1 Ár 2011, mánudaginn 27. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 6/2011 Bandalag s tarfsmanna ríkis og bæja f.h. Starf smannafélags R eykjavíkurborgar gegn Orkuveitu Reykjavíkur kveðinn upp svofelldur D Ó M U R Mál þetta var dómtek ið 24. maí sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir og Gísli Gíslason . Stefnandi er Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, kt. 440169 - 0159, Grettisgötu 89, Reykjavík, f.h. Starfsmannafélags Rey kjavíkur borgar , Grettisgötu 89, Reykjavík. Stefndi er Orkuveita Reykjavíkur, sameignarfyrirtæki, kt. 551298 - 3029, Bæjarhálsi 1, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1. Viðurkennt verði að uppsögn Orkuveitu Reykj avíkur á ráðningarsamningi Júlíönu Guðmundsdóttu r, kt. 070270 - 4559, Fellsmúla 6, Reykjavík, sem tilkynnt var um með bréfi dagsettu 21. október 2010, sé ólögmæt. 2. Stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð. 3. Stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati rétt arins. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess, að hann verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda fyrir Félagsdómi. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati Félagsdóms eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. Málavextir Mál þetta er höfðað í tilefni af uppsögn Júlíönu Guðmundsdóttur , sem starfaði á umsýslu - og almannatengslasviði stefnda en hún var trúnaðarmaður í fyrirtækinu og var annar tveggja trúnaðarmanna sem sagt var upp störfum á sama tíma. Í málinu li ggur fyrir starfslýsing, sem Júlíana kvað í skýrslu sinni hér fyrir dóminum í 2 meginatriðum rétta, að öðru leyti en því að það vantaði að tilgreina þann starfa að hafa umsjón með úrbótum. Er starfslýsingin eftirfarandi: 1. Ber ábyrgð á og hefur umsjón með augl ýsingum OR og öllum samskiptum við auglýsingastofur vegna þeirra. 2. Vinnur að kynningum og upplýsingamálum þar sem þess er óskað. 3. Vinnur að móttökum innlendra og erlendra gesta á þeim stöðum sem óskað er eftir. 4. Hefur umsjón með gjafalager, innkaupum, dreifin gu og sölu gjafa sem merktar eru OR til hinna ýmsu sviða og einstakra starfsmanna innan OR ef þess er óskað. 5. Sér um móttöku og svörun á styrkbeiðnum, og afgreiðslu á auglýsingabeiðnum, styrktarlínum og lógóum sem berast á or.is. 6. Annast útgáfu á ársskýrslu OR. 7. Annast fréttabakvaktir vegna rekstrartruflana sem verða í dreifikerfinu þegar með þarf. 8. Gerir fjárhagsáætlun varðandi útgáfumál og auglýsingar OR og samþykkir reikninga vegna þeirra. 9. Vinnur við verkefna - og viðburðarstjórnun á þeim verkum sem óskað er eftir. Júlíönu var sagt upp með bréfi, dagsettu 21. október 2010. Í bréfinu er uppsögnin rökstudd og segir þar m.a.: hefur á undanförnum vikum unnið að endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi fyrirtækisins. Af því leiðir a ð fyrirtækinu er sá kostur nauðugur að aðlaga umfang starfseminnar að breyttum aðstæðum sem hefur í för með sér að grípa þarf til uppsagna ráðningarsamninga starfsmanna. Um ástæður þessa, umfang og aðgerðir að öðru leyti vísast m.a. til greinargerðar OR ti l stéttarfélaga, trúnaðarmanna og sérstakra fulltrúa starfsmanna, dags. 11. október sl. en aðgerðir þessar falla undir ákvæði laga nr. 63/2000, um hópuppsagnir. Vegna stöðu þinnar sem trúnaðarmanns og vegna þeirrar verndar sem trúnaðarmenn njóta gagnvart uppsögnum í starfi upplýsir OR nánar um ástæður að baki. Byggir uppsögn, sem hér um ræðir, á þeirri ákvörðun fyrirtækisins að leggja almannatengslahluta umsýslu - og almannatengslasviðs niður í heild sinni. Af hálfu OR hefur sérstaklega verið kannað hvort f orsendur séu fyrir því að flytja þig á milli sviða en fyrir liggur að hluti starfsskyldna þinna færist yfir á önnur svið fyrirtækisins. Þannig mun vinna við ritstjórn á útgáfu ársskýrslna færist yfir til fjármálasviðs og önnur tilfallandi verkefni tengd ma rkaðssetningu og móttökum, að svo miklu leyti sem þau kunna að verða innt af hendi, verða í höndum markaðsdeildar. Stærsti hluti starfsskyldna þinna fellur þó niður, einkum umsjón þjónustubeiðna og umsýsla með veitingu styrkja. Það er afstaða OR að svo tak markaður hluti starfsskyldna þinna verði 3 enn hjá fyrirtækinu, auk þess sem skipulagsbreytingar leiði til þess að þær starfsskyldur dreifast á fleiri svið, að samsvari undir 20% starfshlutfalli. Vegna þessa telur OR ekki forsendur til áframhaldandi ráðninga r þinnar hjá fyrirtækinu og er svo þrátt fyrir þá stöðu og vernd sem þú nýtur sem trúnaðarmaður. Alls var 65 af 593 starfsmönnum stefnda sagt upp samtímis og fór um uppsagnirnar samkvæmt lögum nr. 63/2000, um hópuppsagnir. Í aðdraganda uppsagnanna voru h aldnir nokkrir fundir, bæði með