borist athugasemdir frá stéttarfélaginu né umræddum starfsmönnum vegna þessa. 30. Stefndi tekur fram að það hafi fyrst verið á aðalfundi stefnanda 28. desember 2022 sem lögum félagsins hafi verið breytt þannig að sérstök deild hafnarverkamanna hafi verið gerð að hluta starfsgreina félagsins. Hafi hafnarverkamenn ekki getað gengið í stefnanda fyrr en á því tímamarki og því sé ekki unnt að fallast á kröfur stefnanda sem miðast við fyrri tímamörk . 31. Stefndi vísar til þess að samk v æmt 1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 geti stéttarfélag sett takmarkanir í félagslög sín vegna úrsagna, enda séu þær málefnalegar , byggðar á starfslegum hagsmunum félaganna og gan gi ekki lengra en þörf krefur. Efling stéttarfélag hafi nýtt þessa heimild og telji úrsagnir ekki hafa borist fyrr en eftir að kjaraviðræður voru hafnar , sbr. 5. gr. laga félagsins . Stefndi hafi ekki skoðun á því hvort ákvæði félagslaga stéttarfélagsins gangi of langt en telji sig bund inn af gildandi ákvæð um nema fyrir liggi að dómstólar telji ákvæðin ekki 7 stand a st lög. Að virtum atvikum hafi stefndi átt þann kost einan að skila áfram félagsgjöldum til Eflingar stéttarfélags . 32. Hvað varðar kröfu stefnanda um viðurkenningu á að umræddir starfsmenn séu ekki bundnir af þeim kjarasamningi sem komst á 8. mars 2023 er vísað til þess að Eimskip Íslandi ehf. h afi athugasemdalaust greitt starfsmönnunum laun samkvæmt þeim kjarasamningi. Þá hafi vinnuveitandinn lengi gert kjarasamninga við Eflingu stéttarfélag, áður Dagsbrún, um vinnu félagsmanna í þágu vöruafgrei ð slu á samningssvæði stéttarfélagsins. Samkvæmt gildandi kjarasamningi hafi félagsmenn stéttarfélags ins forgangsrétt til allrar hafnarvinnu og sé stefndi bundinn af þeim kjarasamningi. Hafi eitt stéttarfélag samið um forgangsrétt til starfa á ákveðnu landsvæði, byggðarlagi eða í ein s töku fyrirtæki, geti annað stéttarfélag ekki krafist kjarasamnings um sömu störf og starfsheiti. Veg na þessa telji stefnda sér óheimilt að semja við annað stéttarfélag en Eflingu stéttarfélag um þau störf sem um ræðir . Þetta sýni jafnframt að Félagsdómur get i ekki orðið við kröfum stefnanda. Niðurstaða 33. Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2 . tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 34. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort þeim starfsmönnum sem taldir eru upp í kröfugerð stefnanda hafi verið heimilt að segja sig úr Eflingu s téttarfélagi á grundvelli yfirlýsinga sem bár ust stéttarfélaginu 2. desember 2022. Stéttarfélagið telur að úrsagnir hafi verið óheimilar á þessum tíma þar sem fram komi í 3. mgr. 5. gr. laga félagsins að enginn geti sagt sig úr félaginu meðan viðræður um kjarasamninga eða vinnudeila stendur yfir. Ste fnandi telur umrætt ákvæði ekki hamla úrsögnum umræddra starfsmanna og vísar einkum til þess að túlka verði ákvæðið með hliðsjón af 74. gr. stjórnarskrárinnar og að það gangi lengra en heimilt sé samkvæmt lögum Alþýðusambands Íslands sem stéttarfélagið sé bundið af. 35. K röfur stefnanda l úta að viðurkenningu á því að hann fari með samningsaðild fyrir nánar tilgr einda starfsmenn við gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins vegna starfa þeirra sem hafnarverkam a nn a hjá Eimskip Íslandi ehf. Aðalkrafan lýtur að viðurkenningu á því að stefnandi hafi farið með samningsaðild frá 14. nóvember 2022 þegar hann kveðst hafa samþykkt beiðnir umræddra starfsmanna um inngöngu í félagið. Varakrafan lýtur að viðurkenningu á að stefnandi hafi farið með slíka samnings a ðild frá 2. desember 2022 þegar úrsagnarbeiðnir bárust Eflingu stéttarfélagi. Þá krefst stefnandi viðurkenningar á því að þeir starfsmenn sem um ræðir séu ekki bundnir af þeim kjarasamningi sem komst á milli Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulíf sins þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt 8. mars 2023 . 