FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 30. apríl 2025. Mál nr. 15/2024: Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Verkalýðsfélags Suðurlands ( Leifur Gunnarsson lögmaður ) gegn Hvalvörðugilslæk ehf. (Bragi Rúnar Axelsson lögmaður) Lykilorð Félagafrelsi . Uppsögn . Útdráttur Ágreiningur aðila laut að því hvort stefndi hefði brotið gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur með tilteknum skilaboð sem hann sendi starfsmanni sínum og með uppsögn á ráðningarsamning i hans . Félagsdómur féllst á kröfur stefnanda meðal annars með vísan til þess að umrædd skilaboð h efðu ótvírætt borið með sér að starfsmaðurinn myndi þurfa að láta af störfum hjá stefnda myndi hann ekki endurskoða ekki afstöðu sína um aðild að stéttarfélag i. Þá var stefnda gert að greiða sekt í ríkissjóð. Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 8. apríl sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Karl Ó. Karlsson og Ívar Þór Jóhannsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, Sætúni 1 í Reykjavík, vegna Verkalýðsfélags Suðurlands, Suðurlandsvegi 3 á Hellu . Stefndi er Hvalvörðugilslækur ehf., Borgartúni 4 í Öræfum. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að eftirfarandi ummæli stjórnarmanns og eiganda stefnda, Ingólfs Ragnars Axelssonar, 19. janúar 2024 á samskiptaforritinu Slack feli í sér hótanir um uppsögn á ráðningarsamningi við A og brot gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur: 2 ganga í stéttarfélagið eða fara 2 Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennt verði með dómi að uppsögn stefnda á ráðningarsamningi A 26. janúar 20 24 feli í sér brot gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938. 3 Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun réttarins. 4 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 5 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 6 Mál þetta á rætur að rekja til þess að A hóf 1. nóvember 2023 störf sem starfsmaður á Hótel Hrífunesi sem stefndi rekur. Hótelið er á félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands og átti starfsmaðurinn aðild að þv í stéttarfélagi þegar hann hóf störf hjá stefnda. 7 Starfsmaðurinn óskaði eftir því að fá samning vegna starfa sinna með tölvupósti til bókhaldsþjónustu stefnda 3. janúar 2024. Var honum í framhaldinu sendur samningur og kemur fram að hann gildi frá 1. nóve mber 2023 þar til annar hvor aðili segi honum upp. Fram kemur að uppsagnarfrestur sé einn til þrír mánuðir og að lengd hans ráðist af starfstíma. 8 Með tölvupósti til stefnda 17. janúar 2024 óskaði starfsmaðurinn eftir að vera í stéttarfélagi. Í framhaldinu átt i Ingólfur Ragnar Axelsson, stjórnarmaður og eigandi stefnda , í samskiptum við starfsmanninn á forritinu Slack en stefndi mun hafa keypt áskrift að forritinu til að nýta í starfsemi sinni. Fyrir liggja skjáskot af samskiptum þeirra 17. og 19. janúar 20 24 . 9 Stefndi tilkynnti starfsmanninum með tölvupósti 26. janúar 2024 að ákveðið hefði verið að framlengja samninginn ekki umfram þriggja mánaða reynslutímabil og að síðasti vinnudagur hans yrði 31. sama mánaðar. Með tölvupósti starfsmannsins 30. janúar 202 4 var vísað til ráðningarsamnings og að þar væri hvorki gert ráð fyrir ráðningu til reynslu né tímabundinni ráðningu heldur kæmi fram að uppsagnarfrestur réðist af starfstíma. Þar sem hann hefði starfað í innan við þrjá mánuði ætti uppsagnarfrestur að vera einn mánuður. Stefndi svaraði samdægurs með þeim hætti að uppsagnarfrestur væri ein vika frá lokum mánaðarins en samkvæmt íslenskri vinnuréttarlöggjöf ættu starfsmenn ekki rétt á eins mánaðar uppsagnarfresti fyrr en þeir hefðu starfað í meira en þrjá mánu ði. Málsástæður og lagarök stefnanda 3 10 Stefnandi byggir á því að stefndi hafi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 með því að neita fyrrgreindum starfsmanni um að vera í stéttarfélagi, hótað honum ítrekað uppsögn vegna þess að hann kaus að vera í stéttarfél agi og loks sagt honum upp vegna stéttarfélagsaðildar. Með a - lið ákvæðisins sé lagt skýrt bann við því að atvinnurekendur, verkstjórar og aðrir trúnaðarmenn atvinnurekenda hafi áhrif á eða afskipti af stéttarfélögum með uppsögn starfsmanns úr vinnu eða hót unum um slíka uppsögn og sé ætlunin að tryggja félagafrelsi launamanna. Framganga stefnda stríði jafnframt gegn