FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 4. júní 2024. Mál nr. 12/2023: Félag tæknifólks hjá Landsvirkjun hf. ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Samorku, samtaka orku - og veitufyrirtækja vegna Landsvirkjunar hf. ( Oddur Ástráðsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var tekið til dóms 8. maí sl. Mál ið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Guðni Á. Haraldsson og Ólafur Eiríksson. Stefnandi er Félag tæknifólks hjá Landsvirkjun , Háaleitisbraut 68 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samorku, samtaka orku - og veitufyrirtækja , Borgartúni 35 í Reykjavík , vegna Landsvirkjunar, Katrínartúni 2 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að hann fari með samningsaðild fyrir A, kt. [...], B, kt. [...], og C, kt. [...] , vegna starfa þeirra hjá Landsvirkjun hf. 2 Landsvirkjunar hf. þann 2. nóvember sl., að tilkynna félagsmönnum stefnanda sem vinna á vinnustaðnum, að atvinnurekandi hyggist hætta að miða kjör við kjarasamning stefnanda, og senda viðauka við ráðningarsamninga sem felli tengingu við kjarasamning stefnanda úr gildi, feli í sér brot gegn 3 Þá krefst s tefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 5 Með úrskurði Félagsdóms 15. apríl 2024 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. 2 Málavextir 6 Mál þetta verður rakið til ágreinings aðila um hvort stefnandi sé stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og fari með samningsumboð vi ð gerð kjarasamnings sem lýtur að kjörum tiltekinna starfsmanna Landsvirkjunar hf. 7 Stefnandi kveðst vera stéttarfélag verkfræðinga, tæknifræðinga og tölvunarfræðinga sem starfi hjá Landsvirkjun hf. Samkvæmt lögum félagsins frá 24. september 2004 er tilgan gur þess meðal annars að vinna að bættum kjörum félagsmanna og koma fram sem samningsaðili um kaup og aðra hagsmunagæslu félagsmanna gagnvart fyrirtækinu. Félagar s skilyrði til inngöngu í nánar tilgreind stéttarfélög, sbr. 3. grein laga félagsins. 8 S tefnandi hefur um árabil gert samninga við Landsvirkjun hf. fyrir hönd félagsmanna sinn a sem lúta að kjörum þeirra. Síðast var gerður samningur 18. febrúar 2020 sem bar heitið gildistími hans undir lok í nóvember 2022. Samkvæmt gögnum málsins sátu fulltrúar m álsaðila fundi frá febrúar til maí 2023 og kveðst stefnandi hafa undirbúið efnislega kröfugerð gagnvart Landsvirkjun hf. Aftur á móti hafi fulltrúar fyrirtækisins lýst áhyggjum af óljósri stöðu stefnanda og lagt til að gerðir yrðu persónubundnir samningar við félagsmenn sem byggðu á almennum kjarasamningum. Stefndi kveðst hafa haldið því til haga á fundum aðila að hann teldi stefnanda ekki eiginlegt stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og að ekki stæði til að gera nýjan samning við félagið. 9 Með tölvus keyti mannauðsteymis Landsvirkjunar hf. til starfsmanna 27. febrúar 2023 var vísað til þess að samningur við stefnanda hefði runnið út 1. nóvember 2022 og stæðu yfir viðræður við félagið um breytingar á því fyrirkomulagi sem hefði verið við lýði . Þrátt fyr ir að viðræðum væri ekki lokið hefð i verið ákveðið að starfsfólk, sem fallið hefði undir samning aðila, fengi sömu launahækkun og samið hefði verið um á almennum markaði með fyrirvara um frekari breytingar eða hækkanir. Nánar var útskýrt að laun viðkomandi starfsmanna myndu hækka með tilteknum hætti afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Stefnandi kveður stjórn Landsvirkjunar hf. hafa fundað með þeim starfsmönnum sem um ræðir 2. júní 2023 og hafi þar meðal annars verið kynnt ákvörðun fyrirtækisins um að endurnýja ekki kjarasamning við stefnanda. 10 Stefnandi óskaði eftir því að ríkissáttasemjari kæmi að lausn deilu aðila og var boðað til fundar hjá embættinu 30. júní 2023. Í aðdraganda fundarins upplýsti fulltrúi Landsvirkjunar hf. að fyrirtækið teldi málið ekki hey ra undir embættið . Aðilar ræddu hvor fyrir sig við starfsmann ríkissáttasemjara en hittust ekki og fóru efnislegar viðræður ekki fram. 11 Með tölvuskeyti forstjóra Landsvirkjunar hf. 2. nóvember 2023 var þeim starfsmönnum, sem samningur við stefnanda hafði te kið til, kynnt að ekki væri ætlunin að gera framar samninga um kjör við félagið. Litið væri svo á að kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins gilti um störf viðkomandi starfsmanna og markaði 3 lögbundin lágmarkskjör. Berast myndi v iðauki við ráðningarsamning til undirritunar þar sem kjörin yrðu útlistuð og starfsmönnum boðið að tryggja tengingu til framtíðar við almennar launahækkanir á vinnumarkaði. Sama dag mun viðkomandi starfsmönnum hafa borist viðauki þar sem meðal annars kom f ram að réttindi og skyldur tækju ekki lengur mið af samningi stefnanda og Landsvirkjunar hf. Þess í stað væru réttindi tryggð í viðaukanum og væri hann hluti af ráðningarsambandi aðila sem væri byggt á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við stéttarfélag viðkomandi starfsmanns. 