FÉLAGSDÓMUR Dómur föstudaginn 4. apríl 2025. Mál nr. 2/2025: Í slenska ríkið ( Fanney Rós Þorsteinsdóttir ríkislögmaður ) gegn Landssambandi slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna ( Gísli G. Hall lögmaður) Lykilorð Verkfall . Útdráttur Ágreiningur aðila laut að lögmæti verkf alla sem LSS hafði boðað í þremur stofnunum sem veita heilbrigðisþjónustu og skyldu að hluta til hefjast 7. apríl 2025. Framkvæmd boðaðra verkfalla var mismunandi á milli þeirra stofnana sem um ræ ddi , en í öllum tilvikum var gert ráð f sinnt á tilteknum tímum. Í taldi að verkföllin væru að þessu leyti ekki nægilega afmörkuð og í ósamræmi við lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Félagsdómur taldi að sjúkraflutningar, án tillits til forgangs, féllu undir starfsskyldur félagsmanna LSS. Að virtum málatilbúnaði aðila og þeim gögnum sem höf ðu verið lögð fyrir dóminn var ekki talið unnt að aðgreina þá sjúkraflutninga sem boðaðar aðgerðir tóku til með svo af gerandi hætti frá öðrum starfsskyldum félagsmanna að raunhæft væri að framfylgja þeim. Voru boðuð verkföll að þessu leyti talin ólögmæt. Þ ar sem atkvæðagreiðslur félagsmanna höfðu tekið til allra þátta sem fram komu í verkfallsboðunum og voru ekki bundnar við þessa aðgerð var vinnustöðvunin í heild sinni talin ólögmæt. Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 3. apríl sl. Málið dæma Ásgerð ur Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Oddur Ástráðsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríki sins , Arnarhváli í Reykjavík . Stefndi er Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna, Norðurbrún 2 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 2 1 Fyrsta aðalkrafa stefnanda er að viðurkennt verði með dómi að verkfall stefnda , boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, verði dæmt ólögmætt. 2 Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að verkfall stefnda, boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, verði að hluta dæmt ólögmætt, nánar tiltekið eftirfarandi þáttur í boðun verkfallsins: Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 7. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 14. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 18. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 21. apríl 2025, mun sjúkraflut ningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 23. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 25 . apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. 3 Önnur aðalkrafa stefnanda er að viðurkennt verði með dómi að verkfall stefnda , boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisst ofnun Norðurlands, verði dæmt ólögmætt. 4 Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að verkfall stefnda, boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, verði að hluta dæmt ólögmætt, nánar tilteki ð eftirfarandi þáttur í boðun verkfallsins: Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 18. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 21. apríl 2025, mun sjúkraf lutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 23. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 25. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt . 5 Þriðja aðalkrafa stefnanda er að viðurkennt verði með dómi að verkfall stefnda , boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigð isstofnun Vesturlands, verði dæmt ólögmætt 3 6 Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að verkfall stefnda , boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, verði að hluta dæmt ólögmætt, nánar til tekið eftirfarandi þáttur í boðun verkfallsins: Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 14. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 18. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 21. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 23. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. Á tímabilinu frá kl. 08:00 til 16:00, þann 25. apríl 2025, mun sjúkraflutningum á lofti, láði og legi sem flokkast undir F4, ekki vera sinnt. 