1 Ár 2011 , miðviku daginn 8. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 8 /2011 . Alþýðusamband Íslands f.h. Samiðnar vegna Fagfélagsins og Félags málmiðnaðarmanna og f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Einingar - Iðj u gegn Slippnum Akureyri ehf. kveðinn upp svofelldur D Ó M U R Mál þetta var dómtekið 11. maí sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Valgeir Pálsson og Lár a V. Júlíusdótt i r . Stefnandi er Alþýð usamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Sætúni 1, Reykjavík, f.h. Samiðnar kt. 650593 - 2009, Borgartúni 30, Reykjavík vegna Fagfélagsins kt. 660269 - 1779, sama stað og Félags málmiðnaðarmanna, kt. 541080 - 0669, Skipagötu 14, Akureyri og f.h. Starfsgreinasambands Í slands, kt. 601000 - 3340, Sætúni 1, Reykjavík. Stefndi er Slippurinn Akureyri ehf. , kt. 511005 - 0940, Naustatanga 2, Aukureyri. Dómkröfur stefnanda Að viðurkennt verði að stefnda Slippnum Akureyri ehf. sé skylt að greiða yfirvinnukaup fyrir klukkustund vegna hádegismatarhlés um helgar í samræmi við ákvæði 3.3 í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins vegna þeirra starfsmanna Slippsins sem njóta kjara í samræmi við þann kjarasamning og í samræmi við ákvæði 15.5.5 og 15.5.6 í kjarasamningi Starfsg reinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna þeirra starfsmanna Slippsins sem njóta kjara í samræmi við þann kjarasamning. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms. 2 Dómkröfur stefnda Stefndi gerir þær dómk röfur að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt framlögðum reikningi eða samkvæmt mati réttarins. Málavextir Aðilar vinnumarkaðarins, Samtök atvinnulífsins annars vegar og Samiðn, samband iðnfélaga fyrir hönd aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju og Starfsgreinasamband Íslands hins vegar, gerðu síðast kjarasamninga sem tóku gildi hi nn 1. febrúar 2008. Gildistími þessara sam ninga var til 30. nóvember 2010 . Um kjör st arfsmanna stefnda Slippsins Akureyri ehf. fer samkvæmt þessum samningum eftir því hvaða störfum þeir gegna, en um er að ræða smiði , málmiðnaðarmenn og ófaglærða aðstoðarmenn þeirra. Í málinu liggja einnig frammi tveir samningar , dagsettir 26. janúar 2006 , milli stefnda og annars vegar Félags málmiðnaðarmanna og Félags byggingamanna í Eyjafirði annars vegar og Einingar - Iðju stéttarfélags hins vegar. Bera bæði skjölin yfirskriftina ldi með nánar tilteknum viðbótum/frávikum. Var þar samið um tiltekin frávik frá almennum kjarasamningum , m.a. um dagvinnutímabil og neysluhlé. Samkvæmt þessum samningum skyldi dagvinnutímabil vera frá 7:30 - 16:00 og á þeim tíma teknir tveir kaffitímar, kl. 9:30 - 9:50 og 15:45:16:00. Þá skyldi hádegismatur almennt vera kl. 12:00 - 12:30. Óumdeilt er að stefndi hefur frá gildistöku samninganna 2006 greitt fyrir 30 mínútna matarhlé á laugardögum. Kemur fram í stefnu að stefnanda hafi f yrir um það bil ári borist u pplýsingar um þessa framkvæmd og bar Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri stefnda, um það fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins að athugasemdir hefðu fyrst verið gerðar við stefnda um þessa framkvæmd í m ars 2010 . Virðist ljóst að einhver samskipti hafi átt sér stað vegna þessa og liggur fyrir að h inn 22. október 2010 ritaði lögmaður stefnda bréf til stefnanda vegna málsins þar sem ágreiningsefni