Ár 2019, föstudaginn 1 5 . mars, er í Félagsdómi í málinu nr. 5/2019 Samtök atvinnulífsins (Ragnar Árnason lögmaður) gegn Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar stéttarfélags (Karl Ó. Karlsson lögmaður) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið fyrr í dag. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Kolbrún Benediktsdóttir, Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Oddur Ástráðsson . Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík . Stefndi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnar túni 1 í Reykjavík, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, Guðrúnartún i 1 í Reykjavík, vegna Eflingar stéttarfélags, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda Stefnandi gerir svofelldar kröfur: I. Fyrsta aðalkrafa: Að viðurkennt verði með dómi að verkfall Eflingar stéttarfélags, boðað með bréfi 10. mars 2019 og hefjast skal 18. mars 2019 á hótelum sem tilgreind eru í verkfallsboðun og felur meðal annars í sér að starfsmenn sinni ekki ákveðnum störfum eða einungis þeim sem tilgreind eru í starfslýsingu, verði dæmt ólögmætt. Til vara: Að viðurkennt verði með dómi að verkfall Eflingar stéttarfélags, boðað með bréfi 10. mars 2019 og hefjast skal 18. mars 2019 á hótelum sem tilgreind eru í verkfallsboðun og felur meðal annars í sér að starfsmenn sinni ekki ákveðnum störfum eða einungis þeim sem tilgreind eru í starfslýsingu, verði að hluta dæmt ólögmætt, nánar tiltekið eftirtaldir hlutar: Starfsmaður vinnur einungis störf sem tilgreind eru í starfslýsingu han s 1 Starfsmaður þrífur ekki klósett Starfsmaður þrífur ekki sameiginleg rými Starfsmaður þrífur aðeins þau herbergi sem gestir hafa útritað sig úr Starfsmaður sinnir ekki morgunverði gesta Starfsmaður sinnir ekki þvotti II. Önnur aðalkrafa: Að viðurkennt verði með dó mi að verkfall það sem Efling stéttarfélag boðaði með bréfi 10. mars 2019, og hefjast skal 18. mars 2019 hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri og felur meðal annars í sér að starfsmenn sinni ekki ákveðnum störfum eða einungis þeim sem tilgreind eru í starfslýsingu, verði dæmt ólögmætt. Til vara: Að viðurkennt verði me ð dómi að verkfall sem Efling stéttarfélag boðaði með bréfi 10. mars 2019, og hefjast skal 18. mars 2019 hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri og felur meðal annars í sér að starfsm enn sinni ekki ákveðnum störfum eða einungis þeim sem tilgreind eru í starfslýsingu, verði að hluta dæmt ólögmætt, nánar tiltekið eftirfarandi hlutar: Starfsmaður vinnur einungis störf sem tilgreind eru í starfslýsingu hans. Starfsmaður skoðar ekki farmiða og fer ekki yfir farþegalista (fyrir utan þá farþegatalningu sem nauðsynleg er af öryggisástæðum) III. Þriðja aðalkrafa: Að viðurkennt verði með dó mi að verkfall það sem Efling stéttarfélag boðaði með bréfi 10. mars 2019, og hefjast skal 18. mars 2019 hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. og felur m eðal annars í sér að starfsmenn dreifi kynningarefni frá stefnda, stöðvi bifreið í 5 mínútur og þrífi ekki bifreiðar, verði dæmt ólögmætt. Til vara: Að viðurkennt verði m eð dómi að verkfall sem Efling stéttarfélag boðaði með bréfi 1 0. mars 2019, og hefjast skal 18. mars 2019 hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. og felur m eðal annars í sér að starfsmenn dreifi kynningarefni frá stefnda, stöðvi bifreið í 5 mínútur og þrífi ekki bifreiðar, verði að hluta dæmt ólögmætt, nánar tiltekið eftirfarandi hlutar: Starfsmenn hliðra til reglubundnum störfum sínum eftir því sem þörf krefur til að þeim sé unnt að dreifa kynningarefni Bílstjórar stöðva bifreið á stoppistöð í 5 mínútur dag hvern klukkan 16:00 Bifreiðar e ru ekki þrifnar að utanverðu 2 IV. Fjórða aðalkrafa: Að viðurkennt verði með dó mi að verkfall það sem Efling stéttarfélag boðaði með bréfi 10. mars 2019, og hefjast skal 18. mars 2019 hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. og felur í sér að bílstjórar annist e kki eftirlit með greiðslu fargjalds, verði dæmt ólögmætt. V. Málskostnaðarkrafa: Að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans að mati Félagsdóms , að teknu tilliti til virðisaukaskatts hver sem úrslit málsins verða. Málavextir Kjarasamningar Samtala atvinnulífsins og Eflingar stéttarfélags runnu ú t 31. desember 2018. Á fundi ríkissáttasemjara 21. febrúar 2019 lýsti Efling stéttarfélag því yfir að það teldi viðræður um endurnýjun kjarasamnings hafa reynst árangurslausar og því væri félaginu lögum samkvæmt heimilt að hefja undirbúning verkfallsaðger ða. Á fundi samninganefndar stéttarfélagsins 28. febrúar sl. var samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags á hótelum og fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri. Var um að ræða sjö aðskildar atkvæ ðagreiðslur um boðun verkfalla , sbr. eftirfarandi : 1. Vinnustöðvun frá og með 18. mars meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags á 40 hótelum sem vinna s amkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar stéttarfélags vegna vinnu starfsfólks í veitin ga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Félagsmenn sinna ekki ákveðnum verkefnum eða einungis þeim sem tilgreind eru í starfslýsingu. 