1 Ár 2018, miðvikudaginn 21. nóvember , var í Félagsdómi í málinu nr. 6 /2018 Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Félag s vélstjó ra og málmtæknimanna vegna Reinholds Richter gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 30. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Guðni Á. Haraldsso n, Ásmundur Helgason, Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Félag s vélstjóra og málmtæknimanna, Stórhöfða 25, Reykjavík, vegna Reinholds Richter, Álakvísl 69, Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35, Reykjavík, vegna Rio Tinto á Íslandi hf. , Straumsvík, Hafnarfirði . Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess a ðallega að viðurkennt verði að stefnda beri, við útreikning launa Reinhold s Richter, sem aðaltrúnaðarmanns, frá 20. mars 2018, að miða við launaflokk 11 - 555 - 08. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að stefnda beri, við útreikning launa Reinhold Richter, sem aðaltrúnaðarmanns, frá 20. mars 2018, að miða við launaflokk 11 - 5 5 - 08. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda a ð skaðlausu að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefn andi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Málavextir 2 Reinhold Richter er vélvirki og hóf störf sem slíkur hjá stefnda, Rio Tinto á Íslandi hf. , á árinu 2000. Í málinu liggur frammi sveinsbréf Reinholds í stálvirkjasmíði, dagsett 8. júní 1989, og þá liggur fyrir að hann lauk framhaldsnámi í Stóriðjuskólanum 2006. Reinhold var kjörinn aðaltrúnaðarmaður í mars 2018. Í bréfi Rio Tinto á Íslandi hf. til Reinholds 26 . mars 2018 segir meðal annars : r s 2018 gegnir þú stöðu aðaltrúnaðarmanns ISAL. Launakjör þín verða samkvæmt gildandi samningi: - 15 launaflokkur - 15% flokkstjóraálag - 5% námskeiðsauki - 6,14 tímar í fasta yfirvinnu - Auka fatapeningur 8.246 kr - Í bréfinu er jafnframt ví sað til þ ess að ráðningarskilmálarnir séu í samræmi við gildandi kjarasamning milli fyrirtækisins og hlutaðeigandi stétta rféla g a . Með bréfi Rafiðnaðarsambands Íslands til Rio Tinto á Íslandi hf. , dagsettu 17. maí 2018, var vísað til framangreinds bréfs fyrirtækisins til Reinholds Richter og þess krafist að laun hans yrðu leiðrétt á þann hátt að hann nyti 8% álags á laun sín vegna sveinsprófsins frá því hann tók við stöðu aðaltrúnaðarmanns og jafn framt að honum yrði greitt í samræmi við að hann hefði lokið námi í Stóriðjuskólanum, svo sem hann hefði notið áður en hann hefði verið færður til í starfi og tekið við stöðu aðaltrúnaðarmanns. Stefndi hafnaði kröfum stefnanda 5. júní sl. með þeim rökum að sveinsprófsálag ætti einungis við um störf iðnaðarmanna og að nám í Stóriðjuskólanum kæmi ekki til hækkunar á launum aðaltrúnaðarmanns sem væru skilgreind með tæmandi hætti í aðalkjarasamningi. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi kveðst byggja að alkröfu sína á kjarasamnings milli Rio Tinto á Íslandi hf. (ISAL) og hlutaðeigandi stéttarfélaga, þ.e. Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT Félags iðn - og tæknigreina, Rafiðnaðarsambands Íslands (vegna Félags íslenskra rafv irkja og Félags rafeindavirkja), VR og MATVÍS. S amningurinn beri með sér að Reinhold Richter eigi rétt á að fá greitt sveinsbréfsálag og námskeiðsauka fyrir nám sitt í Stóriðjuskólanum og af því leiði að hann eigi að fá greidd lau n samkvæmt launaflokki 11 - 555 - 8. Stefnandi vísar til þess að kjarasamningar kveði á um kjarasamningsbundin kjör, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og 7. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Útreikningar stef nda á launum Reinholds séu því í andstöðu við gildandi kjarasamning og séu lægri en kjarasamningsbundin laun hans eigi að vera. 3 Krafa stefnanda byggist á því að Rein hold hafi átt rétt á því að fá greitt sem aðaltrúnaðarmaður samkvæmt 15. launaflokki og ti l viðbótar greiðslur fyrir að hafa sveinspróf eldra en fimm ára og vegna náms í Stóriðjuskólanum í samræmi við ákvæði kjarasamnin g sins. Stefndi geti ekki ákveðið einhliða að fella niður kjör Reinholds með vísan til stöðu hans sem aðaltrúnaðarmaður , enda sé ekki kveðið á um það í kjarasamningi að aðaltrúnaðarmaður geti hvorki notið sveinsbréfsálags né námskeiðsauka vegna náms í Stóriðjuskólanum. Stefnandi vísar til greinar 3.5 í kjarasamningnum, sem fjalli um tilfærslu milli starfa, en þar komi fra m að sé starfsmaður færður í starf sem er í lægri launaflokki, skuli hann halda fyrri launum eins og uppsagnarfrestur segi til um, nema slíkt sé gert með tilteknum fyrirvara. Séu starfsmenn færðir tímabundið til að anna s t störf eða hluta af störfum sem eru í hærri launaflokki eða utan þeirra, fái þeir laun samkvæmt honum á meðan eða samkvæmt 13. launaflokki, sé starfið utan launaflokka, sbr. þó grein 3.6, enda vinni þeir við þau störf að minnsta kosti hálfan vinnudag. Í stefnu er vísað til þess að þegar R einhold hafi ritað undir staðfestingu á tilfærslu hafi það ekki verið skilningur hans að laun hans myndu lækka , heldur að grunnlaun hans myndu hækka þar sem hann færi úr launaflokki 14 í launaflokk 15. Hefði hann aldrei fallist á að tilfærslan hefði í för með sér grunnlaunalækkun. Stefndi byggir á því að túlka eigi kjarasamning aðila samkvæmt orðanna hljóðan en samkvæmt því sé ekkert sem komi í veg fyrir eða heimili stefnda að greiða Reinhold Richter ekki sveinsbréfsálag og námskeiðsauka. Honum beri að gre iða laun samkvæmt launaflokki 555 sem sé 15. launaflokkur þar sem litið sé til framhaldsnáms í Stóriðjuskólanum. Samkvæmt kjarasamningnum haldi Reinhold áunnum réttindum, þótt hann hafi tekið við starfi aðaltrúnaðarmanns. Í staðfestingu stefnda á tilfærslu Reinholds í starfi komi ekkert fram um að litið verði framhjá námi hans í Stóriðjuskólanum og þann óskýrleika verði að túlka stefnda í óhag, enda hafi stefndi sjálfur útbúið skjalið. Hafi ætlunin verið að svipta starfsmann, sem kjörinn er aðaltrúnaðarmaðu r, réttindum beri jafnframt að túlka óskýrt orðalag í kjarasamn ingnum atvinnurekandanum í óhag. Varakröfu sína byggir stefnan di á öllum sömu málsástæðum og aðalkröfu að breyttu breytanda. Við skýringu kjarasamningsins beri jafnframt að líta til fyrri fra m kvæmdar og launagreiðslna fyrrverandi aðaltrúnaðarmanna hjá stefnda og hafi þær fordæmisgildi í þessu máli. Vísar stefnandi að þessu leyti til upplýsinga um launakjör tilgreindra tveggja fyrrverandi aðaltrúnaðarmanna. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 1. gr. og 1. mgr. 5. gr., og um lögsögu Félagsdóms til 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laganna, sem og laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, einkum 1. gr. Þá er vísa ð til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 til stuðnings viðurkenningarkröfum. Loks vísar 4 stefnandi um málskostnaðarkröfu sína til XXI. kafla laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi bendir á að launakjör hjá ISAL taki mið af þeim störfum sem starfsmenn sinni. Röðun starfa sé tilgreind í fylgiskjali 2 með kjarasamningi aðila sem beri með sér að launaröðun sé miðuð við störf en ekki sem laun fyrir þá menntun eða einstaklingsbundnu hæf n i sem starfsmenn búi yfir . Aðaltrúnaðarmaður sé kosinn úr hópi starfsmanna og sé u starfssvið og skyldur hans þær sömu hver svo sem kjörinn sé til starfsins. Launaröðun aðaltrúnaðarmanns fari einnig eftir starfinu en ek ki þeirri menntun sem viðkomandi starfsmaður hafi. