FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 16. júní 20 21 . Mál nr. 1 /20 21 : Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ( Harpa R ún Glad lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f yrir hönd Samtaka verslunar og þjónustu vegna Stoðkerfis ehf. ( Guðmundur Heiðar Guðmundsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 18. maí s íðastliðinn. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Kristín Benediktsdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins , f yrir hönd Samtaka verslunar og þjónustu , Borgartúni 35 í Reykjavík , vegna Stoðkerfis ehf., Urðarhvarfi 8 í Kópavogi . Dómkröfur stefnanda 1 Af hálfu stefna nda eru gerðar eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að stefndi, Stoðkerfi ehf., hafi við framkvæmd uppsagnar félagsmanns stefnanda, A , hjúkrunarfræðings, brotið í bága við ákvæði 5.3.2 í kjarasamningi milli stefnanda og stefnda, dags. 1. október 2008. Að stefnda verði gert að greiða félagsmanni stefnanda, A , hjúkrunarfræðingi, kr. 5.054.828, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 4.974.828 frá 2. september 2020 til 27. janúar 2021, en með dráttarvö xtum skv. 1. mgr. 6. gr. s.l. af kr. 5.054.828 frá þeim degi til greiðsludags. Þá kveðst stefnandi krefjast þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti, en stefnandi ás kilur sér rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Til vara er þess krafist að stefnukrafan verði lækkuð verulega og stefnda verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu eða hann felldur niður. 2 Málavextir 3 Félagsmaður stefnanda, A , er menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Stefndi , Stoðkerfi ehf., réð félagsmann stefnanda, A , sem hjúkrunarfræðing við Læknastöðina í Orkuhúsinu, sem rekin er af stefnda, og hóf hún störf 13. ágúst 2012. S kriflegur ráðningarsamningur var gerður og fóru réttindi og skyldur aðila eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífins við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4 Í málinu liggur fyrir að A var boðuð á fund með framkvæmdastjóra og skurðstofustjór a stefnda 31. ágúst 2020. Á fundinum var A sagt upp störfum . Var jafnframt u pplýst að uppsagnarfrestur hennar vær i þrír mánuðir og að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi hennar í uppsagnafresti. Óumdeilt er í málinu að tilgreind ástæð a uppsagnarinnar hafi v erið samskiptaörðugleik a r . 5 Hinn 2. september 2020 sendi eiginmaður A t vö tölvu bréf til annars vegar framkvæmdastjóra stefnda og hins vegar stjórnarformann s stefnda þar sem hann óskaði eftir fundi þeirra hjóna með framkvæmdastjóra, stjórnarformanni og skurðstofustjóra stefnda til þess að fara yfir ástæður uppsagnarinnar . Í málinu liggur fyrir að slíkur fundur var haldinn . 6 Með aðilum málsins reis ágreiningur um viðtal um ástæður uppsagnarinnar samkvæmt gr ein 5.3.2. í kjarasamning i aðila. Stefnandi kveður stefnda ekki hafa boðað til fundar líkt og honum hafi borið að gera samkvæmt kjarasamningsákvæðinu í kjölfar beiðn i A um fund . Því mótmælir s tefnd i sem röngu og telur að f ramkvæmdastjóri stefnda hafi svarað beiðninni á þann veg að sjálfsagt væri að hitta A , eins og hún ætti rétt á samkvæmt ákvæðum kjarasamning sins, og jafnframt hafi henni verið bent á að hún gæti tekið með sér fulltrúa stéttarfélagsins á fundinn. Þá h efði stefndi óskað eftir því að A legði til fundartíma og því hafi það ekki verið vi ð stefnda að sakast að ekki hafi verið fundað um ástæðu uppsagnar innan þeirra tímamarka sem fram koma í kjarasamning sákvæðinu . 7 Við fyrirtöku málsins 2. mars 2021 var að ósk lögmanns stefnanda bókað að A h efði verið án atvinnu frá því að henni var sagt upp störfum , hún hafi verið illa stödd andlega séð og ekki treyst sér til að hefja atvinnuleit. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins kom fram að A h efði verið án vinnu í níu mánuði í kjölfar uppsagnarinnar. Á þeim tíma h efði hún fengið greiðsl ur úr sjúkrasjóði í sex mánuði. Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Stefnandi kveður mál þetta eig a undir Félagsdóm á grundvelli 2. t öluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 9 Stefnandi byggir stefnukröfur sínar á því að stefn di hafi brotið í bága við ákvæði kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og stefnanda o.fl. 1. október 2008 við framkvæmd uppsagnar félagsma nns stefnanda, A . Stefndi haf i brotið gegn ákvæð i greinar 5.3.2 í samningnum um rétt starfsmanna til að fá viðtal um starfslok sín og ástæður uppsagnar, auk veitingar skriflegra skýringa á uppsögn. Stefnandi bendir á að 3 samkvæmt ákvæðinu skuli beiðni um viðtal koma fram innan fjögurra sólahringa frá því að uppsögn var móttekin, svo sem gerst hafi í tilviki A , og að viðtal skuli fara fram innan fjögurra sólahringa þar frá, en því hafi stefndi ekki orðið við. Vísar stefnandi til þess að b rot gegn ákvæði greinar 5.3.2 varði bótum samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins sbr. grein 5 .3.4 í kjarasamningnum . B rot stefnda séu ljós og skýr og með þeim hafi stefndi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart A og grundvallist fébótakrafa í stefnu á þeirri reglu. Einnig kveðst stefnandi gera kröfu um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna vottorðs sá lfræðings A . 10 Stefnandi bendir á að A hafi óskað eftir fundi um starfslok sín og ástæður uppsagnar þegar eiginmaður hennar sendi stefnda tölvubréf þess efnis 2. september 2020. Bréfið hafi hvort tveggja verið sen t á B , stjórnarformann stefnda, og C , framkvæmdastjóra stefnda. Stefndi hafi svarað beiðninni og um leið staðfest móttöku hennar. A hafi óskað eftir fundi innan þeirra tímamarka sem fram komi í gr ein 5.3.2 í kjarasamnings aðila. Stefndi hafi hins vegar hafnað beiðni um fund , eins og gögn mál sins sýni . 11 Stefnandi kveðst byggja á því að þegar f jór ir sólahring ar voru lið nir frá beiðni A um fund , eða 6. september 2020 , h e f ð i stefndi sannarlega brotið gegn ákvæði greinar 5.3.2 í kjarasamning num þegar umbeðinn fundur um starfslok A og ástæður uppsagnarinnar hefði ekki verið haldinn. Stefnandi bendir á að ljóst sé af svarbréfi stefnda að hann hafi verið fullkomlega meðvitaður um skyldu sína að þessu leyti en hafi þrátt fyrir það ekki orðið við beiðn inni og haldið fund. Stefnandi vísa r til hliðsjónar hvað þetta varðar til dóms Félagsdóms í máli nr. 6/2013 sem hafi varðað sambærileg kjarasamningsákvæði . Þar hafi verið staðfest að miklu máli skipti a ð samningsbundnir frestir væru virtir í hvívetna. Ekkert hafi komið fram a f hálfu stefnda um ástæður þess að fundur var ekki boðaður og engar skýringar gefnar þar að lútandi. Stefnandi hafi því ekkert sér til málsbóta um framkvæmd uppsagnarinnar og hún því augljóst brot á kjarasamningi aðila. 12 Stefnandi telur að stefndi hafi einnig broti ð gegn ákvæði greinar 5.3.2 í kjarasamningi aðila með því að svipta félagsmann sinn A , möguleikanum á því að óska eftir skriflegum skýringum á ástæðum uppsagnar, svo sem samningsákvæðið fel i í sér. Þar segi að starfsmaður geti að loknu viðtali um starfslok og ástæður uppsagnar óskað eftir því innan fjögurra sóla r hringa frá viðtalinu að fá ástæður uppsagnar skýrðar skriflega. Stefndi hafi því mátt ganga út frá því að ef hann hefði virt skyldur sínar og haldið umbeðinn fund hefði A nýtt sér kjarasamningsbundinn rétt sinn og farið fram á að fá ástæður uppsagnarinnar skýrðar skriflega. A hafi haft það í huga þegar hún óskaði eftir fundinum en hún hefði ítrekað óskað eftir því við stefnda á uppsagnarfundinum að fá að vita ástæður uppsagnarinnar. Fátt h efði verið um svör en því hefði loks verið haldið fram að um s amskiptaörðugleika hafi verið að ræða. Þessar ástæður séu úr lausu lofti gripnar, verulega óskýrar og eigi sér enga stoð. Hvor ki hefði áður verið kvartað u ndan samskiptaörðugleikum hjá A né hafðar uppi annars konar aðdróttanir um starf hennar eða persónu. 4 13 Stefnandi byggir á því að brot stefnda felist í því að hafa ekki farið eftir ákvæðum 3. mgr. gr einar 5.3.2 í kjarasamning num . Þar komi fram að ef atvinnurekandi fellst ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar um ástæður uppsagnar eigi sá starfsmaður rétt á öðrum fundi, innan fjögurra sóla r hringa, með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stétta rfélags , óski starfsmaðurinn þess. Stefnandi byggir á því að hefði stefndi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt kjarasamningnum sé ekki unnt að útiloka að í stað þess að stefndi hefði fallist á beiðni um skrifleg ar skýringar, hefði hann kosið að fram færi annar fundur með A . Ljóst sé hins vegar að hvor ki hafi getað komið til þess fundar né veitingar skriflegra skýringa þar sem stefndi hafi ekki virt skyldur sínar að þessu leyti. Hafi stefndi brotið gegn ákvæði greinar 5.3.2 í heild sinni. 