1 Ár 2015, mánudaginn 29. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 18/2015 Félag íslenskra náttúrufræðinga (Bergþóra Ingólfsdóttir hrl.) gegn íslenska ríkinu (Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 22. júní 2015. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Elín Blöndal og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arna rhvoli við Lindargötu, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði að Níels Árni Árnason, félagsmaður stefn an da , hafi átt rétt til greiðslna samkvæmt gr. 2.3.3.1 fyrir útköll þegar hann samkvæmt ákvörðun undanþágunefndar , sem starfar á grundvelli 21. gr. laga nr. 94/1986 , var kvaddur til starfa 7. apríl 2015, kl. 9:01 til 10:40 , og 8. apríl 2015, kl. 8:51 til 9:58 og kl. 15:27 til 20:06. Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati F élagsdóms. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og þá krefst hann þess að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Málavextir eru óumdeildir. Í stefnu er því lýst að stefnandi hafi gert verkfall til að stuðla að framgangi krafna sinna á grundvelli heimildar 14. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 í tengslum við gerð kjarasamninga málsaðila . Ótím abundið verkfall félagsmanna stefnanda , sem starfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi , hafi hafist hi nn 7. apríl sl. þar til sett voru lög nr. 31/2015, um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga, hinn 13. júní sl. Samkvæmt lögunum eru verkfallsaðgerðir og fleiri aðgerðir tilgreindra aðildarfélaga 2 Bandalags háskólamanna óheimilar frá gildistöku laganna og á gildistíma ákvarðana gerðardóms samkvæmt lögunum. Segir í stefnu að me ðal þeirra , s em verkfallið taki til, sé Níels Árni Árnason, starfsmaður Landspítalans í Blóðbanka. Meðan á vinnustöðvun stefnanda hafi staðið , hafi ítrekað komið til kasta svokalla ðar undanþágunefndar sem starfi á grundvel li 21. gr. kjarasamningalaganna en hún hafi það verkefni að kalla starfsmenn , sem sé u í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi, sbr. 20. gr. sömu laga . Meðal þeirra félagsmanna stefnanda , sem kallaðir hafi verið til vinnu í verkfalli með ákvörðun undanþágunefndar , sé framangreindur Níels Árni . Samkvæmt útprentun úr Vinnustund, tímaskráningarkerfi stefnda, hafi Níels Árni verið kallaður út tvisvar hinn 7. apríl sl. , fyrst að morgni dags er hann hafi verið að störfum frá kl. 9:01 til 10:40 og aftur kl. 16:00 sama dag og hafi hann þá unnið í rúmar 5 stundir. Þá hafi hann aftur verið kallaður út daginn eftir og hafi þá verið að störfum frá kl. 8:51 til 9:58. Hann hafi verið kallaður aftur til vinnu sama dag kl. 15:27 og þá hafi hann unnið til kl. 20:06. Fyrir þessa vinn u hafi Níelsi Árna verið greidd laun 1. maí sl. , þ ar af 4,04 stundir í dagvinnu vegna fyrrgreindar vinnu sinnar í útköllum á dagvinnutíma. Fljótlega eftir að verkfall stefnanda hófst , hafi kom ið á daginn að stefndi hygðist greiða fyrir útköll með þessum h ætti, þ.e. greiða tímakaup en ekki sérstakar útkallsgreiðslur samkvæmt ákvæðum þar um í gr. 2.3. kjarasamnings ins . Hafi stefndi byggt þá ákvörðun sína reglum, sem fram komi í dreifibréfi fjármálaráðuneytisins nr. 6/2001 um launagreiðslur í verkfalli. Þessum framgangsmáta og v innureglum hafi verið mótmælt af hálfu lögmanns Bandalags háskólamanna, m.a. fyrir hönd stefnanda , og kallað eftir rökstuðningi frá stefnda. Í tölvuskeyti starfsmanns fjármálaráðuneytisins til starfsmanns Bandalags háskólamanna, da gsettu 30. apríl sl., kemur fram að litið sé svo á að starfsmaður í verkfalli sé eins oghver annar tímakaupsmaður þar sem hann sinni afmörkuðu verkefni. Á dagvinnutíma sé greitt dagvinnukaup en utan dagvinnutíma sé greitt yfirvinnukaup. Með bréfi til ráðu neytisins, dagsettu 7. maí sl., gerði Bandalag háskólamanna athugasemdir við launagreiðslur til félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins í yfirstandandi verkföllum , ásamt minnisblaði, þar sem nánari grein var gerð fyrir þeim tilvikum , sem bandalagið teldi að misbrestur hefði verið á greiðslum. Í