FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 6. febrúar 20 2 3 . Mál nr. 1 /20 23 : Samtök atvinnulífsins ( Ragnar Árnason lögmaður ) gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar stéttarfélags ( Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 3. febrúar sl. Málið dæma Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Ragnheiður Bragadóttir, Guðmundur B. Ólafsson og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Samtök a t vinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík. Stefndi er Alþýðusamband Íslands, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar stéttarfélags, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess viðurkennt verði með dómi að ótímabundið verkfall, sem stefnda, Efling stéttarfélag boðaði með bréfi 31. janúar 2023 og taka á til starfa félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela og Fosshótel i Reykjavík og koma á til framkvæmda 7. febrúar 2023 , kl ukkan 12, sé ólögmætt. 2 Stefnandi krefst þess til vara að stefnda, Eflingu stéttarfélagi , sé óheimilt að láta verkfall, sem boðað var með bréfi 31. janúar 2023, koma til framkvæmda þar til eftir að niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 27. janúar 2023. 3 Þá er þess krafist að stefnd a , Ef ling stéttarfélag , verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð . 4 Einnig er þess krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins . Dómkröfur stefnda 5 Stefndi krefst þess aðallega að varakröfu stefnanda verði vísað frá dómi og stefndi verði sýknaður af öðrum kröfum stefnanda. 6 Til vara krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnanda. 2 7 Þá krefst stefndi í öllum tilvikum að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað. Málavextir 8 Gi ldistími k jarasamning s stefnanda, Samtaka atvinnulífsins , og stefnda, Eflingar stéttarfélags, leið undir lok 1. nóvember 2022. Degi fyrir lok gildistímans lagði stefndi fram kröfugerð og gerðu aðilar með sér viðræðuáætlun á samningafundi 14. nóvember sam a ár . Samkvæmt áætlun inni var gert ráð fyrir vikulegum samningafundum undir fundarstjórn ríkissáttasemjara og undirritun nýs kjarasamnings 12. desember 2022. Með skírskotun til 24. gr. laga nr. 8 0 /1938 um stéttarfélög og vinnudeilur vísaði stefndi kjaradei lunni til ríkissáttasemjara 7. desember 2022 . 9 Stefndi lýsti því yfir 10. janúar 2023 að hann hefði slitið viðræðum við stefnanda . Kvað stefndi að viðræður hefðu ekki borið neinn árangur og að rétt væri að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall. Á fundi samninganefndar stefnda 22. sama mánaðar var samþykkt að láta fara fram rafræna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hjá sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela og Fosshótel i Reykjavík. Atkvæðagreið slan hófst 24. janúar 2023 og lauk 30. sama mánaðar , klukkan 20 , í samræmi við framangreinda samþykkt en á kjörskrá v oru þeir félagsmenn sem boðunin t ók til, sbr. heimild í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 . Skyldi verkfallið vera ótímabundið og hefjast 7. febrúar 2023 , kl ukkan 12 . 10 Síðasti samningafundur aðila undir stjórn ríkissáttasemjara mun hafa farið fram 24. janúar 2023 og s taðið í eina mínútu . Degi síðar boðaði r íkissáttasemjari samninganefndir aðila til funda næsta dag í sitt hvoru lagi. Fundur með formanni samninganefndar stefnda og nokkrum öðrum nefnd armönnum hófst 26. janúar 2023 , klukkan 9 . 30 , og stóð í eina klukkustund. Að því loknu átti ríkissáttasemjari f und með samninganefnd stefnanda. Að loknum fundum með aðilum kynnti ríkissáttasemjari ákvörðun sína um framlagningu miðlunartillögu í deilu aðila á blaðamannafundi sem hófst klukkan 11. Eins og nánar er rakið í kafla um málsástæður stefnda heldur hann því fram að ríkissáttasemjari hafi afhent fulltrúum stefnda fullbúna og undirritaða miðlunartillögu á fundinum. 11 Samkvæmt fyrirmælum ríkissáttasemjara um framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna skyldi fyrirtækið Advania annast rafræna atk væðagreiðslu um hana . Átti hún að hefjast 28. janúar , klukkan 12 , og ljúka 31. sama mánaðar , klukkan 17. Lagði ríkissáttasemjari fyrir málsaðila að senda Advania skrá yfir kennitölur og nöfn allra atkvæðisbærra félagsmanna sem væru á kjörskrá 26. janúar 2023 fyrir kl ukkan 16. Stefnandi sendi fyrirtækinu nauðsynleg kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar en stefndi hefur neitað að afhenda umbeðin gögn . 12 R íkissáttasemjari lagði f ram beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 2023 um að umrædd kjörskrá yrði , með beinni aðfarargerð samkvæmt 78. gr., sbr. 73. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, afhent ríkissáttasemjara svo atkvæðagreiðsla um 3 miðlunartillöguna gæti farið fram í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938. Stefn di mótmælti því að aðför yrði heimiluð og fór málflutningur fram um ágreining aðila 3. febrúar 2023. 13 Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls lá fyrir að kvöldi 30. janúar 2023. Var verkfallsboðun samþykkt með 124 atkvæðum af 189 greiddum a tkvæðum en 287 félagsmenn voru á kjörskrá. Stefnanda var afhent tilkynning um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar þriðjudaginn 31. janúar 2023 er hæfist á hádegi 7. febrúar sama ár . Stefnandi skoraði á stefnda að fresta boðaðri vinnustöðvun og lýsa því yfi r að hún kæmi í fyrsta lagi til framkvæmda eftir að atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara væri lokið . Stefndi varð ekki við þeirri áskorun og höfðaði stefnandi þá mál þetta fyrir Félagsdómi. Málsástæður og lagarök stefnanda 14 Stefnandi byggir málsókn sína aðallega á því að eftir framlagningu miðlunartillögu af hálfu ríkissáttasemjara 27. janúar 2023 vegna deilu málsaðila , hafi vinnudeilu aðila lokið, að minnsta kosti um stundarsakir. Á meðan miðlunartillagan h afi ekki verið felld af öðrum hvor um aðila deilunnar sé ólögmætt að boða vinnustöðvun eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda. 15 Stefnandi vísar til þess að s amkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 sé stéttarfélögum heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vin nudeilum. Því sé forsenda lögmæts verkfalls að yfirstandandi sé vinnudeila þar sem aðili vinn i að framgangi krafna sinna og þar með kröfu um að komið verði á kjarasamningi. Eftir framlagningu miðlunartillögu af hálfu ríkissáttasemjara t aki hins vegar við t ímabil þar sem ekki sé unnið að framgangi krafna heldur unnið að kynningu miðlunartillögu og atkvæðagreiðslu um hana. Sáttamiðlun ríkissáttasemjara ligg i niðri, aðilar fund i ekki um kröfur og ekki sé unnið að framgangi krafna að öðru leyti. Því sé ólögmætt að boða vinnustöðvun á því tímabili eða láta vinnustöðvun koma til framkvæmda. 16 Stefnandi byggir á því að m iðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ígildi kjarasamnings og h afi sömu réttaráhrif og kjarasamningur sem undirritaður h afi verið af samninganefndum að ila. Tillagan sé lögð fram af ríkissáttasemjara sem h afi það lögbundna hlutverk að setja niður kjaradeilur og skapa frið á vinnumarkaði. Ótvírætt sé að óheimilt sé að boða vinnustöðvun eftir undirritun kjarasamnings og gildi einu þótt samningurinn verði s íðar felldur í atkvæðagreiðslu. Með undirritun kjarasamnings og með framlagningu miðlunartillögu l júki vinnudeilu, að minnsta kosti tímabundið, þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir. 17 Samkvæmt 5. gr. laga nr. 80/1938 öðl i st tillaga að kjarasamning i gildi nema samningurinn sé felldur í atkvæðagreiðslu innan fjögurra vikna. Telur stefnandi að h vorugur aðil a kjaradeilu get i virt að vettugi sáttatillögu ríkis sáttasemjara eða undirritaðan kjarasamning með því að greiða ekki atkvæði eða hindra kosningu með öðrum hætti. Þar sem miðlunartillaga h afi ígildi kjarasamnings sé það í samræmi við 4 anda laganna og eðli máls að friður skuli ríkja í kjaradeilu aðila þar til atkvæði haf i verið greidd um miðlunartillögu. 18 Þ ótt talið verði að lög nr. 80/1938 komi ekki í veg fyrir að vinnustöðvun sé boðuð eftir framlagningu miðlunartillögu byggir stefnandi einnig á því boðuð vinnustöðvun stefnda sé ólögmæt eins og atvikum er háttað , enda hafi stefndi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um miðlunartill ögu gæti hafist á þeim tíma sem ríkissáttasemjari ákvað. Samkvæmt boði ríkissáttasemjara skyldi atkvæðagreiðsla hefjast um miðlunartillögu laugardaginn 28. janúar , kl ukkan 12 , og ljúka þriðjudaginn 31. janúar , kl ukkan 17. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar átt i því að liggja fyrir fáeinum klukkustundum eftir boðun vinnustöðvunar af hálfu stefnda og tæpum sjö sólarhringum fyrir boðað upphaf vinnustöðvunar. Með því að neita samstarfi um atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna og neita að senda nauðsynleg kjörgögn te lur stefnandi að stefndi hafi með ólögmætum hætti hindrað atkvæðagreiðsluna og komið í veg fyrir að niðurstaða gæti fengist innan eðlilegra tímamarka. Stefndi verði að bera hallann af því að hafa með ólögmætum hætti hindrað að miðlunartillaga ríkissáttasem jara fengi lögbundinn framgang innan þess tímaramma sem ákveðinn var af embættinu. 19 Stefnandi vísar til þess að ríkissáttasemjari hafi nýtt heimild sína s amkvæmt 27. gr. laga nr. 80/1938 til að leggja fram miðlunartillögu í deilu stefnanda og stefnda. Áður en tillaga n hafi verið lögð fram hafi ríkissáttasemjari ráðgast við báða aðila deilunnar og kallað eftir sjónarmiðum þeirra. Fundur stefnda með ríkissáttasemjara að morgni 26. janúar hafi staðið í eina klukkustund og þar hafi stefnda gefist svigrúm til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum við áformin. Á fundum með aðilum deilunnar hafi ríkissáttasemjari m eðal annars lagt til að viðhöfð yrði rafræn atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna og að aðilar myndu skila félaga - eða atkvæðaskrá til fyrirtækisin s Advania, sem annast skyldi rafræna framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Stefnandi hafi ekki gert athugasemdir við það og skilað umbeðnum kjörgögnum til fyrirtækisins . 20 Stefnandi telur h eimildir ríkissáttasemjara til að ákv eða fyrirkomulag atkvæðagreiðslu ótvíræ ðar samkvæmt 29. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt 3. mgr. 29. gr. gef i uli samkvæmt sama ákvæði vera skrifleg og leynileg. Tillag a ríkissáttasemjara hafi verið um að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna skyldi fara fram með sama hætti og atkvæðagreiðsla stefnda um boðun þess verkfalls sem koma á til framkvæmda 7. febrúar 2023 en hún hafi farið fram með rafrænum hætti í umsjón Advan ia. Stefndi hafi sent félagatal sitt að hluta til Advania til að framkvæma þá atkvæðagreiðslu en neit i að afhenda sama fyrirtæki félagatal svo hægt sé að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Afstaða stefnda sé ómálefnaleg, órökst udd og ólögleg. 5 21 Samkvæmt 29. gr. laga nr. 80/1938 sé ótvírætt að aðili vinnudeilu eigi ekki að annast sjálfur talningu atkvæða eða yfirferð kjörgagna. Sé póstatkvæðagreiðsla viðhöfð sk uli ríkissáttasemjari stjórna atkvæðagreiðslunni, greiða kostnað og umslög með atkvæðum að berast embættinu. Stefndi og önnur aðildarfélög Alþýðusambands Íslands haf i viðhaft rafrænar atkvæðagreiðslur um langt skeið í stað póstatkvæðagreiðslna þar sem atkvæði sbært félagsfólk getur greitt atkvæði með rafrænni auðkenningu. Engin haldbær rök haf i verið færð fyrir því af hálfu stefnda að honum sé heimilt að hafna því að senda atkvæðaskrá til umsjónaraðila atkvæðagreiðslu, aðila sem hann h afi sjálfur viðurkennt sem hæfan og öruggan aðila. 22 Að mati stefnanda getur stefndi ekki virt að vettugi lagalegar skyldur sínar samkvæmt lögum nr. 80/1938 og samhliða aukið rétt sinn til boðunar vinnustöðvunar. Að öllu óbreyttu hefði niðurstaða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu át t að liggja fyrir. Ólögmæt viðbrögð stefnda ger i það að mati stefnanda að verkum að verkfallsboðun sé ólögmæt. 23 S tefnanda byggir varakröfu sína á því að jafnvel þótt stefndi verði sýknaður af aðalkröfu stefnanda og stefnda talið heimilt að boða vinnustöðvun , þá sé ólögmætt að boðuð vinnustöðvun komi til framkvæmda á meðan miðlunartillaga ríkissáttasemjara bíð i atkvæðagreiðslu. Vinnustöðvun geti fyrst komið til framkvæmda fari svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði felld í atkvæðagreiðslu félagsfólks stefnda. Stefnda sé í þessu skyni heimilt að nýta ákvæði 4. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 og fresta upphafi boðaðrar vinnustöðvunar, samtals í allt að 28 sólarhringa. Stefnandi vísar til sömu málsástæðna og að framan greinir um gildi og tilgang miðlunartil lögu, að vinnudeila standi ekki formlega yfir meðan miðlunartillaga er kynnt og atkvæðagreiðsla stendur yfir. Því sé óheimilt að beita vinnustöðvun samhliða. 24 Stefnandi vísar til 70. gr., sbr. 65. gr. laga 80/1938 , til stuðnings sektarkröfunni og bendir á a ð a thafnir stefnda, að neita að framkvæma lögmæta kosningu um miðlunartillögu embættis sáttasemjara , eigi sér enga hliðstæðu í íslenskri vinnumarkaðssögu. Um vísvitandi brot á lagaákvæðum um boðun og framkvæmd verkfalla og valdheimildum sáttasemjara sé að ræða. 25 Krafa stefnanda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda. 26 S tefndi byggir á því að varakrafa stefnanda sé ekki tæk sem krafa á hendur stefnda og ber i því að vísa frá dómi. Krafan fel i í sér að stefnda verði óheimilt að láta verkfall koma til framkvæmda þar til að niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu. 27 E f krafan næði fram að ganga myndi hún koma í veg fyrir að stefndi gæti beitt s tjórnarskrárvörðum rétti sínum þar til atburðir haf i átt sér stað sem stefndi h afi ekki 6 stjórn á. Bendir stefndi á að krafan beinist ekki að stefnda og hans athöfnum, a ð minnsta kosti ekki eingöngu. Stefndi geti ekki uppfyllt skilyrði kröfunnar upp á eigin spýtur og hafi þannig ekki stjórn á því að aflétta því verkfallsbanni sem krafan mæli fyrir um. 28 Krafan sé háð því að aðrir, meðal annars stefnandi, framkvæmi tilteknar athafnir. Verði fallist á kröfuna gæti stefnandi t.d. komið í veg fyrir verkfall með þv í að hægja á eða stöðva atkvæðagreiðslu. Það sama eigi við um ríkissáttasemjara sem gæti komið í veg fyrir verkfall með því að seinka eða jafnvel aflýsa kosningu, draga miðlunartillöguna til baka o.s.frv. 29 Telur stefndi að a f rökstuðningi stefnanda virðist einnig sem þessi krafa stefnanda sé háð því að stefndi beiti þeirri heimild sem stéttarfélög hafa samkvæmt 4. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Það ákvæði kveð i á um heimild fyrir samninganefnd stéttarfélags en sé ekki úrræði sem hægt sé að skylda stéttarféla g til þess að nota. 30 Stefndi telur rétt að geta þess að nú séu rekin tvö mál fyrir almennum dómstólum og niðurstaða þeirra k unni að hafa veruleg áhrif á niðurstöðu þessa f élagsdómsmáls. Ríkissáttasemjari h afi höfðað mál til þess að freista þess að fá kjörsk rá afhenta með beinni aðfarargerð. Stefndi h afi svo afhent dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur réttarstefnu til útgáfu ásamt beiðni um flýtimeðferð í dómsmáli gegn stefnanda og ríkissáttasemjara. Það dómsmál l úti að lögmæti hinnar umdeildu miðlunartillögu. 31 S tefndi kveðst nefna þetta hér svo Félagsdómur geti tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að vísa máli þessu frá að hluta eða í heild. Verði það ekki raunin telur stefndi rétt að fresta málinu þar til niðurstaða f áist í þeim málum sem rekin séu fyrir almennu m dómstólum. 32 Í greinargerð sinni byggir stefndi í fyrsta lagi á því að stefndi hafi ekki brotið nein lög. Þær lagareglur sem stefnandi h aldi fram að stefndi hafi brotið séu ekki til staðar. Þegar af þeirri ástæðu hafi stefndi ekki brotið gegn slíkum reglum. 33 Í öðru lagi byggir stefndi á því að jafnvel þó tt komist væri að þeirri niðurstöðu að stefndi hefði að einhverju leyti brotið gegn lögum, þá gætu þau brot aldrei haft þær afleiðinga r sem stefnandi h aldi fram. 34 Í þrið ja lagi byggir stefndi á því að ákvarðanir ríkissáttasemjara sem kall i st stéttarfélags og S amtaka atvinnulífsins miðlunartillögu ríkissáttasemjara éu ólögmætar og markleysa. Stefnda hafi þannig ekki verið skylt að fara eftir þeim. Raunar te lji stefndi að honum hafi beinlínis verið óheimilt að fara eftir þeim. 7 35 Stefndi telur að g rundvöllur málatilbúnaðar stefnanda sé að framlagning miðlunartillögu leið i til þess að ólögmætt sé að boða vinnustöðvun. Stefndi bendir aftur á móti á að sú regla k omi hvergi fram í lögum eða lögskýringargögnum. 36 Mál þetta sn úist í grunninn um samningsrétt stéttarfélaga og verkfallsrétt þeirra. Þetta séu mikilvægustu réttindi ve rkalýðsfélaga og verkafólks enda fel i þau í sér réttinn til að semja sjálft um kaup og kjör og grípa meðal annars til verkfalls í því skyni. Réttindin séu kyrfilega varin í stjórnlögum og alþjóðasáttmálum og ríkar kröfur verð i að gera til þess að skerðing á þeim nái fram að ganga. 37 Athafnir ríkissáttasemjara séu til þess fallnar að grípa inn í og takmarka bæði þessi réttindi með mjög afgerandi og íþyngjandi hætti. Athafnir ríkissáttasemjara og öll lögskýring á almennum lagaákvæðum verð i þannig að skoða í ljó si réttinda samkvæmt 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og þess þrönga svigrúms sem sé til þess að takmarka þau réttindi. 