FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 25. október 20 2 2 . Mál nr. 25 /20 21 : Alþýðusamband Íslands, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, vegna Eflingar stéttarfélags fyrir hönd A ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Icelandair ehf. ( Álfheiður M. Sívertsen lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 27. september sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir, Eva Dís Pálmadóttir og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, vegna Eflingar stéttarfélags, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, fyrir hönd A . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Ic elandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögn ráðningarsamnings Icelandair ehf. við A , trúnaðarmanni og öryggistrúnaðarmanni hjá Icelandair ehf., símleiðis þann 20. ágúst 2021 og síðar staðfestri við móttöku uppsagnarbréfs, dags etts 20. ágúst 2021, þann 25. ágúst 2021, feli í sér brot gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og sé ólögmæt af þeim sökum. 2 Þess er jafnframt krafist að stefnd i verði dæm dur til þess að greiða sekt í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun réttarins . 3 Þá krefst stefnandi málskostnað ar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Með úrskurði Félagsdóms 11. febrúar 2022 var kröfu stefnda um frávísun málsins að hluta hafnað. Málavextir 2 5 A hóf störf hjá hlaðdeild Flugfélags Íslands ehf. í nóvember 2016 . Nafni fyrirtækisins mun hafa verið breytt í Air Iceland Connect ehf. vorið 2017 . 6 Á vormánuðum 2020 tók I celandair ehf. yfir starfsemi fyrirtækisins og urðu aðilaskipti að rekstri þess í skilningi laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki. 7 Samkvæmt gögnum málsin s var A kosin trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags 16. mars 2018. Með bréfi stéttarfélagsins 26. sama mánaðar var Flugfélagi Íslands ehf. tilkynnt um tilnefningu A sem trúnaðarmanns fyrir tímabilið 16. mars 2018 til 16. mars 2020, sbr. 13. kafla kjarasamnings Ef lingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Tekið var fram að A hefði ekki setið trúnaðarmannanámskeið og hefði hún verið skráð á næsta námskeið. 8 Stefnandi byggir á því að við lok tímabilsins hafi starfsmenn hlaðdeildar valið A til áframhaldandi starfa sem trúnaðar maður í samræmi við ákvæði kjarasamnings og laga nr. 80/1938 . Hafi Efling stéttarfélag fengið vitneskju um það. Það liggur fyrir að tilkynning um þetta var hvorki send Air Iceland Connect ehf. né Icelandair ehf. 9 Í febrúar 2020 var A kosin af starfsmönnum hlaðdeildar á Reykjavíkurflugvelli til þess að gegna starfi öryggistrúnaðarmanns ásamt B , sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum . Air Iceland Connect ehf. tilkynnti Vinnueftirlitinu um þetta með tölvupós ti 20. febrúar 2020. 10 Með símtali C , stöðvarstjóra Icelandair ehf. á Reykjavíkurflugvelli , 20. ágúst 2021 var A tilkynnt um uppsögn úr starfi. Hún starfaði á þeim tíma sem flokk s stjóri í hlaðdeild . Hald n ir voru fundir með starfsmönnum hlaðdeildar 20. og 23. ágúst þar sem meðal annars kom fram að ástæða uppsagnarinnar væri alvarlegur trúnaðarbrestur í starfi. 11 Meðal gagna málsins er tölvupóstur 23. ágúst 2021 frá framkvæmdastjóra Eflingar stéttarfélags til D , mann auð s ráðgjafa Icelandair ehf. Þar var óskað eftir staðfestingu á móttöku á fundarboði vegna vinnustaðafundar, sbr. grein 13.5 í kjarasamningi aðila , og fékk A afrit af tölvupóstinum. Mannauðs ráðgjafinn svaraði því til að grein 13.5 í kjarasamningi veiti trú naðarmanni heimild til að boða til fundar á vinnustað, en stéttarfélagið hefði ekki slíka heimild. Þá var tekið fram að A trúnaðarmaður svo okkur sé kunnugt um eftir að tímabili hennar sem trúnaðarmanns lauk á síða s ta ári Hefði fyrirtækinu ekki borist tilkynning um tilnefningu eða kosningu trúnaðarmanns síðan í mars 2018 þegar kynnt var tilnefning A vegna tímabilsins 16. mars 2018 til 16. mars 2020 . Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins svaraði samdægurs og tók fram að A væri trúnaða rmaður félagsmanna og hefði setutímabil hennar endurnýjast 16. mars 2020 með samþykki meirihluta starfsmanna. Væri það þar með tilkynnt hefði forsvarsmönnum Icelandair ehf. ekki verið um þetta kunnugt , en telja yrði það langsótt þar sem A hefði komið fram sem trúnaðarmaður og fyrirtækið snúið sér til hennar sem slíkrar. 