1 Ár 2011 , fimmt u daginn 3. nóvember , er í Félagsdómi í málinu nr. 12 /2011 . Íslenska ríkið gegn Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands kveðinn upp svofelldur d ó m u r Mál þetta var dómtekið 1. nóvember sl. Máli ð dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Elín Blöndal og Inga Björg Hjaltadóttir . Stefnandi er Fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, Arnarhváli, Reykjavík . Stefndi er Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hör pu við Austurbakka 2 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1. Að viðurkennt verði með dómi að boðuð verkföll stefnda, Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands, vegna félagsmanna þess í þjónustu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem boðuð voru með bréfi til f jármálaráðherra, dagsettu 13. október 2011, og standa skuli fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, fimmtudaginn 10. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 12:00 ti l 24:00, laugardaginn 26. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 2. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00, miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 16. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00 og laugardaginn 17. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00, séu ólögmæt. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað vegna meðferðar málsins skv. mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. 2 Málavextir Kjarasamningur fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og Starfsmannafélags Sinfóníu hljómsveitar Íslands rann út 31. mars 20 09. Hafa aðilar átt í viðræðum á þessu ári um ge rð nýs kjarasamnings en þær hafa ekki borið árangur. Stefndi vísaði m álinu til ríkissáttasemjara í ágúst sl. Stefndi efndi t il atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um boðun vinnustöðvana og fór hún fram dagana 10. til 12. október sl . Atkvæðagreiðslan va r framkvæmd á rafrænan hátt með Outcome hugbúnaði og fór þannig fram að fastráðnum hljóðfæraleikurum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands var sendur tölvupóstur þar sem vísað var á ákveðna vefslóð þar sem atkvæðaseðillinn birtist. Atkvæðaseðillinn var svohljóðan di: Ágæti félagsmaður. Stjórn Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að leita eftir samþykki félagsmanna um boðun vinnustöðvana eftirtalda daga. Dagur Dags Tími Fimmtudagur 3.11.2011 kl. 12:00 til 24:00 Föstudag ur 4.11.2011 kl. 12:00 til 24:00 Fimmtudagur 10.11.2011 kl. 12:00 til 24:00 Fimmtudagur 24.11.2011 kl. 12:00 til 24:00 Laugardagur 26.11.2011 kl. 12:00 til 24:00 Föstudagur 2.12.2011 kl. 12:00 til 24:00 Miðvikudagur 7.12.20 11 kl. 12:00 til 24:00 Föstudagur 9.12.2011 kl. 12:00 til 24:00 Föstudagur 16.12.2011 kl. 12:00 til 24:00 Laugardagur 17.12.2011 kl. 12:00 til 24:00 Athugið: Aðeins er hægt að greiða atkvæði einu sinni Ég segi: Já Nei Skila auðu St efndi tilkynnti stefnanda um boðun vinnustöðvana með bréfi, dagsettu 13. október sl., og kom þar einnig fram að á kjörsk rá hefðu verið 93 félagsm enn og í atkvæðagreiðslunni hefðu 88 tekið þátt eða 94,6 2% félagsmanna og að ú rslit 3 atkvæðagreiðslunnar hafi ve rið þau, að 85 hafi sagt já eða 96,59% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, e nginn hafi sagt nei eða 0% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og a uðir seðlar hafi verið 3 eða 3,41% þeirra sem þátt hafi tekið í atkvæðagreiðslunni. Verkfall hafi þv í verið samþykkt með 96,59% greiddra atkvæða. S tefnandi fór fram á það við stefnda, að hann upplýsti hvernig staðið hefði verið að framkvæmd atkvæðagreiðslu um vinnustöðvanir auk þess sem óskað var eftir að fá afrit af atkvæðaseðlinum. Með tölvupósti, dags