trúnaðarmönnum og með stéttarfélögum, þ.m.t. Starfsmannafélagi Reykjavíkur borgar . Sendi stefndi bréf til Vinnumálastofnunar, dagsett 21. október 2010, þar sem hópuppsagnir voru tilkynnta r og tilgreint að þau áform byggist á fjárhagsstöðu fyrirtækisins og samdrætti í verkefnum á vegum þess. Þá er þar m.a. upplýst að félagið hafi átt fundi um áform sín með stéttarfélögum, trúnaðarmönnum og fulltrúum starfsmanna og að uppsagnarfrestur starfsmanna sé á bilinu frá þremur og upp í sex mánuði . Verði starfsmönnum, sem sagt verði upp störfum, greidd laun í uppsagnarfresti án vinnuskyldu, auk þess sem félagið áformi að greiða þeim viðbótargreiðslur. Á fundi stefnda og stefnanda, Starfsmannafélags Reykjavíkur borgar , 11. október 2010 v ar fjallað um fyrirhugaðar uppsagnir og lagði stefnandi þá áherslu á vernd þá, sem trúnaðarmenn njóta vegna starfa sinna í tengslum við fækkun starfsmanna . Á fundi hinn 18. október 2010 var bókuð krafa stéttarfélagsins um að trúnaðarmenn héldu störfum sínu m þrátt fyrir áformaðar uppsagnir og óskað upplýsinga um það atriði. Á fundi daginn eftir var bókuð sú afstaða stefnda að áformað væri að leggja niður almannatengslahluta umsýslu - og almannatengslasviðs, sem Júlíana starfaði hjá, og það gæti haft áhrif á þ að að áformaðar uppsagnir kynnu að varða trúnaðarmenn innan fyrirtækisins. Afstaða Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar var þá áréttuð. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir kröfur sínar á því að með uppsögnin ni hafi verið brotið gegn ákvæðum 11. gr. laga nr. 80/1938 þar sem segi að atvinnurekendum sé óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að stéttarfélag hefur falið þeim að gegna t rúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Þurfi atvinnurekand i að fækka við sig verkamönnum skuli trúnaðarmaður að öðru jöfnu si tja fyrir um að halda vinnunni. Júlíana Guðmundsdóttir hafi þurft að beita sér í erfiðum málum sem trúnaðarma ður, áður en uppsögnin kom til og telji s tefnandi að með uppsögninni hafi hún verið látin gjalda fyrir þessi störf sín. Þá hefði stefnanda borið að láta Júlíönu Guðmundsdóttur sitja fyrir um starf sitt, samkvæmt síðari málslið ákvæðisins . Rökstuðningur fyrir uppsögn 4 Júlíönu, sem birtist í uppsagnarbréfi , hafi v erið ófullnægjandi. Í því sambandi sé einkum bent á eftirfarandi: 1. Skipulagsbreytingarnar hjá stefnda hafi verið umfangsmiklar og skipuritið stokkað upp. Niðurlagning einstakra sviða eða deilda jafngildi því engan veginn að störf, sem unnin voru á viðkomand i sviði eða deild, hafi verið lögð niður. Flest störf, sem Júlíana hefði haft með höndum, séu áfram unnin á vegum stefnda af öðrum starfsmönnum . 2. Starfsmenn hjá stefnda hafi verið 593, en fjöldi starfs manna sem sagt var upp var 65. Fjöldi starfsmanna, sem h éldu störfum, séu ófaglærðir og ekkert hæfnismat hafi farið fram á Júlíönu og öðrum starfsmönnum. Áskilnaði lagaákvæðisins um að trúnaðarmenn skuli að öðru jöfnu sitja fyrir um starf við uppsagnir sé þegar af þeirri ástæðu ekki fullnægt. 3. Þar sem Júlíana ge gndi stöðu trúnaðarmanns hafi stefnda borið að viðhafa sérstaka varúð áður en hann ákvað að segja henni upp. Honum hafi verið skylt að kanna hvort í fyrirtækinu væru störf, sem Júlíana væri fær um að sinna, enda væri hún a.m.k. jafnhæf til þess og aðrir st arfsmenn. Engin athugun hafi farið fram á því hvort komast hefði mátt hjá uppsögninni. 4. Kja rninn í röksemdafærslu stefnda sé sá, að gerðar hafi verið skipulagsbreytingar og að svið , sem Júlíana starfaði á, umsýslu - og almannatengslasvið, hafi v erið lagt nið ur í heild sinni. Stefnandi bendi hins vegar á að Júlíana var ekki ráðin sé rstaklega inn á tiltekið svið. Hún hafi verið allt eins fullfæ r um að starfa á öðrum sviðum. Skipulagsbreytingarnar hafi falið í sér að þett a tiltekna svið var lagt niður en önnur s við hafi verið star frækt áfram og v erkefni umsýslu - og almannatengslasviðs hafi flust yfir á þessi svið. Á fundum í aðdraganda uppsagnanna hafi verið sérstaklega tekið fram af hálfu stefnda að starfsmenn yrðu fl uttir á milli sviða og deilda. Stefndi hafi h ins vegar ekki fært fram nein rök fyrir því að það hafi ekki verið unnt í tilviki Júlíönu. Samkvæmt upplýsingum stefnanda hafi a.m.k. þrír aðrir starfsmenn stéttarfélagsins, sem störfuðu á sama sviði og Júlíana, verið fluttir í aðrar deildir eða svið, þann ig að fordæmi fyrir því séu fyrir hendi. 