3 12 Hinn 24. ágúst 2021 funduðu fulltrúar Eflingar stéttarfélags með starfsmönnum hlaðdeildar á Reykjavíkurflugvell i. Þeir funduðu einnig með fyrrgreindum mannauðs ráðgjafa hjá Icelandair ehf. , lögðu áhersl u á ólögmæti uppsagnar A og skor uðu á fyrirtækið að draga uppsögnina til baka. Með tölvupósti mannauðs ráðgjafans til framkvæmdastjóra stéttarfélagsins , sem sendur var samdægurs, var vísað til þess að stéttarfélagið hefði fyrst með tölvupósti da ginn áður upplýst Icelandair ehf. um endurnýjun tímabils A sem trúnaðarmanns . Þessi tilkynning hefði borist eftir að starfsmaðurinn hafi látið af störfum og b æri stéttarfélagið sönnunarbyrði vegna ágreinings um tilnefningu hennar sem trúnaðarmanns . 13 Uppsagnarbréf, sem var dagsett 20. ágúst 2021, barst A í ábyrgðarpósti fimm dögum síðar. Þar kom fram að henni væri sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara frá og með 31. ágúst 2021. Tekið var fram að vinnuframlags væri ekki óskað í uppsagnarfresti. Ekki var gerð grein fyrir ástæðum uppsagnar í uppsagnarbréfinu. A óskaði í kjölfarið eftir fundi með fulltrúum stefnda til að fá upplýsingar um ástæðu uppsagnarinnar. Fundur vegna þessa fór fram 27. ágúst 2021 og sátu hann sviðsstjór i kjaramálasviðs Efling ar stéttarfélags, stöðvarstjór i á Reykjavíkurflugvelli og áðurnefndur mannauðs ráðgjafi Icelandair ehf. Á fundinum mun hafa komið fram að ástæða uppsagnar væri neikvæð framkoma A í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu . 14 Með bréf i Eflingar stéttarfélags 1. september 2021 til Icelandair ehf. var uppsögninni mótmælt sem ólögmætri. Lögð var áhersla á að A hefði komið fram sem trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður í samskiptum við yfirmenn sína og því notið verndar gegn uppsögn, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938 . Áréttuð var fyrri áskorun um að uppsögnin yrði dregin til baka. Þessu var mótmælt með bréfi Samtaka atvinnulífsins 9. september 2011 og vísað til þess að A hefði hvorki v erið trúnaðarmaður né öryggistrúnaðarmaður hjá Icelandair ehf. þegar henni var sagt upp störfum. 15 Með bréfi lögmanns Eflingar stéttarfélags 13. s eptember 2021 voru færð rök fyrir því að A hefði að lögum haft stöðu trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns á þessum tíma . H efði sam starfsmönnum og fyrirtækinu verið þetta ljóst og haldbær rök ekki verið færð fyrir uppsögn hennar. Þessu var hafnað með bréfi Samtaka atvinnulífsins 1. október 2021 og vísað til fyrri sjónarmiða. Málsástæður og lagarök stefnanda 16 Stefnandi byggir á því að uppsögn A feli í sér brot gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 . Samkvæmt ákvæðinu sé atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að stéttarf élag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Þurfi atvinnurekandi að fækka við sig verkamönnum þá skuli trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni. Samkvæmt 2. 4 mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað hollustuhætti og ör yggi á vinnustöðum, njóti öryggistrúnaðarmenn sömu verndar og mælt er fyrir um í 11. gr. laga nr. 80/1938 . 17 Stefnandi telur það leiða af dómaframkvæmd Félagsdóms að trúnaðarmanni og öryggistrúnaðarmanni verði ekki sagt upp störfum vegna ávirðinga í starfi n ema hann hafi áður fengið áminningu og verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt, e nda hafi hann ekki gerst sekur um stórfellda vanefnd á starfsskyldum sem réttlæti fyrirvaralausa riftun ráðningarsambands. A hafi hvorki gerst sek um brot á starfsskyldum sínum gagnvart Icelandair ehf. né hlotið áminningu vegna brota í starfi. Hafi ekki heldur verið byggt á slíku í uppsagnarbréfi. 18 Stefnandi kveðst byggja á því að A hafi notið stöðu sem trúnaðarmaður þegar uppsögn hafi borið að , sbr. grein 13.1 í kjarasamningi aðila . Það liggi fyrir að A hafi verið kosin trúnaðarmaður 16. mars 2018 til tveggja ára. Þegar tímabilinu lauk hafi hún verið valin til að gegna áfram stöðu trúnaðarmanns og sinnt slíkum störfum í aðdraganda uppsagnar innar. Þetta fái einnig stoð í fyrirli ggjandi skjáskoti af innri vef Icelandair ehf., sem hafi verið tekið af samstarfsmanni A 23. ágúst 2021, þar sem hún sé réttilega tilgreind sem trúnaðarmaður stéttarfélags ins . Fyrir liggi að A hafi haldið áfram að sinn a störfum sem trúnaðarmaður með vitund og samþykki samstarfsmanna, stéttarfélagsins og fyrirtækisins , enda þótt sérstök tilkynning hafi ekki verið send fyrirtækinu . 