ettum 17. október s l. , lét stefndi umbeðnar up plýsingar í té. Með bréfi, dagsettu 18. október s l., til stefnda lýsti stefnandi því yfir að framkvæmd atkvæðagreiðslu um boðaðar vinnustöðvanir hefði ekki farið fram á réttan hátt og yrði vinnustöðvun samkvæmt henni ólögmæt ef til hennar kæmi. L ögmaður stefnda mótmælt i þessum skilningi stefnanda í bréfi, dagsettu 21. október sl., og lýst i því yfir að boðuð vinnustöðvun myndi koma til framkvæmda. Kveður stefnandi málsókn þessa því nauðsynlega. Málsástæður stefn anda og lagarök Stefnandi kveðst leggja mál þetta fyrir Félagsdóm samkvæmt heimild í 2. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr . 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stefnandi fari með gerð kjarasamninga á grundvelli laga nr. 36/1982 , um Sinfóníuhljóms veit Íslands. Séu málsaðilar jafnframt aðilar síðast gildandi kjarasamnings en s tefndi sé stéttarfélag á grundvelli laga nr. 94/1986. Þar sem stefndi hafi mótmælt skilningi stefnan da á 15. gr. laga nr. 94/1986 sé stefnanda mikilvægt að fá úr því skorið , hv ort boðun vinnustöðvana stefnda sé heimil eða ekki. Stefnandi byggir á því, að atkvæðagreiðsla stefnda hafi ekki uppfyllt lögboðin skilyrði og því séu boðaðar vinnustöðvanir fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 4. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, fimmtudaginn 10. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, laugardaginn 26. nóvember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 2. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00, miðvikudaginn 7. desember 201 1 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00, föstudaginn 16. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00 og laugardaginn 17. desember 2011 kl. 12:00 til 24:00 ólögmætar. Í III. kafla laga nr. 94/1986 séu settar reglur um það með hvaða hæt ti heimilt er að vinna að lausn kjaradeilu með vinnustöðvun eða öðrum sambærilegum aðgerðum sem jafna megi til verkfalla. Stefnandi lítur svo á að við framkvæmd atkvæðagreiðslu ha fi ekki verið fylgt þeim reglum sem mæla fyrir um hvernig staðið skuli að lög legri vinnustöðvun til að stuðla að framgangi kra fna í deilu um kjarasamning samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986. Samkvæmt 15. gr. laga nna sé boðun verkfalls því aðeins lögmæt að ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri 4 leynilegri atkvæðagreiðslu. Í laga ákvæðinu sé boðun verkfalls í ein tölu en vinnustöðvun stefnda nái til fjölda sjálfstæðra vinnustöðvana og lítur stefnandi því svo á að samkvæmt orðanna hljóðan hefðu félagsmenn stefnda átt að kjósa um hverja vinnustöðvun fyrir sig en ekki í einu lagi , eins og framkvæmd stefnda var og atkvæðaseðill ber i með sér. Vísar stefnandi til sambærilegs tilviks vegna boðunar 20 sjálfstæðra vinnustöðvana hjá Félagi Íslenskra flugumferðarstjóra í júní og júlí 2008 en þar hafi félagsmenn Félags íslenskra flugumferðarstjó ra kosið um tillögur stjórnar og trúnaðarráðs um boðun 20 sjálfstæðra vinnustöðvana og hafi verið kosið sjálfstætt um hverja vinnustöðvun fyrir sig. Stefnandi telur mikilvæg rök hníga að því að skýra verði umrædd ákvæði ef tir orðanna hljóðan. Verkfall sé a ðgerð , sem hafi mjög mikil áhrif á samskipti aðila vinnumarkaðar, vinnu launþega, laun þeirra og hagsmuni vinnuveitanda. Afstaða eða vilji viðk omandi félagsmanns verði að koma skýrt fram og því sé lykilatriði að hver félagsmaður greiði að lögum atkvæði um hverja vinnustöðvun fyrir sig. Boðaðar vinnustöðvanir stefnda séu því ólögmætar með því að framkvæmd atkvæðagreiðslu hafi brotið í bága við ákvæði 15. gr. laga nr. 94/1986. Stefnanda sé nauðsynlegt að fá úr því skorið sem fyrst hvort stefndi hafi gerst bro tlegur við ákvæði 15. gr. laga nr. 94/1986 svo stefnandi geti brugðist við því ástandi sem skapast hafi. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinn udeilur. Málsástæður stefnda og lagar ök Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun stefnanda hafi verið lögmæt og í fullu samræmi við fyrirmæli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og venjur á vinnumarkaði hvað það va rðar. Stefndi hafi lagt fyrir félagsmenn sína, sem verkfallið á að taka til, atkvæðaseðil þar sem tilhög un vinnustöðvunarinnar kom fram en hún sku l i framkvæmd þannig að starfsmenn leggi niður vinnu frá því kl. 12 á hádegi til miðnættis tiltekna daga í nóv ember og desember. Þeir , sem grei tt hafi atkvæði , hafi átt þrjá kosti. Þeir gátu greitt atkvæði gegn því að fa ra í verkfall með þessum hætti og einnig með því eða skilað auðu. Kosningin hafi verið almenn og leynileg og framkvæmd með rafrænum hætti. Þátttak a hafi verið 94,62% og hafi verkfallið verið samþykkt með 96,59% atkvæða. Byggir stefndi á því að með þessari tilhögun hafi í einu og öllu verið farið að reglum laga um ákvörðun um vinnustöðvun. Möguleikar þeirra félagsmanna stefnda , sem verkfallið varða r , til þess að taka afstöðu til fyrirhugaðs verkfalls hafi í engu verið skertir með þessari tilhögun verkfallsins, enda um hana kosið í sjálfu sér, en hverjum og einum hafi verið í lófa lagið að hafna því að fara í verkfall með þessum hætti. Hafi stefnandi í engu sýnt fram 5 á að þetta form atkvæðagreiðslunnar hafi á nokkurn hátt komið í veg fyrir að einstakir félagsmenn stefnda , sem atkvæðisrétt áttu í þessu tilviki , hafi getað tekið afstöðu til verkfallsins sem slíks. Stefndi sé ósammála þeim málatilbúnaði stefnanda að atkvæðagreiðsla stefnda hafi ekki uppfyllt lögboðin sk ilyrði 15. gr. laga nr. 94/1986 á málfræðilegum forsendum þar sem fjallað sé um ákvörðun verkfalls í eintölu í fyrrgreindu ákvæði en kveðst vera ósammála því að þessi orðskýring stefnanda leiði til þess að greiða hefði átt atkvæði um hvern boðaðan dag í verkfalli en ekki í einu lagi eins og raunin var. Stefndi byggir á því að réttur til þess að gera verkföll sé gr undv allarréttur, sem tryggður sé í 74. og 75. gr. stjórnarskrár sem og 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994. Verkfallsréttur sé hluti samningsfrels is stéttarfélaga sem ekki verði takmarkaður eða skertur nema með lögum að uppfylltum skilyrð um 2. mgr. 11. gr. MSE. Allar takmarkanir á þeim rétti verði því að túlka þröngt. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 sé u heimildir stéttarfélaga til að gera verkföll bundin þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í þeim sömu lögum. Það , að um ákvörðun u m verkfall sé talað í eintölu í 15. gr. laga 94/1986 , verði með vísan til þessa ekki skilið þannig að óheimilt sé að haga verkfallsaðgerðum með þeim hætti , sem hér um ræðir , og greiða um þær atkvæði í einu lagi sem hluta sömu aðgerðar. Sú þrönga túlkun , se m stefnandi vilji viðhafa á inntaki verkfallsaðgerða , verði að mati stefnda ekki byggð á svo þröngri túlkun á 15. gr. fyrrgreindra laga. Sem fyrr segi, séu verkfallsheimildum þær einar skorður settar s em lög nr. 94/1986 greina. Þar sé þó í engu fjallað u m tilhögun verkfallsaðgerða og heldur ekki í greinargerð með lögunum. Hugt akið verkfall sé þó skýrt í 2. mgr. 14. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 67/2000, þannig að til verkfalla í þegar starfsmenn leggja niður venjuleg störf sín a ð einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu starfsma því hinar sömu reglur og sömu viðmið hvað friðarskyldu varðar á opinberum vinnum arkaði og hinum almenna. Samkvæmt þessu þurfi tvennt til að um verkfall sé að ræða, a nnars vegar að launamenn hafi lagt niður venjubundna vinnu að einhverju eða öllu leyti og hins vegar að um sameiginlegan tilg ang sé að ræða. Um hið síðara sé ekki ágreinin gur með aðilum. Stefndi byggir á því að boðuð vinnustöð v un falli að fyrrgreindu hugtaksskilyrði vinnustöðvunar, þ.e. fyrirhuguð vinnustöðvun stefnda, í tiltekinn tíma á tilteknum dögum, felist í því að lögð séu niður venjubundin störf að hluta. Því ber i a ð líta á þegar boðaða vinnustöðvun sem eina aðgerð , sem skiptist niður á fyrirfram ákveðna daga. V erkfall stefnda mun i því koma til framkvæmda í áföngum , a llt eftir því sem tilefni verði til, ef stefnandi breg ði st ekki við. Þessi tilhögun sé á engan hátt 6 a ndstæð lögum. Í 15. gr. laga nr. 84/1986 geti enga takmörkun að líta á því , hvert skuli vera fyrirkomulag verkfalla eða hvernig þau skuli skipulögð af h álfu verkfallsboðenda. Stefndi sé því frjáls að því að haga vinnustö ðvun með þeim hætti sem hann kjósi, að gættum lögfestum skilyrðum um atkvæðagr eiðslu, boðun verkfalls og annarra formsk ilyrða. Þá sé framkvæmd sem þessi vel þekkt, að verkfalli sé skipt niður á fyrirfram ákveðna daga eða jafnvel á tiltekin svæði eða vinnustaði þar sem félagsmenn hlutaðeigand i stéttarfélaga starfa. Í þessu samhengi bendir stefndi á framgang mála í kjaradeilu Flugfreyj ufélags Íslands en það félag hafi tekið ákvörðun um verkfallsaðgerð þannig að fyrst skyldi lögð niður vinna félagsmanna í tvo sólarhringa í lok september 2011, þ á í tvo sólarhringa í byrjun október og loks skyldi ót ímabundin vinnustöðvun hefjast hi nn 10. október. Hafi atkvæði verið greidd um þá vinnustöðvun í einu lagi og vinnustöðvunin boðu ð í einu lagi. Hvorki tilhögun verkfallsins né atkvæðagreiðslunni hafi ver ið mótmælt af hálfu Samtaka atvinnulífsins en fyrirhuguðu verkfalli hafi verið frestað með samkomulagi aðila í tvígang , án þess að vandi hlytist af því í framkvæmd. Það megi því ljóst vera að sambærileg ákvörðun og hér um ræðir , bæði þekkist og sé viðurken nd í framkvæmd. S tefndi byggir einnig á því að með því að boða verkfall með þessum hætti nái stefndi þeim tilgangi sem verkfallinu er ætlað gagnvart viðsemjenda sínum en þess sé jafnframt gætt að farin sé hin vægasta leið sem unnt sé í því efni. Fyrirhuguð verkfallsframkvæmd sé þannig að einun gis verði lögð niður störf þá daga sem tónleikar eiga að fara fram. Enginn vafi leiki á því hvenær hver þáttur verkfallsins á að koma ti l framkvæmda svo engin óvissa sé um framkvæmd þess. Starf hjómsveitarinnar sé sérs takt að því leyti til að undirbúningur tónleika, hljómsveitaræfingar sem og undirbúningur og æfingar einsta kra tónlistarmanna, sem fram fari milli tónleikahalds þeirra , sé alger forsenda tónleikanna sjálfra. Með því að ganga til reglubundinna starfa sinna alla a ðra daga en boðað verkfall komi til framkvæmda , tryggi stefndi að unnt sé að taka upp þráðinn í starfi hljómsveitarinnar eins og ekkert hafi í skorist hvenær sem er á tímabilinu ef um sem ji st milli aðila. Eðli starfsins sé hins vegar með þeim hætti a ð ótímabundið verkfall hljómsveitarinnar myndi nær örugglega leiða til þess að fleiri tónleikar féllu niður en með þessari aðferð. Komi til verkfallsaðgerðar mun i starf hljómsveitarinnar ve rða eins ótruflað og mögulegt sé þrátt fyrir verkfall ið. Með þessu móti sé gætt meðalhófs í boðun fyrirhugaðrar vinnustöðvunar , enda um að ræða mikilvæga hagsmuni og íþyngjandi aðgerð. Þá byggir stefndi einnig á því að ekkert í lögunum geri ráð fyrir því að skipting vinnustöðvun ar á tiltekna daga kalli á sjálfstæða atkvæ ðagreiðslu, enda hefði þá verið eðlilegt að slíkt skilyrði væri greint í lögunum sjálfum. Þá bendir stefndi á 7 ákveðna þversögn í þessum málatilbúna ði stefnanda þar sem hann byggi á því að nauðsynlegt sé að greiða atkvæði u m hvern þátt vinnustöðvunar samkvæ mt 1 5. gr. laga nr. 94/1986 en líti framhjá skilyrðum um b oðun vinnustöðvunar í 16. gr. sömu laga . Stefnandi hafi lagt fram bréf Félags flugumferðarstjóra frá því í júní 2008. Þar sé um að ræða eina boðun, í eintölu, vegna fyrirhugaðrar vinnustöðvunar á m arga daga. Samkvæmt bréfinu h e fðu flugumferðarstjórar haft þann hátt á að greiða atkvæði sérstaklega um hvern dag , sem þeir hu gðust fara í verkfall . Byggi stefnandi á því að það sé í samræmi við 15. gr. laga nr. 94/1986 og orðalag hennar og því fái þessi t ilhögun staðist. Þessi málatilbúnaður stefnanda sé í mótsögn við þá túlkun og beitingu , sem stefnandi vil ji hagnýta þegar horft sé til 16 . gr. sömu laga. Í þeirri grein sé fjallað um boðun verkfalls í eintölu. Til að samkvæmni gætti í hinni þröngu túlkun s tefnanda á lögunum , hlyti að eiga að boða fyrirhugaðar vinnustöðvanir hverja um sig með þeim fyrirvara sem áskilinn sé þar um. Slíkur háttur mun i ekki hafa verið hafður á hvað boðunina snertir, án athugasemda af hálfu stefnanda. Vandséð sé, hví túlka megi í vinnustöðvun í 15. gr. Nærtækara sýnist að sami túlkunarmátinn sé viðhafður og þá sá , sem betur sam r ýmist því að um stjórnars krárvarin grundvallarréttindi sé að ræða. Loks byggir stefndi á því að sú þrönga túlkun , sem stefnandi byggir á , fari beinlíns gegn tilgangi laganna en samkvæmt greinargerð með breytingarlögum nr. 75/1996 á lögum nr. 80/1938 hafi tilgangurinn með breytingunum , er varða atkvæðagreiðslur og boðun verkfalla, fyrst og fremst verið s á að tryggja að raunverulegur vilji væri fyrir verkfallsaðgerðum hjá þeim , sem hún snertir , en ekki að torvelda félögum boðun vinnustöðvana. Það að ákveða verkfall með þeim hætti , sem hér um ræðir , fari að mati ste fnda í engu gegn lögum og brjóti ekki í bá ga við þá framkvæmd sem viðurkennd hefur verið af aðilum vinnumarkaðarins. Stefndi komi hvorki auga á málefnanleg né lögfræðileg rök fyrir slíkri niðurstöðu og sé því málatilbúnaði stefnanda í þessum efn um mótmælt sem röngum. Þá verði ekki heldur séð að rö k standi til þess að koma í veg fyrir að verkfall sé boðað með sv o afmörkuðum hætti. Stefndi telji hið minna felast í hinu meira og fyrst boða megi ótímabundið verkfall standi engin rök til þess að koma í veg fyrir að styttra verkfall , sem ekki sé jafn við urhlutamikið , teljist lögmætt. Um lagarök vísar s tefndi til ákvæða laga nr. 94/1986, laga nr. 80/1938 og s tjórnarskrá r lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, sérstaklega 74. og 75. gr. Einnig byggir stefndi á 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr . 62/1994. Krafa um málskostnað er reist á 130. gr. laga nr. 91/1991 sem og lögum nr. 50/1988 , að því er varðar kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun en stefndi sé ekki 8 virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr h endi stefnanda. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Fram er komið að síðastgildandi kjarasamningur málsaðila rann út hinn 31. mars 2009 og að viðræður hafi far ið fram um gerð nýs kjarasamnings sem ekki hafi borið árangur. Málinu var síðan af hálfu stefnda vísað til ríkissáttasemjara í ágústmánuði sl. Stefndi efndi til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Fór atkvæðagreiðslan fram dagana 10 . 