FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmt udaginn 29 . apríl 2021. Mál nr. 22/2020: Alþýðusamband Íslands , fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands ( Haukur Örn Birgisson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins , fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar , vegna Icelandair ehf. (Sólveig B. Gunnarsdóttir lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 9. mars s íðastliðinn um frávísunarkröfu stefnda. Málið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir, Kolbrún Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi . Stefndi er Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi kveðst krefjast þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn kjarasamnings - og lögbundnum rétti flugfreyja og flugþjóna sem störfuðu hjá stefnda þegar stefndi dró 15. ág úst 2019 til baka framlengingu tímabundinna ráðningarsamninga sem komust á 1. ágúst 2019 og giltu til 30. september 2019, án greiðslu launa eða bóta. 2 Þá k refst stefnandi málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi gerir a ðallega þ á kröfu að máli þessu verði vísað frá dómi en t il vara að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda . 4 Stefndi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Málavextir 5 Á v or mánuðum 2019 voru flugfreyjur og flugþjónar ráðin tímabundið til flugfélagsins Icelandair ehf. til sumarstarfa. Gerð ir v oru skrifleg i r tímabund nir ráðningarsamning a r við starfsmennina sem í flestum til vikum giltu til 31. ágúst 2019. Þann 19. júlí það ár birtist á innraneti stefnda auglýsing sem beint var til starfsmanna sem ráðnir höfðu 2 verið tímabundið hjá félaginu þar sem fram kom að unnið væri að greiningu áhafnaþarfar næstu mán uði. V ar þess óskað að þeir starfsmenn sem hefðu áhuga á að fram lengja starfstíma sinn hjá félaginu send u inn umsókn fyrir 1. ágúst 2019. Þann dag var síðan sendur tölvu póst ur til starfsmanna sem s ent höfðu umsókn samkvæmt framangreindu og þeim tilkynnt að vegna aukinnar áhafnaþarfa r h efði starfstími þeirra verið framlengdur til 30. september 2019. 6 Þann 15. ágúst 2019 var starfs mönnu nu m á hinn bóginn sendur tölvupóstur þar sem fram kom að forsendur fyrir áætlaðri framlengingu ráðningarsamnings þeirra hefðu breyst og að af þeim sökum gæti ekki orðið af þeim áformum. Því hefði verið hætt við að útbúa nýjan ráðningarsamning fyrir se ptembermánuð. Málsástæður og lagarök stefnanda 7 Stefnandi kveður viðurkenningarkröfu sína reista á því að stefndi hafi með háttsemi sinni brotið gegn kjarasamningsbundnum og lagalegum rétti starfsmanna sinna, auk þess sem háttsemin hafi gengið gegn meginreglum vinnuréttar um uppsögn tímabundinna ráðningarsamninga. 8 Stefnandi byggir á því að kjarasamningar og lög kveði á um lágmarksréttindi starfsfólks á vinnumarkaði en í því felist að ef samið sé um lakari kjör en kveðið sé á um í kjarasamningi eða lö gum teljist samningar um slík kjör ekkert gildi hafa. E kki sé hægt að semja frá sér þau lágmarksréttindi með ráðningarsamningi. F lugfreyjur og flugþjónar sem starfi hjá stefnda starfi eftir kjarasamningi stefnanda og stefnda hvort sem viðkomandi starfsmenn eru fastráðnir eða lausráðnir. Að mati stefnanda ætti að vera ágreiningslaust í málinu að lausráðið starfsfólk stefnda njóti sömu réttinda og fastráðið en sú meginregla vinnuréttar hafi verið lögfest í 4. gr. laga nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starf smanna. Í ákvæðinu segi að starfsmaður með tímabundna ráðningu skuli hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfsmaður með ótímabundna ráðningu af þeirri ástæðu einni að hann sé ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. 9 Í a - lið 1. mgr. 3. gr. laganna sé skilgreint með eftirfarandi hætti: Starfsmaður með ráðningarsamning við vinnuveitanda þar sem lok samningsins ákvarðast af hlutlæ gum ástæðum, til dæmis tiltekinni dagsetningu, lokum afmarkaðs verkefnis eða tilteknum aðstæðum. 