12 Þeir félagsmenn stefnanda sem tilgreindir eru í kröfugerð hans skrifuðu ekki undir viðaukann. Með bréfi lögmanns stefnanda 17. nóvember 2023 var skorað á Landsvirkjun hf. að draga framangreinda tilkynningu til baka. Því var hafnað með bréfi 24. sama mánaðar og vísað til þess að stefnandi væri ekki stéttarfélag sem uppfyllti skilyrði 2. gr. laga nr. 80/1938 . Málsástæður og lagarök stefnanda 13 Stefnandi byggir á því að hann sé stéttarfélag sem geri kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt lögum félagsins sé markmið þess að vinna að bættum kjörum og hagsmunum félagsmanna og komi félagið fram sem samningsaðili gagnvart Landsvirkjun hf. Félagar í stefnanda geti orðið þeir starfsmenn Land svirkjunar hf. og dótturfyrirtækja , sem ráðnir séu sem verkfræðingar, tæknifræðingar eða tölvunarfræðingar, og uppfylli skilyrði til inngöngu í almenn félög verkfræðinga, tæknifræðinga eða tölvunarfræðinga. Hafi stéttarfélög verk - og tæknifræðinga nú samei nast undir hatti Verkfræðingafélags Íslands, sem þjónusti einnig Stéttarfélag tölvunarfræðinga, svo og stefnanda samkvæmt sérstökum samningi frá árinu 2004. Þrátt fyrir þjónustusamninginn sé stefnandi sjálfstætt stéttarfélag með eigin stjórn sem geri kjara samninga fyrir félagsmenn í eigin nafni. Stefnandi uppfylli þannig skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 til að teljast stéttarfélag. 14 Stefnandi telur þá félagsmenn sem tilgreindir eru í kröfugerð hans eiga skýlausan rétt á að tilheyra félaginu og að st efnda beri að virða félagsaðildina, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Eigi félagsmenn meðal annars rétt á að taka virkan þátt í starfsemi félagsins og fela því umboð til að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd. Landsvi rkjun hf. hafi gert kjarasamninga við stefnanda um árabil og þannig í framkvæmd viðurkennt að um sé að ræða stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og réttan viðsemjanda um kjör félagsmanna á vinnustaðnum. Stefndi geti ekki svipt félagsmenn réttindum með einhliða tilkynningu um að hann hyggist hætta að miða við eigin kjarasamning við stefnanda og líti svo á að kjarasamningur annars stéttarfélags við Samtök atvinnulífsins eigi þess í stað að gilda um kjör starfsmanna. 15 Stefnandi leggur áherslu á að málið l úti að samningsfyrirsvari við gerð kjarasamninga sem sé einn af grundvallarþáttum í réttinum til aðildar að stéttarfélögum. Í lögu m nr. 80/1938 sé ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu stéttarfélagi , en í athugasemdum með frumvarpi til hagsmuna þeirra manna, sem hafa lífsviðurværi sitt af því, að selja vinnu sína gegn ákveðnu orð með þeim hætti að stéttarfélög séu félög 4 fólks, sem sé í þjónustu annarra og þiggi laun fyrir vinnu sína, og sé gert ráð fyrir að þau séu andstæða atvinnurekenda eða atvinnurekendafélaga. 16 Stefnandi telur félagið uppfylla skilyrði 2. gr. laga nr. 80/19 38. Í lögum félagsins sé tilgreint hverjir geti átt aðild að því en félagssvæði sé þar ekki afmarkað. Geti starfsfólk Landsvirkjunar hf. eða dótturfyrirtækja sem uppfylli skilyrði 3. greinar laga stefnanda óskað eftir inngöngu í félagið, óháð því hvar á la ndinu það sé búsett eða starfandi. Félagsdómur hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að túlka 2. gr. laga nr. 80/1938 með þeim hætti að félög sem taki aðeins til ákveðinna starfsmannaflokka á félagssvæði geti ekki talist vera stéttarfélög í sk ilningi laganna. Þá standist ekki að telja að stefnandi sé starfsmannafélag atvinnurekanda eða að hann sé ekki tækur til fyrirsvars sem stéttarfélag félagsmanna sinna. 17 Stefnandi byggir seinni dómkröfu sína á því að aðgerðir stefnda 2. nóvember 2023 hafi b rotið gegn samningsfrelsi félagsmanna stefnanda. Hafi í reynd verið gerð tilraun til að þvinga félagsmenn til þátttöku í stéttarfélagi sem þeir tilheyri ekki og sé það í andstöðu við 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Stefndi hafi tilkynnt félagsmönnum st efnanda að réttindi og skyldur þeirra tækju ekki lengur mið af kjarasamningi stefnanda og boðið þeim nýja ráðningarsamninga. Með aðgerðum forstjór a stefnda hafi verið brotið gegn a - og b - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 , en með þeim hafi verið gerð tilraun til að hafa áhrif á afstöðu félagsmanna og afskipti af uppkominni vinnudeilu með tilkynningu um uppsögn ráðningarkjara, neitun á réttmætum greiðslum samkvæmt kjarasamningi og loforði um greiðslur samkvæmt viðaukum við ráðningarsamninga. Hafa verði í huga að bo ðin kjör samkvæmt viðauka við ráðningarsamning hafi verið lakari en þau kjör sem félagsmönnum stefnanda hafi verið tryggð