2. Vinnustöðvun frá og með 22. mars meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags á 40 hótelum sem vinna samkvæmt kjarasamnin gi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar stéttarfélags vegna vinnu starfsfólks í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Um er að ræða röð sólarhringsverkfalla. 3. Vinnustöðvun frá og með 18. mars meðal félagsmana Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri samkvæmt almennum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar stéttarfélags . Félagsmenn sinna ekki ákveðnum verkefnum eða einungis þeim sem tilgreind eru í starfslýsingu. Suma daga hefja þeir ekki stör f fyrr en á hádegi. 4. Vinnustöðvun frá og með 22. mars meðal félagsmana Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri s amkvæmt almennum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar stéttarfélags . Um er að ræða röð sólarhringsverkfalla. 3 5. Vinnustöðvun frá og með 1. apríl meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. Félagsmenn sinna ekki ákveðnum verkefnum eða vinna ekki á ákveðnum tímum sólarhringsins. 6. Vinnustöðvun frá og með 18. mars meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. Félagsmenn sinna ekki ákveðnum verkefnum eða er gert að dreifa kynningarefni frá stefnda í stað almennra starfsskyldna. 7. Vinnustöðvun frá og með 18. mar s meðal félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. Félagsmenn sinna ekki ákveðnum verkefnum. vinnunni. Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi: 18. mars 30. apríl Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað. 23. mars 30. apríl Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega. 6. apríl 30. apríl Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi. Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi: 18. mars til og með 30. apríl: Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu 23. mars til og með 30. apríl: Engin klósettþrif Engin þrif sameiginlegra rýma 30. mars til og með 30. apríl: Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úr Engin morgunverðarþjónusta 26. apríl til og með 30. apríl: Engin þvottaþjónusta . 4 Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður ágreining aðila ekki snúast um l ögmæti hefðbundinna verkfalla . E inungis sé deilt um lögmæti fjögurra af þeim sjö verkföllum sem stefndi h a f i boðað. Stefnandi kveðst byggja málsókn sína á því að boðuð verkföll stefnda, sem lýst sé í fjórum aðalkröfum, séu andstæð II. kafla laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, og því ólögmæt. Samkvæmt lög un um sé stéttarfélögum og atvinnurekendum hei milt að gera verkföll og verkbönn til að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum. Verkfall sé vinnustöðvun og þ að hugtak sé nánar skilgreint í 19. gr. laganna. Aðgerð tel ji st vera vinnustöðvun þegar launamenn leggi niður venjuleg störf sín að einhve rju eða öllu leyti. Það sé hugtaksskilyrði að launamaður sé ekki við störf . Starfsmenn séu ráðnir í tiltekið starf sem samanstandi af m örgum verkþáttum sem saman myndi eina heild. Að mati stefnanda geti verkfall ekki náð til eins verkþáttar sem h afi í för með sér að starfið, sem þó sé sinnt, hafi að öðru leyti litla eða enga þýðingu . Verkfall eigi að vera vel afmarkað og skýrt þannig að ekki fari á milli mála hvernig því sk u l i framfylgt. Stefnandi kveður lög ekki heimila stefnda að boða verkfall sem feli í sér að almennum starfsskyldum félagsmanna sé breytt á vinnudegi, til dæmis í hvaða röð verkefni séu unnin eða hvenær. Ekki sé heimilt að slíta í sundur einstakar starfsskyldur og fella niður verkefni sem ekki séu skýrt afmörkuð frá daglegum störfum. Starfsmaður geti heldur ekki h aft sjálfdæmi um hvað hann geri á vinnustað í vinnutíma eins og fel i st í verkfallsboðun stefnda. Stefnda sé ekki heimilt að stjórna vinnu starfsmanna með verkfallsaðgerðum á meðan þeir taki laun frá atvinnurekenda. Greidd h afi verið atkvæði um hvert og eitt verkfall og byggist a ðalkröfur stefnanda á því að hvert og eitt verkfall þurfi að öllu leyti að vera löglegt. Sé það ekki að öllu leyti löglegt skuli það teljast ólöglegt. Engu máli skipti þótt einhverjir þættir í boðuðu verkfalli geti talist lögmætt verkfall, sé sá þáttur borinn undir atkvæði félagsmanna og samþykktur. Verkfall sé í heild ólögmætt ef einhverjir þættir þess teljist vera ólögmætir. Að mati stefnanda sé það ekki hlutverk Félagsdóms að leiðrétta boðaðar vinnu stöðvanir þannig að þær standist ákvæði laga nr. 80/1938. Ef greidd hafi verið atkvæði um ólögmætt verkfall sé verkfallsboðun ólögmæt. Stefnandi kveður varakröfur sínar byggja st á því að einstakir þættir í verkfallsboðunum stefnda séu andstæðir ákvæðum II . kafla laga nr. 80/1938 og því ólögmætir. Krafist sé viðurkenningar Félagsdóms á ólögmæti þeirra en að verkfallsboðun standi að öðru leyti óhögguð. Einstakir þættir í verkfallsboðununum, sem stefnandi telji andstæða lögum og leiða eigi til þeirrar niðurstöðu að verkföllin verði dæmd ólögmæt séu eftirfarandi : 5 Vinnustöðvun á hótelum samkvæmt fyrstu aðalkröfu og hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri s amkvæmt annarri aðalkröfu: 1. Í verkfallsboðun sé verkfalli þanni g lýst Sa mkvæmt ákvæðum kjarasamninga sku l i staðfesta ráðningu skriflega eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að starf hef ji st. Þar skuli tilgreina titil, stöðu, eðli eða tegund s tarfs eða stutta útlistun eða lýsingu á starfinu. Starfslýsing sé valkvæð og gjarnan einhliða lýsing atvinnurekanda á verkefnum starfsmanns innan ramma ráðningarsamnings. Því geti verið mismunandi milli vinnuveitenda hvort ítarleg starfslýsing hafi verið l ögð til og hvort hún hafi verið munnleg eða skrifleg. Fyrstu tvo mánuðina í starfi sé mjög sennilegt að starfslýsing sé eingöngu munnleg. Verkfall þetta virðist ganga út á að starfsmaður eigi að túlka sjálfur hvaða verkefni falli undir starfslýsingu, ef h ún sé til staðar, og sé fullkomlega óljóst hvort einungis sé átt við skriflega starfslýsingu eða einnig munnlega. Verkfallið virðist einnig miða að því að starfsmaður hafi að engu stjórnunarrétt vinnuveitandans og muni ekki fylgja fyrirmælum um framkvæmd verks. Að mati stefnanda sé þetta verkfall hvorki skýrt né afmarkað og því ólöglegt. 2. Í verkfallsboðun sé verkfalli þannig lýst: þrífur ekki sameiginl eg rými. Starfsmaður þrífur aðeins þau herbergi sem gestir hafa útritað sig úr. Samkvæmt 19. gr. laga nr. 80/1938 sé heimilt að boða ve rkfall þar sem starfsmenn leggi niður störf sín að einhve rju leyti. Verkfall stefnda gangi ekki út á að starfsmaður leggi niður störf sín heldur að hann sinni ekki tilteknum verkþáttum sem sé u órjúfanlegur hluti annarra verkefna . Hér sé um að ræða verkefni sem ekki sé hægt að segja til um hversu lan gan tíma taki að sinna hvern dag enda rá ð i st það af tilfallandi þáttum, svo sem umgengni gesta. Starfsmanni sé til dæmis ætlað að þrífa áfram baðherbergi en ekki klósettið. Að mati stefnanda verði þrif á klósetti ekki skilin frá öðrum þrifum á baðherbergi. Einnig sé óljóst hvað fel i st í því að starfsmaðu r sinni ekki þvotti. Nái það til þeirra starfa þerna að fara með óhreinan þvott í þvottahús hótels eða eingöngu til starfa starfsm anna í þvottahúsi ? Verkfallið sé að mati stefnanda hvorki skýrt né afmarkað og því ólöglegt. Verkfallsboðun verði að vera skýr og ótvíræð og ekki háð túlkun félagsmanna í verkfalli eða starfsmanna stefnda. Vinnustöðvun hjá fyri rtækjum í hópbifreiðaakstri samkvæmt annarri aðalkröfu 3. Í verkfallsboðun sé verkfalli þannig lýst: Verkfall þetta feli í sér að starfsmaður sé við störf en sinni ekki ve rkþætti sem sé órjúfanlegur hluti starfsins. Stefndi felur bifreiðastjórum að hleypa inn í hópbifreið farþegum sem ekki sé heimil 6 innganga. Að mati stefnanda sé það ekki á valdi stéttarfélags að ákveða að farþegar geti nýtt sér hópbifreiðar án endurgjalds. Verkfall þetta sé því að mati stefnanda í andstöðu við lög nr. 80/1938. Vinnustöðvun hjá Almennings vögnum Kynnisferð ehf. samkvæmt þriðju aðalkröfu 4. Í verkfal lsboðun sé sínum eftir því sem þörf krefur til að þeim sé unnt að dreifa kynningarefni. Bílstjórar stöðva bifreið á stoppistöð í 5 mínútur dag hvern klukkan 16:00. Bifreiðar eru ekki þrifna Stefndi geti ekki boðað verkfall sem feli í sér að starfsmanni í verkfalli sé falið að sinna sjálfboðaliðastörfum fyrir stéttarfélagið í vinnutíma og sinn i þá ekki einhverjum öðrum störfum að eigin vali. Verkfallið sé því ólögmætt. Verkfal l sem feli í sér að starfsmaður þurfi að stöðva bifreið í fimm mínútur klukkan 16. 00 dag hvern, án þess að hafa svigrúm til að hliðra þeirri tímasetningu svo tryggja megi öryggi hans sjálfs, vagnsins, farþega eða annarra vegfarenda, geti ekki talist löglegt. Þrif vagna sé hluti almennra starfa starfsmanna í þvottastöð og geti tekið mislangan tíma dag hvern. Það verði ekki skilið frá öðrum störfum og geti ekki verið sjálfstætt andlag verkfallsboðunar. Að mati stefnanda sé um að ræða vinnu stöðvun sem sé andstæð lögum nr. 80/1938 og sku l i því dæmd ólögmæt. Vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnisferð a ehf. samkvæmt fjórðu aðalkröfu 5. Í verkfallsboðun sé verkfalli þannig lýst: fargjalds, óháð Verkfall þetta feli í sér að starfsmaður sé við störf en sinni ekki verkþætti sem sé órjúfanlegu r hluti starfsins. Stefndi feli bifreiðastjórum að hleypa inn í almenningsvagna farþegum sem ekki sé heimil innganga. Að mati stefnanda sé það ekki á valdi stéttarfélags að ákveða að farþegar geti nýtt sér almenningsvagna án endurgjalds. Verkfall þetta sé því að mati stefnanda í andstöðu við 19. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi vísar til þess að v erkföll þau , sem hér sé gerð grein fyrir , eig i það sam merkt að starfsmaður leggi ekki niður venjuleg störf sín heldur valdi truflun á starfseminni með því að sinna ekki nauðsynlegum verkefnum sem sé u hluti starfsins. Fyrirkomulag verkfallanna sé með þeim hætti að starfsmanni sé í lófa lagið að vera a llan vinnudaginn í öðrum verkefnum sem hann taki sér lengri tíma til að sinna. Verkfallsboðun gangi því út á að breyta starfsskyldum samkvæmt ráðningarsamningi sem ekki séu skýrt afmarkaðar með sérstökum launagreiðslum eða skilgreindar innan tímaramma. Ste fnandi telji slík verkföll ekki vernduð af II. kafla laga nr. 80/1938 og því ólögmæt. 7 Krafa stefnanda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stef nda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að boðaðar umþrættar vinnustöðvanir , svo sem þær birt i st á tilkynningum um vinnustöðvun , sem liggi frammi í málinu, séu í einu og öllu lögmætar og í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Setning la ga nr. 75/1996 um breyting ar á ákvæðum laga nr. 80/1938 hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á síðarnefndum lögum. Meðal annars hafi verið horfið frá þeirri skipan sem áður hafi gilt að samninganefnd, félagsstjórn eða trúnaðarráð gæti að fenginni heimi ld til verkfallsboðunar útfært verkfallsaðgerðir eftir á og eftir eigin höfði. Þess í stað hafi verið mælt fyrir um það í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 , sbr. 3. gr. laga nr. 75/1996, að í tillögu um vinnustöðvun skyldi koma skýrt fram til hverra henni v æri einkum ætlað að taka og hvenær vinnstöðvun væri ætlað að koma til framkvæmda. Inn í lögin hafi enn fremur komið nýtt ákvæði í 19. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 75/1996, þar sem sé að finna skilgreiningu á hugtakinu vinnustöðvun. Við túlkun á 19. gr. laga n r. 80/1938 verð i að hafa hugfast að réttur til þess að stofna stéttarfélög sé sérstaklega varinn af 74. og 75. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. lög nr. 33/1944, sbr. 12. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sem og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 6. gr. f élagsmálasáttmála Evrópu, sem Ísland hafi fullgilt, sé enn fremur sérstaklega mælt fyrir um að aðilar sáttmálans skuli viðurkenna rétt verkafólks og atvinnurekenda til aðgerða þegar hagsmunaárekstrar verði, þar á meðal verkfallsrétt. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 80/1938 eig i menn rétt á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagssambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Í 1. mgr. 3. gr. laganna sé tekið fram að stéttarfélög rá ði málefnum sínum með þeim takmörkunum sem sett séu í lögunum. Í 14. gr. laganna segi orðrétt: atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og Félagsdómur hafi slegið því föstu í úrlausnum sínum að verkfallsréttur sé meginregla og sæti þeim takmörkunum einum sem greind ar séu í lögum, en af því leiði að undantekningar frá meginreglunni beri að skýra þröngt. Vísar stefndi meðal annars til dóms Félagsdóms í málinu nr. 9/2000. Félagsdómur h afi að sama skapi staðfest í úrlausnum sínum eftir gildistöku laga nr. 75/1996 að hei milt sé að boða til verkfalla sem bundin séu við tiltekna vinnustaði, tiltekna verkþætti, tiltekinn hóp starfsmanna eða sem markast af tímabundnum lotum , sbr. meðal annars dóma Félagsdóms í málum nr. 4/2016 og 9/2016. 8 Ákvæði 19. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 4. gr. laga nr. 75/1996, hljóð i svo: skilningi laga þessara eru verkbönn atvinnurekenda og verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna . Orðalag ákvæðisins sé bæði sk ýrt og ótvírætt á þann veg að niðurlagning venjuleg r a starfa að einhverju leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu mar kmiði tel ji st vinnustöðvun í skilningi laganna. Efnisatriði ákvæðisins verð i enn skýrara þegar litið sé til ummæla í athugasemdum um 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum 75/1996 , sem varð að 4. gr. laganna, en þar segi meðal annars : er lagt til að ný grein bætist við lögin sem verði 19. gr. þeirra. Í henni er hugtakið vinnustöðvun í skilningi laganna skilgreint. Til þess að um verkfall sé að ræða þurfa tvö skilyrði að vera uppfyllt: Annars vegar að launamenn hafi lagt niður venjubundn a vinnu sína að einhverju eða öllu leyti og hins vegar að tilgangurinn sé að ná fram sameiginlegu markmiði. Fjöldauppsagnir og aðrar sambærilegar aðgerðir, hvort heldur er af hálfu atvinnurekenda eða launamanna, sem jafna má til vinnustöðvana, teljast einn ig til vinnustöðvana, svo og verkbönn atvinnurekenda. Það á við um allar vinnustöðvanir sem gerðar eru á félagslegum grunni til að ná fram sameiginlegu markmiði, hvort heldur er af stéttarfélagi, starfsmönnum sjálfum eða atvinnurekendum. Aðgerðir, svo sem verkbönn, verkföll, yfirvinnubönn, hægagangur, ráðningarbönn og fjöldauppsagnir, teljast því til vinnustöðvana í skilningi laganna séu þær gerðar í sameiginlegum tilgangi. Aðeins er hér um auðkennatalningu að ræða enda ekki unnt að telja upp með tæmandi hæ tti hvaða aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launafólks geta flokkast undir rof Þær vinnustöðvanir , sem deilt sé um í máli þessu og stefndi h a f i í opinberri umræðu kosið að nefna uppfyll i þau tvö skilyrði sem þurf i að vera til staðar svo að aðgerð geti talist verkfall í skilning laga nr. 80/1938. Starfsmenn mun i í hinum boðuðu aðgerðum leggja niður venjubundna vinnu sína að einhverju leyti , líkt og ítarlega h a f i ver ið útfært og tilkynnt um í tilkynningum um vinnustöðvun . Sameiginleg t markmið aðgerðanna sé að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga við stefnanda. Um sé að ræða skýrar og vel afmarkaðar aðgerðir, sem fel i í sér stigmögnun verkfallsaðgerða. Aðgerðir séu samkvæmt tillögunum til að byrja með hófstilltar og þannig sniðnar að þær valdi sem minnstri truflun á þeirri starfsemi sem þær ná i til, yfir ákveðið afmarkað tímabil. Náist ekki kjarasamningar að því tímabili loknu munu hins vegar að óbreyttu skella á ót ímabundin verkföll sem munu fela í sér niðurlagningu starfa að öllu leyti. Líkt og skýrt k omi fram í framangreindum ummælum í lögskýringagögnum sé þar ekki að finna tæmandi talningu á því hvaða aðgerðir geti fallið undir að vera vinnustöðvun í skilningi laganna. Það að vinnustöðvun sé óvenjuleg í augum stefnanda eða í óþökk stefnanda af einhverjum ástæðum, skipti engu máli fyrir úrlausn málsins. Eng inn ætlaður órjúfanleiki sé til staðar líkt og 9 stefnandi h aldi fram. Hvort og þá með hvaða hætti verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á launagreiðslur skipti ekki máli varðandi úrlausn um lögmæti verkfallsaðgerðanna. Eðli máls samkvæmt sé það heldur ekki hugt aksatriði eða skilyrði í 19. gr. að í þeirri merkingu sem stefnandi leg gi í þessi orð í stefnu. Starfsmaður þurfi til að mynda ekki að hverfa brott af vinnustað sínum til þess að um verkfall sé að ræða, sbr. meðal annars það skýra mat löggjafans að hægagangur teljist til verkfallsaðgerða. Hægagangur get i til dæmis leitt til þess að starfsmaður sinni störfum fullan vinnudag en komist ekki yfir að sinna öllum verkefnum dagsins sem fyrir honum ligg i . Stefndi gerir eftirfarandi a thugasemdir við málatilbúnað stefnanda um einstaka aðgerðir : Fyrsta og önnur aðalkrafa stefnanda: 1. Í boðaðri vinnustöðvun gagnvart hótelum og fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri sé aðgerðum lýst með svofelldum hætti: Stefndi bendir á að s tarfslýsingar sé u í flestum tilvikum skriflegar og á forræði atvinnurekanda á grundvelli stjórnunarréttar að skilgreina starf þeirra einstaklinga sem hann ráð i til starfa. Mismunandi sé hvort og þá með hvaða hætti vikið sé að tilvist starfslýsinga í kjarasamningum. Í einhverjum tilvikum get i starfslýsingar verið munnlegar og ef slík starfslýsing sé óumdeild skap i st yfirleitt engin vandamál milli aðila ráðningar sambands um það hvaða starfsskyldur starfsmaður ber i í vinnusambandinu. Ef upp komi ágreiningur um starfsskyldur starfsmanns og ekki sé til staðar skrifleg starfslýsing sé ekki við starfsmanninn að sakast . Atvinnurekandi ber i hallan n af þeim mögulega óskýr leika, en framkvæmdavenja hl jóti að skipta einhverju máli. Verkfallsboðun undir þessum lið sé skýr, starfsmaður mun i ekki sinna öðrum störfum en starfslýsing hans ber i með sér. Komi upp ágreiningur get i það orðið úrlausnarefni í öðru dómsmáli. Vangaveltur stefnanda á þessu stigi áður en til verkfalls k omi leið i hins vegar ekki til þess að um sé að ræða ógilda eða ólögmæta verkfallsaðgerð. Í boðaðri vinnustöðvun gagnvart hótelum sé aðgerðum lýst með svofelldum hætti: Starfsmenn mun i samkvæmt boðuðum aðgerðum leggja niður störf sín a ð minnsta kosti að hluta. Um heimild til þess vísa r stefndi til þess sem áður hafi verið rakið. Hér sé ekki um að ræða , líkt og stefnandi byggi á, heldur þá staðreynd að starfsmaður , sem starf i á h ótelum sem listuð séu upp á framlögðum lista, leggi niður hluta af þeim óumdeildu starfsskyldum sem á honum hvíl i . Verkfallið sé skýrt og afmarkað. Þeim fyrirtækjum sem verkfallsaðgerðir bein i st að sé í lófa lagið að bregðast við með því að upplýsa viðskiptavini 10 sína um stöðuna eða freista þess að leysa þessi störf með löglegum hætti. Hin boðaða aðgerð að starfsmaður sinni ekki þvotti verði ekki misskilin. Starfsmenn tilgreindra hótela sem með einhverjum hætti sinn i þvotti, hvort heldur sem um sé að ræða s tarfsmann í herbergisþrifum eða í þvottahúsi , sinni ekki þvotti þá daga sem boðað sé þannig að starfsmaður sem h afi engum öðrum starfsskyldum að gegna leg gi niður störf að öllu leyti en starfsmaður sem h afi aðrar starfsskyldu r leggi niður störf að hluta. Önnur aðalkr afa stefnanda. 1. Í boðaðri vinnustöðvun gagnvart fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri sé aðgerðum lýst með svofelldum hætti: Samkv æmt boðuðum aðgerðum muni h ópbifreiðastjórar leggja niður störf sín að hluta. Um heimild til þess vís ar stefndi til þess sem áður h afi verið rakið. Hér sé ekki um að ræða , líkt og stefnandi byggi á, heldur þá stað reynd að starfsmaður , sem starf i við akstur hópbifreiðar , leggi niður hluta af þeim óumdeildu starfsskyldum sem á honum hvíl i . Verkfallið sé skýrt og afmarkað. Þeim fyrirtækjum , sem verkfallsaðgerðir bein i st að , sé í lófa lagið að bregðast við með því að upplýsa viðskiptavini sína um stöðuna, eða freista þess að leysa þessi störf með löglegum hætti. Verkfallið sn úi ekki að því að líkt og fullyrt sé í stefnu. Hópbifreiðastjórar reikn i þvert á móti með því að allir sem óski inngöngu í hlutaðeigandi hópbifreið hafi greitt fyrir þjónustuna, líkt og ber i að gera, með því að nýta sér þær tæknilausnir sem rekstraraðilar hópbifreiða haf i tekið í notkun. Hópbif reiðarstjórar mun i hins vegar ekki ganga úr skugga um hvort svo hafi verið gert. Þriðja aðalkrafa stefnanda. 