14 Stefnandi kveður A haf a orðið fyrir verulegu tjóni vegna framangreindra brota stefnda. Uppsögnin hafi verið óvænt og valdið henni miklu andlegu áfalli sem leitt hafi til þess að hún hafi ekki treyst sér til þess að hefja atvinnuleit. Þá telur stefnandi það hafa sérstaklega valdið A meingerð að stefndi hafi virt skyldur sínar samkvæmt kjarasamningi að vettugi og ekki boðað til fundar ins sem honum hafi borið að boða til og A óskað i eftir. Samkvæmt áðurgreindu ákvæði kjarasamningsins eigi starfsmaður rétt á að fá raunverulegar skýringar á uppsögn innan þeirra tímamarka sem þar séu sett . M eð háttsemi sinni hafi stefndi brotið gegn ótvíræðri athafnaskyldu til að upplýsa A um ástæður uppsagnarinnar innan hinna tilteknu tímamarka annars vegar og til að veita skýring ar hins vegar. Litlar sem engar skýringar hafi verið gefnar fyrir ástæðum uppsagnar. 15 Stefnandi krefst bóta vegna framangreindra kjarasamnings brota stefnda, enda hafi A , f élagsmaður í stefnanda, orðið fyrir tjóni vegna brota nna. Stefnandi kveðst byggja bótakröfuna á 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938, meginreglum skaðabótaréttar og ákvæði greinar 5.3.4 í kjarasamningi aðila. 16 Stefnandi bendir á að bætur fyrir ólögmæta uppsögn eigi ekki að ákvarða með sama hætti og bætur fyrir missi launa í uppsagnarfresti. Tjón vegna ólögmætrar uppsagnar sé annars eðlis og verð i að ákvarða bætur að álitum. Brot stefnda hafi valdið verulegri röskun á stöðu og högum A . Hún hafi gert ráð fyrir að starfa áfram hjá stefnda enda hafi henni gengið vel í vinnunni og hún sinnt starf i sínu vel. Í kjölfar uppsagnarinnar hafi hún á hinn bóginn átt mjög erfitt uppdráttar og ekki haft heilsu til að leita nýrra starfa sökum andlegrar vanlíðunar. Stefnandi bendir á að A sé með starfsreynslu sem skurðhjúkrunarfræðingur og að ekki verði gengi ð að því vísu að fá starf sem hæfi áralangri reynslu hennar . Stefnandi kveðst byggja fjártjónskröfu sína á því að samkvæmt ákvæðum kjarasamningsins geti brot á ákvæðum hans varðað skaðabótum. Að því virtu og með vísan til dómafordæma kveðst stefnandi gera kröfu um greiðslu skaðabóta sem nemi launum A í þrjá mánuði umfram þriggja mánaða uppsagnarfres t. Kröfugerð stefnanda byggi á launaseðlum A , sem liggja frammi í málinu, sem miðist við full mánaðarlaun hennar og meðaltal eftirvinnu á mánuði þannig að 5 h eilda rfjártjónskrafa nem i 1.974.828 krónum, eða 658.276 krónum á mánuði í þrjá mánuði. 17 Miskabótakrafa stefnanda er reist á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi byggir á því að A hafi o rðið fyrir ólögmætri meingerð á æru sinni við framkvæmd uppsagnarinnar. Hafi hún orðið fyrir áfalli en hún hafi ekki vitað hvað stæði til. Stefnandi bendir jafnframt á að framkvæmd upps agnarinnar hafi verið mjög harkalegar og særandi og að stefndi hafi ekk ert gert til þess að milda það áfall iðulega fylgi uppsögnum. Ákvæði kjarasamningsins um fund í kjölfar uppsagnar og skýringar á uppsögn hafi verið þverbrotin, þrátt fyrir beiðni A um slíkan fund. Þau brot stefnda hafi verið henni afar þungbær og bakað hen ni verulegan miska. Að ósekju hafi málið litið út eins og A hefði brotið alvarlega af sér í starfi. Þ etta hafi einnig reynst henni afar þungbært og hafi hún þurft að leita sér sálfræðihjálpar. Samkvæmt umsögn sálfræðings A hafi hin síðarnefnda í kjölfar up psagnarinnar verið í miklu ójafnvægi , upplifað miklar og erfiðar tilfinningar og greinst með einkenni þunglyndis . Þurfi hún á áframhaldandi sálfræðimeðferð að halda af þeim sökum. Stefnandi kveður kröfu sína um 3.000.000 króna miskabætur síst of háa með ti lliti til atvika og brota stefnda. 