1 Ár 2011, fimmtudaginn 3. febrúar, er í Félagsdómi í málinu nr. 2 /2011 . Samtök atvinnulífsins gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls stéttarfélags kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta , sem dómtekið var 1. febrúar 2011, er höfðað 28. janúar sama ár. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, kt. 68 0699 - 2919, Borgartúni 35, Reykjavík. Stefndi er Alþýðusamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Sætúni 1, Reykjavík, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, kt. 601000 - 3340, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Afls starfsgreinafélags, kt. 560101 - 3019, Búðareyri 1, Reyðarfirði. Dómkröfur stefnanda: Að verkfall það sem Afl starfsgreinafélag boðaði með bréfi , dagsettu 26. janúar 2011 , vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og koma á til framkvæmda 7. febrúar 2011, sé ólögmætt. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdu r ti l að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnda: Að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. I. Samkvæmt gögnum málsins var í gildi aðalkjarasamningur stefnanda og Starfsgreinasambands Íslands, m.a. fyrir hönd stefnda, sem náði til verkafólks á félagssvæði stefnda. Gilti hann frá 1. febrúar 2008 til 30. nóvember 2010. Stefnandi kveður samninginn fjalla annars vegar um almenn starfskjör, sem nái til alls verkafólks sem samningurinn taki til, og hins vegar séu þar sérákvæði vegna einstakra starfshópa. Sérákvæði stærstu starfshópanna séu gefin út í prentaðri útgáfu aðalkja rasamnings en ýmis sérákvæði séu hluti aðalkjarasamnings, án þess að þau fylgi hinni prentuðu útgáfu. Eigi það m.a. við um sérkjör vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum. Vísar stefnandi til þess, að með kjarasamningi frá 25. október 2000 hafi komið nýtt ákv æði inn í samninginn, sem staðfesti að samningurinn væri hluti aðalkjarasamnings SA og VMSÍ . Hafi það ákvæði haldið gildi sínu þegar kjarasamningurinn var endurnýjaður 17. desember 2004 og hafi gildistími 2 samningsins einnig verið færður í sama horf og aðri r hlutar aðalkjarasamnings aðila. Við endurnýjun aðalkjarasamningsins í febrúar 2008 hafi verið rætt um stöðu sérkjarasamningsins og stefnandi samþykkt að sérstök atkvæðagreiðsla færi fram meðal starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum um fyrirliggjandi niðurst öðu kjaraviðræðna. Þegar fyrir lá að hlutaðeigandi starfsmenn voru samþykkir niðurstöðu sérkjarasamningsins, hafi verið gengið frá undirritun aðalkjarasamnings. Í sérkjarasamningnum hafi verið sérstaklega áréttað að hann sé hluti aðalkjarasamnings aðila og hefði sama gildistíma og hann. Því hafi sérkjarasamningurinn fallið úr gildi á sama tíma og aðrir hlutar aðalkjarasamningsins. Með sérkjarasamningnum hafi einungis verið samið um hluta kjarabreytinga fyrir starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum þar sem hann h afi verið hluti aðalkjarasamnings og því hafi fjölmörg önnur kjaraatriði einnig náð til þeirra félagsmanna stefnda. Stefndi telur hins vegar að um sé að ræða sérkjarasamning starfsfólks í fiskimjölsverksmiðjum sem stefndi og Afl starfsgreinafélag hafi stað ið sameiginlega að og hafi hann runnið út á sama tíma og aðalkjarasamningurinn, þ.e. 30. nóvember 2010. Á þetta hafi reynt árið 2000 en stefnandi hafi litið svo á að samningaviðræður um sérkjarasamning um kjör í fiskimjölsverksmiðjum yrðu að fara fram efti r viðræðuáætlun um aðalkjarasamning VMSÍ. Hafi niðurstaðan orðið sú að stéttarfélög, sem í hlut áttu, voru ekki talin bundin af viðræðuáætlun um aðalkjarasamning, enda hefðu þau ekki veitt Verkamannasambandinu umboð til samningsgerðar fyrir þennan hóp. Ge rð var viðræðuáætlun 21. september 2010 milli stefnanda og Starfsgreinasambands Íslands vegna endurnýjunar kjarasamninga aðildarfélaga sambandsins. Hinn 28. október 2010 veitti stefndi Starfsgreinasambandinu umboð til endurnýjunar tiltekinna kjarasamninga fyrir hönd félagsins, þ. á m. vegna aðalkjarasamnings stefnda við stefnanda. Er tiltekið í umboðinu að það nái ekki til endurnýjunar sérkjarasamnings stefnda og Drífanda stéttarfélags við stefnanda vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum. Með bréfi, dagsettu 5. nóvember 2010, óskaði stefndi, f.h. félagsins og Drífanda, eftir aðkomu ríkissáttasemjara að kjaradeilu þeirra og stefnanda, með vísan til 24. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi hafnaði því samdægurs með tölvupósti til ríkissáttasemjara og stefnda. Í tölv upóstinum kemur fram að stefnandi telji hins vegar mjög ákjósanlegt að hefja nú þegar viðræður um sérmál einstakra hópa og geti stefnandi fallist á viðræður um slík sérmál undir leiðsögn ríkissáttasemjara, án þess að um formlega milligöngu ríkissáttasemjar a teljist vera að ræða , sé það ósk viðsemjendanna. Haldinn var fundur 18. nóvember 2010, þar sem stefndi lagði fram kröfugerð vegna breytinga á sérkjarasamningnum. Annar fundur var haldinn 3. desember 2010. Með bréfi, dagsettu 16. desember 2010, sendi ste fndi ríkissáttasemjara tilkynningu um að undirbúningur aðgerða væri hafinn af hálfu félagsins. Kemur fram í bréfinu, að þrátt fyrir að samkomulag hafi orðið um að aðkoma sáttasemjara hafi verið óformleg, líti stefndi nú svo á að þeir fundir, sem haldnir vo ru, hafi verið undir verkstjórn sáttasemjara. Þá segir að komið 3 hafi í ljós á sáttafundi aðila undir verkstjórn sáttasemjara, að ekki væri vilji viðsemjanda stefnda til að mæta kröfum félagsmanna stefnda og því hefði því verið lýst yfir að ekki væri árangu r af viðræðunum og þeim því verið slitið. Ríkissáttasemjari tilkynnti stefnanda um bréf stefnda með tölvupósti, dagsettum 17. desember. Stefnandi áréttaði í tölvupósti til ríkissáttasemjara sama dag þá afstöðu stefnanda, að ekki yrði séð að lög heimiluðu s tefnda að vísa hluta aðalkjarasamning s til ríkissáttasemjara og teldi hann því ekki grundvöll fyrir formlegri sáttameðferð af hálfu ríkissáttasemjara. Formlegt bréf stefnanda sama efnis barst ríkissáttasemjara 23. desember sl. Ríkissáttasemjari tilkynnti a ðilum, með bréfi dagsettu 3. janúar 2011, að ekki væri tilefni til að boða til sérstaks fundar vegna deilunnar í ljósi réttarágreinings aðila um stöðu sérkjarasamnings deiluaðila. Stefndi lét fara fram atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um boðun verk falls í fiskimjölsverksmiðjum. Verkfall var boðað með bréfi, dagsettu 26. janúar 2011, og á verkfallið að koma til framkvæmda 7. febrúar 2011. Málsaðila greinir á um lögmæti verkfallsboðunarinnar. II. Stefnandi kveðst byggja málssókn sína á því að aðalkja rasamningi milli SA og Afls starfsgreinafélags hafi ekki verið vísað til formlegrar sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í samræmi við heimild í 24. gr. laga nr. 80/1938. Viðræður hafi ekki farið fram fyrir hans milligöngu áður en ákvörðun um boðun verkfal ls var tekin. Með því hafi kröfum 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 um boðun lögmætrar vinnustöðvunar ekki verið fram fylgt. Verkfall Afls starfsgreinafélags , sem boðað hafi verið með bréfi dags. 26. janúar 2011 og koma eigi til framkvæmda r 7. febrúar 2011 , sé því ólögmætt. Stefnandi byggir á því að samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 24. gr., sbr. 5. gr., laga nr. 80/1938 verði ákvörðun um boðun vinnustöðvunar ekki tekin nema samninganefnd, sem umboð hafi til a ð undirrita aðalkjarasamning samkvæmt 5. gr., hafi vísað kjaradeilu til meðferðar hjá ríkissáttasemjara og sáttaviðræður hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu hans. Stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandi Íslands umboð til gerðar aðalkjarasamnings og sé því á valdi samninganefndar Starfsgreinasambandsins að taka ákvörðun um vísan kjaradeilu til ríkissáttasemjara. Samningsumboð stefnda sé enn hjá Starfs greinasambandinu og hafi hann ekki afturkallað það. Engar samningaviðræður hafi átt sér stað fyrir milligöngu ríkissáttasemjara þega r stefndi tók ákvörðun um boðun vinnustöðvunar. Ákvörðun um boðun verkfalls af hálfu stefnda sé því ólögmæt. Verði réttur til vísunar kjaradeilu til ríkissáttasemjara talinn liggja hjá stefnda Afli starfsgreinafélagi , kveðst stefnandi byggja á því að stef ndi hafi einungis vísað hluta kjaradeilu sinnar til ríkissáttasemjara, þ.e. deilu um laun og vinnutíma starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum. Sérkjarasamningur vegna starfa þeirra sé hins vegar hluti aðalkjarasa mnings aðila eins og skýrt komi fram í 1. gr. s amningsins. Stefndi hafi jafnframt 4 falið Starfsgreinasambandinu að leggja fram v i ðamikla kröfugerð vegna breytinga á öðrum ák væðum aðalkjarasamningsins. Snúi sú kröfugerð að ýmsum kjaramálum félagsmanna stefnda, þ.m.t. starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum. Stefnandi telji að stefnda sé óheimilt að skipta aðalkjarasamningi aðila upp í hluta og vísa einungis einum eða fleiri hlutum til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara , enda geti raunveruleg sáttamiðlun af hálfu ríkissáttasemjara á grundvelli III. kafla la ga nr. 80/1938 ekki farið fram nema ríkissáttasemjari eigi þess kost að fá heildarsýn á deilu aðila og leggja fram miðlunartillögu til lausnar máls. Ríkissáttasemjari eigi þess ekki kost nema kjaradeila hlutaðeigandi starfshóps s é öll til meðferðar hjá emb ættinu. Stefnandi byggir á því að samningur vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum sé á engan hátt frábrugðinn öðrum hlutum aðalkjarasamnings. Fjölmargir sérsamningar séu í gildi milli stefnanda og stefnda vegna sérkjara einstakra starfshópa, s.s. í fi skvinnslu og fiskeldi. Engu máli skipti hvort aðilar hafi kosið að gefa þá samninga út í bókarformi eða ekki. Ákvörðun um form á útgáfu aðalkjarasamnings hafi engin áhrif á það hvaða samningar teljist vera hluti aðalkjarasamnings. Stefnandi telji jafnframt að samkomulag milli aðila um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um aðalkjarasamning breyti í engu eðli kjarasamningsins. Aðilum sé hverju sinni heimilt að semja um framkvæmd atkvæðagreiðslu um aðalkjarasamning. Með því sé ekki breytt sk ýrum ákvæðum sérkjarasamnings um að hann teljist hluti aðalkjarasamnings aðila. Verði ekki fallist á meginmálsástæður stefnanda samkvæmt framansögðu , kveðst stefnandi byggja á því að ákvörðun stefnda um verkfall og framkvæmd þess hafi verið ólögmæt. Fram komi í verkfallsboðun að samninganefndir stefnda og Drífanda stéttarfélags hafi samþykkt að boða til vinnustöðvunar í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði félaganna. Ákvörðun hafi verið tekin í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna þessara tvegg ja stéttarfélaga sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum. Stefnandi telji enga heimild vera í 15. gr. laga nr. 80/1938 fyrir sameiginlegri atkvæðagreiðslu tveggja eða fleiri stéttarfélaga og því sé verkfallsboðunin ólögmæt. Verkfallsrétturinn liggi hjá félagsmön num hvers og eins stéttarfélags. Verkfall sé neyðarúrræði , sem félagsmönnum hvers og eins stéttarfélags sé heimilt að beita þegar önnur úrræði hafa verið fullreynd , og beri því að túlka ákvæði laganna um verkföll þröngt. Samkvæmt verkfallsboðun skuli vinn ustöðvun vera þríþætt. Fyrsti hluti hennar eigi að hefja st kl. 00:30 hinn 7. febrúar 2011 og ljúka kl. 24:00 hinn 9. febrúar 2011. Annar hluti hennar hef jist kl. 00:30 hinn 14. febrúar 2011 og ljúki kl. 24:00 hi nn 16. febrúar 2011. Þri ðji hluti hennar sé ó tímabundinn og hef jist kl. 00:30 hi nn 21. febrúar 2011. Stefnandi telji enga heimild í 15. gr. laga nr. 80/1938 fyrir því að mörg sundurslitin ve r kföll séu samþykkt í einni atkvæðagreiðslu félagsmanna og því sé verkfallsboðunin ólögmæt. Verkfall sé neyðarú rræði og beri að túlka ákvæði laganna um verkföll þröngt. Með því að samþykkja þetta 5 fyrirkomulag á verkfallsboðun , sé samninganefnd eða fyrirsvarsmanni samningsaðila veitt óeðlilega mikið svigrúm til að fresta einum eða fleiri hlutum verkfallsins og breyt a þannig þeim forsendum sem gefnar hafi verið félagsmönnum í tillögu að verkfallsboðun. Þar sem vald til að taka ákvörðun um verkfall liggi hjá félagsmönnum , verði að túlka ákvæðin þröngt. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því , að samningur sá , sem þr ætt sé um í þessu máli, sé sérstakur kjarasamningur um kjör hluta félagsmanna stefnda, þeirra sem starfa við fiskimjölsverksmiðjur á félagssvæði stefnda. Samningurinn hafi stöðu sjálfstæðs kjarasamnings um þau samningsatriði , sem samningurinn fjalli um , og se m slíkur sé hann óháður öðrum kjarasamningum sem stefndi á aðild að. Stefndi byggir á því , að aðilar hafi samið með þessum hætti sín á milli um kjör þessa hóps um árabil og aldrei öðruvísi. Sérstaða samnings ins sé ótvíræð og á það hafi stefnandi áður fallist , bæði í orði og æði. Stefnandi hafi áður haft uppi mótmæli á þann veg, að samningurinn hafi ekki slíkt sjálfstæði að um hann verði samið sérstaklega, þ.e. við gerð kjarasamnin gsins árið 2000. Stefnandi hafi þá fallið frá andófi sínu eftir að ríkis sáttasemjari aflaði lögfræðilegs álits þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að á samninginn bæri að líta sem sérkjarasamning við aðalkjarasamning. Slíkan sérkjarasamning hefði stéttarfélagið umboð til að gera, svo fremi það hefði ekki verið veitt öðrum. Á þetta hafi stefnandi fallist og samið við stefnda að afloknu verkfalli. Í þessu máli sé sama aðstaða uppi, stefndi hafi sjálfur umboð til að gera þennan sérkjarasamning og hafi ekki veitt það öðrum. Stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandinu umbo ð til að gera viðræðuáætlun um tiltekna samninga þann 14. september 2010 og til að gera aðalkjarasamninga í ok tóber 2010. Þar sé sérstaklega tekið fram að gerð þessa sérkjarasamnings sé áfram á forræði stefnda. Sú málsástæða stefnanda , að umboð til að gera þennan samnings sé hjá Starfsgreinasambandinu , eigi ekki við rök að styðjast. Réttur stefnda sem stéttarfélags til að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna sé grundvallarréttur samkvæmt 5. gr. laga nr. 80/1938 sem verði ekki tekinn af félaginu. Allar takmarkanir á þessum grundvallarrétti ber i að skýra þröngt. Það , að stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandinu umboð til að koma fram fyrir hönd félagsins við gerð aðalkjarasamnings gagnvart stefnda , verði ekki túlkað rýmra en samkvæmt orðann a hljóða n. Slíkt umboð takmarki ekki rétt stefnda til að gera samninga fyrir tiltekna hópa félagsmanna sinna, sbr. 2. mgr. 5. gr. Í því lagaákvæðið sé bersýnilega gert ráð fyrir því , að unnt sé að semja sérstaklega fyrir hluta félagsmanna stéttarfélags. Á þann veg hafi enda verið haldið í tilvikum starfsmanna í fisk i mjölsverksmiðjum sem ævinlega hafi verið samið um sérstaklega og utan aðalkjarasamninga að öðru leyti. Sú málsástæða stefnanda , að veitt umboð til gerðar aðalkjarasamnings beri að túlka þvert gegn efni umboðsins þannig að það bindi hendur 6 stefnda að þessu leyti , fari því að mati stefnda þvert gegn frelsi stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga fyr ir hönd félagsmanna sinna og fái ekki staðist. Þá byggir stefndi á því að öll þau ár , sem sambærilegur samningur hafi gilt milli aðila um þennan tilgreinda hóp, hafi stefnandi virt hann í hvívetna sem sjálfstæðan sérkjarasamning og farið að reglum vinnulöggjafarinnar um þá samningsge rð. Stefnandi hafi þannig ítrekað viðurkennt þessa réttarst öðu í verki. Engar forsendur séu fyrir því nú að líta öðruvísi á. Til sérstak rar áréttingar í þessum efnum sé sú staðreynd , að stefnandi hafi sjálfur gefið út aðalkjarasamninga sína á bók um lang t árabil. Sú staðreynd , að samningar um fiskimjölsverksmiðjur hafi aldrei ratað í þær útgáfur , sé að mati stefnda fyrst og fremst til marks um sérstöðu samnings þessa hó ps og vitneskju stefnanda um hana . Á því er byggt af hálfu stefnda , að samningsaðilar h afi litið svo á að vegna sérstöðu þessa hóps félagsmanna, sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum, stæðu rök til að gera sérkjarasamning við hann þannig að þessi ákveðni hópur yrði óháður mögulegri kjaradeilu um efni aðalkjarasamnings og koma í veg fyrir að vinn udeilur tengdar aðalkjarasamningi hefðu áhrif á þau fyrirtæki sem um er að véla. Sérstakar yfirlýsingar um friðarskyldu , sem gefnar hafi verið út í kjölfar gerðar slíkra sérkjarasamninga árin 1997 og 2000 fel i í sér staðfestingu á þessari afstöðu aðila . Me ð því , og samningunum sem slíkum , hafi þeir sem sérkjarasamningarnir taka til , afsalað sér rétti til þess að taka þátt í gerð aðalkjarasamningsins um sömu atriði og sérkjarasamningurinn fjalli um og afsalað sér rétti til þess að greiða atkvæði um aðalkja ra samninginn sjálfan. Þeir , sem falli undir sérkjarasamningana , hafi ekki fengið að kjósa um aðalkjarasamninga og geri l ögin um stéttarfélög og vinnudeilur beinlínis ráð fyrir því að unnt sé að haga málum með þessum hætti . Breyti samningar um g erð aðalkjaras amninga engu um það . Engin rök séu til þess að fallast á málsástæður stefnanda er lúta að því , að upp á formskilyrði skorti varðandi aðdragand a verkfallsboðunar stefnda, þ.e. að ekki hafi átt sér stað árangurslausar samningaviðræður með milligöngu ríkissátta semjara í deilunni. Stefnanda sé ekki tækt að bera slíkt fyrir sig í ljósi eigin framgöngu á liðnum mánuðum. Stefndi hafi ítrekað freistað þess að fá stefnanda að samningaborðinu og ítrekað leitað atbeina ríkissáttasem jara í því skyni. Stefnandi hafi hins vegar hafnað öllum tilraunum stefnda í þessa veru og beitt sér sérstaklega gegn því að ríkissáttasemjari tæki málið til formlegrar meðferðar. Að mati stefnda verði samningaviðræður varla árangurslausari e n í því tilviki sem hér um ræðir þar sem s tefnandi hafi uppi sérstök mótmæli við að mæta til fundar. Afstaða ríkiss áttasemjara í þessum efnum geti ekki ráðið úrslitum , enda sé það ekki á valdi embættis ins að bregða fæti fyrir ráðagerðir stefnda með því einu að sinna ekki hlutverki sínu og halda fu nd. Slík framganga á vegum opinbers embættis geti ekki komið í veg fyrir beitingu þeirra réttarúrræða sem ættu að standa stefnda til boða. Verði ekki séð með hvaða hætti stefnda hefði verið mögulegt að fara nánar að þeim reglum , sem settar eru um aðdragand a boðunar verkfalls í lögum nr. 80/1938 , en hann hefur þegar gert við svo búið. 7 Stefndi mótmælir sérstaklega þeirri málsástæðu stefnanda að sérkjarasamningur þessi sé aðeins hluti aðalkjarasamnings og að stefnda sé óheimilt að skipta þeim sa mningi upp, ei ns og stefnandi kjó s i að orða það , og vísa aðeins hluta eða hlutum hans til sát tameðferðar. Þá málsástæðu telji stefndi ekki standast skoðun miðað við það sem áður hefur verið rakið um stöðu sérkjarasamningsins. Auk þess byggir stefndi á því að röksemdafær sla þessi fari þvert gegn grundvallarreglum vinnulöggjafarinnar um skipan kjarasamningsgerðar og stjórnarskrárvarið frelsi stéttarfélaga og félagsmanna þeirra til að ráða málefnum sínum sjálf ir . Yrði fallist á þessa málsástæðu stefnanda , yrði aldrei framar mögulegt að breyta aðild að kjarasamningi eða efni hans. Slíkur samningur stæði þá óbreyttur hvað þau atriði varðaði til eilífðar. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 ge ri ráð fyrir því að umboð til að gera kjarasamninga sé á höndum einstakra s téttarfélaga , sem hafi víðtækt frelsi til þeirra samningsgerðar að uppfylltum þeim formskilyrðum sem sett eru um efni þeirra. Í samræmi við það hafi ítrekað komið til þess að aðild einstakra stéttarfélaga að aðalk jarasamningi breytist. Þannig megi nefna se m dæmi að gerðir séu fleiri en einn svokallaður að al kjarasamningur. Samflot stétta rfélaga við kjarasamningsgerð sé hvorki regla né skylda. Þess séu enda mörg dæmi frá liðnum árum að einstök stéttarfélög eða hópur stéttarfélaga hlutist til um eigin kjarasam ningsmálefni , án þess að fela samtökum stéttarfélaga umboð. Sé nærtæka st að vísa til þess að Drífandi stéttarfélag stóð ekki að gerð kjarasa mnings með öðrum á árinu 2008. Þannig sé ótvírætt að stefndi sé ekki bundinn af því að