7 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 8 Stefndi krefst sýknu en til vara að einungis varakröfur stefnanda verði teknar til greina. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 9 Kjarasamningur stefnda og fjármála - og efnahagsráðherra f yrir hönd ríkissjóðs féll úr gildi 1. apríl 2024 og hófust í kjölfarið viðræður á milli aðila. Nýr kjarasamningur var undirritaður 3. október sama ár en var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna . 10 Frá 19. til 21. mars 2025 stóð yfir a tkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá félagsmönnum stefnda sem starfa við sjúkraflutninga hjá fjórum heilbrigðisstofnunum. Kosið var um verkfallsboðun hjá hverri stofnun fyrir sig. 11 Með fjórum bréfum stefnda 21. mars 2025 var stefnanda tilkynnt um boðun ve rkfalls hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Gert er ráð fyrir ólíkri framkvæmd boðaðra vinnustöðvana hjá stofnununum en aðgerðir hjá HS ótakmarkað verkfall all samkvæmt kjarasamningi aðila. 12 Með tölvubréfi frá starfsmanni fjármála - og efnahagsráðuneytisins 25. mars 2025 var rökstutt að stefnandi teldi boðuð verkföll hjá HSU, HSN og HVE ólögmæt og var þess óskað að stefndi félli frá verkfallsboðun. Veittur var frestur til 28. sama mánaðar, 4 klukkan 12:00, til að bregðast við en ella yrði gripið til lögmætra úrræða. Með tölvubréfi sem barst stuttu fyrir hádegi þann dag var tilkynnt að stefndi teldi boðuð verkföll lögm æt og að ekki yrði fallið frá verkfallsboðun. Málsástæður og lagarök stefnanda 13 Stefnandi byggir á því að boðuð verkföll stefnda séu andstæð III. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og því ólögmæt. Samkvæmt lögunum sé stéttarfélög um heimilt að gera verkföll til að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum. 14 Stefnandi bendir á að aðgerð teljist vera vinnustöðvun þegar launamenn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti , sbr. 14. gr. laga nr. 94/1986 . Starfsmenn séu ráðnir í tiltekið starf sem samanstandi af mörgum verkþáttum sem saman myndi eina heild. Að mati stefnanda geti verkfall ekki náð til eins verkþáttar sem hafi í för með sér að starfi ð , sem þó sé sinnt, hafi að öðru leyti litla eða enga þýðingu. Verkfal l eigi að vera vel afmarkað og skýrt þannig að ekki fari á milli mála hvernig því skuli framfylgt og hvernig dregið sé af launum viðkomandi. Í því samhengi vísast til þess að félagsmenn stefnda sem starfi hjá ríkinu fá i greidd mánaðarlaun í samræmi við ákv æði kjarasamninga og laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hvorki í lögunum né kjarasamningi sé mælt fyrir um fyrrgreindan verkþátt né að umbunað sé fyrir hann sérstaklega. 15 Stefnandi kveður lög ekki heimila stefnda að boða verkfall sem feli í sér að almennum starfsskyldum félagsmanna sé breytt á vinnudegi. Stefnda sé ekki heimilt að stjórna vinnu starfsmanna með verkfallsaðgerðum á meðan þeir taki laun frá atvinnurekenda. Þannig sé ekki heimilt að slíta í sundur einstakar starfsskyld ur og fella niður verkefni sem ekki séu skýrt afmörkuð frá daglegum störfum. Starfsmaður geti heldur ekki haft sjálfdæmi um hvað hann geri á vinnustað í vinnutíma eins og fel ist í verkfallsboðun stefnda. 16 Stefnandi tekur fram að greidd hafi verið atkvæði um hvert og eitt verkfall, en teljist verkfall ekki að öllu leyti löglegt skuli það teljast ólöglegt í heild sinni samkvæmt dómaframkvæmd Félagsdóms. 17 Varakröfur stefnanda byggjast á því að einstakir þættir í verkfallsboðunum stefnda séu andstæðir ákvæðum III. kafla laga nr. 94/1986 og því ólögmætir. Vísað er til þess að sjúkraflutningar á lofti, láði og legi sem flokk i st undir F4 sé verkþáttur sem sé samofin n og ó rjúfanlegur hluti starfs sjúkraflutningamanna og verði ekki skilinn frá öðrum þáttum starfs ins. Sé því ekki hægt að fylgja eftir boðuðum verkfallsaðgerðum með raunhæfum hætti. V erkfallsboðun stéttarfélags verði að bera með sér öll þau atriði sem skipta mál i, meðal annars skýra og nákvæma tilgreiningu á umfangi vinnustöðvunar hverju sinni . Stefndi hafi ekki gætt þess og gangi v erkfallsboðanir út á að breyta starfsskyldum samkvæmt ráðningarsamningi sem ekki séu skýrt afmarkaðar með sérstökum launagreiðslum eð a skilgreindar innan tímaramma. S lík 5 vinnustöðvun standist ekki ákvæði laga nr. 94/1986 , sbr. einnig dóm Félagsdóms í máli nr. 5/2019. 