1 Ár 201 9 , þriðjudaginn 12. mars, er í Félagsdómi í málinu nr. 10/ 201 8 Félag íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar (Karl Ó. Karlsson lögmaður) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Norðurflugs ehf. (Sólveig B. Gunnarsdóttir lögmaður) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 15. janúa r sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson , Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er Félag Íslenskra atvinnuflugmanna, Hlíðasmára 8, Kópavogi, fyrir hönd Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar , Efstahjalla 11, Kópavogi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, fyrir hönd Norðurflugs ehf. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði með dómi að uppsögn á ráðningarsamingi Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar flugmanns að kvöldi 25. júní 2018 feli í brot af hálfu Norðurflugs ehf. gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og sé þar með ólögm æt. Þá krefst stefnandi þess a ð Norðurflug ehf. verði dæmt til þess að greiða Guðjóni Bjarna Sigurjónssyni skaðabætur , aðallega að fjárhæð 18.578.016 kr ónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þingfe stingardegi til greiðsludags, en til vara aðra lægri fjárhæð í skaðabætur að mati réttarins með sömu dráttarvöxtum og að framan greinir. Einnig krefst stefnandi þess a ð Norðurflug ehf. verði dæmt til þess að greiða sekt í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun réttar ins. Loks er þess krafist að Norðurflug ehf. verði dæmt til greiðslu málskostnaðar að mati réttarins að teknu tilliti til virðisaukaskatts, hver sem úrslit málsins verða. 2 Dómkröfur stefnda Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, að frátalinni kröfu um skaðabætur sem hann krefst að verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Loks krefst stefndi málskostnaðar úr hendi ste fnanda að mati dómsins. Málavextir Stefnandi, Félag íslenskra atvinnuflugmanna , er stéttarfélag atvinnuflugmanna sem hefur um langt skeið haft með höndum gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna gagnvart stefnda, Samtökum atvinnulífsins , og/eða flugrekstraraðilum um kaup og kjör flugmanna á Íslandi í samræmi við lög félagsins. Norðurflug ehf. er flugrekstraraðili sem hefur re kið fjórar þyrlur, tv ær af gerðinni AS350, eina Bell - 206 og eina EC - 130, sem seldar eru út til ýmissa verkefna. Síðastnefnda þyrlan var tekin í notkun í júnímánuði 2018. Áður en Guðjóni Bjarna Sigurjónssyni flugmanni var sagt upp störfum 25. júní 2018 voru auk hans fjórir fastráðnir flugmenn starfandi hjá Norðurflugi ehf. , Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri, Gísli Matthías Gíslason, Gunnar Svanur Einarsson og Sólveig Pétursdóttir. Til viðbótar komu erlendir flugmenn til starfa hjá félaginu yfir sumartíman n vegna aukinna anna. Stefndi lýsir því í greinargerð að Norðurflug ehf. hafi til umráða fjórar þyrlur og séu starfsmenn félagsin s níu þótt þeir séu ekki allir í fullu starfi. Auk þess starfi þar þrír verktakar og sinni þeir öryggismálum, gæðamálum og bókhaldi. Enginn kjarasamningur er til staðar um störf fas tráðinna flugmanna hjá Norðurflugi ehf . Í stefnu er því lýst að allt frá því í maí 2018 hafi fulltrúar stefnanda gert árangurslausar tilra unir til viðræðna við framkvæmdastjóra Norðurflugs ehf. , Birgi Ómar Haraldsson, um aðild flugmanna hjá fyrirtækinu að stéttarfélaginu og um gerð kjarasamnings um störf flugmanna nna. Tilraunir Guðjóns Bjarna sem fulltrúa flugmanna nna til viðræð na við forsva rsmann Norðurflugs ehf. hafi að sama skapi verið árangurslausar. Afstaða forsvarsmanns fyrirtækisins hafi frá öndverðu verið afar neikvæð og hann hótað undir rós að til uppsagnar kæmi í hó pi flugmanna gengju þeir í Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Stéttar félagið vísaði kjaraviðræðum við Norðurflug ehf. til ríkissáttasemjara 7. júní 2018 , auk þess sem fyrirtækinu var tilkynnt um að Guðjón Bjarni hefði verið skipaður trúnaðarmaður stéttarfélagsins úr hópi flugmanna. Fyrir tilstilli ríkissáttasemjara var fy rsti fundur stefnanda og Norðurflugs ehf. haldinn 18. júní 2018 í húsakynnum embættisins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lýsti því yfir á fundinum að samningsumboði stefnanda væri hafnað þar sem ekki lægju fyrir staðfestar upplýsingar af hans hálfu um nöfn þeirra flugmanna sem stéttarfélagið færi með samningsumboð fyrir. Hafnaði Norðurflug ehf. jafnframt tilnefningu stefnanda sem trúnaðarmanns þar sem fyrirtækinu hefði ekki verið veitt færi á að velja milli tveggja einstaklinga úr hópi flugmanna í samræmi v ið ákvæði laga. Við svo búið sló ríkissáttasemjari viðræðunum á frest. 