19 Stefnandi bendir á að samkvæmt grein 13.1 í kjarasamning i sé það ekki gildisskilyrði að tilkynning þurfi að hafa verið sett fram með tilteknum hætti gagnvart atvinnurekanda. Það leiði þvert á móti af fordæmum Félagsdóms að sönnun um val, vitneskju atvinnurekanda og réttarstöðu starfsmanns sem trúnaðarmanns l úti almennum sönnunarreglum. Sömuleiðis verð i leitt af fordæmum Félagsdóms að formgalli í tengslum við val á trúnaðarmanni leiði ekki einn og sér til þess að réttarvernd trúnaðarmanna að lögum falli brott. 20 Því sé alfarið mótmælt að fulltrúum Icelandair ehf. hafi verið ókunnugt um að endurnýjun hafi orðið á tímabili A sem trúnaðarmanns fyrr en í samskiptum við framkvæmdastjóra Eflingar stéttarfélags eftir uppsögn hennar . Framlögð gögn og skýrslutökur fyrir dómi s ýni að A hafi verið trúnaðarmaður og sinnt störfum sem slíkur. Í þeim efnum er meðal annars vísað til tölvup ósts áðurnefnds mannauðs ráðgjafa Icelandair ehf. 7. janúar 2021 sem var sendur trúnaðarmönnum fyrirtækisins, þar með talið A . Viðtakendur hafi verið ávarpaðir sem trúnaðarmenn og markmiðið verið að upplýsa þá um stefnu fyrirtækisins um áfengis - og vímuefna lausan vinnustað. 21 Stefnandi vísar til þess að eftir að C hóf störf sem stöðvarstjóri á Reykjavíkurflugvelli hafi komið upp tvö mál sem A ha fi haft afskipti af sem trúnaðarmaður. Fyrra málið hafi varðað flutning á farþegum sem ekki gátu gengið sjálfir um borð í flugvélar . Sumarið 2021 hafi s töðvarstjórinn tilkynnt starfsmönnum hlaðdeildar að þeir skyldu 5 annast flutning farþega í burðarstól um, en verkinu hafði áður verið sinnt af starfsmönnum farþegaafgreiðslu. Af þessu tilefni hafi A meðal annars átt í sam skiptum við stöðvarstjórann, mannauðs ráðgjafa hjá Icelandair ehf. og skrifstofustjóra f yrirtækisins. Þá hafi hún leitað til Eflingar stéttarfélags sem hafi ritað Icelandair ehf. bréf 11. júní 2021 vegna upplýsinga um að starfsmönnum hlaðdeildar hefði verið hótað áminningum og brottrekstri myndu þeir ekki sinna þessu nýja verkefni. Tekið er fram að A hafi jafnframt ha ft afskipti af málinu sem öryggistrúnaðarmaður , en hætta hafi verið á því að starfsmenn meiddust við burð á farþegum og óvissa ríkt um vá trygginga r vernd ef til þess kæmi. 22 Stefnandi vísar einnig til þess að A hafi komið sem trúnaðarmaður að m áli sem laut a ð fyrirhugaðri breytingu á v öktum starfsmanna hlaðdeildar. Í ágúst 2021 hafi stöðvarstjórinn tilkynnt starfsmönnum einhliða um breytingu á vöktum í andstöðu við ákvæði sérkjarasamnings þar sem fram komi að venjubundnum vöktum skuli ekki breytt nema með sam komulagi við hlaðmenn. Vegna þessa hafi A leitað til Eflingar stéttarfélags sem hafi ritað tölvupóst til lögmanns Samtaka atvinnulífsins 11. ágúst 20 2 1 þar sem óskað hafi verið eftir fundi. Afrit hafi verið sent A og tekið fram að þess væri óskað að hún sæ ti fundinn sem trúnaðarmaður . 23 Stefnandi byggir jafnframt á því að A hafi notið stöðu sem öryggistrúnaðarmaður þegar uppsögn bar að , sbr. 5 . og 6. gr. laga nr. 46/19 8 0 . Nánar sé kveðið á um skipan öryggistrúnaðarmanna í reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, sem sett hafi verið á grundvelli heimildar í lögum nr. 46/1980. Sé áréttað í 6. gr. r e gl ugerðarinnar að fulltrúar atvinnure kanda í öryggisnefnd teljist öryggisverðir og báðir fulltrúar starfsmanna öryggistrúnaðarmenn. 24 A hafi ásamt öðrum starfsmanni, B , verið kosin í febrúar 2020 til þess að gegna starfi öryggistrúnaðarmann s og hafi Vinnueftirlitinu verið tilkynnt um valið. Re glum samkvæmt hafi kosning öryggistrúnaðarmannanna verið til tveggja ára og A sinnt þessu hlutverki þegar til uppsagnar kom . Sjá megi af skjáskot i af innri vef Icelandair ehf. , sem hafi verið tekið 23. ágúst 2021 , að A sé þar réttilega tilgreind sem öryggi strúnaðarmaður. Því er mótmælt að umboð hennar sem öryggistrúnaðarmanns hafi fallið niður í kjölfar aðilaskipta að rekstri Air Iceland Connect ehf. í mars 2020. A hafi áfram sinnt starfi sem öryggistrúnaðarmaður með vitund og samþykki Icelandair ehf. og no tið uppsagnarverndar. 