aðila er lýst , þ.e. hvort stefnda beri að greiða klukkustund í matarhlé í yfirvinnu eða ekki. Í bréfi nu komu og fram þau sjónarmið stefnda að vinnustaðasamningar vikju til hliðar þeim kjarasamningum sem þeir byggðu á. Í þeim vinnustaðasamningum sem hér um ræðir hefði hádegismatartími verið skilgreindur sérstaklega sem hálftími og fyrir þann tíma væri greitt í dagvin nu og yfirvinnu. Þá var fullyrt að stefndi teldi sig á ýmsan hátt gera betur við starfsmenn sína en kjarasamningar greini t.d. með niðurgreiðslu á mat og bæri að túlkun samninga aðila með hliðsjón af því. 3 Með bréfi, dagsettu 26. október 2010, var þessu bréfi svarað af lögfræðingi Alþýðusambands Íslands og mótmælt sjónarmiðum og rökum stefnanda o g á það bent m.a. að ekki væri heimilt að semja í vinnustaðasamningum um frávik frá lágmarksákvæðum kjarasamninga hvað varðaði greiðslu fyrir matarhlé. Hinn 22. nóvember 2010 var skorað á stefnda að gera leiðréttingu á kjörum starfsmanna sinna, þannig að greitt yrði fyrir hádegismatarhlé á laugardögum í samræmi við ákvæði k jarasamninga . Stefndi svaraði lögmanni stefnanda með bréfi, dagsettu 4. desember 2010. Þar v ar áréttuð sú skoðun stefnda að heimild til þess að greiða aðeins hálftíma fyrir matartíma á laugardögum byggði á vinnustaðasamningi auk Þá var í bréfinu greint frá því að félagið hefði ákveðið að fallast á að greiða umkrafin laun frá og með 1. janúar 2011, með því skilyrði að hlutaðeigandi verkalýðsfélög staðfestu fyrir hönd félagsmanna sinna að ekki yrði gerð krafa um greiðslur aftur í tímann og þess krafist að slík staðfesting bærist stefnda inna n tveggja daga frá dagsetningu bréfsins. Málsástæður stefnanda og lagarök : Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að kjarasamningar hafi að geyma lágmarkskjör, sem ekki sé unnt að víkja frá, sbr. 7. gr. laga nr. 80/1938 sbr og 1. gr. laga 55/1980 um sta rfskjör launafólks. Í þeim kjarasamningum sem hér liggja til grundvallar hefur verið um það samið að fyrir matarhlé á laugardögum skuli greiða eina klukkustund á yfirvinnulaunum, sbr. ákvæði 3. kafla kjarasamnings SA og Samiðnar, sbr. dskj. nr. 3. Sam kvæm t ákvæði 3.1 þess samnings eigi starfsmaður rétt til matarhlés í eina klukkustund á tímabilinu kl. 11:30 til 13:00 sem ekki teljis t til vinnutíma. Í ákvæði 3.4 sé sérstaklega fjallað um matar - og kaffití ma í yfirvinnu, en þau hlé skuli greiðast sem vinnutí mi. Stefnandi byggir á því að samkvæmt þessu eigi starfsmaður rétt til einnar klukkustundar í hádegishlé i þá daga sem unnið er og ef um laugardag eða helgidag sé að ræða greiðist sá tími sem vinnut ími á yfirvinnukaupi. Ef unnið sé á þeim tíma reiknist tils varandi lengri vinnutími unninn, sbr. ákvæði 3.3.5. Með öðrum orðum beri að greiða fyrir hádegismatartímann hvort sem hann er unninn eða ekki. Samningur Starfsgreinasambandsins og Samta atvinnulífsins hafi að geyma almennt ákvæði um hádegishlé í gr. 3.1. 