3 Stefnandi staðfesti í tölvuskeyti 25. júní 2018 félagsaðild fjög urra flugmanna hjá Norðurflugi ehf. , Gísla Matthíasar, Gunnars Svans, Guðjóns Bjarna og Sólveigar og v ar afrit sent embætti ríkissáttasemjara. Að morgni sama dags hóf Guðjón Bjarni , ásamt öðrum flugmönnum, þjálfun á nýrri EC - 130 þyrlu Norðurflugs ehf . Klukkan 22:17 sama kvöld barst Guðjóni Bjarna tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Norðurflugs ehf. ásam t viðf estu uppsagnarbréfi, dagsettu 26. júní 2018, þar sem segir orðrétt: Norðurflug ehf. segir þér hér með upp störfum með 3ja mánaða uppsagnarfresti frá og með deginum í dag. Uppsögnin tekur þegar gildi og er ekki óskað eftir frekara vinnuframlagi á uppsagnar fresti. Við biðjum þig að hafa samband við lögmann okkar, Guðbjarna Eggertsson hjá Lagastoð sem fær afrit af pósti með þessu bréfi. Hann mun eiga öll samskipti við þig hér eftir um allt sem snýr að þessari uppsögn m.a. launa uppgjöri, skil þess sem er Norð urflugs og þess sem þú átt hér hjá félagin u Í stefnu er því lýst að 26. júní 2018 hafi framkvæmdastjóri Norðurflugs ehf. boðað einn af fastráðnum flugmönnum sínum , Gísla Matt h ías Gíslason, á sinn fund og innt hann eftir afst öðu hans til stefnanda . Fundinum hafi lokið með því að framkvæmdastjórinn hafi rokið á dyr eftir að flugmaðurinn he fði lýst afstöðu sinni og enn fremur undrun sinni á andstöðu fyrirtækisins við því að semja við flugmenn og stéttarfélagið . Þá hefði framkvæm dastjórinn haft samban d við annan fastráðinn flugmann , Sólveigu Pétursdóttur, í sömu erindagjörðum og þá jafnframt tilkynnt henni að Guðjóni Bjarna yrði sagt upp störfum. Hafi hún upplýst Guðjón Bjarna um þessa fyrirætlun. Stefnandi mótmælti uppsögn Guðjóns Bjarna í bréfi til Norðurflugs ehf. 29. júní 2018 og gerð grein fyrir þeirri afstöðu félagsins að hún fæli í sér brot gegn 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt var skorað á fyrirtækið að draga uppsögnina til baka en sæ ta e lla málshöfðun fyrir Félagsdómi þar sem farið yrði fram með skaðabótakröfu og refsikröfu á hendur því . Af hálfu Norðurflugs ehf. var b réfinu svarað 9. júlí sama ár og því hafnað að uppsögnin fæli í sér brot gegn framangreindu lagaákvæði. Meðal annars v ar vísað til þess að uppsögnina mætti rekja til samdráttar í rekstri fyrirtækisins sem og fækkunar ferðamanna og annarra samverkandi þátta og tilrauna til að tryggja rekstur félagsins. Þá var í bréfi nu sérstaklega tilg reint að starfsmönnum Norðurflugs ehf. he f ð i verið gerð grein fyrir stöðu mála strax í marsmánuði sama ár og þá tekið fram að viðbragða væri að vænta. Í samskiptum við starfsmenn hefðu stjórnendur fyrirtækisins tilkynnt að ákvörðun um uppsagnir þyrftu að liggja fyrir eigi síðar en 25. júní 201 8 en þann dag hvers mánaðar lægi fyrir vaktaáætlun næsta mánaðar . Í greinargerð stefnda er því lýst að á vormánuðum 2018 hafi verið blikur á lofti um samdrátt og fækkun bókana hjá Norðurflugi ehf . Þá hafi verið mikið um afbókanir vegna veðurs. Starfsmönn um hafi verið gerð grein fyrir stöðu nni og því að ef spár gengju eftir, myndi það óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna vegna verkefnaskorts. Í lok maí 2018 hafi verið tekin sú ákvörðun að ef til uppsagnar kæmi , yrði stefnanda sagt upp. 4 Í bréfi st efnanda til Norðurflugs ehf. 4. september 2018 er rakið að áður en komið hafi til uppsagnar Guðjóns Bjarna haf i auk hans verið starfandi hjá fyrirtæki nu fjórir fastráðnir flugmenn, Gísli Matthías, Gunnar Svanur, Sólveig og yfirflugstjórinn Jón Kjartan. Að þeim síðastnefnda frátöldum, hafi Guðjón Bjarni haft mesta reynslu þeirra og lengstan starfsaldur. Vilji þeirra allra, nema Jóns Kjartans, til að ganga í stéttarfélagið og fá kjarasamning milli þess og fyrirtækisins hefði legið fyrir