FÉLAGSDÓMUR Ár 2019 , miðvikudaginn 4. desember 2019 , er í Félagsdómi í málinu nr. 14 /2019: Alþýðusamband Íslands vegna Verkalýðsfélag s Akraness ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður ) gegn Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til réttargæslu ( Anton Björn Markússon lögmaður ) kveðinn upp svofelldur dómur : Mál þetta var dómtekið 6. nóvember sl. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Gísli Gíslason og Lára V. Júlíusdóttir . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, vegna Verkalýðsfélag s Akraness , Sunnubraut 13, Akranesi . Stefndi er Akraneskaupstað ur , Stillholti 16 - 18 á Akranes i og Hvalfjarðarsveit , Innrimel 3 á Akranesi . Samband íslenskra sveitarfélaga , Borgartúni 30, 105 Reykjavík er stent til réttargæslu, f.h. l aunanefndar sveitarfélaga . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness, sem voru við störf hjá stefndu, Akraneskaupstað og Hvalfjarðars veit, í desember 2018 og voru enn í starfi í janúar 2019 og unnu starf sem fellur undir kafla 1.4 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stefnanda, Verkalýðsfélags Akraness , sem upphaflega átti að gilda frá 1. maí 201 1 til 30. júní 2014 , eigi rétt á eingreiðslu samkvæmt grein 1.2 í kjarasamningnum, eins og henni var breytt með 5. kafla s amkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness um breytingu og framlengingu kjarasamningsins sem gilti frá 1. janúar 2016 til 31. mars 2019 . 2 Þá gerir stefnandi kröfu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefndu. 3 Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda. Dómkröfur stefnd u 4 Stefndu krefjast sýkn u af öllum dómkröfum stefnanda fyrir Félagsdómi. 2 5 Þá krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati Félagsdóms eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. 6 Ekki eru hafðar uppi kröfur af hálfu réttargæslustefnda enda engar kröfur gerðar á hendur honum. Málavextir 7 Réttargæslustefndi, Samband íslenskra sveitarféla ga, gerði kjarasamning fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir , við stefnanda, Verkalýðsfélag Akraness, með gildistíma frá 1. maí 2011 til 30. júní 2014 . 8 Kafli 1.2 í kjarasamningnum ber heitið Í grein 1. 2.1 s agði: Við samþykkt kjarasamningsins greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 50.000. - hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í maí og miðast greiðslan við fullt starf í mánuðunum mars - maí. Starfsmenn sem hófu störf eða létu af störfum á tímabilinu 1. mars til 15. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Greiðslan skal innt af hendi eigi síðar en 1. ágúst 2011. 9 Í grein 1.2.2 var mælt fyrir um að starfsmenn, sem væru við störf þann 1. febrúar 2012 , fengju greidda sérstaka eingreiðslu að fjárhæð 25.000 krónur miðað við fullt starf , en að starfsmenn í hlutastarfi fengju greitt hutfallslega miðað við starfshlu tfall 1. febrúar 2012. 10 Hinn 3. febrúar 2016 var skrifað undir samkomulag um breytingu og framlengingu kjarasamnings . Með samkomulaginu voru gerðar margvíslegar breytingar á þágildandi kjarasamningi, einkanlega launaþáttum, en auk þess sættu önnur kjarasamn ingsbundin réttindi endurskoðun, s vo sem orlofsréttindi, uppbætur og vinnutími . Með samkomulaginu var ákveðið að framlengja samninginn þannig að hann gilti frá 1. janúar 2016 til 31. mars 201 9 . Þá voru jafnframt gerðar breytingar á ákvæði greinar 1.2 um eingreiðslur á samningstímanum. Kafli 5 í samkomulaginu ber yfirskriftina og er e ina ákvæði hans svohljóðandi: Grein 1.2 hljóði svo: Sérstök eingreiðsla, kr. 42.500, greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember . 11 Eingreiðslan var reiknuð sem ígildi 3% hækkunar meðalheildarvinnulauna á tímabilinu janúar , febrúar og mars 2019 og var tilgangur hennar fyrst og fremst sá að framlengja friðarskyldu og skapa svigrúm til samninga. Í febrúar 2019 var 3 eingreiðslan greidd út til starfsmanna en þó ekki til þeirra sem voru í tímavinnu. Stefnandi telur að e ingreiðslu samkvæmt breyttu ákvæði greinar 1.2, sbr. 5. kafla samkomulags aðila um breytingu og framlengingu á kjarasamningnum , beri að greiða öllum starfsmönnum innan stefnanda sem störfuðu á tilgreindu tímabili hjá hinum stefndu sveitarfélögum. Málsástæður og laga rök stefnanda 12 Stefnandi kveður félagssvæði sitt vera Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit s amkvæmt 1. gr. laga stefnanda og gæti hann hagsmuna félagsmanna sinna sem eru starfsmenn sveitarfélaganna. Úrlausn í máli þessu um réttan skilning á kjarasamningi mun i hafa áhrif á réttindi fjölda félagsmanna í stefnanda sem starf i hjá sveitarfélögunum. Málareksturinn samrýmist því þeim tilgangi stefnanda að gæta þeirra hagsmuna sem kröfurnar séu reistar á. 13 Dómkrafa stefnanda byggist á ákvæði greinar 1.2.1 í kjarasamningi aðila svo sem henni var breytt með 5. kafla framangreinds samkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness. Efni greinarinnar er rakið í málavaxtakafla hér að framan en a ð mati stefnanda á ákvæðið samkvæmt orðanna hljó ðan við um alla starfsmenn sem voru í starfi á tilteknum tíma. 14 Stefnandi kveður o eingöngu vís a til þess að fjárhæðin 42.500 kr ónur miðist við fullt starf. Starfsmenn sem ekki séu í fullu starfi fá i hlutfall af þeirri greið slu , eins og komi beinlínis fram í lokamálslið ákvæðisins. Þannig sé ákvæðið skýrt um að ein greiðslan sé ætluð öllum þeim sem störfuðu fyrir sveitarfélögin í desember 2018 og voru enn í starfi í janúar 2019. Eigi það jafnt við um starfsmenn í tímavinnu ein s og aðra starfsmenn. 15 Þá beri orðalag greinar 1.2 með sér að eingreiðslan sé ætluð starfsmönnum sem heyr i undir kjarasamninginn. Ekkert í texta ákvæðisins bendi til þess að einungis starfsmenn a ákvæðisins sé hópurinn skilgreindur og allir starfsmenn , sem fall i undir skilyrði ákvæðisins , eig i þannig rétt á greiðslunni. 16 Stefnandi vísar jafnframt til þess, að e kkert annað bendi til þess að greiðslan nái , þrátt fyrir orðalag sitt , einungis til sumra starfsmanna sem fall i undir textann en ekki til annarra. Þannig eig i allir þeir , sem fall i , rétt á greiðslu samkvæmt ákvæðinu. 17 Ákvæðið sjálft afm ark i skýrlega þá starfsmenn sem eig i að fá ein greiðslu. Það h e f ð i þurft að koma skýrt fram ef ætlunin hefði verið sú, að einungis hluti starfsmanna fengi greiðsluna en ekki aðrir. Stefndu haf i ekki sýnt fram á af hverju ætti að túlka orðalag ákvæðisins með þeim hætti sem hann kýs að gera . 18 Stefnandi bendir á að s amkvæmt grein 1.4 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasamband Íslands sé sérstaklega gert ráð fyrir starfsfólki 4 í tímavinnu. Kjarasamningurinn geri ráð fyrir þessu starf sfólki og eingreiðsla til starfsmanna samkvæmt kjarasamningnum eigi þ ví að greiðast til slíkra starfsmanna eins og annarra. 19 K jör starfsmanna í tímavinnu ráð ist af kjarasamningi með sama hætti og kjör annarra starfsmanna sem heyr i undir samninginn. Þegar kj arasamningur sé framlengdur h afi það þ ví áhrif á kjör starfsmanna í tímavinnu sem og a nn a rra sem heyr i undir samninginn. 