36. Réttur til að stofna stéttarfélög er sérstaklega varinn af 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá segir í 1. gr. laga nr. 80/1938 að menn eigi 8 rétt á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Í 1. mgr. 3. gr. laga nna er tekið fram að stéttarfélög ráði sjálf málefnum sínum með þeim takmörkunum sem sett eru í lögunum. Einstakir meðlimir félaganna séu bundnir við löglega gerðar samþykktir og samninga félagsins og stéttarsambands þess sem það kann að vera í. Í 2. mgr. 3. gr. er mælt fyrir um að meðlimur stéttarfélags hætti að vera bundinn af samþykktum féla gs síns og sambands þess, þegar hann samkvæmt reglum félagsins er farinn úr því, en samningar þeir, sem hann hefur orðið bundinn af, á meðan hann var félagsmaður, séu skuldbindandi fyrir hann, meðan hann vinnur þau störf, sem samningurinn er um, þar til þe ir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn. 37. Samkvæmt framangreindu ráða stéttarfélög málefnum sínum sjálf, þar með talið hvernig lögum þeirra og samþykktum er háttað . Telja verður að stéttarfélag geti á þessum grundvelli mælt fyrir um takmarkanir á úr sögnum í félagslögum sínum, enda séu slíkar takmarkanir málefnalegar, byggðar á starfslegum hagmunum félaganna og gangi ekki lengra en þörf krefur, sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms 4. júlí 2001 í máli nr. 9/2001 og 12. júlí 2004 í máli nr. 2/2004. 38. Hið umdeilda ákvæði í 3. mgr. 5. gr. laga Eflingar stéttarfélags er svohljóðandi: Enginn getur sagt sig úr félaginu meðan viðræður um kjarasamninga, vinnudeila sem snertir kaupgjald eða vinnuskilmála viðkomandi félagsmanna stendur yfir. Einnig er óheimilt a ð segja sig úr félaginu til þess að taka upp störf félagsmanna í öðru félagi er lagt hefur niður vinnu vegna vinnudeilu. 39. Leggja verður til grundvallar að tilgangur ákvæðisins sé að koma í veg fyrir að úrsagnir úr stéttarfélaginu veiki félagið þegar þörf e r á samstöðu vegna kjaraviðræðna og kjaradeilu sem stendur yfir . Markmiðið er þ annig að verja samningsrétt stéttarfélagsins í þágu hagsmuna þeirra starfsmanna sem kjarasamningur mun taka til. Telja verð u r slíkt markmið málefnalegt og að ákvæð i af þessum to ga séu almennt lögmæt. Það leiðir aftur á móti af rétti manna til félagafrelsis, sem er varinn af 74. gr. stjórnarskrárinnar, að með slíku ákvæði má ekki g anga lengra en nauðsynlegt er til að ná því markmiði sem að er stefnt. Að sama skapi verður að túlka ákvæði af þessu m toga með hliðsjón af því að þau takmarka stjórnarskrárvarin réttindi. 40. Þegar litið er til orðalags hins umdeilda ákvæðis er ekki alls kostar skýrt hvort úrsagnir séu óheimilar að því gefnu að kjaraviðræður séu hafnar eða hvort vinnu d eila sem varðar kjör félagsmanna þurfi að standa yfir. Þá er ekki ljóst hvenær kjaraviðræður teljast hafa náð því stigi að vinnudeila standi yfir, en hvorki er tekið af skarið um það í lögum stéttarfélagsins né lögum nr. 80/1938. Samkvæmt almennri málvenju og meginreglum vinnuréttar verður lagt til grundvallar að vinnudeila teljist 9 fyrst vera til staðar þegar kjara samningar eru lausir og ágreiningur hefur komið upp á milli samningsaðila við kjaraviðræður . 41. Að öllu framangreindu vir tu telur Félagsdómur að túlka beri ákvæði ð með þeim hætt i að ekki sé heimilt að takmarka rétt félagsmanna til að segja sig úr Eflingu stéttarfélagi nema að kjaraviðræður hafi leitt í ljós að uppi sé ágreiningur á milli samningsaðila og að vinnu deila stan di í reynd yfir. Slík túlkun fær bæði stoð í texta ákvæðisins og þeim tilgangi þess að koma í veg fyrir að úrsagnir veiki stéttarfélagið þegar þörf er á samstöðu vegna gerðar kjarasamnings. Þessi skilningur á ákvæðinu er jafnframt í samræmi við 3. mgr. 12. gr. laga Alþýðusambands Íslands þar sem fram kemur að ákvæði samþykkta aðildarfélaga megi ekki hamla því að félagsmenn geti sagt sig úr félögum með þeirri undantekningu að um tímabundnar höm lur sé að ræða, til dæmis vegna yfirstandandi kjaradeildu og verk fallsaðgerða henni tengdri. 