um allnokkurt skeið og hefði Guðjón Bjarni haft ákveðna forgöngu um þa ð sem talsmaður flugmannanna í þeim viðræðum. Jafnframt hafi stéttarfélagið ítrekað reynt að ræða við forsvarsmenn Norðurflugs ehf. um þennan vilja flugmannanna áður en boðað hefði verið til fundahalda hjá ríkissáttasemjara en án árangurs. Þá var rakið í bréfi nu að Norðurflug ehf. hefði tekið í notkun nýja þyrlu í júní 2018 sem enginn flugmanna fyrirtækisins hefði verið með réttindi til að fljúga. Bókleg þjálfun þeirra á þyrluna hefði hafist að morgni 25. þess mánaðar og hefði Guðjón Bjarni verið boðaður í hana. Síðar um daginn hefði stéttarfélagið upplýst Norðurflug ehf. um nöfn þeirra flugmanna sem óskuðu aðildar að því. Fyrir liggur að Guðjóni Bjarna var sagt upp störfum hjá Norðurflugi ehf. að kvöldi sama dags. Málsástæður og lagarök stefnanda Stef nandi byggir á því að uppsögn Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar flugmanns 25. júní 2018 feli í sér skýlaust brot gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem segi að atvinnurekendum, verkstjórum, og öðrum trúnaðarmönnum atvinnureke nda sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn. Þá eigi menn samkvæmt 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinna r rétt á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þ ar með talin stéttarfélög. Á grundvelli þessa stjórnarskrárákvæðis sé mælt fyrir um það í 1. gr. laga nr. 80/1938 að menn eigi rétt á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagssambönd í þeim tilg angi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Samkvæmt 2. gr. laganna skuli stéttarfélög opin öllum í hlutaðeigandi starfsgre in á félagssvæðinu, eftir nánar ákveðnum reglum í samþykktum félaganna. F élag íslenskra atvinnuflugmanna sé félag atvinnuflugmanna á Íslandi og sé jafnframt eina starfandi almenna stétt arfélag atvinnuflugmanna hérlendis sem gert hafi kjarasamninga við ólíka flugrekendur eða samtök flugrekenda og sé starfsemi þess á landsvísu. Íslenska flugma nnafélagið hafi einungis gert kjarasamning við einn flugrekanda, WOW air , og fé lagsmenn þess stéttarfélags séu allir starfandi flugmenn hjá þessu sama flugfélagi. Önnur stéttarfélög á Íslandi, þar með talið VR, hafi hvorki gert kjarasamning né fari með kja rasamningsfyrirsvar um störf atvinnuflugmanna gagnvart íslenskum flugrekendum. Norðurflug ehf. sé flugr ekstraraðili sem reki þyrluþjónustu. Guðjón Bjarni Sigurjónsson, Gísli Matthías Gíslason, Gunnar Svanur Einars son og Sólveig Pétursdóttir eigi það öll 5 s ammerkt að vera handhafar gilds atvinnuflugmannsskír teinis, starfandi flugmenn hjá fyrirtækinu og þegar uppsögn Guðjóns Bjarna hafi borið að , með réttindi til þess að fljúga einni eða fleiri af þyrlum Norðurflugs ehf. , svo sem nánar greinir í bréfi stefnan da til fyrirtækisins 4. september 2018. Að frátöldum Jóni Kjartani Björnssyni yfirflugstjóra, sem stöðu sinnar vegna tel ji st fulltrúi Norðurflugs ehf. í skilningi kjarasamnings og laga, hafi Guðjón Bjarni verið með lengs tan starfsaldur hjá fyrirtækinu og m estu starfsreynsluna . Engum þessara flugmanna, sem hefðu falið stefnanda kjarasa mningsfyrirsvar fyrir sína hönd, hafi verið kunnugt um að uppsagnir fastráðinna flugmanna hjá Norðurflugi ehf. væru yfirvofandi, hvað þá að slík uppsögn yrði að liggja fyrir eigi síðar en 25. júní 2018 , líkt og stefndi hafi haldið fram, af rekstrarlegum ástæðum. Hótanir um uppsögn ef til aðildar að stéttarfélaginu kæmi , hefðu komið fram undir rós. Að virtum málsatvikum telur stefnandi að álykta verði að með uppsögn Guðj óns Bjarna hafi Norðurflug ehf. reynt að reka fleyg í samstöðu fastráðinna flugmanna hjá fyrirtækinu sem leitað hafi eftir aðild að stefnanda og skapa um leið ótta hjá öðrum flugmönnum fyrirtækisins sem ennþá séu þar við störf. Uppsögnin verði hvorki rakin til samdráttar í rekstri Norðurflugs ehf. né annarra rekstrarlegra eða málefnalegra ástæðna, en fyrir því ber i stefndi sönnunarbyrði. Í því sambandi bendir stefnandi meðal annars á að Norðurflug ehf. hafi tekið nýja þyrlu í notkun í júní 2018 og þá mönnun arþörf sem fel i st í rekstri fjögurra þyrlna . Ætla verði að ákvörðun um uppsögn fastráðins flugmanns hefði verið betur ígrunduð en svo að til hennar