38 Samkvæmt 14. gr. lag a nr. 80/1938 sé stéttarfélögum heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna s inna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögu num með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett séu í lögum. Engin ákvæði laga nr. 80/1938 kveð i á um þær takmarkanir að við framlagningu miðlunartillögu sé óheimilt að fara í verkfall. 39 Stefnd i byggir á því að g rundvallarmunur sé á kjarasamningi og miðlunartillögu. Kjarasamningur k omist á með samningi aðila en aftur á móti sé miðlunartillaga valdboð opinbers aðila. Þessi grundvallarmunur leiði til mismunandi áhrifa að því leyti sem hér sé deilt um. Kjarasamningur sem aðilar ger i sé lausn á deilu þeirra. Valdboð opinbers aðila í óþökk aðilanna sé ekki lausn á deilunni. Þannig skap i gagnkvæmur samningur frið milli aðila en það gildi ekki um miðlunartillögu sem sé þröngvað upp á aðila með val di. 40 Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 gildi kjarasamningur almennt frá og með undirritunardegi, nema hann sé felldur í atkvæðagreiðslu. Þessu sé öfugt farið með miðlunartillögu. Hún taki ekki gildi fyrr en eftir kosninguna, sé hún samþykkt . Bendir s tefndi á að ríkissáttasemjari hafi sjálfur lýst þessu yfir . 41 Ástæða þess að ekki sé farið í vinnustöðvanir á meðan kjarasamningur sé í gildi sé sú að í því tilviki haf i aðilar gert samning sín á milli. Samkvæmt meginreglu samningaréttar sk uli halda samninga og það sé ástæðan fyrir því að vinnustöðvun f ari kjarasamnings eig i þannig ekki við rök að styðjast í mikilvægum atriðum. Ígildi kjarasamnings verð i ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar kosningu sé lokið og niðurstaða ljós. Fram að þeim tímapunkti séu áhrifin ekki til staðar og engar reglur um framlagningu miðlunartillögu kveð i á um skerðingu á verkfallsrétti stéttarfélaga á þessum tíma . 8 42 Þá áréttar stefndi að í því máli sem hé r er til úrlausnar hafi atkvæðagreiðsla um verkfall meðal félagsmanna stefnda verið hafin . Atkvæðagreiðslan hafi hafist 24. janúar 2023 en m iðlunartillagan hafi aftur á móti ekki verið lögð fram fyrr en 26. sama mánaðar . 43 Stefndi bendir á að s tefnandi byggi á því að stefndi hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu. Stefndi telur þessa fullyrðing u stefnanda ranga. Þegar viðeigandi lagaákvæði séu skoðuð k omi í ljós að stefndi h afi hagað sér í samræmi við lög. Aftur á móti h afi ríkissáttasemjari brotið gegn ýmsum lagaákvæðum. 44 Stefndi telur að v iðurkennt sé af hálfu ríkissáttasemjara að það sé ekki hlutverk hans að lögum að framkvæma atkvæðagreiðslu á grundvelli 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938. Þegar af þeirri ástæðu sé engin skylda til þess að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá stefnda til að hann geti framkvæmt slíka kosningu. Þrátt fyrir það rek i ríkissáttasemjari nú innsetningarmál þar sem þess sé krafist að kjörskráin verði afhent honum. 45 Telur stefndi k röfur ríkissáttasem jara um afhendingu gagna eiga sér enga stoð í lögum og sé raunar í brýnni andstöðu við þann lagagrundvöll sem ríkissáttasemjari, sem sé stjórnvald, starf i á. Það sé löggjafans en ekki ríkissáttasemjara að kveða á um hlutverk ríkissáttasemjara. Fari ríkissá ttasemjari út fyrir það hlutverk sem honum er markað í lögum sé aðilum ekki skylt að hlíta fyrirmælum hans og raunar óheimilt í því tilviki sem nú sé deilt um. 46 Löggjafinn h afi ekki veitt ríkissáttasemjara heimild til að hlutast til um atkvæðagreiðslu á gru ndvelli 2. mgr. 29. gr. með þeim hætti sem ríkissáttasemjari reyni nú að þvinga fram. Ríkissáttasemjari h afi enga lagaheimild til þess að krefja stéttarfélög um afhendingu viðkvæmra persónuupplýsinga um félagsmenn þeirra. 47 Telur stefndi að s ú forsenda sem a llur málatilbúnaður stefnanda sé reistur á , að stefndi hafi með ólögmætum hætti neitað samstarfi og komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu , sé þannig röng. Hið rétta sé að ríkissáttasemjari sé sem stjórnvald bundi nn af lögmætisreglunni og h afi ekki aðrar heimild ir til að íþyngja borgurunum en samkvæmt þeim sem löggjafinn h efur sérstaklega veitt honum. Það eigi að mati stefnda enn frekar við í tilvikum eins og því sem hér sé til úrlausnar þar sem ríkissáttasemjari hygg i á inngrip í friðhelgi einkalífs allra félag smanna stefnda. Til slíks inngrips þ urfi ríkissáttasemjari heimild löggjafans sem uppfylli kröfur 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þær óljósu heimildir sem ríkissáttasemjari h afi vísað til um rétt sinn, og hann virðist leið a af ákvæðum 1. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938, uppfyll i engan veginn þær miklu kröfur sem gerðar séu til takmörkunar þeirra réttinda. 9 48 Stefndi byggir á því að f ramangreint stjórnarskrárákvæði legg i ákveðnar skyldur á ríkið til lagasetningar um persónuupplýsingar um einstaklinga. Í því felist skylda til að binda í löggjöf skýrar reglur um meðferð persónuupplýsinga. Þá leiði þar að auki af 71. gr. stjórnarskrárinnar að friðhelgin verð i ekki skert nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Sú krafa sé gerð að slíkar lagaheimildir séu bæði skýrar og afdráttarlausar þannig að óumdeilt sé í hvaða tilvikum þeim verði beitt. Þá þ urfi alltaf að gæta meðalhófs við skerðingu á þessum stjórnarskrárvör ðu réttindum. 49 Í lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sé kveðið á um grundvallarreglur sem fylgja sk uli við vinnslu persónuupplýsinga. Samkvæmt a - lið 3. tölul ið 1. mgr. 3. gr . laganna sé óumdeilt að aðild að stéttarfélagi telj ist v iðkvæmar persónuupplýsingar. Óumdeilt sé að stefndi tel jist ábyrgðaraðili í skilningi 6. og 7. tölul ið sömu greinar. Samkvæmt lögunum ber i stefndi ábyrgð á að vinnsla persónuupplýsinga samrýmist lögunum. Krafa ríkissáttasemjara um aðgang að kjörskrá stefnd a fel i því óumdeilanlega í sér að stefndi miðli til sín viðkvæmum persónuupplýsingum, sbr. 4. tölul ið 3. gr. laganna. Upplýsingum sem stefndi ber i ábyrgð á að gætt sé skilyrð a persónuverndar við meðferð þeirra . 50 Til að fullnægja skilyrðum laga nr. 90/2018 við vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga þ urfi að gæta að skilyrðum II. kafla laganna, einkum 8., 9. og 11. gr. laganna. Í fyrsta lagi verði að gæta að tilteknum skilyrðum samkvæmt 8. gr. laganna áður en vinnsla með persónuupplýsingar f ari fram, þ ar með talið að gögnin séu fengin í skýrt tilgreindum, lögmætum og málefnalegum tilgangi. Við mat á því hvort skilyrð i 8. gr. séu uppfyllt þ urfi ávallt að líta til þess hvort markmiðinu með vinnslunni sé hægt að ná með öðru vægara og raunhæfara úrræði. Í öðru lag i sé nauðsynlegt að fullnægt sé einhverju af skilyrðum 9. gr. laganna og þá þ urfi auk þess ávallt að vera fullnægt einhverju af viðbótarskilyrðum 1. mgr. 11. gr. laganna. Af málatilbúnaði ríkissáttasemjara f áist ekki annað ráðið að mati stefnda en að hér t elji ríkissáttasemjari sig eiga rétt á afhendingu gagnanna frá stefnda á grundvelli lagaskyldu , sbr. 3. tölul ið 9. gr. laganna . Af málatilbúnaði ríkissáttasemjara sé hins vegar engan veginn skýrt á hvaða lagaskyldu hann byggi sem fullnægi áskilnaði 3. tölu l ið 9. gr. laganna. Í þriðja lagi sé gerð sú krafa við vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga að auk framangreindra skilyrða skuli jafnframt uppfylla eitthvert skilyrða 11. gr. laga nr. 90/2018. Að mati stefnda sé með öllu óljóst á hvaða grundvelli ríkissátta semjari t elji að krafa hans samrýmist einhverju af þeim skilyrðum sem þar séu sett. Árétt ar stefndi í því sambandi að ríkissáttasemjari þ urfi sjálfur að sýna fram á hvernig hann tel ji kröfu sína um afhendingu gagnanna samrým a st þeim lágmarksskilyrðum sem l ög nr. 90/2018 setj i fyrir því að heimilt sé að miðla þeim viðkvæmu persónuupplýsingum sem um ræðir. 51 Byggir stefndi á því að t il þess að ríkissáttasemjari, sem sé stjórnvald, g e ti átt rétt til aðgangs að viðkvæmum persónuupplýsingum um félagsmenn stefnda þyrfti sá réttur 10 að koma fram með skýrum hætti í lögum að uppfylltum skilyrðum 71. gr. stjórnarskrárinnar. Engri slíkri lagaheimild ríkissáttasemjara sé til að dreifa. Af þeirri ástæðu sé stefnda óheimilt að miðla til hans viðkvæmum persónuupplýsingum rúmlega tuttugu þúsund félagsmanna. 52 Í greinargerð sinni bendir stefndi á að stefnandi haldi því fram að hin meintu brot eigi að hafa tilteknar afleiðingar. Þessar afleiðingar eða úrr æði, sem stefnandi vilji að Félagsdómur beiti, komi þó hvergi fram í lögum. Stefnandi krefjist þess að brot gegn reglum um kosningu um miðlunartillögu leiði til refsikenndra viðurlaga. Þau viðurlög eigi samkvæmt stefnanda að felast í missi verkfallsréttari ns til skemmri eða lengri tíma. Með sama hætti virðist stefnandi byggja á því að til sé einhvers konar þvingunarráðstöfun sem feli í sér að þvinga megi fram kosningu með því að svipta stéttarfélag verkfallsrétti í skemmri eða lengri tíma. Ákvæði um slíkt úrræði sé á hinn bóginn hvergi að finna í lögunum. Félagsdómur get i ekki kveð ið á um refsingu eða þvingun sem engin stoð sé fyrir í lögunum enda væri dómstóllinn með því að taka sér lagasetningarvald. Með kröfum sínum geri stefnandi þannig tilraun til þess að fá Félagsdóm til þess að búa til úrræði sem séu ekki í lögum nr. 80/1938. 