20 Ein g reiðslan sé til komin vegna þess að samningurinn hafi verið lengdur um þrjá mánuði og hafi greiðslunni ver i ð ætlað að greiða fyrir þá framlengingu. Forsendan fyrir greiðslunni eigi þannig alveg jafn mikið við um starfsmenn á tímavinnukaupi eins og starfsmenn í föstu starfshlutfalli. Sérstök rök þyrftu að vera fyrir því ef ætlunin h efð i verið að greiða eingreiðsl u sem þessa einungis þeim sem væru í föstu starfshlutfalli enda engin ástæða til þess að hlunnfara starfsmenn í tímavinnu eða aðra starfsmenn. 21 Stefnandi kveðst bygg ja á því að á kvæði í kjarasamningi verð i að skýra með hliðsjón af þeim reglum sem gilda á hi num almenna vinnumarkaði. Tímavinna sé í eðli sínu sambærileg öðrum störfum. Starfsfólk vinn i tiltekna vinnu og f ái fyrir hana laun og g runnskyldur og - réttindi séu með sama hætti og hjá öðrum starfsfólki. 22 Að mati stefnanda sé gert er ráð fyrir því í kjar asamningum og hinu umdeilda ákvæði að starfsfólk geti verið í hlutastarfi. Til samanburðar vísar stefnandi til greinar 6.2.1 í kjarasamningi S amtaka atvinnulífsins og S tarfsgreinasambandsins frá 1. febrúar 2014 sem hafi gilt á sama tíma og sá kjarasamningur sem mál þetta l úti að. 23 Stefnandi bendir á að í nóvember 2002 hafi Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrit að kjarasamning um hlutastörf. Meginmarkmiðið með samningnum hafi verið að afnema mismunum gagnvart starfsmönnum í hlutastarfi og stuðla að auknum gæðum slíkra starf a . Samkvæmt grein 3 í samningn um sk yldu starfsmenn í hlutastörfum hvor ki njóta hlutfallslega lakari kjara né sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeim ástæðum einu m að þeir væru ekki í fullu starfi , nema slíkt væri réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. 24 Um tímabundna ráðningarsamninga gild i einnig lög nr. 139/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna sk uli starfsmaður með tímabundna ráðningu hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfsmaður með ótímabundna ráðningu af þeirri ástæðu einni að hann er ráðinn tímabundið , nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutl ægra ástæðna. 25 Um starfsmenn í hlutastörfum gild i lög nr. 10/2004. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna skul i starfsmenn í hlutastörfum ekki njóta hlutfallslega lakari kjara eða sæta lakari 5 meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi af þeirri ástæðu einn i að þeir séu ekki í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. 26 Að mati stefnanda h e f ð i það þ ví þurft að koma skýrt fram í hinu umdeilda ákvæði kjarasamningsins ef ætlunin var að launþegum, sem eig a réttindi samkvæmt samningnum, væri engu að síður ætlað að fá lakari kjör en almennt gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Þyrfti þá um leið að liggja fyrir málefnalegar ástæður fyrir slíkri skerðingu réttinda. Stefnandi h afi ekki samþykkt að félagsmenn han s, sem starfa hjá stefndu , sk yldu njóta lakari kjara en almennt gerist. 27 Engar hlutlægar ástæður réttlæt i að starfsmenn í tímavinnu eigi ekki rétt á eingreiðslunn i í hlutfalli við starf sitt. Y rð i það niðurstaðan myndi ótvírætt felast í því mismunun til kj arasamningsbundinna réttinda í andstöðu við ákvæði laga nr. 139/2003 og laga nr. 10/2004. 