1 Ár 2011, fimmtudaginn 3. febrúar, er í Félagsdómi í málinu nr. 1 /2011 Samtök atvinnulífsins gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Drífanda stéttarfélags kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta , sem dómtekið var 1. febrúar 2011, er höfðað 28. janúar sama ár. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, kt. 680699 - 2919, Borgartún i 35, Reykjavík. Stefndi er Alþýðusamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Sætúni 1, Reykjavík, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, kt. 601000 - 3340, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Drífanda stéttarfélags , kt. 621200 - 3640 , Miðstræti 11, Vestmannaeyjum . Dómkröfur stefnan da: Að verkfall það sem Drífandi stéttarfélag boðaði með bréfi , dags ettu 26. janúar 2011 , vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og koma á til framkvæmda 7. febrúar 2011, sé ólögmætt. Að stefndi verði dæmdu r til að greiða stefnanda málskostnað að mati d ómsins. Dómkröfur stefnda: Að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. I. Samkvæmt gögnum málsins var í gildi aðalkjarasamningur stefnanda og Starfsgreinasambands Íslands, m.a. fyrir hönd stefnda, sem ná ð i til verkafólks á félagssvæði stefnda. Gilti hann frá 1. febrúar 2008 til 30. nóvember 2010. Stefnandi kveður samninginn fjalla annars vegar um almenn starfskjör, sem nái til alls verkafólks sem samningurinn taki til, og hins vegar séu þar sérákvæði vegna einstakra starfshópa. Sérákvæði stærstu starfshópanna séu gefin út í prentaðri útgáfu aðalkjarasamnings en ýmis sérákvæði séu hluti aðalkjarasamnings, án þess að þau fylgi hinni prentuðu útgáfu. Eigi það m.a. við um sérkjör vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum. Vísar stefnandi til þess, að með kjarasamningi frá 25. október 2000 hafi komið nýtt ákvæði inn í samninginn, sem staðfesti að samningurinn væri hluti aðalkjarasamnings SA og VMSÍ . Hafi það ákvæði haldið gild i sínu þegar kjarasamningurinn var endurnýjaður 17. desember 2004 og hafi gildistími 2 samningsins einnig verið færður í sama horf og aðrir hlutar aðalkjarasamnings aðila. Við endurnýjun aðalkjarasamningsins í febrúar 2008 hafi verið rætt um stöðu sérkjarasa mningsins og stefnandi samþykkt að sérstök atkvæðagreiðsla færi fram meðal starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum um fyrirliggjandi niðurstöðu kjaraviðræðna. Þegar fyrir lá að hlutaðeigandi starfsmenn voru samþykkir niðurstöðu sérkjarasamningsins, hafi verið gengið frá undirritun aðalkjarasamnings. Í sérkjarasamningnum hafi verið sérstaklega áréttað að hann væri hluti aðalkjarasamnings aðila og hefði sama gildistíma og hann. Því hafi sérkjarasamningurinn fallið úr gildi á sama tíma og aðrir hlutar aðalkjarasam ningsins. Með sérkjarasamningnum hafi einungis verið samið um hluta kjarabreytinga fyrir starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum þar sem hann hafi verið hluti aðalkjarasamnings og því hafi fjölmörg önnur kjaraatriði einnig náð til þeirra félagsmanna stefnda. St efndi telur hins vegar að um sé að ræða sérkjarasamning starfsfólks í fiskimjölsverksmiðjum sem stefndi og Afl starfsgreinafélag hafi staðið sameiginlega að og hafi hann runnið út á sama tíma og aðalkjarasamningurinn, þ.e. 30. nóvember 2010 . Á þetta hafi r eynt árið 2000 en stefnandi hafi litið svo á að samningaviðræður um sérkjarasamning um kjör í fiskimjölsverksmiðjum yrðu að fara fram eftir viðræðuáætlun um aðalkjarasamning VMSÍ. Hafi niðurstaðan orðið sú að stéttarfélög, sem í hlut áttu, voru ekki talin bundin af viðræðuáætlun um aðalkjarasamning, enda hefðu þau ekki veitt Verkamannasambandinu umboð til samningsgerðar fyrir þennan hóp. Gerð var viðræðuáætlun 21. september 2010 milli stefnanda og Starfsgreinasambands Íslands vegna endurnýjunar kjarasamnin ga aðildarfélaga sambandsins. Hinn 28. október 2010 veitti stefndi Starfsgreinasambandinu umboð til endurnýjunar tiltekinna kjarasamninga fyrir hönd félagsins, þ. á m. vegna aðalkjarasamnings stefnda við stefnanda. Er tiltekið í umboðinu að það nái ekki ti l endurnýjunar sérkjarasamnings milli Afls og stefnda við stefnanda vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum. Með bréfi , dag settu 5. nóvember 2010 , óskaði Afl starfsgreinafélag , f.h. félagsins og stefnda, eftir aðkomu ríkissáttasemjara að kjaradeilu þeirra og stefnanda, með vísan til 24. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi hafnaði því samdægurs með tölvupósti til ríkissátt asemjara og stefnda . Í tölvupóstinum kemur fram að stefnandi telji hins vegar mjög ákjósanlegt að hefja nú þegar viðræður um sérmál einstakra hópa og geti stefnandi fallist á viðræður um slík sérmál undir leiðsögn ríkissáttasemjara, án þess að um formlega milligöngu ríkissáttasemjara teljist vera að ræða, sé það ós k viðsemjendanna. Haldinn var fundur 18. nóvember 2010, þar sem stefndi lagði fram kröfugerð vegna breytinga á sérkjarasamningnum. Annar fundur var haldinn 3. desember 2010. Með bréfi , dagsettu 16. desember 2010 , sendi stefndi ríkissáttasemjara tilkynning u um að undirbúningur aðgerða væri hafinn af hálfu félagsins . Kemur fram í bréfinu að þrátt fyrir að samkomulag hafi orðið um að aðkoma sáttasemjara hafi verið óformleg, líti stefndi nú svo á að þeir fundir, sem haldnir voru, hafi verið undir verkstjórn sá ttasemjara. Þá segir að komið 3 hafi í ljós á sáttafundi aðila undir verkstjórn sáttasemjara, að ekki væri vilji viðsemjanda stefnda til að mæta kröfum félagsmanna stefnda og því hefði því verið lýst yfir að ekki væri árangur af viðræðunum og þeim því verið slitið. Ríkissáttasemjari tilkynnti stefnanda um bréf stefnda með tölvupósti, dagsettum 17. desember. Stefnandi áréttaði í tölvupósti til ríkissáttasemjara sama dag þá afstöðu sína , að ekki yrði séð að lög heimiluðu stefnda að vísa hluta aðalkjarasamning s til ríkissáttasemjara og teldi hann því ekki grundvöll fyrir formlegri sáttameðferð af hálfu ríkissáttasemjara. Formlegt bréf stefnanda sama efnis barst ríkissáttasemjara 23. desember sl. Ríkissáttasemjari tilkynnti aðilum, með bréfi dagsettu 3. janúar 201 1, að ekki væri tilefni til að boða til sérstaks fundar vegna deilunnar í ljósi réttarágreinings aðila um stöðu sérkjarasamnings deiluaðila. Stefndi lét fara fram atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um boðun verkfalls í fiskimjölsverksmiðjum. Verkfall var boðað með bréfi, dagsettu 26. janúar 2011, og á verkfallið að koma til framkvæmda 7. febrúar 2011. Málsaðila greinir á um lögmæti verkfallsboðunarinnar. II. Stefnandi kveðst byggja málssókn sína á því , að aðalkjarasamningi milli SA og Drífanda stétta rfélags hafi ekki verið vísað til formlegrar sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í samræmi við heimild í 24. gr. laga nr. 80/1938. Viðræður hafi ekki farið fram fyrir hans milligöngu áður en ákvörðun um boðun verkfalls var tekin. Með því hafi kröfum 3. mg r. 15. gr. laga nr. 80/1938 um boðun lögmætrar vinnustöðvunar ekki verið fram fylgt. Verkfall stefnda , sem boðað var með bréfi , dagsettu 26. janúar 2011 og koma á til framkvæmda 7. febrúar 2011 , sé því ólögmætt. Stefnandi kveðst byggja á því að samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 24. gr., sbr. 5. gr., laga nr. 80/1938 verði ákvörðun um boðun vinnustöðvunar ekki tekin nema samninganefnd, sem umboð hafi til a ð undirrita aðalkjarasamning, hafi vísað kjaradeilu til meðferðar hjá ríkissáttasemjara og sáttaviðræður hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu hans. Stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandi Íslands umboð til gerðar aðalkjarasamnings og sé því á valdi samninganefndar Starfsgreinasambandsins að taka ákvörðun um að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara. Samningsumboð stefnda sé enn hjá Starfsgreinasambandinu og hafi hann ekki afturkallað það. Engar samningaviðræður hafi átt sér stað fyrir milligöngu ríkissáttasemjara þegar stefndi tók ákvörðun um boðun vinnustöðvunar . Ákvörðun um boðun verkfalls af hálfu stefnda sé því ólögmæt. Verði réttur til vísunar kjaradeilu til ríkissáttasemjara talinn liggja hjá stefnda Afli starfsgreinafélagi , kveðst stefnandi byggja á því að stefndi hafi einungis vísað hluta kjaradeilu sinna r til ríkissáttasemjara, þ.e. deilu um laun og vinnutíma starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum. Sérkjarasamningur vegna starfa þeirra sé hins vegar hluti aðalkjarasa mnings aðila eins og skýrt komi fram í 1. gr. samningsins. Stefndi hafi jafnframt 4 falið Starf sgr einasambandinu að leggja fram vi ðamikla kröfugerð vegna breytinga á öðrum ákvæðum aðalkjarasa mningsins. Snúi sú kröfugerð að ýmsum kjaramálum félagsmanna stefnda, þ.m.t. starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum. Stefnandi telji að stefnda sé óheimilt að ski pta aðalkjarasamningi aðila upp í hluta og vísa einungis einum eða fleiri hlutum til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara , enda geti raunveruleg sáttamiðlun af hálfu ríkissáttasemjara á grundvelli III. kafla laga nr. 80/1938 ekki farið fram nema ríkissátta semjari eigi þess kost að fá heildarsýn á deilu aðila og leggja fram miðlunartillögu til lausnar máls. Ríkissáttasemjari eigi þess ekki kost nema kjarade ila hlutaðeigandi starfshóps sé öll til meðferðar hjá embættinu. Stefnandi byggir á því að samningur v egna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum sé á engan hátt frábrugðinn öðrum hlutum aðalkjarasamnings. Fjölmargir sérsamningar séu í gildi milli stefnanda og stefnda vegna sérkjara einstakra starfshópa, s.s. í fiskvinnslu og fiskeldi. Engu máli skipti hvort aðilar hafi kosið að gefa þá samninga út í bókarformi eða ekki og hafi á kvörðun um form á útgáfu aðalkjarasamnings engin áhrif á það h vort samningar teljist vera hluti aðalkjarasamnings. Stefnandi telji jafnframt að samkomulag milli aðila um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um aðalkjarasamning breyt i í engu eðli