FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 8. júlí 20 21 . Mál nr. 6 /20 21 : Flugvirkjafélag Íslands ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Icelandair ehf. ( Sólveig B. Gunnarsdóttir lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 1. júní sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík , vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur á hendur stefnda: Að viðurkennt verði með dómi að stefndi Icelandair ehf. hafi brotið í bága við ákvæði greina 3.1 og 4.1.1 í kjarasamni ngi milli Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair ehf. með því að hætta að greiða flugvirkjum Icelandair ehf. yfirvinnulaun vegna vinnu í umsömdum kaffitímum í dagvinnu samkvæmt kjarasamningi, frá og með desember 2020. Að stefnd i Samtök atvinnulífsins eða eftir atvikum Icelandair ehf. verði dæmdur til greiðslu sektar samkvæmt 65. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá er þess krafist að stefndi Samtök atvinnulífsins eða eftir atvikum Icelandair ehf., verði dæmdu r til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málavextir 3 Milli aðila er í gildi kjarasamningur, dag settur 9. nóvember 2004. Hefur kjarasamningur aðila verið framlengdur með breytingum árin 2005, 2008, 2009, 2010, 2011, 2014, 2017, 2019 og nú síðast 10. maí 2020. Í 4. kafla kjarasamningsins er 2 fjallað um matar - og kaffitíma en þar er í grein 4.1 fjallað um matar - og kaffihlé í dagvinnu. Þar segir að kaffihlé skuli vera tvö á dag og að annað þeirra skuli vera 15 mínútur og tekið árdegis en hitt skuli vera 20 mínútur og tekið síðdegis, eins og segir í grein 4.1.1. Séu kaffitímarnir felldir niður segir í grein 4.1.2 að vinnutími styttist sem því nem i . 4 Stefnandi kveður að sumarið 2020 hafi í sams kiptum milli aðila málsins komið fram staðhæfingar af hálfu stefnda um lengd kaffitíma flugvirkja Icelandair ehf. sem ekki hafi samræmst því sem greini í kjarasamningi aðila . Stefndi ber aftur á móti um að um langt árabil, eða frá því að starfsemi stefnda hafi verið flutt til Keflavíkur í febrúar 1993, hafi verið í gildi samkomulag milli flugvirkja og stefnda um að kaffitímar í dagvinnu á virkum dögum falli niður gegn styttingu vinnutíma. Þrátt fyrir niðurfellingu kaffitíma hafi stefndi heimilað flugvirkjum að taka standandi kaffi á skýlisgólfi án meðlætis einu sinni fyrir hádegi og einu sinni eftir hádegi í stuttan tíma í hvort sinn. Í áratugi hafi standandi kaffi verið afmarkað við 7 mín útur og hafi það fyrirkomulag verið óumdeilt . 5 Með bréf i lögmanns stefn anda 26. júní 2020 var gerð krafa um að stefndi Icelandair ehf. virti í hvívetna ákvæði kjarasamnings aðila um lengd kaffitíma og viðurkenndi þær reglur í framkvæmd að félagsmenn stefnanda ættu rétt á tveimur kaffitímum í dagvinnu, annan 15 mínútur árdegis og hinn 20 mínútur síðdegis. Stefndi Samtök atvinnulífsins svaraði bréfinu 13. júlí 2020 og vísaði til samkomulags um styttingu kaffitíma. Af hálfu stefnanda var sent svarbréf 15. júlí 2020 og því vísað á bug að nokkurt samkomulag hefði verið gert milli aðila kjarasamnings um breytt fyrirkomulag vinnutíma og lengd kaffitíma. 6 Í málinu liggur fyrir að kröfum flugvirkja Icelandair ehf. um yfirvinnulaun vegna vinnu í kaffitímum í dagvinnu var hafnað. Með bréfi stefnanda til stefnda 20 . janúar 2021 krafðist stefnandi þess að stefndi hæfi þegar í stað að greiða flugvirkjum yfirvinnu laun þegar þeim væri falið að sinna störfum í samningsbundnum kaffitímum. Þá var einnig gerð krafa um greiðslu vangoldinna launa auk dráttarvaxta. Með bréfi stefnda til stefnanda 18 . febrúar 2021 var þeim kröfum stefnanda hafnað. Í bréfi stefnanda til stefnda 8. mars 2021 voru kröfur stefnanda ítrekaðar og tilkynnt um málshöfðun. Málsástæður og lagarök stefnanda 7 Stefnandi kveðst reisa stefnukröfur á því að stefndi hafi brotið í bága við kjarasamning aðila frá 9. nóvember 2004 með síðari breytingum, nánar tiltekið gr einar 3.1 og 4.1.1, þegar stefndi Icelandair ehf . hætti að greiða flugvirkjum Icelandair ehf. yfirvinnulaun vegna vinnu í umsömdum kaffitímum í dagvinnu samkvæmt kjarasamni ngi frá og með desember 2020. Þá kveðst stefnandi byggja á því