28 Stefnandi telur ljóst að sú túlkun sem stefndu bygg i á fel ist ekki í orðalagi ákvæðisins. Stefndu hald i því fram að um starfsmenn í tímavinnu eigi að gilda undantekn ing sem þó sé hvergi kveðið á um. Undantekningar ber i að skýra þröngt og þær eig i einungis við þegar skýrt er að skilyrði séu til staðar. Stefndu ber i sönnunarbyrðina fyrir því að ætlunin hafi verið að kveða á um undantekningu og um leið skerðingu á réttin dum tiltekinna starfsmanna og að slík skerðing hafi verið lögmæt. 29 Krafa stefnanda l úti að því að tilteknir starfsmenn , sem fjallað sé um í grein 4 í kjarasamningi , fái sömu réttindi og aðrir starfsmenn sem heyr i undir kjarasamninginn. 30 Krafan n ái einungis t il þeirra starfsmanna sem hafi unnið fyrir sveitarfélögin í desember 2018 og í janúar 2019. Verði fallist á kröfuna fá i þessir starfsmenn eingreiðslu sem greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall hvers og eins í desember 2018. 31 Stefnand i kveðst auk framangreinds byggja lögum nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og lögum nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda . Þá kveðst stefnandi byggja á almennum meginreglum vinnuréttar og samningaréttar. 32 Fyrirsvar eigi stoð í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og 4. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986. Um varnarþing er vísað til 38. gr. laga nr. 80/1938. 33 Málskostnaðarkrafa stefnanda eigi sér stoð í 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnd u 34 Stefnd u byggja á því að félagsmenn stefnanda sem fall i undir grein 1.4 í kjarasamningi þeim, sem mál þetta lýtur að, hafi ekki átt rétt á eingreiðslu samkvæmt gr ein 1.2 í 6 sama kjarasamningi svo sem henni var breytt með ákvæðum 5. kafl a í samkomulagi um breytingar og framlengingu kjarasamnings ins . 35 Ráðning í tímavinnu sé viðurkennt ráðningarform á íslenskum vinnumarkaði og jafnframt undantekning frá þeirri meginreglu að starfsmenn skuli ráðnir á mánaðarlaun í föstu starfshlutfalli. Löng hefð sé fyrir því í kjarasamningum opinberra s tarfsmanna að greina á milli þeirra sem ráðnir eru í tímavinnu og annarra sem fá i mánaðarlaun. Eitt megineinkenni slíks ráðningarfyrirkomulags sé að hinir fyrrnefndu séu yfirleitt ekki taldir í föstu ráðningarsambandi og skyldur þeirra því ekki sambærilega r við það sem gerist almennt hjá mánaðarkaupsfólki. Mestu máli skipti í því sambandi að laun og réttindi tímavinnustarfsmanna séu að mörgu leyti frábrugðin kjörum fastráðinna starfsmanna. Tímakaup tímavinnustarfsmanna sé hærra en starfskjör og réttindi að sama skapi lakari. Þannig njót i starfsmenn í föstu starfshlutfalli bæði lengri uppsagnarfrests og veikindaréttar. S tefndi vísar í dæmaskyni til þess að veikindaréttur tímavinnustarfsmanna get i mest orðið 30 dagar en veikindaréttur starfsmanns á mánaðarlaunum get i mest orðið 360 dagar samkvæmt kjarasamningnum . 36 Stefnd u bend a á að f jallað sé um tímavinnustarfsmenn í kafla 1.4 í kjarasamningi réttargæslustefnda og stefnanda en samkvæmt grein 1.4. 3 samningsins sk uli ráða starfsmann á mánaðarlaun/starfshlutfall, ef reglubundin vinnuskylda hans sé 20% á mánuði eða meiri. Sé reglubundin vinnuskylda hans minni og þegar um sé að ræða óregluleg vinnuskil sé heimilt að ráða hann í tímavinnu. Þá geri ákvæð ið ráð fyrir því að heimilt sé að ráða í tímavinnu, óháð vinnuskyldu , í eftirfarandi undantekningartilvikum: Nemendur við störf í skólaleyfum og/eða með námi. Lífeyrisþega, sem vinna hluta út starfi. Starfsmenn, sem ráðir eru til skamms tíma vegna sérstakr a árvissar álagstíma ýmissa stofnana þó eigi lengur en 2 mánuði. Starfsmenn, sem ráðnir eru til að vinna að sérhæfðum afmörkuðum verkefnum. Starfsmenn, sem starfa óreglubundið um lengri eða skemmri tíma, þó aðeins í algjörum undantekningartilvikum. 