með kjarasamningi aðila. Málsástæður og lagarök stefnda 18 Stefndi vísar til þess að Landsvirkjun hf. sé einkaréttarlegur aðili sem starf i á almennum vinnumarkaði og gildi lög nr. 80/1938 um réttarstöðu starfsfólks fyrirtækisins. Byggt er á því að stefnandi sé ekki stéttarfélag í skilningi laga nna og geti því ekki farið með samningsumboð fyrir félagsmenn sína í skilningi 1. mgr. 5. gr. þeir ra. 19 Samkvæmt lögum stefnanda geti eingöngu starfsmenn Landsvirkjunar og dótturfyrirtækja, sem ráðnir hafa verið sem verkfræðingar, tæknifræðingar eða tölvunarfræðingar, átt aðild að félaginu. Félagið sé því ekki opið öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á fé lagssvæði sem sé í það minnsta eitt sveitarfélag. Þar sem stefnandi sé ekki eiginlegt stéttarfélag í skilningi 2. gr. laga nr. 80/1938 geti hann ekki farið með lögformlegt samningsumboð í skilningi 1. mgr. 5. gr. laganna, leitað til ríkissáttasemjara vegna sáttastarfa í vinnudeilum eða gert kjarasamninga sem marka lögbundin lágmarkskjör. 20 Með 2. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið lögfestar kröfur til stéttarfélaga sem komi að gerð kjarasamninga. Með ákvæðinu sé komið í veg fyrir að félög starfsfólks á tilteknu m vinnustað teljist til stéttarfélags i skilningi laganna. Það sé hlutverk Félagsdóms að standa vörð um heildarskipulag vinnumarkaðarins og sé fyrrgreindu lagaákvæði ætlað að tryggja að ljóst sé hvaða kjarasamningur gildi um tiltekið starf, afmarkað miðað við starfsgreinar og 5 sveitarfélög. Skipulag heildarsamtaka á vinnumarkaði miðist við að samningssvið tveggja eða fleiri stéttarfélaga skarist ekki og sé meginregla 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. g r. laga nr. 80/1938, um að kjarasamningur um tiltekið starf á tilteknum stað marki lögbundin lágmarkskjör, reist á þessu grundvallarsjónarmiði. Í samræmi við þetta marki kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins lágmarkskjör verkf ræðinga og annarra þeirra sem aðild geta átt að því stéttarfélagi á almennum vinnumarkaði. Sá kjarasamningur gildi af sömu ástæðum um störf verkfræðinga sem starfa hjá Landsvirkjun, enda hafi lögformlegt stéttarfélag ekki gert sérkjarasamning sem eigi sérs taklega við um vinnustaðinn. Samkvæmt 3. grein laga stefnanda sé það skilyrði fyrir aðild að félaginu að viðkomandi uppfylli skilyrði til inngöngu í Verkfræðingafélag Íslands. Renni það frekari stoðum undir að stefnandi sé kjarafélag eða starfsmannafélag f remur en eiginlegt stéttarfélag. 21 Stefndi tekur fram að félagsmönnum stefnanda sé frjálst að tilheyra félaginu, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Aftur á móti uppfylli stefnandi ekki skilyrði laga til þess að teljast stéttarfélag sem getur farið með lögform legt umboð til að gera kjarasamninga fyrir hönd meðlima sinna, sbr. 1. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Sé því ekki unnt að fallast á viðurkenningarkröfu stefnda. 22 Stefndi krefst jafnframt sýknu af kröfu stefnanda um viðurkenningu á að hann hafi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938. Vísað er til þess að forsvarsmenn Landsvirkjunar haf. hafi ekki haft nokkur afskipti af félagsaðild starfsmanna og enn síður skert kjör félagsmanna stefnanda eða hótað slíku. Fyrirtækið hafi þvert á móti gætt að því að starfs fólk, sem áður naut kjara samkvæmt samningi við stefnanda, yrði ekki af kjörum þótt stefndi hefði ákveðið að endurnýja ekki samninginn. Því hafi aldrei verið hótað að starfsfólk fengi ekki réttmætar greiðslur eða yrði sagt upp störfum í skilningi ákvæðisin s. Hafi þvert á móti verið áréttað í tilkynningu forstjóra stefnda að ekki væri um efnislega breytingu á kjörum starfsfólks að ræða. Þá liggi fyrir að kjör starfsfólks hafi ekki verið skert og stefnandi ekki fært haldbær rök fyrir öðru. 23 Stefndi leggur áher slu á að samningur aðila féll úr gildi 1. nóvember 2022 án sérstakrar uppsagnar, sbr. 1. gr. samningsins. Landsvirkjun hf. sé hvorki skylt samkvæmt reglum vinnuréttar né lögum nr. 80/1938 að endurnýja eða gera nýjan samning við stefnanda. Það standist ekki að tilkynning um þá fyrirætlan stefnda að gera ekki nýjan samning við Landsvirkjun feli í sér tilburði til að hafa afskipti af félagsaðild starfsfólks í skilningi 4. gr. laga nr. 80/1938. Þá hafi því aldrei verið hótað að starfsfólk fengi ekki réttmætar g reiðslur eða yrði sagt upp störfum í skilningi ákvæðisins. Hafi þvert á móti verið áréttað í tilkynningu forstjóra stefnda að ekki væri um efnislega breytingu á kjörum starfsfólks að ræða. Niðurstaða 24 Dómkröfur stefnanda lúta annars vegar að viðurkenningu á því að hann fari með samningsaðild fyrir til greinda félagsmenn sem starfa hjá Landsvirkjun hf. og hins vegar að viðurkenningu á því að tilteknar aðgerðir forstjóra fyrirtækisins hafi brotið gegn 4. gr. laga 6 nr. 80/1938. Að þessu virtu fellur úrlausn um ágreining aðila undir valdsvið Félagsdóms, sbr. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. 25 Fyrri dómkrafa stefnanda er reist á því að hann sé stéttarfélag í skilningi 2. gr. laga nr. 80/1938 og lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima si nna samkvæmt 5. gr. sömu laga. Áður hefur verið rakið að Landsvirkjun hf. hefur um árabil gert samninga um kjör starfsmanna við stefnanda og leið gildistími þess samnings sem síðast var gerður undir lok í nóvember 2022. Landsvirkjun hf. hefur ekki hug á að gera nýjan samning við stefnanda og telur að kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag tölvunarfræðinga eigi að gilda um kjör þeirra starfsmanna sem eiga aðild að félaginu. 26 Samkvæmt 2. gr. laga nr. 80/1938 skulu stéttarfélög opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, eftir nánar ákveðnum reglum í samþykktum félaganna. Tekið er fram að félagssvæði megi aldrei vera minna en eitt sveitarfélag. Í athugasemdum við ákv æðið í og verndar samkvæmt lögunum, að það sé opið öllu fólki, sem býr á félagssvæðinu og vinnur eða [hefur] heimild samkvæmt kunnáttu sinni til að vinna í þeirri starfsgrein eða iðngrein, 27 Með framangreindu ákvæði eru gerðar tilteknar kröfur til félaga sem geta gegnt því grundvallarhlutverki að vera lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Að baki þessum kröfum býr það málefnalega sjónarmið að leitast við að tryggja, eftir því sem kostur er, að tiltekið stéttarfélag hafi rétt til samningsgerðar við vinnuveitanda vegna tiltekinnar starfsgreinar. Gildi þannig að jafnaði einn kjarasamningur um laun og önnur kjör þeirra sem sinna starfi innan sömu starfsgreinar hjá tilteknum vinnuveitanda. Frá þessu eru frávi k, svo sem stefnandi hefur bent á, og hefur til að mynda verið talið að þegar til staðar eru tveir jafngildir kjarasamningar við tvö stéttarfélög um sömu störf hafi vinnuveitandinn ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn gildi, sbr. til dæmis dóm Félagsd óms 15. desember 2023 í máli nr. 10/2023. 28 Samkvæmt 3. grein laga stefnanda er félagið eingöngu opið starfsmönnum Landsvirkjunar hf. og dótturfyrirtækja sem hafa verið ráðnir sem verkfræðingar, tæknifræðingar eða tölvunarfræðingar. Þannig er aðild að félag inu bundin við starfsmenn sem gegna störfum sem tilheyra tiltekinni starfsgrein hjá ákveðnum vinnuveitanda. Að þessu virtu uppfyllir stefnandi ekki það skilyrði 2. gr. laga nr. 80/1938 að vera opið öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæði sem er í þ að minnsta eitt sveitarfélag. Svo sem áður greinir búa málefnalegar ástæður að baki skilyrðinu og verður ekki séð að það sé úr hófi að virtu því markmiði sem stefnt er að, sbr. til hliðsjónar 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evróp u. Getur það ekki breytt þessari niðurstöðu þótt Landsvirkjun hf. hafi áður kosið að semja við stefnanda um kjör tiltekinna starfsmanna óháð ákvæðum laga nr. 80/1938. 7 29 Að framangreindu virtu telst stefnandi ekki vera stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/19 38 og lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna samkvæmt 5. gr. laganna. Verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda um viðurkenningu á að félagið fari með samningsaðild fyrir tilgreinda félagsmenn vegna starfa þeirra hjá Landsvirkjun hf. 30 Kemur þá til skoðunar seinni krafa stefnanda um viðurkenningu á að brotið hafi verið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 þegar forstjóri Landsvirkjunar hf. tilkynnti félagsmönnum stefnanda 2. nóvember 2023 að hann hygðist hætta að miða kjör þeirra við kjarasam ning málsaðila og sendi þeim viðauka við ráðningarsamninga sem tengingu við kjarasamning stefnanda úr gildi 31 Samkvæmt 4. gr. laga nr. 80/1938 er atvinnurekanda óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirr a og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum annars vegar með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn, sbr. a - lið ákvæðisins, og hins vegar með fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum, sbr. b - lið. Í ath ugasemdum með 4. gr. í frumvarpi því verður ráðið að hann telji stefnda hafa reynt að h afa áhrif á afstöðu félagsmanna til félagsaðildar og afskipti af vinnudeilu með tilkynningu um uppsögn ráðningarkjara og neitun á réttmætum greiðslum samkvæmt kjarasamningi. 