FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 25. mars 20 2 1 . Mál nr. 12 /2020: BSRB , fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra ( Gísli Guðni Hall lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins , fyrir hönd Isavia ANS ehf. ( Álfheiður Mjöll Sívertsen lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 2. mars síðastliðinn. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Sonja H. Berndsen og Valgeir Pálsson . Stefnandi er BSRB fyrir hönd Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Stefndi er S amtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ANS ehf. Dómkröfur stefn an da 1 Stefn andi k refst þess að viðurkennt verði með dómi að þar sem Isavia ANS ehf. breytti vaktskrá flugumferðarstjóra fyrir aprílmánuð 2020 með skemmri fyrirvara en 14 daga og án samráðs við flugumferðarstjóra sem breytingarnar tóku til, beri fyrirtækinu, samkvæmt grein 2.5.1 og 2.8.1 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins fyr ir hönd Isavia ohf. og Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að greiða viðkomandi flugumferðarstjórum laun í samræmi við vaktskrá án tillits til breytinganna, þar með talið yfirvinnukaup samkvæmt grein 1.3.1 fyrir vinnuframlag á sérstökum frídögum, sbr. gre in 2.1.2.2, stórhátíðarkaup samkvæmt grein 1.3.2 fyrir vinnuframlag á stórhátíðardögum, sbr. grein 2.1.2.3 og samkvæmt grein 20.3, nánar tiltekið 1. mgr. í fylgiskjali 2 (ákvæði úr stofnanasamningi 2008). 2 Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnd a samk væmt mati Félagsdóms auk v irðisaukaskatt s . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati Félagsdóms . Málavextir 4 Svo sem greinir í stefnu mun Isavia ohf. hafa verið skipt í þrjú félög 1. janúar 2020 og er stefndi, Isavia ANS ehf. eitt þeirra. Flugleiðsöguþjónusta bæði í innanlandsflugi 2 og alþjóðlegu flugi fluttist frá Isavia ohf. til Isavia ANS ehf. Virðist óumdeilt að laun og starfskjör flugumferðarstjóra, sem starfa hjá Isavia ANS ehf., fara eftir sama kjarasamningi og áður. Um er að ræða kjarasamning Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. og Félags íslenskra flugumferðarstjóra sem samkvæmt framlögðum gögnum var uppfærður 6. apríl 2017 og framlengdu r til 31. desember 2020 með samningi sömu aðila 17. janúar 2020 með breytingum og viðbótum. 5 Samkvæmt grein 2.5.1 í kjarasamningnum skal vaktskrá, sem sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns sem vinnur vaktavinnu, liggja frammi 14 dögum áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst. Þá segir í grein 2.8.1 að fyrir breytingar á vaktskrá, sem ger ðar séu með samþykki flugumferðarstjóra og gerðar séu innan tveggja vikna áður en þær eiga að taka gildi, hafi verið greitt svokallað hliðrunarálag. Sama álag hafi verið greitt hafi þess verið farið á leið við flugumferðarstjóra að lengja vaktina í annan e ndann. Greiðsla álagsins sé nú innifalin í grunnlaunum flugumferðarstjóra. 6 Í málinu liggur frammi tölvupóstur frá starfsmanni stefnda til flugumferðastjóra hjá félaginu 13. mars 2020. Þar kemur fram að vaktaskrá fyrir apríl 2020 sé útgefin. Þá segir þ ar að mikil vinna og ígrundun hafi verið lögð í það á síðustu tveimur vikum að N iðurstaðan hafi orðið sú, að gefa út vaktaskrá í samræmi við vaktake rfið og styrkja enn frekar allar aðrar mögulegar leiðir til að draga aukast líkur á smitum í ykkar röðum og þá þurfum við að bregðast við því með breytingum eða tilfærslum á 7 Með tölvupósti sama starfsmanns stefnda til varðstjóra 22. mars 2020 fylgdi fyrsta vikuáætlun vegna 23. til 29. mars sama ár. Árni Baldursson, aðstoðardeildarstjóri flugstjórnarmiðstöðvar hjá stefnda, sendi varðstjórum síðan tölvupóst 7. apríl