1 þar sem k veði ð sé á um klukkustundar matarhlé. Þá sé í 15. kafla samningsins fjallað sérstaklega um almenna og sérþjálfaða byggingastarfsmenn, en um kjör þeirra félagsmanna Einingar Iðju , sem hér um ræði r , fari samkvæmt því, sbr. ákvæði vinnustaðasamning s aðila þar um til áréttingar. Í ákvæði 15.5 kjarasamningsins sé fjallað um matar - og kaff itíma en s amkvæmt gr. 15.5.1 sé heimilt að stytta matartíma í dagvinnu niður í 30 mínútur en þá hef ji st yfirvinna fyrr sem því n emur. Samkvæmt gr. 15.5.5 greiði st öll matar - og kaffihlé í 4 yfirvinnu og he lgidagavinnu sem vinnutími. Ef unnið sé í þeim tíma reiknast tilsvarandi lengri tími unninn, sbr. ákvæði 15 .5.7. Í samræmi við þetta byggi stefnandi á því að matarhlé í yfirvinnu skuli vera ein klukkustund og teljast ti l vinnutíma. Stefnandi byggir þannig á því að samkvæmt tilgreindum kjarasamningum séu það lágmarkskjör þeirra , sem málið varðar , að fá greiddan klukkutíma í yfirvinnu fyrir matarhlé á laugardögum og helgidögum. Þá hafi þessir kjarasamningar ekki að geym a neina heimild til þess að falla frá greiðslum la una þegar matarhlé um helgar eru stytt, þvert á móti sé gert ráð fyrir því að þá sé tilsvarandi lengri vinnutími reiknaður á móti. Slík hafi raunin hins vegar ekki verið í tilviki stefnda. Þá byggir stefna ndi á því , að í þeim vinnustaðasamningum , sem gerðir voru milli aðila , hafi ekki verið samið um greiðslur fyrir neysluhlé. Stefnd i hafi haldið því fram að með þeim vinnustaðasamningum hafi verið samið um að greidd sk y l d i hálf klukkustund fyrir matarhlé um hel af hálfu þeirra að taka það ekki skýrt fram í þeim samningum, en þar sé aðeins tekið fram hver matartíminn sé. Þá telji stefndi slíkt heimilt svo fremi annað og meira komi til. Þessu mótmælir stefnandi sem röngu og ósönnuðu. Í fyrsta l agi vegna þess að um þetta hafi aldrei verið samið. Hvergi sé í þessum samningum minnst á greiðslur fyrir matartíma í yfirvinnu, né breytingar á greiðslum fyrir unna matartíma eða truf laða matartíma. Í samningunum sé aðeins að finna ákvæði um það , hvenær hádegismata rtími skuli tekinn en heimilt sé að hnika því til. Fullyrðingar stefnda hvað þetta varðar eigi sér því enga stoð í þessum samningum. Vinnustaðasamninga ber i að túlka samkvæmt orðanna hljóðan eins og kjarasamninga e ndranær og því sé að mati stefnanda ómögulegt að skilja efni tilgreindra vinnustaðasamninga um styttingu hádegismatartím a með þeim hætti sem stefndi kjósi. Hér verði því að líta til efnis kjarasamninga aðila um þetta efni, þ.e. ákvæða um greiðslur fyrir há degismat arhlé í yfirvinnu sem áður hafi verið reif a ð. Þá byggir stefnandi og á því að í kjarasamningum aðila sé sérstaklega samið um það hvaða frávik sé heimilt að semja um á formi vinnustaðasamnings, það er í 5. kafla beggja kj arasamninganna. Þessi atri ði séu tilgreind í ákvæði 5.7 kjarasamnings Samiðnar og ákvæði 5.5 í k jarasamningi SGS. Þau ákvæði séu nokkuð efnislega samhljóða þó heimildir séu heldur rýmri í samningi Samiðnar en SGS. Í báðum tilvikum sé heimilt að semja um annað fyrirkomulag neysluhlé a . Í hvorugu tilviki sé hins vegar veitt heimild til þess að falla frá greiðslum fyrir matarhlé í yfirvinnu. Stefnandi byggir því á því að samningur um slíkt fengist ekki staðist , enda hefði hann aldrei verið samþ ykktur af hálfu stéttarfélaga, sem hlut eig a að máli, en vinnustaðasamningar af þessu tagi séu háðir samþykki þeirra . 5 Hvað varðar fullyrðingar stefnda þess efnis að starfsmenn hans væru betur settir heildstætt metið þrátt fyrir að þeir nytu ekki hinnar umþrættu greiðslu , sé því ennfremur mótmælt sem röngu og ósönnuðu. Í fyrsta lagi hafi slíkt mat verið unnið í tengslum við gerð vinnustaðasamninganna en þá hafi af hálfu stefnanda verið gert ráð fyrri greiðslu þe ssari þannig að af sjálfu leiði að slík fullyrðing fái ekki staðist. Þá er og á því bygg t að þó svo væri, sem engar sönnur liggja þó fyrir um, að stefndi greiði starfsmönnum sínum eitthvað hærri laun en lágmarkstaxtar segja til um eða geri á einhvern hátt vel við starfsmenn í öðru efni , veiti það honum ekki heimild til þess að skerða rétt sta rfsmanna til launa í þessu tilvi ki sem kjarasamningar skilgreini sérstaklega sem lágmarkskjör og sem óheimilt sé að víkja frá undir vinnustaðaþætti kjarasamninga. Væri slíkt heimilt yrðu lágmarkskjör - og réttindi þeirra sta rfsmanna sem þeirra eiga að njót a á grundvelli laga nr. 80/1938 og nr. 55/1980 gerð innihaldslaus en slíkt væri andstætt umsömdu skipulagi á íslenskum vinnumarkaði og markmiðum fyrrgreindra laga. Stefnandi sé ekki aðili að Samtökum atvinnulífsins og sé stefna þessa því birt fyrir fyrirs varsmanni stefnda, sbr. 45. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi byggir málsókn sína á tilgreindum ákvæðum laga nr. 80/1938 auk laga nr. 55/1980 um lágmarkskjör og ógildi lakari kjara. Um dómsvald Félagsdóms vísast til 44. gr. og 45. gr. laga nr. 80/1938. Kraf a um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við lög nr. 50/1988, en stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur og ber því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæðu r stefnda og lagarök. Stefndi byggir á því að þeir samningar , sem stefnandi byggir á , séu sérkjarasamningar sem taki til sta rfsmanna hans sérstaklega sem sé u félagsmenn í þeim félögum sem gerðu þessa kjarasamnin ga. Í 5. og 6. gr. laga nr. 80/1938 sé ákvæð i um hverjir geti verið að ilar að kjarasamningi. Ljóst sé að samningar eins og þeir , sem liggja frammi í málinu sem dómskjöl nr. 5 og 6 , séu gerðir af stéttarfélögum annars vegar og atvinnurekanda hins vegar og því ber i að líta á þá sem kjarasamninga. Þett a séu sérsamningar sem tak i eingöngu til kjara hjá stefnda og því ber i að túlka þá sem slíka. Þar sem framangreindir samningar teljist vera kjarasamningar verði 7. gr. laga nr. 80/ 1938 eð a 1. gr. laga nr. 55/ 1980 ekki beitt þannig að ákvæðið í kjarasamnin gum sem aðilar gerðu um 30 mínútna matahlé verði ógilt. Stefnandi byggi á því að óheimilt hafi verið að semja um að matarhlé um helgar ætti að vera 30 mínútur og vísi til þess að í 5. kafla framlagðra aðalkjarasamning a sé að finna ákvæði sem takmarki rét t stéttarfélaga til að gera 6 sérkjarasamninga eins og þá sem um er deilt í þessu máli. Stefndi fallist ekki á þessa túlkun stefnanda á 5. kafla kjarasamninganna. Samkvæmt framlögðum samningi milli SA og Samiðnar beri . Í grein 5.1 sé það hugtak skýrt en þar segi að átt sé við samninga á milli starfsmanna og fyrirtækis. Ákvæðin í 5. kafla aðalkjarasamningsins á dskj. nr. 3 takmarka ekki rétt stéttarfélaga og atvinnurekenda til að gera kjarasamninga til viðbótar al mennum kjarasamningum. Ákvæðið eigi aðeins við um samninga sem starfsmenn geri við atvinnurekendur. Samkvæmt framlögðum kjarasamningi á milli SA og Starfsgreinasambands Íslands ber i . Í grei n 5.5 komi fram að með þessu hugtaki sé átt við samning milli starfsmanna og fyrirtækis. Það sýnist því rétt að líta svo á að réttindi stéttarfélaga og atvinnurekenda séu ekki skert með 5. kafla almenna kjarasamningsins til að gera sérkjarasamninga enda e n gin slík ákvæði í lögum nr. 80/ 1938. Í báðum aðalkjarasamningunum séu ákvæði um gildistöku fyrirtækjasamninga, í 1. mgr. gr. 