FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 5. mars 20 2 5 . Mál nr. 13 /20 24 : BSRB fyrir hönd Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton B. Markússon lögmaður) Lykilorð Kjarasamningur. Veikinda laun . Útdráttur B krafðist viðurkenningar á að A ætti rétt á launum í veikindaforföllum í allt að 273 daga á hverjum tólf mánuðum samkvæmt kjarasamningi. Í dómi Félagsdóms var vísað til þess að samkvæmt grein 12.2.5 í kjarasamningi skyldi við mat á veikindarétt i starfsmanns ekki aðeins líta til starfstíma hjá núverandi vinnuveitanda heldur einnig telja þjónustualdur hjá öðrum stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta með almannafé. A hafði starfað í innan við þrjá mánuði hjá sveitarfélaginu C en hafði áður starfað í meira en tólf ár hjá launagreiðendum sem falla undir fyrrgreint ákvæði. Ekki var talið að sú afstaða S að líta bæri fram hjá fyrri þjónustualdri þar sem rof hefði orðið á ráðningarsambandi A á síðustu t ólf mánuðum áður en hóf störf hjá sveitarfélaginu C fengi stoð í orðalagi greinar 12.2.5. Þá gæti umfjöllun í dreifibréfi fjármálaráðuneytisins ekki stutt málatilbúnað S. Var viðurkenningarkrafa B því tekin til greina. Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 17. febrúar sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Sonja H. Berndsen og Eva Bryndís Helgadóttir . Stefnandi er BSRB, Grettisgötu 89 í Reykjavík, fyrir hönd Kjalar stéttarfélags í almannaþjónus tu, Skipagötu 14 á Akureyri. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að A , kt. , starfsmaður Borgarbyggðar, eigi samkvæmt grein 12.2.1, sbr. grein 12.2.5, í kjarasamningi Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, rétt á að halda launum s amkvæmt greinum 12.2.6 til 12.2.7, svo lengi sem veikindadagar h ennar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 273. 2 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Aðila greinir á um rétt A , félagsmanns stefnanda, til launa í veikindaforföllum samkvæmt 12. kafla gildandi kjarasamning s . Félagsmaðurinn var ráðin til starfa sem leiðbeinandi við leikskólann Klettaborg í Borgarbyggð 24. apríl 2024 en upphaf ráðningar miðaðist við 1. júní sama ár. Hún hafði áður starfað hjá Garðabæ til 1 7 . júní 2023 og ráðið sig til starfa hjá sveitarfélaginu Skagafirði 31. júlí sama ár. Hún hætti störfum hjá s íðastgreindu s veitarfélagi 17. maí 2024. 5 Samkvæmt gögnum málsins, þar með talið læknisvottorð i sem barst Borgarbyggð, hefur starfsmaðurinn verið óvinnufær með öllu vegna veikinda frá 23. júní 2024 . 6 Með bréfi stefnanda 11. september 2024 v oru færð fram mótmæli við túlkun Borgarbyggðar á veikindarétt i starfsmannsins , en sveitarfélagið taldi hann nema 14 dögum þar sem rof hefði orðið á starfstíma áður en hún hóf störf hjá sveitarfélaginu . S tefnand i v ísað i til þess að við mat á veikindarétti skyldi auk þjónustualdurs hjá viðkomandi launagreiðanda telja þjónustualdur hjá þeim stofnunum ríkisins, svei tarfél ögum og sjálfseignarstofn unum sem kostaðar væru að meirihluta af ríkin u. Á fyrstu þremur mánuðum ráðningar skyldi fyrri þjónustualdur þó ekki talinn væri hann skemmri en tólf mánuðir en það ætti ekki við í tilviki starfsmannsins . Í svarbréfi sveitarf élagsins frá sama degi var fyrri afstaða áréttuð og vísað til þess að rof hefði orðið á starfstíma frá 18. júní 2023 til 20. júlí sama ár eða í 42 daga. Starfsmaðurinn hefði starfað í rúmlega níu og hálfan mánuð hjá sveitarfélaginu Skagafirði og hefði tólf mánaða samfelldum starfsaldri hjá fyrri vinnuveitanda því ekki verið til að dreifa þegar hún hóf störf hjá Borgarbyggð. 7 Formaður stefnanda átti í kjölfarið í samskiptum við kjarasvið stefnda sem tók undir afstöðu Borgarbyggðar hvað varðar veikindarétt st arfsmannsins. Jafnframt kom fram að stefndi teldi óþarft að fara með málið fyrir samstarfsnefnd aðila . Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Stefnandi telur fyrrgreindan starfsmann eiga rétt á launum í veikindaforföllum í allt að 273 daga á hverju tólf mánaða tímabili , sbr. grein 12.2.1 í gildandi kjarasamningi. Þessi niðurstaða leiði af skýru orðalagi greinar 12.2. 5 í kjarasamningi þar sem mælt sé fyrir um tímalengd veikindaréttar starfmanna en dagafjöldinn taki mið af starfstíma viðkomandi hjá ríki og sveitar félögum. Starfsmaðurinn hafi meira en tólf ára þjónustualdur í skilningi ákvæðisins og sé réttur hennar ótvíræður. 9 Stefnandi byggir á því að afstaða stefnda , sem sé reist á því að rof hafi orðið í ráðningu starfsmannsins á síðustu tólf mánuðum áður en hún var ráðin til starfa hjá Borgarbyggð , stand i st ekki grein 12.2.5 í kjarasamningi. Orðalag ákvæðisins sé skýrt 3 og fái ekki staðist að ráðningarrof í mánuð eða lengri tíma, á síðustu tólf mánuðum fyrir upphaf ráðningar, valdi því að fyrri þjónustualdur eigi ekki að telja. Geti upplýsingar á mannauðstorgi eða dreifibréfi fjármálaráðuneytisins ekki breytt því, enda hafi þær ekki kjarasamningsgildi. Málsástæður og lagarök stefnda 10 Stefndi byggir á því að túlka beri grein 12.2.5 í kjarasamning i með þeim hætti að veikindaréttur starfs mannsins séu 14 dagar . Líta beri til þess að um hafi verið að ræða fyrstu þr já mánuði í starfi hjá Borgarbyggð og hafi s kilyrði um samfelldan þjónustualdur samkvæmt 1. mgr. gr einar innar ekki verið uppfyllt. Það sé skýrt af o rðalag i 2. mgr. greinarinnar að fyrri þjónustualdur sé ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi samfelldan þjónustualdur hjá viðkomandi launagreiðendum í tólf mánuði. Verði því að skoða ráðningarsögu starfsmanns í hverju tilviki fyrir sig . 11 Til þess að unnt væri að fallast á kröfu stefnanda hefði starfsmaðurinn þurft að hafa samfelldan þjónustualdur hjá Garðabæ og Skagafirði að lágmarki í tólf mánuði áður en hún hóf störf hjá Borgarbyggð. Þessu lágmarki hafi ekki verið náð , enda hafi orðið rof á starfstíma og þar með þjónustualdri á síð u stu tólf mánuðum áður en starfsmaðurinn var ráðin til starfa . Nánar tiltekið hafi orðið rof á starfstíma í 43 daga eftir að starfsmaðurinn lauk störfum hjá Garðabæ 17. júní 2023 og þar til hún hóf störf hjá sveitarfélaginu Skagafir ði 31. júlí 2023. Þar sem hún hafi aðeins starfað í rúmlega níu mánuði hjá síðastgreindu sveitarfélagi áður en gengið var frá ráðningu hjá Borgarbyggð hafi skilyrðið um tólf mánaða samfelld an þjónustuald ur hjá fyrri vinnuveitendum ekki verið uppfyllt . 12 S tefndi vísar til þess að fjallað sé um ávinnslu veikindaréttar í kafla 7.3 í d reifibréf i fjármálaráðuneytisins 1/2007. Þar sé að finna efnislega samhljóða texta og í grein 12.2.5 í kjarasamningi og í framhaldinu svohljóðandi texta: Dæmi: Starfsmaður ræð ur sig til ríkisstofnunar A. Áður starfaði hann í sex mánuði hjá r í kisstofnun B og þar áður átta mánuði hjá sveitarfélaginu C. Samfelldur þjónustualdur hans er því fjórtán mánuðir og veikindaréttur hans 133 dagar. Hafi hins vegar orðið rof á starfstíma han s, sem nemur meira en einum mánuði, hjá fyrrnefndum launagreiðendum á síðustu tólf mánuðum er veikindaréttur hans 14 dagar á fyrstu þremur mánuðum samfelldrar ráðningar hjá ríkisstofnun A. Eftir það miðast veikindaréttur hans við samanlagðan þjónustualdur. 