18 Stefnandi vísar til þess að til sjúkraflutninga teljist allir flutningar sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa, hvort sem s é í lofti, á láði eða legi, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 262/2011 um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga. Skilgreining á sjúkraflutningum í F1 til F4 sé liður í innra skipulagi hjá hlutaðeigandi rekstraraðilum , en fyrst og fremst sé um að ræða flokkun á þ eim verkefnum sem sjúkraflutningamenn sinn a. Þannig sé F1 hæsti forgangur en F4 sá lægsti og séu öll erindi sem berist Neyðarlínunni til að mynda greind samkvæmt greiningarferlum neyðarvarða. 19 Stefnandi leggur áherslu á að sjúkraflutningar, sama hver forgan gur þeirra sé , séu í grunninn þeir sömu, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 262/2011. Þá sé hvorki launað sérstaklega fyrir F4 flutninga í kjara - eða ráðningarsamningi né séu starfsmenn ráðnir til að sinna þeim eingöngu. Tilfallandi sé hvers konar forgangsflutnin gi sjúkraflutningamenn sinn i hverju sinni og r áðist það af ytri þáttum og atvikum. Sjúkraflutningar í hvers kyns forgangi séu þannig liður í eðlilegri rækslu starfs sjúkraflutningamanna sem ekki verð i slitið í sundur. 20 Stefnandi byggir jafnframt á því að ve rkfallsboðanir stefnda samræmist ekki 18. gr. laga nr. 94/1986. Samkvæmt ákvæðinu eigi boðað verkfall að taka til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt sé að leggja ni ður störf samkvæmt lögunum. Af orðalagi ákvæðisins megi ráða að verkfall þurfi að taka til allra starfsmanna og þar með venjulegra starfa þeirra í heild sinni. Það fel i þá eftir atvikum í sér að allir , eins og til dæmis geti átt við þegar vinnustöðvanir séu skilgreindar tímabundið í tiltekinn teldist þá ótímabundið allsherjarverkfall. 21 Stefnandi telur ljóst að sjúkraflutningamenn sinni F4 sjúkraflutningum á mismunandi tímum og eftir atvikum alls ekki vegna annarra skyldna eða fyrirmæla. Af þeim sökum sé skilyrði 18. gr. laga nr. 94/1986 jafnframt ekki uppfyllt, sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms 9. febrúar 2025 í máli nr. 1/2025. Af dóminum megi ráða að gerðar séu ríkari kröf ur til stéttarfélaga þegar þau boði verkföll samkvæmt lögum nr. 94/1986 en samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Helgist það af hinu lögmæta markmiði að tilhögun verkfallsaðgerða sem og atkvæðagreiðsla þurfi að vera skýrar og fyrirsjáa nlegar þar sem verið sé að skerða almannaþjónustu. 22 Stefnandi tekur fram að hann hafi ekki forræði á því hvort eða hvernig stefndi fari í verkfall svo lengi sem það samræmist lögum. Hafa beri í hug a að hinu opinbera sé ekki veittur verkbannsréttur ólíkt þv í sem eigi við um atvinnurekendur samkvæmt lögum nr. 80/1938. Þá sé það ekki hlutverk stefnda að tryggja á sem bestan hátt órofna starfsemi með aðgerðum sínum, enda sé í 19. og 20. gr. laga nr. 94/1986 gert ráð fyrir ákveðnu kerfi komi til verkfalls svo na uðsynlegustu þjónustu sé sinnt gagnvart 6 almenningi. Taki undanþágulisti samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laganna til þeirra starfa sem þar séu tilgreind í heild sinni en ekki einstakra starfsmanna eða einstakra verkþátta starfsins. Það styðji þá málsástæðu stefnan da að ekki sé hægt að fara í verkfall í tilgreindum verkþætti starfs. Málsástæður og lagarök stefnda 23 Stefndi byggir á því að þær verkfallsboðanir sem um ræðir séu lögmætar og uppfylli skilyrði laga nr. 94/1986. Ágreiningur aðila varði verkfallsaðgerð sem l úti að tilteknum verkþætti , það er F4 flutningum sem sé lægsta forgangsstig sjúkraflutninga . Þar undir falli sjúkraflutningar þar sem sjúklingur sé fluttur frá einni sjúkrastofnun til annarrar. Geti e instaklingar almennt ekki pantað slíka sjúkraflutninga ó líkt því sem geti átt við um sjúkraflutninga í hærri forgangi þegar um slys eða alvarlegri veikindi sé að ræða , en frá því geti þó verið undantekningar. 24 Stefndi leggur áherslu á að F4 sjúkraflutningar séu skýrt afmarkaður verkþáttur og aðgreinanleg ur frá öðrum störfum slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986 sé stefnda heimilt að boða verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um kjarasamning, með þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett séu í lögunum. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr., sem eigi rætur að rekja til laga nr. 67/2000, teljist til verkfall s í skilningi laganna þegar starfsmenn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu starfsmanna sem jafna megi til verkfall s . Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 67/2000 komi fram að málsgreinin sé efnislega samhljóða 2. mgr. 19. gr. laga nr. 80/193 8, eins og henni hafi verið breytt með 4. gr. laga nr. 75/1996. Þannig falli undir skilgreiningu á verkfalli samkvæmt báðum lagabálkum sambærileg a r aðgerð ir sem jafna megi til vinnustöðvunar . Þetta endurspegli vilja löggjafa ns til að afmarka með rúmum hætti þær aðgerðir sem st éttarfélög megi grípa til í þágu sameiginlegra markmiða félagsmanna sinna, að því tilskildu að þær séu boðaðar á þann hátt sem lög mæli fyrir um og að reglur um friðarskyldu séu virtar. 25 Stefndi vísar til þess að grundvallarrétturinn til verkfalls sé tryggð ur með 74. og 75. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Heimildir stéttarfélaga til að fara í verkföll séu bundnar þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett séu í lögum, enda uppfylli þau stjórnskipulegar kröfur, og ber i að túlka allar takmarkanir þröngt. 26 Samkvæmt skýru orðalagi 2. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986 geti verkfall tekið til þess að starfsmenn leggi niður störf sín að einhverju eða öllu leyti. Verkfall, sem tekur til tiltekins eða tiltekinna verkþátta starfs, sé því heimilt, enda sé sá hluti starfsskyldna sem um ræðir nægilega afmarkaður til þess að hægt sé að framfylgja verkfallinu , sbr. dóma Félagsdóms í mál um nr. 9/2016 og 5/2019. 7 27 Stefndi byggir á því að sú tegund sjúkraflutninga sem verkfallsboðun taki til sé skýrt afmörkuð frá öðrum störfum sjúkraflutningamanna og sé verkfallið framkvæmanlegt. Ekki skipt i máli hvort greitt sé sérstaklega fyrir þá flutninga sem um ræðir og geti það ekki ráðið úrslitum um hvort verkþáttur teljist nægilega aðgreinanlegur f rá öðrum störfum. Því er mótmælt að túlka beri verkfallsrétt stefnda með þrengri hætti en stéttarfélaga sem starfa á almennum vinnumarkaði, enda eigi það sér ekki stoð í orðalagi þeirra lagaákvæða sem um ræðir. 28 Því er mótmælt að verkfallsboðun stefnda sé ólögmæt þar sem hún taki ekki til allra starfsmanna vinnuveitanda, sbr. 18. gr. laga nr. 94/1986 og dóm Félagsdóms í máli nr. 1/2025. V erkfallsboðun stefnda t aki jafnt til allra félagsmanna stefnda hjá viðkomandi vinnuveitendum, ólíkt þeim verkfallsaðgerð um sem fjallað hafi verið um í tilv itnuðum dómi. 29 Stefndi te kur fram að ákvörðun um tilhögun verkfallsaðgerð a hafi verið tekin með tilliti til þess að öryggi sjúklinga sé sem best tryggt og hafi afmörkun við umræddan verkþátt verið þáttur í því. Fyrir ligg i að a ðgerðir muni stigmagn a st dugi vægari aðgerðir ekki til þess að aðilar nái saman um gerð nýs kjarasamnings. 30 Til stuðnings varakröfu stefnda er lögð áherslu á að rök standi ekki til þess að lýsa verkallsaðgerðir stefnda ólögmætar í heild sinni , enda sé ekki ágreiningur um aðra þætti aðgerðanna en þá sem snú i að F4 flutningum og v erkfallsboðun því í öllu falli lögmæt að öðru leyti. Niðurstaða 31 Mál þetta, sem varðar lögmæti boðaðra vinnustöðvana, á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 26. gr. lag a nr. 94/1986. 32 Ágreiningur aðila lýtur að lögmæti verkfalla sem stefndi hefur boðað í þremur stofnunum sem veita heilbrigðisþjónustu og skulu að hluta til hefjast 7. apríl 2025. Svo sem áður greinir er framkvæmd boðaðra verkfalla mismunandi á milli þeirra stofnana sem um ræðir, en í öllum tilvikum er gert ráð fyrir því að það sá þáttur aðgerðanna sem stefnandi telur ólögmætan. 33 Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 94/1986 er stéttarfélagi, sem er samningsaðili samkvæmt lögunum, heimilt að gera verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um kjarasamning með þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í lögunum. Fram kemur í 2. mgr. gr einarinnar, sem á rætur að rekja til laga nr. 67/2000, að það teljist til verkfalla í skilningi laganna þegar starfsmenn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildi um aðrar sambær ilegar aðgerðir af hálfu starfsmanna sem jafna má til verkfalla. Af athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 67/2000 verður ráðið að málsgreininni hafi verið bætt við lögin til að tryggja samræmi á milli laganna og laga nr. 80/1938 um það hvort jafn a megi fjöldauppsögnum til 8 vinnustöðvunar, en með dómi Félagsdóms í máli nr. 7/1999 hafði verið vísað til munar á lagabálkunum að þessu leyti. Þá er rakið í athugasemdunum að hin nýja málsgrein sé efnislega samhljóða 19. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 4. gr. l aga nr. 75/1996, en orðalagið ekki alveg eins þar sem lög nr. 94/1986 geri ekki ráð fyrir heimild vinnuveitanda til verkbanns. 34 Samkvæmt framangreindu telst það bæði til verkfalls í skilningi laga nr. 94/1986 og laga nr. 80/1938 þegar starfsmenn leggja nið ur venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Svo sem rakið er í dómi Félagsdóms 6. apríl 2015 í máli nr. 10/2015 tíðkaðist það almennt ekki við setningu laga nr. 94/1986 að verkföll opinberra starfsman na væru tímabundin eða bundin við tiltekinn vinnustað. Framkvæmdin hefur tekið breytingum og eru þess ýmis dæmi að stéttarfélög boði til vinnustöðvana sem takmarkist við tiltekna vinnustaði og markist af tímabundnum lotum, sbr. til dæmis dóma Félagsdóms 3. nóvember 2011 í máli nr. 12/2011 og 9. febrúar 2025 í máli nr. 1/2025. 35 Lagt hefur verið til grundvallar að verkfall verði að beinast að ákveðnum vinnuveitendum og ná til ákveðinna starfa. Verður þannig að vera skýrt hvert umfang boðaðrar vinnustöðvunar s kal vera. Sé ekki ætlunin að starfsm enn leggi niður störf að öllu leyti þarf aðgerðin að ná til nægilega afmarkaðs hluta af starfsskyldum þeirra til að hægt sé að framfylgja henni. Eigi vinnustöðvun að ná til hluta starfsskyldna verður sá þáttur jafnframt að vera aðgreinanlegur frá öðrum þáttum starfsins, sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms 18. maí 2016 í máli nr. 9/2016 og 15. mars 2019 í máli nr. 5/2019 , og getur eftir atvikum haft þýðingu hvort ljóst sé hvernig greiðslum fyrir þáttinn sé háttað, sbr. fyrstnefndan dóm. 36 Samkvæmt gögnum málsins sinna félagsmenn stefnda sjúkraflutningum, án tillits til forgangs og er hvorki í kjarasamningi né stofnanasamni ngum gerður greinarmunur á þáttum starfsins að þessu leyti. Fram kemur í 1. gr. reglugerðar nr. 262/2011 um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga að til sjúkraflutninga teljist allir flutningar sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa, hvort sem er í lofti, á lá ði eða legi . Ekki er vikið að mismunandi forgangi eða tegundum flutninga í reglugerðinni. 37 Hvað sem þessu líður eru aðilar sammála um að sjúkraflutninga megi greina í flokkana F1 til F4 eftir forgangi . Í stefnu er vísað til þess að erindi sem berast Neyðar línu séu greind með eftirfarandi hætti: F1 er þegar alvarleg slys eða sjúkdómar ógna lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi og þörf er sérhæfðri aðstoð læknis eða bráðatæknis. F2 er þegar alvarleg slys eða sjúkdómar ógna lífsnauðsynlegri líkamsstarfsemi en ekki er talin þörf á sérhæfðri aðstoð læknis eða bráðatæknis . F3 er þegar sjúklingur upplifir vægari sjúkdómstilfelli og/eða minni slys. 9 F4 eru allir almennir sjúkraflutningar þar sem ekki er um að ræða bráðveikindi eða slys. 38 Þessi flokkun á sér hvorki stoð í lögum, reglum né kjarasamningi, en aðilar eru sammála um að greiningin sé liður í innra skipulagi sjúkraflutninga. Hafa verið lögð fyrir réttinn gögn sem gera ráð fyrir þessari flokkun, en um er að ræða fylgirit 4 með brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborg arsvæðisins og tillögur nefndar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að fjalla um sjúkraflutninga frá 1. nóvember 2008. Jafnframt liggur fyrir svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um biðtíma eftir sjúkrabíl og sjúkraflugi frá 153. löggjafarþingi 2022 - 202 3 þar sem gerð er grein fyrir forgangi 1 4. Í svarinu er lýsing flokkanna ekki samhljóða því sem greinir í stefnu og segir verkefnastjóra á varðstofu. Aðgerðin hefur hug s anlega ákveð in tímamörk, svo sem stefnda vísað til þess að undir F4 falli sjúkraflutningar þar sem sjúklingur sé fluttur frá einni sjúkrastofnun til annarrar og geti einstaklingar almenn t ekki pantað slíka þjónustu, en frá því geti verið undantekningar. Samkvæmt framangreindu á sú flokkun sjúkraflutninga sem vísað er til í verkfallsboðun um stefnda sér ekki skýran grundvöll . V ið munnlegan málflutning kom fram að stefndi teldi að miða bæri við þær lýsingar sem greinir í stefnu og er ljóst að greiningu eftir forgangi er beitt í framkvæmd. 39 Svo sem rakið hefur verið falla sjúkraflutningar undir starfsskyldur félagsmanna stefnda án tillits til forgangs og segir til að mynda í framlögðum starfsl ýsingum frá neyðarflutning, almennan sjúkraflutning og millistofnanaflutning hvort sem er í fá félagsmenn greidd mánaðarlaun fyrir vinnu sína óháð tegund þeirra sjúkraflutninga sem er sinnt. Að sama skapi liggur fyrir að það ræðst af aðstæðum og skipulagi hverju sinni að hvaða marki einstakir starfsmenn sinna sjúkraflutningum með mismunandi forgangi frá degi til dags . Þá verður ekki fram hjá því litið að flokkun sjúkraflutning a í F1 til F4 er fyrst og fremst liður í innra skipulagi , svo sem áður greinir, og er umtalsverðu mati háð hvenær flutningur fellur undir F3 ( þegar sjúklingur upplifir vægari sjúkdómstilfelli og/eða minni s lys ) og F4 ( allir almennir sjúkraflutningar þar sem ekki er um að ræða bráð veikindi eða slys ) . 40 Að virtum málatilbúnaði aðila og þeim gögnum sem hafa verið lögð fyrir dóminn verður að leggja til grundvallar að ekki sé unnt að aðgreina þá sjúkraflutninga s em boðaðar aðgerðir stefnda skuli taka til með svo af gerandi hætti frá öðrum starfsskyldum félagsmanna stefnda að raunhæft sé að framfylgja þeim. 41 Samkvæmt framansögðu er u boð uð verkf ö ll stefnda hjá HSU, HSN og HVE að þessu leyti ólögmæt. Atkvæðagreiðslur félagsmanna stefnda sem starfa hjá umræddum stofnunum voru ekki bundnar við þessa aðgerð heldur l utu þær að öllum þeim atriðum sem fram komu í verkfallsboðun um stefnda. Félagsmenn stefnda tóku þannig 10 ákvörðun um boðun vinnustöðvunar er náði til allra þeirra þátta sem þar komu fram í einu lagi. Við þessar aðstæður leiðir niðurstaða um að einn þáttur boðaðrar vinnustöðvunar sé ólögmætur til þess að vinnustöðvunin telst í heild sinni ólögmæt, sbr. til hl iðsjónar dóm Félagsdóms í 15. mars 2019 í máli nr. 5/2019. Að þessu virtu v erða aðalkröfur stefnanda teknar til greina. 42 Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Dómsorð: Verkfall stefnda, Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna, boðað með bréf i 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, er ólögmætt. Verkfall stefnda, boðað með bréfi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, er ólögmætt. Verkfall stefnda, boðað með bré fi 21. mars 2025 og sem hefjast skal 7. apríl 2025 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, er ólögmætt. Málskostnaður fellur niður.