5.9 og 1. mgr. gr. 5.7 þar sem segi að ef ekki komi til athugasemdir frá stéttarfélögum innan fjögurra vikna frá því að samningur var kynntur þá tel jist hann samþykktur. Það sé ljóst að viðkomandi stéttarfélög vissu um efni samningsins 26. janúar 2006, því þau hafi undirritað hann . Hafi því samningurinn fullt gildi þó tt ekki væri fallist á að um væri að ræða kjarasamning sem 5. kafl i almennu kjarasamninganna eiga ekki við um eins og áður er rakið. Þá verður að geta þess að í f lið ákvæðis 5.5 í báðum almennu kjarasamningunum er heimild til að semja um annað fyrirkomulag neysluhléa en greinir í almennu kjarasamningunum. Í kjarasamn i ngunum á dskj. nr. 5 og 6 segi ur frá kl. 12 - atarhl é sé 30 mínútur. Eins og áður segi , hafi þetta ákvæði verið framkvæmt þannig að á laugardögum hefur verið greitt fyrir 30 mínútur v egna matarhlés og hafi sú framkvæmd staðið óslitið frá því að samningarnir voru undirritaðir. Slippstöðin hf. , forveri stefnda , hafi orðið gjaldþrota á árinu 2005. Stefndi hafi verið stofnaður í október 2005 um það leyti s em samið var við skiptastjóra þ b. Slippstöðvarinnar hf. um kaup á hluta eigna þrot abúsins. Forsvarsmenn stefnda he fðu enga reynslu haft af gerð kjarasamninga en forsvarsmenn stéttarfélagann a, sem önnuðust gerð kjarasamninganna , he fðu búið yfir mikilli re ynslu, þannig að ef litið verði svo á að framangreint ákvæði í kjarasamningunum sé óljóst , verði að túlka þau m eð þetta í huga. Stefndi telji, að það ákvæði sem um er deilt sé mjög skýrt eins og áður segi. S amið hafi verið um 30 mínútur í matarhlé, þar með á laugardögum, enda ekki kveðið á um það í almennum kjarasamningum hvað matarhlé á laugardögum sky l d i vera langt. Aðilum hafi verið heimilt að semja um 7 þetta fyrirkomulag, enda um þetta gerður kja rasamningur. Sá samningur verði ekki ógiltur með v ísan til 1. gr. laga nr. 55/1980 eða 7. gr. laga nr. 80/ 1938. Um hafi verið að ræða gilda kjarasamninga þannig að útilokað sé að halda því fram að samið hafi verið um kjör sem séu andstæð 1. gr. laga nr. 55/ 1980. Í 7. gr. laga nr. 80/1938 segi, að samningar einstakra verkamanna séu ógildir að svo miklu leyti sem þeir fari í bága við samninga stéttarfélaga við atvinnurekendur, enda hafi féla gið ekki samþykkt þá. Það liggi í augum uppi að kjarasamningarni r sem um er deilt í málinu verði ekki ógiltir með vísan til þessa ákvæðis. Verði ekki fallist á að um kjarasamninga sé að ræða , verði að byggja á því að stéttarfélögin hafi samþykkt þá með því að hafast ekkert að fyrr en raun ber vitni og þar með hafi samningarnir stöðu kjarasamninga. Stefnandi virðist byggja á því þar sem matartími í dagvinnu sé ei n klukkustund þá gildi það sama í hádegismatarhlé á laugardögum þó að ekki sé u m það ákvæði í kjarasamningum. Eins og áður segi, byggi stefndi hins vegar á því að hann hafi samið sérstaklega um það að hádegismatartími skuli vera 30 mínútur og byggi á því að hvorki ákvæði í lögum eða kjarasamningum takmar k i samningsfrel si á þessu sviði. Stefndi telji að það s é ekki hægt að beita ákvæðinu í grein 3.1 . þannig að það felli úr gildi skýr ákvæði í sérkjar asamningi. Það segi ótvírætt í grein 3.1. að matarhlé í dagvinnu teljist ekki til vinnutíma, e n ef litið sé til ákvæðis greinar 3.3.4. komi í ljós að þar sé mælt fyrir um að matar - og kaffihlé í yfirvinnu greiðist sem vinnutími. Þarna sé allu r