25 Stefnandi telur sýnt fram á að uppsögn A hafi verið vegna starfa hennar sem trúnaðarmaður og/eða að hún hafi með uppsögninni verið látin gjalda þess að hafa sinnt störfum sem trúnaðarmaður. Hafi uppsögnin því verið í andstöðu við fyrr i málsl ið 11. gr. laga nr. 80/1938 og sé ógild af þeim sökum. Lögð er áhersla á að uppsögnin hafi átt sér stað í beinu framhaldi af ítrekuðum afskiptum A af réttindamálum starfsmanna hlaðdeildar. Þá hafi Icelandair ehf. ekki fært haldbær rök fyrir því að réttmætar ástæður hafi búið að baki upps ögninni. Skýringar hafi ekki verið 6 að finna í uppsagnarbréfi. Aftur á móti hafi verið vísað til þess að A hafi gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi og verið látið að því liggja að hún hafi vanefnt vinnuskyl dur sínar með þeim hætti að réttlæti fyrirvaralausa uppsögn . Þær alvarlegu ásakanir hafi reynst tilhæfulausar. Þá séu skýringar sem hafi komið fram á fundi 27. ágúst 2021 þýðingarlausar og lýsi í versta falli samskiptavanda. Það veki athygli að fulltrúar I celandair ehf. hafi reynt að neita því að ásakanir um trúnaðarbrest hafi verið hafðar uppi, enda þótt fjöldi starfsmanna hafi orðið vitni að slíkum ummælum. Þau ósannindi sem fulltrúar Icelandair ehf. hafi orðið uppvísir að hljóti að hafa grundvallarþýðing u fyrir mat Félagsdóms á trúverðugleika málatilbúnaðar stefnda. S tefnandi telur að í öllu falli hafi verið leiddar nægjanlega miklar líkur að því að uppsögnin sé í slíkum tenglum við störf A sem trúnaðarmanns í skilningi 1. málsliðar 11. gr. laga nr. 80/19 38 að rétt sé að fella sönnunarbyrði um annað á stefnda . 26 Stefnandi byggir ennfremur á því að uppsögn in varði við 2. málslið 11. gr. laga nr. 80/1938 . Áréttað er að trúnaðarmanni og öryggistrúnaðarmanni verði jafnan ekki sagt upp störfum vegna ávirðinga í starfi , nema að undangenginni viðvörun eða áminningu þannig að honum hafi verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Engu slíku sé fyrir að fara í þessu tilviki. Þurfi atvinnurekandi að fækka starfsmönnum vegna samdráttar í rekstri eða annarra málefnalegra ástæðna þá njóti trúnaðarmenn ekki fortakslausrar verndar samkvæmt 2. málsl ið 11. gr. laga nr. 80/1938. Þeir skul i hins vegar öðru jöfnu sitja fyrir um vinnu við þær aðstæður og þ urfi vinnuveitandi þ ví að sýna fram á að málefnalegar ástæður réttlæti að tr únaðarmanni sé sagt upp fremur en öðrum. 27 Krafa stefnanda um að Icelandair ehf. verði dæmt til greiðslu sektar er reist á 1. mgr. 70. gr. laga nr. 80/1938, en samkvæmt ákvæðinu má dæma þann sem gerist sekur um brot á ákvæðum laganna til greiðslu sektar er r enni í ríkissjóð. Að mati stefnanda sýni atvik málsins að Icelandair ehf. hafi haft einbeittan ásetning til þess að brjóta gegn rétti A sem trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns. Skýrara og grófara dæmi um brot gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 hafi ekki áður sést í málum sem ratað haf i fyrir Félagsdóm. Málsástæður og lagarök stefnda 28 Stefndi byggir á því að uppsögn A hafi verið lögmæt og að hún hafi hvorki verið trúnaðarmaður né öryggistrúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum. 29 Stefndi vísar til þess að það sé óumdeilt að A hafi verið kosin trúnaðarmaður í mars 2018 til tveggja ára í samræmi við ákvæði greinar 13.1.2 í kjarasamningi aðila . Þá hafi Efling stéttarfélag tilkynnt Flugfélagi Íslands ehf. um tilnefningu na með bréfi 26. mars 2018. Aftur á móti verði hvorki séð að A hafi verið kosin á ný til að gegna stöðu trúnaðarmanns eftir að tímabilinu lauk í mars 2020 né að vinnuveitanda hafi verið tilkynnt um það. Hafi stefndi raunar viðurkenn t að kosning meðal starfsmanna hafi ekki farið fram og að tilkynningu hafi ekki verið komið á framfæri. 7 30 Stefndi leggur áherslu á að ákvæði kjarasamnings um kosningu trúnaðarmanns og tilkynningu til vinnuveitanda séu skýr. Áður hafi verið gert ráð fyrir ótí mabundinni tilnefningu trúnaðarmanns, en því verið breytt árið 1977 þannig að tilnefning taki nú í mesta lagi til tveggja ára. Þá hafi komið skýrt fram í bréfi Eflingar frá 26. mars 2018 að A væri tilnefnd sem trúnaðarmaður st éttarfélagsins frá 16. mars 20 18 til 16. mars 2020. Það sé í fullu samræmi við leiðbeiningar á vef Alþýðusambands Íslands þar sem stéttarfélag tilkynni skriflega viðkomandi atvinnurekanda um kjör eða val trúnaðarmanna eftir að það hefur farið fram. að ein ungis þannig tryggt að trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna njóti verndar samkvæmt 11. Af þessu verði ráðið að Alþýðusamband ið telji líkt og stefnd i að til þess að trúnaðarm aður njóti þeirrar verndar sem um ræ ðir þurfi tilnefningu hans til tveggja ára að hafa verið komið formlega á framfæri við vinnuveitanda . 