37 Stefnd u vek ja athygli á því, að það sé ekki tilviljun háð að um laun og réttindi tímavinnustarfsmanna sé fjallað í sérstökum kafla kjarasamningsins. Að sama skapi hafi það ekki verið tilviljun heldur meðvituð ákvörðun aðila kjarasamningsins að orða grein 1.2 samk omulagsins með þeim hætti sem gert hafi verið , þ.e.a.s. að hún tæki einungis til starfsmanna í föstu starfi og miðaðist við starfstíma og starfshlutfall. Hafi einhver vafi verið uppi um til hvaða hóps starfsmanna ákvæðið næði, ætti honum að hafa verið eytt sé 7 sú, að öllum þeim sem kom i að kjarasamningsviðræðum með einum eða öðrum hætti eigi að vera ljóst að tímavinnustarfsmenn séu aldrei ráðnir í starfshlutfall. Slíkt fyrirkomulag h afi ald rei tíðkast á íslenskum vinnumarkaði og aldrei verið tekið upp eða við ur kennt sem ráðningarform, hvorki hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði. Það sé því útilokað að fallast á þá skýringu stefnanda að ákvæði greinar 1.2 eigi við um alla starfsmenn , sem eru í starfi á tilteknum tíma, hvort heldur sem um er að ræða tímavinnustarfsmenn eða starfsmenn í föstu starfshlutfalli, sbr. ótvírætt orðalag greinar 1.4.3. 38 Stefnd u bend a á að stefnandi haldi því fram að ráðning starfsmanna í tímavinnu jafngildi ráðningu samkvæmt starfshlutfalli og að enginn greinarmunur sé gerður milli þessara ráðningarforma í skilningi kjarasamnings. Þ essu haldi stefnandi fram gegn betri vitund, enda hafi hann verið fullkomlega meðvitaður um þær forsendur sem hafi legið að baki eingreiðslunni og ekki síður um það, hvaða starfsmenn skyldu eiga rétt á henni. Í viðræðum aðila hafi stefnandi hvorki gert athugasemdir við forsendurnar né fyrirvara við þær og því sé nærtækast að líta svo á að stefnandi hafi samþyk kt þær fyrir sitt leyti. 39 Þá vek ja s tefnd u athygli á að stefnandi hafi í stefnu kosið að sleppa umfjöllun um forsendurnar sem hafi legið að baki þeirri fjárhæð sem eingreiðslan byggði st á. Vegna þessa sé mikilvægt að árétta að fjárhæðin , sem mynd i eingreiðs luna , hafi verið fundin út með eftirfarandi hætti : Áætluð meðal heildarmánaðarlaun á hvert stöðugildi fastráðinna starfsmanna sem eru starfandi (að háskólamönnum undanskildum) í desember 2018. Reiknuð hækkun meðal heildarmánaðarlauna um 3% í þrjá mánuði, þ.e. janúar, febrúar og mars 2019. Í samræmi við ofangreindar forsendur hafi verið fundin út eingreiðsla að fjárhæð 42.500 krónur . 40 Líta verði svo á að það hafi verið sameiginleg ákvörðun málsaðila að leggja þessar forsendur til grundvallar við ákvörðun eingreiðslunnar. E kki stoði að halda því fram nú að þær hafi allt aðra og ríkari merkingu en samið hafi verið um og skuli einnig gilda um tímavinnustarfsmenn. Þvert á móti séu forsendurnar ótvíræðar og gef i ekki tilef ni til annarrar túlkunar en þeirrar , sem stefndu og réttargæslustefndi haf i haldið fram, að einu starfsmennirnir sem hafi átt rétt á eingreiðslunni séu þeir sem voru í föstu starfshlutfalli í desember 2018 og voru enn við störf í janúar 2019. Í ljósi málav axta líti stefndu svo á að málsókn stefnanda hafi þann tilgang að sniðganga viðsemjendur sína og láta Félagsdóm um að ákveða kjarasamningsbundin réttindi. 