að ákvörðun þessi og breytt framkvæmd þverbrjóti áratugalanga framkvæmd stefnda á greiðslu yfirvinnulauna vegna vinnu í kaffitímum, sem reist sé á ákvæðum kjarasamnings aðila og hafi ávallt ver ið óumdeild. Flugvirkjar stefnda Icelandair ehf. eigi skýlausan rétt til greiðslu 3 yfirvinnulauna vegna þeirrar vinnu sem þeim sé gert að inna af hendi í umsömdum hléum vegna kaffitíma. Stefndi bendir á að málið eigi undir Félagsdóm á grundvelli 2. t öluliða r 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 8 Stefnandi ber um að greiðsla Icelandair ehf. á yfirvinnulaunum til flugvirkja vegna vinnu þeirra í kaffitímum í dagvinnu byggist á framangreindum ákvæðum kjarasamnings og að sú vinnu - og la unaframkvæmd hafi viðgengist til samræmis við kjarasamninginn og án frávika um margra áratuga skeið, eða allt þar til stefndi hafi tekið ákvörðun um að svipta flugvirkja þeim launum sem hafi fyrst átt sér stað í desember 2020. Stefnandi bendir á að engar réttmætar eða lögmætar ástæður hafi legið að baki þeirri fyrirvaralausu ákvörðun stefnda að hætta umræddum greiðslum. Hafi umrædd kjarasamningsákvæði ekki tekið breytingum og því sé engin forsenda fyrir því að stefndi hlunnfar i flugvirkja félag sins um yfirvinnugreiðslur vegna vinnu í kaffitímum. 9 Stefnandi bendir á að flugvirkjar stefnda Icelandair ehf. hafi oftar en ekki verið beðnir af yfirmönnum sínum um að ganga til tilfallandi verka meðan á samningsbundnum kaffitíma stæði og færa fram vinnuf ramlag í stað kaffitíma. Þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að setja tilfallandi áríðandi verk í forgang. Hafi stefndi Icelandair ehf. því í raun keypt kaffitíma af flugvirkj um í hvert sinn sem beiðni hafi verið sett fram um vinnu í kaffitíma og greitt flugvirk jum yfirvinnulaun í þann sama tíma og nemi lengd kaffitímans, enda hafi þá verið um að ræða vinnutíma sem gangi umfram lengd dagvinnutíma. 10 Stefnandi vísar til framlagðra dómskjala sem hann segir staðfesta með óyggjandi hætti greiðsluframkvæmd stefn da Icelandair ehf. á yfirvinnulaunum vegna vinnu í kaffitímum flugvirkja. Gögn þessi séu m eðal annars launaseðlar og sundurliðanir úr vinnutímakerfi stefnda Icelandair ehf. Á sundurliðunarblöðum megi glögglega sjá hvaða tímar séu skráðir sem unnin yfirvinn a í kaffitímum innan hvers mánaðar og þeir tímar séu hluti af samtölu yfirvinnu hvers flugvirkja innan sama mánaðar , sem greidd sé samkvæmt yfirvinnutaxta, sbr. bæði sundurliðunarblöð og launaseðla . Gögnin sýni einnig fram á að frá og með desember 2020 haf i stefndi synjað flugvirkjum, sem unnið höfðu í kaffitímum, skráð þá vinnutíma og höfðu réttmætar og lögmætar væntingar til þess að fá yfirvinnukaup fyrir, um greiðslu yfirvinnu fyrir þá skráðu unnu tíma. 11 Þá kveðst stefnandi byggja á því að framlögð skjöl staðfesti að stefndi Icelandair ehf. skilgreini og hafi skilgreint kaffitíma sem sömu hlé og gr ein 4.1.1 skilgreini, sbr. útprentanir úr vinnutímakerfi. Vinnutímakerfið sýni glögglega að kaffitímar séu skilgreindir 15 mínútur kl ukkan 9 að morgni og 20 mín útur kl ukkan 14. Þessi s kilgreining á kaffitímum sé sú sama og stefndi hafi viðurkennt um áratugaskei ð . Stefnandi vekur athygli á því að skilgreining in sé samkvæmt útprentun úr vinnutímakerfi stefnda eftir að hann h afi hætt að inna yfirvinnugreiðslurnar af hendi , sem stefnandi sýni fram á að stefndi skilgreini kaffitímana enn með þessum hætti í vinnutímakerfinu. 4 12 Stefnandi byggir á því að höfnun stefnda á greiðslu yfirvinnu vegna vinnu í kaffitímum sé skýlaust brot gegn kjarasamningsbundnum rétti flugvirkja og félagsmanna stefnanda. Höfnunin brjóti í bága við ákvæði greinar 4.1.1 í kjarasamningi en þar sé mælt f yrir um að kaffihlé skuli vera tvö daglega, annað 15 mínútur og tekið árdegis en hitt 20 mínútur síðdegis. Í þessu felist hlé frá vinnu í sama tíma. Þ egar flugvirki sé hins vegar beðinn um að sleppa samningsbundnum kaffitíma og ganga til starfa á sama tíma beri án nokkurs vafa að greiða honum laun í yfirvinnu, enda þá um að ræða vinnu umfram tilskilinn og samningsbundinn dagvinnutíma, sbr. framangreint. Vísar stefnandi til þess að yfirvinnulaun sem greidd hafi