sama ár þar sem sagði að í ljósi núverandi aðstæðna hefði verið ákveðið að þeir starfsmenn flugstjórnarmiðstöðvar sem ekki væri þörf fyrir á sérstökum frídögum og um. Þá segir í tölvupóstinum: hægt en að takmarka greiðslur við þær vaktir sem raunverulega er mætt á. varðstjórar skipulegðu vaktir þessara hátíðardaga því til samræmis og að þeir sendu félaginu yfirlit sem fyrst. Loks voru varðstjórar beðnir um að hafa í huga að halda smithættu í lágmarki, eins og gert hefði verið, um leið og mönnun væri skipulögð í full u samræmi við fordæmalausa umferðarspá. 8 Degi síðar gerðu varðstjórar í flugstjórn athugasemdir við framangreindan tölvupóst 7. apríl 2020. Þeir mótmæltu harðlega þeirri aðferðafræði sem þar kom fram og töldu meðal annars að það ætti ekki að vera í ve rkahring varðstjóra að taka ákvarðanir um kaup og kjör þeirra sjálfra og vinnufélaga sinna. Þá er þar rakið að 21. mars hefði 3 verið leitað svara við því hjá fyrirtækinu hvort allir fengju greitt samkvæmt þeirri vaktskrá sem fyrir lægi, hvort sem þeir væru kallaðir út eða væru heima á degi 2 og 3 ef þær vaktir féllu á sérstaka frídaga eða stórhátíð. Því hefði stefndi svarað játandi. Í tölvupóstinum er því jafnframt lýst að varðstjórar hafi efast um að sú ákvörðun stæðist kjarasamning starfsmanna félagsins, a ð afnema greiðslur álags vegna sérstakra frídaga þeim vöktum. Varðstjórum var tilkynnt 9. sama mánaðar að í ljósi erindis þeirra deginum áður myndu aðalvarðstjóri og skr ifstofa flugstjórnarmiðstöðvar raða inn á vaktir eftir páska, án aðkomu varðstjóra. Óumdeilt er að það gekk eftir og mun flugumferðarstjórum, sem breytingarnar tóku til og áttu að vera á vakt en skyldu samkvæmt ákvörðun félagsins vera í leyfi, hafa verið greidd laun fyrir umræddar vaktir með vaktaálagi eins og um hefðbundnar vaktir væri að ræða þrátt fyrir að vaktirnar hefðu samkvæmt upprunalegri vaktskrá verið á sérstökum frídögum eða stórhátíðardögum samkvæmt greinum 2.1.2.2 og 2.1.2.3 í kjarasamningi. A f gögnum málsins verður ráðið að í kjölfarið gerði stefnandi ítrekaðar athugasemdir við þessa framkvæmd. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi kveður mál þetta eiga undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 10 Stefnandi vísar til ákvæða fyrrgreinds kjarasamnings um yfirvinnu og greiðslu tímakaups vegna hennar. Þar komi fram í grein 1.3.1 að tímakaupið skuli nema í hverjum launaflokki 1,0385% af mánaðarlaunum miðað við launaþre p starfsmanna. Í grein 1.3.2 sé mælt fyrir um að öll yfirvinna, sem unnin sé á stórhátíðardögum samkvæmt grein 2.1.2.3, skuli greidd með tímakaupi sem nemi 1,375% af mánaðarlaunum miðað við launaþrep starfsmanna. Í greinum 2.1.2.2 og 2.1.2.3 séu taldir upp stefnu gerð grein fyrir því að í grein 20.3 sé tekið upp sem fylgiskjal 2 ákvæði úr stofnanasamningi frá 2008 þar sem segi að flugumferðarstjóri sem vinni á vöktum skuli fá greitt samkvæmt grein 1.3.1 fyrir vinnu á sérstökum frídögum samkvæmt grein 2.1.2.2 og samkvæmt grein 1.3.2 fyrir vinnu á stórhátíðardögum samkvæmt grein 2.1.2.3. 11 Stefnandi bendir á að meginreglan um stjórnunarrétt vinnuveitanda, sem feli í sér að hann hafi ákvör ðunarvald um framkvæmd vinnuskyldu innan umsamins vinnutíma, takmarkist að því marki sem ráðningarsamningur, lög og kjarasamningur eða annað sérstakt og bindandi samkomulag aðila mæli fyrir um. Stefnandi bendir á að fyrirkomulag einstakra vakta sé ekki fas tsett í ráðningarsamningum flugumferðarstjóra en kjarasamningurinn hafi á hinn bóginn að geyma sérákvæði sem að þessu lúti, sbr. greinar 2.5.1 og 2.8.1. Þar sé mælt fyrir um að vaktskrá, sem hafi verið birt, verði ekki breytt með skemmri fyrirvara en tvegg ja vikna og sé hún því eftir það endanlega bindandi og því geti stjórnunarréttur vinnuveitanda ekki breytt. Þegar 4 vinnutími sé umsaminn beri vinnuveitanda að greiða umsamin laun, jafnvel þótt hann afþakki eða afpanti vinnuframlag starfsmannsins. Því eigi f lugumferðarstjórar, sem hafi átt að vera á vakt á stórhátíðardögum samkvæmt upphaflegri vaktskrá fyrir aprílmánuð 2020, rétt á því að fá greidd laun vegna vaktanna, sem þeir hafi átt að standa samkvæmt skránni, eins og þeir hefðu staðið vaktirnar. 