gera aðalkjarasamning við stefnanda með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins , þó hann hafi ko sið að gera það. Stefnandi geti þannig ekki gengið að því sem gefnu að tiltekin stéttarfélög muni endilega og ávallt standa saman að gerð kjarasamninga , hvort sem það eru aðal - eða sérkjarasamningar. Stefndi vísar til þess, að þegar kjarasamningur hafi runnið sitt skeið samkvæmt efni sínu , eins og samningur sá sem hér er um þrætt, séu aðilar ekki lengur bund n ir af efni hans og séu ekk i lengur setti r undir friðarskyldu. Stefnda sé því að lögum heimilt að setja fram kröfur um nýjan samning um kj ör þessa hóps eins og hann hafi gert og sé þá á engan hátt bundinn af efn i annarra kjarasamninga. Slíkt eigi sérstaklega við eins og hér stendur á þegar aðstaðan sé eins og nú er að þeir samningar séu einnig lausir. Við þær aðstæður hald i stefnda engin bönd, feli hann ekki öðrum að koma fram fyrir sína hönd. Þá er á því byggt , að sérkjarasamningur aðila um kjör í fiskimjölsverksmiðjum standist fyll ilega þær fo rm - og efniskröfur sem gerðar sé u um kjarasamni nga í 6. gr. laga 80/1938. Um sé að ræða skriflegan samning milli séttarfélags annars vegar og atvinnurekenda hins vegar sem gildir um t ilgreindan tíma um kaup og kjör félagsmanna stéttarfélagsins sem gegna störfum á tilgreindum vinnustöðum . Í samningnum sé kveðið á um laun, skipulag vakta og vinnu , neysluhlé, frítökurétt, forgangsrétt til vinnu, vinnufatnað, öryggi og hollustuhætti og aðbúnað starfsmanna. Að mati st efnda sé samkvæmt þessu öllum ski lyrðum þess , að um kjarasamning sé að ræða , fullnægt og rangt að halda því fram að hann fjalli aðeins um hluta stærr i samnings. Í raun liggi skilgreining samnin gsins fyrir í heiti hans. Hann sé 8 sérkjarasamningur sem fjallar um sérkjör tiltekins afmarkaðs h óps , sem ekki sé ætlað víðtækara gildi en löng hefð og hingað til óumdeildur skilningur á vinnumarkaði að aðalkjarasamningur standi slíkum samningi til fyl lingar um þau atriði sem ekki sé samið um í honum, meðal annars með vísan til 1. gr. laga nr. 55/1980 . Engin n áskilnaður sé í vinnulöggjöfinni síðan um það , að tiltekinn hópur geti verið bundinn af fyrri kjarasamningum , hvorki hvað varðar aðild né efni. Þvert á móti séu breytingar á þessu tíðkanlegar eins og áður var nefnt. Þau rök stefnanda , að það geti verið ríkissáttasemjara eða stefnanda til óhagræðis að einstakir hópar fari fram hver í sínu lagi við kjarasamningsgerð , geti að mati stefnda ekki skipt máli. Gundvallarréttur til kjarasamningsgerðarinnar liggi hjá hverju stéttarfélagi sem er heimilt að gera samninga fyrir tiltekna hópa innan félagsins. Breyti þar engu hvað kæmi stefnanda betur. Stefndi er ósammála stefnanda um að sameiginleg atkvæðagreiðsla stéttarfélaganna Afls og Drífanda um vinnustöðvun félaganna sé ekki í samræmi við 15. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt 14. gr. laga nna séu heimildir stéttarfélaga til að gera verkföll aðeins bundin þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í lögum . Ákvæði 15. gr. laga nr. 80/1938 kveði ekki sérstaklega á um það, hvort heimilt sé að viðhafa s ameiginlega atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Af því verði ekki dregin sú ályktun að slíkt sé óheimilt. Samkvæmt nefndri lagagrein gildi sú meginregla , að um verkfallsboðun skuli viðhafa almenna og leynilega atkvæðagreiðslu með tilgreindri lágmarksþátttök u og grei ddum atkvæðum með aðgerðum. Þá sé og heimilt að viðhafa almenna póstatkvæðagreiðslu. Í frumvarpi með lögum um bre ytingu á lögum nr. 80/1938 segi um núgildandi 15. gr. laganna , að markmið hinna nýju reglna í þessu efni sé að tryggja að raunverulegu r stuðningur sé við boðun vinnustöðvunar. Ekki væri ætlunin að torvelda félögum boðun vinnustöðvana , heldur að tryggja lýðræðislega umfjöllun um slí ka tillögu. Í greinargerðinni sé sérstaklega fjallað um það , að ef vinnustöðvun sé ætlað að taka til hluta f élagsmanna eða eins fyrirtækis sé heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðagreiðslu hluta ðeigandi félagsmanna. Hér hátti þannig til að tvö stéttarfélög, stefndi og Drífandi í Vestmannaeyjum , hafi staðið saman a ð samningi við stefnanda og hafi nú sóst eftir endurnýjun þessa sameiginlega samnings við ste fnanda, þ.e. samnings sem snerti hluta félagsmanna hvors fé lags og kröfugerð sem lögð hafi verið fram sameigi nlega til stefnanda. Félögin hafi og staðið í einu og öllu sameiginlega að málum hingað t il. Af þeirri ástæðu hafi verið eðlilegt að ákvörðun um heimild til þess að knýja fram samningsviðræður með verkfallsaðgerðum væri sameiginleg og í anda þess markmiðs sem stefnt var að með setningu reglna 15. gr. Viðhöfð hafi verið póstatkvæðagreiðsla meða l allra þeirra félagsmanna beggja félaga sem þessi sameiginlegi sérkjarasamningur tekur til. Á kjörskrá hafi verið alls 75 og 73 hafi greitt atkvæði um samninginn. Stefndi telji, að með þessari aðferð hafi að öllu leyti verið komið til móts við form og efn isreglur 15. gr. laga nr. 80/1938 og því sé kosningin lögmæt. 9 Stefndi hafi boðað til verkfalls , sem komi til framkvæmda í áföngum allt eftir því sem tilefni verður til, ef stefnandi breg ðist ekki við. Þessi tilhögun sé á engan hátt andstæð lögum. Í 15. gr. laga nr. 80/1938 sé ekki að finna takmörkun á því , hvert skuli vera fyrirkomulag verkfalla eða hvernig þau skuli skipulögð af há lfu verkfallsboðenda. Stefndi sé því frjáls að því að haga vinnustö ðvun með þeim hætti sem hann kjósi. Þá sé framkvæmd sem þessi vel þekkt, að verkfalli sé skipt niður á fyrir fram ák veðna daga eða jafnvel á tiltekin svæði eða vinnustaði þar sem félagsmenn hlutaðeigandi stéttarfélaga starfa. Það að boða verkfall með þeim hætti sem hér um ræðir, fari í en gu gegn lögum. Eng in n vafi leiki á því hvenær hver þáttur verkfallsins eigi að koma til framkvæmda og í raun sé verkfallsboðun af þessu tagi tillit s samari í garð stefnanda og vægari beiting á því úrræði sem verkfall er , heldur en verkfall sem hæfist tiltekinn dag og stæði ó slitið þar til sem di st um annað milli aðila. Með þessu móti sé í raun verið að milda aðgerðina gagnvart stefnanda. Það myndi að mati stefnda skjóta mjög skökku við ef komist yrði að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að beita verkfalli á svo vægan hátt se m hér er um að tefla, lög standi einungis til að beita þessu úrræði af fullum þunga með ótímabundnu sa mfelldu verkfalli. Stefndi komi hvorki auga á málefna leg né lögfræðileg r ök fyrir slíkri niðurstöðu og sé því málatilbúnaði stefnanda í þessum efnum mótmæ lt sem röngum. Um lagarök byggir stefndi á ákvæðum laga nr. 8 0/1938, lögum nr. 55/1980 og s tjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, sérstaklega 74. gr. Krafa um málskostnað styður stefndi við 130. g r. laga nr. 91/1991 sem og lög nr. 50/1988 um kröf u um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun en st efndi sé ekki virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. IV. Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfé lög og vinnudeilur. Dómkrafa stefnanda í málinu er að verkfall það, sem hið stefnda stéttarfélag boðaði með bréfi, dags ettu 26. janúar 2011, vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum , og koma á til framkvæmda hinn 7. febrúar 2011, verði dæmt ólögmætt. Byggir stefnandi dómkröfu sína á þeirri meginmálsástæðu að ekki hafi verið uppfyllt það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar, sem greinir í 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. lag a nr. 80/1938, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 75/1996, um breyting á hinum fyrrnefndu lögum, þess efnis að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Til vara teflir stefnandi þv í fram að hið boðaða verkfall sé ólögmætt, annars vegar fyrir þær sakir að ákvörðun um vinnustöðvun hafi verið tekin í sameiginlegri samþykkt í einni atkvæðagre nr. 80/1938. Víkur fyrst að meginmálsástæðu stefnanda. 10 Í athugasemdum með 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 75/1996, um breyting á lögum nr. 80/1938, en grein þessi varð 3. gr. fyrst nefndu laganna og breytti 15. gr. laga nr. 80/1938, segir að í 3. mgr. sé staðfest það meginsjónarmið að vinnustöðvun sé neyðarúrræði þess sem ekki hefur að eigin mati fengið viðhlítandi viðbrögð við kröfum sínum. Það sé því formbundið sem skilyrði lögmætr ar vinnustöðvunar að kröfur hafi komið skýrt fram og að samningaviðræður hafi reynst árangurslausar. Þá sé þess krafist að deiluaðili, sem leita vilji ákvörðunar um vinnustöðvun, hafi reynt til þrautar að ná samningi og í því skyni leitað milligöngu sáttas emjara. Sé við það miðað að sáttasemjara hafi gefist tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freistað þess að ná sáttum áður en leitað sé eftir því við félagsmenn að boða til vinnustöðvunar. Vert sé að árétta að mat á því hvenær sáttatilraunir séu fullre yndar hljóti að vera hjá samninganefnd þess sem leitar eftir ákvörðun um vinnustöðvun. Stefnandi ber því við að sérkjarasamningur vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum sé hluti aðalkjarasamnings málsaðila svo sem nánar er rakið. Þeim aðalkjarasamningi hafi ekki verið vísað til formlegrar sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í samræmi við heimild 24. gr. laga nr. 80/1938. Af þeim sökum sé hið boðaða verkfall ólögmætt. Nánar kemur fram af hálfu stefnanda að stefndi hafi veitt Starfsgreinasambandi Íslands samn ingsumboð og það sé því á valdi samninganefndar þess sambands að taka ákvörðun um að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara. Engar samningaviðræður fyrir milligöngu ríkissáttasemjara hefðu farið fram þegar stefndi tók ákvörðun um boðun vinnustöðvunar. Verði réttur til að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara talinn vera hjá stefnda ber stefnandi því við að stefndi hafi aðeins vísað hluta kjaradeilu sinnar til ríkissáttasemjara, þ.e. deilu um laun og vinnutíma í fiskimjölsverksmiðjum sem séu hluti aðalkjarasa mnings, sbr. framansagt. Fyrir liggur að viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var undirrituð hinn 21. september 2010, en áður hafði stefnandi hafnað þeirri ósk stefnda að sérstök viðræð uáætlun yrði gerð vegna endurnýjunar sérkjarasamnings í fiskimjölsverksmiðjum með vísan til þess að sérkjarasamningurinn væri hluti aðalkjarasamnings. Með bréfi til ríkissáttasemjara, dags ettu 5. nóvember 2010, óskaði stefndi eftir aðkomu embættisins að kj aradeilu með vísan til 24. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 5. gr. laga nr. 75/1996. Með tölvupósti sama dag til ríkissáttasemjara mótmælti stefnandi þessu með vísan til þess sem áður sagði, að sérkjarasamningurinn væri hluti aðalkjarasamnings, en féllst hins ve gar á að viðræður vegna þessa hluta aðalkjarasamningsins færu fram undir leiðsögn ríkissáttasemjara, án þess að um formlega milligöngu hans [væri] að ræða. , dagana 18. nóvember og 3. desember 2010. Með br éfi til ríkissáttasemjara, dagsettu 16. desember 2010, tilkynnti stefndi embættinu að undirbúningur aðgerða, þar á meðal verkfalls, væri hafinn og stefndi liti nú svo á að kjaradeilu vegna fiskimjölsverksmiðja væri vísað til ríkissáttasemjara og að tilkynningarsk yldu stefnda samkvæmt lögum nr. 80/1938 væri fullnægt. Með tölvupósti 11 17. desember 2010 tilkynnti ríkissáttasemjari stefnanda um þetta og tók m.a. fram að embættinu bæri að efna til funda með deiluaðilum innan tiltekins tíma frá því að deilu væri vísað til embættisins. Viðbrögð stefnanda bárust með tölvupósti 17. desember 2010 og ódagsettu bréfi er barst 23. desember 2010. Áréttað var að sérkjarasamningur vegna fiskimjölsverksmiðja væri hluti aðalkjarasamnings. Því væri óhjákvæmilegt að vísa aðalkjarasamnin gnum í heild til sáttameðferðar. Það hefði ekki verið gert og því væru ekki forsendur fyrir formlegri sáttameðferð samkvæmt 24. gr. laga nr. 80/1938. Lyktir málsins urðu þær að ríkissáttasemjari sendi aðilum málsins bréf, dagsett 3. janúar 2011. Í bréfinu er tekið fram að stefndi hafi með bréfi, dagsettu 16. desember 2010, vísað kjaradeilu við stefnanda vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum formlega til ríkissáttasemjara. Þá er m embættið hafi efnt til, og gerð grein fyrir fram komnum sjónarmiðum stefnanda um stöðu sérkjarasamnings. Síðan segir svo í bréfinu: því verður við komið eftir að deilu er vísað (sic). Með vísan til þess sem fram hefur komið á fyrri fundum og fram kemur í formlegu ódagsettu bréfi SA ( barst ríkissáttasemjara 23. desember) er ekki að svo komnu máli, ástæða til að boða til frekari funda. Uppi er réttarágreiningur um stöðu sé rkjarasamnings deiluaðila, sem annað tveggja þarf að skera úr fyrir dómi eða semja um. Að svo stöddu eru aðilar ekki tilbúnir að semja um stöðu sérkjarasamningsins. Í ljósi þess sem að ofan er rakið, telur ríkissáttasemjari ekki tilefni til að boða til sé rstaks fundar eingöngu til að leggja fram formlega afstöðu SA, nema afstaða deiluaðila Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki ráðið að neinar formlegar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara frá því að kr öfur voru lagðar fram. Verður raunar að telja að grei nt bréf ríkissáttasemjara, dagsett 3. janúar 2011, staðfesti það. Þá verður það jafnframt ráðið af bréfum málsaðila, annars vegar tölvupósti stefnanda, dagsettum 5. nóvember, og ódagsettu bréfi hans, sem barst ríkissáttasemjara 23. desember 2010, og hins vegar bréfi stefnda, dagsettu 16. desember 2010, að aðilar hafi litið svo á, að aðkoma ríkissáttasemjara að samningsgerð aðila hafi verið óformleg. Að þessu athuguðu , og með vísa n til fyrrgreindra athuga semda með 4. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 75/1996, er breyttu meðal annars 15. gr. laga nr. 80/1938 og lögfestu umrætt skilyrði 2. málsl. 3. mgr. þeirrar lagagreinar, sem skýra ber þröngt í fyllsta samræmi við skýr markmið löggjafans með setnin gu ákvæðisins, verður að telja að lagaskilyrði hafi brost ið til hins umdeilda verkfalls. Ber því, þegar af þeirri ástæðu, að taka kröfur stefnanda til greina. 12 Í samei ginlegri kröfugerð stefnda og Drífanda stéttarfélags gagnvart stefnanda vegna endurnýjunar sérkjarasamnings vegna starfa í fiskimjölsverksmiðjum, sem dagsett er 12. nóvember 2010, eru í sex töluliðum settar fram kröfur um breytingar á síðasta samningi aðila. Lúta kröfurnar að stöðu samningsins gagnvart aðalkjarasamningi, gild istíma, orlofi, óþrifaálagi, vaktafyrirkomulagi (vaktaslitum) og launatöflu. Í fyrsta lið kröfugerðarinnar er fiskimjölsverksmiðjum hafi stöðu sem sjálfstæður kjarasamningur samið sérstaklega í þessum samningi gilda ákvæði almennra kjarasamninga AFLs og Drífanda er stéttarfélögum heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum. Eins og kröfugerð stefnda er háttað, þ. á m. um fyrirkomulag væntanlegs sérkjarasamnings og stöðu hans gagnvart öðrum heildarkjarasamningum, verður ekki séð að hún sæti að lögum slíkum takmörkunum að leitt geti til þess að boðað verkfall teljist af þeim sökum ólögmætt né heldur komi í veg fyrir að ríkissáttasemjari láti kjaradeiluna til sín taka eins og mælt er fyrir um í 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938. Með vísan til alls framanritaðs ber að fallast á það með stefnanda að hi ð umdeilda verkfall sé ólögmætt og ber því að taka kröfur stefnanda til greina. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 175.000 krónur. D ó m s o r ð: Ver k fall stefnda, Afls starfsgreinafélags, sem boðað var með bréfi , dagsettu 26. janúar 2011 , til stefn anda, Samtaka atvinnulífsins, vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og hefjast skal fyrst kl. 00:30 , hi nn 7. febrúar 2011, er ólögmætt. Stefndi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls starfsgreinafélags, greiði stefnan da, Samtökum atvinnulífsins, 175.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Valgeir Pálsson Sératkvæði Láru V. Júlíusdóttur Aðalkjarasamningar aðila runnu út 30. nóvember 2010 . Sama dag runnu út sérkjarasamning ar aðila . Frá þeim tíma er hið stefnda félag, Afl starfsgreinafélag, ekki lengur bundið af friðarskyldu og getur fylgt eftir kröfum á hendur viðsemjendum sínum með þeim hætti sem lög um stéttarfélög og vinnudeilur heimila, sbr. 14. gr. l. 80/1938 . Stefnd i , Afl , 13 hefur þannig heimild til að krefjast sérstaks kjarasamnings fyrir hönd þeirra félagsmanna sinna sem starfa hjá fiskimjölsverksmiðjum með vísan til 1. mgr. 5. gr. l. 80/1938. Í athugasemdum með 4. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 75/1996 um breyting á lögum nr. 80/1938, en grein þessi varð 3. gr. fyrstnefndu laganna og breytti 15. gr. laga nr. 80/1938, segir að í 3. mgr. sé staðfest það meginsjónarmið að vinnustöðvun sé neyðarúrræði þess sem ekki hefur að eigin mati fengið viðhlíta ndi viðbrög ð við kröfum sínum. Það sé því formbundið sem skilyrði lögmætrar ákvörðunar vinnustöðvunar að kröfur hafi komið skýrt fram og að samningaviðræð ur hafi reynst árangurslausar. Þá sé þess krafist að deiluaðili, sem leita vilji ákvörðunar um vinnustöðvun, hafi reynt til þrautar að ná samningi og í því skyni leitað milligöngu sáttasemjara. Sé við það miðað að sáttasemjara hafi gefist tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freistað þess að ná sáttum áður en leitað sé eftir því við félagsme nn að boða til vinnus töðvunar. Vert sé að árétta að mat á því hvenær sáttatilraunir séu fullreyndar hljóti að vera hjá samninganefnd þess sem leitar eftir ákvörðun um vinnustöðvun. Stefndi, Afl , hefur sett fram kröfur varðandi gerð kjarasamnings sérstaklega fyrir fiskimjölsver ksmiðjur og er ákvörðun um vinnustöðvun sem tilkynnt hefur verið bundin við verkfall í fiskimjölsverksmiðjum einum. Stefndi, Afl , hefur boðað til verkfallsaðgerða í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilu, svo sem 14. gr. l. 80/1938 h eimilar. Stefndi, Afl , óskaði eftir aðkomu ríkissáttasemjara að kjaradeilunni með bréfi 5. nóvember 2010, svo sem áskilið er í 1. mgr. 24. gr. laganna. Forsvarsmenn stefnda, Afl s, lýstu því yfir á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara 3. desember 2010 að ekki væri árangur af viðræðunum og þeim væri því slitið, svo sem áskilið er í 2. mgr. 24. gr. laganna. Stefnda, Afl , vísaði loks kjaradeilu félagsins við stefnanda með formlegum hætti til ríkissáttasemjara í bréfi 16. desember 2010, svo sem áskilið er í 4. mgr. 24. gr. laganna. Ríkissáttasemjari kom að kjaradeilunni á fundum aðila 18. nóvember og 3. desember . Á fundinum 3. desember lýsti samninganefnd stefnda, Afl s, því yfir að viðræðum væri slitið þar sem ekki hefði orðið árangur af þeim. Þannig lá fyrir ma t samninganefndar stefnda, Afl s, á því að sáttatilraunir væru fullreyndar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara svo sem áskilið er í 3. mgr. 15. gr. l. 80/1938. Með bréfi stefnda, Afl s, til rí kissáttasemjara 16. desember, g afst sáttasemjara tækifæri til að kalla deiluaðila saman og freista þess að ná sáttum áður en leitað væri eftir því við félagsmenn að til vinnustöðvunar yrði boðað. Líta verður svo á að með framangreindu hafi skilyrði l. 80/1938 um verkfallsboðun verið up pfyllt. Varðandi þá málsástæðu stefnanda að stefndi, Afl , hafi einungis vísað hluta kjaradeilu sinnar til ríkissáttasemjara ber að líta til þess að stefndi hefur forræði á kröfugerð sinni og lögin um stéttarfélög og vinnudeilur heimila stéttarfélögum boðun vinnustöðvunar til að vinna að framgangi krafna þeirra með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum, sbr. 14. gr. l. 80/1938. 14 Varðandi varamálsástæðu stefnanda verður ekki á það fallist að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur takmarki rétt félaga til að haga kosningum um verkfall með þeim hætt i sem hér var gert, enda hefur verið sýnt fram á náin tengsl umræddra aðila , stefnda , Afl s starfsgrei nafélags , og Drífandi s t éttarfélags við kjarasamningsgerðina sem réttlæta þá aðferð sem viðhöfð var. Með vísan til alls ofangreinds ber að sýkna stefnda, A fl starfsgreinafélag, af öllum kröfum stefnanda. Lára V. Júlíusdóttir.