53 Stefndi kveðst byggja á því að r íkissáttasemjari sé stjórnvald sem f ari með framkvæmdarvald, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Ríkissáttasemjari sé sem handhafi fr amkvæmdarvalds bundinn af lögmætisreglunni og þeim ákvörðunum sem löggjafinn hefur tekið um verksvið hans og valdheimildir. Í því fel ist að r íkissáttasemjari get i hvorki tekið að sér önnur verkefni en þau sem Alþingi h afi lagt í hendur hans né sinnt þeim m eð öðrum hætti en lög kveð i á um. Þá ber i r íkissáttasemjara að fara að lagareglum, bæði hvað varðar málsmeðferð og efnisleg skilyrði. 54 Sú kosning sem stefnandi tel ji að eigi að fara fram byggi á miðlunartillögu. Þar sem miðlunartillagan sé aftur á móti ólög mæt leiði það til þess að kosning um tillöguna yrði einnig ólögmæt, færi hún fram. 55 Stefndi h afi þegar borið lögmæti miðlunartillögunnar undir Héraðsdóm Reykjavíkur og óskað eftir flýtimeðferð, eins og áður segir. Eins og mál þetta sé byggt upp af stefnanda mun i niðurstaða almennra dómstóla um lögmæti miðlunartillögunnar hafa grundvallarþýðingu fyrir rétta úrlausn málsins. 56 Þar sem málatilbúnaður stefnanda byggi allur á miðlunartillögu ríkissáttasemjara og tilmælum hans um framkvæmd kosninga telur stefndi óhj ákvæmilegt að fjalla um þessar ákvarðanir og ólögmæti þeirra. Fjölmargar lagareglur hafi verið brotnar af hálfu ríkissáttasemjara og séu þessar helstar að mati stefndi : - Skilyrði um samráð samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga nr. 80/1938 hafi ekki verið uppfyllt. Um leið hafi verið brotið gegn 10., 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 11 - Skilyrði um meðalhóf skv. 12. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 74. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, hafi ekki verið uppfyllt - Ekki sé ljóst að ríkissáttasemjari hafi lagt málefnalegt og forsvaranlegt mat á árangur samningaumleitana. - Miðlunartillagan byggi á ólögmætum sjónarmiðum. Grundvallarforsenda tillögunnar séu ólögmætar athafnir stefnanda og meint hagsmunagæsla sem sé ekki á valdsv iði ríkissáttasemjara. - Fyrirmæli ríkissáttasemjara um fyrirkomulag kosninga séu ólögmæt. Samráð samkvæmt 3. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938 hafi ekki verið uppfyllt. 57 Stefndi kveðst byggja á því að m álsmeðferð ríkissáttasemjara við framsetningu miðlunartillö gun nar hafi verið í andstöðu við lög. Samkvæmt 27. gr. laga nr. 80/1938 sé sáttasemjara skylt að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram sé að leita ráða, fá athugasemdir o.s . f rv. Samkvæmt orðanna hljóðan fel ist þannig í ákvæðinu að ríkissáttasemjari sk uli viðhafa samráð og gefa aðilum kost á að kynna sér og ræða tillöguna áður en tekin sé ákvörðun um að leggja hana fram. 58 Við skýringu ákvæðisins ber i jafnframt að líta til þeirr ar nánari útfærslu sem fram k omi í 28. gr. laga nr. 80/1938 , sem gildi þegar miðlunartillaga sé lögð fram í deilu fleiri félaga eða félagasambanda, þar sem sett sé það skilyrði fyrir framlagningu miðlunartillögu að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara , sem þeim hafi verið kynntar beint eða opinberlega , um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu, sbr. e - lið 3. mgr. ákvæðisins. 59 Framangreinda samráðsskyldu ríkissáttasemjara verð i jafnframt að skýra í ljósi og til samræmis við rannsóknarreglu og andmælarétt samkvæmt 10., 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem einnig gild i sjálfstætt um meðferð og framlagningu slíkrar tillögu. Markmið allra þessara ákvæða sé að lagður sé fullnægjandi g rundvöllur að efni ákvörðunar áður en hún sé tekin, meðal annars með því að aðilum gefist raunhæfur kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ríkissáttasemjara og honum veitist ráðrúm til að taka afstöðu til þeirra. 60 Samráðsskylda ríkissáttasemjara sé enn ríkari í ljósi þess að efnislegt lagaskilyrði fyrir töku ákvörðunar á þessum lagagrundvelli sé mat ríkissáttasemjara á afstöðu aðila vinnudeilu til framhalds samningaumleitana, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 80/1938. Samráðsskyldan sé því ekki aðeins nauðsynleg til að gætt sé hagsmuna aðila heldur jafnframt til þess að ríkissáttasemjari geti yfir höfuð lagt á það forsvaranlegt mat hvort lagaskilyrðum sé fullnægt til töku svo íþyngjandi ákvörðunar sem hér um ræðir . 12 61 Ekki sé nægilegt til þess að uppfylla samráðs - og rannsóknarskyldu ríkissáttasemjara að hann afli almennra upplýsinga um afstöðu aðila til framhalds samningaviðræðna án þess að geta áforma sinna um framlagningu miðlunartillögu eða efni hennar. Auk þess sem upplýsingar um tilvist og efni slíkr a áforma af hálfu ríkissáttasemjara kunn i að hafa áhrif á afstöðu aðila fel i st í samráðsskyldunni að ríkissáttasemjari gefi aðilum kost á að lýsa afstöðu sinni ekki aðeins almennt til málsins í heild heldur sérstaklega til þeirrar miðlunartillögu sem samrá ðsskyldan t aki til. 62 Auk framangreinds hafi málsmeðferð ríkissáttasemjara , eða skortur á henni , verið í andstöðu við meginreglur laganna og þær venjur og hefðir sem haf i skapast um framlagningu miðlunartillögu. Þar sem framlagning miðlunartillögu sé neyðarr áðstöfun, þegar allar aðrar leiðir haf i verið reyndar, h afi verið löng hefð fyrir því að ríkissáttasemjari leggi almennt ekki fram miðlunartillögu nema hann hafi kannað vel afstöðu aðila og þá helst ekki í andstöðu við báða aðila. 63 Formleg miðlunartillaga s é ekki lögð fram nema aðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Stefndi telur að mat ríkissáttasemjara á því hafi verið rangt , enda haf i báðir aðilar viðræðna nna mótmælt því að tillagan væri lögð fram á þessum tímapunkti. 64 Stefndi kveðst byggja á því að j afnvel þótt litið verði svo á að aðilar kjaradeilu þurfi ekki að samþykkja miðlunartillögu þá breyti það því ekki að umræður eig i samt að fara fram áður en ákvörðun um hana sé tekin. Það samráð verð i að vera efnislegt og raunverulegt þó tt ríkissáttasemjari eigi á endanum ákvörðunarvald um niðurstöðuna. Þrátt fyrir skýrt orðalag 27. gr. laga nr. 80/1938 hafi ríkissáttasemjari ekki ráðgast við samninganefnd stefnda að neinu leyti áður en hann lagði fram miðlunartillöguna. Telur stefndi það m ega vera augljóst þegar atvik málsins séu skoðuð. 65 Í fyrsta lagi bendir stefndi á að fyrir liggi að samninganefnd stefnda hafi ekki mætt á fundinn. R íkissáttasemjari hafi krafist þess í lok dags 25. janúar að samninganefnd mætti til fundar morguninn efti r . Formaður samninganefndar hafi tjáð ríkissáttasemjara strax að fyrirvarinn væri of skammur en ríkissáttasemjari hafi krafist þess þá að formaður nefndarinnar myndi mæta á fundinn morguninn eftir. 66 Til viðbótar skýrum áskilnaði í lögum nr. 80/1938 k omi fram í 18. gr. laga stefnda að samninganefnd komi fram fyrir hönd félagsins við gerð kjarasamninga, tak i þátt í samningaviðræðum og slít i þeim, ósk i milligöngu sáttasemjara um samningaumleitanir og undirrit i kjarasamninga. Samninganefndin hafi þannig aldrei ko mið á fundinn heldur einungis formaður hennar sem h afi ekki ein umboð félagsins. 67 Í öðru lagi b endir stefndi á að fundurinn hafi hafist á því að ríkissáttasemjari tilkynnti ákvörðun sína og afhenti undirrituð skjöl með ákvörðunum. Þannig hafi engin umræða f arið fram þar sem ákvörðunin hafði þegar verið tekin og birt í upphafi fundarins. 13 68 Í þriðja lagi bendir stefndi á að enn augljósara verði að ákvörðunin hafði þegar verið tekin þegar litið sé til þeirrar óumdeildu staðreyndar að ríkissáttasemjari fundaði ekki með aðilum í sameiningu heldur sitt í hvoru lagi að morgni 26. janúar síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hafi fyrst fundað með stefnda og l okið þeim fundi áður en fulltrúar stefnanda hafi mæ tt til fundar við ríkissáttasemjara. 69 Ekki sé hægt að þræta fyrir að ákvarðanirnar tvær, um miðlunartillögu og framkvæmd kosninga, hafi verið birtar stefnda í allra síðasta lagi í lok fundar með ríkissáttasemjara. Á því tímamarki hafi fundur ríkissáttasemja ra með stefnanda ekki enn verið hafinn. Þar sem ríkissáttasemjari hafi þá þegar verið búinn að taka og birta ákvarðanirnar hafi umræður á fundi ríkissáttasemjara og stefnanda enga þýðingu haft fyrir ákvarðanirnar. Á seinni fundinum hafi ríkissáttasemjari augljóslega ekki geta ð ráðgast við stefnanda fyrir töku ákvörðunar enda ha fi hann þá þegar birt sömu ákvörðun fyrir öðrum aðila deilunnar. Þannig hafi fundur ríkissáttasemjara með stefnanda ekki getað haft neina þýðingu nema til að tilky nna ákvörðun. Það eitt að fundirnir hafi verið aðskildir sýni þannig óyggjandi fram á að búið hafi verið að birta ákvörðunina áður en seinni fundurinn hófst. 