12 Stefnand i leggur áherslu á að útgefin vaktskrá hafi réttarlegt gildi, bæði fyrir vinnuveitanda og starfsmenn. Starfsmönnum beri að skipuleggja tíma sinn í samræmi við vaktskrár hverju sinni og hafi væntingar um vinnu og laun í samræmi við þær. Í grein 2.8.1 sé að finna nákvæmt sérákvæði um heimildir vinnuveitanda til breytinga, enda séu þær gerðar með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Yrði fallist á sjónarmið stefnda gengi það gegn ákvæðum greina 2.5.1 og 2.8.1 í kjarasamningum. Þá telur stefnandi að skammt ímabreytingar, svo sem hér um ræði, verði ekki réttlættar með vísun til sérstakra aðstæðna vegna Covid - 19 faraldursins. 13 Stefnandi vísar um málskostnaðarkröfu sína til ákvæða 130. gr., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og kveðst ekki njó ta réttar til frádráttar vegna kostnaðar af virðisaukaskatti. Málsástæður og lagarök stefnda 14 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að krafa stefnanda um að fá laun án vinnuframlags hafi hvorki stoð í lögum, kjarasamningi né ráðningarsamningi. Hann bendir á að allir félagsmenn stefnanda hjá stefnda hafi haldið föstum mánaðarlaunum í aprílmánuði 2020 í samræmi við áðurnefndan kjarasamning, þrátt fyrir að hafa ekki skilað fullu vinnuframlagi. Starfsmenn, sem hafi unnið á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum , hafi fengið greidda yfirvinnu og stórhátíðarkaup í samræmi við ákvæði í fyrirtækjasamningi. Launa - og vaktaákvæði kjarasamningsins byggist á þeirri grundvallarforsendu að vinnuframlagi hafi verið skilað í samræmi við vinnutímaáætlun. Breytingar á mönnun vakta hafi verið lögmætar og nauðsynlegar. Þeir starfsmenn sem ekki hafi mætt á vakt á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum hafi ekki fengið greiddar álagsgreiðslur sem greiddar séu fyrir mætingu á vakt. 15 Stefndi vísar til þess að fyrirmæli yfirvalda um sóttvarnir vegna útbreiðslu Covid - 19 hafi orðið til þess að stefndi, Isavia ANS ehf., hafi ekki átt annan kost en að draga úr samneyti starfsmanna, sem skráðir hafi verið á vaktir frá 24. mars til loka apríl 2020. Hafi fyrirtækinu verið gert að miða mönnun í húsi aðeins við það sem nauðsyn bæri til en á þessum tíma hefði flugumferð minnkað töluvert. Með auglýsingu nr. 243/2020 frá 23. mars 2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar hafi vinnustöðum verið gert að hafa ekki fleiri en 20 í sama rými frá og m eð 24. sama mánaðar og tryggja að hægt væri að hafa tvo metra á milli manna. 16 Viðbragðsáætlun flugstjórnarmiðstöðvar hafi fyrst verið gefin út 6. mars 2020 og vaktskrá fyrir apríl hafi verið gefin út 13. sama mánaðar með þeim fyrirvara að ef smit ykjust myn di hún taka breytingum. Smit hafi aukist og hafi viðbúnaðaráætlun tekið 5 gildi 23. mars 2020 og þá tekið fram að gildandi vaktakerfi yrði lagt niður tímabundið og starfsmönnum skipt í kjarna. Með því hafi verið ljóst að vaktir í apríl yrðu ekki í samræmi vi ð útgefna vaktskrá. Aðgerðirnar hafi verið gerðar í samráði og samvinnu við starfsmenn flugstjórnarmiðstöðvar og varðstjórar hafi verið í samskiptum við starfsmenn í vaktakjörnum sínum um skipulag vinnunnar. Allir hafi því verið meðvitaðir um að á meðan fr amangreind