kjarasamningsins, enda sé að ilum hverju sinni heimilt að semja um framkvæmd atkvæðagreiðslu um aðalkjarasamning. Með því sé ekki breytt skýrum ákvæðum sérkjarasamnings um að hann teljist hluti aðalkjar asamnings aðila. Verði ekki fallist á meginmálsástæður stefnanda samkvæmt framansögðu , byggir stefnandi á því að framkvæmd atkvæðagreiðslu um verkfall hafi verið ólögmæt. Í verkfallsboðun komi fram að samninganefndir stefnda og Afls starfsgreinafélags haf i samþykkt að boða til vinnustöðvunar í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði félaganna. Ákvörðun hafi verið tekin í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna þessara tveggja stéttarfélaga sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum. Stefnandi telji enga heimi ld vera í 15. gr. laga nr. 80/1938 fyrir sameiginlegri atkvæðagreiðslu tveggja eða fleiri stéttarfélaga og því sé verkfallsboðunin ólögmæt. Verkfallsrétturinn liggi hjá félagsmönnum hvers og eins stéttarfélags. Verkfall sé neyðarúrræði sem félagsmönnum sér hvers stéttarfélags sé heimilt að beita þegar önnur úrræði hafa verið fullreynd og beri því að túlka ákvæði laganna um verkföll þröngt. Þá telur stefnandi enga heimild í 15. gr. laga nr. 80/1938 fyrir því að mörg sundurslitin verkföll séu samþykkt í einni atkvæðagreiðslu félagsmanna. Sé verkfallsboðunin því ólögmæt en samkvæmt verkfallsboðun sku l i vinnustöðvun in vera þríþætt, f yrsti hluti hennar eigi að hefjast kl. 00:30 hi nn 7. f ebrúar 2011 og ljúka kl. 24:00 hi nn 9. febrúar 2011, a nnar hluti hennar hefji st kl. 00:30 hi nn 14. febrúar 2011 og ljúki kl. 24:00 hi nn 16. febrúar 2011 og þ riðji hluti hennar sé ótímabundinn og hef ji st kl. 00:30 hi nn 21. febrúar 2011. Verkfall sé neyðarúrræði og beri að túlka ákvæði laganna um verkföll þröngt. Með því að samþykkja þetta fyrirkomulag á verkfallsboðun , sé samninganefnd eða fyrirsvarsmanni samningsaðila 5 veitt óeðlilega mikið svigrúm til að fresta einum eða fleiri hlutum verkfallsins og breyta þannig þeim forsendum sem gefnar voru félagsmönnum í tillögu að verkfallsboð un. Þar sem vald til að taka ákvörðun um verkfall liggi hjá félagsmönnum , verði að túlka ákvæðin þröngt. Kröfu sína um málskostnað styður stefnandi við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, a ð samningur sá, sem þrætt sé um í máli þessu , sé sérstakur kjarasamningur um kjör hluta félagsmanna stefnda, þ.e. þeirra sem starfa við fiskimjölsverksmiðjur á félagssvæði stefnda. Samningurinn hafi stöðu sjálfstæðs kjarasamnings um þau samningsatriði, sem samningurinn fjalli um, og sem slíkur sé hann óháður öðrum kjarasamningum sem stefndi eigi aðild að. Stefndi byggir á því, að aði lar hafi samið með þessum hætti sín á milli um kjör þessa hóps um árabil og aldrei öðruvísi. Sérstaða samningsins sé ótvíræð og á það hafi stefnandi áður fallist, bæði í orði og æði. Stefnandi hafi áður haft uppi mótmæli á þann veg, að sambærilegur samningur hafi ekki slíkt sjálfstæði að um hann verði samið sérstaklega, þ.e. við gerð sérkjarasamnings við stéttarfélögin á Austurl andi árið 2000. Þá hafi stefnandi fallið frá andófi sínu eftir að ríkissáttasemjari aflaði lögfræðilegs álits þar sem komist hafi verið að þ eirri niðurstöðu, að á samningi nn bæri að líta sem sérkjarasamning við aðalkjarasamning. Slíka sérkjarasamning a hefð i stéttarfélagið umboð til að gera, svo fremi það hefði ekki verið veitt öðrum. Á þetta hafi stefnandi fallist og samið við stéttarfélögin að afloknu verkfalli. Í þessu máli sé sama aðstaða uppi, stefndi hafi sjálfur umboð til að gera þennan sérkjarasamni ng og hafi ekki veitt öðrum umboðið. Stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandinu umboð til að gera aðalkjarasamning í október 2010 en þar sé sérstaklega tekið fram að gerð þessa sérkjarasamnings sé áfram á forræði stefnda. Sú málsástæða stefnanda að umboð ti l að gera þennan samning sé hjá Starfsgreinasambandinu eigi því ekki við rök að styðjast. Stefndi vísar til þess að samkvæmt 5. gr. laga nr. 80/1938 sé það grundvallarréttur stefnda sem stéttarfélags að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna sem verði ekki tekinn af félaginu. Allar takmarkanir á þessum grundvallarrétti beri að skýra þröngt. Umboð, sem stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandinu til að koma fram fyrir hönd félagsins við gerð aðalkjarasamnings verði ekki túlkað rýmra en samkvæmt orðan na hljóðan. Slíkt umboð takmarki ekki rétt stefnda til að gera samninga fyrir tiltekna hópa félagsmanna sinna, sbr. 2. mgr. 5. gr. framangreindra laga. Í því lagaákvæði sé bersýnilega gert ráð fyrir því að unnt sé að semja sérstaklega fyrir hluta félagsman na stéttarfélags. Á þann veg hafi enda verið haldið í tilvikum starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og hafi ævinlega verið samið sérstaklega vegna þeirra og utan aðalkjarasamninga að öðru leyti. Sú málsástæða stefnanda, að veitt umboð til gerðar aðalkjarasa mnings beri að túlka þvert gegn efni umboðsins þannig að það bindi hendur 6 stefnda að þessu leyti, fari því þvert gegn frelsi stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna og fái þ ar af leiðandi ekki staðist. Þá byggir stefn di á því að öll þau ár , sem sambærilegur samningur hafi gilt milli aðila um þennan tilgreinda hóp, hafi stefnandi virt hann í hvívetna sem sjálfstæðan sérkjarasamning og farið að reglum vinnulöggjafarinnar um þá samningsgerð. Stefnandi hafi þannig ítrekað viðurkennt þessa réttarstöðu í verki og séu e ngar forsendur fyrir því nú að líta öðruvísi á. Til sérstakrar áréttingar í þessum efnum sé sú staðreynd, að s tefnandi h afi sjálfur gefið ú t aðalkjarasamninga sína á bók um langt árabil . Sú staðreynd , að samningar um fiskimjölsverksmiðjur hafi aldrei ratað í þær útgáfur , sé að mati stefnda fyrst og fremst til marks um sérstöðu samnings þessa hóps og vitneskju stefnanda um hana . Á því er byggt af hálfu s tefnd a að samningsaðilar hafi litið svo á, að vegn a sérstöðu þessa hóps félagsmanna, sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum, stæðu rök til að gera sérkjarasamning við hann þannig að þessi ákveðni hópur yrði óháður mögulegri kjaradeilu um efni aðalkjarasamnings og koma í veg fyrir að vinnudeilur tengdar aðalkja rasamningi hefðu áhrif á þau fyrirtæki sem um er að véla. Sérstakar yfirlýsing ar um friðarskyldu , sem gefnar hafi verið í kjölfar gerðar slíkra sérkjara samninga , feli í sér staðfestingu á þessari afstöðu aðila. Með því , og samning u num sem slíkum , haf i þeir , sem sérkjara samning arnir t a k a til , afsalað sér rétti til þess að taka þátt í gerð aðal kjarasamningsins um sömu atriði og sérkjara samningur inn fjallar um og afsalað sér rétti til þess að greiða atkvæði um aðalkjasamninginn sjálfan . Þ eir , sem falla undir s érkjaras amninga na, hafi ekki fengið að kjósa um aðalkjarasamninga. Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur ger i beinlínis ráð fyrir því að unnt sé að haga málum með þessum hætti og breyti samningar um gerð aðalkjarasamninga engu um þetta. E ngin rök séu til þess að fallast á málsástæður stefn anda, sem lúta að því að upp á formskilyrði skorti hvað varðar aðdr aganda verkfallsboðunar stefnda, þ.e. a ð ekki hafi átt sér stað árangurslausar samningaviðræður með milligöngu ríkissáttasemjara í deilunni. Stefnand a sé ekki tækt að bera slíkt fyrir sig í ljósi eigin framgöngu á liðnum mánuðum. S tefndi hafi ítrekað freistað þess að fá s tefnanda að samningaborðinu og ítrekað leitað eftir atbeina ríkissáttasemjara í því skyni. Stefnandi h afi hins vegar hafnað öllum tilraunu m stefnda í þessa veru og beitt sér sérstaklega gegn því að ríkissáttasemjari tæki málið til formlegrar meðferðar . Að mati stefnda verði samningaviðræður varla árangurslausari en í því tilviki sem hér um ræðir þar sem stefnandi hafi haft uppi sérstök mótmæ li við að mæta til fundar. Afstaða ríkiss áttasemjara í þessum efnum geti ekki ráðið úrslitum , enda ekki á valdi þess embættis að bregða fæti fyrir ráðagerðir stefnda með því einu að sinna ekki hlutverki sínu og halda fund. Slík framganga á vegum opinbers e mbættis geti ekki komið í veg fyrir beitingu þeirra réttarúrræða sem ættu að standa stefnda til boða. Verður ekki séð með hvaða hætti stefnda hefði verið mögulegt að fara nánar að þeim reglum , sem settar eru um aðdraganda boðunar verkfalls í lögum nr. 80/1 938 , en hann hefur þegar gert við svo búið. 7 Stefndi mótmælir sérstaklega þeirri málsástæðu stefn an da að sérkjarasamningur þessi sé aðeins hluti aðalkjarasamnings og að stefnda sé óheimilt að skipta þeim samningi upp , eins og stefnandi kjósi að orða það , o g vísa aðeins hluta eða hlutum hans til sáttameðferðar. Standist sú málsástæða ekki skoðun miðað við það sem áður hefur verið rakið um stöðu sérkjarasamningsins. Auk þess byggir stefndi á því að röksemdafærsla þessi fari þvert gegn grundvallarreglum vinnul öggjafarinnar um skipan kjarasamnin g sgerðar og stjórnarskrárvarið frelsi stéttarfélaga og félagsmanna þeirra til að ráða málefnum sínum sjálf . Yrði fallist á þessa málsástæðu stefnanda yrði aldrei framar mögulegt að breyta aðild að kjarasamningi eða efni h ans. Slíkur samningur stæði þá óbreyttur , hvað þau atriði varðaði , til eilífðar. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 gera ráð fyrir því að umboð til að gera kjarasamni n ga sé á höndum einstakra stéttarfélaga sem hafa víðtækt frelsi til þeirra r sa mningsgerðar að uppfylltum þeim formskilyrðum sem sett eru um efni þeirra. Í samræmi við það hafi ítrekað komið til þess að aðild einstakra stéttarfélaga að aðalkjarasamningi breytist . Þ annig megi nefna sem dæmi að gerðir séu fleiri en e inn svokallaður aðal kjarasamningur. Samflot stétta rfélaga við kjarasamningsgerð sé hvorki regla né skylda. Þess séu enda mörg dæmi frá liðnum árum að einstök stéttarfélög eða hópur stéttarfélaga hlutist til um eigin kjarasamningsmálefni án þess að fela samtökum stéttarfél aga umboð. Sé nærtækast að ví sa til þess að stefndi stóð ekki að gerð kjarasamnings með öðrum á árinu 2008 . Þannig sé ótvírætt að s tefndi sé ekki bundinn af því að gera aðalkjarasamning við stefnanda með öðrum félögum innan S tarfsgreinasambandsins , þó tt ha nn hafi kosið að gera það nú . Stefnandi geti þannig ekki gengið að því sem gefnu að tiltekin stéttarfél ö g muni endilega og ávallt standa saman að gerð kjarasamninga , hvort sem það eru aðal - eða sérkjarasamningar. Stefndi vísar til þess, að þegar kjarasamn ingur hafi runnið sitt skeið samkvæmt efni sínu , eins og samningur sá sem hér um ræðir, séu aðilar ekki leng ur bund n ir af efni hans, þeir séu ekki lengur setti r undir friðarskyldu. Stefnda sé því að lögum heimilt að setja fram kröfur um nýjan samning um kj ör þessa hóps eins og hann hafi gert og sé þá á engan hátt bundinn af efni annarra kjarasamninga . Slíkt eigi sérstaklega við eins og hér stendur á þegar aðstaðan er sem nú er að þeir samningar sé u einnig lausir. Við þær aðstæður haldi stefnda engin bönd, f eli hann ekki öðrum að koma fram fyrir sína hönd. Þá er á því bygg t , að sérkjarasamningur aðila um kjör í fiskimjölsverksmiðjum standist fyllilega þær form - og efniskröfur sem gerðar sé u um kjarasamni ng a í 6. gr. laga 80/1938. Um sé að ræða skriflegan samn ing milli séttarfélags annars vegar og atvinnurekenda hins vegar sem gildir um tilgreindan tíma um kaup og kjör félagsmanna stéttarfélagsins sem gegna störfum á tilgreindum vinnustöðum . Í samningnum sé kveðið á um laun, skipula g vakta og vinnu, neysluhlé, frí tökurétt, forgangsrétt til vinnu, vinnufatnað, öryggi og hollustuhætti og aðbúnað starfsmanna. Að mati stefnda sé samkvæmt þessu öllum skilyrðum þess , að um kjarasamning sé að ræða , fullnægt og rangt að halda því fram að hann fjalli aðeins um hluta stær ri samnings. Í raun liggi skilgreining samningsins fyrir í heiti hans og sé hann 8 sérkjarasamningur , sem fjallar um sérkjör tiltekins afmarkaðs hóps , sem ekki er ætlað víðtækara gildi en löng hefð og hingað til óumdeildur skilningur á vinnumarkaði hafi ríkt um að aðalkjarasamningur standi slíkum samningi til fyllingar um þau atriði sem ekki er samið um í honum, m.a. með vísan til 1. gr. laga nr. 55/1980. Engin n áskilnaður sé í vinnulöggjöfinni um að tiltekinn hópur geti verið bundinn af fyrri kjarasamningum , hvorki hvað varðar aðild né efni. Þvert á móti sé u breytingar á þessu tíðkanlegar. Þau rök stefnanda að það geti verið ríkissáttasemjara eða stefnanda til óhagræðis að einstakir hópar fari fram hver í sínu lagi við kjarasamningsgerð , geti að mati stefnda ekki skipt máli. Gundvallarrétturinn til kjarasamningsgerðarinnar liggi hjá hverju stéttarfélagi sem er heimilt að gera samninga fyrir tiltekna hópa innan félagsins. Breyti þar engu hvað kæmi stefnanda betur . Stefndi er ósammála stefnanda um að sameiginl eg atkvæðagreiðsla stéttarfélaganna Afls og Drífanda um vinnustöðvun félaganna sé ekki í samræmi við 15. gr. laga nr. 80/1938. Samkv æmt 14. gr. laga nr. 80/1938 séu heimildir stéttarfélaga til að gera verkföll aðeins bundin þeim skilyrðum og takmörkunum se m sett eru í lögum. Ákvæði 15. gr. laga nr. 80/1938 kveði ekki á um það sérstaklega , hvort heimilt sé eða ekki að viðhafa sameiginlega atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Af því verði ekki dregin sú ályktun að slíkt sé óheimilt. Samkvæmt nefndri laga grein gildi sú meginregla , að um verkfallsboðun skuli viðhafa almenna leynilega atkvæðagreiðslu með tilgreindri lágmarksþátttöku og greid dum atkvæðum með aðgerðum. Þá sé og heimilt að viðhaf a almenna póstatkvæðagreiðslu. Í f r umvarpi með lögum um bre ytingu á lögum nr. 80/1938 segi um núgildandi 15. gr. laganna , að markmið hinna nýju reglna í þessu efni sé að tryggja að raunverulegur stuðningur sé við boðun vinnustöðvunar. Ekki sé ætlunin að torvelda félögum boðun vin n ustöðvana heldur að tryggja lýðræðislega um fjöllun um slík a tillögu. Í greinargerðinni sé sérstaklega fjallað um það , að ef vinnustöðvun sé ætlað að taka til hluta félagsmanna eða eins fyrirtækis , sé heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðagrei ðslu hlutaðeigandi félagsmanna. Hér hátti þ annig til að tvö stéttarfélög hafi staðið saman a ð samningi við stefnanda og hafi nú sóst eftir endurnýjun þessa sameiginleg a samnings við stefn an da, þ.e. s a mnings sem snerti hluta félagsmanna hvors félags , og kröfugerð sem lögð hefur verið fram sameiginle ga til stefn an da, Félögin hafi og staðið í einu og öllu sameiginlega að málum hingað til. Af þeirri ástæðu hafi verið eðlilegt að ákvörðun um heimild til þess að knýja fram samningsviðræður með verkfallsaðgerðum væri sameiginleg og í anda þess markmiðs sem stefnt var að með setn ingu reglna 15. gr. Viðhöfð hafi verið póstatkvæðagreiðsla meðal allra þeirra félagsmanna beggja félaga sem þessi sameiginlegi sérkjara samningur taki til. Á kjörskrá hafi verið alls 75 og 73 greiddu atkvæði um samninginn . T elji stefn di, að með þessari aðferð hafi að öllu leyti verið komið til móts við form og efnisreglur 15. gr. laga nr. 80/1938 og því sé kosningin lögmæt . Stefndi kveðst hafa boðað til verkfalls sem komi til framkvæmda í áföngum , a llt eftir því sem tilefni verði til, ef stefnandi breg ði st ekki við. Þessi tilhögun sé á engan hátt andstæð 9 lögum. Í 15. gr. laga nr. 80/1938 sé engin takmörkun á því hvert skuli vera fyrirkomulag verkfalla eða hvernig þau skuli skipulögð af hálfu verkfallsboðenda . S tefndi sé því frjáls að því að haga vinnustö ðvun með þeim hætti sem hann kjósi. Þá sé slík framkvæmd vel þekkt, að verkfalli sé skipt niður á fyrir fram ákv e ðna daga eða jafnvel á tiltekin svæði eða vinnustaði þar sem félagsmenn hlutaðeigandi stéttarfélaga starfa. Það að boða ver kfall með þeim hætti sem hér um ræði f ari í engu gegn lögum. Engin n vafi leiki á því hvenær hver þáttur verkfallsins eigi að koma til framkvæmda og í raun sé verkfallsboðun af þessu tagi tillit s samari í garð stefnanda og vægari beiting á því úrræði sem ver kfall er , heldur en verkfall sem hefst tiltekinn dag og st andi óslitið þar til um annað semst milli aðila. Það skyti skökku við ef komist yrði að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að beita verkfalli á svo væ gan hátt sem hér er um að tefla og að lög st æðu einungis til að beita þessu úrræði af fullum þunga með ó tímabundnu samfelldu verkfalli. Sé málatilbúnaði stefnanda í þessum efnum mótmælt sem röngum. Um lagarök byggir s tefndi á ákvæðum laga nr. 80/1938 , lögum nr. 55/1980 og s tjórnarskrá lýðveldisins Ísl ands, nr. 33/1944 , sérstaklega 74. gr. Krafa um málskostnað styð ji st við 130. g r. laga nr. 91/1991 sem og lög nr. 50 / 1988 um kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun en stefndi sé ekki virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. IV. Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Dómkrafa stefnanda í málinu er að verkfall það, sem hið stefnda stétta rfélag boðaði með bréfi, dags ettu 26. janúar 2011, vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum, og koma á til framkvæmda hinn 7. febrúar 2011, verði dæmt ólögmætt. Byggir stefnandi dómkröfu sína á þeirri meginmálsástæðu að ekki hafi verið uppfyllt það skilyr ði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar, sem greinir í 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 75/1996, um breyting á hinum fyrrnefndu lögum, þess efnis að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Til vara teflir stefnandi því fram að hið boðaða verkfall sé ólögmætt, annars vegar fyrir þær sakir að ákvörðun um vinnustöðvun hafi verið tekin í sameiginlegri atkvæðagreiðslu tveggja stéttar nr. 80/1938. Víkur fyrst að meginmálsástæðu stefnanda. Í athugasemdum með 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 75/1996, um breyting á lögum nr. 80/1938, en grein þessi varð 3. gr. fyrstnefndu laganna og breytti 15. gr. laga nr. 80/1938, segir að í 3. mgr. sé staðfest það meginsjónarmið að vinnustöðvun sé neyðarúrræði þess sem ekki hefur að eigin m ati fengið viðhlítandi viðbrögð við kröfum 10 sínum. Það sé því formbundið sem skilyrði lögmætrar vinnustöðvunar að kröfur hafi komið skýrt fram og að samningaviðræður hafi reynst árangurslausar. Þá sé þess krafist að deiluaðili, sem leita vilji ákvörðunar um vinnustöðvun, hafi reynt til þrautar að ná samningi og í því skyni leitað milligöngu sáttasemjara. Sé við það miðað að sáttasemjara hafi gefist tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freistað þess að ná sáttum áður en leitað sé eftir því við félagsmenn að boða til vinnustöðvunar. Vert sé að árétta að mat á því hvenær sáttatilraunir séu fullreyndar hljóti að vera hjá samninganefnd þess sem leitar eftir ákvörðun um vinnustöðvun. Stefnandi ber því við að sérkjarasamningur vegna starfa í fiskimjölsverksmið jum sé hluti aðalkjarasamnings málsaðila svo sem nánar er rakið. Þeim aðalkjarasamningi hafi ekki verið vísað til formlegrar sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í samræmi við heimild 24. gr. laga nr. 80/1938. Af þeim sökum sé hið boðaða verkfall ólögmætt. Nánar kemur fram af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandi Íslands samningsumboð og það sé því á valdi samninganefndar þess sambands að taka ákvörðun um að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara. Engar samningaviðræður fyrir milligöngu ríkissáttasemjara hefðu farið fram þegar stefndi tók ákvörðun um boðun vinnustöðvunar. Verði réttur til að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara talinn vera hjá stefnda ber stefnandi því við að stefndi hafi aðeins vísað hluta kjaradeilu sinnar til ríkissát tasemjara, þ.e. deilu um laun og vinnutíma í fiskimjölsverksmiðjum sem séu hluti aðalkjarasamnings, sbr. framansagt. Fyrir liggur að viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var undirrituð hinn 21. september 2010, en áður hafði stefnandi hafnað þeirri ósk stefnda að sérstök viðræðuáætlun yrði gerð vegna endurnýjunar sérkjarasamnings í fiskimjölsverksmiðjum með vísan til þess að sérkjarasamningurinn væri hluti aðalkjarasamnings. Með bréfi til ríkissáttasemjara, dags ettu 5. nóvember 2010, óskaði stefndi eftir aðkomu embættisins að kjaradeilu með vísan til 24. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 5. gr. laga nr. 75/1996. Með tölvupósti sama dag til ríkissáttasemjara mótmælti stefnandi þessu með vísan til þess sem áður sagði, að sérkjarasamningurinn væri hluti aðalkjarasamnings, en féllst hins vegar á að viðræður vegna þessa hluta aðalkjarasamningsins færu fram undir leiðsögn ríkissáttasemjara, án þess að um formlega milligöngu hans [væri] Fóru t veir fundir fram á þessum grundvelli dagana 18. nóvember og 3. desember 2010. Með br éfi til ríkissáttasemjara, dagsettu 16. desember 2010, tilkynnti stefndi embættinu að undirbúningur aðgerða, þar á meðal verkfalls, væri hafinn og stefndi liti nú svo á að kjaradeilu vegna fiskimjölsverksmiðja væri vísað til ríkissáttasemjara og að tilkynningarskyldu stefnda samkvæmt lögum nr. 80/1938 væri fullnægt. Með tölvupósti 17. desember 2010 tilkynnti ríkissáttasemjari stefnanda um þetta og tók m.a. fram að embættinu bæri að efna til funda með deiluaðilum innan tiltekins tíma frá því að deilu væri vísað til embættisins. Viðbrögð stefnanda bárust með tölvupósti 17. desember 2010 og ódagsettu bréfi er barst 23. desember 2010. Áréttað var að sérkjarasamningur vegna 11 fiskim jölsverksmiðja væri hluti aðalkjarasamnings. Því væri óhjákvæmilegt að vísa aðalkjarasamningnum í heild til sáttameðferðar. Það hefði ekki verið gert og því væru ekki forsendur fyrir formlegri sáttameðferð samkvæmt 24. gr. laga nr. 80/1938. Lyktir málsins urðu þær að ríkissáttasemjari sendi aðilum málsins bréf, dagsett 3. janúar 2011. Í bréfinu er tekið fram að stefndi hafi með bréfi, dagsettu 16. desember 2010, vísað kjaradeilu við stefnanda vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum formlega til ríkissátta semjara. Þá er efnt til, og gerð grein fyrir fram komnum sjónarmiðum stefnanda um stöðu sérkjarasamnings. Síðan segir svo í bréfinu: ögum að efna til fundar með deiluaðilum svo skjótt sem því verður við komið eftir að deilu er vísað (sic). Með vísan til þess sem fram hefur komið á fyrri fundum og fram kemur í formlegu ódagsettu bréfi SA ( barst ríkissáttasemjara 23. desember) er ekki að svo komnu máli, ástæða til að boða til frekari funda. Uppi er réttarágreiningur um stöðu sérkjarasamnings deiluaðila, sem annað tveggja þarf að skera úr fyrir dómi eða semja um. Að svo stöddu eru aðilar ekki tilbúnir að semja um stöðu sérkjarasamningsins. Í ljósi þess sem að ofan er rakið, telur ríkissáttasemjari ekki tilefni til að boða til sérstaks fundar eingöngu til að leggja fram formlega afstöðu SA, nema afstaða deiluaðila Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki ráðið að neinar formlegar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara frá því að kröfur voru lagðar fram. Verður raunar að telja að grei nt bréf ríkissáttasemjara, dagsett 3. janúar 2011, staðfesti það. Þá verður það jafnframt ráðið af bréfum málsað ila, annars vegar tölvupósti stefnanda, dagsettum 5. nóvember, og ódagsettu bréfi hans, sem barst ríkissáttasemjara 23. desember 2010, og hins vegar bréfi stefnda, dagsettu 16. desember 2010, að aðilar hafi litið svo á, að aðkoma ríkissáttasemjara að samni ngsgerð aðila hafi verið óformleg. Að þessu athuguðu , og með vísa n til fyrrgreindra athugasemda með 4. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 75/1996, er breyttu meðal annars 15. gr. laga nr. 80/1938 og lögfestu umrætt skilyrði 2. málsl. 3. mgr. þeirrar lagagreinar, sem skýra ber þröngt í fyllsta samræmi við skýr markmið löggjafans með setningu ákvæðisins, verður að telja að lagaskilyrði hafi brostið til hins umdeilda verkfalls. Ber því, þegar af þeirri ástæðu, að taka kröfur stefnanda til greina. Í same ig inlegri kröfugerð stefnda og Afl s starfsgreinafélags gagnvart stefnanda vegna endurnýjunar sérkjarasamnings vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum, sem dagsett er 12. nóvember 2010, eru í sex töluliðum settar fram kröfur um breytingar á síðasta samningi að ila. Lúta kröfurnar að stöðu samningsins gagnvart aðalkjarasamningi, gildistíma, orlofi, 12 óþrifaálagi, vaktafyrirkomulagi (vaktaslitum) og launatöflu. Í fyrsta lið kröfugerðarinnar er vafa um að sérkjarasamningur Afl s og Drífanda u m störf í samið sérstaklega í þessum samningi gilda ákvæði almennra k jarasamninga Afl s og Drífanda tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum með þeim skilyrðum og takmörkun um einum sem sett eru í lögum. Eins og kröfugerð stefnda er háttað, þ. á m. um fyrirkomulag væntanlegs sérkjarasamnings og stöðu hans gagnvart öðrum heildarkjarasamningum, verður ekki séð að hún sæti að lögum slíkum takmörkunum að leitt geti til þess að bo ðað verkfall teljist af þeim sökum ólögmætt né heldur komi í veg fyrir að ríkissáttasemjari láti kjaradeiluna til sín taka eins og mælt er fyrir um í 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938. Með vísan til alls framanritaðs ber að fallast á það með stefnanda að hi ð umdeilda verkfall sé ólögmætt og ber því að taka kröfur stefnanda til greina. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 175.000 krónur. D ó m s o r ð: Verkfall stefnda, Drífanda stéttarfél ags, sem boðað var með bréfi, dagsettu 26. janúar 2011, til stefnanda, Samtaka atvinnulífsins, vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og hefjast skal fyrst kl. 00:30, hinn 7. febrúar 2011, er ólögmætt. Stefndi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgre inasambands Íslands vegna Drífanda, greiði stefnanda, Samtökum atvinnulífsins, 175.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Valgeir Pálsson Sératkvæði Láru V. Júlíusdóttur Aðalkjarasamningar aðila runnu út 30. nóvember 2010. Sama dag runnu út sérkjarasamningar aðila . Frá þeim tíma er hið stefnda félag, Drífandi stéttarfélag , ekki lengur bundið af friðarskyldu og getur fylgt eftir kröfum á hendur viðsemjendum sínum með þeim hætti sem lög um stéttarfélög og vinnudeilur heimila, sbr. 14. gr. l. 80/1938 . Stefndi , Drífandi, hefur þannig heimild til að krefjast sérstaks kjarasamnings fyrir hönd þeirra félagsmanna sinna sem starfa hjá fiskimjölsverksmiðjum með vísan til 1. mgr. 5. gr. l. 80/1938. Í athugasemdum m eð 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 75/1996 um breyting á lögum nr. 80/1938, en grein þessi varð 3. gr. fyrstnefndu laganna og breytti 15. gr. laga nr. 80/1938, segir að í 3. mgr. sé staðfest það meginsjónarmið að vinnustöðvun sé neyðarúrræði þ ess sem ekki hefur að eigin mati fengið viðhlíta ndi viðbrögð við kröfum 13 sínum. Það sé því formbundið sem skilyrði lögmætrar ákvörðunar vinnustöðvunar að kröfur hafi komið skýrt fram og að samningaviðræð ur hafi reynst árangurslausar. Þá sé þess krafist að d eiluaðili, sem leita vilji ákvörðunar um vinnustöðvun, hafi reynt til þrautar að ná samningi og í því skyni l eitað milligöngu sáttasemjara. Sé við það miðað að sáttasemjara hafi gefist tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freistað þess að ná sáttum áð ur en leitað sé eftir því við félagsme nn að boða til vinnustöðvunar. Vert sé að árétta að mat á því hvenær sáttatilraunir séu fullreyndar hljóti að vera hjá samninganefnd þess sem leitar eftir ákvörðun um vinnustöðvun. Stefndi, Drífandi, hefur sett fram kr öfur varðandi gerð kjarasamnings sérstaklega fyrir fiskimjölsverksmiðjur og er ákvörðun um vinnustöðvun sem tilkynnt hefur verið bundin við verkfall í fiskimjölsverksmiðjum ein um. Stefndi, Drífandi, hefur boðað til verkfallsaðgerða í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilu, svo sem 14. gr. l. 80/1938 heimilar. Stefndi, Drífandi, óskaði eftir aðkomu ríkissáttasemjara að kjaradeilunni með bréfi 5. nóvember 2010, svo sem áskilið er í 1. mgr. 24. gr. laganna. Forsvarsmenn stefnda, Drífanda , lýstu því yfir á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara 3. desember 2010 að ekki væri árangur af viðræðunum og þeim væri því slitið, svo sem áskilið er í 2. mgr. 24. gr. lagan na. Stefndi , Drífandi, vísaði loks kjaradeilu félagsins við stefnanda með formlegum h ætti til ríkissáttasemjara í bréfi 16. desember 2010, svo sem áskilið er í 4. mgr. 24. gr. laganna. Ríkissáttasemjari kom að kjaradeilunni á fundum aðila 18. nóvember og 3. desember . Á fundinum 3. desember lýsti samninganefnd stefnda, Drífanda , því yfi r að viðræðum væri slitið þar sem ekk i hefði orðið árangur af þeim. Þannig lá fyrir mat s amninganefndar stefnda, Drífanda , á því að sáttatilraunir væru fullreyndar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara svo sem áskilið er í 3. mgr. 15. gr. l. 80/1938. Með bré fi stefnda, Dr ífanda , til ríkissáttasemjara 16. desember , gafst sáttasemjara tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freista þess að ná sáttum áður en leitað væri eftir því við félagsmenn að til vinnustöðvunar yrði boðað. Líta verður svo á að með frama ngreindu hafi skilyrði l. 80/1938 um verkfallsboðun verið uppfyllt. Varðandi þá málsástæðu stefnanda að stefndi, Drífandi, hafi einungis vísað hluta kjaradeilu sinnar til ríkissáttasemjara ber að líta til þess að stefndi hefur forræði á kröfugerð sinni og lögin um stéttarfélög og vinnudeilur heimila stéttarfélögum boðun vinnustöðvunar til að vinna að framgangi krafna þeirra með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum, sbr. 14. gr. l. 80/1938 . Varðandi varamálsástæðu stefnanda verður ekki á það fallist að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur takmarki rétt félaga til að haga kosningum um verkfall með þeim hætti sem hér var gert, enda hefur verið sýnt fram á náin tengsl umræddra aðila við kjarasamningsgerðina sem réttlæta þá aðferð sem viðhöfð var. Með vísan til alls ofangreind s ber að sýkna stefnda, Drífanda stéttarfélag , af öllum kröfum stefnanda. 14 Lára V. Júlíusdóttir