41 Stefndu telja að stefnanda hafi mátt vera það ljóst þegar samið var um hina umdeildu eingreiðslu að h ún tæki einvörðungu til starfsmanna í föstu starfshlutfalli , þótt honum 8 sé vitaskuld heimilt að hafa skoðun á því hvernig hann tel ji framkvæmd eingreiðslunnar eig a að vera . Hins vegar hafi skýringar stefnanda enga efnislega þýðingu og verði ekki lagðar til grundvallar við úrlausn málsins. Í því sambandi þurfi að gera skýr an greinarmun á kjörum og réttindum tímavinnustarfsmanna og starfsmanna í föstu starfshlutfalli í kjarasamningi en um sé að ræða tvö gjörólík ráðningarform. Svo unnt sé að fallast á þau sjó narmið , sem stefnandi h a ld i fram í málinu , ve rði fyrst að breyta framkvæmdinni og endursemja um þetta atriði í kjaraviðræðum. Þar til slíkt gerist mun i þessir hópar starfsmanna njóta ólíkra réttinda og kjara. Þetta leiði óhjákvæmilega af inntaki ráðningarformanna og tel ja stefndu það ekk i snúast um ójafnræði eða mismunun , enda séu í gildi samningar þar sem samið h afi verið um að réttindi tímavinnustarfsm anna séu mun lakari en starfsmanna sem ráðnir eru í fast starfshlutfall. 42 Stefnd u kveðast byggja á því, að f ullt samráð hafi verið haft við stefnanda í tengslum við breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli réttargæslustefnda og stefnanda og hafi sa mkomulagið hvorki sætt mótbárum né athugasemdum af hálfu stefnanda . Afstaða stefnanda verði því ekki skilin á annan hátt en þann að hann h afi samþykkt öll efnisákvæði samkomulagsins fyrir sitt leyti, þ ar á meðal eingreiðsluákvæðið. Ber i því að sýkna stefnd u af öllum dómkröfum stefnanda . 43 Stefnd u segja t ilvísun stefnanda til laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, ranga , þegar af þeirri ástæðu að lögin tak i ekki til stefnanda. Almennu stéttarfélögin innan A lþýðusambands Íslands , þ ar með talið stefnandi, semj i við ríki og sveitarfélög á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. niðurstöðu Félagsdóm s í máli nr. 1/1994 . 44 Þá telja s tefnd u t ilvísun stefnanda til kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasamban dið og A lþýðusamband Íslands ekki geta haft þýðingu fyrir mál þetta. Samningar þessir eig i ekki við um störf starfsmanna sveitarfélaga , auk þess sem réttindi og skyldur tímavinnustarfsmanna séu ekki sambærilegar í samningunum. Að sama skapi sé umfjöllun í stefnu um lög nr. 10/2004, um starfsmenn í hlutastörfum, þýðingarlaus enda sé þeim ætlað að tryggja réttarstöðu þeirra starfsmanna sem njót i ekki ákveðinna lágmarksréttinda samkvæmt kjarasamningi. 45 Stefndu benda á að í raun lúti krafa stefnanda að því að t ímvinnustarfsmenn fái sömu réttindi og aðrir starfsmenn, enda segi í stefnu að krafan lúti að því að tilteknir starfsmenn sem fjallað er um í grein 1.4 í kjarasamningi fái sömu réttindi og aðrir starfsmenn sem heyra undir kjarasamninginn . Hins vegar liggi fyrir að réttindi starfsmanna í föstu starfshlutfalli og tímavinnustarfsmanna, sem þó heyri undir sama kjarasamning, séu mjög mismunandi. Það sé ekki hlutverk Félagsdóms að innleiða einstök réttindi inn í kjarasamning. 9 46 Um lagarök vísa s tefndu til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , og meginreglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga/kjarasam n inga og efndir þeirra. 47 Um málskostnaðarkröfu er vís a ð til 130. gr. , sbr. 129 gr. , laga nr. 91/1991, um meðferð e inkamála. Niðurstaða 48 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , stéttarfélög og vinnudeilur. 