32 Til þess er að líta að þegar tölvupóstur forstjóra Landsvirkjunar hf. var sendur 2. nóvember 2023 var um ár liðið frá því að gildistími samnings fyrirtækisins við stefnanda um kjör félagsmanna leið undir lok. Áður höfðu fulltrúar aðila átt í samskiptum og lá fyrir að Landsvirkjun hf. taldi stefnanda ekki eiginlegt stéttarfélag í skilni ngi laga nr. 80/1938 og hafði ekki hug á að gera nýjan samning við félagið sem tæki til kjara félagsmanna þess. Með umræddri tilkynningu gerði Landsvirkjun hf. félagsmönnum stefnanda grein fyrir því að ekki yrði gerður nýr samning ur við stefnanda og að fyr irtækið teldi kjarasamning Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins marka lögbundin lágmarkskjör. Tekið var fram að ekki væri um að ræða efnislega breytingu á ráðningarsamningi eða kjörum starfsmanna. Jafnframt var boðað að viðauki myndi berast starfsmönnum til undirritunar þar sem kjör yrðu útlistuð og tenging við almennar launahækkanir á vinnumarkaði til framtíðar tryggð. 33 Svo sem áður greinir var Landsvirkjun hf. ekki skylt að ganga til samninga við stefnanda um kjör félagsmanna hans eftir að fyrri samningur aðila leið undir lok. Með hinni umdeildu tilkynningu var tekið skýrt fram að það yrði ekki gert og að kjör starfsmanna tækju mið af kjarasamningi Verkfræðingafélagsins við Samtök atvinnulífsins. Ekki hefur verið sýnt fram á réttmæti þeirra r staðhæfingar stefnanda að kjör starfsmanna hafi verið skert og virðist Landsvirkjun hf. þvert á móti hafa leitast við að tryggja að þau tækju mið af almennum launahækkunum á vinnumarkaði. Að virtu efni tilkynningarinnar og öðru því sem rakið hefur verið verður ekki fallist á að Landsvirkjun hf. hafi með nokkru móti leitast við að hafa 8 áhrif á starfsmenn með þeim hætti sem greinir í a - og b - lið 4. gr. laga nr. 80/1938. Verður stefndi því sýknaður af seinni kröfu stefnanda. 34 Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnað u r á milli aðila falli niður. Dóms orð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samorku, samtaka orku - og veitufyrirtækja, vegna Landsvirkjunar hf., er sýkn af kröfum stefnanda, Félags tæknifólks hjá Landsvirkjun hf. Málskostnaður fellur niðu r. 9 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður mánudaginn 15. apríl 20 24 . Mál nr. 12 /20 23 : Félag tæknifólks hjá Landsvirkjun ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Samorku, samtaka orku - og veitufyrirtækja vegna Landsvirkjunar ( Oddur Ástráðsson lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 21 . mars sl. um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson Guðni Á. Haraldsson og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Félag tæknifólks hjá Landsvirkjun , Háaleitisbraut 68 í Reykjavík . Stefndi e r Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samorku, samtaka orku - og veitufyrirtækja , Borgartúni 35 í Reykjavík , vegna Landsvirkjunar, Katrínartúni 2 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 35 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að hann fari með samningsaðild fyrir A, kt. [...], B , kt. [...], og C , kt. [...] , vegna starfa þeirra hjá Landsvirkjun hf. 36 Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennt verði með dómi a ð þær aðgerðir forstjóra Landsvirkjunar hf. þann 2. nóvember sl., að tilkynna félagsmönnum stefnanda sem vinna á vinnustaðnum, að atvinnurekandi hyggist hætta að miða kjör við kjarasamning stefnanda, og senda viðauka við ráðningarsamninga sem felli tengin gu við kjarasamning stefnanda úr gildi, feli í sér brot gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 37 Þá krefst s tefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 38 Stefndi krefst þess aðallega að máli nu verði vísað frá Félagsdómi en til vara sýknu af kröfum stefnanda. 39 Þá krefst s t efndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 10 40 Mál þetta verður rakið til ágreinings aðila um hvort stefn andi sé stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og fari með samningsumboð við gerð kjarasamnings sem lýtur að kjörum tiltekinna starfsmanna Landsvirkjun ar hf. 41 Stefnandi kveðst vera stéttarfélag verkfræðinga, tæknifræðinga og tölvunarfræðinga sem starfi hjá Landsvirkjun hf. Samkvæmt lögum félagsins frá 24. september 2004 er tilgangur þess meðal annars að vinna að bættum kjörum félagsmanna og koma fram sem samningsaðili um kaup og aðra hagsmunagæslu félagsmanna gagnvart fyrirtækinu. Félagar að stefnanda sem ráðnir eru sem verkfræðingar, tæknifræðingar eða tölvunarfræðingar og uppfylla skilyrði til inngöngu í nánar tilgreind stéttarfélög , sbr. 3. grein laga félagsins. 42 S tefnandi hefur um árabil gert samninga við Landsvirkjun hf. fyrir hönd félagsmanna sinna sem lúta að kjörum þeirra. Síðast var gerður samningur 18. febrúar 2020 sem bar heitið milli Félags tæknifólks hjá Landsvirk jun og Landsvirkjunar og leið gildistími hans undir lok í nóvember 2022. Samkvæmt gögnum málsins sátu fulltrúar máls aðila fundi frá febrúar til maí 2023 og kveðst stefnandi hafa undirbúið efnislega kröfugerð gagnvart Landsvirkjun hf . Aftur á móti hafi fulltrúa r fyrirtækisins lýst áhyggjum af óljósri stöðu stefnanda og lagt til að gerðir yrðu persónubundnir samningar við félagsmenn sem byggðu á almennum kjarasamningum. Stefndi kveðst hafa haldið því til haga á fundum aðila að hann teldi stefnanda ekki ei ginlegt stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og að ekki stæði til að gera nýjan samning við félagið. 