31 Stefndi tekur fram að það sé óumdeilt að trúnaðarmenn njóti verndar s amkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938 hafi forráðamönnum viðkomandi fyrirtækis verið tilk ynnt um nafn þe irra. Hafi sú tilkynning ekki verið skrifleg beri stéttarfélagið sönnunarbyrði fyrir því að viðkomandi hafi raunverulega verið tilnefndur og endurkosinn sem trúnaðarmaður , sem og um að tilkynning í einhverju formi hafi borist vinnuveitanda. Efling stéttarfélag hafi sinnt skyldu sinni til að koma upplýsingum um tilnefningu á framfæri í mars 2018, sem og í ágúst 2021 þegar tilkynnt hafi verið um kosningu og tilnefningu nýs trúnaðarmanns. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að stefnda hafi verði kunnugt um meinta endurkosningu A og með einhverjum hætti borist tilkynning um endurnýjun tímabils hennar sem trúnaðarmanns st éttarfélagsins. Stefnandi hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði og dugi ekki að fullyrða að stefnda hafi verið þetta kunnugt. Stefndi vísar til þess að það hafi verið sérstaklega mikilvægt að tilkynning um tilnefningu trúnaðarmanns bærist réttum aðilum þar sem að á sama tíma hafi Icelandair ehf. tekið yfir rekstur Air Iceland Connect ehf. , sbr. ákvæði laga nr. 72/2002. 32 Til marks um það að stefndi hafi ekki talið A hafa stöðu trúnaðarmann s er vísað til tölvupósts 19. ágúst 2021 frá D , mannauðsráðgjafa hjá Icelandair ehf. S töðvarstjóri á Reykjavíkurflugvelli hafi s purt hvort A væri trúnaðarmaður og hafi komið fram í svari mannauðs ráðgjaf ans að tíma hennar sem trúnaðarmanns h efði lokið 2020. Samdægurs hafi skrifstofustjóri hjá Icelandair ehf. svarað með eftirfarandi hætti: það og hún einnig. A tilkynnti C á mánudaginn að hún ætlaði að bjóða sig fram aftur orsvarsmenn Icelandair ehf. hafi kannað hvort tilkynning hefði borist um endurnýjun tímabils A sem trúnaðarmanns og verið ljóst að s vo var ekki. 33 Stefndi mótmælir því að A hafi verið í samskiptum við yfirmenn sem trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður . Hún hafi verið flokk s stjóri og borið sem slík ábyrgð á framkvæmd vinnu . Það hafi verið í hennar verkahring sem flokk s stjóra að ræða um 8 f yrirkomulag og aðstöðu vegna starfa hlaðmanna. Þá hafi A verið ritari Eflingar stéttarfélags og sé ekki óeðlilegt að hún hafi nýtt sambönd sín með því að hafa samband við kjaramálafulltrúa Eflingar stéttarfélags vegna mála sem upp hafi komið meðal starfsma nna. Kjaramálafulltrúinn hafi verið í samskiptum við forsvarsmenn Icelandair ehf. og Samtök atvinnulífsins vegna þessara mála . Það geti ekki haft þýðingu að A hafi í einhverjum tilvikum titlað sig sem trúnaðarmann eða öryggistrúnaðarmann , enda geti hún ekk i með þeim hætti skapað sér þá stöðu og vernd sem fylgi tilnefningu til slíks starfs. Lögð er áhersla á að samkvæmt lögum, kjarasamningi og dómaframkvæmd skuli fylgja tilteknum formreglum við kosningu, tilnefningu og tilkynningu trúnaðarmanna. 34 Stefndi mótmælir því jafnframt að uppsögn A hafi tengst meintum störfum hennar sem trúnaðarmanns eða öryggistrúnaðarmanns . Uppsögn in hafi verið vegna framkomu hennar og viðmóts gagnvart samstarfsfólki . Þá hafi athugasemdir vegna þessa áður verið ræddar við A án þess að framkoma hennar tæki breytingum. Það sé mikilvægt að starfsemi á flugvöllum gangi vel og að starfsmenn sýni virðingu og kurteisi í samskiptum , enda tengist það öryggi smálum. 35 Stefndi vísar til þess að rekstur Air Iceland Connect ehf. hafi sam einast Icelandair ehf. vorið 2020. Þar með hafi umboð öryggisnefndar fyrirtækisins fallið niður og störfum hennar lokið , en bæði hafi verið starfandi öryggisnefnd og öryggisdeild hjá Icelandair ehf. Að sama skapi hafi staða A sem öryggistrúnaðarmanns og f ulltrúa í öryggisnefnd Air Iceland Connect fallið niður. Það gefi auga leið að öryggismál í flugrekstri séu í mjög föstum skorðum. Þá sé þ að í andstöðu við tilgang og markmið ákvæða laga nr. 46/1980 að öryggisnefndir haldi umboði sínu við aðilaskipti þannig að tvær öryggisnefndir gegni sama hlutverk i í fyrirtækjum , enda auki það líkur á ósamræmi í ákvörðunum um öryggismál. 36 Stefndi tekur fram að í lögum nr. 72/2002 sé ekki að finna ákvæði um vernd öryggistrúnaðarmanna . Hins vegar sé í 2. mgr. 5. gr. la ganna mælt fyrir um að missi trúnaðarmaður umboð sitt við aðilaskipti skuli hann eftir sem áður njóta þeirrar verndar sem lög eða samningar kveða á um. Í lögunum sé ekki sambærilegt ákvæði um öryggistrúnaðarmenn enda gildi annað um þá eðli máls samkvæmt. F ram komi í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/20 0 2 að ákvæði 5. gr. sé ætlað að tryggja að þegar fyrirtæki eða hluti þess haldi ekki sjálfstæði sínu eigi starfsmenn sér áfram fulltrúa þangað til nýr trúnaðarmaður hefur verið valinn í sam ræmi við lög eða kjarasamninga. Ljóst sé að ákvæðið eigi einungis við um félagslega trúnaðarmenn , enda haf i þeir ólíkt öryggistrúnaðarmönnum hlutverk vegna samráðs og upplýsingagjafar . 