49 Svo sem rakið er í málavaxtakafla gerðu r éttargæslustefndi, Samband íslenskra sveitarfélaga, og stefnandi, Verkalýðsfélag Akraness, með sér kjarasamnin g með gildistíma frá 1. maí 2011 til 30. júní 2014 . Óumdeilt er að aðilar málsins sömdu um að framlengja kjara samninginn frá 1. janúar 2016 til 31. mars 2019 með þeim breytingum sem getið er í því samkomulagi . Í kjarasamningnum var í upphafi tekið fram í grein 1.2.1 að greiða skyldi vi ð samþykkt hans á árinu 2011 sérstaka eingreiðslu að fjárhæð 50.000 krónur hverjum starfsmanni í fullu starfi , sem væri við störf í maí 2011 og miða ði st greiðslan við fullt starf í mánuðunum mars - maí sama ár . Síðan var kveðið á um að s tarfsmenn , sem hófu störf eða létu af störfum á tímabilinu 1. mars til 15. maí , f engju hlutfallslega greiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma. Loks áttu s tarsmenn í hlutastarfi að fá greitt hl utfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Greiðslan sk yldi innt af hendi eigi síðar en 1. ágúst 2011. 50 Með 5. kafla framangreinds samkomulags aðila var ákvæði nu breytt og hljóðaði þannig eftir breytinguna: Sérstök eingreiðsla, kr. 42.500, greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem er viði störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshl utfall í desember. 51 Stefndu og réttargæslustefndi telja að þeir félagsmenn stefnanda, sem eru tímavinnustarfsmenn í skilningi kafla 1.4 í kjarasamningnum, eigi ekki rétt á eingreiðslu samkvæmt framangreindu ákvæði. Benda þeir á að ráðningarform tímavinnust arfsmanna sé annað en það, sem tíðkist við ráðningu á starfsmönnum í föstu starfshlutfalli, auk þess sem ráðningarkjör starfsmanna ráðist af því hvort þeir teljist vera ráðnir í tímavinnu eða eru á mánaðarlaunum. Stefnandi telur hins vegar að orðalag ákvæð isins í kafla 1.2 sýni að greiða beri eingreiðslu til allra starfsmanna sem voru í starfi á tilgreindum tíma . Fyrir liggur að enginn ágreiningur er uppi milli aðila um það , hvaða starfsmenn teljist vera tímavinnustarfsmenn samkvæmt kafla 1.4. 52 Kafli 1.4 í - er mælt fyrir um það, hvenær ráða megi starfsmenn í tímavinnu , hvernig reikna skuli út laun þeirra og hvernig greiða skuli fyrir þær stundir sem eru utan hefðbundins 10 dagvinnutíma og un nar eru í tímavinnu. Kaflinn lýtur þannig samkvæmt efni sínu að þeim sérákvæðum sem horfa á til við ákvörðun og greiðslu launa þeirra starfsmanna sem ráðnir eru í tímavinnu en einnig að launagreiðslum til ungmenna að því leyti sem um þá starfsmenn gilda sérstakar reglur að þessu leyti. 53 Kafli 1.2 í kjarasamningnum er hins vegar sérákvæði sem fjalla r um sérstakar e ingreiðslur á samningstíma kjarasamningsins. Efni ákvæðisins , svo sem því var breytt með kafla 5 í samkomulagi aðila , er rakið hér að framan. Af því verður ráðið að einungis þeir starfsmenn, sem voru við störf í desember 2018 og voru enn í starfi í janúar 2019, eigi rétt á eingreiðslu samkvæmt ákvæðinu. Það er mat dómsins að með því að beita hefðbundinni orðskýringu við túlkun ákvæðisins verði að líta svo á að það sé fjárhæð hennar, 42.500 krónur, sem miðist við fullt starf . Þá verði jafnframt að skýra fyri rmælin í næstu setningu um þannig að greiða beri þeim starfsmönnum, sem ákvæðið taki til en eru ekki í fullu starfi, fjárhæð sem nemi hlutfall i hinnar tilgreindu eingr eiðslufjárhæðar í samræmi við vinnuframlag . 54 Í ljósi þessarar niðurstöðu verður ekki fallist á það með stefndu að síðastnefnt orðalag um hlutfallslega greiðslu og starfshlutfall gefi vísbendingu um að eingreiðslu rnar hafi eingöngu átt að greiða fastráðnum starfsmönnum í ákveðnu starfshlutfalli. Verður enda að telja að samningsaðilum hefði verið rétt og í lófa lagið að mæla sérstaklega fyrir um það eða að minnsta kosti að vísa til ákvæða kafla 1.4 við gerð samkomulags sín í milli , ef til stóð að mæla fyrir um að tímavinnustarfsmenn nytu ekki slíkrar eingreiðslu í samræmi við hlutfall vinnuframlags þeirra á tilgreindu tímabili. 55 Fram er komið í málinu að ákvörðun um eingreiðslur samkvæmt kafla 1.2 á rætur að rekja til þess að kjarasamningsviðræðu r milli aðila drógust á langinn og að með henni var verið að skapa svigrúm til samninga. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Samband s íslenskra sveitarfélaga og formaður launanefndar sambandsins frá 2010 , lýsti því þannig í skýrslu sinni við aðalm eðferð málsins að með eingreiðslu ákvæðinu hefð u sveitarfélögin verið Ekkert er komið fram í málinu sem bendir til að sú ákvörðun hafi ekki átt að ná til tímavinnufólks eða að ekki hafi staðið til að try ggja friðarskyldu og jafnframt vinnuframlag tímavinnustarfsmanna á þeim samningstíma sem þannig var framlengdur. Að mati Félagsdóms r ennir þessi tilgangur ákvæðisins frekari stoðum undir þá skýringu á grein 1.2 í samkomulagi aðila sem hér að framan er lögð til grundvallar. 56 Í fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness 27. mars 2019 kemur fram við könnun á framkvæmd sambærilegra eingreiðslna hjá ríki og Reykjavíkurborg h af i komið í ljós að skilningur ríkisins og Reykjavíkurborgar á eingreiðsluákvæðinu hefði verið sá sami og sambandsins og því væri starfsmönnum þeirra í tímavinnu ekki greiddar slíkar greiðslur. Aðspurð um framkvæmd annarra sveitar félaga að þessu leyti kvaðst vitnið, Inga Rún Ólafsdóttir, 11 ekki geta fullyrt að einstök sveitarfélög hefðu aldrei greitt meira en þeim bæri skylda til. Engin frekari gögn liggja fyrir dóminum um framkvæmd eingreiðslna samkvæmt umþrættu ákvæði og verður því ekki lagt til grundvallar við úrlausn þessa máls að sú framkvæmd , að greiða ekki starfsmönnum í tímavinnu slíkar greiðslur , helgist af venju. 57 Þegar litið er til þess sem hér að framan er rakið verður ekki talið að röksemdir stefnd u varðandi mismunandi starfskjör , ráðningarform starfsmanna eða varðandi útreikning fjárhæðar eingreiðslunnar fái nokkru breytt um niðurstöðu málsins. Að virtum gögn u m málsins verður heldur ekki fallist á það með stefndu að líta beri svo á að stefnandi hafi samþykkt öll efnisákvæði samkomulagsins fyrir sitt leyti á þann hátt se m stefndu hafa lagt til grundvallar , enda liggur þar fyrir að framkvæmd stefndu hefur verið mótmælt. 58 Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða Félagsdóms að hafna beri öllum málsástæðum stefndu. Af þeim sökum er fallist á dómkröfu stefnanda eins og hún er sett fram í endanlegri kröfugerð hans , svo sem nánar greinir í dómsorði. 59 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að félagsmenn stefnanda, Verkalýðsfélags Akraness, sem voru við störf hjá stefndu, Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit, í desember 2018 og voru enn í starfi í janúar 2019 og unnu starf, sem fellur undir kafla 1.4. í kjarasamningi réttargæslustefnda, Sambands íslenskra sveitarfélaga, og stefnanda, sem upphaflega átti að gilda frá 1. maí 2011 til 30. júní 2014, eigi rétt á eingrei ð slu samkvæmt grein 1.2 í kjarasamningnum, eins og henni var breytt með 5. kafla samkomulags sömu aðila u m breytingu og framlengingu kjarasamnings ins , sem gilti frá 1. janúar 2016 til 31. mars 2019. Stefndu, Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit, greiði stefnanda, Verkalýðsfélagi Akraness, 500.000 krónur í máls kostnað .