43 Með tölvuskeyti mannauðsteymis Landsvi rk junar hf. til st arfsmanna 27. febrúar 2023 var vísað til þess að samningur við stefnanda hefði runnið út 1. n óvember 2022 og stæðu yfir viðræður við félagið um breytingar á því fyrirkomulagi sem hefði verið við lýði . Þrátt fyrir að viðræðum væri ekki lokið hefð i verið ákveðið að starfsfólk , sem fallið h efði undir samning aðila , f engi sömu launahækkun og samið h efði verið um á almennum markaði með fyrirvara um frekari breytingar eða hækkanir. Nánar var útskýrt að laun viðkomandi starfsmanna myndu hækka með tilteknum hætti afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Stefnandi kveður stjórn Landsvirkjunar hf. hafa fundað með þeim starfsmönnum sem um ræðir 2. júní 2023 og hafi þar meðal annars verið kynnt ákvörðun fyrirtækisins um að endurnýja ekki kjarasamning við stefnanda . 44 Stefnandi óskaði eftir því að ríkissáttasemjari kæmi að lausn deilu aðila og v ar boðað til fundar hjá embættinu 30. júní 2023. Í aðdraganda fundarins upplýsti fulltrúi Landsvirkjun ar hf. að fyrirtækið teldi málið ekki heyra undir embættið . E fnislegar viðræður fóru ekki fram á fundinum . 45 Með tölvuskeyti forstjóra Landsvirkjunar hf. 2. nóvember 2023 var þeim starfsmönnum, sem samningur við stefnanda hafði tekið til, kynnt að ekki væri ætlunin að gera fram ar samninga um kjör við félagið. Litið væri svo á að kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins gi l ti um st ö rf viðkomandi starfsmanna og markaði lögbundin lágmarkskjör . Berast myndi viðauki við ráðningarsamning til undirritunar þar 11 sem kjörin yrðu útlistuð og starfsmönnum boðið að tryggja tengingu til framtíðar við almennar launahækkanir á vinnumarkaði. Sama dag mun viðkomand i starfsmönnum hafa borist viðauki þar sem meðal annars kom fram að réttindi og skyldur tækju ekki lengur mið af samningi stefnanda og Landsvirkjunar hf . Þess í stað væru réttindi tryggð í viðaukanum og væri hann hluti af ráðningarsambandi aðila sem væri b yggt á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við stéttarfélag viðkomandi starfsmann s. 46 Þeir félagsmenn stefnanda sem tilgreindir eru í kröfugerð hans skrifuðu ekki undir viðaukann. Með bréfi lögmanns stefnanda 17. nóvember 2023 var meðal annars skorað á Lan dsvirkjun hf. að draga framangreinda tilkynningu til baka. Því var hafnað með bréfi 24. sama mánaðar og vísað til þess að stefnandi væri ekki stéttarfélag sem uppfyllti skilyrði 2. gr. laga nr. 80/1938 og gæti því ekki gert kjarasamning í skilningi laganna . Málsástæður og lagarök stefnanda 47 Stefnandi byggir á því að hann sé stéttarfélag sem geri kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Þeir félagsmenn sem tilgrein d ir séu í kröfugerð stefnanda eigi skýlausan rétt á að tilheyra honum og beri stefnda að virða félagsaðildina, sbr. meðal annars 74. gr. stjórnarskrárinnar. 48 S amkvæmt lögum stefnanda sé mark m ið félagsins að vinna að bættum kjörum og hagsmunum félagsmanna og komi félagið fram sem samningsaðili um kaup og aðra hagsmunagæslu gagnvart Landsvirkjun hf. Félagar í stefnanda geti orðið þeir starfsmenn Landsvirkjunar og dótturfyrirtækja sem ráðnir séu sem verkfræðingar, tæknifræðingar eða tölvunarfræðingar, og uppfyl li skilyrði til inngöngu í almenn félög verkfræðinga, tæknifræðinga eða tölvunarfræðinga . Hafi stéttarfélög verk - og tæknifræðinga nú sameinast undir hatti Verkfræðingafélags Íslands, sem þjónusti einnig Stéttarfélag tölvuna r fræðinga, svo og stefnanda s amk væmt sérstökum samningi frá 2004. Þrátt fyrir þjónustusamninginn sé stefnandi sjálfstætt stéttarfélag með eigin stjórn sem geri kjarasamninga fyrir félagsmenn í eigin nafni. Stefnandi uppfylli þannig skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 til að teljast stéttarfélag. 49 Stefnandi vísar til þess að Landsvirkjun hf. hafi í framkvæmd viðurkennt stefnanda sem stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og réttan viðsemjanda um kjör félagsmanna á vinnustaðnum , enda hafi fyrirtækið gert kjarasamninga við stefnanda um árabil . Stefndi geti ekki svipt félagsmenn réttindum með einhliða tilkynningu um að hann hyggist hætta að miða við eigin kjarasamning við stefnanda og líti svo á að kjarasamningur annars stéttarfélags við S amtök atvinnulífsins eigi þess í stað að gilda um kjör starfsmanna. Með aðgerðum stefnda 2. nóvember 2023 hafi verið brotið gegn samningsfrelsi félagsmanna stefnanda og reynt að þvinga þá til þátttöku í stéttarfélagi sem þeir tilheyri ekki, en það sé í andstöðu við 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár innar . Þ á hafi stefndi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 með tilkynningu til félagsmanna stefnanda um að réttindi og skyldur þeirra taki ekki lengur mið af kjarasamningi stefnanda og boði um nýja ráðningarsamninga. Með þessu hafi forstjóri stefnda gert tilraun t il að hafa áhrif á afstöðu félagsmanna og afskipti af uppkominni vinnudeilu. 