stjórnarskrárvörðum rétti starfsmannsins til aðildar að stéttarfélagi sem njóti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar. 11 Byggt er á því að þau skil aboð sem forsvarsmaður stefnda sendi starfsmanninum í kjölfar beiðni hans um að vera í Verkalýðsfélagi Suðurlands feli í sér augljósar hótanir um uppsögn sem brjóti gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 . Þá hafi stefndi sagt starfsmanninum upp störfum með töl vupósti 26. janúar 2024 og á ný brotið gegn ákvæðinu. Þó svo að ástæður uppsagnar hafi ekki verið tilgreindar verði að setja hana í samhengi við fyrri hótanir stefnda sem hafi ekki borið tilætlaðan árangur . Ekki verði ráðið af samskiptum að uppsögnin hafi verið reist á öðrum grundvelli og sé hafið yfir skynsam lega n vafa að ástæðan hafi verið ósk starfsmannsins um að vera í fyrrgreindu stéttarfélagi. 12 Stefnandi leggur áherslu á að megintilgangur 4. gr. laga nr. 80/1938 sé að tryggja rétt launamanna til að ve ra í stéttarfélögum og að beita sér á vettvangi þeirra, án þess að eiga á hættu að atvinnurekendur skipti sér af eða vegi að framfærsluöryggi þeirra. Þar sem stefndi hafi brotið alvarlega gegn ákvæð inu beri að dæma hann til greiðslu sektar í ríkissjóð á grundvelli 1. mgr. 65. gr. og 1. mgr. 70. gr. laga nr. 80/1938. Skýr ásetningur hafi búið að baki brotinu og sé það til þess fallið að fæla launamenn frá því að njóta lögbundinna mannréttinda sinna , sem og að veikja stöðu stéttarfélaga. Málsástæður og lagarök stefnda 13 Stefndi bendir meðal annars á að samhengi á milli kröfugerðar og málavaxta sé takmarkað og málatilbúnaður stefnanda vanreifaður. Krafist sé viðurkenningar á tveimur brotum gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 o g sé dómkrafan óskýr. 14 Byggt er á því að ekki hafi komist á ótímabundinn ráðningarsamningur á milli stefnanda og starfsmannsins. Stefndi hafi sent starfsmanninum tillögu að ráðningarsamningi 3. janúar 2024 sem hann hafi ekki skrifa ð undir og hafi samningur inn því ekki tekið gildi. S tarfsmaðurinn hafi verið ráðinn í þrjá mánuði til reynslu eins og tíðkist víða. Gert hafi verið munnleg t samkomulag , en það fái stoð í því að starfsmaðurinn hafi ekki mótmælt uppsögninni og hafi ekki viljað vinna uppsagnarfrestin n heldur b eðið um að hætta fyrr þegar honum hafi verið boðin meiri vinna . 15 Stefndi leggur áherslu á að ástæða uppsagnarinnar hafi ekki tengst stéttarfélagsaðild starfsmannsins. S tarf s maðurinn hafi sinnt störfum sínum illa og ekki samið vel við 4 samstarfsfólk . Í janúar 2024 hafi tveir starfsmenn kvartað undan samskiptum við starf s manninn. Annar s vegar hafi starfsmaðurinn gengið mjög hart og með ógnandi hætti fram gagnvart tilteknum samstarfsmanni í því skyni að fá hann til að vera í frí i alla rauða daga svo að starfsmaðurinn gæti unnið þá sjálfur. Hins vegar hafi tiltekinn starfsmaður ekki treyst sér til að starfa með starfsmanninum eftir að hann öskraði á han n að tilefnislausu og setti fram óviðeigandi athugasemdir. Í samtölum starfsmannsins og forsvarsmanns s tefnda hafi ítrekað komið fram að óánægja væri með störf hans. Þau skjáskot úr samskiptaforriti sem liggi fyrir hafi verið tekin úr samhengi og verði að taka þeim með fyrirvara. Þá verði að hafa í huga að forsvarsmaður stefnda hafi ritað skilaboð í forritið á íslensku sem þýðist á ensku en starfsmaðurinn svarað á öðru tungumáli. 16 Stefndi telur þau ummæli sem greinir í kröfugerð stefnanda vera slitin úr samhengi. Gera verði athugasemdir við það að ummæli, sem séu skrifuð á íslensku og sjálfkrafa þýdd á ensku með tölvu, séu aftur þýdd yfir á íslensku og reynt að rýna í h vað þau eigi að merkja án þess að þau séu lesin í samhengi. Jafnframt virðist löggiltur skjalaþýðandi bæta í merkingu orða án nokkurs tilefnis. Þá komi e kki fram í gögnum málsins hvaða stéttarfélag sé átt við og liggi ekki fyrir að um sé að ræða Verkalýðsf élag Suðurlands. 