viðbúnaðaráætlun væri í gildi myndi hver flugumferðarstjóri aðeins vinna hluta þeirra vakta, sem venjulega væru unnar, og vera í leyfi á móti og hafi það sýnt sig í mætingum á vaktir. Þá hafi viðbúnaðaráætlunin verið send út með meira en 14 daga fyrirvara fyrir fyrsta sérstaka frídag eða stórhátíðardag um páska og því hafi verið ljóst að vaktir yrðu ekki með hefðbundnum hætti þá daga. Því sé rangt það sem fullyrt sé í stefnu að stefndi hafi einhliða breytt vaktskránni þegar komið hafi verið fram í aprílmánuð. Með samþykki og í samráði við starfsmenn hafi öllum vöktum verið hliðrað þar til aðstæður yrði skýrari. 17 Stefndi bendir á að hann hafi ekki átt aðkomu að breytingum á fyrirtækjasamningi milli stefnanda og Flugstoða ohf., sem gerðar hafi verið samhliða gerð kjarasamningsins milli stefnanda og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf., þar sem greiðslum fyrir vinnu á almennum frídögum og stórhátíðardögum hafi verið breytt. Þá vísar stefndi í greinargerð sinni einnig til þess að í tillögum st efnanda að breytingum á kjarasamningnum fyrir gerð kjarasamningsins 2008 hafi komið skýrt fram í skýringarkassa við grein 2.5.7 að gert væri ráð fyrir að vinnuframlag yrði forsenda fyrir greiðslum á yfirvinnukaupi og stórhátíðarkaupi vegna vinnu á sérstöku m frídögum og stórhátíðardögum . Það sama komi fram í fyrirtækjasamningi. Þannig sé kjarasamningurinn skýr um að flugumferðarstjóri þurfi að standa vaktina og vinna hana til að fá greitt samkvæmt kröfu stefnanda. Þá beri að líta til þess að þær aðstæður sem uppi hafi verið í mars og apríl 2020 hafi bæði réttlætt og skyldað stefnda til að grípa til aðgerða til að vernda heilsu starfsmanna sinna og manna vaktir eingöngu í samræmi við það sem þörf hafi verið á. Heimild til að halda starfsmönnum heima sé skýr, b æði með vísan til stjórnunarréttar vinnuveitanda og með vísan til breytinga á lögum nr. 82/2008 um almannavarnir sem samþykktar hafi verið 30. mars 2020. Sú aðgerð stefnda að ákveða að hluta starfsmanna yrði ekki gert að vinna heldur halda sig heima á föst um launum hafi verið nauðsynlegt til að styrkja smitvarnir og sé að fullu heimil samkvæmt lagabreytingunni. Um hafi verið að ræða tímabundna breytingu á starfsskyldum. Niðurstaða 18 Fyrirtækið Isavia ANS er einkahlutafélag og dótturfélag Isavia ohf. Óumdei lt er að um kjör flugumferðarstjóra í starfi hjá hinu stefnda einkahlutafélagi fari samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. og stefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Á mál þetta undir Félagsdóm s amkvæmt 2. tölul ið 1. mgr. 44. gr. lag a nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 6 19 Óumdeilt er að þeir flugumferðarstjórar, sem ekki unnu vaktir á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum um páskana 2020, þótt gert væri ráð fyrir því í vaktskrá, fengu ekki greiddar álagsgreiðslur s em greiddar eru fyrir slíkar vaktir samkvæmt ákvæðum kjarasamnings stefnanda og áður er getið. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort flugumferðarstjórar í starfi hjá stefnda hafi samkvæmt ákvæðum greina 2.5.1 og 2.8.1 í kjarasamningnum átt rétt á slíkum ála gsgreiðslum þótt þeir hafi, að ósk stefnda, haldið sig heima á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum frá því í lok mars til aprílloka 2020, svo sem viðurkenningarkrafa stefnanda lýtur að. 20 Fyrir liggur að á vormánuðum 2020 höfðu yfirvöld gripið til ýmissa ráðstafana vegna áhrifa heimsfaraldurs, sem kenndur er við Covid - 19, meðal annars í formi fyrirmæla og lagasetningar. Lutu fyrirmælin einkum að sóttvörnum og aðgerðum til að hefta útbreiðslu Covid - 19 veirunnar og voru meðal annars fólgin í takmörkun á því hversu margir máttu koma saman og þá þannig að tveir metrar skyldu vera milli manna. Þótt gögn málsins beri með sér að þær aðgerðir, sem stefndi greip til á þessum tíma, hafi að hluta verið gerðar í því skyni að uppfylla fyrirmæli yfirvalda að þessu leyti, er jafnframt ljóst að samdráttur í flugumferð vegna faraldursins og þar með fækkun flugferða og tekjumissir stefnda sem af því hlaust höfðu einnig áhrif á þá ákvörðunartöku, svo sem gerð hefur verið grein fyrir. 