verið til flugvirkja allt fram til desember 2020 hafi verið til samræmis við ákvæði gr einar 4.1.1 og því feli synjun á greiðslum vegna hennar í sér brot gegn þeirri grein . Þá hafi þessir kaffitímar í framkvæmd verið samkvæmt því sem greini í kjarasamningsákvæðinu og hafi alla tíð verið virtir af aðilum kjarasamnings, nema þegar stefndi h afi óskað eftir vinnuframlagi flugvirkja í einstökum kaffitímum en þá hafi laun verið greidd fyrir miss i kaffihlésins. Stefnandi bendir jafnframt á að önnur ákvæði í kjarasamningi aðila sem og framkvæmdin staðfesti að kaffihléin séu samkvæmt því sem greini í ákvæði greinar 4.1.1. Eina undantekningin frá því samningsákvæði sé í gr ein 4.1.2 um styttingu vinnu tíma sem nemi kaffitímum í þeim tilvikum þegar kaffitímar eru felldir niður. Hins vegar liggi fyrir að vinnutími hafi ekki verið styttur í þá veru með samkomulagi aðila. Þegar af þeirri ástæðu sé ljóst að kaffitímar séu samkvæmt því sem gr ein 4.1.1 segi ti l um. 13 Stefnandi kveðst einnig reisa stefnukröfur á því að höfnun stefnda á greiðslu yfirvinnulauna vegna vinnu í kaffitímum, brjóti gegn ákvæði greinar 3.1 í kjarasamning num . Ákvæðið mæli fyrir um greiðslu yfirvinnu og hvernig yfirvinnulaun reiknist en jaf nframt komi þar fram að yfirvinna sé vinna utan dagvinnu. Eins og að framan greini sé vinna flugvirkja stefnda í kaffitímum vinna umfram tilskilinn og samningsbundinn dagvinnutíma sem feli í sér yfirvinnu sem greiða beri til samræmis við ákvæði greinar 3.1 . Stefndi Icelandair ehf. hafi einnig um áratugaskeið greitt yfirvinnu til flugvirkja vegna vinnu í kaffitímum og byggi yfirvinnugreiðslur á ákvæði greinar 3.1 í kjarasamning num . Yfirvinnugreiðslurnar séu samkvæmt sömu tímalengd og nemi kaffitímum sem unni ð sé í, sbr. gr ein 4.1.1 í kjarasamningi. Þá kveðst stefnandi vísa til stuðnings kröfum sínum til hliðsjónar til gr eina 4.2.1 og 4.2.3 í kjarasamningi aðila sem fjalli um vinnu í kaffitímum sem falli innan yfirvinnu. Í grein 4.2.3 segi að ef unnið sé í kaf fitíma skuli greiða fyrir hann með yfirvinnukaupi til viðbótar vinnutímanum og þá fyrir allan matar - og kaffitímann þótt skemur sé unnið. Enda þótt ákvæðið eigi við um yfirvinnu sé um að ræða efnislega sömu reglu og aðilar hafi alla tíð beitt um yfirvinnug reiðslur af sama tagi vegna vinnu á kaffitímum í dagvinnu. 14 Stefnandi kveðst enn fremur reisa dómkröfur sínar á því að með hinni áratugalöngu framkvæmd stefnda, að greiða yfirvinnukaup fyrir vinnu í kaffitímum, felist ótvíræð viðurkenning af hálfu stefnda á rétti flugvirkja stefnda til þeirra yfirvinnugreiðslna. 5 Eins og áður greini hafi framkvæmd þessi ætíð verið án nokkurra athugasemda aðila og viðgengist til samræmis við kjarasamning sleitulaust allt fram til desember 2020 þegar stefndi hafi tekið hina ein hliða ólögmætu ákvörðun um að hafna greiðsluskyldu. 15 Stefnandi tekur fram að aðilar kjarasamnings ins og dómsmálsins hafi ekki komist að neins konar samkomulagi sem víki frá þeim kjarasamningsákvæðum sem dómkröfur byggi á. Þá hafi stefndi heldur ekki í samsk iptum aðila á fyrri stigum geta ð lagt fram neins konar samkomulag af því tagi en sönnunarbyrðin um þetta hvíli alfarið á stefnda. 16 Að framan sé vikið að því að ekkert samkomulag hafi verið gert milli aðila á grundvelli r eglu greinar 4.1.2 í kjarasamningi. Mótsagnir séu í bréfum stefnda þar sem fullyrt sé, án sannana , að kaffitímar hafi verið styttir þegar undantekningarákvæði kjarasamningsákvæðisins geti eingöngu átt við um niðurfellingu kaffitíma. Röksemdir stefnda fái með þeim hætti enga stoð í ákvæðum kj arasamnings. 17 Stefnandi vísar til þess að engar breytingar hafi heldur verið gerðar á vinnutíma hvað þetta varðar, til styttingar sem nemi kaffitímum, hvorki samkvæmt kjarasamningi aðila né ráðningarsamningum flugvirkja stefnda, þvert á fullyrðingar stefnda í bréfum. Þetta megi ljóst vera af ákvæðum kjarasamnings og af dæmum um ráðningarsamninga sem lagðir hafi verið fram . 