37 Stefndi telur ekki uppfyllt skilyrði til að fallast á kröfu stefnanda um að honum verði gert að greiða sekt í ríkissjóð . Bent er á að stefnandi hafi vísvitandi vanrækt að tilkynna Icelandair ehf. um meinta endurtilnefningu A sem trúnaðarmanns st éttarfélagsins. Að mati stefnda geti se kt einungis komið til álita sýni stefnandi fram 9 á að A hafi verið látin gjalda þess að hafa sinnt störfum sem trúnaðarmaður gagnvart fyrirtækinu . Þar sem uppsögnin hafi ekki tengst öðru en framkomu og háttsemi hennar geti ekki komið til álita að fallast á kröfuna . Niðurstaða 38 Mál þetta varðar ágreining um það hvort brotið hafi verið gegn lögum nr. 80/1938 og fellur því undir valdsvið Félagsdóms, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nna. 39 Aðila greinir á um hvort A hafi verið trúnaðarmaður og öryggistrúnaða rmaður hjá stefnda Icelandair ehf. þegar henni var sagt upp stör fum í ágúst 2021 , sem og hvort uppsögnin hafi brotið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 þar sem trúnaðarmönnum er veitt ákveðin vernd í starfi. 40 Samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938 er annars vegar óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá gjalda þess á annan hátt að þeim hefur verið falið að gegna trúnaðarmannsstörfum. Hins vegar skal trúnaðarmaður a ð öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni þegar atvinnurekandi þarf að fækka við sig starfsfólki. Í dómaframkvæmd Félagsdóms hefur ákvæðið einnig verið túlkað á þá leið að trúnaðarmanni verði jafnan ekki sagt upp störfum vegna ávirðinga í starfi nema a ð hann hafi áður fengið viðvörun eða áminningu og með því verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt, sbr. til dæmis dóm frá 6. júní 2016 í máli nr. 3/2016. 41 Fjallað er um trúnaðarmenn í 13. kafla kjarasamning s Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Kaflinn hefur að geyma átta greinar sem taka meðal annars til kosningar trúnaðarmanna, starfa þeirra, aðgangs að gögnum og heimilda starfsmanna til að beina til þeirra óskum og kvörtunum vegna vinnustaðar. Fjallað er um u í grein 13. 1. Segir þar nánar í grein 13.1.1: Verkamönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 verkamenn og tvo trúnaðarmenn séu verkamenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmenni na. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélag Þá segir í grein 13 . 1.2: 42 Samkvæmt þessu var í kjarasamningi aðila samið um heimild starfsmanna til að velja úr sínum hópi trúnaðarmann á vinnustað. Ákvæðið á rætur að rekja til kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins árið 1977 þar sem samið var um að verkamenn skyldu sjálfir hafa heimild til þess að kjósa sér trúnaðarmann í stað þess að stéttarfélagið tilnefni tvo og atvinnurekandi velji síðan annan þeirra, eins og ráðgert var í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 80/1938. 10 43 Sé heimil d in til að velja trúnaðarmann nýtt er g ert ráð fyrir því að kosning fari fram og að viðkomandi stéttarfélag til nefni að svo búnu trúnaðarmann inn, en verði kosningu ekki við komið tilnefni r stéttarfélag ið trúnaðarmann. Í báðum tilvikum er þannig gengið út frá því að trúnaðarmaður sé sérstaklega tilnefndur af stéttarfélagi. Þá er með fortakslausum hætti mælt fyrir um að sá tími sem trúnaðarmenn gegna stöðu sinni skuli ekki vera lengri en tvö ár í senn. Af ákvæðunum er ljóst að ekki getur komið til sjálfkrafa endurnýjun ar á umboði starfsmanns sem trúnaðarmanns og gildir þar einu þótt tímabili tilnefningar ljúki án þess að kosning hafi að nýju farið fram. Þessi ákvæða þjóna bæði hagsmunum starfsmanna og vinnuveitanda, en það er meðal annars mikilvægt að vinnuveitanda beri st upplýsingar um tilnefnda trúnaðarmenn í ljósi þeirrar sérstöku verndar sem mælt er fyrir um í 11. gr. laga nr. 80/1938. 