70 Í fjórða lagi bendir stefni á að fyrir liggi að þegar stefndi hafi mætt til fundar kl ukkan 9 . 30 ha fi ríkissáttasemjari þegar verið búinn að boða fréttamenn til fundar kl ukkan 11 sama dag. Hafi þannig verið ljóst að ákvörðunin haf ð i þegar verið tekin og ríkissáttasemjari ætlað i að tilkynna hana fjölmiðlum. Af því leið i að ríkissáttasemjari hafi ekki ætl að sér að ráðgast við stefnda á fundinum. 71 Byggir stefndi á því að a thafnir ríkissáttasemjara hafi þannig verið í andstöðu við ákvæði laganna. Þó það geti verið matsatriði hversu mikið samráð ríkissáttasemjari skuli hafa áður en hann legg i fram tillöguna sé þó ljóst að það verð i að vera eitthvað. Í þessu máli haf i ríkissáttasemjari ekkert samráð haft heldur byrjað fund með stefnda á að tilkynna um ákvörðunina sem hafi þá þegar verið orðinn hlutur. Ljóst sé að afnám alls samráðs get i aldrei verið í samræmi vi ð lögin. Um gróf brot sé að ræða gegn málsmeðferðarreglum sem ætlað sé að tryggja réttaröryggi og stuðla að því að efni ákvörðunar verði rétt og lögum samkvæmt. 72 Stefndi kveðst byggja á því að m ælt sé fyrir um grundvallarregluna um rétt stéttarfélaga til að ráða málefnum sínum sjálf í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938. Þá sé að finna grundvallarreglu þess efnis að stéttarfélög séu lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna í 1. mgr. 5. gr. laganna. Rétturinn h afi stoð í 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þá séu réttindin einnig varin í alþjóðasamningum, m eðal annars 1. mgr. 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, auk 5. gr. og 2. tölul ið 6. gr. f élagsmálasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 3/1976. 73 Miðlunartillaga n fel i að mati stefnda í sér að samningsfrelsi sé tekið af aðilum vinnumarkaðarins. Mikið þ urfi til að koma svo tillagan verði felld í kosningu enda þ urfi fjórðungur allra atkvæðisbærra félagsmanna að kjósa gegn henni. Hér sé um að 14 ræða enn frekari takmörkun þar sem miðlunartillögunni sé ekki einungis ætlað að víkja til hliðar samningsrétti aðila vinnumarkaðarins. Sú miðlunartillaga sem sé rót þessa máls sé auk framangreinds ætlað að koma í veg fyrir að félagsmenn stefnda fari í verk fall. 74 Miðlunartillaga fel i þannig í sér gríðarlega mikla takmörkun á þeim mannréttindum sem fel i st í 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Af því leiði að túlka ber i lagaákvæði sem mæla fyrir um miðlunartillögu með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem gild i um takmarkanir á mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrá. 75 Telur stefndi að a llar takmarkanir á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár þurf i að uppfylla þær kröfur sem við eig i um slík íþyngjandi inngrip. Almennt sé samningsfrelsi og verkfallsréttur st éttarfélaga ekki takmarkað nema með skýrum lagaákvæðum þar sem löggjafinn h afi talið nauðsynlegt og málefnalegt að skerða réttindin. Það eitt að löggjafinn hafi framselt þetta mat á aðstæðum og málefnalegum ástæðum breyti því ekki að ákvörðun um skerðingu réttindanna verð i að standast sömu kröfur. 76 Ekki sé hægt að útrýma þeim sjónarmiðum sem gild i um skerðingu mannréttinda með því að fela stjórnvaldi ákvörðunarvaldið frekar en Alþingi. Raunar þvert á móti þar sem Alþingi h afi meiri heimildir en stjórnvald og ríkissáttasemjari h afi þannig enn takmarkaðri heimildir til inngrips en löggjafinn. 77 Það eitt að ríkissáttasemjari hafi heimild samkvæmt lögum til þess að leggja fram miðlunartillögu sem skerði mannréttindi þýði þannig ekki að hans heimild sé takmarkalaus og ákvörðun hans verði ekki endurskoðuð eða breytt. Dómstólar endurskoð i mat ríkissáttasemjara með sama hætti og dómstólar endurskoð i löggjöf sem takmark i réttindi samkvæmt 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. 78 Réttindi samkvæmt 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar verð i ekki takmörkuð nema í undantekningartilvikum þegar fyrir ligg i skýr nauðsyn á skerðingunni. Dómstólar haf i talið slík inngrip réttlætanleg þegar nauðsyn krefst vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, t.d. stöðu h eilbrigðiskerfisins. Þá sé jafnan litið til þess hvort aðgerðir haf i staðið yfir í langan tíma án þess að von sé á lausn. Ekkert slíkt ligg i fyrir í þessu máli. Engin samfélagsleg neyð hafi verið yfirvofandi þegar ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillö guna, einungis vinnustöðvun á nokkrum i að mati stefnda ekki felld tilvik sem varð i atvinnuhagsmuni einstak r a fyrirtækja. 79 Mat ríkissáttasemjara var þannig að mati stefnda efnislega rangt . Engin vá, neyð eða önnur málefnaleg sjónarmið réttlæt i að stjórnvald skerði mannréttindi stefnda og félagsmanna stefnda. Rétt sé að taka fram að ríkissáttasemjari ber i sönnunarbyrðina fyrir því að uppfyllt séu skilyrði til takmörkunar réttindanna með fra mlagningu miðlunartillögu. 15 80 Stefndi kveðst byggja á því að t illaga ríkissáttasemjara virðist byggja á forsendum sem séu utan valdmarka og hlutverks ríkissáttasemjara en séu auk þess ólögmæt. Samkvæmt rökstuðningi tillögunnar byggi hún á því að önnur stéttar félög hafi gert kjarasamninga en ekki stefndi. Af því leiði að félagsmenn stefnda hafi ekki hlotið það sem fel ist í samningum annarra félaga. Ríkissáttasemjari fullyrði að það sé mikið hagsmunamál að félagsmenn stefnda fái það sama og önnur stéttarfélög ha f i samið um og því fel ist það í miðlunartillögunni, þ að er að félagsmenn stefnda fái þær launahækkanir sem önnur stéttarfélög haf i samið um. 81 Hvað sem líða k unni afstöðu ríkissáttasemjara til stefnda, stjórnar hans, samninganefndar eða mati ríkissáttasemjar a á því hvernig hagsmunum félagsmanna stefnda sé best borgið eru þessi atriði að mati stefnda ekki meðal þeirra sem réttlætt get i inngrip af því tagi sem hér um ræð i og uppfyllt þær kröfur um réttmæti og meðalhóf sem leið i af 74. og 2. mgr. 75. gr. stjórn arskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ljóslega sé það ekki hlutverk ríkissáttasemjara að gæta hagsmuna félagsmanna stefnda á þennan hátt og þá allra síst með því að víkja til hliðar lögmætum ákvörðunum þeirra sjálfra um skipulag og fyrirsvar stefnda. 82 Þar sem miðlunartillaga hafi verið lögð fram á sama tíma og kosning um verkfallsboðun hjá aðila vinnudeilu hafi staðið yfir hafi ákvörðunin ekki aðeins falið í sér almennt inngrip í vinnudeilu heldur jafnframt beina íhlutun í yfirstandandi aðgerð ir annars aðila deilunnar sem hafi þau áhrif, ef ekki beinlínis það markmið, að draga úr áhrifum þeirra og koma þannig í veg fyrir að aðila vinnudeilu verði kleift að þrýsta á um kröfur sínar. Með slíkri íhlutun á þeim tímapunkti í vinnudeilu sé jafnræði a ðila hennar ljóslega raskað. 83 Þegar við bætist að efni miðlunartillögu sem tímasett sé með þessum hætti reynist vera samhljóða síðasta tilboði stefnanda sé ljóst að jafnræði aðila sé raskað verulega og ekki unnt að líta á ríkissáttasemjara lengur sem óvilhallan aðila. Í miðlunartillögunni hafi þannig falist að ríkissáttasemjari legði fyrir félagsmenn stefnda síðasta tilboð stefnanda samkvæmt reglum sem leið i til þess að því sé nánast ómögulegt að hafna. Með því verð i stjórnarskrár varinn réttur stef nda og félagsmanna hans til að stofna stéttarfélög og semja um starfskjör sín að engu. 84 Stefndi kveðst öllu framangreindu til viðbótar byggja á því að miðlunartillagan sé rökstudd með sjónarmiðum sem far i beinlínis gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Grundvallarforsenda ríkissáttasemjara fyrir því að tillagan sé lögð fram á þessum tíma sé eftirfarandi: verkföll hafa Samtök atvinnulífsins lýst því yfir að þau munu ekki samþykkja afturvirkar hækkanir í kja 85 Bendir stefndi á að hann h afi beit t lögmætri aðferð með því að kjósa um boðun vinnustöðvunar. Sem viðbragð við lögmætri aðgerð stefnda h afi stefnandi ákveðið að hóta opinberlega þeim félagsmönnum sem kjós i um vinnustöðvunina . Hótun 16 stefnanda fel ist í því að ef kosið verði með verkfalli þá muni félagsmenn stefnda ekki fá afturvirkan samning. Með öðrum orðum , starfsfólkið fái ekki eingreiðslu peninga nema það kjósi gegn verkfalli. 