5. Því sé alfarið mótmælt, sem haldið er fram í uppsagnarbréfinu, að verkefni, sem Júlíana hafði með höndum, hafi verið lögð niður að 80% hluta. Nánast öll verkefni, sem Júlíana hafði með höndum, séu þess eðlis að þeim sé nú sinnt af öðrum starfsmönnum, einkum starfsmönnum markaðssviðs. Stefndi hafi ekki heldur sýnt fram á að Júlíana hafi ekki verið a.m.k. jafnfær um að sinna þeim störfum hjá stefnda, sem enn eru unnin þar af ófaglærðum starfsmönnum, og hefði hún átt að sitja fyrir um starf sitt samkvæmt reglunni um að trúnaðarmaður eigi að öðru jöfnu forgang um starf sitt. 5 6. Fjölmargir trúnaðarmenn hafi verið við störf hjá stefnda, en einungis tveimur þeirra verið sagt upp, þ.e. Júlíönu og Stefáni Pálssyni en þau hafi bæð i beitt sér sem trúnaðarmenn á umræddum tíma. Sé ljóst með uppsögninni að Júlíana hafi verið látin gjalda fyrir trúnaðarmannshlutverk sitt , sbr. áðurgreind þrjú mál sem upp komu innan fyrirtækisins áður en uppsagnirnar urðu að veruleika og Júlíana kom að . Um lögsögu Félagsdóms og aðild vísar stefnandi til 4 4. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt 45. gr. síðarnefndu laganna rek i sambönd verkalýðsfélaga fyrir hönd m eðlima sinna mál fyrir dómstólnum. BSRB sé samband í skilningi ákvæ ðisins og til að fullnægja áskilnaðinum höfði BSRB mál þetta f.h. Starfsmannafélags R eykja v íkurborgar . Um ólögmæti uppsagnar Júlíönu Guðmundsdóttu r vísar stefnandi til þess að hún hafi gegnt starfi trúnaðarmanns Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hjá st efnda og því notið t rú naðarmannaverndar, sem kveðið sé á um í 9. - 13. gr. laga nr. 80/1938. Skylda stefnda til a ð virða trúnaðarmannaverndina sé áréttuð í kjarasamningi Starfsmannafélags R eykja v íkurborgar og stefnda og í aðdraganda uppsagnanna hafi verið lö gð sérstök áhersla á vernd trúnaðarmanna. Stefnandi vísar sektarkröfu sinni til stuðnings til 70. gr. laga nr. 80/1938 en þar segi að brot gegn lögun um varði auk skaðabóta sektum. Fjárhæð sektar sé lögð í mat Félagsdóms. Sekt sé ætlað að hafa táknrænt gil di og varnaðaráhrif, þannig að vinnuveitendur freistist ekki til að beita undanbrögð um frá því að virða lögákveðinn rétt trúnaðarmanna. Gildi og starfssvið trúnaðarmanns hafi sífellt aukist svo og þörfin fy rir öflugt trúnaðarmannakerfi. Við hópuppsagnir ge gni trúnaðarmenn þ ýðingarmiklu hlutverki og það sé alvarlegt að þeir verði fyrir barðinu á uppsögnum við þær aðstæður. Stefndi hafi ekki sýnt fram á að uppsögn Júlíönu hafi verið óumflýjanleg og blasi því við sú staðreynd, að hún hafi verið látin gjalda fy rir að hafa sinnt lögvernduðu hlutverki sínu. Um m álsk ostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Krafa um að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til virðisaukaskatts sé skaðl eysiskrafa, þar sem stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og eigni st því ekki frádráttar r étt við greiðslu skattsins. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því, að málefnalegar og lögmætar ástæður hafi legi ð að baki uppsögn Júlíönu Guðmundsdóttur og að hann hafi ekki gerst brotlegur gagnvart þeirri reglu sem fram kemur í ákvæði 11. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, varðandi uppsögn trúnaðarmanna. Júlíana hafi starfað á umsýslu - og almanna tengslasviði fyrirtækisins, nánar til tekið 6 almannatengslahluta þess. Enn fremur hafi hún gegnt starfi trúnaðarmanns og byggi stefnandi á því að sem slíkur hafi hún notið þeirrar réttarverndar sem kveðið er á um í 11. og 13. gr. laganna gagnvart uppsögnum. Stefndi bendir á að uppsagnir nar hefðu haft mismunandi áhrif á einstök svið og starfseiningar innan fyrirtækisins. Markmið þeirra aðgerða , sem gripið var til, hafi verið að hagræða og spara í rekstri, þó þannig að sem minnst röskun yrði á kjarnastarfsemi fyri rtækisins. Kjarnastarfsemi hafi í grunninn verið skilgreind sem framleiðsla og dreifing á heitu og köldu vatni og raforku , sem og fráveita og gagnaveita. Í samræmi við framangreind markmið aðgerða hafi þótt ljóst að starfsemi almannatengslahluta umsýs lu - og almannatengslasviðs yrði lögð niður í heild sinni. Í þeim ráðstöfunum hafi falist, að þau störf sem tilheyrðu umræddri starfseiningu hættu að vera til samhliða því sem stefndi hætti að sinni þeim verkefnum sem starfseiningin hefði með höndum. Í dæma skyni megi nefna, að stefndi hafi alfarið hætt að sinna móttöku gesta sem hafi skipt tugum þúsunda ár hvert. Enn fremur hafi stefndi hætt að standa að viðburðum og móttökum sem fyrirtækið hafði um langa tíð si nnt í ríkum mæli. Stefndi bendi á að í samráðfe rli hafi þær hugmyndir komið upp hvort unnt væri að komast hjá uppsögnum starfsmanna almannatengslahluta gegn því að hefja gjaldtöku af þeim gestum sem heimsóttu fyrirtækið. Sú leið hafi verið athuguð sérstaklega af hálfu stefnda og áhættumetin en niðursta ðan orðið sú að í ljósi fjárhagsstöðu fyrirtækisins væri óásættanlegt að það tæki slíka áhættu. Við nánari skoðun á áformum