bréfinu var sérstaklega áréttað að leiðrétta væri framkvæmd launagreiðslna til þeirra , sem kallaðir væru til starfa á grundvelli undanþáguheimildar 20. gr. kjarasamningalaganna, og vísað sérstaklega til kjarasamnings Dýralæknafélags Íslands í dæmaskyni um að samkvæmt gr. 2.3.3.1 í kjarasamningi bæri þeim greiðsla fyrir útkall í þessum tilvikum. Samhljóða ákvæði sé að finna í gr. 2.3.3.1 í kjarsamningi stefnanda. Fjármála - og efnahagsráðuneytið svaraði erindum Bandalag s háskólamanna með tveimur bréfum , dagsettum 8. maí 2015. Í svörum stefnda kemur fram sú afstaða ráðuneytisins hálfu stéttarfélagsins. Því verði allir félagsmenn að sitja við s ama borð um frádrátt launa og 3 skipti þá ekki máli hvort um tímabundið eða ótímabundið verkfall sé að ræða. Telur stefndi vinnureglur sínar í þessu efni vera í samræmi við niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 8/1984 frá 17. desember 1984 og síðari túlkun á álit aefni þessu . Hvað varði þá , sem sinni störfum sínum samkvæmt gildandi undanþágum hjá stofnunum ríkisins á meðan á verkfalli stefndur, skuli upplýst að Fjársýsla ríkisins afgreiði laun samkvæmt upplýsingum frá launadeildum stofnana hverju sinni. Til þess að hægt sé að taka tillit til þeirra, sem starfa í verkfalli samkvæmt undanþágu, verði stofnun að upplýsa Fjársýsluna þar um. Þeir, sem ekki hafi heimild til verkfalls samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986, haldi þannig óskertum launum. Varðandi þá, sem kallaði r séu til starfa á grundvelli undanþáguheimildar 20. gr. laga nr. 94/1986 sé litið svo á, að heimilt sé að kalla starfsmenn í verkfalli tímabundið til vinnu til að afstýra neyðarástandi. Ákvæði kjarasamnings um launagreiðslur eigi ekki við í þessum tilvikum þar sem starfsmaður í verkfalli sé ekki í vinnusambandi við launagreiðand a þann tíma sem verkfall standi yfir. Þannig sé starfsmanni skylt að hl ýta úrskurði nefndarinnar um vinnu samkvæmt ákvæðinu, og þiggja greiðslu fyrir þann tíma sem vinnan var innt af hendi, þ.e. tímagjald. Í þeim efnum væri tekið mið af ákvæðum viðkomandi kjarasamnings um tíma kaups fólk. Stefnandi unir ekki þessa ri niðurstöðu stefnda þar sem hann telur framkvæmd in a fa ra gegn skýru ákvæði kjarasamnings stefnanda og almennum reglum vinnuréttar , sem um þetta gild i, auk þess sem líta megi svo á að um sé að ræða félagsnauðung í skilningi 4. gr. laga nr. 80/1938 sem ekki verði við u nað. Telur hann því nauðsynlegt að leggja ágreining þennan fyrir Félagsdóm. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður mál þetta heyra undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Ágreiningur málsaðila lúti að því hvort stefnda beri að fara að ákvæðum kjarasamni ngs aðila þegar verkfall standi yfir og greiða laun í útkalli í samræmi við ákvæði gr. 2.3.3.1 í framlögðum kjarasamningi aðila eða eftir atvikum gr. 2.3.3.2 þegar starfsmenn séu kallaðir til starfa me ð ákvörðun undanþágunefndar samkvæmt 21. gr. sömu laga . Stefnandi byggir kröfur sínar á því í fyrsta lagi að þrátt fyrir að samningar séu lausir milli aðila , sé í gildi kjarasamningur mil li þeirra sem stefndi sé bundinn af þar til nýr samningur h afi verið gerður. Í þ eim samningi sé að finna eftirfarandi ákvæði í gr. 2.3.3.1 sem sérstaklega fjalli um þau tilvik þegar starfsmaður sé kallaður til vinnu á dagvinnutímabili: 2.3.3.1 þegar star fsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup fyrir a.m.k. 3 klst. nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan þriggja klst. frá því hann fór til vinnu en þá greiðist yfirvinna frá upphafi út kalls fram til þess að reglulegur vinnutími hefst. Ljúki útkalli áður en 3 klst. eru liðnar frá 4 lokum hinnar daglegu vinnu, skal greiða yfirvinnu fyrir tímann frá lokum hinnar daglegu Þá sé einnig í gr. 2.3.3.2 í kjarasamning num ák væði um greiðslur fyrir útkall þegar endranær bæri að greiða yfirvinnukaup. Kjarasamningsákvæðin eigi við samkvæmt efni sínu eftir atvikum þrátt fyrir að um vinnustöðvun sé að ræða. Þau útköll , sem framangreindur Níels Árni hafi sinn dagana 7. og 8. apríl s.l. og unnin hafi