44 Það liggur fyrir að A var kosin trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags 16. mars 2018 í samræmi við ákvæði 13. kafla kjarasamnings aðil a . Vinnuveitanda hennar, Air Iceland Connect ehf. , var tilkynnt um þ essa tilnefningu með bréfi stéttarfélagsins 26. sama mánaðar . Eins og áður greinir kom þar skýrt fram að umræddur félagsmaður er ágreiningslaust að ekki fór fram kosning á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að tímabilinu lauk . Þá verður ekki séð að A hafi verið tilnefnd af stéttarfélaginu án kosningar eða að upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður starfsmanna hafi verið komið á framfæri við vinnuveitanda hennar. 45 Í ljósi þeirra atvika sem rakin hafa verið að framan og hinna skýru ákvæða sem giltu um aðferð við val trúnaðarmanns samkvæmt kjarasamningi er ekki unnt að líta svo á að A hafi haft stöðu trúnaðarmanns þegar henni var sagt upp störfum í ágúst 2021 . Það getur ekki breytt þessari niðurstöðu þó að a.m.k. einhverjir samstarfsmenn A , sem og tilteknir stjórnendur, kunni að hafa litið á hana sem trúnaðarmann, sbr. til hliðsjónar d óm Hæstaréttar frá 26. janúar 2017 í máli nr. 331/2016. Að sama skapi getur vinna hennar í þágu starfsmanna hlaðdeildar , vegna ágreinings um hvort þeir eða starfsmenn farþegaafgreiðslu sinntu ákveðnum störfum sem stefnandi hefur vísað til, ekki skapað henn i stöðu trúnaðarmanns í skilningi laga nr. 80/193 8 og kjarasamnings aðila. Samkvæmt þessu koma ekki til frekari skoðunar röksemdir stefnanda sem eru reistar á stöðu A sem trúnaðarmanns samkvæmt 13. kafla kjarasamnings aðila . 46 Stefnandi byggir jafnframt á þ ví að A hafi verið öryggistrúnaðarmaður og notið sem slíkur verndar 11. gr. laga nr. 80/1938. Fjallað er um öryggistrúnaðarmenn í 5. og. 6. gr. laga nr. 46/1980 . Í síðargreindu ákvæði segir að í fyrirtækjum, þar sem séu 50 starfsmenn eða fleiri, skuli stof na öryggisnefnd. Kjósi starfsmenn úr sínum hópi tvo fulltrúa og tilnefni atvinnurekandi tvo fulltrúa. Fram kemur að þessi nefnd skuli skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því, að ráðstafanir er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi , komi að tilætluðum no tum. Í 2. 11 mgr. 9. gr. laganna er mælt fyrir um að öryggistrúnaðarmenn og fulltrúar starfsmanna í öryggisnefnd njóti þeirrar verndar sem ákveðin sé í 11. gr. laga nr. 80/1938 . Samkvæmt þessu njóta öryggistrúnaðarmenn sams konar verndar vegna uppsagna og trú naðarmenn sem valdir eru samkvæmt ákvæðum kjarasamnings. 47 Það er óumdeilt að A og annar starfsmaður Air Iceland Connect ehf. voru kosin í febrúar 2020 til þess að gegna starfi öryggistrúnaðarmanna í öryggisnefnd fyrirtækisins , sbr. 6. gr. laga nr. 46/1980 og 13. gr. reglugerðar nr. 920/2006 þar sem fr a m kemur að starfsmenn skuli kjósa öryggistrúnaðarmenn úr sínum hópi og að kosning skuli að jafnaði vera til tveggja ára í senn. 48 Því tímabili sem kosning A tók til var ekki lokið þegar til uppsagnar hennar kom í ágúst 2021. Aftur á móti telur stefndi að vegna aðilaskipta að rekstri Air Iceland Connect ehf. vorið 2021 hafi umboð öryggisnefndar félagsins fallið niður og þar með einnig staða A sem öryggistrúnaðarmaður. Áður hefur verið gerð grein fyrir því að aðilaskipti urðu að Air Iceland Connect ehf. vorið 202 0 þegar Icelandair ehf. tók yfir starfsemi félagsins og giltu lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskiptin. Á þeim tíma starfaði öryggisnefnd hjá Icelandair ehf. í samræmi við ákvæði II. kafla laga nr. 46/1980 , en gögn málsins bera með sér að 26. apríl 2019 hafi Vinnueftirlitinu verið tilkynnt um þá öryggistrúnaðarmenn sem áttu sæti í öryggisnefnd félagsins eftir kosningu meðal starfsmanna . 49 Samkvæmt 6. gr. l aga nr. 46/1980 er gert ráð fyrir því að eingöngu starfi ein öryggisnefnd hjá fyrirtæki þar sem 50 starfsmenn eru eða fleiri . Með samkomulagi er h ugsanlegt að víkja frá því fari starfsemi fyrirtækis fram í sjálfstæðum starfseiningum eða útibúum, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 920/2006 . Í reglugerðarákvæðinu er gerð grein fyrir skilyrðum fyrir gerð slíks samkomulags, en ekkert liggur fyrir um að samið hafi verið með þeim hætti í tilviki Icelandair ehf . Að þessu virtu verður að leggja til grundvallar að eftir aðilaskiptin hafi öryggisnefnd Air Iceland Connect ehf. hætt störfum og meðlimir hennar, þar með talið A , misst umboð sitt. Það fær jafnframt stoð í því að öryggisnefndin sem A hafði átt sæti í kom ekki saman eftir aðilaskiptin og verður raunar ekki séð að hún hafi komið saman frá þeim tíma sem henni var komið á fót. 50 F jallað er um réttarstöðu trúnaðarmanna í 5. gr. laga nr. 72/2002. Í 2. mgr. kemur fram að missi trúnaðarmaður umboð sitt við aðilaskipti skuli hann eftir sem áður njóta þeirrar verndar sem lö g eða samningar kveði á um. Stefndi telur ákvæðið ekki taka til öryggistrúnaðarmanna sem hafi verið kosnir samkvæmt lögum nr. 46/1980, heldur eingöngu til trúnaðarmanna sem valdir hafi verið í samræmi við lög eða kjarasamninga. 