stefnda varðandi niðurlagningu umsýslu - og almannatengslasviðs hafi komið í ljós að innan þess sv iðs störfuðu tveir trúnaðarmenn, þ .e. Stefán Pálsson, verkefnastjóri minjasafns , og Júlíana Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sviðinu. Sé mótmælt þv í , sem fram komi í stefnu að Júlíana hafi ekki verið ráðin til starfa á umræddu sviði. Lögð sé áhersla á að starfsemi minjasafns hafi verið lög ð niður og því lokað. Leiði af framangreindu að stefndi hafi hætt þeirri starfsemi sem starf Stefáns fólst í. Að sama skapi hafi falist í niðurlagningu umsýslu - og almannatengslasviðs að stefndi hætti að hafa með höndum þá meginþætti starfsskyldna sem Júlí ana hafði haft með höndum. Með því sé t.d. átt við kynningarstörf, móttöku innlendra og erlendra gesta, meðferð styrkbeiðna, afgreiðsla auglýsingabeiðna, verkefna - og viðbur ðarstjórnun o.fl. Stefndi bendi á að framgreind atriði hafi numið a.m.k. 80% af hei ldarstarfi Júlíönu innan fyrirtækisins. Til v iðbótar bendi stefndi á að tiltek nir þættir í starfi Júlíönu muni eftirleiðis verða inntir af hendi in nan stefnda en varlega áætlað megi gera ráð fyrir að slík verkefni samsvari starfshlutfalli sem nemi að hám arki 20%. Að því er tiltekin verkefni va rði, hafi þau verið færð til innan fyrirtæ kisins, en í öðrum tilvikum hafi verkefnum , sem almannatengslahluti hafi áður haft með höndum, verið dreift á viðkomandi svið 7 eða starfseiningu, eftir því sem þau þar falli t il. A ð því er fyrri þáttinn varðar megi nefna ritstjórn og útgáfa ársskýrslu, upplýsingagjöf sem varða kjarnastarfsemi fyrirtækisins, s.s. vegna rekstrartruflana og önnur tilfallandi verkefni tengd markaðssetningu og móttöku. Að því er síðari þáttinn varða r upplýsist , að stefndi hafi hætt þágil d andi fyrirkomulagi bakvakta með þátttöku umsýslu - og almannate ngslasviðs, en eftirleiðis verði slík verkefni í höndum kerfisstjórnar og hlutaðeigandi starfseininga. Megi í dæmaskyni nefna upplýsingagjöf vegna rekstra rtruflana. Af hálfu stefnda hafi í tengslum við uppsögn á ráðningarsamningi Júlíönu sérstaklega verið kannað hvort forsendur væru fyr ir því að færa hana milli sviða. Í samráðsferlinu, sem Júlíana var virkur þátttakandi í, hafi verið upplýst um þau áform fy rirtækisins að leggja niður starfsemi almannatengslahluta í heild sinni. Vegna stöðu Júlíönu sem trúnaðarmanns hafi farið fram skoðun á því að finna henni starf innan fyrirtækisins. Niðurstaða þeirra r skoðunar hafi verið sú, að svo veigalítill hluti starfs skyldna hennar yrðu áfram til staðar, auk þess sem að þær starfsskyldur sem eftir stæðu yrðu framvegis inntar af hendi innan einstakra sviða eða starfseininga fyrirtækisins, að ekki væru forsendur fyrir áframhaldandi ráðningu hennar. E ins og atvikum þessa máls hátti og með hliðsjón af eðli þeirra breytinga sem af endurskipulagningar - og hagræðingaraðgerðum leiddi, hafi ekki þótt efni til að grípa til handahófskenndrar uppsagnar einhvers starfsmanns innan fyrirtækisins sem aðgerðir höfðu ekki áhrif á, til þe ss eins að koma til móts við kröfu stefnanda u m að finna trúnaðarmanni starf. Vegna umfjöllunar í stefnu þess efnis að þremur starfsmönnum umsýslu - og almannatengslasviðs hafi verið komið fyrir á öðrum sviðum taki stefndi fram, að h já honum sé starfandi ei nn stafsmaður , sem hafi alla vefumsjón fyrirtækisins með höndum. Sá starfsmaður hafi tilheyrt umræddu sviði en verið fluttur á nýtt svið í kjölfar niðurlagningar umsýslu - og almannatengslasviðs. L jóst sé að um sérhæft starf sé að ræða sem sé afar þýðingarm ikið fyrir fyrirtækið og h efði umræddur starfsmaður getað tilheyrt hvaða sviði fyrirtækisin s sem er. Starfsmaðurinn starfi í þágu alls fyrirtækisins sem og viðskiptamanna þess og þyki sýnt að umfang þeirra verkefna sem tilheyra starfinu muni ekki koma til með að dragast sam an á komandi misserum. Fyrrverandi forstöðumaður umsýsl u - og almannatengslasviðs , sem einnig sé starfandi innan fyrirtækisins um þessar mundir, starfi nú að frágangi og lúkningu þeirra verkefna se m sviðið hafði með höndum og fari um starf slok hans með hliðsjón af því. Í öðru lagi hafi hann náð 65 ára aldri þegar uppsögn var tilkynnt og því ekki fallið í hóp þeirra starfsmanna , sem sagt var upp störfum. Ekkert liggi fyrir um hver þriðji starfsmaðurinn sé sem tilgreindur er í stefnu. 8 Stefndi byggir á því, að ákvæði 11. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, tryggi trúnaðarmanni vernd gagnvart uppsögnum í þeim tilvikum þegar sýnt þykir að vinnuveitandi hafi látið trúnaðarmann gjalda fyrir það starf. Enn fremur try ggi ákvæðið trú naðarmanni vernd hyggist vinnuveitandi fækka við sig ve rkamönnum. Að mati stefnda telji st hvorugt framangreindra skilyrða uppfyllt. Hvað fyrra skilyrðið varðar , telji stefndi að stefnand a hafi með engu móti tekist að færa fram lögfulla sönnun þess að uppsö gn Júlíönu verði rakin til starfa hennar sem trúnaðarmanns. Að því er síðara skilyrðið varðar , bendi stefndi á að samkvæmt orðalagi hins tilvitnaða ákvæðis megi draga í efa að gildissvið þess sé víðtækara en svo að það n ái til annarra stétta en þar séu til greindar, þ.e. verkamanna. Samkvæmt hefðbundinn i textaskýringu ákvæðisins njóti Júlíana ekki þeirrar verndar sem það ge ri ráð fyrir. Ber i því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af öllum dómkröfum stefnanda. Stefndi byggir enn fremur á því, að tilvitn að lagaákvæði verði ekki túlkað svo, að í því felist fortakslaust bann við uppsögn trúnaðarmanns séu málefnalegar og lögmætar ástæður fyrir hendi. Svo virðist sem málatilbúnaður stefnanda byggi í meginatriðum á því að vinnuveitanda sé með öllu óheimilt að segja upp ráðningarsamningi trúnaðarmanns svo framarlega sem einhver starfsmaður sé enn að störfum hjá hlutaðeigandi vi nnuveitanda. Stefndi hafni f ramangreindum skilningi og telji hann ekki fá staðist , enda sú lögskýring of þröng og vart í samræmi við tilg ang ákvæðisins. Þannig byggi stefndi á því að túlka beri ákvæðið í samræmi við eðli máls og aðstæður á hverjum tím a. Nánar byggi stefndi á því að við skýringu fyrrgreinds ákvæðis beri að gera greinarmun eftir því hvort vinnuveitandi sé að fækka starfmönnum , eftir atvikum á tilteknum sviði eða starfseiningum , eða hvort vinnuveitandi leggur niður svið eða starfsei ningar í heild sinni. Stefndi hafni því alfarið að Júlíana hafi verið látin gjalda trúnaðarmannastarfa sinna í tengslum við uppsögn ráðningarsamnin gs hennar. Samkvæmt fyrirliggjandi gög num sé einsýnt að aðrar ástæður hafi legið að baki uppsögn og hafi þær bæði verið málefnalegar og lögmætar. Kröfu stefnanda um að stefnda verði gert að greiða sekt í ríkissjóðs á grundvelli ákvæðis 70. gr. laga nr. 8 0/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sé alfarið mótmæl t. Reisi stefndi kröfu sína á því að skilyrði , sem fram koma í tilvitnuðu ákvæði , séu ekki fyrir hendi og ber i því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfunni. Um helstu lagarök kveðst stef ndi vísa til ákvæða laga nr. 80/1938, einkum 11. gr. laganna. Enn fremur vísi st til meginreglna íslensks vinnuréttar, m.a. um stjórnunar - og ákvörðunarrétt vinnuveit anda. Um málskostnaðarkröfu vísi st til 129. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamá la. 9 Niðurstaða Stefnandi í máli þessu er Bandalag starfsmanna ríkis og bæja f.h. Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og stefndi er Orkuveita Reykjavíkur sem er sameignarfyrirtæki samkvæmt lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reyk javíkur. Sakarefnið í málinu varðar lögmæti uppsagnar hins stefnda fyrirtækis á ráðningarsamningi Júlíönu Guðmundsdóttur sem var trúnaðarmaður fyrrgreinds stéttarfélags hjá stefnda. Af hálfu málsaðila er á því byggt að málið eigi undir valdsvið Félagsdóms samkvæmt lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. 44. gr. laganna. Ljóst er að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fellur undir 4. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ.e. er stéttarfélag starfsmanna sveitarfélags se m fer með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga samkvæmt greindum lögum og aðrar ákvarðanir í sambandi við þá, sbr. nánari skilgreiningu í 1. gr. laganna á þeim starfsmönnum sem lögin taka til. Á hitt er að líta að í fyrirliggjandi félagslögum stéttarfélagsins er gert ráð fyrir skiptingu félagsins í tvo hluta, A - og B - hluta. Í A - hlutanum eru starfsmenn Reykjavíkurborgar, stofnana hennar og aðrir opinberir starfsmenn sem taka laun samkvæmt kjarasamningum sem stéttarfélagið hefur gert við Reykjaví kurborg og aðra opinbera aðila á grundvelli laga nr. 94/1986. Í B - hlutanum eru einstaklingar sem starfa hjá stofnunum eða fyrirtækjum sem starfa í almannaþágu og hafa verið í eigu borgarinnar en eru nú rekin af öðrum aðilum, svo og þeir sem starfa hjá stof nunum og fyrirtækjum í almannaþjónustu. Tekið er fram að lög nr. 94/1986 gildi um starfsemi A - hluta við gerð kjarasamninga, en lög nr. 80/1938 gildi um kjarasamningsgerð B - hluta félagsins. Stefndi er sameignarfyrirtæki, sem stofnað var af Reykjavíkurborg o g nokkrum öðrum tilgreindum sveitarfélögum um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. fyrrgreind lög nr. 139/2001 og sameignarsamning, dags. 29. janúar 2004. Samkvæmt 2. gr. laganna og 3. gr. sameignarsamningsins er tilgangur sameignarfyrirtækisins vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta - og fjármálast arfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Stefndi yfirtók allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar Orkuveitu Reykjavíkur og tilgreindra veitustofnana sveitarfélaga, sbr. 9. gr. laga nr. 139/2001. Í 2. gr. sameignarsamningsins kemur fram að sameignarfyrirtækið er skráð hjá sýslumanninum í Reykjavík. Er þar væntanlega átt við skráningu í Firmaskrá Reykjavíkur. Þegar litið er til þeirra breytinga á rekstrarformi veitustofnana samkvæmt lögum nr. 139/2001, sbr. umræddan sameignarsamning, og tilga ngsins með þeim, þar á meðal innleiðingu markaðssjónarmiða, sbr. almennar athugasemdir 10 með frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 139/2001, verður að telja að stefndi sé fremur atvinnufyrirtæki en stofnun sveitarfélaga í skilningi 1. gr. laga nr. 94/1986. Í kjarasamningi Orkuveitu Reykjavíkur, sameignarfyrirtækis, og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, er gilti frá 1. maí 2008 til 31. desember 2010, er tekið fram í grein 0.2.1 að um kjarasamninginn gildi ákvæði laga nr. 80/1938 og viðurkenni Orkuveitan starf smannafélagið sem lögformlegan samningsaðila um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi stéttarfélagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. Með vísan til þess, sem hér að framan hefur verið rakið, verður byggt á því að u m málið fari eftir lögum nr. 80/1938 og sakarefnið eigi því undir valdsvið Félagsdóms samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga þessara svo sem raunar er óumdeilt í málinu. Samkvæmt skipuriti stefnda, sem gilti fyrir þær breytingar sem um ræðir í málinu, var Guðjón Magnússon stýrði. Júlíana Guðmundsdóttir starfaði sem verkefnastjóri á þessu sviði fyrirtækisins. Samkvæmt starfslýsingu hennar, sem liggur fyrir í málinu, fólst meðal annars í st arfinu að bera ábyrgð og hafa umsjón með auglýsingum Orkuveitunnar og öllum samskiptum við auglýsingastofur, vinna að kynningar - og upplýsingamálum, sjá um móttöku gesta, hafa umsjón með gjafalager, annast styrkbeiðnir, sjá um útgáfu ársskýrslu, rækja frét tabakvaktir vegna rekstrartruflana, gera fjárhagsáætlun vegna útgáfumála og auglýsinga og vinna við verkefna - og viðburðastjórnun á þeim verkefnum sem óskað er eftir. Með bréfi, dagsettu 20. nóvember 2009, til forstjóra og starfsmannastjóra stefnda tilkynn ti formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur um kosningu fulltrúa í fulltrúaráð stéttarfélagsins, í 2. deild Orkuveitunnar, til næstu tveggja ára, en samkvæmt félagslögum stéttarfélagsins eru fulltrúar einstakra starfsdeilda í fulltrúaráði trúnaðarmenn starfs manna. Var þar um fimm aðalfulltrúa að ræða og jafnmarga til vara. Í tilkynningunni er Júlíana Guðmundsdóttir tilgreind sem aðalfulltrúi. Í tengslum við endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur haustið 2010 var 65 starfsmönnum fyr irtækisins sagt upp störfum, þar á meðal Júlíönu Guðmundsdóttur, og féllu aðgerðir þessar undir lög nr. 63/2000, um hópuppsagnir. Í málinu liggur fyrir greinargerð starfsman nastjóra Orkuveitunnar, dagsett 11. október 2010, til trúnaðarmanna, fulltrúa starf smanna hjá fyrirtækinu, þar sem aðgerðirnar og ástæður þeirra eru skýrðar. Með bréfi forstjóra Orkuveitunnar, dagsettu 21. október 2010, var Júlíönu Guðmundsdóttur sagt upp starfi sínu hjá fyrirtækinu frá 31. október 2010 að telja með þriggja mánaða uppsag narfresti þannig að starfinu lyki hinn 31. janúar 2011. Fram kom í bréfinu að vegna stöðu Júlíönu sem 11 trúnaðarmanns, sbr. þá vernd er trúnaðarmenn nytu gagnvart uppsögnum, væri upplýst nánar um ástæður að baki uppsögninni. Um ástæðurnar kom síðan nánar fra m umsýslu - að flytja þig á milli sviða en fyrir liggur að hluti starfsskyldna þinna færist á önnur yfir til fjármálasviðs og önnur tilfallandi verkefni, tengd markaðssetningu og m óttökum, að svo miklu leyti sem þau kynnu að verða innt af hendi, færðust til markaðsdeildar. Stærstur hluti starfsskyldna Júlíönu félli þó niður, einkum umsjón þjónustubeiðna og umsýsla með veitingu styrkja. Það væri afstaða Orkuveitunnar að svo takmarkað ur hluti starfsskyldnanna yrði áfram til staðar hjá fyrirtækinu, auk þess sem skipulagsbreytingarnar leiddu til þess að þær starfsskyldur dreifðust á fleiri svið, að samsvaraði undir 20% starfshlutfalli. Af þessum sökum teldi Orkuveitan ekki forsendur til ekki sé gert ráð fyr ir vinnuframlagi Júlíönu frá móttöku bréfsins, vinnumarkaðsaðstoð og sálfræðiþjónusta standi til boða svo og námsstyrkur. Fram er komið í málinu að þrír starfsmenn umsýslu - og almannatengslasviðs héldu störfum sínum, þau Guðjón Magnússon, er var sviðsstjó ri, Þorvaldur Árnason, er sá um vefmál, og