18 Stefnandi krefst endurgreiðslu útlagðs kostnaðar vegna öflunar ums agnar sálfræðings A . Hafi verið nauðsynlegt að afla umsagnarinnar til að sanna tjón hennar en s tefnandi hafi jafnframt orðið fyrir tjóni vegna útlagðs kost naðar að fjárhæð 80.000 krónur og gerir því kröfu á hendur stefnda um endurgreiðslu hans . Alls nem i höfuðstóll aðalkröfu stefnanda 5.054.828 krónum ( 1.974.828 + 3.000.000 + 80.000) og þá krefjist stefnandi vaxta og dráttarvaxta í samræmi við kröfugerð sína sem fram kemur hér að framan. Málsástæður og lagarök stefnda. 19 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að kröfur stefnanda eigi sér hvorki stoð í lögum né kjarasamningi aðila. Uppsögn ráðningarsamnings af hálfu ste fnda hafi verið lögmæt . Vísar stefndi til þess að A hafi verið sagt upp með kjarasamningsbundnum fyrirvara og henni hafi jafnframt verið boðið annað viðtal um ástæðu uppsagnar innan þeirra tímamarka sem kjarasamningur aðila tilgreini . Því boði hafi hún hafnað . 20 Stefndi vísar til þess að á almennum vinnumarkaði g ildi sú meginregla að uppsagnarrétturinn sé frjáls og því þurfi hvor ki að réttlæta uppsögn né tilgreina ástæður, nema lög, kjarasamningar eða ráðningarsamningur kveði á um annað. Atvinnurekanda ja fnt sem starfsmanni hafi því verið frjálst að segja upp ráðningarsamningi af hvaða ástæðu sem er, að virtum ákvæðum um uppsagnarfrest. Uppsagnarréttur sé gagnkvæmur réttur, sbr. gr ein 5.3.1 í kjarasamningi aðila og aðeins sérstök lagaákvæði takmark i þann r étt atvinnurekanda, sbr. gr ein 5.3.3 í kjarasamning num . Óumdeilt sé að A hafi verið sagt upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi sem ekki hafi verið farið fram á að hún y nni. Framkvæmd uppsagnarinnar hafi því verið í samræmi við kjara samning aðila og meginreglur vinnuréttar. Þá byggir stefnandi á því að ákvæðið sé formregla en ekki 6 gildisskilyrði fyrir lögmæti uppsagnar og vísar að því leyti til dóm s Félagsdóms í máli nr. 20/2001. 21 Stefndi byggir á því að u ppsögnin hafi átt sér mjög langan aðdragand a . Framkvæmdastjóri stefnda og þeir sem hafi séð um mannauðsmálin hjá stefnda fyrir hennar tíð hafi margsinnis rætt við A um nauðsyn þess að leysa þau samskiptavandamál og ágreining sem hafi verið til staðar og lagt sig fram við a ð aðstoða hana við að bæta samskipti sín við starfsfélaga. Þar sem stefndi h efði metið það svo að fullreynt væri að leysa úr þessum erfiðleikum og tryggja starfshæft vinnuumhverfi hafi hann verið knúinn til að bregðast við aðstæðum á vinnustað num með því a ð segja A upp störfum. Stefndi hafni því að uppsögnin hafi verið óvænt enda hafi hún átt sér langan aðdraganda sem A hafi verið að fullu kunnugt um. Farið hafi verið yfir ástæður uppsagnar innar á nýjan leik þegar aftur þegar A hafi verið sagt upp störfum. 22 Stefndi kveðst þekkja skyldu sína samkvæmt gr ein 5.3.2. í kjarasamningi aðila og hafi verið reiðubúinn að fara aftur yfir ástæður uppsagnar með félagsmanni stefnanda, A , innan þeirra tímamarka sem kjarasamningur tilgreini. Kveð ur stefndi það vera óumdeilt að farið hafi verið yfir ástæður uppsagnar þegar A hafi verið sagt upp störfum hinn 31. ágúst 2020 og skilyrði 1. mgr. gr einar 5.3.2. því fullnægt. Í 2. mgr. greinarinnar segi að starfsmaður geti óskað eftir skriflegum skýringum á ástæðum uppsagnar innan fjögurra sólarhringa frá því að viðtal fer fram um ástæðu uppsagnar. Það sé þá undir atvinnurekanda komið skv. málsgreininni h vort hann fallist á slíka ósk og veiti þá skriflegar skýringar innan fjögurra sólarhringa frá því að bei ðnin k emur fram nema hann kjósi fremur að nýta sér heimild 3. mgr. sama ákvæðis til að bjóða starfsmanni á annan fund um ástæður uppsagnar innan sama tímafrests. Starfsmanni sé heimilt að hafa með sér trúnaðarmann eða fulltrúa stéttarfélags á slíkum fundi. Kjarasamningur aðila sé því skýr um að starfsmaður eigi ekki rétt á síðara viðtali nema atvinnurekandi hafni boði hans um skriflegan rökstuðning fyrir upps ö gn. E ngin gögn hafi verið lögð fram sem sýni að stefnandi eða annar aðili hafi óskað eftir skrifleg um rökstuðningi uppsagnar fyrir hönd stefnanda og hafnar því málsástæðum stefnanda þegar af þessum sökum . 