verið á dagvinnutímabili , falli undir ákvæði gr. 2.3.3.1. en eins og framlagður launaseðill hans beri með sér hafi hann aðeins fengið dagvinnutímagjald þegar svo hafi háttað til. Hins vegar hafi Níelsi Árna réttilega verið greidd yfirvinna í samræmi við ákvæði gr. 2.3.3.2 fyrir útköll sem féllu á yfirvinnutíma. Stefnandi byggir á því að þó tt verkfall sé, sem lögbundið úrræði stéttarfélags til að ná fram kjarasamningi við viðsemjanda sinn , vissulega félagslegt úrræði , geti þ að ekki rýrt réttindi einstakra félagsmanna til launa og kjara samkvæmt gildandi kja rasamningi ef og þegar svo hátti til að starfsmanni beri að lögum að vinna störf sín í verkfalli. Í þessu samhengi byggi stefnandi á því að störf Níelsar Árna Árnasonar í þágu Landspítalan s byggi á gildum vinnusamningi og að s á samningur sé gagnkvæmur. Sú grundvallarregla gildi um slíkt vinnusamband að skylda annars aðila samningsins sé háð því að gagnaðili efni sinn hlut samningsins. Þannig beri Níelsi Árna jafnan að inna starf sitt af hendi og stefnda að greiða laun fyrir vinnuframlagið. Brot á þessum skyldum teljist veruleg vanefnd samningsins og geti verið grundvöllur riftunar ráðningarsamnings. Stefnandi kveðst mótmæla sérstaklega þeim skilningi stefnda að Níels Árni s é ekki í vinnusambandi við Landsp ítalann meðan á verkfalli standi . Væri sú raunin hefði stefndi engan rétt til þess að kalla Níels Árna eða nokkurn annan félagsmann stefnanda til vinnu á grundvelli þeirrar lagaheimildar , sem hér um ræðir, þ.e. 20. gr. laga nr. 94/1986 . Sé nær að halda að stefndi líti svo á að 20. gr. hafi að geyma einhvers konar ákvæði um þegnskylduvinnu sem , sem kvaddur sé til , beri að hlýta á grundvelli laganna og þiggja fyrir það tímakaup, enda sé ekki vinnusamband milli aðila. Það fái ekki staðist . Kvaðning til s tarfa á þessum grundvelli byggi á því að vinnusamband sé milli aðila, ella gæti stefndi kvatt hvern sem er annan en félagsmenn stefnanda til þessara starfa. Þá sé þessi túlkun í reynd í andstöðu við framkvæmd stefnda og kröfur h ans til starfsmanna og félagsmanna stef nanda meðan á verkfalli stendur en stefndi geri ráð fyrir því að Níels Árni og aðrir félagsmenn stefnanda séu reiðubúnir til starfa þegar og ef nauðsyn ber i til og lög heimili , enda hafi Níels Árni þegar orðið við því kalli. Stefnandi by ggi á því sérstaklega að verkfall sé frávik frá hinum almennu skyldum starfsmanns til að inna vinnu af hendi, sem byggi á lögbundnum heimildum stéttarfélags til að gera verkfall, þ.e. 14. gr. laga nr. 94/1986 . Verkfall taki til allra félagsmanna, sbr. 18. gr. sömu laga , og af þeim sökum hafi Níelsi Árna ekki einasta verið heimilt að leggja niður störf í verkfalli heldur beinlínis skylt að gera það. Í samræmi við fyrrgreinda reglu um gagnkvæmar efndir aðila , hafi og muni laun hans því f alla niður fyrir þa nn tíma sem hann inni vinnuna ekki 5 af hendi. Takmör kun greiðsluskyldu stefnda geti þó að mati stefnan da ekki verið rýmri en sem nemi því vinnu framlagi Níelsar Árna sem falli niður vegna verk fallsins og í því sambandi vísi stefnandi til d óms Félagsdóms í máli nr. 8/1984. Samkvæmt lögum nr. 94/1986 sé starfsmönnum skylt að hlýta kalli undanþágunefndar í sérstökum tilvikum og vinna meðan á ver kfalli stendur. Stefnandi byggi á því að orðalag 20. gr. laganna beri með sér að vinna , sem þannig s é krafist , geti ekki talist vera annað en útkall í skilningi ákvæðis Sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að af stýra . Samkvæmt orðalag i ákvæðsins verði slík vinna að mati stefnanda aldrei unnin í beinu framhaldi af vinnu starfsmanns , heldur aðeins á grundvelli sérstakrar boðunar starfsmanns sem ekki sé við reglubundin störf. Eins og framlögð útprentun úr Vinnustund, tí maskráningarkerfi stefnda, beri með sér hafi Níels Árni verið kallaður út tvisvar hi nn 7. apríl sl. og sömuleiðis í tvígang daginn eftir. Níels Árni hafi verið kallaður út til þessara starfa vegna þess að hann sé starfsmaður stefnda og mennta ður til þeirra starfa sem hann hafi innt af hendi í þessum útköllum. Útköllin hafi ekki verið í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, eins og sjáist á tímaskráningu hans, en þar séu þessi tilvik beinlín s merkt sem útkall. Í raun feli þessi skilgreining stefnda í sér yfirlýsingu sem sé í andstöðu við síðar tilkominn málatilbúnað stefnda um að einungis skuli greidd tímavinna fyrir þessi útköll. Af þessum ástæðum hafi borið að greiða Níelsi Árna laun fyrir þessa vinnu samkvæmt fyrrgreindu útkallsákvæði kjaras amnings ins sem berum orðum taki til þeirra aðstæðna sem 20. gr. laga nr. 94/1986 varði . Vinnuframlag hans við þessar aðstæður hafi einmitt verið sama eða svipaðs eðlis og þegar starfsmenn endranær séu kallaðir út þegar ekki sé verkfall. Þá bygg i stefnandi einnig á því að ekki sé að finna sérstaka heimild í kjarasamningi stefnanda til þess að greiða tímavinnukaup við þessar aðstæður. Ákvæði gr. 1.4 í kjarasamningi um tímavinnukaup, sem stefndi vilji beita , taki ekki til þessara tilvika samkvæmt efni sínu. Samkvæmt gr. 1.4.2 sé einungis heimilt að greiða tímavinnukaup í ákveðnum og sérstaklega tilgreindum undantekningartilvikum sem séu nánar tilgreind með eftirfarandi hætti í ákvæðinu: 1. Starfsmönnum sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra árvissra álagstíma ýmissa stofnana þó ekki lengur en 2 mánuði. 2. Starfsmönnum sem ráðnir eru til að vinna að sérhæfðum afmörkuðum verkefnum þó ekki lengur en 2 mánuði. 3. Starfsmönnum sem starfa óreglubundið í lengri eða s kemmri tíma þó aðeins í algerum undantekningartilvikum. 4. Lífeyrisþegum sem vinna hluta úr starfi. 6 Þegar félagsmaður stefnanda sé kallaður til starfa á grundvelli 20. gr. laga nr. 94/1986, svo sem hér hátti til, sé það vegna þess að hann er í föstu ráðni ngarsambandi við stefnda og hafi þá með höndum það starf , sem hann hafi verið kallaður til að vinna , enda hafi hann til að bera sérþekkingu á því sviði. Vinna Níelsar í þessum tilvikum verði ekki felld undir neina af þeim heimildum sem að ofan greinir í ák væði gr. 1.4.2 í kjarasamning num . Tímavinnukaup sé enda eðli máls samkvæmt, eins og ákvæði gr. 1.4.2 ber i með sér, endurgjald fyrir íhlaupavinnu eða vinnu sem ekki er aðalstarf viðkomandi launamanns. Að mati stefnanda sé fráleitt að líta svo á að Níels Árn i eigi ekki rétt til launa í samræmi við þann kjarasamning sem endranær eigi v ið um kaup hans og kjör og taki mið af ábyrgð hans og reynslu sem fasts starfsmanns stofnunarinnar. Þá byggi stefnandi á því sérstaklega að sá framgangsmáti stefnda að greiða ekki laun samkvæmt gr. 2.3.3.1 fyrir útkall með heimild undanþágunefndar sé að ólögum , enda byggi hann á einhliða sömdu dreifibréfi stefnda sem sé gefið út án viðhlítandi lagastoða r og eigi sér heldur enga stoð í ákvæðum kjarasamningsins. Loks byggi stefnandi á því að sú framganga stefnda að greiða Níelsi Árna aðeins tímavinnu fyrir vinnu , sem honum hafi að lögum verið skylt að inna af hendi meðan á verkfalli standi, feli í sér ólögmætt inng rip í rétt stefnanda til að gera verkfall. Sá réttur sé bæði lö gvarinn, sbr. 14. gr. laga nr. 94/198 6, auk þess sem samningsrétturinn sé sérstaklega varinn af stjórnarskrá, sbr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, s br. einnig 5. og 7. gr. laga 94/198 6. Til þess að þau réttindi séu virk og raunhæf , þurfi félagsmenn stefnanda að taka þátt í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls og samþykki að neytt sé þessara réttinda til að knýja á um nefnd stjórnarskrárvarin réttindi. Að mati stefnanda sé undir hælinn lagt að félagsme nn treysti sér til að ljá atbeina sinn og samþykki að slíkum aðgerðum ef þeir megi vænta þess að vera svipti r stjórnarskrárvörðum réttindum um að njóta arðs af vinnuframlagi sínu og greiðslu launa fyrir vinnu sem þeim sé þrátt fyrir allt skylt að inna af h endi. Framganga stefnda feli í raun í sér ólögmæta félagsnauðung í andstöðu við greindar lagaheimildir, sbr. einnig 4. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Hér sé að mati stefnanda gengið alltof langt í þeim tilvikum sem dregið sé af launu m félagsmanna stefnanda umfram þátttöku einstakra meðlima stefnanda í verkfallinu. Í raun myndi slíkt að auki fela í sér óréttmæta auðgun stefnda á kostnað einstakra félagsmanna. Um málatilbúnað sinn vísar stefnandi til laga n r. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, s tjórnarskrá r lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sérst aklega 74. og 75. gr., 11. gr. M annréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994, og varðandi málskostnað til lag a nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Kröfu um virði saukaskatt á málflutningsþóknun vísar stefnandi til laga nr. 50/1988 en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattsskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. 7 Málsástæðu r og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að u m verkföll opinberra starfsmanna gildi ákvæði III. kafla laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna , þa r sem fram komi sú meginregla að verkfall taki til allra starfsmanna í viðkomandi stétta rfé lagi, sbr. 18. gr. laganna. Félagsmönnum stéttarfélaga sé því skylt að leggja ni ður vinnu á meðan verkfall vari . Frá þessari meginreglu séu tvær undantekningar samkvæmt framangreindum lögum. Fyrri undantekningin komi fram í 19. gr. laganna þar sem segi a ð tilteknir aðilar hafi ekki h eimild til að fara í verkfall. Vinnuskylda þeirra breytist því ekki þrátt fyrir verkfallið og um laun þeirra meðan á verkfalli standi, fari sam kvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna. Síðari undantekningin sé í 20. gr. laganna þar sem fram komi að sé verkfall hafið , sé heimilt að kalla starfsmenn, sem séu í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilg angi að afstýra neyðarástandi. Í grein argerð með 20. gr. laganna segi um þetta: se m byggjast á 3. tl. 19. gr. [nú 5. tl.], má gera ráð fyrir að í verkfalli geti komið upp þær aðstæður se m kalli á víðtækari undanþágu. Í þeim tilgangi að bregðast við slíkum aðstæðum er í 20. gr. ákvæði um heimild til þess að kalla starfsmenn til vinnu í þ eim tilgangi að afstýrt Í 21. gr. laganna sé nefnd tveggja manna falið það verkefni að ákveða hverjir skuli kvaddir til starfa samkvæmt 20. gr. Samkvæmt framansögðu sé starfsmönnum því ekki skylt að inna af hendi vinnuframlag í verkfa lli og að sama skapi sé vinnuveitanda ekki skylt að greiða laun fyri r þann tíma sem ekki sé unninn. Starfsmenn , sem kallaðir séu til starfa samkvæmt 20. gr. laga nr. 94/1986 séu í verkfalli og hafi því engan daglegan vinnutíma eða vinnuvöku og enga vikuleg a vinnutímaskyldu. Öll vinna þeirra samkvæmt 20. gr. laganna sé tímabundin í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi . Ákvæði kjar asamnings um launagreiðslur eigi þannig ekki við þar sem starfsmaður í verkfalli sé ekki í vinnusambandi við launagreiðand a þann tíma sem verkfall standi yfir en hins vegar sé hann að sjálfsögðu enn í ráðninga rsambandi við vinnuveitandann. Starfsmanninum sé , á grundvelli ráðningarsambandsins, skylt að hlíta úrskurði nefndarinnar samkvæmt 21. gr. laganna um vinnu samkvæmt ákvæðinu, sem og að þiggja greiðslu fyrir þann tí ma sem vinnan sé innt af hendi. Stefndi hafni því alfarið þeirri túlkun stefnanda að stefndi líti svo á að 20. gr. hafi að geyma einhvers konar ákvæði um þegnsk ylduvinnu þeirra sem kvaddir séu til vinnu á grundvelli á kvæðisins. Stefndi byggi þannig á því a ð í verkfalli falli niður skylda starfsmanns til að sinna starfi sínu, hvort heldur er samkvæmt vaktavinnuskipulagi eða venjulegri d agvinnu. Starfsmanni, sem kvaddur sé til vinnu í verkfalli samkvæmt 20. og 21. gr. fr amangreindra laga , ber i hins vegar að sinna því starfi sem hann hafi með höndum og hann sé kvaddur til að vinna. Að mati stefnda skuli við greiðslu launa í slíkum tilvikum fara samkvæmt gr. 1.4.1 í kjarasamningi aðila en samkvæmt lið 3 í gr. 1.4.2 sé heimilt að greiða þeim starfsmönnum dagvinnutímakaup sem starfi óreglubundið í lengri eða skemmri tíma í algerum undantekningartilvik um. Augljóst sé að vinna í verkfalli á grundvelli 20. gr. laganna falli 8 und ir orð 3. liðar í gr. 1.4.2. Hafi þessi framkvæ md verið við lýði í öllum verkföllum