18 Stefnandi gerir einnig þá dómkröfu að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar svo sem lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur ley fa, sbr. 65. gr. laganna, vegna brota stefnda á ákvæðum kjarasamnings. Stefnandi telur að gögn málsins leiði í ljós að stefndi hafi haft ásetning til þeirra brota sem hann hafi framið og dómkröfur snúi að, enda styðji ekkert í ákvæðum kjarasamnings þá höfn un sem stefndi hafi gripið til á því að greiða yfirvinnukaup til flugvirkja vegna vinnu í kaffitímum. Í því sambandi beri sérstaklega að líta til þess að stefndi hafi allt frá sumri 2020 minnt stefnda á að honum bæri að virða í hvívetna skýr ákvæði um kaff itíma í kjarasamningi. Þær áminningar hafi komið fram um hálfu ári áður en stefndi greip til þess ráðs að hlunnfara flugvirkja um yfirvinnukaup vegna vinnu í kaffitímum. Stefndi hafi því verið upplýstur og áminntur sérstaklega af hálfu stefn an da um skyldur sínar í þessum efnum. Allt hafi komið fyrir ekki og stefndi hafi ákveðið að grípa til hinna ólögmætu aðgerða gagnvart flugvirkjum að svipta þá yfirvinnulaunum og það án þess að ákvæði kjarasamnings hefðu tekið neinum þeim breytingum eða neitt samkomulag v erið gert sem honum hafi verið unnt að byggja á. Af þessum sökum séu b rot stefnda mun alvarleg r i en ella og öll skilyrði til þess að dæma hann til greiðslu sektar þegar af þeirri ástæðu. 19 Stefnandi bendir á að f lugvirkjar hjá stefnda Icelandair ehf. séu fél agsmenn stefnanda. Stefnandi kveðst gæta hagsmuna þeirra sem stéttarfélag. Málshöfðunin sæki stoð í 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938. 20 Auk framangreindra tilvísana kveðst stefnandi byggja kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi kjarasamningi aðila, sbr. kj arasamning 9. nóvember 2004, með síðari 6 breytingum, sbr. síðari kjarasamninga um framlengingu kjarasamnings og viðbótarákvæði. Þá vísar stefnandi til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga, almennra reglna kröfuréttar, þ ar með talið samningaréttar , og meginreglna vinnuréttar. Þá er vísað til laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, IV. kafla um Félagsdóm, þ ar með talin 44. gr., að því er varðar lögsögu dómsins. Um aðild varnarmegin vísar stefnandi til 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938 en Ice landair ehf. sé meðlimur í Samtökum atvinnulífsins. 21 Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l aga . nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr., sbr. einnig 65. gr. laga nr. 80/1938. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði sé reist á l ögum nr. 50/19 88 um virðisaukaskatt en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og til að tryggja skaðleysi sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda . Málsástæður og lagarök stefnda 22 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Krafa stefnanda a ð fá greidd yfirvinnulaun vegna kaffitíma í dagvinnu hafi hvorki stoð í lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Áratugalöng framkvæmd sé fyrir skipulagi vinnutíma og útfærslu stuttra kaffihléa í dagvinnu. 23 Stefndi kveðst byggja á að í kjarasamningi aðila k omi fram í grein 2.1.1 að dagvinnutími flugvirkja skuli vera 40 kl ukkustundir á viku allt árið og unnin n á tímabilinu frá kl ukkan 07:00 til 17:00 frá mánudegi til föstudags. Í grein 2.1.2 í kjarasamningi segi að vinnutilhögun þessari megi breyta með samkomulagi milli vinnuveitenda og meirihluta sveina á vinnustað. Þá segi í grein 4.1.2 að séu kaffitímar í dagvinnu felldir niður styttist vinnutími sem því nem i . 24 Dagvinnutími flugvirkja sé samkvæmt ráðningarsamningum annað hvort frá kl u kkan 07:45 til 15:42 eða kl ukkan 07:30 til 15:25 eftir því hvenær þeir hafi verið gerðir. Vinnutími félagsmanna stefnanda h afi verið í samræmi við kjarasamninga með því að kaffitímar hafi verið felldir niður. Kjarasamningur aðila segi að vinnustundir skuli vera 40 kl ukkustundir á viku, kaffitímar samtals 35 mín útur og matarhlé 30 mín útur , en matarhléið t eljist ekki til vinnutíma. Grein 4.1.2 segi svo að séu kaffitímar felldir niður styttist vinnutíminn sem því nem i . 