86 Með þessu hafi stefnandi með mjög augljósum hæt ti verið að beina skilaboðum til starfsfólks hótelanna til þess að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna. Þessar athafnir stefnanda séu brot á b - lið 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur en samkvæmt því ákvæði sé atvinnurekendum óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum. 87 Þrátt fyrir að framangreindar athafnir stefnanda séu ó lögmætar eru athafnirnar að mati stefnda meginforsendan fyrir miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það leiði til þess að miðlunartillagan sjálf sé ólögmæt þar sem hún grundvall ist á ólögmætum forsendum. 88 Stefndi byggir á því að j afnvel þó athafnir stefnanda h efðu ekki verið ólögmætar þá hafi þær samt sem áður ekki verið lögmæt stoð fyrir miðlunartillögunni. Fullyrðingar stefnanda um tiltekin atriði sem settar séu fram í kjaradeilu ber i ekki að líta á sem óhagganlegar staðreyndir sem nauðsynlegt sé að bregðast við. Á meðan samningar séu lausir get i hvorki Samtök atvinnulífsins né ríkissáttasemjari fullyrt nokkuð um það hvert efni kjarasamnings verð i að lokum. 89 Í kjaraviðræðum lát i aðilar oft ýmis orð falla en þau fel i ekki í sér óhagganlegar staðreyndir eða lögmál sem ber i að hlíta. Fullyrðing annars aðila í kjaradeilu skap i ekki aðkallandi vá eða nauðsyn. Mat ríkissáttasemjara á tímasetningu miðlunartillögunnar hafi þannig verið rangt end a ekkert raunverulega yfirvofandi nema fullyrðingar annars aðilans. G et ur stefndi þess að stefnandi h afi nú þegar fært nokkrum sinnum til það tímamark sem hafi átt samningar verði afturvirkir. Viðbrögð aðila sýn i að tímamarkið hafi verið rangt metið og f ái það að mati stefnda enn frekari stoð í viðbrögðum annarra aðila vinnumarkaðarins sem haf i allir sem einn lýst því yfir að miðlunartillagan hafi verið ótímabær og illa ígrunduð mistök. 90 Af framangreindum rökstuðningi ríkissáttasemjara fyrir miðlunartillögunni leiði að mati stefnda einnig að henni sé beinlínis ætlað að taka gildi áður en verkfall stefnda hefst. Tilgangur miðlunartillögunnar sé þannig að koma í veg fyrir að stefndi beiti verkfallsrétti sínum. Í því fel is t að miðlunartillagan skerði ekki einungis samningsfrelsi stefnda heldur sé hún um leið alvarleg skerðing á verkfallsrétti stefnda. Dó mstólar hafi gert miklar kröfur til þess að löggjafinn sýni fram á að aðkallandi neyð og önnur málefnaleg sjónarmið réttl æti lög sem ætlað sé að stöðva verkfall. Gera verð i a ð minnsta kosti jafnmiklar kröfur til þess að sýnt sé fram á málefnalegar forsendur þegar stjórnvald stöðv i verkfall. 17 91 Stefndi byggir raunar á því að ríkissáttasemjari hafi enga heimild til þess að stöðv a verkfall, hvorki með miðlunartillögu né öðrum hætti. Verkfallsrétturinn sé samofinn rétti fólks til aðildar að stéttarfélögum, sem og rétti fólks til að semja sameiginlega um kaup og kjör. Verkfallsrétturinn sé þannig grundvallarréttur á vinnumarkaði og hluti af athafna - og samningsfrelsi stéttarfélaga. Mælt sé fyrir um réttindin í 14. gr. laga nr. 80/1938 en hafi auk þess stoð í áðurnefndum ákvæðum 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. 92 Verkfallsrétturinn sé einnig varinn af 1. mgr. 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu og 4. tölul ið 6. gr. f élagsmálasáttmála Evrópu. Því til viðbótar sé verkfallsrétturinn varinn í samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98 , auk 8. gr. Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttind i, sbr. lög nr. 10/1979. 93 Lög um stéttarfélög og vinnudeilur fjall i ekki beint um það hvert efni miðlunartillögu skuli vera. Engu að síður fel ist megi leiða af tilgangi slíkrar tillögu að hún verði að taka tillit til sjónarmiða beggja aðila. Tillagan sk uli þannig fela í sér einhvers konar málamiðlun milli aðila. Tillaga ríkissáttasemjara sé að mati stefnda í andstöðu við framangreint enda fel i hún í sér að tilboð annars aðilans sé notað í heild sinni. Miðlun artillaga ríkissáttasemjara sé í öllum atriðum samhljóða tilboði stefnanda til stefnda sem lagt hafi verið fram 4. janúar 2023. Miðlunartillagan t aki aftur á móti að engu leyti tillit til athugasemda og sjónarmiða stefnda. 94 Stefndi kveðst enn fremur byggja á því að v ið mat á lögmæti miðlunartillögu þ urfi að líta til allra anga þess ferils; i) sjálfa miðlunartillöguna og efni hennar, ii) undirbúning og málsmeðferð áður en tillagan sé lögð fram og síðast en ekki síst iii) framkvæmd á kynningu og kosningu um ti llöguna. Miðlunartillagan sé ekki lögmæt nema allir framangreindir þættir í ferlinu séu í samræmi við lög. Telur stefndi í ljósi framangreinds að fyrstu tvö atriðin, miðlunartillagan sjálf og málsmeðferð í undanfara hennar, séu ólögmæt. Þegar af þeirri ást æðu sé lokaferlið, kosning um tillöguna, ólögmætt enda fel ist það í því að þvinga fram kosningu um tillögu sem sé ólögleg bæði að efni og formi. 95 Þar sem málatilbúnaður stefnanda l úti að þessum síðasta þætti ferilsins, kosningu, bendir stefndi einnig á að f ramkvæmd kosninganna, þ ar með talið kynning, sé ólögmæt. Stefnda sé hvorki rétt né skylt að taka þátt í slíku ferli. 96 Því til stuðnings vísar stefndi til 1. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938. Að mati stefnda hefur ríkissáttasemjari brotið gegn skýrum fyrirmælu m ákvæðisins um að honum sé heimilt Ríkissáttasemjari hafi ekkert samráð haft við stefnda og kynnt tillöguna alfarið á eigin spýtur. Þá sé framsetningin á kynningu ríkissátt asemjara ekki hlutlaus en þess í stað áróður sem ætlaður sé til þess að hvetja félagsmenn til þess að kjósa með tillögunni. 18 Það sé sérstaklega ósanngjarnt í ljósi þess að miðlunartillagan sé að öllu leyti byggð á samningstilboði annars aðila viðræðnanna, s tefnanda. Þannig h afi ríkissáttasemjari tekið að sér að hvetja til þess að öll samningsmarkmið annars aðilans verði samþykkt. Þetta blasi meðal annars við þegar skoðuð sé reiknivél sem finna m egi á heimasíðunni en framsetning hennar sé verulega ósanngjörn. Sú reiknivél sýni einungis hvað fólk f ái margar krónur við það að samþykkja tilboð stefnanda , sem nú sé orðin miðlunartillaga. Hvergi k omi hin hliðin fram, þ.e. hversu mörgum krónum fólk verður af við það að fá ekki þann samning sem st efndi vil ji gera. 97 Stefndi vísar einnig í þessu sambandi til 3. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938 þar sem mælt er fyrir um að ríkissáttasemjari skuli að höfðu samráði við aðila vinnudeilu gefa nánari fyrirmæli um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu. Stefndi byggir á þ ví að ríkissáttasemjari hafi ekkert samráð haft við stefnda um framkvæmd kosninganna. Samkvæmt lögunum sé það ekki hlutverk ríkissáttasemjara að annast kosninguna og sé það raunar óumdeilt. Lögin geri ráð fyrir að aðilarnir annist sjálfa kosninguna en að r íkissáttasemjari fá i aftur á móti atkvæði og kjörgögn afhent þegar atkvæðagreiðslu er lokið. Fram að þeim tíma sé framkvæmdin á hendi þeirra félaga sem eig i í vinnudeilu. 98 Af málatilbúnaði ríkissáttasemjara sé að mati stefnda raunar óljóst hvort ríkissáttas emjari tel ji sig sjálfan ætla að annast kosninguna eða hvort hann ætlist til að stefndi geri það. Ráða m egi að ríkissáttasemjari ætli nú að gera það sjálfur og sérstök heimasíða hans um kosninguna ber i þess öll merki. Sú heimasíða virðist að mati stefnda h afa verið í smíðum nokkuð lengi, en hún hafi verið unnin einhliða af ríkissáttasemjara án nokkurs samráðs. 99 Af málatilbúnaði ríkissáttasemjara í aðfararmáli gegn stefnda virðist sem hann ætli upp á eigin spýtur að annast kynningu á miðlunartillögu nni og kos ningu um hana, án alls samráðs. Sú framkvæmd sé að mati stefnda utan valdheimilda ríkissáttasemjara. Stjórnvöld haf i einungis þær heimildir sem fram kom i í lögum og auk i st ekki nema með lagabreytingu. Þannig auk i st valdheimildir ekki við það eitt að stjórnvaldið telji einkaaðila hafa vanrækt skyldur sínar. Sú aðstaða leiði ekki til þess að verkefni sem hafi verið á hendi einkaaðila færist yfir til stjórnvalds. Jafnvel þó ríkissáttasemjari hefði slíkt vald hefur ha nn að mati stefnda ekki heimild til þess að framselja það vald til þriðja aðila, í þessu tilviki til Advania. 100 Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða 101 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1 . tölulið 4 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Samkvæmt 2. málslið 2. mgr. 64. gr. laganna skal dómur í máli, sem höfðað er fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðrar vinnustöðvunar, kveðinn upp áður en fyrirhuguð vinnustöðvun hefst. Ábendingar stefnda um frestun málsins koma því ekki til álita. 19 102 Stefndi krefst þess að varakröfu stefnanda verði vísað frá dómi. Með þeirri kröfu er leitað viðurkenningar Félagsdóms á því að stefnda sé óheimilt að láta boðað verkfall koma til framkvæmda þar til eftir að niður staða atkvæðagreiðslu um tilgreinda miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. Með kröfunni er leitað úrlausnar um skyldu stefnda sem stefnandi telur að þegar sé orði n til , það er að sjá til þess að verkfallið komi ekki til framkvæmda . Þar er einnig vísað með skýrum hætti til þess hvað getur leyst stefnda undan þeirri skyldu . Kröfugerðin fer því ekki gegn 26. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og fullnægir auk þe ss kröfu um skýrleika samkvæmt d - lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga. Þótt lýsing í kröfu gerð á því sem leyst getur stefnda undan skyldunni sé ekki að öllu leyti undir honum komið fer kröfugerðin ekki í bága við réttarfarsreglur. Ekki er því efni til þess að verða við kröfu stefnda um að vísa vara kröfu stefnanda frá dómi. 103 Ágreiningur aðila lý tur efnislega að því hvort stefnda sé heimilt , í ljósi fram kominnar miðlunartillögu ríkissáttasemjara og viðbragða stefnda við henni, að hefja vinnustöðvun samkvæmt verkfallsboðun sem stefnanda var tilkynnt um 31. janúar 2023 . Aftur á móti er ágreiningsla ust að verkfallsboðun stefnda fullnægi skilyrðum 15. og 16. gr. laga nr. 80/1938 og að vinnustöðvun samkvæmt henni fari ekki í bága við 17. gr. sömu laga. 104 Til stuðnings kröfum sínum hefur stefnandi vísað til 14. gr. laga nr. 80/193 8 og þess að ríkissáttas emjari hefur lagt fram miðlunartillögu á grundvelli heimildar samkvæmt 27. gr. sömu laga. Samkvæmt 14. gr. laga nna er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum. Telur stefnandi að miðlunartillagan hafi þá þýðingu að vinnudeila í merkingu 14. gr. laganna sé ekki lengur uppi og því óheimilt að grípa til þeirra úrræða sem þar er u heimiluð . 105 Ágreiningslaust er að vinnudeila í framangreindri merkingu var uppi þegar s amninganefnd stefn da samþykkti verkfallsboðun 22. janúar 2023 sem og þegar atkvæðagreiðsl a um hana hófst 24. sama mánaðar . 106 Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga nr. 80/1938 er ríkissáttasemjara heimilt að leggja fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu ef samning a umleitanir han s bera ekki árangur. Leggja skal tillöguna fyrir félög eða félagasambönd launafólks og atvinnurekenda eða einstakan atvinnurekanda, eigi hann í vinnudeilu, til samþykkis eða synjunar. Miðlunartillaga er því leið til þess að freista þess að koma á kjarasamn ingi til lausnar vinnudeilu milli samningsaðila , enda hljóti hún samþykki í atkvæðagreiðslu sem haldin er í samræmi við 29. til 31. gr. laganna. Í lögunum er aftur á móti hvergi að finna fyrirmæli sem gef a tilefni til að álykta að miðlunartillaga feli í sé r varanlega eða tímabundna lausn á vinnudeilu fyrr en hún hefur hlotið samþykki og kjarasamningur 20 er kominn á. Þar er heldur enga stoð að finna fyrir því að miðlunartillaga sé ígildi kjarasamnings , eins og stefnandi heldur fram . Í því sambandi verður að hafa í huga að kjarasamningur kemst á við undirritun og bindur eftir það samningsaðila og félagsmenn þeirra , sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, þótt ekki hafi farið fram atkvæðagreiðsla um samninginn. Samningur kemst aftur á m óti ekki á með miðlunartillögu fyrr en hún hefur hlotið samþykki í atkvæðagreiðslu. Í þessu ljósi verður að hafna framangreindri málsástæðu stefnanda og leggja til grundvallar að enn þá standi yfir vinnudeila milli aðila þótt miðlunartillaga hafi komið fra m af hálfu ríkissáttasemjara . 107 Stefnandi reisir kröfugerð sína einnig á því að stefndi hafi, með því að virða að vettugi lagaskyldur sínar samkvæmt 29. gr. laga nr. 80/1938, hindrað að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fengi lögbundinn framgang í tæka tíð í samræmi við ákvörðun ríkissáttasemjara. Telur stefnandi að stefndi geti ekki með þeirri ólögmætu háttsemi stuðlað að því að boðuð vinnustöðvun nái fram að ganga. Leiði það til þess að hún verði að teljast ólögmæt. 108 Mótmæli stefnda við málatilbúnaði stefnanda ber a með með sér að hann telji framgöngu sína í kjölfar þess að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu vera lögmæta. Vísar stefndi í því sambandi til þess að málsmeðferð ríkissáttasemjara hafi farið í bága við 27. gr. laga nr. 80/1938 og að efni miðlunartillögunar sé ólögmætt sem og þau sjónarmið sem ligg i henni til grundvallar. Því telur stefndi að honum sé rétt að virða tillöguna að vettugi. Þá hvíli ekki lagaskylda á stefnda að verða við kröfum ríkissáttasemjara um að láta kjörgögn af hen di sem feli í sér miðlun viðkvæmra persónu u pplýsinga um félagsm enn . Stefndi byggir enn fremur á því að engin lagaheimild sé fyrir því að takmarka rétt stefnda til að beita stjórnarskrárvarinni heimild sinni til að gera verkfall , í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilu , á þeim forsendum sem stefnandi vísi til . 109 Samkvæmt fyrrgreindri 14. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélögum veitt heimild til að gera verkföll í þeim tilgangi sem þar greinir með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem s ett eru í lögum. Niðurlag ákvæðisins felur í sér kröfu um að hvers konar takmarkanir eða skilyrði fyrir vinnustöðvun, sem gerð er í þeim tilgangi sem lögin heimila, verði að koma fram í settum lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi. Í þessu sambandi verðu r einnig að líta til þess að í dómaframkvæmd hefur ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar verið skýrt með hliðsjón af 2. mgr. 75. gr. hennar, svo og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þannig að það verndi rétt stéttarfélaga til að standa vörð um og tryggja hagsmuni félagsmanna sinna, meðal annars með því að semja um laun þeirra og önnur kjör. Með því að verkfallsréttur er lögbundið úrræði til að knýja á um gerð kjarasamninga hefur verið litið svo á að ákvæðið taki jafnframt til hans, en þó að því gættu að sá réttur getur, með vísan til 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sætt takmörkunum eftir fyrirmælum laga. Slíkar takmarkanir verða þó að helgast af nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna 21 þjóðaröryggis eða almannaheilla, til að firra glun droða eða glæpum eða til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi, sbr. 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Um þessar stjórnarfarslegu kröfur má vísa til dóma Hæstaréttar 14. nóvember 20 0 2 í máli nr. 167/2002 og 13. ágúst 2015 í má li nr. 467/2015. Af þessu leiðir að takmörk verkfallsréttar stéttarfélaga og samningsrétt ar þeirra verða ekki einungis að leiða af fyrirmælum settra laga heldur verða þau einnig að miða að og vera nauðsynleg til að vernda einhver þau markmið eða hagsmuni s em að framan greinir. 110 Þegar heimild ríkissáttasemjara samkvæmt 27. gr. laga nr. 80/1938 til að leggja fram miðlunartillögu er notuð felur það sér í inngrip í samningsrétt stéttarfélaga og atvinnurekenda. Þótt kjarasamningur á grundvelli tillögunnar komist á með samþykki félagsmanna að lokinni atkvæðagreiðslu samkvæmt 29. til 31. gr. laga nr. 80/1938, ber að líta svo á að beiting heimildarinnar takmarki fyrrgreind réttindi er njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu eins og að framan greini r. Eftir úrslitum atkvæðagreiðslu getur sú takmörkun leitt til loka vinnudeilu sem bindur þá enda á vinnustöðvun, sbr. 14. gr. laga nr. 80/1938. Lagaheimild stendur til þeirrar takmörkunar á bæði samningsrétti og rétti til vinnustöðvunar en ekki verður hér lagt mat á hvort beiting hennar í því tilviki sem hér um ræðir fullnægi að öðru leyti áskilnaði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. 111 Stefndi hefur ekki ljáð atbeina sinn til að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fái þann framgang sem lög mæla fyri r um. Ágreiningur er um skyldur stefnda í því efni og verður ekki betur séð en að ríkissáttasemjari hafi leitað þeirra leiða sem lög bjóða til að tryggja að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram, meðal annars með því að óska heimildar dómstóla til innsetningar í skrá yfir félagsmenn stefnda. Hvorki í lögum nr. 80/1938 né í öðrum lögum er aftur á móti að finna heimild fyrir dómstóla eða aðra til að bregðast við vanrækslu stéttarfélags í þessu efni með því að reisa skorður við því að löglega boðað ver kfall, sem ekki fer í bága við fyrirmæli laga, komi til framkvæmda. Fyrrgreindum lagaáskilnaði samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 80/1938 er því ekki fullnægt til að unnt sé að verða við aðal - eða varakröfu stefnanda. Því ber að sýkna stefnda af þei m kröfum. 