opinberra starfsmanna og sé í samræmi við dómaframkvæmd, sbr. ummæli í dómi Félagsdóms frá 13. mars 1995 í máli nr. 2/1995, Sjúkraliðafélag Íslands gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs . Í dóminum komi fram að skýra ver ði ákvæði, sambærileg við þau ákvæði , sem um sé deilt í þessu máli , þannig að yfirvinnukaup greiðist því aðeins að fullnægt hafi verið u msaminni daglegri vinnuskyldu. Slík skylda hafi ekki talin hafa verið fyrir hendi í þessum dómi Félagsdóms og því hafi á kvæðin um yfirvinnu í gr. 2.3. í kjarasamningi aðila ekki verið talin taka til þe irra tilvika sem deilt var um. Nákvæmlega sama staða sé uppi í þessu máli og því ber i að greiða dagvinnutímakaup samkvæmt gr. 1.4.1, sbr. gr. 1.4.2, en ekki yfirvinnu samkvæmt gr. 2.3.3.1 , líkt og stefnandi haldi fram. Undanþágur á grundvelli 20. gr. laga nr. 94/1986 kom i t.d. til ef starfsemi spítala sé orðin svo undirmönnuð vegna verkfalls að það geti leitt til neyðarástands. Undanþága miði st því við að afstýra slíku neyðarás tandi fyrirfram með því að kveðja megi starfsmann til vinnu. Stefnandi byggi á því að orðalag 20. gr. laganna beri með sér að sú vinna , sem þannig sé krafist , geti ekki skoðast á annan hátt en sem útkall í skilningi ákvæðis 2.3.3.1 í kjarasamningi aðila. Þessum skilningi hafi stefndi en samkvæmt 20. gr. fyrrgreindra laga megi, eins og að framan greini , kalla starfsmann tímabundið til vinnu í þeim tilg angi að afstýra neyðarástandi. Þá sé orðalag 21. gr. laganna á þann veg að um sé að ræða kvaðningu til vinn u . Ekkert bendi til þess að nefnd ákvæði geri ráð fyrir því að um sé að ræða útköll til að sinna t ilteknum afmörkuðum verkefnum. Stefndi telji að ummæli í athugasemdum með 20. gr. frumvarpsins sem orðið hafi að lögum nr. 94/1986 um að þrátt fyrir undantekn i ngarnar frá verkfalli sem byggi st á 3. tl. 19. gr. [nú 5. tl.] , megi gera ráð fyrir að í verkfalli geti komið upp þær aðstæður sem kalli á víðtækari undanþágur , bendi til þess að þegar starfsmaður komi til vinnu á grundvelli 20. gr. sé um að ræða hvort he ldur sem er sams konar vinnu og gilda myndi u m þann sem verkfallsheimild nái ekki til samkvæmt 5. tl. 19. gr. kjarasamningalaganna eða mjö g afmarkað vinnuframlag sem miði st við að l eysa úr tilteknu viðfangsefni. Því sé ekki hægt að alhæfa með þeim hætti að allar slíkar kvaðningar til vinnu teljist falla undir það að flokkast sem útkall í skilningi þess hugtaks. Samkvæmt framansögðu mótmæli stefndi þeirri fullyrðingu í stefnu, að ekki sé að finna sérstaka heimild í kjarasamningi aðila til þess að greiða dagv inn utímakaup við þessar aðstæður. Það sé mat stefnda að þar sem starfsmaður , sem vinni á grundvelli 20. gr. laga nr. 94/1986, hafi ekki daglegan vinnutíma eða vinnuvöku og enga vikulega vinnutímaskyldu, fari um g reiðslur til hans samkvæmt gr. 1.4.2 kjarasa mningsins eins og um tímavinnukaup væri að ræða, enda fari vinna starfsmannsins ekki umfram hina daglegu eða vikulegu vinnutímaskyldu, sbr. framangreindan dóm Félagsdóms í máli nr. 2/1995 . Dagvinna sé skilgreind þannig í kjar asamningi aðila í gr. 2.2.1: - . Hafi því réttilega verið staðið að greiðslu launa til félagsmanna stef nanda í verkfalli samkvæmt gr. 1.4.2, lið 3. Með sömu rökum sé því 9 ja fnframt mótmælt að sú framkvæmd að greiða tímavinnukaup fyrir vinnu , sem félagsmanni stefnanda hafi að lögum verið skylt að inn a af hendi meðan á verkfalli standi , feli í sér ólögmætt inngrip í rétt st efnanda til að gera verkfall. Einnig sé því algerlega hafnað að þessi framkvæmd feli í sér ólögmæ ta félagsnauðung í andstöðu við ákvæði stjórnarskrár og 4. gr. laga nr. 80//1938. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað kveðst hann vísa í öllum tilvikum til XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3 . tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Ekki er ágreiningur með aðilum um þá málavexti sem aðilar telja skipta máli við úrlausn málsins. Liggur fyrir að Níels Árni Árnason, starfsmaður Landspítalans og félagsmaður í stefnanda, var með heimild í 20. gr. , sbr. 21. gr., laga nr. 94/1986 kallaður til vinnu í aprílmánuði meðan á verkfalli stefnanda stóð. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort gre iða átti fyrir vinnu hans tímakaup í dagvinnu samkvæmt gr. 1.4.1 í gildandi kjarasamningi aðila , svo sem stefndi heldur fram og gert var , eða hvort greiða skuli l aun í útkalli í samræmi við gr. 2.3.3.1 í sama samningi , svo sem stefnandi byggir á . Það er m eginregla í vinnurétti að vinnusamningar aðila, þ.e. vinnuveitanda og launþega, eru gagnkvæmir á þann hátt að skylda annars aðilans til að inna af hendi sitt framlag er almennt háð því að mótaðilinn efni sinn hluta skyldunnar. Af því leiðir að launþegi, se m er í verkfalli og leggur því niður störf, á ekki rétt til launa fyrir þá daga sem hann er í verkfalli. Í gildandi kjarasamningi aðila er ekki að finna sérstakt ákvæði um það, hvernig haga skuli greiðslum þegar starfsmenn, sem eru í verkfalli, eru kallað ir tímabundið til vinnu samkvæmt 20. gr. laga nr. 94/1986. Stefnandi vísar til þess að ákvæði gr. 2.3.3.1 í gildandi kjarasamningi aðila eigi við í málinu þar sem það fjalli sérstaklega um þau tilvik þegar starfsmaður er á dagvinnutímabili kallaður til vin nu sem ekki er í beinu fr amhaldi af daglegri vinnu hans . Í ákvæðinu er kveðið á um að þá skuli greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti þrjár klukkustundir nema að reglulegur vinnutími hans hefjist innan þriggja klukkustunda frá því hann fór til vinnu. Í kafla 2 í kjarasamningi aðila er að finna ákvæði um vinnutíma. Þar er í kafla 2.3 fjallað sérstaklega um yfirvinnu. Þar segir í gr. 2.3.1 að yfirvinna teljist sú vinna, sem fer fram utan tilskilins daglegs vin n utíma eða vaktar starfsmanna svo og vinna, sem innt er af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Ljóst er að framangreindur f élagsmaður í stefnanda var ekki við venjubundin störf sín samkvæmt daglegum vinnutíma eða vakt þegar hann var kallaður til starfa í aprílm ánuði , enda í verkfalli umrædda daga. Var því ekki um það að ræða að fullnægt hefði verið umsam inni 10 daglegri vinnuskyldu hans , heldur hafði hann, sem starfsmaður í verkfalli, verið kallaður tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi samkvæmt he imild í 20. gr. laga nr. 94/1986. Er það því niðurstaða dómsins að ákvæði um yfirvinnu í gr. 2.3 .3.1 í kjarasamningi aðila taki ekki til atvika í máli þessu . Af framansögðu leiðir að ekki verður fall ist á það með stefnanda að orðalag 20. gr. laga nr. 94/19 86 beri með sér að það vinnuframlag, sem krafist er með vísan til hennar, hljóti að teljast útkall í skilningi gr. 2.3.3.1 í kjarasamningi aðila. Jafnframt er það mat dómsins að hvorki verði litið svo á að umræddur háttur á launagreiðslum í því tilviki, sem hér um ræðir, feli í sér ólögmætt inngrip í rétt stefnanda til að gera verkfall né gangi hann gegn samningsrétt i hans . Loks eru engin efni til að telja að framangreind niðurstaða feli í sér einhvers konar ólögmæt a félagsnauðung eða ólögmæt a auðgun, svo sem byggt er á í stefnu. Að öllu framangreindu virtu verður dómkröfum stefnanda hafnað en fallist á sýknukröfu stefnda . Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslens ka ríkið , skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Félags íslenskra náttúrufræðinga , í máli þessu. Málskostnaður fellur niður . Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Inga Björg Hjaltadóttir Sératkvæði Elínar Blöndal Samkvæmt 20. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, er heimilt þegar verkfall er hafið, að kalla starfsmenn , sem eru í verkfalli , tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Svokallaðar undanþágunefndir ákveða hverjir skuli kvaddir til starfa samkvæmt 20. gr., sbr. 21. gr. laganna. Samkvæmt lögum nr. 94/1986 er starfsmönnum skylt að hlýta kalli undanþágunefndar á þessum grundvelli og vinna meðan á verkfalli stendur. Í máli þessu deila aðilar um hvort greiða hafi átt félagsmanni stef nanda, Níels i Árna Árnasyni, laun samkvæmt ákvæði gildandi kjarasamnings aðila um útkall, sbr. gr. 2.3.3.1 eða ákvæði um tímakaup í dagvinnu, samkvæmt grein 1.4. í kjarasamningnum, fyrir vinnu sem hann innti af hendi á dagvinnutíma þegar hann var kallaður tímabundið til starfa með ák vörðun und anþágunefndar samkvæmt 20. gr. , sbr. 21. gr. laga nr. 94/1986. Kjarasamningur aðila geymir ekki sérstakt ákvæði um hvernig haga skuli greiðslum við slíkar aðstæður. Fyrir liggur að umræddum félagsmanni stefnanda var greidd yfirvinna í samræmi við gr. 2.3.3.2 fyrir útköll sem féllu á yfirvinnutíma. 