10 Stefnandi byggir á því að þeir starfsmenn stefnda sem ráðnir hafi verið í maí 2019 til að gegna starfi til 31. ágúst, sem síðar hafi verið framlengt til 30. se ptember sama ár , hafi verið starfsmenn með tímabundna ráðningu í skilningi a - liðar 1. mgr. 3. gr. laganna. 11 Vísar stefnandi til þess að um uppsagnarfrest flugfreyja og flugþjóna sé fjallað í grein 03 - 1 í þágildandi kjarasamningi stefnanda og stefnda frá 8. júní 2016. Þar segi að 3 uppsagnarfrestur sé 14 dagar fyrstu fjóra mánuði starfstíma starfsmanns. Þá víki ákvæðið að rýmri uppsagnarfresti þegar um lengri starfsaldur sé að ræða. Loks segi í tarfsloka, skal uppsagnarfrestir eigi við í þeim tilvikum þegar um ótímabundna ráðningarsamninga sé að ræða. 12 Grein 03 - 1 kveði þannig berum orðum á um það að ef í ráðningarsamnin gi sé ekki getið um starfslok (ótímabundinn samningur) gildi ákvæðið um uppsögnina. Að öðrum kosti, þ að er ef getið sé um starfslok (tímabundinn samningur), gildi ákvæðið ekki og sé samningurinn því óuppsegjanlegur. Sé það jafnframt í fullu samræmi við meg inreglur vinnu - og samningaréttar þegar komi að lokum tímabundinna samninga. 13 Ste fnandi telur að ákvæðið verði ekki skilið öðruvísi en svo að kjarasamningur aðil a taki þannig á uppsögnum ótímabundinna og tímabundinna ráðningarsamninga. Stefnd i hafi því brot ið ráðningarsamningum flugfreyja og flugþjóna án þess að greiða starfsmönnum sínum laun út samningstímann. Með háttsemi sinni hafi stefndi bakað sér því bótaskyldu gagnvart viðkomandi starfsmönnum. 14 St efnandi byggir á því að ágreiningur um beitingu eða túlkun kjarasamningsákvæða sem gilda við uppsögn starfsmanna stefnda verði borinn undir Félagsdóm, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt bendir stefnan di á að starfsmenn með tímabundinn ráðningarsamning skuli ekki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð, sbr. 4. gr. laga nr. 139/2003. Sé því engum vafa undirorpið að mati stefnanda að sakarefni málsins heyri undir Félagsdóm. 15 Vísar st efnandi til þess að fjallað sé um framlengingu tímabundinna ráðninga í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 139/2003 en þar segi að nýr ráðningarsamningur tel jist taka við af öðrum samningi sé hann framlengdur eða nýr tímabundinn ráðningarsamningur k omist á á milli sömu aðila innan sex vikna frá lokum eldri samnings. 16 Stefnandi byggir á því að stefndi hafi stofnað til tímabundin s ráðninga r samband s við umrædda starfsmenn sína í maí 2019 en þá hafi starfsmenn irnir verið ráðnir til 31. ágúst 2019. Þessi tímabundnu ráðningarsambönd hafi síðan 1. ágúst sama ár verið framlengd til 30. september. Þetta beri gögn málsins skýrt með sér. Þannig hafi stefndi auglýst eftir starfsmönnum sem vildu framlengja ráðningartímabil sitt og í kjölfarið sent þeim sem um það sóttu tölv upóst þar sem þeim hafi verið tilkynnt að ráðningarsamningur þeirra hafi verið framlengdur til 30. september 2019. Um hafi verið að ræða yfirlýsingu sem hafi falið í sér loforð um framlengingu ráðningarsambandsins. Sú yfirlýsing hafi orðið skuldbindandi fy rir stefnda þegar hún kom til vitundar starfsmannanna. 4 17 M eð þessu hafi hið tímabundna ráðningarsamband verið framlengt til 30. september 2019 í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga nr. 139/2003. Stefndi hafi enga heimild haft til þess að draga loforð sitt um ráð ningu til baka eða segja upp ráðningarsambandinu án sérstaks samþykkis viðkomandi starfsmanna. Stefndi hafi því verið skuldbundinn til þess að greiða starfsmönnunum laun út samningstímann, hvort sem hann hugðist nýta sér vinnuframlag þeirra eða ekki. 18 Stefn andi bendir á að félagsmenn sínir hafi enga ábyrgð geta ð borið á því ef áhafnaþörf stefnda kynni að breytast og verð i starfsmennirnir ekki látnir sæta skerðingu á réttindum sínum vegna einhliða ákvörðunar stefnda um að draga fyrri loforð sín til baka. Þá h afi stefndi ekki gert tilraun til þess að segja upp ráðningarsambandinu við starfsmenn sína heldur hafi hann látið nægja að tilkynna þeim að ekki gæti orðið af fyrirhugaðri framlengingu ráðningartímans. Fyrir þessari framkvæmd stefnda sé engin lagastoð. 