25 Stefndi bendir á að v innutími félagsmann a stefnanda sé ekki 40 k lukkustundir á viku heldur frá klukkan 7:45 til 15:42 að matartíma meðtöldum eða 7 kl ukkustundir og 57 mín útur , en 7 kl ukkustundir og 27 mínútur sé matartíminn ekki meðtalinn . Af vinnutíma sé ljóst að kaffitímar haf i með samkomulagi við starfsmenn verið felldir niður en starfsmönnum þrátt fyrir það heimilað að taka tvær standandi pásur yfir daginn, sjö mínútur í hvort sinn. Til einföldunar megi segja að starfsmenn far i af vinnustað 35 mínútum fyrr í stað þess að taka kaffitíma. Segja m egi að kaffitímar séu þannig færðir til lok a vinnudags og starfsmenn geti farið fyrr af vinnustað í stað þess að taka kaffi í lok dags. 7 26 V irkur vinnutími félagsmanna stefnanda sé sá sami h vort sem kaffi sé tekið eða ekki. Viðvera félagsmanna stefnanda myndi hins vegar lengjast um 35 mínútur á dag væri samkomulag um að taka aftur upp kaffitíma í dagvinnu. 27 Stefndi kveður s tefnand a h ald a því fram að samið hafi verið um styttri vinnutíma en fr am k omi í kjarasamningi. Stefnandi h afi þó ekki getað sýnt fram á að um það hafi nokkurn tíma verið samið. Þvert á móti sé vikulegur dagvinnuvinnutími áréttaður sem 40 kl ukkustundir á viku í hverjum samningi á eftir öðrum og nú síðast í kjarasamningi frá 1 0. maí 2020. Þar sé áréttuð 40 kl ukkustunda dagvinnuvika. Í þeim samningi hafi verið sett merking við 40 kl ukkustundir á viku sem vís i til nýrrar neðanmálsgreinar vinnuvi hafi verið að í bókun B1 með þeim kjarasamningi hafi verið samið um breytingar á kaupaukakerfi þannig að félagsmenn stefnanda hafi haft val um fimm leiðir til að breyta kaupaukakerfinu. Valið hafi staðið um eftirfarandi: 1. 100% af þágildandi kaupaukakerfi færi í nýtt hagnaðaraukakerfi 2. Helmingur af kaupaukakerfi færi í styttingu vinnuvikunnar og helmingur í nýtt hagnaðaraukakerfi. 3. Helmingur af kaupaukakerfi færi í vetrarleyfi og helmingur í nýtt hagnaðaraukakerfi. 4. Álega eing reiðslu og 76% í nýtt hagnaðaraukakerfi. 5. Árleg eingreiðsla, stytting vinnuviku og vetraleyfi . Félagsmenn stefnda hafi kosið lið þrjú. 28 Stefndi kveðst byggja á því að h afi stefnandi talið að búið væri að semja um aðra vikulega vinnuskyldu en þær 40 stundir sem kjarasamningurinn hafi kveðið á um hafi hér verið ærið tilefni til að árétta það , enda möguleg breyting á umsömdum vikulegum dagvinnutíma. Það hafi ekki verið gert enda aldrei samið um styttingu vikuleg r ar vinnuskyldu frá því sem fram k omi í kjarasamni ngi. Vinnutími í ráðningarsamningum endurspegl i hins vegar að þar sem kaffitímar hafi verið felldir niður og viðvera starfsmanna verið stytt sem þeim nam án þess að laun þeirra hafi verið skert. 29 Frá því áður en starfsemi stefnda hafi ver i ð flutt til Keflavíkur í febrúar 1993 hafi verið samkomulag milli félagsmanna stefnanda og stefnda um að kaffitímar í dagvinnu á virkum dögum falli niður gegn styttingu vinnutíma. Þetta k omi skýrt fram í fundargerðum samstarfsnefndar stefnanda og Flugleiða hf. fyrirrennara stefnda. Í fundargerð frá fundi sem haldinn hafi verið 21. desember 1992 segi að félagsmenn stefnanda afsali sér samningsbundnu kaffihléi að morgni til reynslu. Í fundargerð frá fundi sem haldinn hafi verið 16. febrúar 1993 komi fram að f ulltrúar stefnanda hafi ítrekað ósk sína um óbreytt vinnufyrirkomulag , þ að er hálfa kl ukkustund í mat og ekkert kaffi. 8 30 Stefndi bendir á að a lmennt sé í kjarasamningum sem Samtök atvinnulífsins ger i við stéttarfélög ákvæði um að heimilt sé með samkomulag i á vinnustað að stytta eða fella niður kaffitíma í dagvinnu og stytta vinnutímann sem því nem i . Ákvæði þess efnis sé í grein 4.1.2 í kjarasamningi stefnanda og stefnda. Ekki sé gerð krafa um sérstakt form á samkomulagi sem þessu og aðkomu stéttarfélaga sé ekki krafist. Mjög algengt sé að kaffihlé í dagvinnu hafi verið felld niður á vinnustöðum og vinnutími styttur sem því nem i . Allur gangur sé kaffipásur þrátt fyrir niðurfellingu kaffitíma eða ekki. Fyrirkomulag sem þetta sé svo kynnt nýjum starfsmönnum þegar þeir kom i til starfa um leið og þeim sé sýndur vinnustaðurinn. Það sé almennt ekki gert með formlegum hætti. Ekki sé almennt tiltekið um tilhögun kaffihléa í ráðningarsamningum, en vinnutími afm ark i daglega viðveru og frávik frá kjarasamningsbundinni vinnuskyldu mark i st af teknum neysluhléum. 31 Stefndi hefur lagt fram myndir af fyrirkomulagi matar - og kaffitíma hjá stefnda sem starfsmönnum sé kynnt, það hangi uppi á vinnustaðnum og hópstjórar haf i eintak hjá sér. Öllum starfsmönnum stefnda sem séu félagsmenn stefnanda sé kunnugt um þetta fyrirkomulag. 32 Stefndi vísar til þess að í bréfi frá stefnanda 31. maí 2002 til Flugleiða hf. sé þetta fyrirkomulag staðfest af þáverandi formanni stefnanda. Bréf ið hafi verið ritað þar sem aðilar hafi ekki verið sammála um hvað hafi falist í yfirlýsingu um breytt fyrirkomulag kaffitíma á laugardögum sem þá ha fi yfirlýsingunni fólst sú breyting að sama fyrirkomulag var teki ð upp og virka daga, þ.e. að ekki var lengur tekið sérstakt kaffihlé á kaffistofu en kaffitíma átti þess í stað 33 Af þessu m egi að mati stefnda vera ljóst að stefnanda hafi verið kunnugt um að samkomulag hafi verið um niðurfellingu kaffitíma í dagvinnu. Telji stef nandi að breyting hafi verið gerð á þessu samkomulagi ber i hann sönnun fyrir því. 34 Stefndi vísar til þess að komið hafi upp einstaka atvik þar sem einhverjir starfsmenn haf i tekið sér lengri tíma í sta ndandi kaffi en heimilt sé . Reglulega sé þó þessi tilhögun að taka ekki lengra standandi kaffi en 7 til 10 mínútur áréttuð en almennt ekki gerð sérstök athugasemd við einstaka starfsmenn þó tt þeir taki lengra hlé einstaka daga. 35 Stefndi telur það rangt sem fram k omi í stefnu að stefndi hafi í desember 2020 hætt að greiða yfirvinnu vegna kaffitíma í dagvinnu og mótmælir f ullyrðingum stefnanda um áralanga framkvæmd í þá veru. Hið rétta sé að stefndi h afi ekki greitt yfirvinnu vegna meintrar vinnu í kaffitímum í dagvinnu , enda h afi stefndi ekki óskað eftir vinnuframlagi í niðurfelldum kaffitímum. S tefnandi hafi heldur ekki sýnt fram á að flugvirkjar , sem starf a hjá stefnda , hafi verið beðnir um að vinna í kaffitímum í dagvinnu en samkvæmt almennum reglum vinnuré ttar sé það skilyrði þess að það 9 skapist greiðsluskylda hjá vinnuveitanda að hann hafi farið fram á viðbótarvinnu. Starfsmaður sem h aldi því fram ber i sönnunarbyrði fyrir því. 36 Stefndi bendir á að s tefnandi vís i til þess í stefnu að stefndi hafi breyt t fra mkvæmd í desember 2020 . Það sé rangt og hafi eina breytingin á þeim tíma verið sú, að í stað þess að flugvirkjar hafi fyllt ú t pappír með yfirskriftinni hafi þeirri skýrslu verið komið á rafrænt form. Við þá breytingu hafi félagsmenn stefnanda skráð í rafrænt tímaskráningarkerfi upplýsingar um yfirvinnu. Í stað þess að sjá á launaseðli hvort yfirvinna hafi verið samþykkt eða hafnað af yfirmanni sjá i þeir nú í tímaskráningarkerfinu afstöðu yfirmanns. Hafi félagsmenn stefnand a skráð yfirvinnu vegna ætlaðrar vinnu í kaffitímum birtist synjun yfirmanns þeim í tímaskráningarkerfinu. Ö llum flugvi r kjum hjá stefnda hafi verið ljóst að þeir h efðu almennt ekki fengið greidda yfirvinnu fyrir ætlaða vinnu í kaffitímum í dagvinnu , enda y firvinna ekki greidd og hafi það verið augljóst af launaseðlum. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við þessa framkvæmd. 37 Félagsmenn stefnanda hafi skil að á sama blaði , , upplýsingum um vinnu í kaffitímum í yfirvinnu. Óumde ilt sé að greiða beri sérstaklega fyrir unna kaffitíma í yfirvinnu og st andi reitur á yfirlitsblaðinu fyrir þá vinnu. Stefndi bendir á að í einstaka tilvikum h afi fyrir mistök við launavinnslu verið greidd yfirvinna vegna ætlaðrar vinnu í kaffitímum í dagv innu sem starfsmaður hafi ekki átt rétt á að fá greidda. Ekki sé óeðlilegt að mistök verði við einstaka afgreiðslur. Stef ndi h afi ekki gert kröfu um endurgreiðslur enda t aki hann á sig mistökin. Einstaka mistök get i þó ekki skapað venju eða breytt áratugalangri framkvæmd að mati stefnda . Almennt haf i félagsmenn stefnanda vitað um og virt það að kaffitímar hafi verið felldir niður gegn styttingu vinnutíma og því ekki gert kröfu um greiðslu yfirvinnu. 38 Stefndi vísar til þess að í þeim gögnum sem stefn andi hafi lagt fram, launaseðlum og fylgigöngum og sundurliðunum úr vinnutímakerfi , sé að finna yfirvinnu vegna lengri viðveru en ráðningarsamningur segi til um og vegna vinnu í kaffitímum í yfirvinnu. Ekkert í þeim gögnum styðji fullyrðingar stefnanda um breytta framkvæmd eða að félagsmenn hans hafi fyrir desember 2020 fengið greidda yfirvinnu vegna vinnu í kaffitímum í dagvinnu. 39 Stefndi kveðst byggja á því að j afnvel þó litið verði svo á að kaffitímar í dagvinnu hafi ekki verið felldir niður eig i félagsm enn stefnanda ekki rétt til greiðslu yfirvinnu vinni þeir þá. Í kjarasamningum stefnanda við stefnda sé ekki að finna ákvæði um að félagsmenn stefnanda eigi rétt til sérstakra r greiðslu yfirvinnu sé óskað eftir að þeir vinni kaffitíma í dagvinnu. 40 Í kjaras amningi stefnanda og stefnda sé í kafla 4.2 um yfirvinnu einungis ákvæði um að greiða skuli sérstaklega fyrir vinnu í kaffitímum í yfirvinnu, ekki í dagvinnu. Hvergi í kjarasamningi sé ákvæði um að greiða eigi yfirvinnu vegna vinnu í 10 kaffitímum í dagvinnu, ekki í 2. kafla um vinnutíma, ekki í 3. kafla um yfirvinnu og ekki heldur í 4. kafla um matar - og kaffitíma. 41 Í grein 4.2 , sem stefnandi vís i til í stefnu , sé eingöngu ákvæði um að greiða beri yfirvinnu vegna vinnu í kaffitímum í yfirvinnu. Þar sem kjar asamninga ber i að skýra samkvæmt orðanna hljóðan verð i þau ákvæði ekki skýrð rúmri skýringu og heimfærð yfir á kaffitíma í dagvinnu. Þegar af þeirri ástæðu ættu félagsmenn stefnanda ekki rétt til greiðslu yfirvinnu vegna vinnu í kaffitímum í dagvinnu jafnv el þó tt þeir hefðu ekki samið um að fella kaffitíma niður gegn styttri vinnutíma. 42 Stefndi byggir á því að ekki sé lagaheimild til að dæma stefnda í sekt vegna brota á ákvæðum kjarasamnings. Í 65. gr. l aga nr. 80/1938 sem stefnandi vís i til í stefnu fel ist heimild fyrir Félagsdóm til að dæma aðila til þess að greiða sektir í ríkisjóð vegna brota á lögum nr. 80/1938 en ekki vegna brota á kjarasamningi. Ber i því að sýkna stefnda af þessari kröfu stefnanda. 43 Stefndi byggir á lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, gildandi kjarasamningi stefnanda og stefnda og almennum reglum vinnuréttar og samningaréttar. 44 Kr öfu um málskostnað sty ður stefndi við 130. gr. l aga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 45 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . 46 Ágreiningur aðila lýtur að greiðsluskyldu stefnda Icelandair ehf. fyrir vinnu sem stefnandi kveður að félagsmönnum sínum sé stundum gert að vinna í kaffihléum í dagvinnu sem mælt er fyrir um í grein 4.1.1 í kjarasamningi aðila. Eins og rakið hefur verið er í kjarasamningsákvæðinu k veðið á yfirvinnukaup samkvæmt grein 3.1 í kja r a samningi aðila þegar þe im er gert að vinna í slíkum kaffihléum. Heldur stefnandi því fram að það hafi stefndi ávallt gert fram til desember 2020 en frá þeim tíma hafi félagsmönnum stefnanda verið synjað um yfirvinnugreiðslu við þessar aðstæður . 47 Stefndi hafnar framangreindri lýsingu á greiðsluframkvæmd sinni. Hann heldur því fram að snemma á tíunda áratug síðustu aldar hafi komist á samkomulag við starfsmenn um að afnema kaffihlé í dagvinnu og stytta vinnutímann sem því n emur . Bendir stefndi í því sambandi á grein 4.1.2 í gildandi kjarasamningi aðila en þar segir á móti hafi komist á sú framkvæmd að heimilt væri að taka tvær 7 mínútna standandi kaffipásur á dag í dagvinnu . Ber að skilja málatilbúnað stefnda á þann veg að hann 11 greiði ekki yfirvinnukaup h aldi starfsmenn áfram að vinna í stað þess að taka slíkar kaffipásur. 48 Hildur Björg Jónsdóttir gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins en hún hefur um árabil starfa ð s em tímavörður í viðhaldsdeild stefnda Icelandair ehf. Í starfinu felst meðal annars að fara yfir tímaskýrslur starfsmanna. Hún staðhæfði að kaffitímar í dagvinnu væru ekki skilgreindir í tímaskráningarkerfi félagsins og að ekki væri greitt fyrir þá tíma . Aðspurð kvað hún þær yfirvinnugreiðslur , sem gögn málsins bæru með sér að inntar hefðu verið af hendi vegna vinnu í kaffitím a, væru vegna kaffitíma í yfi r vinnu en ekki dagvinnu. Í þ ví sambandi ber að geta þess að í grein 4.2.3 í kjarasamningi aðila er sérs taklega kveðið á um að greiða skuli yfirvinnukaup sé unnið í matar - eða kaffitíma í yfirvinnu. 49 Ragnar Karlsson, fyrrverandi flugvirki hjá stefnda Icelandair ehf., gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hann sat um tíma í stjórn stefnanda og var formaður félagsins. Hann bar á þann veg að skömmu eftir að 40 klukkustunda vinnuvika var tekin upp árið 1971 hafi komist á samkomulag milli flugvirkja og stefnda um að sleppa kaffitímum og stytta vinnudaginn þannig að flugvirkjar ynnu 37 klukkustundir og fimm mínútur á viku, það er daglega fjórar klukkustundir fyrir hádegi og þrjá tíma og 25 mínútur eftir hádegi . Á sama tíma hafi komist á samkomulag um að taka standandi kaffitíma sem hafi fyrst verið eitthvað styttri en 10 mínútur . Síðar hafi hann heyrt að þessi kaffitími haf i verið styttur í 7 mínútur. 50 Theodór Brynjólfsson, fyrrverandi flugvirki hjá stefnda Icelandair ehf . , en hann gegndi síðustu 18 árin s tarfi yfirflugvirk ja , gaf enn fremur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Vitnið greindi frá því að hann hefði verið í samnin ganefnd fyrir hönd stefnanda til að byrja með en síðar hafi hann setið í samninganefnd fyrir hönd stefnda Icelandair ehf. Hann greindi frá því að þegar hann hafi byrjað störf hjá stefnda sem flugvirki á Reykjavíkurflugvelli árið 1984 hafi vinnudagurinn byrjað kl ukkan 7.30, kaffihlé verið tekið í 7 mínútur kl ukkan 9.00, hádegismatur verið frá kl ukkan 11.30 til kl ukkan 12.00 , 7 mínútna kaffihlé því næst tekið kl ukkan 14.00 og dagvinnu lokið kl ukkan 15.30 . Breyting hafi orðið á þessu þegar starfsemin var fl utt varanlega til Keflavíkur flugvallar árið 1992. Þá hafi dag vinnutími hafist í Keflavík kl ukkan 8.00, 7 mínútna kaffitími verið frá kl ukkan 9.00, hádegismatur frá kl ukkan 11.30 til kl ukkan 12.00 , kaffi hlé verið tek i ð í 7 mínútur frá kl ukkan 14.00 og síðan farið heim kl ukkan 15.45. Aðspurður kvað hann einungis standandi kaffitíma í 7 mínútur hafa verið í boði og að enginn ágreiningur hafi verið um það allt þar til hann lauk störfum hjá stefnda árið 2018 . 51 Stefndi hefur enn fremur lagt fram ljósrit af upplýsingum sem hanga á vegg á vinnustað félagsmanna stefnanda hjá stefnda Icelandair ehf. en þau sýna fyrirkomulag matar - og kaffitíma. Samkvæmt þeim gögnum er tekið 7 mínútna kaffihlé í dagvinnu frá kl ukkan 9.00 og frá kl ukkan 14.00 líkt og Ragnar og The odór báru um. Framburði þeirra til frekari stuðnings má vísa til framlagðrar fundargerðar samstarfsnefndar 12 flugvirkja og Flugleiða 28. desember 1992 sem ber með sér að vinnustaður flugvirkja hafi verið að flytjast til Keflavíkurflugvallar. Þar segir að ful ltrúar flugvirkja hafi verið sammála um að rúta ætti að leggja af stað úr bænum kl ukkan 7.00 . Hafi þeir lagt til að vinna hæfist kl ukkan 7:45 í Keflavík og að vinnutíma lyki kl ukkan 15.40. Bókað var að þeir vildu - og kaff itíma og er í REK í dag 52 Gögn málsins bera með sér að dagvinnutími félagsmanna stefnanda hjá stefnda Icelandair ehf. sé nú frá kl ukkan 7.45 til 15.45. Matarhlé í dagvinnu er í 30 mín útur samkvæmt grein 4.1.1 í kjaras amningi aðila en það hlé telst ekki til vinnutíma. Þessi tilhögun vinnutíma styður þann málatilbúnað stefnda , sem jafnframt fær stoð í framburði vitna og öðrum gögnum , að samkomulag hafi verið gert á vinnustað , með heimild í grein 4.1.2 í kjarasamningi aðila, um að fella niður samningsbundið kaffihlé samkvæmt grein 4.1.1 og stytta vinnutíma félagsmanna stefnanda sem því nemur. Á móti munu hafa verið tekin upp tvö standandi kaffihlé á dag sem geta staðið í 7 mínútur í senn. Þó að vera kunni að finna megi dæmi þess að gre idd hafi verið yfirvinnu laun vegna skráningar einstakra starfsmanna á vinnu í kaffihléi í dagvinnu, sem ekki á sér stoð í kjarasamningi aðila, þá hefur stefnandi ekki sýnt fram á að komist hafi á svo fastmótuð framkvæmd um slíkar greiðslur að hún geti haft karasamningsgildi. 53 Í ljósi alls þess sem hér hefur verið rakið ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskost nað eins og í dómsorði greinir. 54 Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dómsformanns. Við dómsuppsögu var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Flugvirkjafélags Íslands. Stefn andi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Karl. Ó Karlsson Valgeir Pálsson