væri gripið að kvö ldi til eftir að fyrirtækið hafði hafist handa um kostnaðarsama þjálfun Guðjóns Bjarna á E C - 130 þyrlu þes s að morgni sama dags og honum var sagt upp störfum . Jafnframt sé vandséð h vaða rekstrarlegu ástæður hafi búið að baki ákvörðun um að leysa reynslumesta flugmanninn frá störfum á uppsagnarfresti þegar í hönd hafi farið annasamasti tími í rek stri fyrirtækisins . Bókunarstaða Norðurflugs ehf. hafi verið góð og betri en oft á ður. Afbókanir vegna veðurs muni hafa átt sér stað eftir uppsögnina s em hvorki verði talið hafa verið fyrirsjáanlegt né við ráðið. Þó hafi verið farið í f leiri þyrlu flug á vegum Norðurflugs ehf. í ágúst 2018 en í sama mánuði árinu áður og flugmenn, sem ráðnir hafi verið yfir sumartímann , hefðu starfað lengur fram á haustið en ári áður . Þá bendir stefnandi á að viðskiptavinir Norðurflugs ehf. menn sem kippi sér ekki upp við dýrtíð eða barlóm f erðaþjónustufyrirtækja í aðdraganda kjarasamninga. Rétt sé því að fella almenna sönnunarbyrði í málinu á stefnda þannig að honum beri að sanna að uppsögn Guðjóns Bjarna ha fi ekki falið í sér brot gegn a - li ð 4. gr. laga nr. 80/1938 . Skaðabótakrafa n er reist á ákvæðum 65. gr., sbr. 70. gr. , laga nr. 80/1938 . Í stefnu er sérstaklega vísað til þess að Félagsdómi sé heimilt að líta til saknæmis brots Norðurflugs ehf. við ákvörðun skaðab óta og dæma svonefndar re fsitengdar skaðabætur umfram raunverulegt fjártjón þess sem brotið sé gegn. Með því að uppsögn Guðjóns Bjarna fari gróflega gegn ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið óheimilt að segja honum upp störfum með samningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfrest i . F jártjónskrafa Guðjóns Bjarna nái þannig fram yfir 6 samningsbundin n uppsagnarfrest og séu í raun engin fastsett eða niður njörvuð ytri mörk þar á. Guðjón Bjarni hafi ekki ennþá fengið starf sem þyrluflugmaður eftir að til uppsagnar kom og óljóst hver sta ða hans muni verða. Mánaðarlaun hans hjá Norðurflugi ehf. við uppsögn hafi numið 925.661 kr ónu og við það bætist missir lífeyrisréttinda, en mótframlag atvinnurekanda frá gildistöku uppsagnar 1. júlí 2018 hafi verið 11,5%. Að framangreindu virtu og að teknu tilliti til þess hversu einbeittur og óforskammaður ásetningur Norðurflugs ehf. hafi verið til brota geg n 4. gr. laga nr. 80/1938 sé aðallega sett fram krafa um greiðslu refsitengdra skaðabóta sem nemi ígildi launa auk mótframlags í lífeyrissjóð í alls 18 mánuði, án frádráttar, eða 18.578.016 kr ónur . Til vara sé krafist lægri bótafjárhæð ar að mati Félagsdóms . Krafa um að Norðurflug ehf. verði dæmt til greiðslu sektar byggist á 1. mgr. 70. gr. laga nr. 80/1938 en samkvæmt ákvæðinu megi dæma þann sem gerist sekur um brot á ákvæðum laganna til greiðslu sektar er renni í ríkissjóð. Stefnandi vekur athygli á því að á fundi ríkissáttasemjara 22. júní 2018 og í kjölfar hans hafi mætt með fyrirsvarsmanni fyrirtækisins starfsmaður stefnda, Samtak a atvinnulífsins , sem jafnframt sé lögmaður, þar sem upplýst hafi verið að Norðurflug ehf. væri aðili að samtökunum , en án þess að hafa falið samtökunum umboð til gerð ar kjarasamnings fyrir sína hönd. Stefnandi kveðst sækja mál þetta á grundvelli 1. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, sbr. einnig 4., 65. og 70. gr. laganna. Stefnandi vísar enn fremur til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. lög nr. 33/1944. Kröfu um dráttarvexti af skaðabótakröfu styður stefnandi við 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Málskostnaðarkrafa styðst við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð ei nkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað við ákvæði laga 50/1988, um virðisaukaskatt. Málsástæður og lagarök stefnda Sýknukrafa stefnda byggist á því að uppsögn Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar flugmanns hafi verið lögmæt og hann hafi notið samningsbundins þriggja mánaða uppsagnarfrests. Stefndi mótmælir því að Norðurflug ehf. hafi brotið gegn a - lið 4. gr. laga r. 80/1938 með uppsögn Guðjóns Bjarna, enda hafi uppsögnin komið til vegna rekstrartengdra ástæðna og minnkandi verkefna fyrirtækisins . Það hafi verið óhjákvæmilegt að fækka þyrluflugmönnum og hafi það verið mat fyrirsvar smanna fyrirtækisins að segja frekar upp stefnanda en öðrum flugmönnum. Stefndi vísar til þeirrar meginreglu íslensks vinnuréttar að atvinnurekendur geti sagt starfsmönnum upp af hvaða ástæðum sem er, svo framarlega sem það fari ekki í bága við lagaákvæði sem veiti einstaklingum eða tilteknum hópum sérstaka vernd. Atvinnurekendur hafi einnig frjálst val um það, hvaða starfsmönnum þeir segi upp þegar hagræða þurfi í rekstri eða vegna samdráttar. Ýmis sjónarmið komi þar til álita og geti starfsreynsla verið eitt þeirra en sé alls ekki það mikilvægasta. 