42. Fyrir liggur að yfirlýsingar um úrsagnir þeirra starfsmanna sem um ræðir bárust Eflingu stéttarfélagi 2. desember 2022. Við mat á því hvort úrsagnir hafi verið heimilar verður að miða við þessa tímasetningu, enda kemur með skýrum hætti fra m í 1. mgr. 5. gr. laga félagsins að skriflegar úrsagnir verði að berast skrifstofu þess. S tarfsmennirnir voru bundnir af þ essu ákvæði , sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 30/1938 , og er þ egar af þeirri ástæðu ekki unnt að fallast á aðalkröfu stef nanda sem lýtur að viðurkenningu á samningsaðild fyrir umrædda starfsmenn frá 14. nóvember 2022 . 43. Kemur þá til skoðunar hvort aðstæður 2. desember 2022 , þegar úrsagnir bárust Eflingu stéttarfélagi, hafi verið þess eðlis að fyrrgreint ákvæði laga félagsin s hafi girt fyrir úrsögn félagsmanna . Gögn málsins bera með sér að 31. október 2022 hafi Efling stéttarfélag lagt fram kröfugerð vegna kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins , en sama dag l eið gildistím i fyrri kjarasamnings aðila undir lok . F ulltrúar samningsaðila funduðu 4. nóvember 2022 . Af frétt á heimasíðu Eflingar stéttarfélags verður ráðið að formaður félagsins hafi á fundinum haldið framsögu um forsendur og rök að b aki kröfu g erðinni. Þá hafi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bru gðist við og aðilar skipst á skoðunum. Samningsaðilar funduðu á ný 14. nóvember 2022 og var viðræðuáætlun , sem send var ríkissáttasemjara, undirrituð þann dag , sbr. III. kafli laga nr. 80/1938 . Gert var ráð fyrir því að ríkissáttasemjara yrði falin fundars tjórn frá og með 21. nóvember 2022, en tekið fram að það fæli þó ekki í sér vísun viðræðna til hans. Samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara 28. nóvember 2022 og þann dag setti Efling stéttarfélag fram endurskoðaða kröfugerð þar sem meðal annars var kröfur um skammtíma kjarasamning sem komið hafa frá öðrum verkalýðsfélögum, sem fjölmiðlar vísuðu til . 44. Samkvæmt framangreindu höfðu kjaraviðræður staðið yfir í tæpan mánuð og Efling stéttarfélag lagt fram uppfærða kröfugerð þegar úrsagnir fyrrgreindra starfsmanna bárust stéttarfélaginu. Lá þ annig fyrir að Samtök atvinnulífsins höfðu ekki fallist á kröfur stéttarfélagsins og að samningsaðila r deildu um efni þess nýja kjarasamnings 10 sem unnið var að. Leggja verður til grundvallar að á þessum tíma hafi verið risinn ágreiningur í kjaraviðræðum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins og að vinnudeila hafi verið til staðar, en það fær jafnframt stoð í f jölmiðlaumfjöllun sem er meðal gagna málsins. 45. Að virtum atvikum og því sem áður hefur verið rakið telur Félagsdómur að v ið þ ær aðstæður sem voru uppi 2. desember 2022 hafi fyrrgreint ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga Eflingar stéttarfélags girt fyrir úrsagnir úr félaginu. Var því heimilt að takmarka félagafrelsi þeirra starfsmanna sem um ræðir tímabundið, sbr. það sem áður greinir um skýringu ákvæðisins og tilgang þess . Þegar af þessari ástæðu verður að hafna varakröfu stefnanda um viðurkenningu á því að samnin gsaðild hafi verið í höndum hans frá þessu tímamarki. 46. A f framangreindu leiðir að umræddir starfsmenn voru félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi þegar kjarasamningur komst á milli stéttarfélags ins og Samtaka atvinnulífsins við samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara 8. mars 2023. Starfsmennirnir eru bundnir af þeim kjarasamningi í samræmi við 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 og verður að hafna kröfu stefnanda um viðurkenningu á að svo sé ekki . 47. Samkvæmt framangreindu eru s tefn d u sýknaðir af kröfum stefnanda. Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður. Dóms orð: Stefndu, Samtök atvinnulífsins vegna Eimskips Íslands ehf. og Alþýðusamband Íslands vegna Eflingar stéttarfélags, eru sýkn af kröfum s tefnanda, Sjómannafélag s Íslands vegna A. o.fl. Málskostnaður fellur niður.