23 Stefndi kveðst hafa b oðist til að fara á nýjan leik yfir ástæður uppsagnar með A á öðrum fundi innan þeirra tímamarka sem kjarasamningur aðila geri ráð fyrir. Að mati stefnda hafi e iginmaður A ekki verið í neinum r étti til að fara fram á að hann yrði viðstaddur. Samkvæmt 3. mgr. gr einar 5.3.2 í kjarasamningnum sé starfsmanni einungis heimilt að fara fram á að hafa með sér trúnaðarmann eða annan fulltrúa stéttarfélags. Framkvæmdastjóri stefnda hafi haft slæma reynslu af því að maki væri viðstaddur viðt öl um ástæður uppsagnar og hafi því ekki getað orðið við beiðni eiginmannsins en hafi á hinn bóginn boðið A til fundar. Eiginmaðurinn hafi í kjölfarið óskað eftir því að A hefði með sér lögfræðing eða vinnusálfræðing. Framkvæmdastjóri stefnda h efði fallist á þá ósk en tekið fram að lögfræðingur stefnda 7 þyrfti þá einnig að vera viðstaddur. H vorki í lögum né kjarasamningi aðila sé að finna takmörkun á því hvern atvinnurekandi geti haft með sér í viðtal og hefði s tefnda því verið heimilt að gera þennan áskilnað. Augljóst sé a ð tölvupóstur stefnda til A hafi falið í sér boð með ákveðnum formerkjum sem hafi kallað á viðbrögð frá henni eða eiginmanni hennar áður en tímabært h efð i verið að ákveða funda rtíma . Þar sem framkvæmdastjóri stefnda h efð i engin viðbrögð fengið við tölvupósti sínum h efð i hún verið í góðri trú um að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. Það hafi verið eðlileg ályktun í ljósi fyrri samskipta og þar sem A h efð i þegar fengið ítarlegar skýringar á ástæðum uppsagnar. Atvik málsins séu því að engu leyti sambærileg málavöxtum í dómi Félagsdóms í máli nr. 6 /2013. 24 Stefndi mótmælir því að háttsemi hans hafi verið saknæm eða ólögmæt. Hann hafi verið knúinn til að bregðast við aðstæðum á vinnustað en A hafi verið sagt upp störfum með kjarasamningsbundnum fyrirvara og sé því lögmæt. Það sé rangt og ósannað að fyrirtækið hafi gerst brotlegt gegn gr ein 5.3.2. í kjarasamningi aðila . 25 Stefndi telur að á höld séu um það hvort það sé á valdsviði Félagsdóm s að d æma skaða - og miskabætur þegar ágreiningur sé um bótagrundvöll og fjárhæð bóta, sbr. m eða l annars dóm Hæstaréttar í máli nr. 120/1969. Ekki hafi verið sýnt fram á að bótagrundvöllur sé fyrir hendi og að bótakrefjandi hafi orðið fyrir tjóni. Stefndi hafi engin lög brotið við uppsögn A og þá hafi hann virt uppsagnarfrest hennar. Hugsanleg brot á formreglum kjarasamninga leið i ekki til sérstakrar bótaskyldu. Þá bendir stefndi á að k röfur eiginmanns A um að mæta sjálfur til fundar með stefnda hafi verið óaðgengilegar fyrir stefnda. 26 Stefndi byggir á því að málatilbúnaður stefnand a uppfylli ekki ski lyrði d - liðar 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. m eðal annars dóm Félagsdóms í máli nr. 12/2018. Þá falli það ekki innan valdsviðs Félagsdóms , sem sé sérdómstóll , eins og það sé afmarkað í 44., sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938 að dæma miskabætur vegna ærumeiðinga. Beri því að vísa frá Félagsdómi skaða - og miskabótakröfu stefnanda líkt og gert hafi verið í framangreindu máli Félagsdóms nr. 12/2018. 27 Telji dómurinn aftur á móti að stefndi hafi brotið gegn ákvæði greinar 5.3.2. í kjarsamningi aðila og að það sé á valdsviði Félagsdóms að taka afstöðu til bótakrafna með þeim hætti sem stefnandi krefst , byggir stefndi á því að skilyrði skaðabótaréttar um t jón sé ekki fyrir hendi . A hafi fengið greidd full laun í uppsagnarfresti sem ekki hafi verið farið fram á að hún y nni. S taðhæfingar um frekara tjón A séu órökstuddar og hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hún hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna ætlað rar háttsemi stefnda. Að sama skapi hafi það ekki áhrif á lögmæti uppsagnar þótt vinnuveitandi b jóði starfsmanni ekki á fund til að ræða ástæður uppsagnar innan þess tímafrests sem kjarasamningur tilgreini. Þótt brotið væri gegn málsmeðferðarreglu kjarasamningsins eftir að uppsögn hefði verið framkvæmd væri u ppsögnin allt að einu lögmæt. Að mati stefnda eigi s kaðabótakrafan því hvorki stoð í lögum, kjarasamningi aðila né dómaframkvæmd. 8 28 Stefndi telur ekki lagaskilyrði til að dæma miskabætur , auk þes s sem það sé heldur ekki hlutverk Félagsdóms að dæma um slíkt. Engin dómafordæmi styðj i þessa kröfugerð stefnanda . Uppsögnin hafi verið lögmæt og uppsagnarfrestur virtur og viðtal hafi átt sér stað um ástæður uppsagnar . Þá sé rangt og ósannað að uppsögnin hafi verið byggð á efnislega röngum forsendum eða verið framkvæmd á einhvern þann hátt sem valdið hafi A óþægindum eða tjóni umfram það sem leiði, eðli málsins samkvæmt, af því að vera sagt upp starfi. Sé því bæði rangt og ósannað að háttsemi stefnda hafi verið saknæm og bitnað á æru A af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. 29 Stefndi hafnar því sem röngu og ósönnuðu að aðfarir við uppsögnina hafi verið mjög harkalegar og særandi. Framkvæmdastjóri stefnda, sem hafi reynslu af málum sem þessum , haf i framkvæmt uppsögnina með því að boða A á fund 31. ágúst 2020. Auk framkvæmdastjóra hafi setið fundinn annar af skurðstofustjórum stefnda. Stefndi hafi gert sitt besta við að framkvæma uppsögnina eins fagmannlega og kostur hafi verið en hún hafi verið neyðaraðgerð til að leysa langvarandi og óleysanlega samstarfserfiðleika og því ekki gerð af léttúð. Farið hafi verið yfir ástæður uppsagnar með A og viðtalið farið vel fram. 30 Stefndi telur að það hafi ekki verið við sig að sakast að síðari fundur um ástæð ur uppsagnar hafi ekki farið fram. Boð um síðari fund hafi verið margítrekað. Þegar stefnanda hafi ve r i ð sagt upp störfum hafi verið farið yfir ástæður þess . Í stefnu komi fram að ágreiningslaust sé að ástæða uppsagnar hafi verið samskiptaörðugleikar. Líkt og áður sé rakið hafi forsvarsmenn stefnda margsinnis rætt þá við A og reynt að ráða bót á þeim . Því fái ekki staðist að hún hafi haft ástæðu til að ætla að uppsögn in ætti rætur að rekja til alvarlegs brots í starfi , líkt og haldið sé fram í stefnu. Uppsögnin hafi ekki verið rökstudd með þeim hætti og rangt og ósannað sé að stefndi hafi gefið slíkt í ljós. A hafi einnig afþakkað tækifæri til að ræða frekar ástæður uppsagnar. 31 Um v arakröfu um lækkun stefnukröfunnar vísar stefndi til sö mu málsástæðna og vegna sýknukröfu. Verði fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda um að stefndi hafi við uppsögnina brotið gegn ákvæði greinar 5.3.2 í kjarasamningi geri það ekki uppsögnina ólögmæta. Því eigi fo rdæmi þar sem fallist hafi verið á skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar ekki við en ætlað brot hafi ekki haft áhrif á réttarstöðu starfsmanns. Ef svo hefði verið virðist sem A hafi ekki takmarkað tjón sitt með því að skrá sig hjá opinberri vinnumiðlun, Vinnumálastofnun. Þá sé ósannað að hún hefði ek ki getað takmarkað tjón sitt fyrr með því að ráða sig í aðra vinnu . Þess sé krafist að laun eða tekjur, þ ar með taldar bætur og styrkir, sem A hafi aflað eða hefði getað aflað komi til frádráttar kröfunni ákveði Félagsdómur að dæma skaðabætur . 32 Að mati stefnda sé mi skabótakrafa stefnanda úr hófi og í engu samræmi við þær ávirðingar sem stefnda sé ge fið að sök. Verði fallist á að ávirðingarnar eigi við rök að styðjast og að dæma beri miskabætur , ber i því að lækka kröfuna með vísan til dómaframkvæm dar í sambærilegum málum. 9 33 Stefndi vísar til þess að sálfræðivottorð sé ekki læknisvottorð um óvinnufærni og get i því ekki haft þýðingu um óvinnufærni vegna sjúkdóms. Þá hafi stefndi ekki veitt samþykki sitt fyrir öflun vottorðsins né hafi stefndi beðið um það. Greiðsluskylda vegna þessa get i því ekki verið lögð á stefnda, s br. grein 4.5 í kjarasamningi um starfshæfnisvottorð . Niðurstaða 34 Mál þetta á undir Félagsdóm með vísan til 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. 35 Í 5. kafla kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1. október 2008 er fjallað um ráðningu, uppsagnarfrest o.fl. Ekki er um það deilt að kjarasamningur þessi tók til starfa A hjá stefnda, Stoðkerfi ehf. Í gr. 5.3 eru ákvæði um uppsögn og í gr. 5.3.1 eru almenn ákvæði um uppsögn. Þar kemur meðal annars fram að uppsagnarfrestur skuli af beggja hálfu vera þrír mánuðir eftir sex mánaða samfellt starf og að allar uppsagnir skulu vera skriflegar. 36 Í gr. 5.3.2 eru ákvæði er lúta að viðtali um ástæður u ppsagnar. Segir í 1. mgr. að starfsmaður eigi rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Í 2. mgr . greinar 5.3.2 segir að starfsmaður geti óskað þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Þá kemur fra m í 3. mgr. greinarinnar að ef atvinnurekandi fellst ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar á starfsmaður, innan fjögurra sólarhringa, rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa st éttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess. Í gr. 5.3.3 eru ákvæði varðandi lögmæltar takmarkanir á frjálsum uppsagnarrétti vinnuveitanda og í gr. 5.3.4 segir að brot gegn ákvæðum þessa kafla kjarasamningsins geti varðað bótum samkvæmt almennum reglum skað abótaréttarins. 