munur á því að annars vegar sé um matarhlé í dagvinnu að ræða , sem e kki ber i að greiða fyrir , og hins vegar matarhlé í yfirvinnu , sem ber i að greiða fyrir. Sé því ekki hægt að álykta sem svo að matarhlé í hádegi á laugardögum skuli vera það sama og í dagvinnu og að það beri að greiða fyrir það. Stefndi telji að það verði a ð líta til ákvæða í 3 . kafl a kjarasamningsins í heild og sé þá að vísa til þess að í grein 3.3.1 . séu skýr ákvæði um kvöldmatarhlé sem sé ein klukkustund en ekkert sambærilegt ákvæði sé að finna um matarhlé á laugardögum. Það sé því ekki að finna ákvæði um það í almenna kjarasamningnum hversu langt hádegishlé skuli vera á laugar dögum. Á sviði vinnuréttar ríki samningsfrelsi sem takmarkist af 1. gr. laga nr. 55/1980 og 7. gr. laga nr. 38/1938. Þessi ákvæði eigi ekki við í þessu tilviki eins og áður hafi ver ið rakið. Aðilum hafi því verið frjálst að semja um að hádegismatarhlé á laugardögum skyldi vera 30 mínútur og því ber i stefnda að greiða fyrir 30 mínútur. Í kjarasamningi SA og Starfsgreinasambands Íslands séu sambærileg ákvæði og í fyrrnefndum kjarasam ningi , sbr. greinar 3.1.1 . og 3.2. Hins vegar sé að finna ákvæði í grein 3.3.2 . þar sem segi að hádegismatartími í yfirvinnu reiknist ekki sem vinnutími. Stefndi telji að þessi ákvæði styðji enn frekar þ á málsástæðu hans að heimilt hafi verið að semja um 3 0 mínútur í matarhlé á laugardögu m og greiða í samræmi við það. Sérákvæði í kjarasamningnum um sérþjálfaða bygginga starfsmenn 8 sbr. 15. kafla breyti ekki þeirri meginreglu sem sé að finna í ákvæði 3.3.2. Ekki sé að f inna ákvæði í 15. kafla um það hve rsu lan gt matarhlé s kuli vera. Þá verði að ítreka að skýrum ák væðum í sérkjarasamningum verði ekki vikið til hliðar með vísan til framangreindra ákvæða í almennu kjarasamni ngunum , enda séu engin ákvæði í almennu kjarasamningunum um lengd matarh lés á laugardögum. Við túlkun sé rétt að líta til þess að aðilar sömdu um það fyrir félagsmenn Einingar - Iðju, að þeir njóta þeirra réttinda samkvæmt kjarasamni ngnum að þeir fá greitt fyrir hádegismatarhlé á laugardögum, sem þeir hafi ekki átt rétt á samkvæmt almenna kjarasam ningnum. Í málinu sé óumdeilt að stefndi sé ekki aðili að Samtökum atvinnulífsins og hafi hann því ekki gengist undir þær skyldur sem framangreindir almennir kjarasamningar kveð i á um. Hann hafi gert s érstakan kjarasamning sem gildi fyrir starfsmenn hans og það ber i að leggja þann kjarasamning til grundvallar við úrlausn málsins um þau atriðið se m hann tekur til. Stefndi leggi á það áherslu að þeir k jarasamningar sem hann gerði séu skýrir um það hve rsu langt matar hlé skuli vera. Stefnandi haldi því fram að ekki sé tekið á því í sérkjarasamningunum hvernig eigi að greiða fyrir hádegismatar hlé á laugardögum. Stefndi telji þetta rangt og vísi til fjögurra ára framkvæmdar. Þá bendi hann á að í almennum kj arasamningum sem stefnandi vísi til sé ekki að finna ákv æði um leng d matarh lés á laugardögum. Stefndi telji því að það verði að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að aðilar hafi samið um að matarhlé á laugardögu m skuli vera 30 mínútur og hafi stefndi að sjálfsögðu greitt fyrir matarhléið í samræmi við s amningana. Sé vafi um túlkun kjarasamninganna ber i að túlka hann stefnda í vil, því að reynsluleysi við gerð kjarasamninga hafi verið algjört hjá honum. Loks ber i