21 Helstu málavöxtum er lýst hér að framan og þar er einnig gerð grein fyrir efni ákvæða 2.5.1 og 2.8.1 í kjarasamningnum. Fyrir liggur að vaktskrá flugumferðarstjóra vegna aprílmánaðar 2020 lá fyrir 13. mars 2020 og var hún í samræmi við venjubundið vaktakerfi . Þá er ljóst að í tölvupósti 22. mars 2020 var varðstjórum við flugumferðarstjórn send fyrsta vikuáætlun vegna 23. til 29. sama mánaðar. Aðstoðardeildarstjóri flugstjórnarmiðstöðvar hjá stefnda tilkynnti varðstjórum 7. apríl 2020 ákvörðun um að þeir starfsm enn flugstjórnarmiðstöðvar sem ekki væri þörf fyrir og var jafnframt vísað til þess að draga þyrfti úr útgjöldum. Því væri ekki annað hægt en að takmarka greiðslur við þær va ktir sem raunverulega væri mætt á. Var þess getið að r eglubundin mánaðarlaun sker tust ekki. 22 Þegar litið er til gagna málsins er ljóst að ekki var með formlegum hætti leitað eftir samþykki flugumferðarstjóra fyrir breyting um á vaktskrá fyrir tímabilið frá síðustu viku marsmánaðar til aprílloka 2020 með þeim 14 daga fyrirvara sem kjarasamningurinn mælir fyrir um. Efni tölvupóstssamskipta yfirmanna hjá stefnda og varðstjóra við flugumferðarstjórn um breytta vaktaskipan hefur verið lýst hér að framan. Um var a ð ræða einhliða tilkynningar yfirmanna hjá stefnda til varðstjóra við flugumferðarstjórn um ákvarðanir fyrirtækisins að því leyti. Þá bera framlögð gögn hvorki með sér að samþykkis flugumferðarstjóra hafi verið aflað með öðrum hætti né að slíkt samþykki ha fi legið fyrir. Í ljósi skýrra fyrirmæla kjarasamningsins um fyrirkomulag við breytingar á þegar samþykktri vaktskrá verður ekki fallist á þau sjónarmið stefnda að svo sem hér hafi háttað til verði að líta svo á að framangreind 7 samskipti við starfsmenn ste fnda ha fi verið nægileg og að flugumferðarstjórum hafi vegna þeirra verið ljóst að vaktskránni yrði breytt með þeim afleiðingum að þeir nytu ekki launa í samræmi við fyrri vaktskrá . Með vísan til alls framangreinds getur hvorki ráðið hér úrslitum að gefin var út viðbragðsáætlun flugstjórnarmiðstöðvar 6. mars 2020 né að gerður var fyrirvari í tilkynningu 13. sama mánaðar um að útgefin vaktskrá fyrir aprílmánuð yrði hugsanlega breytt ef smitum fjölgaði . Hefur stefndi ekki fært fyrir því haldbær rök að honum h afi verið ógerlegt að haga þeim breytingum, sem hann taldi sig þurfa að ráðast í af þessum sökum, í samræmi við fyrirmæli kjarasamningsins. 23 Fallast ber á það með stefnda að það sé meginregla vinnuréttar að starfsmenn fái einungis greidd laun fyrir vinn uframlag, nema ákvæði laga og kjarasamnings kveði á um annað. Þá telst á kvörðunarvald um framkvæmd vinnuskyldu innan umsamins vinnutíma, sem felur hvort tveggja í sér hvað vinna skal og hvenær, almennt til stjórnunarréttar vinnuveitanda, enda sé ekki um að ræða umsamin atriði varðandi vinnutilhögun og framkvæmd vinnu að öðru leyti. Svo sem þegar er rakið liggur á hinn bóginn fyrir að í grein um 2.5.1 og 2.8.1 í fyrrnefndum kjarasamning i er sérstaklega mælt fyrir um a ð vaktskrá, sem sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, sk u l i gera með samþykki flugumferðarstjóra og að hún skuli liggja frammi 14 dögum áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst. Í kjarasamningnum