13 S amkvæmt þessu hafi allt frá árinu 2007 legið fyrir afstaða fjármálaráðuneytisins til þess hvernig ávinnslu veikindaréttar sk yldi háttað. Hafi þessi skilningur ekki sætt athugasemdum og sé afstaða sveitarfélaga hin sama. Stefndi hafi aldrei haldið því fra m að afstaða hans og skilningur ráðuneytisins hafi kjarasamningsgildi. Aftur á móti beri að hafa hliðsjón af túlkun ráðuneytisins á ráðningarrofi og afleiðingum þess við 4 úrlausn málsins , enda hafi í framkvæmd Félagsdóms verið litið til slíkra leiðbeininga við túlkun á kjarasamningsákvæðum . Niðurstaða 14 Mál þetta , sem lýtur að skilningi á kjarasamning i , á undir Félagsdóm samkv æmt 3 . tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 15 Aðila greinir á um hver veikindaréttur fyrrgreinds starfsmanns , sem fór í veikindaleyfi 23. júní 2024, skuli vera að virtum starfsaldri hennar. Það leiðir af grein 12.2.1 í kjarasamningi að starfsmaður sk al halda launum samkvæmt greinum 12.2.6 og 12.2.7 í tiltekinn dagafjölda á hverjum tólf mán uðum og ræðst fjöldinn af starfs tíma viðkomandi. Er þannig gert ráð fyrir að eftir tólf ára starfstíma sé veikindaréttur 273 daga . 16 Vikið er nánar að því hvernig starfsmaður ávinnur sér veikindarétt í grein 12.2.5 í kjarasamningi. Ákvæðið er svohljóðandi: Við mat á ávinnslurétti starfsmanns skv. gr. 12.2.1 skal auk þjónustualdurs hjá viðkomandi launagreiðanda einnig telja þjónustualdur hjá stofnunum ríkis, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta með almannafé. Á fyrstu 3 mánuðum samfelldrar ráðningar skal þó fyrri þjónustualdur samkvæmt þessari grein ekki metinn nema að viðkomandi starfsmaður hafi samfelldan þjónustualdur hjá framangreindum launagreiðendum í 12 mánuði eða meira. 17 Samkvæmt framangreindu skal við mat á veikin darétti starfsmanns ekki aðeins líta til starfstíma hjá núverandi vinnuveitanda heldur ber að telja þjónustualdur hjá öðrum stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta með almannafé. Frá þessu er gerð sú undan tekning að á fyrstu þremur mánuðum ráðningar skal fyrri þjónustualdur ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi samfelldan þjónustualdur hjá fyrrgreindum launagreiðendum í tólf mánuði eða meira. 18 Það er ágreiningslaust að starfsmaðurinn hafði starfað í innan við þrjá mánuði hjá Borgarbyggð þegar hún fór í veikindaleyfi en hafði áður starfað í meira en tólf ár hjá launagreiðendum sem falla undir fyrri málsgrein grein ar 12.2.5 í kjarasamningi. Svo sem áður greinir telur stefndi að fyrri þjónustualdur hafi ekki þýðingu við mat á veikindarétti í þessu tilviki þar sem rof hafi orðið á ráðningarsambandi starfsmannsins á síðustu tólf mánuðum áður en hún hóf störf hjá Borgarbyggð. Til stuðnings þessari afstöðu vísar stefndi meðal annars til umfjöllun ar í dreifibr éfi fjármálaráðuneytisins 1/2007 sem áður hefur verið gerð grein fyrir. 19 Sú túlkun á grein 12.2.5 sem stefndi telur að leggja beri til grundvallar fær ekki stoð í orðalagi ákvæðisins. Það fráv i k sem mælt er fyrir um í síðari málsgrein ákvæðisins 5 tekur samkv æmt orðanna hljóðan til starfsmanna, sem hafa unnið í þrjá mánuði eða skemur hjá tilteknum launagreiðanda, og hafa ekki náð að minnsta kosti tólf mánaða samfelld um þjónustuald ri hjá öðrum launagreiðendum sem falla undir ákvæðið . Að virtum fyrri störfum sta rfsmannsins, sem áður hefur verið gerð grein fyrir, getur þetta ákvæði ekki haft þýðingu við mat á veikindarétti hennar. Geta ummæli í dreifibréfi fjármálaráðuneytisins og önnur sjónarmið sem stefndi hefur vísað til ekki haft þýðingu í þessu sambandi. Verð ur krafa stefnanda því tekin til greina eins og hún er fram sett. 20 Með hliðsjón af úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að A , kt. , starfsmaður Borgarbyggðar, eigi samkvæmt grein 12.2.1, sbr. grein 12.2.5, í kjarasamningi Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, rétt á að halda launum samkvæmt greinum 12.2.6 til 12.2.7, svo lengi sem veikindadagar h ennar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 273. Stefndi, Samband íslenskra sveitarfélaga, greiði stefnanda, BSRB fyrir hönd Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu, 600.000 krónur í málskostnað.