1 Ár 2012 , fimmtu daginn 1. mars , er í Félagsdómi í málinu nr. 1 /201 2 Fyrir er tekið: Málið nr. 1/2012. Alþýðusamband Íslands f.h. Flugfreyjufélags Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Samtaka ferð aþjónustunnar vegna Iceland Express. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 2. febrúar sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands f.h. Flugfreyjufélags Íslands . Stefndi er Samtök atvinnulífsins f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Iceland Express. Endanlegar d ómkröfur stefnanda Stefnandi gerir þá dómkröfu að viðurkennt verði að Iceland Express hafi brotið g egn ákvæðum gr. 01 - 12 í 1. kafla kjarasamnings Iceland Express og Flugfreyjufélags Íslands um forgangsrétt félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands til starfa um borð í flugvélum félagsins, með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands verði starfandi í hverju flugi á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 2012 í flugvélum sem stefndi hefur tekið á leigu frá flugrekstraraðilanum CSA Holidays af gerðinni Airbus 320. Auk þess er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar auk álags er nemi virðisaukaskatti . Endanlegar d ómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að skaðlausu . 2 Málavextir Stefnandi lýsir málavöxtum á þann veg að stefnandi hafi í bré f i til framkvæmdastjóra Iceland Express , dagsettu 28. desember 2011, mótmælt því að fyrirtækið ætli sér að hafa áhöfn nýrra flugvéla sem fyrirtækið hefur tekið á leigu, þannig samsetta að þar verði þrír félagsm enn stefnanda en ein flugfreyja/f lugþjónn frá e rlendu fyrirt æki. Með slíku fyrirkomulagi brjóti fyrirtækið gegn ákvæðum greinar 01.12. í kjarasam ningi aðila þar sem segi: láta fullgilda félagsmenn FFÍ hafa forgangsrétt til ráðningar til starfa f/f um borð í f Í kjölfar bréfsins hafi framkvæmdastjóri stefnda ritað formanni stefnanda tölvupóst og mótmælt bréfi félagsins. Þar sé hins vegar viðurkennt að framangreint fyrirkomulag verði í flug i félagsins á næstunni og lýst yfir undrun vegna mót mæla formanns stefnanda. Í kjölfar tölvupóstsins hafi verið haldinn fundur framkvæmdastjóra stefnda og formanns stefnanda þar sem farið var yfir málið. N iðurstaða fundarins hafi verið sú, að stefndi hafi sagt að í flugferðum á vegum félagsins á næstunni, þ ar s em gerð sé krafa um 4 flugfreyjur/ flugþjóna, yrðu einungis þrír starfsmenn íslenskir en einn erlendur. Undanfari ofangreinds hafi verið sá, að flugrekstraraðili Iceland Express, Astraeus, hætti rekstri sínum í n óvembermánuði 2011 . Við þá breytingu haf i félagið fengið nýjan flugrekstraraðila t il liðs við sig, CSA Holidays. Þ ær flugvélar , sem Iceland Express leigi af CSA Holidays , séu háðar fjórum flugliðum. Þjálfun flugliðanna á vélarnar haf i staðið yfir og samkvæmt upplýsingum Iceland Express mun i einn flugliði vera starfsmaður erlenda flugrekstraraðilans en þrír munu vera íslenskir og félag ar í Flugfreyjufélagi Íslands. Áætlað sé að þetta fyrirkomulag verði frá byrjun janúa rmánaðar 2012 í 6 mánuði. Um leið og Flugfreyjufélagi Íslands hafi orðið kunnugt um þessa fyrirætlan Iceland Express , hafi henni verið mótmælt án nokkurs árangurs og hafi stefnandi því ritað framangreint bréf, dagsett 28. desember 2011 , og haldið fund. Stefndi vísar til þess að flugrekstrarleyfismál gangi almennt þannig fyrir sig, að flugrekandi fái gefið út flugrekstrarleyfi , sem sé háð ýmsum skilyrðum , t.d. um að fylgt verði margvíslegum lögum, reglum og fyrirmælum sem gilda um flugrekstur . Iceland Express ehf. sé ekki með flugrekstrarleyfi og sé því ekki flugrekandi í þeim skilnin gi að félagið hafi flugrekstrarleyfi . Kjarna starfsemi I celand Express sé að halda uppi reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Evrópu s am kvæmt flugáætlun hverju sinni. Til þessa geri félagið samninga við flugrekanda um leigu á flugvélum á Í þessu fyrirkomulagi fel i st , að flugrekandinn, sem jafnframt sé leigusalinn, leigi út flugvélar og sjái um margvíslega þætti er lúta að fluginu sjálfu og beri hann ábyrgð á því gagnvart viðkomandi 3 flugmálayfirvöldum að öllum reglum, þ.m.t. þeim sem koma fram í flugrekstrarhandbók flugrekandans, sé fylg t. Flugmálayfirvöld haf i eftirlit með að þessum reglum öllum sé framfylgt. Stefndi bendir á að r eglugerð Evrópuráðsins nr. 859/2008, frá 20. ágúst 2008, um breyt ingu á reglugerð nr. 3922/91, sé grundvallarreglugerð um flugrekstur í Evrópu . Í undirkafla C sé m.a. að finna svohljóðandi ákvæði í OPS 1.175: (a) commercial air transportation otherwise than under, and in accorda nce with, the terms of an Air Operatore Certificate (AOC). ... (f) An AOC will be varied, suspended or revoked if the Authority is no longer satisfied that the operatore can maintain safe operations. (g) The operator must satisfy the Authority that: 1. it s organisation and management are suitable and properly matched to the scale and scope of the operation; and 2. procedures for the supervision of operations have been defined. ... (l) The operator must ensure that every flight is conducted in accordance w ith the provisions of the Operations Manual. ... (p) The operator must provide the Authority with a copy of the Operations Samkvæmt þessum ákvæðum geti enginn hafið flug nema hafa fl ugrekstrarleyfi ( AOC ) en það sé háð því að flugrekandi hafi gefið út og fengið samþykkta af flugmálayfirvöldum flugrekstrarhandbók ( Operations Manual (OMA ) ). Leiði það til viðurlaga ef kröfum leyfisins og reglum, þ.m.t. þeim sem fr am koma í flugrekstrarhan dbók, er ekki fylgt en með því haf i flugmálayfirvöld eftirlit. F rá árinu 2009 hafi breska flugfélagið Astraeus Airlines annast áætlunarflug fyrir I celand Express en fyrrnefnt félag hafi verið me ð tilskilið flugrekstrarleyfi. Vélakostur Astraeus hafi samans taðið af Boein g 737 og Boeing 757 flugvélum og hafi f lugliðar Iceland Express verið þjálfaðir í samræmi við flugrekstrarhandbækur Astra eus og uppfyllt öryggis - og gæðakröfur breskra flugmálayfirvalda. Hi nn 21. nóvember 2011 hafi Astraeus fengið greiðslustö ðvun og rekstur félagsins hefði þá verið stöðvaður. Iceland Expres s hafi þá samið við Holidays Czech Airlines a.s. Allt til síðastliðinna áramóta hafi síðarnefnt félag verið í eigu Czech Airlines en nú séu þessi félög systur félög í eigu Czech Aeroholding. Samningur hafi verið gerður um leigu á vélum af gerðinni Airbus 320 og hafi verið l jóst að allir 4 flugliðar I celand Express þyrftu að undirgangast þjálfun á nýjar vélar og þ.m.t. tileinka sér öryggis - og gæðareglur í flugrekstrarhandbók H olidays C zech A irli nes. Í flugrekstrarleyfi H olidays C zech A irlines frá Flugmálastjórn Tékklands, útgefnu 19. september 2011, sé m.a. vísað til framangreindrar reglugerðar Evrópuráðsins nr. 3922/91. Nýir flugliðar undirgang i st grunnþjálfun og hafi a llir flugliðar I cel and Express slík réttindi. Við skipti á flugrekanda gangi st flugliðar undir aðlögunarþjálfun þar sem efni flugrekstrarhandbókar sé kennt . Samkvæmt reglugerð Evrópuráðsins nr. 3922/91, viðauka III, undirkafla O komi fram, að öll þjálfun fari fram í samræmi við flugrekstrarhandbók flugrekanda og þjálfunin þurfi samþykki Flugmálastjórnar . Um þjálfunina segi : An operator shall ensure that each cabin crew member has, before undertaking conversion training, successfully completed initial safety training coverin g at least the subjects listed in Appendix 1 to OPS 1.1005. [ ... ] (c) The programme and structure of the initial training courses shall be in accordance with the applicable requirements and shall be subject to prior approval of the Authority. Um skipun og starf fyrstu freyju sé u sérstök ákvæði í þessum kafl a reglugerðarinnar, en þar segi að flugrekandi skuli skipa í starf fyrstu freyju, sbr. OPS 1.1000: (a) An operator shall nominate a senior cabin crew member whenever more than one cabin crew member is assigned. For operations when more than one cabin crew member is assigned, but only one cabin crew member is required, the operator shall nominate one cabin crew member to be responsible to the commander. (b) The senior cabin crew member shall have responsibility to the commander for the conduct and coordination of normal and emergency procedure(s) specified in the Operations Manual. During turbulence, in the absence of any instructions from the flight crew, the senior cabin crew member s hall be entitled to discontinue non - safety related duties and advise the flight crew of the level of turbulence being experienced and the need for the fasten seat belt signs to be switched on. This should be followed by the cabin crew securing the passeng er cabin and other applicable areas. (c) Where required by OPS 1.990 to carry more than one cabin crew member, an operator shall not appoint a person to the post of senior cabin crew member unless that person has at least one year´s experience as operating cab in crew 5 member and has completed an appropriate course covering the following as a Stefnandi vísar til þess að leigusamningur Iceland Express og CSA Holidays sé háður reglum flugrekstrarh andbókar CSA Holidays, sem lúti tékkneskum lögum. Í gr. 5.3.1 sé svohljóðandi ákvæði um fyrstu freyju (e. Senior Cabin Attendant Chief of Cabin): following requirements: a. holds the CA licence and attestation for type of aeroplanes on which he is to act as a senior CA, b. has practical experience and excellent performance of his duties, c. has flown at least 1000 flight hours as a CA at CSA and Holidays CSA in full employment d. has flown at least 500 flight hours as a CA at CSA and Holidays CSA in f ull employment if the CA has flown at least 1000 flight hours at other operator, e. Í þessu máli skipti d - liðurinn mestu máli en þar sé gert að skilyrði að fyrsta freyja hafi f logið minnst 500 klukkustundir sem flugliði í vél um þessa tiltekna flugrekanda . Jafngildi það 6 mánuðum í áætlunarflugi I celand E xpress . Í Boeing 737 vélum Astraeus skyldi áhöfn vera skipuð þremur flugliðum samkvæmt flugreks trarhandbók en f lugrekstrarhandbók CSA Holidays fyrir Airbus 320 vélarnar krefj i st hins vegar fjögurra fluglið a í áhöfn. Við skiptin frá Astraeus til CSA Holidays hafi þegar í stað verið hafist handa við þ jálfun starfandi flugliða hjá Iceland Express. Að mati CSA Holidays uppfylli e nginn starfandi flugliði hjá Iceland Express skilyrði áðurnefnds d - li ðar í flugreks trarhandbókinni. CSA Holidays setji það skilyrði að um borð í vélum flugrekandans sé fyrsta freyja, sem uppfylli umrætt skilyr ði flugrekstrarhandbókarinnar. F yrsta freyja sé ekki starfsmaður