að leggja á það áherslu að trúnaðarmenn starfsmanna hafi aldrei gert athugasemdir við framkvæ md á greiðslum fyrir m atarhlé á laugardögum, sem sýni hvaða skilningur var ríkjandi. Stefndi hefur lagt fram skjal sem sýni samanburð sem hann gerði á launum sem hann annars vegar greiðir ófaglærðum starfsmönnum sínum og iðnaðarmönnum. Þ essi samanburður le iði í lj ós að kjör starfsmanna stefnda sé u betri en ef þeir fengju eingöngu greidd laun sam kvæmt gildandi kjarasamningum. Í þessum samanburði sé gert ráð fyrir að starfsmenn fái greitt fyrir klukkustund í matarhléum á laugardögu m. Inni í þessum útreikningu m sé u e kki atriði sem tvímælalaust hafi áhrif á kjör starfsmann s , t.d. niðurgreiðsla á mat o . fl . sem getið sé í framlögðu skjali . Í sérkjarasamningunum sé þannig samið um betri heildakjör starfsmanna stefnda en samkvæmt almennu kjarasamningunum og því sé m jög langsótt að byggja á því að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum almennu kjarasamninganna með sérkjarasamningunum. Þó að dómurinn kæmist að því að það bæri að greiða fyrir klukkustundar langt matarhlé á laugardögum verði það ekki talið brot á almennum kjar asamningum að 9 greiða fyrir 30 mínútur eins og stefndi gangi út frá. Kjörin verði að meta í heil en ekki sé hægt að taka einn þá tt út úr eins og stefnandi geri . Þetta hafi í för með sér að þegar um yfirborganir sé að ræða eins og í þessu tilviki , sé samning sfrelsi aðila ekki takmarkað. Það sé komið út fyr ir þær takmarkanir sem lagðar sé u á samningsfrelsi manna með almennu kjarasamningunum og lögum. Því sýnist varla hægt að komast að þeirri niðurstöðu að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum almennu kjarasamningan na. Stefndi vísar til þess að stéttarfélög hafi gert kjarasamn inga við stefnda í janúar 2006 en þessir sérkjarasamningar hafi væntanlega haft það að markmiði að bæta kjör þei rra hópa sem þeir tóku til. F yrir liggi að sú varð raunin. Það sé því með nokkru m ólíkindum að byggja nú á því að athugasemdalaus framkvæmd í tæp fjögur ár fari í bága við almenna kjarasamninga. Niðurstaða Ágreiningur máls þessa stendur um það, hvort stefnda sé skylt að greiða yfirvinnukaup fyrir klukkustund vegna hádegismatarhlés um helgar í samræmi við tilgreind kjarasamnings ákvæði , annars vegar í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins vegna þeirra starfsmanna Slippsins sem njóta kjara í samræmi við þann kjarasamning og hins vegar í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna þeirra starfsmanna Slippsins sem njóta kjara í samræmi við þann kjarasamning. Í samningi Samtaka atv innulífsins og Samiðnar - sambands iðn félaga f.h. aðildarfélaga í málm iðnaði, byggingariðnað i og skrúðgarðyrkju eru m.a. ákvæ ði um matar - og kaffitíma í 3. kafla. Í grein 3.1. er fjallað um matar - og kaffitíma í dagvinnu og þar kemur fram að hádegismatartími sé ein klukkustund á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og teljist hann ekki til vinnutíma. Í grein 3.4. eru ákvæði um matar - og kaffitíma í yfirvinnu og þar segir að öll matar - og kaffihlé í yfirvinnu og helgidagavinnu skuli greiðast sem vinnutími. Þá segir jafnframt að ef unnið sé í matar - eða kaffitíma í yfirvinnu reiknist tilsvarandi lengri tími unninn. Loks eru ákvæð i um það, að taka beri kvöldmatarhlé kl. 19:00 til 20:00 þegar unnin er yfirvinna og að matartími að