1 Ár 2016, fimmtudaginn 1. desember , er í Félagsdómi í málinu nr. 7/2016 : Alþýðusamband Íslands, vegna Verkalýðsfélags Akraness f.h. Hjálmars Jónssonar gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 25. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir dómsforseti, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir . Stefnandi er: Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Verkalýðsfélags Araness, Sunnubraut 13, Akranesi, fyrir hönd Hjálmars Jónssonar , Heiðarbraut 37, Akranesi. Stefndi er: Samtök atvinnulífsins, Borgartúnni 35, Reykjavík, vegna Norðuráls Grundartanga ehf., Grundartanga, Akranesi. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði að Hjálmar Jónsson hafi frá 1. mars 2011 átt rétt á greiðslu launa frá Norðuráli Grundartanga ehf. sem miðast við tíu ára starfsaldur Hjálmars hjá félaginu. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröf ur stefnda: Í öndverðu krafðist stefndi frávísunar málsins, en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði Félagsdóms 14. júlí 2016. Að því frágengnu krefst stefndi sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar að mati dómsins. Málavextir Verkaðlýðsfélag Akran ess er stéttarfélag sem fer með samningsumboð við gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Innan f élagsins eru meðal annars 2 launþegar sem starfa hjá Norðuráli Grundartanga ehf. Norðurál Grundartanga ehf. er fyrirtæki í álframleiðslu, sem fer sjálf t með samningsumboð við gerð kjarasamning, og hefur gert sérstakan kjarasamning, meðal annars við Verkalýðsfélag Akraness, um lágmarkskjör starfsmanna félagsins. Hjálmar Jónsson hóf störf hjá stefnda, Norðuráli Grundartanga ehf., í mars 2001 sem almennur framleiðslustarfsmaður í kerskála . Samkvæmt málflutningsskjölum mun hann hafa starfað sem framleiðslustarfsmaður í kerskálanum út janúarmánuð árið 2007 , en þá mun Hjálmar hafa hafið iðnnám í vélvirkjun á viðhaldssviði fyrirtækisins. Í greinargerð stefnda e r staðhæft að laun Hjálmars hafi við það verið hækkuð í launaflokk 115 og honum raðað í fimm ára aldurs þrep. Í mars 2008 hafi hann verið færður í sjö ára aldursþrep og í mars 2011 í tíu ára aldurs þrep. Þegar hann hafi lokið sveinsprófi í upphafi árs 2013 h afi hann verið færður í launaflokk 116 og honum raðað í fimm ára aldurs þrep . Í október 2013 hafi Hjálmar síðan verið færður í sjö ára aldurs þrep og loks í tíu ára aldursþrep í febrúar 2016. Hinn 1. janúar 2015 tók gildi kjarasamningur milli stefnda, Norðu ráls Grundartanga ehf., og fimm stéttarfélaga, þ. á m. við stefnanda, Verkalýðsfélag Akraness. Kjarasamningurinn gildir út árið 2019. Áður hafði verið í gildi kjarasamningur milli hins stefnda félags og söm u stéttarfélaga með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014. Í fyrrgreindum kjarasamning u m er fjallað um laun starfsmanna hins stefnda félags í 3. kafla. Í grein 3.02.1 er kveðið á um grunnlaun einstakra starfshópa við gildistöku samninganna . Samkvæmt þeim eru ófaglærðir starfsmenn í álbræðslu í launa flokki 112/212, en s tarfsmenn með nám sem samsvarar tveggja ára iðnnámi , og ráðnir eru til starfa sem krefjast viðkomandi náms , eru í launaflokki 113/213. Iðnaðarmönnum með sveinsbréf , sem ráðnir eru til starfa í iðn sinni , er raðað í laun aflokk 115/215. Loks eru iðnaðarmenn með tveggja ára sveinsbréf , sem ráðnir eru til starfa í iðn sinni , í launaflokki 116/216. Í báðum kjarasamningunum er fjallað um grunnlaunahækkanir á samningstímanum í grein 3.03.2. Í grein 3.04.1 segir síðan eftirfara starfsmanna skulu hækka eftir starfsaldri hjá félaginu um 9% frá byrjunarlaunum eftir 1 ár, 12% frá byrjunarlaunum eftir 3 ár, 15% frá byrjunarlaunum eftir 5 ár, 16% frá 04.2 er Í stefnu er greint frá því að stefnandi, Verkalýðsfélag Akraness, hafi fyrir hönd Hjálmars farið fram á afturvirka leiðréttingu á launum hans er byggðust á því a ð frá 3 1. mars 2011 hafi launin hans átt að miðast við 10 ára starfsaldur. Hafi stefndi, Norðurál Grundartangi ehf., ekki fallist á það. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á því að starfsaldur Hjálmars Jónssonar hjá Norðuráli Grundartanga ehf. skuli miðast við 1. mars 2001 er hann hóf störf hjá félaginu og að launaflokkur hans og útreikningur launa skuli miðast v ið það. Kveður stefnandi dómkröfur sínar miða að því að ná fram rétti Hjálmars til þess að vera í hærri launaflokki. Málið varði þar af leiðandi ágreining um skilning á kjarasamningi og heyri undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi , Verkalýðsfélag Akraness , vísar til þess að hann sé aðili að kjarasamningi starfsmanna Norðurá ls Grundartanga ehf., sem gildi frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019 og eldri samningi sem hafi gilt frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014. Stefnandi , Verkalýðsfélag Akraness , sé einnig stéttarfélag Hjálmar s Jónssonar. Samkvæmt 2. gr. laga Verkalýðsfélags Akraness sé tilgangur þess m.a. að ákveða vinnutíma og kaupgjald fyrir félagsmenn. Stefnandi bendir á að mál þetta sé rekið til að ná fram kjarasamningsbundnum réttindum Hjálmars , en úrlausn um réttan skil ning á kjarasamningi mun i einnig hafa áhrif á réttindi annarra félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness . Málareksturinn samrýmist þeim tilgangi félagsins að gæta þeirra h agsmuna sem kröfurnar byggi á. Þá bendir stefnandi á að s tefndi , Norðurál Grundartanga ehf . , sé aðili að Samtökum atvinnulífsins og vinnuveitandi Hjálmars Jónssonar. Hafi hið stefnda félag lýst því yfir að Hjálmar Jónsson eigi ekki rétt á að starfsaldur hans miðist við það tímamark er hann hóf störf hjá félaginu. Stefnandi kveður kröfu sína um leiðréttingu á starf saldurstengdum greiðslum byggja á kjarasamningi starfsmanna Norðurá ls Grundartanga ehf., sem gildi frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019. Í grein 3.04.1 í kjarasamningnum sé kveðið á um að laun starfsmanna skuli hækka eftir starfsal dri hjá félaginu þannig að eftir 10 ár í starfi hjá stefnda séu launin 18% hærri en byrjunarlaun. Í grein 3.04.2 sé kveðið á um það hvernig reikna skuli starfsaldur en Samhljóða ákvæði hafi verið í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. sem hafi gilt 1. janúar 2010 til 31. desember 2014. Í kjarasamningi sem hafi gilt frá 1. janúa r 2005 til 31. desember 2009 séu einnig samsvarandi ákvæði um hækkanir eftir starfsaldri, þ.e. að hækkanir á launum komi til eftir 1 ár, 3 ár, 5 ár, 4 7 ár og loks 10 ár. Þá sé samhljóða regla um að starfsaldur reikn ist frá því að starfsmaður hefji störf hjá félaginu. Samsvarandi ákvæði séu í kja rasamningum áranna þar á undan. Stefnandi vísar til þess að samkvæmt orðanna hljóðan skuli laun starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. hækka eftir starfsaldri hjá félaginu en ekki eftir starfsaldri í tilteknu starfi innan félagsins. Af því leiði að starf saldur Hjálmars skuli miðast við það tímamark er hann hóf störf hjá Norðuráli Grundartanga ehf. þann 1. mars 2001. Stefnandi telur að það hafi þurft að koma skýrt fram í kjarasamningi ef ætlunin hafi verið að starfsmenn félagsins fengju lakari kjör en alm ennt m egi gera ráða af orðalagi greinar 3.04.2 kjaras amningsins. Sérstök nauðsyn hafi borið til að taka það fram ef starfsaldur skyldi ekki metinn samfelldur innan fyrirtækisins enda verði starfsmenn að vita með afdráttarlausum hætti ef tilfærsla í sta rfi hjá sama vinnuveitanda geti haft slík íþyngjandi áhrif. Þá þyrftu um leið að liggja fyrir málefnalegar ástæður fyrir slíkri skerðingu réttinda. Stefnandi tekur fram að hann hafi ekki samþykkt að félagsmenn hans sem starfi hjá Norðuráli Grundartanga ehf. s kuli njóta lakari réttinda til útreiknings á starfsaldri við það að flytja sig til í starfi innan félagsins. Stefndi ber i sönnunarbyrðina fyrir því að í samningi félagsins hafi ætlunin verið að kveða á um slíka íþyngjand i reglu. Allan vafa þar um ve r ði að túlka stefnd a í óhag og starfsmönnum í vil. Stefnandi kveðst hafa lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningu þess efnis að Hjálmar eigi rétt á að starfsaldur hans skuli reiknast frá 1. mars 2001, er hann hóf störf hjá Norðuráli Gr undartanga ehf. Sú niðu rstaða ge ti einnig haft fordæmisgildi fyrir aðra starfsmenn. Verði fallist á málatilbúnað stefnanda sé ljóst að Hjálmar hafi verið kominn með tíu ára starfsreynslu 1. mars 2011. Mun i hann þá njóta betri kjara til framtíðar en auk þess eiga rétt til leiðrét tingar á vangoldnum launum aftur í tímann. Stefnandi kveðst auk framangreinds byggja lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Að auki kveðst stefnandi byggja á alme nnum meginreglum vinnuréttar og samningaréttar. Fyrirsvar eigi sér stoð í 4. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála , og 45. gr. la ga nr. 80/1938. Um varnarþing vísar stefnandi til 38. gr. laga nr. 80/1938. Þá eigi m álskostnaðarkrafa sér stoð í 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. 5 Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að hann hafi að fullu efn t skyldur sínar samk væmt kjarasamningi gagnvart stefnanda. Stefndi tekur fram að í kjarasamningi stefnda og stéttarfélaganna sé sérstök áhersla lögð á starfsreynslu innan fyrirtækisins enda séu störfin mjög sérhæfð og almennt ekki litið svo á að starfsreynsla frá öðrum fyrirtækjum nýtist í starfi. Sérregla gildi samkvæmt grein 3.04.4 kjarasamnin gsins um þá iðnaðarmenn sem hafi unnið í grein sinni í fimm ár og mat á þeirra starfsreynslu. Ekkert sambærilegt ákvæði sé að finna um að meta skuli starfsreynslu ófaglærðs starfsmanns að jöfnu við starfsreynslu iðnaðarman ns. Stefndi kveður launakerfi kjarasamnings stefnda og stéttarfélaganna g rundvallast á mismunandi störfum. Starfsmaður sé rá ðinn í tiltekið starf og ávinni sér launahækkanir á grundvelli starfsreynslu í því starfi. Ekki sé deilt um að stefnandi hafi skipt um starf hjá stefnda. Hann hafi verið ráðinn í annað starf. Starfsaldur stefnanda reiknist samkvæmt grein 3.04.2 frá því að hann hóf að