7 Stefndi byggir á því að sá sem haldi því fram að maður njóti uppsagnarverndar skuli sanna þá fullyrðingu. Hvíli á stefnanda sönnunarbyrði fyrir því að brotið hafi verið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938. Stefndi mótmælir fullyrðingum í stefnu um að ósk stefnanda um kjaraviðræður hafi haft áhrif á ákvörðun Norðurflugs ehf. um að fækka flugmönnum, enda séu þær ósannaðar. Stefnandi hafi ekki gert almennan kjarasamning við stefnda vegna flugmanna sem eru félagsmenn í stéttarfélaginu. Þegar formaður stefnanda hafi óskað eftir fundi með Norðurflugi ehf. vegna flugmanna hjá fyrirtækinu sem séu félagsmenn í stefnanda hafi því boði verið hafnað þar sem fyrirtækinu hafi ekki verið kunnugt um að neinn af flugmönnum þess væri félagsmaður í því stéttarfélagi. Þótt skorað hefði verið á stefnanda að leggja fram gögn um að starfsmenn Norðurflugs ehf. ættu aðild að stéttarfélaginu, hafi það ekki verið gert. Ljóst sé af gögnum málsins að á þessum tíma hafi Norðurflug ehf. þegar haft verulegar áhyggjur af samdrætti í fe rðaþjónustu og fækkun farþega. Hafi Guðjóni Bjarna verið gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins 30. maí 2018 og jafnframt verið tilkynnt að komið gæti til uppsagnar hans innan skamms sem og að ðakvörðun þar að lútandi yrði tekin eigi síðar en 25. júní sama ár. Það hafi verið síðarnefndan dag sem stefnandi hafi sent fyrirtækinu upplýsingar um að þrír af fjórum starfsmönnum Norðurflugs væru félagar í stefnanda , auk verktaka sem hafi verið með verkefni fyrir fyrirtækið á þessu m tíma. Uppsögn Guðjóns Bjarna 25. júní 2018 hafi því verið löngu boðuð og á engan hátt tengst upplýsingum um að allir flugmenn Norðurflugs ehf. , að yfirflugstjóranum undanskildum, væru félagsmenn í stefnanda . Stefndi vísar til þess að rekstrarlegar ástæður hafi leitt til fækkunar flugmanna og annarra starfsmanna fyrirtækisins. Þegar sölugreining vegna fyrstu fjögurra mánaða ársins 2018 hafi legið fyrir hafi verið staðfest að farþegum hefði fækkað um 28% og bein sala lækkað um 36% frá fy rra ári. Þá hafi frekari samdráttur verið fyrirsjáanlegur í maí og júní. Jafnframt hefði styrking krónunnar og erfið veðurskilyrði haft áhrif á reksturinn. Í ljósi stöðunnar og samdráttar í rekstri hefði því ekki verið h já því komist að segja upp einum af flugmönnum fyrirtækisins. Við val á því hvaða flugmanni yrði sagt upp, hefðu stjórnendur Norðurflugs ehf. einkum litið til frammistöðu í starfi. Flugmennirnir hafi allir uppfyllt ströng skilyrði til að vera g óðir þyrluflugmenn en að áliti fyrirtækisins þyr ftu þeir sem starfsmenn lítils fyrirtækis að sinna störfum sínum af kostgæfni, leggja sig fram um að fljúga þegar veður leyfði og fara að fyrirmælum um flugtíma. Þessa eiginleika hefðu þeir flugmenn, sem eftir urðu hjá fyrirtækinu , haft í mun meira mæli en Guðjón Bjarni . Norðurflug ehf. hefði valið að segja Guðjóni Bjarna upp störfum vegna viðhorfa hans til fyrirtækisins, framkomu hans á vinnustað og framkvæmdar hans á vinnu. Stefndi mótmælir því að uppsögn stefnanda hafi tengst aðild hans að stefnanda , end a sé komið fram í málinu að þrír af fjórum flugmönnum Norðurflugs ehf. séu aðilar að því stéttarfélagi og því sé vandséð hvernig aðild Guðjóns Bjarna að sama stéttarfélagi gæti hafa átt þátt í því að honum var sagt upp störfum en ekki hinum flugmönnunum. Þ á vísar stefndi því á 8 bug sem röngu að Guðjón Bjarni hafi komið fram sem talsmaður þeirra flugmanna sem óskuðu aðildar að stefnanda . Stefndi bendir á að Guðjón Bjarni hafi orðið uppvís að því oftar en einu sinni að aflýsa flugi vegna veðurs, án þess að m æta á vinnustaðinn og kanna aðstæður til hlítar, á