19 St efnandi byggir á því að yfirlýsing stefnda hafa orðið bindandi fyrir stefn da um leið og hún barst viðkomandi starfsmönnum en þá hafi komist á bindandi samningur um framlengingu ráðninga r sambandsins. Stefnandi hafnar alfarið þeim sjónarmiðum stefnda að sá fyrirvari hafi verið til staðar af hálfu stefnda að starfsmennirnir h afi þurft að samþykkja sérstaklega staðfestingu stefnda um framlengingu ráðningarsambandsins. Telur stefnandi þetta engan veginn standast og bendir á að umræddir starfsmenn h afi á fyrri s tigum sérstaklega sótt um framlenginguna í tilefni af auglýsingu stefnda. Starfsmönnunum hafi verið veittur frestur til 1. ágúst til þess að óska eftir framlengingunni. Það sé því ekki unnt að halda því fram að viðkomandi starfsmenn hafi þurft að samþykkja framlenginguna sérstaklega, eftir að þeim hafði verið tilkynnt að samningur þeirra hefði verið framlengdur. Þá hafi þess hvorki verið getið í tölvupósti stefnda frá 1. ágúst 2019 að viðbragða við tölvupóstinum væri óskað né hafi þar verið að finna nokkra fyrirvara við loforðið. Umræddir starfsmenn hafi því ekki með nokkru móti getað áttað sig á því að þeir yrðu að samþykkja sérstaklega framlenginguna til þess að hún öðlaðist gildi. Sé því mótmælt að þeir hafi þurft að gera það. 20 Í þessu sambandi vísar stefn andi til þess að stefndi hafi upplýst um það á fundi sínum með fulltrúum stefnanda að þeir starfsmenn sem staðfest hafi sérstaklega tölvupóst stefnda frá 1. ágúst h afi fengið greidd laun út septembermánuð, enda h afi stefndi litið svo á að félagið væri skul dbundið þeim starfsmönnum hvað framlengingu ráðningartímans hafi varðað . Af þessu tilefni skor i stefnandi sérstaklega á stefnda að leggja fram umræddar staðfestingar þessara starfsmanna, sem og þeirra skriflegu ráðningarsamninga sem gerðir hafi verið í kjö lfarið við þessa starfsmenn um störf þeirra í septembermánuði 2019. 21 Stefnandi bendir á að samkvæmt grein 0 3 - 1 í þágildandi kjarasamningi aðila skuli ráðningarsamningar vera skriflegir. Skyldan til að útbúa skriflegan ráðningarsamning hvíli á vinnuveitanda. Skriflegir ráðningarsamningar hafi verið gerðir við umrædda 5 starfsmenn í maí 2019 sem hafi átt að gilda til loka ágústmánaðar. Þótt ekki hafi verið útbúnir sérstakir viðaukar við fyrirliggjandi ráðningarsamninga í tilviki þeirra starfsmanna sem hafi fengi ð ið hafi á milli staðfestingar stefnanda um framlengingu starfstíma annars vegar og afturköllunarinnar hins vegar, geti starfsmennirnir ekki verið látnir bera hallann af því eða hallann af einhverjum vafa um gildi þeirra, þ ar með talið tímalengd. Það hafi staðið stefnda nær að útbúa samningana og stefndi get i ekki notið betri réttar gagnvart starfsfólki sínu af því einu að hafa látið undir höfuð leggjast að útbúa skriflega samninga. Þrátt fyrir þetta byggi r stefnandi á því að skrifleg loforð stefnda 1. ágúst um framlengingu ráðninganna til 30. september hafi falið í sér fullnægjandi sönnun og staðfestingu á ráðningarsambandinu. Hvernig sem á málið sé litið blasir við að mati stefnanda að réttaráhrif ráðning arsambandsins hafi stofnast með loforði stefnda þann 1. ágúst 2019. 22 Í 4. gr. laga nr. 139/2003 komi fram að starfsmenn með tímabundna ráðningu skuli ekki njóta hlutfallslega lakari starfskjara og ekki sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn með ótím abundna ráðningu og því sé ljóst að vinnuveitanda sé óheimilt að mismuna starfsmönnum eftir því hvort gerður hafi verið við þá tímabundinn eða ótímabundinn ráðningarsamningur. Starfsmenn með ótímabundna ráðningu eigi rétt á greiðslu launa í uppsagnarfrest i samkvæmt kjarasamningi eða skaðabótum sé ráðningarsamningi þeirra sagt upp. Það sé þeirra lágmarksréttur. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi hins vegar kosið að mismuna umræddum starfsmönnum á grundvelli þess að gerður hafi verið tímabundinn ráðningar samningur við þá með því að neita að greiða þeim laun fyrir umsaminn starfstíma. 23 Loks bendir stefnandi á að í tilviki málsaðila sé ekki til að dreifa neinum sérstökum samningi um fyrirkomulag framlenginga r eða endurnýjunar tímabundinna ráðninga, sbr. 3. mg r. 5. gr. laga nr. 139/2003. Þ ví gildi ákvæði kjarasamnings og almennar reglur vinnu - og samningaréttar um slíkar framlengingar, sbr. 2. mgr. 10. gr. sömu laga. 24 Í ljósi framangreinds sé að mati stefnanda ljóst að stefndi hafi stofnað til tímabundins ráðningarsamnings milli sín og starfsmanna sinna og stefnda hafi verið óheimilt að draga framlengingu ráðningarsambandsins til baka einhliða. Með einhliða aðgerðum sínum hafi stefndi bakað sér bótaskyldu gagnvart umræddum félagsmönnum stef nanda, sbr. 8. gr. laga nr. 139/2003. Þ ví beri að fallast á kröfur stefnanda í málinu. Málsástæður og lagarök stefnda 25 Stefndi byggir kröfu um frávísun á því að viðurkenningarkrafa stefnanda eigi ekki undir Félagsdóm s amkvæmt 2. t ölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . Samkvæmt þeirri laga brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi Í greinargerð með 25. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 80/1938 sé skýrt 6 hvað átt sé við með vinnusamningi og vísað til þess sem á ensku nefnist collective agreement eða á sænsku kollektivavtal . Það sé á íslensku nú nefnt kjarasamningur. 26 Í dómkröfu stefnanda sé hvergi vikið að þeim kjarasamningsákvæðum sem deilt sé um. Aðeins sé vísað almennt til ákvæða kjarasamnings. Í stefnu sé ýmist vísað til þess að framlenging tímabundinna ráðningarsamninga flugfreyja og flug þjóna hafi verið dregin til baka eða að uppsögn hafi átt sér stað. E ina tilvísun til kjarasamnings sé til gr einar 03 - 1 um uppsögn ótímabundinna ráðningarsamninga en þó einungis til að taka fram að ákvæðið eigi ekki við um þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Óljóst sé því h amkvæmt 2. t ölulið 1. mgr. 44. gr laga nr. 80/1938. 27 Stefnandi h aldi því fram að stefndi hafi bakað sér bótaskyldu með vísan til laga nr. 139/2003. Það f alli utan verksviðs dómsins að fjalla um hvort stefndi kunni að hafa gerst brotlegur við ákvæði la ga nr. 139/2003, sbr. dóm Félagsdóms 21. desember 2018 í máli nr. 9/2018 . 28 Stefnandi byggi kröfu um viðurkenningu bótaréttar jafnframt á almennum reglum vinnuréttar og samningaréttar, það er á þeim grundvelli að samningar hafi komist á milli stefnda og ótil greindra félagsmanna stefnanda. Stefndi byggir á því að m at á því hvort ráðningarsamningur hafi komist á milli vinnuveitanda og starfsmanns heyri ekki undir úrlausn Félagsdóms. Mat á bótarétti vegna vanefnda á ráðningarsamningum, sem m.a. r áðist af því hvo rt tiltekinn starfsmaður hafi orðið fyrir tjóni, f alli að sama skapi utan lögsögu Félagsdóms. 29 Auk þess byggir stefndi frávísunarkröfu sína á því að viðurkenningarkrafa stefnanda sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika dómkrafna s amkv æmt d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Málatilbúnaður stefnanda sé óreiðukenndur og óskýr. Ekki komi fram í dómkröfu hvaða greinar kjarasamnings sé deilt um eða efnisinnihald þess ágreinings sem stef nandi h aldi fram að sé á milli aðila. 30 Verði ekki fallist á kröfu um frávísun málsins krefst stefndi þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Sýknukrafa stefnda byggi st á því að stefndi hafi sent einhliða tilkynningu um áætlaða ráðningu sem bundin hafi verið tilteknum forsendum um aukna áhafnaþörf á því tímamarki og háð því skilyrði að móttakandinn samþykkti boðið. Stefndi hafi því verið í fullum rétti til að afturkalla loforð enda h afi aðilar ekki gengið frá samningi. Algengt sé að einhverjir hel t ist úr lestinni þegar k omi að staðfestingu á framlengingu ráðninga. Stefndi h afi aldrei litið á það sem brotthlaup enda sé ekki kominn á bindandi samningur milli aðila. 31 Boð stefnda til starfsmanna um mögule ga framlengingu ráðningar hafi verið með forsendu um aukna áhafnaþörf. Þegar þær forsendur hafi breyst hafi stefnda því verið heimilt að afturkalla tilboð sitt áður en til framlengingarinnar hafi komið . Ekki hafi 7 því stofnast til ráðningarsambands í september 2019 milli Icelandair ehf. og sta rfsmanna sem ráðnir voru til 31. ágúst 2019. 