gegna því starfi. Stefndi vísar til þess að krafa stefnanda leiði hins vegar til þess að ófaglærður starfsmaður sem fari í iðnnám og að afloknu sveinsprófi skipti um starf innan fyrirtækisins, fari á sömu laun og iðnaðarmaður sem hafi helgað sig sama starfi um árabil og náð að jafnaði mun meiri færni á grundvelli starfsaldu rs. Ef ófaglærður starfsmaður sé t.d. búinn að starfa í 10 ár hjá stefnda að loknu sveinsprófi þá sk uli hann samkvæmt túlkun stefnanda raðast í efsta taxta iðnaðarmanna á samt þeim sem mestu reynslu hafi í viðkomandi störfum. Stefndi telur að það gangi þvert gegn uppbyggingu launakerfis kjarasamningsins sem miði að því að launa sérstaklega fyrir aukna starfsreynslu í tilteknum störfum hjá stefnda. Því til stuðnings vísar stefndi til launatöflu kjarasamningsi ns og uppbyggingar hennar. Stefndi byggir á því að samkvæmt grein 3.04.1 í kjarasamningi um starfsaldursálag skuli laun starfsmanna hækka eftir starfsaldri hjá félaginu um 9% frá byrjunarlaunum eftir 1 ár, 12% frá byrjunarlaunum eftir 3 ár, 15% frá byrjun arlaunum eftir 5 ár, 16% frá byrjunarlaunum eftir 7 ár og 18% frá byrjunarlaunum eftir 10 ár. Þegar ó faglærður starfsmaður hefji störf þá hækki hann með starfsaldri um samningsbundna hlutfallshækkun frá byrjunarlaunum ófaglærðra starfsmanna. Kveður stefndi kröfu stefnanda beinast að því að hlutfallshækkun Hjálmars reiknist af byrjunarlaunum iðnaðarmanna, jafnvel þótt hann hafi fyrstu 12 árin í starfi hjá stefnda ekki starfað sem iðnaðarmaður með sveinspróf. Telur stefndi þá túlkun vera andstæða grein 3.04.1 . 6 Stefndi tekur fram að verði fallist á kröfu stefnanda um rétt til launa samkvæmt tíu ára starfsaldri hjá stefnda mótmæli hann kröfunni sem fyrndri að hluta og að krafan sé að öðru leyti fallin niður sökum tómlætis og aðgerðarleysis stefnanda. Bendir ste fndi á að launakröfur fyrnist á fjórum árum samkvæmt 3. gr. laga nr. 150/2007. Fyrningu hafi fyrst verið slitið með höfðun máls þessa og því teljist launakröfur sem hafi fallið í gjalddaga meira en fjórum árum fyrir málshöfðun vera fyrndar. Hafi stefnand i talið sig eiga rétt á hærra starfsaldursþrepi telur stefndi að honum hafi borið að koma fram með þá kröfu innan eðlilegs tíma. Það hafi hins vegar liðið þrjú ár frá því stefnandi hafi verið færður yfir á taxta iðnaðarmanna með tveggja ára sveinsbréf í fe brúar 2013, þar til hann gerði athugasemdir við röðun í launaþrep. Verði að telja að stefnandi hafi fyrir tómlæti og aðgerðarleysi glatað rétti til afturvirkrar leiðréttingar. Stefndi kveður kröfu sína um málskostnað styðjast við 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Í máli þessu krefst stefnandi, Verkalýðsf élags Akraness, viðurk enningar á því að félagsmaður stefnanda, Hjálmar Jónsson, hafi frá 1. mars 2011 átt rétt á því að stefndi, Norðurál Grundartanga ehf., greiddi honum laun sem miðuðust við tíu ára starfsaldur hans hjá stefnda. Stefnandi reisir viðurken ningarkröfu sína á grein 3.04.1, sbr. grein 3.04.2 í gildandi kjarasamningi stefnda, Norðuráls Grundartanga ehf. og fimm stéttarfélaga, þ. á m. stefnanda, Verkalýðsfélags Akraness, og samhljóða greina í eldri kjarasamningi milli sömu aðila. Í ljósi málatilbúnaðar stefnanda verður að skilja kröfugerð hans á þann veg að sá réttur sem leitað er viðurkenningar á sé þess eðlis að stefnda hafi verið