2. Í boðaðri vinnustöðvun gagnvart Almenningsvögnum Kynnisferð sé aðgerðum lýst með svofelldum hætti: num eftir því sem þörf krefur til B ifreiðastjórar og aðrir starfsmenn hjá Almenningsvögn um Kynnisferð mun i samkvæmt boðuðum aðgerðum leggja niður störf sín að hluta. Um heimild til þess vísa r stefndi til þess sem áður h afi verið rakið. Hér sé , líkt og stefnandi byggi á, heldur þá stað reynd að starfsmaður sem starf i við akstur hópbifreiðar eða þrif legg i niður hluta af þeim óumdeildu starfsskyldum sem á honum hvíl i . Verkfallið sé skýrt og afmarkað. Því fyrirtæki , sem verkfallsaðgerðir bein i st að , sé í lófa lagið að bregðast við með því að upplýsa viðskiptavini sína um stöðuna, eða freista þess að leysa hluta verkfallsaðgerða með 11 löglegum hætti. Sérstakir starfsmenn fyrirtækisins sjái um þrif bifreiða að innan sem utan , auk þess sem þeir sjá i meðal annars um að tanka bifreiðar með olíu. Þ essir s tarfsmenn leggi niður störf sín að hluta, það er þrif bifreiðanna að utan. Ekkert mæli gegn því lögum samkvæmt að starfsmaður, sem legg i löglega niður störf um stund vegna verkfallsaðgerða, dreifi samhliða því kynningarefni. Starfsmaður, félagsmaður í stefnda, nýti með þessum hætti stjórnarskrárvarinn rétt sinn til tjáningar og félagafrelsis og h afi slíkt ekkert með sjálfboðaliðastarf að gera. Fullyrðingar stefnanda um að stöðvun vagna í fimm mínútur k lukkan 16.00 þá daga sem aðgerðirnar ná i yfir muni leiða til þess að öryggi sé ógnað séu algjörlega úr lausu lofti gripnar. Bílstjórar mun i í þessum verkfallsaðgerðum sem endranær huga að öryggi og gæta að ákvæðum laga er varða notkun ökutækja í hvívetna. Fjórða aðalkrafa stefnanda. 3. Í boðaðri v innustöðvun gagnvart Almenningsvögnum Kynnisferð sé aðgerðum lýst með svofelldum hætti: B ifreiðastjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferð mun i samkvæmt boðuðum aðgerðum leggja niður störf sín að hluta. Um heimild til þess vísa r stefndi til þess sem áður h afi verið rakið. Hér sé , líkt og stefnandi byggi á, heldur þá staðreynd að starfsmaður sem starf i við akstur hópbifreiðar le gg i niður hluta af þeim óumdeildu starfsskyldum sem á honum hvíl i . Verkfallið sé skýrt og afmarkað. Því fyrirtæki sem verkfallsaðgerðir bei ni st að sé í lófa lagið að bregðast við með því að upplýsa viðskiptavini sína um stöðuna eða freista þess að leysa þe ssi störf með löglegum hætti. Verkfallið sn úi ekki að því að , líkt og fullyrt sé í stefnu. Bifreiðastjórar reikn i þvert á móti með því að allir , sem óski inngöngu í almenningsvagna , hafi g reitt fyrir þjónustuna, líkt og ber i að gera með því að nýta sér þær tæknilausnir sem rekstraraðilar almenningsvagna haf i tekið í notkun. Bifreiðarstjórar mun i hins vegar ekki ganga úr skugga um hvort svo hafi verið gert. Af gefnu tilefni af aðalkröfum st efnanda og ummælum í stefnu að öðru leyti kveðst stefndi byggja á því, telji Félagsdómur að tiltekinn hluti boðaðra verkfallsaðgerða sé í andstöðu við ákvæði laga nr. 80/1938, að niðurstaða um einstaka aðgerð geti aldrei leitt til annars en að viðkomandi v erkfallsaðgerð eða þáttur í verkfallsaðgerð teljist ólögmæt. Mögulegt ólögmæti eins þáttar leiði ekki til þess að boðaðar verkfallsaðgerðir samkvæmt viðkomandi tillögu teljist í heild sinni ólögmæt ar . Stefndi telur að aðstæður í þessu máli séu þær sömu eða megi að minnsta kosti jafna til þeirra aðstæðna sem hafi verið t il úrlausnar í dómi Félagsdóms í máli nr. 9/2016 þegar dómurinn hafi fallist á að þjálfunarbann flugumferðastjóra væri lögmæt verkfallsa ðgerð. Stefndi telji að dómurinn hafi fordæmisgildi við úrlausn málsins til stuðnings málatilbúnaði hans. 12 Um lagarök vísa r stefndi til ákvæða laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, einku m 73., 74. og 75. gr. Enn fremur vísar stefndi til 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög 62/1994 og 6. gr. f élagsmálasáttmála Evrópu. Stefndi byggir málskostnaðarkröfu sína á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129. gr. og 130. gr., sbr. 69. gr. la ga nr. 80/1938. Krafa um virðisaukaskatt styðst við ákvæði laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, en stefndi rekur ekki virðisaukaskattsskylda starfsemi. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. t ölu l. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttar félög og vinnudeilur. Mál þetta fjallar um lögmæti boðaðra vinnustöðvana félagsmanna stefnda . Fyrsta dómkrafa stefnanda fjallar um boðaðar vinnustöðvanir félagsmanna stefnda sem vinna á 40 nánar tilgreindum hótelum á félagssvæði stefnda . Önnur dómkrafan lýtur að boð a ð ri vinnustöðvun félagsmanna stefnda er vinna hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri, að undanskildum áætlunarferðum innanbæjar í nafni Strætó BS. Þriðja og fjórða dómkrafan lýtur að boðuðum vinn u stöðvunum félagsmanna stefnda sem vinna hjá fyrirtækinu Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. Fjallað verður um hverja kröfu fyrir sig í sérstökum undirköflum hér á eftir. I Í boðun stefnda um vinnustöðvun á hótelum er tekið fram að hún nái til allra starfa sem unnin eru samkvæmt kjarasamningi að ila á þeim vinnustöðum er um ræðir. Vinnustöðvunin er síðan skilgreind þannig af stefnda að félagsmenn muni mæta til vinnu og inna af hendi venjubundna vinnuskyldu sína með þeim takmörkunum sem greindar eru í verkfallsboðun, ef og þegar vinna fellur á viðe igandi dagsetningu. Í öllum þeim fjórum vinnustöðvunum sem boðað er til er tekið fram að starfsmaður vinni einungis þau störf sem tilgreind eru í starfslýsingu hans. Af hálfu stefnanda er á því byggt að slík vinnustöðvun uppfylli ekki skilyrði þess efnis að vinnustöðvanir þurfi að vera vel afmarkaðar og skýrar þannig að ekki fari á milli mála til hvaða starfa vinnustöðvun nái. Þá sé það undir hælinn lagt hvort til staðar séu starfslýsingar . Þær geti bæði verið munnlegar og skriflegar. Ekki séu miklar kröfu r gerðar í kjarasamningi aðila að þessu leyti, sbr. 3. tölul. greinar 1.14.4. Þá byggir stefnandi á því að ef einn þáttur í boðari vinnustöðvun stefnda teljist ólögmætur þá sé sú vinnustöðvun í heild sinni ólögmæt enda sé það ekki hlutverk Félagsdóms að l eiðrétta boðaðar vinnustöðvanir þannig að þær standist ákvæði laga nr. 80/1938. Stefndi byggir á því að vinnustöðvun hans sé í samræmi við skilgreiningu þá á vinnustöðvun sem fram kemur í 19. gr. laga nr. 80/1938, sbr. ákvæði laga nr. 75/1996, og þau lög skýringargögn er fylgdu þeirri lagabreytingu. Af hálfu stefnda er það viðurkennt að allur gangur sé á því hvort 13 starfslýsingar um hin einstöku störf séu til staðar á vinnustöðum félagsmanna stefnda. Sé vafi um þetta verði vinnuveitandinn að bera hallan n af honum. Verkfall hefur almennt verið skilgreint þannig að það sé félagsleg aðgerð launafólks sem felst í því að leggja niður venjuleg störf þess að einhverju eða öllu leyti með það að markmiði að ná fram kröfum þess um breytingar á launakjörum. Verkfall b einist að þeim vinnuveitendum sem hafa launafólk í vinnu og greiða laun samkvæmt þeim kjarasamningum er gilda um kjör launafólks og ætlunin er að ná fram breytingum á. Verkfall verður þannig að beinast að ákveðnum vinnuveitendum og það verður einnig að ná til ákveðinna og nánar skilgreindra starfa. Þá er það mat dómsins að verkfallsboðun verði að bera með sér öll þau atriði sem skipta máli, m.a. skýra og nákvæma tilgreiningu á umfangi vinnustöðvunar hverju sinni, sbr. einkum 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/193 8, sbr. ákvæði laga nr. 75/1996. Stéttarfélög sem hyggja á verkfallsaðgerðir hafa þessa tilgreiningu í hendi sér og verða því að bera hallann af öllum vafaatriðum. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að verkföll og aðrar vinnustöðvanir hafa í för með sé r verulega röskun á rekstri þeirra fyrirtækja sem þeim er ætlað að ná til. Ef um takmarkaða vinnustöðvun er að ræða verður stjórnunarréttur vinnuveitandans enn til staðar að því le y ti sem vinnustöðvun nær ekki til allrar vinnu þeirra starfa er um ræðir. Mö rk þar á milli verða því að vera skýr. Sú umrædda takmörkun á vinnustöðvun stefnda er l ý tur að starfslýsingu starfsmanna á við um verkfallsboðun á hótelum. Það er álit dómsins að vinnustöðvun sem skal ná til starfa utan starfslýsing ar starfsmanna, án frek ari tilgreiningar, sé ekki nægilega afmörkuð og skýr. Fyrir liggur í máli þessu, og um það eru aðilar sammála, að allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar og hvort þær eru munnlegar eða skriflegar. Þegar svo ber undir er alls óvíst til hva ða vinnu slíkt verkfall nær. Því er fallist á það með stefnanda að þess i boð a ð a vinnustöðv un stefnda sé ólögmæt. Atkvæðagreiðsla félagsmanna stefnda um boðaða vinnustöðvun náði ekki einungis til þeirra starfa er féllu utan við starfslýsingu heldur einnig t il annarra skilgreindra starfa. Atkvæðagreiðsla félagsmanna stefnda laut að þannig öllum þeim atriðum er fram koma í verkfallsboðun stefnda. Þannig tóku félagsmenn stefnda ákvörðun um boðun vinnustöðvunar er náði til allra þeirra þátta er þar koma fram, í einu lagi. Að mati dómsins nægir það, að einn þáttur boðaðrar vinnustöðvunar uppfylli ekki ákvæði laga nr. 80/1938, til þess að hún teljist í heild sinni ólögmæt. II Í boðuðum vinnustöðvunum stefnda vegna starfsmanna félagsmanna stefnda hjá fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri, að undanskildum ferðum innanbæjar í nafni Strætó BS, er með sama hætti og undir lið I hér að framan boðað að starfsmenn stefnda muni aðeins vinna störf sem tilgreind eru í starfslýsingu. Með vísan til forsendna undir lið I að framan er þ ví álit dómsins að boðuð vinnustöðvun sem hér greinir teljist í heild sinni ólögmæt. 