37 Á fundi 31. ágúst 2020 með framkvæmdastjóra og einum tveggja skurðstofustjóra stefnda var A afhent uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir miðað við mánaðamót og formleg starfslok yrðu því 30. nóvember sama ár. Enn fremur var tekið fram í bréfinu að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi hennar á uppsagnarfrestinum. Á fundinum, sem mun hafa staðið yfir í um 30 mínútur, var rætt um ástæður uppsagnarinnar en af gögnum málsins verður þó ekkert fullyrt hversu ítarlegar þær umræður voru. 38 Að morgni 2. september sama árs sendi eiginmaður A tölvubréf til stjórnarformanns og framkvæmdastjóra stefnda. Í bréfinu kom fram að hann og A óskuðu eftir fundi með þeim og skurðstofustjóra hjá stefnda. Síðar sama dag sendi framkvæmdastj órinn tölvubréf til eiginmanns A þar sem fram kom að sjálfsagt væri að hitta A sjálfa til að ræða uppsögnina og ástæður hennar óski hún eftir því, enda væri það réttur hennar 10 samkvæmt kjarasamningi. Einnig var á það bent að telji þau að brotið hafi verið á henni geti hún leitað til síns stéttarfélags og þá væri sjálfsagt að eiga síðar fund með A og fulltrúa stéttarfélagsins. Skömmu síðar hinn sama dag sendi eiginmaður A á ný tölvubréf til framkvæmdastjóra stefnda þar sem lýst var vonbrigðum með svar stefnda og spurt hvort A gæti tekið lögfræðing eða vinnusálfræðing með sér á fyrirhugaðan fund. Þessu tölvubréfi svaraði framkvæmdastjóri stefnda 4. sama mánaðar og kvað málið vera komið á annað stig ef A vildi ekki fara þær leiðir sem áður hafi verið bent á. Ef A vilji fund með lögfræðingi eða öðrum aðila muni stefndi þurfa einnig að boða sinn lögfræðing á fundinn. Engin frekari samskipti munu hafa farið beint á milli aðila í því skyni að koma á fundi þeirra til að ræða uppsögnina og ástæður hennar. Fór því svo a ð ekki varð af fundi með aðilum um starfslok og ástæður uppsagnar A samkvæmt því sem mælt er fyrir um í 1. mgr. gr. 5.3.1 í kjarasamningnum. Af því leiddi enn fremur að A nýttust ekki þau úrræði sem kveðið er á um í 2. og 3. mgr. sömu greinar varðandi skri flegar skýringar á ástæðum uppsagnarinnar ellegar fund aðilanna um ástæður uppsagnarinnar að viðstöddum trúnaðarmanni A eða öðrum fulltrúa stéttarfélags hennar. 39 Eins og áður greinir á starfsmaður rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Skal b eiðni þar um koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Í þessu felst, ef starfsmaður óskar innan tilskilins frests að eiga viðtal um ástæður uppsagnar, að skylda stofnast t il að viðtalið fari fram innan fjögurra sólarhringa eftir að ósk starfsmannsins barst. Í dómi Félagsdóms frá 10. júlí 2013 í máli nr. 6/2013 var um sambærilegt ákvæði í kjarasamningi sérstaklega tekið fram að vegna eðlis mála af þeim toga, sem hér um ræðir , sé augljós þörf á að veita starfsmanni viðtal innan hins tilgreinda frests, enda séu frestir ákveðnir skammir af þeim sökum. Skipti því miklu að frestir séu virtir í hvívetna. Þrátt fyrir uppsögnina var ráðningarsambandi A við stefnda ekki lokið og stjór nunarréttur stefnda sem vinnuveitanda A var því í reynd enn fyrir hendi. Eins og hér stóð á þykir mega ganga út frá því að fundur sá sem eiginmaður A óskaði eftir með tölvubréfinu að morgni 2. september 2020 myndi fara fram á starfsstöð stefnda. Í ljósi þe ss sem hér hefur verið rakið verður enn fremur að líta svo á að það hafi verið í hendi stefnda að fylgja eftir þeirri skyldu að sá fundur sem A óskaði eftir að eiga um ástæður uppsagnarinnar færi fram innan þess fjögurra sólarhringa frests sem kjarasamning urinn kvað á um. 40 Af orðalagi greinar 5.3.2 og þegar gr ein 5.3 er metin í heild er ekki unnt að líta svo á að umræða sem fram fór á milli aðila um leið og A fékk uppsagnarbréfið í hendur hafi verið það formlega viðtal sem 1. mgr. greinar 5.3.2 mælir fyrir u m. Þá verður fyrrgreint tölvubréf sem eiginmaður A sendi stjórnarformanni og framkvæmdastjóra stefnda að morgni 2. september 2020 ekki skilið öðruvísi en að í því hafi falist beiðni A um að eiga slíkt viðtal. Bar þá stefnda að bregðast við og boða A til fu ndar innan tilskilins frests. Þótt á það megi fallast að stefnda hafi verið rétt að boða A persónulega til fundarins verður ekki fram hjá því litið að hann brást þeirri skyldu að boða hana til 11 fundar á tilteknum tíma innan marka tímafrestsins. Með því brau t hann gegn 1. mgr. greinar 5.3.2 í kjarasamningi aðila. Verður viðurkenningarkrafa stefnanda því tekin til greina eins og nánar getur í dómsorði. 