12 50 Stefnandi telur málið heyra undir Félagsdóm þar sem það varði samningsfyrirsvar við gerð kjarasamninga sem sé einn af grundvallarþáttum í réttinum til aðildar að stéttarfélögum, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Því er mótmælt að stefnandi sé ekki stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og að samningar félagsins við stefnda um kaup og kjör félagsmanna á vinnustaðnum séu ekki lögformlegir kjarasamningar í skilning i laganna. Áréttað er að s tefnandi hafi um árabil gert kjarasamninga við stefnda og samkvæmt dómaframkvæmd Félagsdóms feli slíkt í sér viðurkenning u samningsaðila á því að gagnaðili sé stéttarfélag og þar með lögformlegur samningsaðili. 51 Stefnandi bendir á að í lögum nr. 80/1938 sé ekki að finna skilgreiningu á hugtakinu stéttarfélagi . Í athugasemdum með frumvarpi til laganna komi fram að hugtakið sé notað lífsviðurværi sitt túlkað þessi orð með þeim hætti að stéttarfélög séu félög fólks, sem sé í þjónustu annarra og þiggi laun fyrir vinnu sína, og sé gert ráð fyrir að þau séu andstæða atvinnurekenda eða at vinnurekendafélaga . 52 Stefnandi telur félagið uppfylla 2. gr. laga nr. 80/1938. Í lögum félagsins sé tilgreint hverjir geti átt aðild að því en félagssvæði sé ekki afmarkað í lögunum. Geti starfsfólk Landsvirkjunar hf. eða dótturfyrirtækja sem uppfylli skilyrði 3. gr einar laga stefnanda því óskað eftir inngöngu í félagið, óháð því hvar á landinu það sé búsett eða starfandi. Félagsdómur hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að túlka 2. gr. laga nr. 80/1938 með þeim hætti að félög sem taki aðe ins til ákveðinna starfsmannaflokka á félagssvæði geti ekki talist vera stéttarfélög í skilningi laganna. Ekki standist að líta svo á að stefnandi sé starfsmannafélag atvinnurekanda eða að hann sé ekki tækur til fyrirsvars sem stéttarfélag félagsmanna sinn a . 53 Stefnandi sé bær til að tefla fram dómkröfu m sem stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og beri því að hafna frávísunarkröfu stefnda. Þá uppfylli kröfugerð og málatilbúnaður stefnanda að öllu leyti d - og e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um með ferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda 54 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að stefnandi sé ekki stéttarfélag í skilningi laga nr. 80/1938 og bresti því skilyrði til að geta höfðað mál fyrir Félagsdómi, sbr. 45. gr. laganna. Landsvirkjun hf. sé einkaréttarlegur aðili sem starfi á almenn um vinnumark að i og gildi fyrrgreind lög um réttarstöðu starfsfólks fyrirtækisins. 55 Samkvæmt lögum stefnanda geti eingöngu starfsmenn Landsvirkjunar og dótturfyrirtækja, sem ráðnir hafa verið sem verkfræðingar, tæknifræðingar eða tölvunarfræðingar, átt aðil d að félaginu. Félagið sé því ekki opið öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæði sem sé í það minnsta eitt sveitarfélag. Þar sem stefnandi sé ekki eiginlegt stéttarfélag í skilningi 2. gr. laga nr. 80/1938 geti hann ekki farið með lögformlegt samnin gsumboð í skilningi 1. mgr. 5. gr. laganna, leitað til ríkissáttasemjara vegna sáttastarfa í vinnudeilum eða gert 13 kjarasamninga sem marka lögbundin lágmarkskjör. Af sömu ástæðu geti stefnandi ekki átt aðild að málum sem rekin eru fyrir Félagsdómi. 56 Með 2. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið lögfestar kröfur til stéttarfélag a sem komi að gerð kjarasamninga. Með ákvæðinu sé komið í veg fyrir að félög starfsfólks á tilteknum vinnustað teljist til stéttarfélags i skilningi laganna . Það sé hlutverk Félagsdóms að sta nda vörð um heildarskipulag vinnumarkaðarins og sé fyrrgreindu lagaákvæði ætlað að tryggja að ljóst sé hvaða kjarasamningur gildi um tiltekið starf, afmarkað miðað við starfsgreinar og sveitarfélög. Skipulag heildarsamtaka á vinnumarkaði miðist við að samn ingssvið tveggja eða fleiri stéttarfélaga skarist ekki og sé m eginregla 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. gr. laga nr. 80/1938, um að tiltekinn kjarasamningur um tiltekið starf á tilteknum stað marki lögbundin lágmarkskjör, reist á þessu grundvallarsjónarmið i . Í samræmi við þetta marki kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins lágmarkskjör verkfræðinga og annarra þeirra sem aðild geta átt að því stéttarfélagi á almennum vinnumarkaði. Sá kjarasamningur gildi af sömu ástæðum um störf verkfræðinga sem starfa hjá Landsvirkjun, enda hafi lögformlegt stéttarfélag ekki gert sérkjarasamning sem eigi sérstaklega við um vinnustað inn . 