51 Til þess er að lít a að 5. gr . laga nr. 72/2002 á rætur að rekja til 6. gr. tilskipunar 2001/23/EB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd launamanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta fyrirtækja eða atvinnurekstrar . Í 6. 12 f the employ e es) við að ilaskipti að fyrirtækjum og var ákvæðið innleitt með 5. gr. fyrrgreindra laga. Verður því að miða við að löggjafinn hafi sö mu merkingu og fulltrúi starfsmanna. Að mati dómsins standa ekki rök til þess að telja öryggistrúnaðarmenn undanskilda þeirri vernd sem 2. mgr. 5 . gr. laga nr. 72/2002 er ætlað að veita. Til þess er að líta að þeir eru kjörnir af starfsmönnum til að gæta h agsmuna þeirra og sinna tilteknum verkefnum , svo sem með því að vinna að bættum aðbúnaði og öryggi á vinnustað og taka þátt í áætlanagerð, sbr. til dæmis 19. og 20. gr. reglugerðar nr. 920/2006. 52 Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að 2. mg r. 5. gr. laga nr. 72/2002 taki til öryggistrúnaðarmanna og að A hafi átt að njóta þeirrar verndar sem lög kváðu á um þrátt fyrir að hún hafi misst umboð sitt við fyrrgreind aðilaskipti. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980 njóta öryggistrúnaðarm enn þeirrar verndar í starfi sem mælt er fyrir um í 11. gr. laga nr. 80/1938, sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms 6. júní 2016 í máli nr. 3/2016 . 53 Það leiðir af fyrri málslið 11. gr. laga nr. 80/1938 að atvinnurekendum er óheimilt að segja öryggistrúnaðarmö nnum upp vegna starfa þeirra eða láta þá á annan hátt gjalda þess að gegna slíkum störfum. Áður hefur verið gerð grein fyrir því að eftir að Icelandair ehf. tók yfir rekstur Air Iceland Connect ehf. vorið 2020 hafi A misst umboð sitt sem öryggistrúnaðarmað ur , auk þess sem öryggisnefndin sem hún átti sæti í kom ekki saman. Þegar upp kom ágreiningur um hvort starfsmenn hlaðdeildar eða farþegaafgreiðslu skyldu annast flutning farþega um borð í flugvélar hafði A ekki forgöngu um að málið yrði tekið upp á vettva ngi öryggisnefndar fyrirtækisins. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að framganga hennar í málinu hafi aðallega byggst á stöðu hennar sem flokksstjóra í hlaðdeild og að öðru leyti sem málsvari starfsmanna deildarinnar enda þótt hún hafi ekki gegn t stöðu trúnaðarmanns. Jafnvel þó að ástæð a uppsagnar A sé nokkuð á reiki telur dómurinn að virtum atvikum ekki unnt að leggja til grundvallar að uppsögn in verði rakin til fyrri starfa hennar sem öryggistrúnaðarmanns . 54 Kemur þá til skoðunar hvort brotið hafi verið gegn síðari málslið 11. gr. þar sem fram kemur að þurfi atvinnurekandi að fækka við sig verkamönnum skuli trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni. Samkvæmt orðanna hljóðan getur ákvæðið ska pað trúnaðarmönnum forgang til starfa komi til þess að segja þurfi upp starfsmönnum, svo sem vegna breytinga á rekstri eða aðstæðna fyrirtækis. Hvorugur aðila hefur haldið því fram að ástæðu uppsagnar A sé að rekja til þess að Icelandair ehf. hafi þurft að fækka starfsmönnum eða að ætlunin hafi verið að ráða annan starfsmanns í stað hennar, sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms 13. júlí 1966 í máli nr. 1/1966 . Þvert á móti telur stefnandi að ástæðu uppsagnarinnar sé að rekja til starfa A sem trúnaðarmanns, svo sem nánar er rakið að framan, en stefndi að uppsögnin hafi fyrst og fremst verið vegna neikvæðrar framkom u hennar í garð samstarfsmanna. Við 13 þessar aðstæður verður sú vernd sem 2. málslið 11. gr. er ætlað að veita ekki virk og getur ákvæðið ekki stutt mál atilbúnað stefnanda. 55 Samkvæmt því sem rakið hefur verið að framan telur dómurinn uppsögn A í ágúst 2021 ekki hafa brotið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938. Af því leiðir að hvorki verður fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda né kröfu um að stefnda verði gert að greiða sekt í ríkissjóð. V erður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. 56 Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður. Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, vegna Eflingar stéttarfélags fyrir hönd A. Málskostnaður fellur niður. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Eva Dís Pálmadóttir Valgeir Pálsson