Iceland Express , heldur sé hún á vegum og á ábyrgð flugrekandans en hann innheimti sér stakt gjald af Iceland Express fyrir þessa tilteknu þjónustu. Þetta fyrirkomulag verði viðhaft til 30. júní n k . en þá sé ráðgert að flugliði í starfi hjá I celand E xpress uppfylli skilyrði til að vera fyrsta freyja um borð í vélunum. Í áðurnefndri reglugerð nr. 859/2008, undirkafla O , sem ber i heitið Number and Composition of Cabin Crew séu re glur um fjölda áhafnarmeðlima. T.d. komi fram í OPS 1.990 að flugrekandi skuli tryggja að flugliðar séu að lágmarki 1 á móti hverjum 50 sætum fyrir farþega en í Airbus 320 flugvélum CSA Holidays , sem I celand Express hafi á leigu , séu 180 farþegasæti . 6 Ekki hafi verið umsemjanlegt að flugliði í starfi hjá I celand E xpress tæki sæti fyrstu freyju í vélunum í umrædda sex mánuði. Slíkt kom ekki til grein a hjá viðsemjandanum, CSA Holidays, og þá hefði það verið andstætt flugrekstrarhandbókinni og þar með gildandi lögum í Tékklandi . Í y firlýsingu tékknesku flugmálastjórnarinnar, dags ettri 24. janúar 2012, kemur fram skilyrði ð um að í flugvélum CSA Holidays sé fyrsta freyja frá flugrekandanum sjálfum. Stefndi kveður það hafa verið skýr a stefnu I celand E xpress að ha fa flugliða, sem eru ráðnir af félaginu , um borð í flugvélunum og hafi það gert sitt í trasta í þeim efnum . Þá sé ljóst, að umþrætt fyrirkomulag lei ði ekki til fækkunar flugliða hjá félaginu því áhöfn í Airbus 320 vélunum sé skipuð fjórum flugliðum í sta ð þriggja í Boeing 73 7 vélunum. Séu því jaf nmargir flugliðar í starfi hjá félaginu í hverju flugi og áður voru. Jafnframt hafi Iceland Express ákveðið , að í hverju flugi sé einn flugliði í starfi hjá félaginu, sem fái greidd laun sem fyrsta freyja samkvæmt kjarasamningi og sinni sömu störfum og fyrsta freyja, að því leyti sem það samrým ist flugrekstrarhandbók. Skiptin á flugrekanda hafi því ekki haft í för með sér tekjutap fyrir flugliða félagsins . Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir kröfur sínar á því að s amkvæmt grein 01 - 12 í 1. kafla kjarasamnings málsaðila, sé óumdeilt að stefndi hefur skuldbundið sig til þess að einungis fullgildir félagsmenn stefnanda hafi forgangsrétt til starfa um borð í flugvélum á vegum félagsins. Nú ber i svo við að stefndi hafi gert samning við flugrekstraraðilann CSA Holidays um l eigu Airbus 320 flugvéla og hafi hann samþykkt að einn flugliði frá flugrekstra raðilanum verði í flugvélunum fyrstu 6 mánuðina en flugrekstraraðilinn sé tékkneskur og starfsmenn einnig . Í staðinn ætli stefndi einungis að hafa þrjá íslenska flugliða og taki því erlendur flugliði eitt starf í hverju flugi frá íslenskum flugliðum. Til v iðbótar því hygg i st stefndi samþykkja að erlendi flugliðinn sinni starfi svo kallaðrar fyrstu freyju, þrátt fyrir að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings beri umræddri fyrstu freyju að sinna ýmsum störfum samkvæmt ák væðum kjarasamnings, sem ekki sé á færi annarr a en íslenskra flugliða. Megi þar nefna eftirfarandi störf, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings: - 6 Fyrstu f/f hafa umsjón yfir öðrum f/f, sem með þeim starfa um borð í flugvél. 01 - 7 Fyrstu f/f bera ábyrgð á því gagnvart félaginu, að öryggis farþega sé gæt t og að þjónusta í flugferð sé innt af hendi í samræmi við reglur félagsins. Við breytingar á þjónustu skal hafa samráð við samstarfsnefnd FFÍ og I.E. 7 01 - 8 Fyrstu f/f skulu útfylla þar til gerða ferðaskýrslu að lokinni flugferð um það, sem út af kann að ha fa borið og eða um vankanta á tækjum og aðstöðu. Þeim ber ennfremur að koma öllum þeim upplýsingum til yfirflugfreyju, sem þau telja að dragi úr vanköntum eða stuðli að bættri þjónustu við farþega. 01 - 9 Fyrstu f/f hafa umsjón með sölu varnings um borð og ber að skila uppgjöri fyrir seldan varning til félagsins. 01 - 10 Iceland Express er óheimilt að lækka fastráðna f/f í starfi, nema gild ástæða Um lagarök vísar stefnandi til jafnræðisreglu 65. gr. s tjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. l ög nr. 33/1944, laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og laga Flugfreyjufélags Íslands. Enn f remur er byggt á kjarasamningi aðila , sem kveði á um lágmarkskjör samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefnandi á lögum nr. 91/1991 , um meðferð einkamála . Málsástæður stefnda og lagar ök Stefndi mótmæ lir því að hann hafi brotið gegn ákvæði gr. 01.12 í framlögðum kjarasamningi milli hans og Flugfreyjufélags Íslands . Í fyrsta lagi sé stefndi ekki flugrekandi í lagalegri merk ingu og eigi ekki þær flugvélar, sem notaðar séu í rekstri félagsins. Í öllum tilvikum sé um að ræða leiguvélar með skilmálum sem leigusalinn setji . Þá sé áhöfn flugvéla skipuð starfandi flugliðum I celand E xpress með þeirri einu undantekningu að tímabundið fylgi vélunum fyrsta freyja á vegum flugrekan dans og sé hún því ekki starfsmaður stefnda . Þannig hafi stefndi ekki ráðið flugliða, sem ekki sé félagsmaðu r í stefnanda , til starfa hjá fyrirtækinu . Af þeim sökum sé útilokað að komast að þeirri n iðurstöðu að tilvitnað kjarasamningsákvæði hafi verið brotið. Í öðru lagi uppfylli enginn flugliði í starfi hjá stefnda og/eða félagsmaður í stefnanda skilyrði til að vera fyrsta freyja samkvæmt d - lið gr. 5.3.1 í flugrekstrarhandbók flugrekandans. Skilyrðið í kjarasam ningsákvæðinu um hæfi til að sinna þessu sérstaka starfi sé því ekki uppfyllt. Í þriðja l agi bendir stefndi á að honum hafi verið það ómögulegt veg na skilyrðis flugrekandans, sem eigi sér stoð í flugrekstrarhandbók, að ráða fyrstu freyju um borð í þær véla r sem leigðar séu af flugrekandanum. Enn fremur vísar stefndi til yfirlýsingar tékknesku flugmálastjórnarinnar þess efnis að það sé skilyrði fyrir flugrekstri CSA H olidays að fyrsta freyja sé frá flugrekandanum sjálfum. Sé því fráleitt að stefndi hafi bro tið gegn gr. 01 - 12 í kjarasamningi aðila . Stefndi bendir á að sönnunarbyrði fyrir því að ákvæði kjarasamn ingsins hafi verið brotið hvíli á stefnanda. Gögn, sem stefnandi hafi lagt fram, sé u ekki viðhlítandi sönnunargögn hvað þetta varðar, auk þess sem mála tilbúnaður stefnanda sé lítt r eifaður. Stefnandi hafi hvorki fært fram rök né sönnunargögn fyrir því að I celand 8 Express eigi val um það, hvort fyrsta freyja í vélum CSA Holidays geti verið starfsmaður félagsins, nánar tiltekið flugliði í starfi hjá félagin u og félagsmaður í Flugfreyjufélagi Íslands . Loks vísar stefndi til þess að stefnanda hafi hlotið að vera ljóst, eða að minnsta kosti hafi honum mátt vera það ljóst, að ákvæði umrædds kjarasamnings myndu ekki byggja út lagareglum, öryggisreglum og réttmætu m kröfum erlendra flugrekenda. Niðurstaða Mál þe tta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44 . gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur . Ágreiningur máls þessa lýtur að því hvort stefndi, Iceland Express , hafi brot ið gegn ákvæðum grein ar 01 - 12 í 1. kafla kjarasamnings aðila um forgangsrétt félagsmanna stefnanda, Flugfreyjufélags Íslands, til starfa um borð í flugvélum félagsins, með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn stefnanda verði starfandi í hverju flugi á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2012 í flugvélum sem stefndi hefur tekið á leigu frá flugrekstraraðilanum CSA Holidays af gerðinni Airbus 320. Stefndi krefst sýknu af þessari kröfu stefnanda. Umþrætt ákvæði er að finna í kjarasamningi aðila, sem undirritaður var 14. apríl 2 005, og er óumdeilt að samningurinn er enn í gildi og ákvæðið óbreytt. Ákvæðið er svohljóðandi: forgangsrétt til ráðningar til starfa f/f um borð í flugvélum félagsins þegar þes s er krafist og félagsmenn bjóðast er séu hæfir til þeirrar vinnu sem um er að ræða, sjá þó ákvæði 01 - Í ákvæði 01 - 13 segir að ef Iceland Express vill ráða mann í vinnu , sem ekki er fullgildur félagsmaður í Flugfreyjufélagi Íslands , sé síðarnefndu fél agi skylt að veita þeim manni inngöngu ef hann sækir um það og það brýtur ekki í bága við samþykktir félagsins. Óumdeilt er að stefndi er ekki og hefur aldrei verið flugrekstraraðili, heldur hefur hann leigt flugvélar af erlendum félögum til nota í starfs emi sinni. Í greinargerð stefnda kemur fram að f ram í nóvembermánuð á síðasta ári hafi hann leigt flugvélar af fyrirtækinu Astraeus en þá samið við CSA Holidays. Er jafnframt rakið, að leigusamningur hans við CSA Holidays sé háður reglum flugrekstrarhandbó kar hins erlenda félags sem lúti tékkneskum lögum. Í handbókinni koma fram skilyrði sem svonefndar fyrstu freyjur í hverri flugvél CSA Holidays þurfa að uppfylla. Samkvæmt d - lið greinar 5.3.1. í handbókinni þurfa þær að hafa flogið í 500 flugtíma sem flugl iðar í flugvélum þessa tiltekna flugrekanda. Er óumdeilt að enginn félagsmaður í stefnanda uppfyllir þetta skilyrði handb ókarinnar enn sem komið er. Hefur stefndi 9 áætlað að það taki um það bil sex mánuði fyrir flugliða að ná tilsettum tímafjölda í flugi. Þ á liggur fyrir að í þeim flugvélum af gerðinni Airbus 320, sem stefndi leigir af CSA Holidays, eiga að vera fjórir flugliðar í hverju flugi en einungis þurfti þrjá flugliða til að fullmanna áhöfn flugliða í vélum Astraeus. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því , að hann hafi ekki ráðið flugliða andstæ tt umræddu forgangsréttarákvæði, heldur sé hér um það að ræða að áhafnir hinna leigðu véla séu skipaðar starfandi flugliðum stefnda, með þeirri einu undant ekningu að tímabundið fylgi vélunum fyrst a freyja á vegum flugrekandans , sem ekki þiggi laun af stefnda. Geti því , þegar af þeirri ástæðu , ekki verið um það að ræða að hann hafi brot ið gegn grein 01 - 12 í kjarasamningi máls aðila. Þá byggir stefndi jafnframt á því, að engir flugliðar í starfi hjá ho num og/eða félagsmenn í stefnanda uppfylli framangreint skilyrði d - liðar greinar 5.3.1. í flugrekstrarhandbók CSA Holidays til að vera fyrsta freyja. Reyni því ekki á forgangsréttarákvæðið í grein 01 - 12 í kjarasamningi aðila, enda sé þar sett það skilyrði fyrir forgangi til ráðningar sem fyrsta freyja, að félagsmenn bjóðist sem hæfir séu til þeirrar vinnu, sem um er að ræða. Ákvæði 01 - 12 í kjarasamningi aðila er afdráttarlaust að því er varðar skyldu stefnda til þess að láta fullgilda félagsmenn F lugfreyju félags Í slands , flugfreyjur og flugþjóna, hafa forgangsrétt til ráðningar í störf um borð í flugvélum félagsins þegar þess er krafist og félagsmenn bjóðast, sem hæfir eru til þeirrar vinnu sem um er að ræða. Stefndi byggir á því að félagsmenn stefnanda up pfylli ekki skilyrði CSA Holidays, sem fram koma í flugrekstrar handbók félagsins, til þess að gegna störfum fyrstu