57 Stefndi telur einnig kröfugerð stefnanda óskýra og samhengi mál s ástæðna við kröfur hans óljóst. Sé málið því vanreifað, sbr. d - og e - l ið 1. mgr. 80 gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, og geti það leitt til frávísunar málsins frá Félagsdómi. Niðurstaða 58 Dómkröfur stefnanda lúta annars vegar að viðurkenningu á því að hann fari með samningsaðild fyrir til greinda félagsmenn sem starfa hjá Landsvirkjun hf. og hins vegar að viðurkenningu á því að tilteknar aðgerðir forstjóra fyrirtækisins hafi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938. Að þessu virtu fellur úrlausn um ágreining aðila undir valdsvið Félagsdóms, sbr. 1. og 2. tölulið 1 . mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. 59 Af málatilbúnaði aðila er ljóst að þá greinir einkum á um hvort stefnandi sé stéttarfélag í skilningi 2. gr. laga nr. 80/1938 og lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna samkvæmt 5. gr. sömu laga. Hafa aðilar fært fram efnisleg rök til stuðnings afstöðu sinni og vísað til dómaframkvæmdar sem þeir telja styðja málatilbúnað sinn. Svo sem rakið hefur verið er frávísunarkrafa stefnda reist á því að stefnandi sé ekki bær til að höfða mál þetta þar sem ha nn sé ekki stéttarfélag . Þá er krafa stefnda um sýknu af fyrri dómkröfu stefnanda reist á því að stefnandi geti af sömu ástæðu ekki farið með lögformlegt samningsumboð . Falla röksemdir að baki kröfum stefnda um frávísun og sýknu að þessu leyti saman. 60 Við m unnlegan málflutning útskýrði lögmaður stefnda að krafa um frávísun málsins væri reist á því að samkvæmt 45. gr. laga nr. 80/1938 gætu eingöngu sambönd stéttarfélaga eða stéttarfélög , sem uppfylltu skilyrði 2. gr. laganna , átt aðild að málum fyrir Félagsdómi . Skilja verður málatilbúnað stefnda með þeim hætti að hann telji stefnanda í reynd skorta hæfi til að eiga aðild að dómsmáli fyrir Félagsdómi og beri því að vísa málinu frá dómi . 14 61 Í lögum nr. 80/1938 er ekki að finna sé rreglur um aðildarhæfi og verður eftir því sem við á litið til ákvæða laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 og til hliðsjónar dóm Félagsdóms 10. mars 2016 í máli nr. 25/2015. Áður hefur verið rakið að stefnandi hafi með höndum skipulagða starfsem i í ákveðnum tilgang i og gilda sérstakar reglur um félagið. Verður því lagt til grundvallar að stefnandi njóti aðildarhæfis samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. 62 Í 45. gr. laga nr. 80/1938 er mælt fyrir um málsóknarumboðsreglur fyrir Félagsdómi. Fram kemur í 1. mgr. að sambönd verkalýðsfélaga og atvinnurekendafélaga reki fyrir hönd meðlima sinna mál fyrir Félagsdómi, félög sem ekki séu meðlimir sambandanna reki sjá lf mál sín og meðlima sinna, og að ófélagsbundnir aðilar reki mál sín sjálfir. Í 2. mgr. er vikið að heimild aðila til að höfða mál sjálfur , að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, hafi samband eða félag neitað að höfða mál fyrir meðlim sinn. Einn h elsti tilgang ur reglnanna er að tryggja að samband eða félag sem fer með mál samkvæmt málsóknarumboði sé bundið af dómi Félagsdóms, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 31. maí 2013 í máli nr. 342/2013 þar sem vísað var til þess að reglunum væri ætlað að tryggja að dóma r Félagsdóms hefðu bindandi gildi, þar á meðal fyrir aðildarsamtök vinnumarkaðarins . Ákvæði 45. gr. hefur s amkvæmt þessu að geyma sérstakar reglur um málsóknarumboð en ekki um aðildarhæfi . 63 Aðila r deila ekki um hvort fylgt hafi verið reglum laga nr. 80/1938 um málsóknarumboð og verður málinu ekki vísað frá dómi vegna skorts á slíku . Svo sem rakið hefur verið lýtur ágreiningur aðila fyrst og fremst að túlkun á 2. og 5. gr. laga nr. 80/1938 og hvort stefnandi uppfylli þau skilyrði sem gerð eru til stéttarfélaga. Telja verður að skýring á lagaákvæð unum , eftir atvikum með hliðsjón af dómaframkvæmd, falli undir efnishlið málsins og get a fyrrgreind ar röksemdir stefnda ekki leitt til frávísunar málsins. Þá verður ekki séð að slíkir annmarkar séu á kr öfugerð stefnanda eða málatilbúnaði að vísa beri málinu frá dómi, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. 64 Samkvæmt því sem rakið hefur verið verður frávísunarkröfu stefnda hafnað. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar vegna þes sa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurðar orð: Frávísunarkröfu stefnda, Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Samorku, samtaka orku - og veitufyrirtækja, vegna Landsvirkjunar, er hafnað. Ákvörðun málskostnaðar bíður efnisdóms.