sama tíma og aðrir flugmenn hefðu talið flugfært. Vísar stefndi þar um til þriggja skipta frá því í janúar 2018 fram í maí sama ár. Þá hafi Guðjón Bjarni ekki farið að fyrirmælum um lengd flugs og tíma í s toppi á jörðu niðri. Hann hefði ítrekað flogið lengur með tilheyrandi aukakostnaði fyrir Norðurflug ehf. og hafi stoppað lengur með farþega á jörðu niðri en ferðaskipulag gerði ráð fyrir. Það hafi leitt til vandkvæða við skipulagningu og sölu ferða. Vegn a fullyrðinga stefnanda í stefnu um að samdráttur í flugi hefði ekki átt að leiða til uppsagnar Guðjóns Bjarna þar sem verktaki hefði verið ráðinn til félagsins á uppsagnartímanum, bendir stefndi á að fyrirtækið hefði þurft að grípa til þess a ráðs þar sem það hefði fallið frá kröfu um vinnuframlag Guðjóns Bjarna á uppsagnarfresti vegna ótta um að hann ynni ekki af heilindum. Stefndi byggir á því að stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að brotið hafi verið gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938. Þá sé ljóst að jafnvel þótt litið yrði svo á að Guðjón Bjarni hefði verið í fyrirsvari fyrir flugmennina, sem óskuðu aðildar að stefnanda , og sem slíkur notið verndar samkvæmt lagaákvæðinu, væri ekkert komið fram sem benti til þess að samband væri milli þe ss hlutverks hans og þeirra forsendna sem hafi leitt til þess að honum hefði verið sagt upp störfum. Með sömu rökum sé mótmælt kröfu stefnanda um að Norðurflugi ehf. verði gert að greiða sekt í ríkissjóð. Stefndi krefst frávísunar á skaðabótakröfu stefnanda fyrir hönd Guðjóns Bjarna þar sem óheimilt sé að krefjast refsikenndra skaðabóta fyrir Félagsdómi, enda sé í raun um að ræða kröfu um refsikennd viðurlög en ekki skaðabætur vegna tjóns. Samvæmt 65. gr. laga nr. 80/1938 sé einungi s heimilt að dæma aðila til að greiða skaðabætur eftir venjulegum reglum. Ef fallist yrði á að skýra ákvæði lagagreinarinnar með þeim hætti sem stefnandi geri í kröfugerð sinni, færi það gegn ákvæðum 1. töluliðar 2. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, s br. 1. gr. laga nr. 62/1994, um mannréttindasáttmála Evrópu, sbr . ummæ l i í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 20/2001 vegna þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á 4. tölulið 67. gr. laga nr. 80/1938 með 3. gr. laga nr. 20/2001. Varakröfu sína um sýk nu af bótakröfu stefnanda byggir stefndi á því að bótakrafan sé ekki studd gögnum og ekkert bendi til að Guðjón Bjarni hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni sem Norðurflug ehf. beri skaðab ótaábyrgð á. Þá liggi fyrir að Guðjón Bjarni hafi fengið greidd full l aun í uppsagnarfresti út septembermánuð. Verði ekki fallist á kröfu stefnda um sýknu af bótakröfu nni vísar hann til þess að við mat á fjárhæð bóta verði lagt til grundvallar fjárhagslegt tjón Guðjóns Bjarna á tímabilinu frá 1. október 2018 til þingfestinga r málsins 15. október sama ár. Beri að draga frá bótakröfunni tekjur hans eftir að uppsagnarfresti hans lauk 30. september 2018. Þá beri að miða upphafsdag vaxta við gjalddaga þeirra launa sem bótakrafan miðist við. 9 Um lagarök vísar stefndi fyr st og frems t til þeirra almennu reglna vinnuréttar að vinnuveitandi eigi val um það, hvaða starfsmönnum hann segi upp og hvaða sjónarmið hann leggi til grundvallar þeirri ákvörðun. Þá vísar hann til laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, og almennra reglna skaðabótaréttarins. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, 129. og 130. gr. Niðurstaða Mál þe tta á undir Félagsdóm samkvæmt 1 . tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnud eilur. Stefnandi krefst í máli þessu viðurkenningar Félagsdóms á því að uppsögn á ráðningarsamningi Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar flugmanns að kvöldi 25. júní 2018 feli í sér brot af hálfu Norðurflugs ehf. gegn ákvæðum a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938 og s é þar með ólögmæt. Stefnandi byggir málsókn sína á því að Norðurflug ehf. hafi valið að segja Guðjóni Bjarna upp störfum til að skapa ótta hjá þeim fjórum fastráðnu flugmönnum, sem um vorið 2018 höfðu saman leitað eftir aðild að stefnanda, Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, og reka þannig fleyg í þá samstöðu