er ekki að finna ákvæði sem veita undanþágu frá þessu fyrirkomulagi. Þótt bráðabirg ðaákvæði 1. gr. laga nr. 27/2020 um breytingu á lögum nr. 82/2008 um almannavarnir, sem stefndi vísar til í greinargerð sinni, mæli fyrir um borgaraleg a skyld u starfsmanna opinberra aðila til að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu , verður ekki séð að af ákvæðinu verði ráðið hvernig greiða skuli fyrir þá vinnu sem unnin er í þeim tilvikum, að öðru leyti en því að þar er tekið fram að s tarfsmenn hald i óbreyttum launakjörum. Að mati Félagsdóms veitir tilvísun stefnda til bráðabirgðaákvæðisins ekki sérstaka leiðsögn við úrlausn ágreinings um ætluð kjarasamningsbrot stefnda og afleiðingar þeirra. 24 Þegar litið er til alls framangreinds verður að hafna sjónarmiðum stefnda sem lúta að því að honum hafi verið nauðsynlegt vegna sóttvarnarsjónarmiða eða f yrirmæla frá yfirvöldum að standa að breytingum á vaktaskipun á umræddu tímabili með þeim hætti sem hann gerði. Að þessu gættu verður að líta svo á að með því að breyta vaktskrá fyrir síðustu viku mars mánaðar fram til aprílloka 2020 , sem hafði verið tilkyn nt varðstjórum stefnda með formlegum hætti 13. mars 2020, með þeim hætti að tilkynna þá breytingu einhliða , án þess að leita áður samþykkis flugumferðarstjóra og án þess að gæta að fyrirmælum kjarasamningsins um 14 daga frest, hafi stefndi brotið gegn ákvæ ðum greina 2.5.1 og 2.8.1 í samningnum. Af framangreindum sökum verður heldur ekki séð að sýknukrafa stefnda fái stoð í sjónarmiðum hans um að hann hafi ekki verið aðili að tilteknum fyrirtækjasamningi milli stefnanda og Flugstoða ohf. þar sem greiðslum fy rir vinnu á almennum frídögum og stórhátíðardögum hafi verið 8 breytt né heldur í tilvísun hans til breytingartillagna stefnanda við kjarasamningsgerð 2008 sem þar koma fram í skýringarkassa við grein 2.5.7. 25 Eins og áður er rakið er í kjarasamningnum að fin na skýr fyrirmæli um það með hvaða hætti vinnuveitandi getur gert breytingar á áður útgefinni vaktskrá flugumferðarstjóra. Með því er vaktskrá gefið sérstakt vægi í kjarasamningnum. Brot gegn þessum fyrirmælum snerta því kjarasamningsbundin réttindi flugum ferðarstjóra og hafa því áhrif á kjör þeirra samkvæmt samningnum. Hér að framan hefur öllum málsástæðum stefnda í málinu verið hafnað. Svo sem áður segir liggur fyrir að þeir flugumferðarstjórar, sem ekki unnu vaktir á sérstökum frídögum og stórhátíðardögu m um páskana 2020, fengu ekki greiddar álagsgreiðslur sem greiddar eru fyrir slíkar vaktir í samræmi við upphaflega vaktskrá samkvæmt ákvæðum kjarasamnings stefnanda og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. Að öllu framangreindu virtu er það niðurs taða Félagsdóms að það hafi stefnda ekki verið heimilt. Því verður viðurkenningarkrafa stefnanda tekin til greina með þeim hætti sem nánar greinir í dómsorði. 26 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 8 0/1938 , verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 6 00.000 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að stefnda, Isavia ANS ehf., beri samkvæmt greinum 2.5.1 og 2.8.1 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. og Félags íslenskra flugumferðarstjóra að greiða laun í samræmi við útgefna vaktskrá 13. mars 2020, án tillits til síðari breytinga, þar með talið yfirvinnukaup samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningnum fyrir vinnuframlag á sérstökum frídögum, sbr. grein 2.1. 2.2, og stórhátíðarkaup samkvæmt grein 1.3.2, sbr. grein 2.1.2.3, og samkvæmt grein 20.3. Stefndi greiði stefnanda , Félagi íslenskra flugumferðarstjóra, 6 00.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Son ja H. Berndsen Valgeir Pálsson