nóttu skuli vera kl. 02:00 til kl. 03:00. Í samningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er m.a. fjallað um matar - og kaffitíma í 3. k afla. Þar segir í grein 3.1. sem fjallar um matar - og kaffitíma á dagvinnutímabili, að starfsmenn eigi rétt á matarhléi, eina klukkustund á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og teljist hann ekki vera vinnutími. Í 15. kafla samningsins er fjallað sérst aklega um kjör almennra og sérþjálfaðra byggingarstarfsmanna, sem óumdeilt er að eigi við um kjör þeirra félagsmanna Einingar Iðju, sem hér um ræðir. Samkvæmt grein 15.5.1. skal matartími í dagvinnu tekinn á tímabilinu kl. 11:30 til kl. 13:30 og er heimilt að stytta þennan tíma niður í 30 10 mínútur og skal þá yfirvinna hefjast fyrr sem því nemur. Þá segir í grein 15.5.5. að öll matar - og kaffihlé í yfirvinnu og helgidagavinnu skuli greiðast sem vinnutími. Um hádegisverð eru síðan sérstök ákvæði í greinum 15.6 .1. og 15.6.2. þar sem segir að starfsmönnum skuli, eftir því sem aðstæður leyfa, séð fyrir hádegismat á vinnustað og að ef starfsmaður sé sendur til vinnu utan byggðamarka og/eða vinni fram yfir kl. 20, án þess að taka matarhlé, sk u li þeir hafa frítt fæði eða fæðispeninga. Af f ramanrituðu er ljóst að ekki er í umræddum kjarasamningum sérstaklega mælt fyrir um það hversu langt matarhlé á laugardögum á að vera í yfirvinnu, heldur er aðeins tekið fram að fyrir það skuli grei tt en hins vegar mæl a ákvæði þeir ra fyrir um klukkutíma h ádegishlé á virkum dögum. Í málinu liggja einnig frammi tveir samningar sem bera heitið undirritaðir af Antoni Benjamínssyni, framkvæmdastjóra stefnda, fy rir hönd stefnda, og annars vegar af formönnum Félags málmiðnaðarmanna og Félags byggingarmanna í Eyjafirði og hins veg ar af formanni Einingar - Iðju. Þar segir að alm ennt sé háde gismatur frá kl. 12:00 til 12:30 en að samkvæmt kjarasmningum megi hnika því ti l. Um gildi þessara samninga kvað Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri stefnda, í skýrslu sinni hér fyrir dóminum að þeir væru kjarasamningar til viðbótar aðalkjarasamningum og hefð i það verið sameiginlegur skilningur málsaðila að samningarnir jafn gilt u k jarasamningum. Virðist það óumdeilt í málinu. Þá kvað Anton engar athugasemdir vegna ákvæðis samninganna um hálftíma matarhlés hafa borist stefnda fyrr en í mars 2010 þegar unnið hafði verið eftir þessum samningum í rúm fjögur ár . Er það einnig óumdeilt . Þ ykir því stefndi hafa sýnt fram á að sú túlkun hans á framangreindum kjarasamningum að greiða beri yfirvinnukaup fyrir hálfa klukkustund vegna hádegismatarhlés um helgar hafi verið með þessum hætti í fjögur ár og hafi verið athugasemdalaus af hálfu stefnan da allan þann tíma. Með vísan til þeirrar venju, sem komin er á varðandi þessa framkvæmd og er frekast til skýringar og fyllingar á kjarasamningsákvæðum, en gengur ekki gegn þeim, verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnand a gert að greiða stefnda 300.000 krónur í málskostnað. D ó m s o r ð: Stefndi, Slippurinn Akureyri ehf., er sýkn af kröfum stefnanda A lþýðusamband s Íslands f.h. Samiðnar vegna Fagfélagsins og Félags málmiðnaðarmanna og f.h. Starfsgreinasam bands Íslands vegna Einingar - Ið ju í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað. 11 Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Valgeir Pálsson Lára V. Júlíusdóttir