112 Stefnandi gerir sérstaka kröfu um að stefnda verði gert að greiða sekt í ríkissjóð. Í 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938 segir að Félagsdómur geti dæmt aðila til að greiða bæði skaðabætur og sektir. Þá er í 1. mgr. 70. gr. mælt fyrir um að brot á lögunum varði, auk skaðabóta, sektum sem renni í ríkissjóð. Í stefnu málsins eru gerðar ýmsar athugasemdir við athafnir stefnda til stuðnings aðal - og varakröfu. Í umfjöllun um sektarkröfu er aftur á móti ekki gerð skýr grein fyrir því í hverju hið refsive rða brot á að felast og þeim reglum sem sú háttsemi fari gegn. Í þessu ljósi og eins og atvikum er háttað að öðru leyti er ekki efni til að verða við kröfu stefnanda um að dæma stefnda til greiðslu sektar í ríkissjóð. 22 113 Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður . Dómsorð: Stefndi, Alþýðusamband Íslands, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar stéttarfélags, er sýkn af kröfum stefnanda, Samtaka atvinnulífsins. Málskostnaður milli aðila fellur niður . Sératkvæði Björns L. Bergssonar og Ólafs Eiríkssonar 1 Við erum sammála meirihluta Félagsdóms um að hafna beri málsástæðu stefnanda um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé ígildi kjarasamnings og hafi sömu réttaráhrif og kjarasamningu r sem undirritaður hefur verið af samninganefndum aðila. Miðlunartillaga hefur ekki slík réttaráhrif fyrr en hún hefur hlotið samþykki og kjarasamningur á grundvelli hennar þannig kominn á. Þá erum við sammála meirihlutanum um að hafna beri kröfu stefnanda um að stefnda verði gert að greiða sekt í ríkissjóð. Aftur á móti erum við ósammála túlkun meirihlutans á inntaki þeirra takmarkana sem leiða má af lokaorðum 14. gr. laga 80/1938 og teljum að stefndi hafi með framgöngu sinni við að hindra að miðlunartilla ga ríkissáttasemjara fái þá meðferð sem lög bjóða ekki fullnægt þeim skilyrðum sem fullnægja þarf til að hrinda boðuðu verkfalli í framkvæmd. 2 Í máli þessu liggur fyrir að ríkissáttasemjari kynnti fyrir aðilum miðlunartillögu í kjaradeilu þeirra 26. febrúar 2023. Tillaga þessi var sett fram á grundvelli 27. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur á grundvelli óskoraðrar heimildar. Í lögunum eru engar skorður reistar við efni miðlunartillögu að því gefnu að aðilar eigi í vinnudeilu og samningaumle itanir með fulltingi ríkissáttasemjara hafi reynst árangurslausar. Það að aðili að kjaradeilu sé ósáttur við efni miðlunartillögu eða að hún sé yfir höfuð lögð fram kemur ekki í veg fyrir að ríkissáttasemjari geti beitt þessari heimild. 3 Eina takmörkunin á heimild þessari lýtur að því að ríkissáttasemjara ber að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram miðlunartillögu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir aðila til funda í þessu augnamiði nefndan dag og hélt sitt hvorn fundinn með aðilum, fyrst með stefnda og svo með stefnanda. Það var honum heimilt enda engin áskilnaður um að halda þurfi sameiginlegan fund með aðilum. Upplýst er að formaður samninganefndar stefnda mætti á fund ríkissáttasemjara umræddan dag ásamt þremur öðrum fulltrúum st efnda. 23 Á það verður ekki fallist að ríkissáttasemjari hafi ekki fullnægt skyldu sinni til að ráðgast við stefnda með fullnægjandi hætti og stefnda hafi því verið heimilt að hunsa miðlunartillöguna. Óumdeilt er að umræddur fundur með stefnda stóð í klukkust und og þar hefur án vafa verið rætt um efni miðlunartillögunnar og kosti og lesti þess að hún yrði lögð fram. Ráða má þetta af málflutningi sem og umfjöllun formanns stefnda sem lýst hefur fundarefninu opinberlega á samfélagsmiðlum eins og það horfði við h enni. 4 Þannig var komin fram lögmæt miðlunartillaga sem fullnægði áskilnaði 27. gr. laga nr. 80/1938, miðlunartillaga sem stefnda bar að virða. Stefndi á, samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar, ótvíræðan rétt til að fá skorið úr ágreiningi um embættistakmörk ríkissáttasemjara fyrir dómi. Stefndi gat á hinn bóginn ekki hunsað ákvörðun ríkissáttasemjara við þessar kringumstæður. Til þess voru engin efni. Honum bar að hlýða yfirvaldsboði í bráð eins og afdráttarlaust er tekið fram í nefndu ákvæði stjórnarskrárinn ar. 5 Þá verður ekki á það fallist að stefnda hafi verið rétt og skylt með vísan til persónuverndarsjónarmiða að láta undir höfuð leggjast að hlutast til um að unnt væri að kjósa um miðlunartillöguna með því að hafna því að afhenda félagatal sitt. Ótvírætt er að vinnsla persónuupplýsinga í þeim tilgangi að greiða atkvæði um miðlunartillögu samrýmist 8. gr., sem og 3. tölulið 1. mgr. 9. gr. og 2. tölulið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá leiðir þessa skyldu til afhendingar gagnanna beint af ákvæði 30. gr. laga nr. 80/1938. 6 Eftir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var kynnt málsaðilum 26. janúar 2023 var í vændum tvenns konar atburðarás. 7 Á annan bóginn atkvæðagreiðsla um boðun ótímabundins verkfalls félagsmann a stefnda sem starfa á sjö tilgreindum hótelum 7. febrúar 2023. Samþykkt hafði verið af samninganefnd stefnda 22. janúar sama ár að láta greiða atkvæði um hvort efna skyldi til verkfalls og átti atkvæðagreiðslu að ljúka 30. sama mánaðar. Ekki liggur annað fyrir en að atkvæðagreiðslan og boðun verkfallsins hafi farið fram lögum samkvæmt. Upplýst er að þessi atkvæðagreiðsla var framkvæmd með þeirri aðferð sem ríkissáttasemjari ráðgerði að nýtt yrði við greiðslu atkvæða um miðlunartillöguna. 8 Á hinn bóginn át ti að fara fram atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sú atkvæðagreiðsla átti að fara fram frá hádegi 28. janúar 2023 til klukkan 17 þriðjudaginn 31. sama mánaðar. Samkvæmt framanröktu kom stefndi í veg fyrir að unnt væri að láta atkvæðagre iðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara fara fram. 9 Réttur stefnda til að efna til verkfalls er ótvíræður hluti af réttindum stefnda samkvæmt lögum nr. 80/1938 til að knýja á um gerð kjarasamninga á grundvelli 5. gr. laganna sem á sér síðan beina stoð í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Í þeim efnum vísast til 1 09 efnisgreinar í dómi meirihlutans sem við erum sammála. Kveðið er á um þessa heimild í 14. gr. laganna. 10 Þessi réttur samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 er þó ekki óskoraður enda kveðið á um í l agagreininni að réttur þessi takmarkist einungis með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum eins og það er orðað. 24 11 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara hefur ekki bindandi réttaráhrif á afdrif kjaradeilu fyrr en að atkvæðagreiðslu um hana af staðinni og þá að því gefnu að hún hafi ekki verið felld í samræmi við 31. gr. laga nr. 80/1938. Þá fyrst er komin á friðarskylda sbr. 8. gr. laganna. 12 Stefndi hefur komið í veg fyrir, án þess að hafa lögmætar forsendur til þess, að félagsmenn stefnda geti greitt atkvæði um miðlunartillöguna. Stefndi hefur ekki sinnt afdráttarlausri skyldu sinni til aðkomu að framgangi atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna, sbr. 29. gr. laganna, við að kynna tillöguna, ljá atbeina að atkvæðagreiðslu um hana og svo talningu a tkvæða samkvæmt 30. gr. laganna. Stefndi hefur gert ágreining um framgöngu ríkissáttasemjara af þessu tilefni en hefur allt að einu haldið sig við að verkfall hefjist í samræmi við boðaða vinnustöðvun og einnig efnt til frekari atkvæðagreiðslna um fleiri v innustöðvanir. Hann hefur ekki brugðist við áskorun stefnanda um að fresta þeim aðgerðum á meðan leyst sé úr ágreiningi um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 13 Hvað samspil miðlunartillögu ríkissáttasemjara á grundvelli 27. gr. laga nr. 80/1938 varðar við ré tt stefnda til að gera verkföll til að stuðla að framgangi krafna á grundvelli 14. gr. laganna verður að horfa til þess að tillaga ríkissáttasemjara getur, ef hún er ekki felld í samræmi við 31. gr. laganna, leyst úr vinnudeilu málsaðila. Lagaheimild ríkis sáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu felur þannig í sér takmörkun í skilningi 14. gr. laganna sem stefnda er óheimilt að koma í veg fyrir enda ber stefnda á grundvelli 60. gr. stjórnarskrárinnar að hlýða lögmætum fyrirmælum ríkissáttasemjara. Ek ki verður talið að túlka beri 14. gr. laganna svo þröngt að einungis bein lagafyrirmæli um takmörkun verkfallsréttarins geti komið til álita. Horfa verði einnig til þess ef þess er freistað að koma verkfalli í kring með ólögmætum hætti þvert á lagafyrirmæl i. 14 Þegar litið er til framangreinds, athafna stefnda við að knýja á um kröfur sínar í krafti 5. og 14. gr. laga nr. 80/1938 og athafna hans við að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu eigin félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem stangast á við framangreind lagaákvæði um miðlunartillögu, er ljóst að stefndi hefur stuðlað að ólögmætu ástandi þvert gegn tilgangi löggjafans með setningu lagareglna um hlutverk og verkefni samningsaðila og ríkissáttasemjara við lausn kjaradeilna. Við þessar aðstæður e r stefnda óheimilt að láta boðað verkfall koma til framkvæmda og því ber að fallast á aðalkröfu stefnanda. Kópavogi, mánudaginn 6. febrúar 2023.