41 Vegna brots stefnda gegn f ra mangreindu kjarasamningsákvæði er þess krafist að A verði greiddar bætur úr hendi stefnda samtals að fjárhæð 5.054.828 krónur auk nánar tilgreindra vaxta. Er krafan sundurliðuð þannig að bætur vegna fjártjóns nemi 1.974.828 krónum, miskabætur 3.000.000 króna og útlagður kostnaður vegna öflunar umsagnar sálfræðings 80.000 krónum. Kveður stefnandi bótakröfuna byggjast á 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938, meginreglum skaðabótaréttar og ákvæði greinar 5.3.4 í kjarasamningi aðila. 42 Kröfu um bætur vegna fjártjóns A kveður stefnandi vera á því reista að hún eigi rétt á bótum sem nemi fullum mána ðarlaunum í þrjá mánuði umfram þriggja mánaða laun á uppsagnarfresti. Engin gögn hafa verið lögð fram af hálfu stefnanda sem sýna fram á að A hafi verið óvinnufær í þrjá mánuði að liðnum uppsagnarfresti sem megi rekja til þess atviks að stefndi boðaði hana ekki til fundar til að ræða starfslok hennar og ástæður uppsagnarinnar í samræmi við ákvæði í 1. mgr. greinar 5.3.2 í kjarasam n ingi aðila. Við munnlegan flutning málsins upplýstist að A hafi notið greiðslna úr sjúkrasjóði síns stéttarfélags sem hafi numið 80% launa í sex mánuði. Engin gögn hafa verið lögð fram um þessar greiðslur svo sem staðgreiðsluyfirlit skatta fyrir mánuðina desember 2020 til febrúar 2021 líkt og stefndi skoraði á stefnanda að gera í greinargerð sinni fyrir dómi. Í ljósi þess sem hér a ð framan greinir verður að telja kröfu um bætur fyrir fjártjón A vanreifaða og að slíkir annmarkar séu á málatilbúnaði stefnanda, sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að ekki verður hjá því komist að vísa þessum kröfulið frá dó mi. 43 Kröfu um miskabætur kveður stefnandi vera reista á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þar sem A hafi orðið fyrir ólögmætri meingerð gegn æru sinni við framkvæmd uppsagnarinnar. Hvorki í stefnu né öðrum gögnum málsins er með skýrum hætti r ökstutt eða gerð grein fyrir á hvern hátt það sálræna áfall sem A varð fyrir við uppsögnina megi rekja til þess að brotið hafi verið gegn æru hennar með því að hún var ekki boðuð til viðtals um ástæður uppsagnarinnar samkvæmt gr ein 5.3.2 í kjarasamningnum fremur en að brotið hafi falist í sjálfri uppsögninni . Í málinu er ekki krafist viðurkenningar á því að sjálf uppsögnin hafi farið í bága við ákvæði greinar 5.3.1 í kjarasamningnum, þar sem er að finna almenn ákvæði varðandi uppsögnina. Er málatilbúnaður s tefnanda að þessu leyti óskýr. Þá verður ekki talið að það falli innan valdsviðs Félagsdóms, eins og það er afmarkað í 1. mgr. 44. gr., sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938, sbr. og úrskurð Félagsdóms frá 21. desember 2018 í máli nr. 12/2018, að dæma miskabætur v egna ærumeiðinga samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga . Kröfu um miskabætur verður því vísað frá Félagsdómi. 44 Ekki kemur fram í stefnu á hvaða lagagrundvelli krafa um útlagðan kostnað vegna öflunar umsagnar sálfræðings er reist. Samkvæmt þessu og með vísan til þess að 12 kröfum um bætur fyrir fjártjón og miska er vísað frá dómi verður ekki hjá því komist að vísa þessum lið bótakröfunnar einnig frá dómi. 45 Þegar litið er til framangreindra málsúrslita þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Viðurk ennt er að stefndi, Stoðkerfi ehf., hafi í kjölfar uppsagnar A hinn 31. ágúst 2020 brotið gegn 1. mgr. greinar 5.3.2 í kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1. október 2008. Vísað er frá Félagsdómi öllum bótak röfum stefnanda, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, vegna A . Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Kristín Benediktsdóttir Valgeir Pálsson