12. október sl. Samkvæ mt sýnishorni af atkvæðaseðli, sem liggur fyrir í málinu, og öðrum gögnum málsins voru í einu lagi greidd atkvæði um verkfall frá hádegi til miðnættis 10 tilgreinda daga á tímabilinu frá og með 3. nóvember 2011 til og með 17. dese mber 2011. Með bréfi, dags ettu 13. október 2011, tilkynnti stefndi stefnanda um boðun verkfalls greindan tíma umrædda 10 daga, svo sem nánar var tilgreint. Þá var í tilkynningunni gerð grein fyrir úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Kom m.a. fram að verkfall hefði verið samþykkt með 96,5 9% greiddra atkvæða. stefnda verði dæmd ólögmæt á því að um margar sjálfstæðar vinnustöðvanir sé að ræða og því hafi borið að greiða atkvæði um hverja fyrir sig en ekki í einu lagi, ein s verkfallsins sem fólst í ákvörðun og boðun þess. Stefndi mótmælir þessum skilningi, enda standist boðun verkfallsins og atkvæðagreiðsla um hana fullkomlega áskilnað 15. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 14. gr. sömu laga, svo sem nánar er rökstutt af hálfu stefnda. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 er stéttarfélagi, sem er samningsaðili samkvæmt lög unum, heimilt að gera verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um kjarasamning með þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í lögunum. Það telst til verkfalla í skilningi laganna þegar starfsmenn leggja niður venjuleg störf sí n að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu starfsmanna sem jafna má til verkfalla. Í 15. gr. laga sömu laga er mælt svo fyrir að boðun verkfalls sé því aðeins lögmæt a ð ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu í hverju stéttarfélagi sem er samningsaðili. Til að samþykkja verkfallsboðun þurfi a.m.k. helmingur þeirra félagsmanna, sem starfa hjá þeim sem verkfallið beinist gegn, að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og meiri 9 hluti þeirra samþykkt hana. Samkvæmt 16. gr. laganna ber að tilkynna ákvörðun um vinnustöðvun ríkissáttasemjara og þeim, sem hún beinist gegn, skemmst 15 sólarhringum áður en hún skal hefjast. Í lögum nr. 94/19 86 er ekki til að dreifa neinum nánari ákvæðum um atkvæðagreiðslu félagsmanna um verkfallsboðun en greinir í 15. gr. laganna. Samkvæmt lögskýringargögnum um forsögu þessa ákvæðis er ekki gerð krafa um ákveðið form við atkvæðagreiðslu vegna verkfallsboðunar . Samkvæmt vinnurétti er almenn regla að stéttarfélög hafi nokkuð frjálsar hendur um að ákveða hve víðtæk vinnustöðvun er og um framkvæmd hennar að öðru leyti. Ljóst er að lögboðin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verður að vera fullnægjandi þannig að try ggt sé að afstaða viðkomandi félagsmanna liggi fyrir með skýrum og ótvíræðum hætti. Boðað verkfall stefnda felur í sér að félagsmenn stéttarfélagsins, starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leggja niður venjuleg störf sín að hluta til á því tímabili sem tiltekið er í verkfallsboðuninni, nánar tiltekið 10 tilgreinda daga, en ganga að öðru leyti til verka á tímabilinu, sbr. þá skilgreiningu á verkfalli sem fram kemur í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 1. gr. laga nr. 67/2000. Eins og fyrr greinir er þ essi tilhögun út af fyrir sig ágreiningslaus í málinu. Að þessu athuguðu þykir eðlilegt að virða hina boðuðu verkfallsaðgerð heildstætt sem eina vinnustöðvun, eins og stefndi heldur fram, en ekki sem fleiri sjálfstæðar vinnustöðvanir. Samkvæmt þessu verður ekki á það fallist að þeir ágallar hafi verið á atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina sem stefnandi heldur fram, enda bar þá engin nauðsyn til þess að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla um hverja verkfallslotu samkvæmt verkfallsboðuninni, en málsástæður ste fnanda lúta einvörðungu að þessu atriði. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 kr. í málskostnað. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Ísla nds, skal vera sýkn af kröfum stefn an da, fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins, í málinu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 kr. í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Gylfi Knudsen Elín Blöndal Inga Björg Hjaltadóttir