óheimilt að hrófla við honum þegar Hjálmar skipti um starfsvettvang hjá fyrirtækinu. Í stefnu skírskotar hann í þessu efni til þess að við málshöfðunina hafi Hjálmar starfað hjá félaginu í sa mtals 15 ár , en að laun hans hafi þá tekið mið af sjö ára starfsreynslu en ekki tíu ára starfsreynslu, sem sé hámarksaldursþrep samkvæmt kjarasamningi aðila . Í greinargerð stefnda er því lýst hvernig laun Hjálmars hafi verið ákv eðin allt frá janúar 2007 til febrúar 2016. Samkvæmt þessari lýsingu á Hjálmari að hafa verið raðað í aldursþrep í samræmi við starfsaldur hans hjá fyrirtækinu þegar ha nn hóf vinnu á verkstæði stefnda við viðhaldsvinnu árið 2007 . Auk þess e r staðhæft að hann 7 hafi á sama tíma verið hækkaður í launaflokk 115, en samkvæmt kjarasamningi er miðað við að starfsmaður þurfi að hafa lokið sveinsprófi til að njóta kjara samkvæmt þeim launaflokki. Í lýsingunni segir einnig að þegar Hjálmar hafi lokið s veinsprófi í upphafi árs 2013 hafi hann þegar verið færður í launaflokk 116, en samkvæmt raðað í þann launaflokk. Á sama tíma hafi Hjálmar hins vegar verið færður úr svonef ndu tíu ára aldursþrepi í fimm ára aldursþrep. Rúmum tveimur og hálfu ári síðar kveðst stefndi hafa fært Hjálmar í næsta aldurþrep fyrir ofan, þ.e. í sjö ára aldursþrep og loks í tíu ára aldursþrep í febrúar á þessu ári. Engin gögn hafa verið lög ð fram ti l sönnunar um að laun Hjálmars hafi verið ákveðin með þeim hætti sem stefndi gerir grein fyrir á umræddu tímabili. Aðspurður kvaðst lögmaður stefnanda við aðalmeðferð málsins hvorki geta samþykkt né mótmælt því að laun Hjálmars hafi breyst á þann veg sem s tefndi lýsir í greinargerð , enda engum gögnum til að dreifa um það atriði. Jafnvel þó að framangreind l ýsing stefnda yrði lögð til grundvallar endurspeglar hún ólíka afstöðu aðila til túlkunar kjarasamningsins. Stefndi telur að umrædd kjarasamningsákvæði hafi ekki hafa komið í veg fyrir að Hjálmari væri raðað í fimm ára aldursþrep árið 2013 , þ ó að hann hefði þá verið búinn að starfa hjá fyrirtækinu í tólf ár. Stefndi rökstyður þá afstöðu sína með því að upphaf starfsaldur s samkvæmt grein 3.04.1 eigi telja frá því að starfsmaður hefur tiltekið starf hjá félaginu með þeim byrjunarlaunum sem vísað sé til í greininni. Stefnandi telur þessa túlkun ekki eiga stoð í kjarasamningnum, m.a. í ljósi greinar 3.04.2 , heldur eigi að miða röðun í aldursþrep alfarið við þ að hversu mörg ár eru liðin frá því viðkomandi hóf störf hjá félaginu, eins og viðurkenningarkrafa stefnanda gengur út frá. Það er hlutverk Félagsdóms að leysa úr ágreiningi aðila um túlkun kjar asamnignsins að þessu leyti, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Það er hins vegar ekki hlutverk Félagsdóms að skera úr um hvort félagsmaður stefnanda, Hjálmar Jónsson, eigi launa kröfu á hendur hinu stefnda félagi og þá hver fjárhæð hennar sé . Við úrlausn Félagsdóms á framangreindum ágreiningi skiptir því ekki máli þó að stef ndi kunni á einhverjum tíma að hafa ívilnað Hjálmari við röðun í launaflokka eða hvort hluti fjárkrafna hans séu ef til vill fyrndar eða fallnar niður fyrir tómlæti , eins og stefndi vísar til í greinargerð. Stefndi hefur kosið að gera einn kjarasamning við fimm stéttarfélög um kjör allra almennra starfsmanna félagsins, hvort sem um er að ræða ófaglærða starfsmenn í álbræðslu, iðnaðarmenn