þeirra. Þessu mótmælir stefndi og kveður rekstrarlegar ástæður hafa búið að baki ákvörðun um uppsögnina og að frammistaða Guðjóns Bjarna í starfi hafi ráðið þeirri ákvörðun að honum var sagt upp . Við mat á frammistöðu hans hafi verið litið til neikvæðs viðhorfs hans til stefnda, framkomu á vinnustað og framkvæmdar hans á vinnu. Samkvæmt meginreglu íslensks vinnuréttar er v innuveitanda heimilt að segja upp starfsmönnum sínum með tilskil dum fyrirvara án þess að tilgreina ástæður þess, nema sérstök lagafyrirmæli eða samningsákvæði kveði á um annað. Í a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 er mælt fyrir um að atvinnurekendum , verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn. Svo sem raki ð hefur verið var Guðjóni Bjarna sagt upp störfum sem f lugmanni hjá Norðurflugi ehf. með uppsagnarbréfi 26. júní 2018 sem jafnframt var sent til hans í tölvuskeyti kvöldið áður. Ástæða uppsagnarinnar var ekki tilgreind í uppsagnarbr éfinu en í svarbréfi lögmanns Norðurflugs ehf. til stefnanda 9. júlí sama ár , í kjölfar mótmæla stéttarfélagsins gegn uppsögn Guðjóns Bjarn a , er hún sögð til komin vegna fækkunar ferðamanna og erfiðleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækj a. Í framburði Jóns Kjartans Björnssonar, yfirflugstjóra hjá Norðurflugi ehf. , fyrir dómi kom fram að veturinn 2017/2018 hefðu þeir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs ehf. , rætt um að ekki væri þörf á að hafa fimm flugmenn að störfum yfir vetrartímann. Þá hefðu þeir verið sammála um að ef til uppsagna kæmi vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins væri rétt að segja Guðjóni Bjarna upp störfum vegna samskiptaerfiðleika og neikvæðs viðhorfs hans til fyrirtækisins. Í skýrslu sinni fyrir 10 Félagsdómi kannaðist Jó n Kjartan ekki við að uppsögnin tengdist því að Guðjón Bjarni hefði verið í fararbroddi þeirra sem hefðu sótt um aðild að stefnanda . Flugmennirnir Gísli Matthías Gíslason og Gunnar Svanur Einarsson, sem voru í starfi hjá Norðurflugi ehf. á síðasta ári , lýstu því fyrir dóminum að þeir hefðu snemma á því ári , ásamt stefnanda og Sólveigu Pétursd óttur flugmanni hjá Norðurflugi ehf. , rætt saman um að sækja um aðild að stefnanda. Frá þeim tíma hefði andrúmsloftið innan fyrir tækisins verið þungt og samskipti á vinnustaðnum erfið. Lýsti Gísli Matthías því að honum hefði fundist sem það ætti a ð brjóta niður samstöðu þeirra fjögurra og hefði það en dað með því að Guðjóni Bjarna , sem hefði haft næstmestu flugmannsreynsluna innan fyrirtækisi ns og verið í fyrirsvari fyrir fjórmenningan a í tengslum við umsókn þeirra um aðild að stefnanda , hefði verið sagt upp störfum . Framburður Gunnar Svans var á sama veg um að uppsögn in hefði átt rætur að rekja til aðildaru msóknarinnar og þá kvaðst hann hafa skynjað pirring framkvæmdastjóra fyrirtækisins í garð Guðjóns Bjarna . Fram er komið í málinu að Guðjón Bjarni var sá eini af f lugmönnunum fjórum sem sagt var upp störfum. Fyrir liggur að allt frá því í apríl 2018 hafð i stefnandi óskað eftir viðræðum við Norðurflug ehf. um gerð kjarasamnings milli þeirra vegna flugmannanna fjögurra sem störfuðu hjá fyrirtækinu og nutu á þeim tíma aukaaðildar að stéttarfélaginu. Bera framlögð tölvuskeyti milli stéttarfélagsins og Norðurf lugs ehf. með sér að þrátt fyrir þessa ósk stéttarfélagsins hafi ekki komið til fundar milli þeirra fyrr en félagið hafði óskað milligöngu ríksissáttasemjara við kjarasamningsviðræður í lok maí sama ár. Þá verður ráðið af gögnunum að Norðurflug ehf. hafi ekki kannast við að aðrir starfsmenn hans en Guðjón Bjarni væru félagsmenn í stefnanda fyrr en stéttarfélagið sendi fyrirtækinu staðfestingu á félagsaðild flugmannanna fjögurra í bréfi 25. júní 2018 . Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinn uflugmanna, sagði í skýrslu sinni fyrir Félagsdómi að samskipti við framkvæmdastjóra Norðurflugs ehf. hefðu ekki gengið vel og tók fram að það væri einstakt í ljósi reynslu hans af samskiptum við vinnuveitendur. Hvorki Guðjón Bjarni , Gísli Matthías né Gu nnar Svanur könnuðust við að fundir fyrirsvarsmanna Norðurflugs ehf. með starfsmönnum fyrirtækisins u m rekstrarlega stöðu og horfur þess á vormánuðum 2018 hefðu verið með öðrum blæ en fyrri ár . Kváðu þeir umræðu um rekstrarerfiðleika hafa verið á svipuðum nótum . Af hálfu stefnda hafa ekki verið lögð fram skýr gögn til stuðnings fullyrðingu m hans um að uppsögn flugmanns hafi verið nauðsynleg af rekstrarlegum ástæðum. Á hinn bóginn virðist óumdeilt að þá um sumarið réð fyrirtækið til sín flugmenn til tímabund inna starfa og kvað vitnið, Gísli Matthías, þá hafa unnið hjá fyrirtækinu lengra fram á haustið en árið áður . Samkvæmt uppsagnarbréfi til Guðjóns Bjarna tók uppsögn hans aftur á móti þegar gildi og var ekki óskað eftir frekara vinnuframlagi hans á uppsagna rfresti. Þá liggur fyrir að fyrirtækið hafði fest kaup á nýrri þyrlu. Áður er rakinn framburður Jóns Kjartans Björnssonar yfirflugstjóra á þá leið að Guðjón Bjarni hefði verið erfiður í samskiptum og neikvæður í garð fyrirtækisins, án þess að fram kæmu fr ekari skýringar þar að lútandi. Guðjón Bjarni lýsti því í skýrslu sinni fyrir Félagsdómi 11 að í lok maí hefði framkvæmdastjóri Norðurflugs ehf. reynt að fá hann ofan af því að ganga í stefnanda og látið að því liggja að ef þetta héldi svona áfram yrði einhverjum sagt upp . Framkvæmdastjórinn hefði þó ekki upplýst að uppsögnin myndi beinast að Guðjóni Bjarna sjálfum . Engra annarra gagna nýtur við um þessi eða önnur samskipti Guðjóns Bjarna og fram kvæmdastjórans en sá síðarnefndi gaf ekki skýrslu fyrir dómi . Á hinn bóginn virðist ágreiningslaust að Guðjón Bjarni var annar tveggja reynslumestu flugmanna nna s em störfuðu hjá Norðurflugi ehf. fram á sumar 2018. Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða Félagsdóms að það sé nægilega sannað að áform áður greindra fjögurra flugmanna hjá Norðurflugi ehf. um að óska eftir aðild að Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og ákveðin forganga Guðjóns Bjarna í þeim efnum ha fi verið meginástæða þess að honum var sagt upp störfum 25. júní 2018. Samkvæmt þessu er það niðurstaða dómsins að umþrætt uppsögn feli í sér brot Norðurflugs ehf. gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938 og sé því ólögmæt. Skaðabótakrafa stefnanda er í stefnu reist á ákvæðum 65. gr., sbr. 70. gr., laga nr. 80/1938. Samkvæmt ákvæðum 65. gr. getur Félagsdómur dæmt aðila til greiðslu skaðabóta vegna brota gegn ákvæðum laganna samkvæmt almennum reglum. Til stuðnings kröfunni er af hálfu stefnanda vísað til þess að fjártjónskrafan nái fram yfir þriggja mánaða uppsagnarfrest , enda hafi Guðjón Bjarni enn ekki fengið starf sem þyrluflugmaður Sé staða hans því óljós og verði það áfram. Rakið er að mánaðarlaun Guðjóns Bjarna hafi numið 925.661 krónu en v ið bætist missir lífeyri s réttinda . M ótframlag atvinnurekanda frá gildistöku uppsagnar 1. júlí 2018 hafi verið 11,5%. Þar sem ásetningur Norðurflugs ehf. til brota gegn 4. gr. laganna hafi verið einbeittur og óforskammaður sé aðallega krafist refsitengdra s kaðabóta sem nemi ígildi launa auk mótframlags í lífeyrissjóð í 18 mánuði en til vara lægri bótafjárhæðar að mati Félagsdóms. Samkvæmt framburði Guðjóns Bjarna fyrir Félagsdómi starfar hann nú við akstur leigubifreiðar. Engin gögn liggja frammi í málinu um laun hans frá því að þriggja mánaða uppsagnarfrestur hans rann út 1. október 2018. Að þessu gættu og þar sem skaðabótakrafan er ekki studd frekari gögnum verður að vísa henni frá dómi vegna vanreifunar. Eftir framangreindri niðurstöðu og í samræmi við ákvæði 70. gr. laga nr. 80/1938 ber að dæma Norðurflug ehf. til greiðslu sektar í ríkissjóð sem þykir hæfilega ákveðin 9 00.000 krónur . Stefndi greiði stefnanda 50 0.000 krónur í málskostnað. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dómsformanns. Við upkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Dómsorð Viðurkennt er að uppsögn á ráðningarsamingi Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar að kvöldi 25. júní 2018 feli í sér brot af hálfu Nor ðurflugs ehf. gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og sé þar með ólögmæt. 12 Skaðabótakröfu stefnanda, Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd Guðjóns Bjarna Sigurjónssonar, er vísað frá Félagsdómi. Norðurflug e hf. greiði 9 00.000 krónur í sekt í ríkissjóð . Stefndi greiði stefnanda 50 0.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Valgeir Pálsson.