11 Af hálfu stefnanda er á því byggt að verkfall sé frávik frá hinum almennu skyldum starfsmanns til að inna vinnu af hendi, sem byggi á lögbundnum heimildum stéttar félags til að gera verkfall, sbr . 14. gr. laga nr. 94/1986. Þá beri orðalag 20. gr. laganna með sér að vinna sem þannig s é krafist geti ekki talist annað en útkall í skilningi ákvæðis gr. 2.3.3.1 í kjarasamningi aðila. Af hálfu stefnda er þessum skilningi hafnað og á því byggt að við greiðslu lau na í slíkum tilvikum skuli fara samkvæmt gr. 1.4.1 í kjarasamningi aðila en samkvæmt lið 3 í gr. 1.4.2 sé heimilt að greiða þeim starfsmönnum dagvinnutímakaup sem starfi óreglubundið í lengri eða skemmri tíma í algerum undantekningartilvikum. Grein 2.3 í gildandi kjarasamningi aðila fjallar um yfirvinnu og segir þar að yfirvinna teljist sú vinna sem fer fram utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vaktar starfsmanns svo og vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé, sbr. gr. 2.3.1. Í gr. 2.3.3.1 segir að þegar starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans skuli greitt yfirvinnukaup, eins og nánar er lýst í ákvæðinu. Í verkfalli stefnanda féll niður vinnuskylda umrædds félagsma nns stefnanda. Þegar hann var kvaddur til starfa samkvæmt 20. gr. laga nr. 94/1986 var vinna hans því innt af hendi utan tilskilins dagvinnutíma og umfram vikulega vinnutímaskyldu. Með vísan til orðalags 20. gr. laga nr. 94/1986, sem segir að heimilt sé að kalla starfsmenn sem eru í verkfalli tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi, sbr. einnig athugasemdir við 20. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 94/1986, verður ekki fallist á þann skilning stefnda að kvaðningu starfsmanns til vinnu samkvæmt ákvæðinu verði ekki jafnað til útkalls. F ramlögð ódagsett útprentun úr Vinnustund, tímaskráningarkerfi stefnda, styður einnig þennan skilning en þar eru þau tilvik þar sem starfsmaður stefnanda var kallaður til vinnu þ ess sem fram kemur að þau útköll voru ekki í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans. Samkvæmt gr. 1.4.2 í gildandi kjarasamningi aðila er heimilt að greiða starfsmönnum tímavinnukaup í undantekningartilvikum og segir þar í lið 1 - 4 að slíkt sé heimilt þega r um er að ræða í fyrsta lagi starfsmenn sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra árvissra álagstíma ýmissa stofnana þó ekki lengur en 2 mánuði, í öðru lagi starfsmenn sem ráðnir eru til að vinna að sérhæfðum afmörkuðum verkefnum, þó ekki lengur en 2 mánuði, í þriðja lagi starfsmenn sem starfa óreglubundið í lengri eða skemmri tíma , þó aðeins í algerum undantekningartilvikum og loks í fjórða lagi lífeyrisþega sem vinna hluta úr starfi. Eins og ákvæðið ber með sér er tímavinnukaup endurgjald fyrir vinn u sem ekki er aðalstarf viðkoma ndi starfsmanns . Í tilviki því sem hér um ræðir er ekki um slíkt að ræða, heldur fastan starfsmann stefnda sem ka llaður hefur verið til starfa úr lögmætu verkfalli. Er ekki unnt að líta svo á að ákvæði 1.4.2 eða kjarasamningu r aðila að öðru leyti heimili stefnda að greiða tímavinnukaup við þær aðstæður . Með vísan til framangreinds er það niðurstaða mín að taka beri kröfur stefnanda til greina þannig að viðurkennt sé að Níels Árni Árnason, félagsmaður stefnanda, hafi átt rétt t il greiðslna samkvæmt gr. 2.3.3.1 fyrir útköll þegar hann samkvæmt ákvörðun 12 undanþágunefndar, sem starfar á grundvelli 21. gr. laga nr. 94/1986, var kvaddur til starfa 7. apríl 2015, kl. 9:01 til 10:40, og 8. apríl 2015, kl. 8:51 til 9:58 og kl. 15:27 til 20:06. Samkvæmt þeirri niðurstöðu er stefnda rétt að greiða stefnanda málskostnað. Elín Blöndal