freyju um borð í vélum félagsins, þar sem þeir hafi ekki flogið í 500 flugtíma sem flugliðar í flugvélum þessa tiltekna flugrekanda. Ekki er á það fallist að skilgreining á hæfi í hinu umdeilda kjarasamningsákvæði geti ráðist af samningum stefnda við flugrekstraraðila hverju sinni eða að samningur hans við flugrekandann bindi svo hen dur hans að það réttlæti að farið sé á svig við afdráttarlaust ákvæði 01 - 12 í kjarasamningi aðila. Samkvæmt framansögðu er því fallist á það með stefnanda, að stefndi hafi brotið gegn ákvæði 01 - 12 í kjarasamningi aðila með því að ákveða að aðeins þrír af hverjum fjórum flugliðum í hverju flugi verði félagsmenn stefn anda sex mánuðina sem flugvélarnar eru í notkun hjá stefnda. Þykir engu breyta um þá niðurstöðu þótt fyrir liggi að um tím abundið fyrirkomulag sé að ræða eða að eftir sem áður vinni þrír félagsmenn í stefnanda í hverju flugi og að einum þeirra séu greidd l aun sem fyrsta freyja samkvæmt kjarasamningi. Verður krafa stefnanda því tekin til greina, eins og nánar greinir í dómsorði. 10 Eftir þ essum málsúrslitum verður stef nda gert að greiða stefn an da 250.000 kr. í málskostnað. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að stefn di, Iceland Express , braut gegn ákvæðum gr. 01 - 12 í 1. kafla kjarasamnings aðila um forgangsrétt félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands til starfa um borð í flugvélum félagsins, með því að ákveða að einungis þrír félagsmenn stefnanda, Flugfreyjufélags Ísland s , verði starfandi í hverju flugi á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 2012 í flugvélum sem stefndi hefur tekið á leigu frá flugrekstraraðilanum CSA Holidays af gerðinni Airbus 320. Stefndi, Samtök atvinnulífsins f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Iceland Ex press, greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands f.h. Flugfreyjufélags Íslands, 250.000 krónur í málskostnað . Arnfríður Einarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Gylfi Knudsen Bryndís Hlöðversdóttir Sératkvæði Valgeirs Pálssonar. Stefndi kveðst samkvæm t leigusamningi sínum við CSA Holidays vera bundinn af reglum flugrekstrarhandbókar CSA Holidays. Þá verður af gögnum málsins ekki annað ráðið en stefndi hafi ekki átt þess kost í samningi sínum við leigusalann að gera breytingar á efni flugrekstrarhandbó karinnar varðandi skilyrði um lágmarksflugstundir sem fyrsta freyja skal fullnægja samkvæmt d. lið í gr. 5.3.1. í flugrekstrarhandbókinni. Ber stefnda að framfylgja þessu ákvæði með því að hafa fyrstu freyjur frá CSA Holidays um borð í flugvélunum fyrstu 500 flugtímana sem þær eru í notkun hjá honum, en óumdeilt er að enginn félagsmaður í stefnanda fullnægir þessu skilyrði. Þá hefur ekkert komið fram í málinu sem gefur tilefni til að ætla að þessi ráðstöfun sé óvenjuleg eða óeðlileg. Umræddar fyrstu frey jur eru starfsmenn CSA Holidays og eru því ekki ráðnar af stefnda til starfans. Í ljósi þess sem hér hefur verð rakið verður ekki talið að störf fyrstu freyja frá CSA Holidays um borð í vélunum fari í bága við hið umdeilda kjarasamningsákvæði. Ennfremur v erður að telja varhugavert að túlka ákvæðið svo fortakslaust að stefnandi hafi ekki hæfilegt svigrúm til að þjálfa flugliða til starfa í samræmi við flugrekstrarhandbækur þeirra flugvéla sem hann tekur á leigu hverju sinni. Atkvæði mitt verður því að sýkn a beri stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og eftir þeim úrslitum verði stefnanda gert að greiða stefnda 250.000 krónur í málskostnað. Valgeir Pálsson