Hildigunnur Þorsteinsdóttir sem hafði skjalavörslu með höndum. Fluttust þau til markaðs - og sölusviðs eftir því sem ráðið verður. Þá liggur fyrir að auk Júlíönu Guðmundsdóttur var trúnaðarmanninum Stefáni Pálssyni sagt upp störfum, en aðrir trúnaðarmenn hjá fyrirtækinu héldu störfum sínum. Af hálfu stefnanda er byggt á því að með uppsögn Júlíönu Guðmundsdóttur hafi stefndi brotið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938. Með uppsögninni hafi hún verið látin gjalda starfa sinn a sem trúnaðarmaður. Er á það bent að hún hafi átt að sitja fyrir um vinnuna. Vísað er til þess að heildarfjöldi starfsmanna Orkuveitunnar hafi verið 593 en 65 starfsmönnum hafi verið sagt upp. Ekkert hæfnismat hafi farið fram. Þá sé engan veginn um það að ræða að störfin hafi verið lögð niður, heldur hafi þau að mestu leyti verið færð á önnur svið. Júlíana hafi ekki verið ráðin á tiltekið svið sérstaklega og verið fullfær til starfa á öðrum sviðum. Varðandi meinta meinbægni stjórnenda Orkuveitunnar í garð Júlíönu er almennt vísað til þess að hún hafi rækt trúnaðarmannsstarf sitt af samviskusemi og eru sérstaklega tíunduð þrjú erfið mál, sem upp hafi komið, þar sem hún hafi af einurð beitt sér gagnvart stjórnendum. Nánar eru mál þessi rakin af hálfu stefnand a og er þar í fyrsta lagi um að ræða svonefnt 12 október 2010 í tengslum við skipulagsbreytingar stefnda sem í málinu greinir. Hafi Júlíana bakað sér óvild stjórnenda stefnda með framgöngu sinni í málum þessum. Af hálfu stefnda er á því byggt að lögmætar og málefnalegar ástæður hafi legið að baki uppsögn Júlíönu Guðmundsdóttur. Umræddar skipulagsbrey tingar hafi leitt til þess að almannatengslahlutinn hafi verið lagður niður og þeir málaflokkar, sem eftir urðu, hafi verið færðir til markaðs - og sölusviðs. Mat hafi verið lagt á hæfni og leitað allra leiða til að finna Júlíönu starf. Af hálfu stefnda eru fyrrgreind þrjú ágreiningsmál rakin og því mótmælt að nokkuð það hafi komið fram um meðferð þeirra sem gefi tilefni til að álykta að Júlíana hafi verið látin gjalda trúnaðarmannsstarfa sinna vegna afskipta sinna og framgöngu í málum þessum. Í 1. mgr. 9. g r. laga nr. 80/1938 er mælt svo fyrir að á hverri vinnustöð, þar sem a.m.k. 5 menn vinna, hafi stjórn stéttarfélags þess sem á staðnum er í viðkomandi starfsgrein rétt til að tilnefna 2 menn til trúnaðarmannsstarfa, úr hópi þeirra sem á staðnum vinna. Skal atvinnurekandi samþykkja annan þeirra sem trúnaðarmann stéttarfélagsins á vinnustöðinni. Trúnaðarmaður skal gæta þess að gerðir vinnusamningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verkama nna. Nánar er fjallað um störf og starfshætti trúnaðarmanns í 10. gr. nefndra laga. Samkvæmt 1. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 er atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða l áta þá á nokkurn hátt gjalda þess að stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Í 2. málsl. lagagreinarinnar er tekið fram að þurfi atvinnurekandi að fækka við sig verkamönnum skuli trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni. Vegna þeirra viðbáru stefnda að ákvæði 2. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 eigi ekki við í því tilfelli, sem hér um ræðir, enda beri að túlka ákvæðið svo samkvæmt ð er verkamönnum, skal tekið fram að samkvæmt samanburðar - og samræmisskýringu ákvæða 11. gr. laga nr. 80/1938 og með vísan til langvarandi dómaframkvæmdar þykja þessi túlkunarviðhorf stefnda haldlaus. Verður að líta svo á að þarna sé ekki vísað til verkam anna í þrengri merkingu, heldur almennt til starfsmanna. Eins og fram er komið var tilgreint í uppsagnarbréfi, dagsettu 21. október 2010, að ástæða uppsagnar Júlíönu Guðmundsdóttur væri endurskipulagning og hagræðing í rekstri stefnda, en fyrir liggur að u mfangsmiklar ráðstafanir voru gerðar til hagræðingar í rekstri stefnda er meðal annars leiddu til skipulagsbreytinga. Voru uppsagnir starfsmanna liður í þessu. Ljóst er að við aðgerðir þessar reyndi verulega á ábyrgð og hlutverk trúnaðarmanna hjá stefnda o g ekki síst þar sem um hópuppsagnir 13 var að ræða, sbr. sérstakt hlutverk trúnaðarmanna við þær aðstæður samkvæmt 5. og 6. gr. laga nr. 63/2000 og ennfremur hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum nr. 151/2006, um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum. Þá skoðun sína að Júlíönu Guðmundsdóttur hafi verið sagt upp vegna starfa sinna sem trún aðarmaður og þannig verið látin gjalda þeirra starfa sinna styður stefnandi einkum við aðild og afskipti Júlíönu af fyrrgreindum þremur átakamálum sem upp komu, auk þess sem rök semdum fyrir því að borið hafi að láta hana sitja fyrir um vinnuna er almennt teflt fram því til stuðnings að brotið hafi verið gegn 1. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938. Af hálfu stefnanda er atburðarás í umræddum þremur ágreiningsmálum lýst. Samkvæmt því, sem fram er komið í málinu, þykir ljóst er að eitthvað hefur slegið í brýnu milli Júlíönu og stjórnenda stefnda, en ekki verður þó ráðið að það hafi verið umfram það sem vænta má í samskiptum atvinnurekenda og trúnaðarmanna á umbrotatímum í rekstri fyrirtæ kis svo sem háttaði til í þessu tilfelli. Verður því ekki fallist á þá ályktun stefnanda að Júlíana hafi verið látin gjalda starfa sinna sem trúnaðarmaður vegna afskipta sinna af þessum málum, enda verður ekki talið að stefnanda hafi tekist með neinum viðh lítandi hætti að rekja uppsögn Júlíönu til slíkra viðhorfa af hálfu stefnda. Þá verður ekki talið að þau rök, sem stefnandi heldur almennt fram fyrir því að borið hafi að láta Júlíönu sitja fyrir um vinnu, gefi vísbendingu um að slík sjónarmið hafi ráðið f ör hjá stefnda. Samkvæmt þessu þykir ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að umrædd uppsögn hafi átt rætur að rekja til starfa Júlíönu sem trúnaðarmanns og hún látin gjalda starfa sinna sem trúnaðarmaður. Var uppsögnin því ekki andstæð 1. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938. Fyrir liggur að tilgreindar uppsagnarástæður voru ekki byggðar að neinu leyti á ávirðingum í starfi, heldur sagðar tilkomnar vegna endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri er leiddi til þess að starfsskyldur Júlíönu féllu að v erulegu leyti niður og eftirhreytur þeirra fluttust á önnur svið. Mikið ber á milli málsaðila varðandi mat á því hvaða verkefni voru lögð niður. Í uppsagnarbréfi, dags. 21. október 2010, kom fram að starfsskyldur Júlíönu, sem áfram yrðu til staðar en færðu st á önnur svið, jafngiltu 20% starfshlutfalli. Af hálfu stefnanda er því á hinn bóginn haldið fram að verkefnin hafi að verulegu leyti flust til annarra starfsmanna. Skýrslutökur eru misvísandi um þetta. Þannig upplýsti vitnið, Guðjón Magnússon, að umfang starfa þeirra, sem Júlíana gegndi, samsvaraði 60% starfshlutfalli í dag, en vitnið, Jakob Sigurður Friðriksson, mat það svo að niðurlagður hluti starfanna næmi u.þ.b. 80%. Hvað sem þessu líður þykir upplýst að umtalsverður hluti starfsskyldna Júlíönu Guðm undsdóttur hafi lagst niður en nokkur hluti færst til annarra sviða. Í 2. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 felst sú meginregla að trúnaðarmanni á ekki að segja upp störfum við fækkun starfsmanna, nema vinnuveitandinn sýni fram á ríkar ástæður til þeirrar r áðabreytni. Fram er komið að u.þ.b. 11% af 14 heildarstarfsmannafjölda hjá stefnda var sagt upp störfum í umræddri lotu, þ.e. 65 starfsmönnum af 593. Það eitt og sér hnígur að því að svigrúm hafi verið til þess að láta Júlíönu sitja fyrir um vinnuna. Við bæti st að fyrir liggur að hluti verkefna Júlíönu var áfram til staðar og sinnt af öðrum, auk þess sem ekki þykir hafa verið sýnt fram á það af hálfu stefnda að starfskraftar Júlíönu hafi þurft að takmarkast við tiltekinn verkahring. Þá upplýsti vitnið, Guðjón Magnússon, að Júlíana hefði getað tekið að sér fleiri verkefni í minnkandi umfangi og ennfremur að hún hefði getað sinnt því starfi sem Hildigunnur Þorsteinsdóttir sinnir. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, og því sem fram er komið í málinu að öðru l eyti, þykir blasa við að stefnda hafi verið í lófa lagið að láta Júlíönu sitja fyrir um vinnu við uppsagnir þær sem í málinu greinir. Verður því ekki talið að stefndi hafi sýnt fram á nægilegar ríkar ástæður fyrir þeirri ákvörðun að segja Júlíönu Guðmundsd óttur upp starfi. Að þessu athuguðu og með hliðsjón af fordæmum Félagsdóms verður að telja að uppsögnin hafi verið brot á 2. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 og því ólögmæt. Svo sem réttarágreiningi í máli þessu er háttað eru hins vegar ekki efni til þess a ð dæma stefnda til greiðslu sektar samkvæmt 70. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 65. gr. sömu laga. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 kr. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dómsforseta. D Ó M S O R Ð Uppsögn stefnda, Orkuveitu Reykjavíkur, sameignarfyrirtækis, á Júlíönu Guðmundsdóttur, trúnaðarmanni Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var brot á 2. málsl. 11. gr. laga nr. 80/1938 og því ólögmæt. Stefndi skal vera sýkn af k röfu stefnanda um greiðslu sektar. Stefndi greiði stefnanda, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, f.h. Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, 300.000 kr. í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Bergþóra Ingólfsdóttir Gísli Gíslason .