14 III Stefndi hefur einnig boðað til vinnustöðvunar félagsmanna sinna er starfa hjá fyrirtækinu Almenningsv ögnum Kynnisferð a ehf. Þannig tekur boðuð vinnustöðvun til allra h ópbifreiðastjóra og annarra félagsmanna stefnda er starfa h j á félaginu. Annars vegar er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun, sem boðuð er frá og með 18. mars 2019 þar sem starfsmenn eiga að hliðra til reglubundnum störfum sínum eftir því sem þörf krefur ti l að þeim sé unnt að dreifa kynningarefni. Óumdeilt er með aðilum að hér sé um að ræða kynningarefni sem er útgefið af stefnda. Einnig nær sú vinnustöðvun til þess að bifreiðastjórar muni frá og með 23. mars 2019 til og með 29. mars 2019 stöðva bifreið á s toppistöð í fimm mínútur á dag klukkan 16:00 og ekki þrífa bifreiðar að utanverðu . Eins og að framan er reifað ber stéttarfélag sem boðar verkfallsaðgerðir hallann af því að tilgreina þarf með skýrum og afmörkuðum hætti öll þau atriði sem skipta máli vegna vinnustöðvunar hverju sinni. Að mati dómsins er það alls óljóst hvert skuli nánar vera umfang boðaðra aðgerða stefnda, þ.e. að bifreiðastjórar skuli stöðva vinnu tímabundið til að dreifa ótilgreindu kynningarefni. Að mati dómsins uppfyllir sú afmörku n ekki ákvæði laga nr. 80/1938 um afmörkun verkfallsaðgerða. Og þar sem atkvæðagreiðsla félagsmanna stefnda náði bæði til þessarar vinnustöðvunar og eins þeirrar er l ý tur að stöðvun bifreiða og þrifum þeirra þá er ekki að mati dómsins hægt að skilja þar á milli , enda tóku félagsmenn stefnda afstöðu til þessara vinnustöðvana í einu lagi. Þegar af þeirri ástæðu eru boðaðar aðgerðir stefnda hjá Almenningsvögnum Kynnisferða ehf. undir þessum lið ólögmætar. IV Loks kemur til skoðunar boðuð vinnustöðvun sem ná á til eftirlits með greiðslu fargjalds óháð greiðslum á ta hjá félagsmönnum stefnda sem starfa hjá fyrirtækinu Almenningsv ögnum Kynnisferða ehf. Óumdeilt er að sú vinna er hluti af daglegum störfum þeirra hópbifreiðastjóra er vinnustöðvun stefnda nær til. S tefnandi byggir á því að um sé að ræða verkþátt sem sé órjúfanlegur hluti starfs félagsmanna stefnda er vinna við hópferðaakstur. Það sé ekki á valdi stefnda að ákveða að farþegar geti nýtt sér almenningsvagna án endurgjalds. Verkfallið sé því í andstöðu v ið 19. gr. laga nr. 80/1938. Þá feli verkfall þetta í sér að félagsmenn stefnda felli ekki niður venjuleg störf sín heldur valdi truflun á starfsemi með því að sinna ekki nauðsynlegum verkefnum sem eru hluti starfsins. Verkfallsboðun gangi því út á að brey ta starfsskyldum samkvæmt ráðningarsamningi sem ekki eru skýrt afmarkaðar með sérstökum launagreiðslum eða skilgreindar innan tímaramma. Þannig standist slíkar vinnustöðvanir ekki ákvæði laga nr. 80/1938. Stefndi byggir á því að boðuð vinnustöðvun nái til hefðbundinna starfa þeirra bifreiðastjóra er aka hópferðabifreiðum. Þannig eigi þeir að leggja niður hluta af þeim óumdeildu starfsskyldum 15 sem á þeim hvíla. Verkfallið sé auk þess skýrt og afmarkað. Þá byggir stefndi einnig á því að 19. gr. laga nr. 80/19 38 heimili honum að boða til vinnustöðvunar er einungis tekur til hluta þeirra starfa sem bifreiðarstjórar sinna daglega. Eins og að framan er reifað er sá áskilnaður gerður í lögum nr. 80/1938, að til að vinnustöðvanir verði boðaðar með lögmætum hætti þá þarf stéttarfélag að afmarka með skýrum og greinargóðum hætti til hverra þær skuli taka, gegn hverjum þær beinast og önnur þau atriði er skipt geta máli svo að ljóst sé hvað stendur til og hvaða afleiðingar það skuli hafa. Að mati dómsins þurfi stéttarfél agið að bera hallann af öllum vafa í þessum efnum. Með boðuðum aðgerðum stefnda er ætlunin að hópbifreiðastjórar leggi niður aðeins einn afmarkaðan þátt í starfi sínu, það er að hafa ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati dómsins er þessi verkþáttur svo samofinn og órjúfanlegur þáttur í eðlilegri rækslu starfs bifreiðastjóra að hann verði ekki skilinn frá öðrum þáttum starfsins sem þeir sinna samhliða. Þannig lýtur boðuð vinnustöðvun ekki að nægilega afmörkuðum hluta af starfsskyldum þessara bifreiða stjóra til að hægt sé að framfylgja henni með raunhæfum hætti. Af því leiðir að boðuð vinnustöðvun stefnda undir þessum lið er ólögmæt. V Samkvæmt framangreindu eru allar aðalkröfur stefnanda teknar til greina. Að þessu gættu skal stefndi greiða ste fnanda kr. 400.000 í málskostnað. Dómsorð Boðað verkfall félagsmanna stefnda Eflingar stéttarfélags dagana 18. mars 2019 til 21. sama mánaðar, 23. mars 2019 til 27. sama mánaðar, frá 30. mars 2019 til 22. apríl 2019 og 26. apríl 2019 til 30. sama mánaðar á hótelum sem tilgreind eru í verkfallsboðun stefnda 10. mars 2019 er ólögmæt t . Boðað verkfall félagsmanna stefnda Eflingar stéttarfélags dagana 18. mars 2019 til 21. sama mánaðar, 23. mars 2019 til 27. sama mánaðar, 30. mars 2019 til 2. apríl 2019, 6. apríl 2019 til 8. sama mánaðar, 12. apríl 2019 til 14. sama mánaðar, 18. apríl 2019 til 22. sama mánaðar og 26. apríl 2019 til 30. sama mánaðar hjá fyr irtækjum í hóp bifreiða akstri samkvæmt verkfallsboðun stefnda 10. mars 2019 er ólögmætt. Boðað ótímabundið verkfall félagsmanna stefnda Eflingar stéttarfélags frá 18. mars 2019 og tímabundið dagana 23 . mars 2019 til 29. sama mánaðar hjá fyrirtækinu Almenningsv ögnum Kynnisferð a ehf. samkvæmt verkfallsboðun stefnda 10. mars 2019 um að starfsmenn dreifi kynningarefni, stöðvi bifreið í fimm mínútur kl. 16.00 og þrífi ekki bifreiðar að utan, er ólögmætt. 16 Boðað ótímabundið verkfall félagsmanna stefnda Efl ingar stéttarfélags frá 18. mars 2019 hjá fyrirtækinu Almenningsv ögnum Kynnisferð a ehf. samkvæmt verkfallsboðun 10. mars 2019 um að bifreiðastjórar annist ekki eftirlit með greiðslu fargjalds, óháð greiðslumáta, er ólögmætt. Stefndi greiði stefnanda kr. 4 00.000 í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Oddur Ástráðsson