eða fulltrúa á skrifstofu. Samkvæmt grein 3.04.1 í kjarasamningnum skulu laun starfsmanna hækka eftir starfsaldri hjá félaginu um 8 tiltekið hlutfall af byrjunarlaunum. Ekki er þar vísað til starfsaldurs í viðkomandi starfi hjá félaginu. Í ákvæðinu er ekki beinlínis vikið að því hvernig fari um áunnar starfsaldurshækkanir ef starfsmaður færist milli launaflokka með þeim afleiðingum að byrjunarlaun hækka eða lækka . Þegar litið er til ákvæðis 3.04.2, þar sem kveðið er á um að starfsaldur reiknist frá því að starfsmaður hefur störf hjá félaginu, og að teknu tilliti til orðalags 3.04.1, telur dómurinn að leggja verði þann skilning í síðarnefndu greinina að breyting á launaflokki eða starfsvettvangi starfsmanns innan félagsins félagsins hrófli ekki við áunnum hlutfallshækkunum á grundvelli starfsald urs viðkomandi starfsmanns . Í þessu efni verður að leggja áherslu á að við túlkun kjarasamninga ber að leggja megináherslu á að fylgja skýru orðalagi samningsins. Ákvæði 3.04.2 er afdr áttarlaust um að upphaf útreiknings á starfsaldri miðist við það þegar starfsmaður hefur störf hjá félaginu . Hvorki þar né í öðrum ákvæðum kjarasamningsins er fr á þessu vikið , að öðru leyti en því sem segir í grein 3.04.4 . Í þeirri grein er kveðið á um að skuli ekki raðað í þrjú fyrstu starfsaldurþrep in , heldur er tekið tillit reynslu þeirra og þeim raðað í fimm ára aldursþrep. Þetta ákvæði veitir samkvæmt orðalagi sínu enga heimild til að hrófla við þeim starfsaldri sem starfsmaður hefur þegar áunnið sér samkvæmt grein 3.04.1, sbr. grein 3.04.2. Stefndi hefur heldur ekki fært neinar sönnur á að af hálfu fulltrúa stefnanda hafi verið samþykkt að víkja með einhverjum hætti frá framangreidnum ákvæðum kjarasamningsins um starfsaldurshæk kanir. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður fallist á kröfu stefnanda þess efnis að skýra beri grein 3.04.1, sbr. grein 3.04.2, í kjarasamningi aðila með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014 , og samhljóða ákvæði í núgildandi kjarasamning i aðila , á þann veg að starfsmaður hins stefnda félags, Hjálmar Jónsson, hafi frá 1. mars 2011 átt rétt til greiðslu launa sem miði st við tíu ára starfsaldur hans hjá félaginu. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála , sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur, meðal annars með hliðsjón af því að í málinu fór fram munnlegur málflutningur um frá vísunarkröfu stefnda. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna embættisanna dómsforseta. 9 D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að skýra skuli grein 3.04.1, sbr. grein 3.04.2, í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. , með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014, og samhljóða ákvæði í núgildandi kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. , með gildistíma frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019, á þann veg að starfsmaður stefnda, Norðuráls Grundart anga ehf., Hjálmar Jónsson, hafi frá 1. mars 2011 átt rétt til greiðslu launa sem miðist við tíu ára starfsaldur hans hjá félaginu. Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Norðuráls Grundartanga ehf., greiði stefnanda, Alþýðusamband Íslands vegna Verkalýðsfé lags Araness, 5 00.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Lára V. Júlíusdóttir