32 Stefndi v ísar til þess að t ilboð um starf í september hafi verið dregið til baka 15. ágúst með sama hætti og tilboðið hafi verið kynnt starfsmönnum, það er með tölvupósti. Vísa r stefndi til meginreglna í vinnuré tti og samningarétti um að forsenda þess að ráðningarsamband framlengist umfram tímabundinn ráðningarsamning sé að því tilboði sem lagt sé fram um framlengingu ráðningar sé svarað . Tilboðið hafi verið afturkallað 15. ágúst , meira en 15 dögum áður en framle nging samkvæmt því átt i að taka gildi og t eljist því einnig uppfylla skilyrði gr einar 03 - 1 í kjarasamningi aðila . 33 Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda og krafa tekin til meðferðar byggir stefndi á því að s amkvæmt 65. gr. la ga nr. 80/1938 sé Félagsdómi heimilt, í tengslum við mál sem falla undir valdsvið dómsins s amkvæmt 44. gr. sömu laga , að dæma skaðabætur. Ekki sé þó í stefnu byggt á þessari heimild laganna og séu kröfur stefnanda og málsástæður vanreifaðar. Tjón, sem sé f orsenda bótakröfu, sé einnig vanreifað. Ekki sé rakið í stefnu hvort félagsmenn stefnanda hafi verið atvinnulausir og í atvinnuleit þá mánuði sem krafist sé launa fyrir, hvort þeir hafi notið einhverra tekna eða bóta á tímabilinu eða hvernig þeir hafi reyn t að takmarka tjón sitt að öðru leyti. Óhjákvæmilegt sé að fjalla um þannig kröfur og varnir stefnda í bótamálum hvers og eins starfsmanns en ekki í einu almennu viðurkenningarmáli vegna ótilgreindra félagsmanna stefnanda. Krafa stefnanda sé því í andstöðu við e - og f - lið i 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 og beri því að vísa henni frá dómi án kröfu . Niðurstaða 34 Í máli þessu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefndi , Icelandair ehf., hafi brotið gegn kjarasamnings - og lögbundnum rétti flugfreyja og flugþjóna sem st arfað hafi hjá stefnda samkvæmt tímabundnum ráðningarsamningum með því að hafa 15. ágúst 2019 dregið til baka framlengingu ráðningarsamninga án greiðslu launa eða bóta. 35 Svo sem að framan er rakið birtist á innraneti stefnda 19. júlí 2019 auglýsing sem beint var til starfsmanna sem ráðnir höfðu verið tímabundið hjá félaginu þar sem kom fram að unnið væri að greiningu áhafnaþarfar næstu mánaða. Þess v ar óskað að þeir starfsmenn , sem hefðu áhuga á að framlengja starfstíma sinn , sendu félaginu umsókn. Með tölvupósti 1. ágúst 2019 var hópi starfsm anna sem sent hafði inn umsókn samkvæmt framangreindu , tilkynnt að starfstími þeirra hefði verið framlengdur til 30. september það ár. Þann 15. ágúst var starfsmönnunum á hinn bóginn tilkynnt að ekki yrði af framlengingu ráðningarsamninganna þar sem forsendur þeirra fyrirætlana hefðu breyst. Stefnandi telur að með framangreind ri tilkynningu 1. á gúst 2019 hafi komist á samningur milli starfsmannanna og stefnda um framlengingu hinna tímabundu ráðningarsamninga. Aftur á móti hafnar stefndi því að um bindandi loforð hafi verið að ræða . 8 36 Samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 er það verke fni Félagsdóms að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot gegn kjarasamningi eða út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Ágreiningsefni málsins lýtur hins vegar að því hvort stofnast hafi ráðningarsamning ur milli stefnda og starfsman nanna sem um ræðir. Þá fellur það utan verksvið s Félagsdóms að leysa úr því hvort stefndi kunni að hafa gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 139/2003. 37 Samkvæmt framangreindu á málið ekki undir dómsvald Félagsdóms . Ber því að taka frávísunarkröfu stefnda ti l greina. 38 Stefnandi greiði stefnda málskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, greiði stefnda, Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf., 500.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Ragnheiður Harðardóttir Karl Ó. Karlsson Valgeir Pálsson