17 Stefndi tekur fram að starfsmaður inn h afi opinberlega sag s t hvetja fólk til að leita til stéttarfélaga hafi það ákveðið að láta af störfum. Starfsmaðurinn hafi jafnframt lýst því yfir að hann hafi lent í útistöðum við þrjá af fjórum vinnuv eitendum sínum á Íslandi og notað stéttarfélagið eftir að hann hafi ákveðið að hætta. Niðurstaða 18 Mál þetta, sem lýtur að því hvort brotið hafi verið gegn lögum nr. 80/1938 á undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 1 . tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nna. 19 Svo sem rakið hefur verið hóf fyrrgreindur starfsmaður störf hjá stefnda 1. nóvember 2023 og var honum sendur skriflegur ráðningarsamningur í byrjun janúar 2024. Miða verður við að sá samningur hafi endurspeglað inntak ráðningarsambands aðila, enda var ví sað til hans í samskiptum þeirra og gildir einu þótt ekki hafi verið gengið formlega frá undirskriftum. Af efni samningsins verður ekki annað ráðið en að um ótímabundna ráðningu hafi verið að ræða og að uppsagnarfrestur skyldi taka mið af starfstíma. 20 Samkvæmt gögnum málsins óskaði starfsmaðurinn eftir því að vera í stéttarfélagi með tölvupósti til stefnda 17. janúar 2024. Tveimur dögum síðar sendi forsvarsmaður stefnda starfsmanninum skilaboð, þar með talið staðhæfingu um að ef starfsmaðurinn vildi gan ga í stéttarfélagið myndi honum verða sagt upp störfum. Samskiptin fóru fram á ensku á forriti sem stefndi kveðst hafa keypt aðgang að vegna atvinnustarfsemi sinnar. Stefnandi hefur lagt fram þýðingu löggilts skjalaþýðanda á skilaboðunum og hefur stefndi e kki fært haldbær rök fyrir því að annmarkar séu á þýðingunni. Þá verður 5 ekki séð að skilaboðin hafi verið slitin úr samhengi, en það stendur stefnda næst að leggja samskiptin fram í heild sinni telji hann það hafa þýðingu fyrir úrlausn málsins. Verður því miðað við að forsvarsmaður stefnda hafi látið þau ummæli falla sem greinir í kröfugerð stefnanda. 21 Starfsmenn á vinnumarkaði eiga rétt til aðildar að stéttarfélagi og til að taka þátt í störfum þess, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Þessu til samræmis er í 4. gr. laga nr. 80/1938 lagt bann við tilteknum aðgerðum atvinnurekenda sem er ætlað að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum. Samkvæmt a - lið ákvæðisins, sem stefnandi tel ur að brotið hafi verið gegn, er óheimilt að segja starfsmanni upp eða hóta honum uppsögn í framangreindu skyni. 22 Að virtum gögnum málsins verður lagt til grundvallar að forsvarsmaður stefnda hafi hótað starfsmanninum uppsögn með fyrrgreindum skilaboðum se m send voru 19. janúar 2024 í kjölfar þess að hann kom á framfæri ósk sinni um að vera í stéttarfélagi. Skilaboðin bera ótvírætt með sér að starfsmaðurinn muni þurfa að láta af störfum hjá stefnda endurskoði hann ekki afstöðu sína um aðild að stéttarfélagi . Þá var starfsmanninum tilkynnt viku síðar að síðasti vinnudagur hans yrði 31. janúar 2024 en ástæða uppsagnarinnar var ekki tilgreind. Stefndi hefur ekki leitt fyrir dóminn vitni í því skyni að styðja málatilbúnað sinn um að ástæða uppsagnarinnar hafi ve rið samskiptavandi eða starfshættir starfsmannsins. Þá hefur hann ekki lagt fram gögn sem renna stoðum undir þá málsástæðu. Að virtu efni fyrrgreindra skilaboða, þeim tíma sem leið fram að uppsögn og atvikum að öðru leyti verður lagt til grundvallar að upp sögnin hafi átt rætur að rekja til vilja starfsmannsins til þess að eiga aðild að tilgreindu stéttarfélagi. 23 Samkvæmt framangreindu verður fallist á kröfur stefnanda um viðurkenningu á að stefndi hafi brotið gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 með ummælum s em fólu annars vegar í sér hótun um uppsögn og hins vegar með uppsögn starfsmannsins, svo sem nánar greinir í dómsorði. 24 Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða sekt í ríkissjóð vegna brota sinna, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 65. gr. laga n r. 80/1938. Að virtum brotum stefnda, sem voru alvarleg og lutu að félagafrelsi starfsmannsins, ber honum að greiða sekt í ríkissjóð sem þykir hæfilega ákveðin 1.300.000 krónur. 25 Stefnda verður gert að greiða stefnanda málskostnað eins og nánar greinir í d ómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að eftirfarandi ummæli Ingólfs Ragnars Axelssonar, stjórnarmanns og eiganda stefnda, Hvalvörðugilslækjar ehf., 19. janúar 2024 á samskiptaforritinu Slack 6 hafi falið í sér hótanir um uppsögn á ráðningarsamningi við A og bro t gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur: ganga í stéttarf Viðurkennt er að uppsögn stefnda á ráðningarsamningi A 26. janúar 2024 hafi falið í sér brot gegn a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938. Stefndi greiði 1.300.000 krónur í sekt í ríkissjóð. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað.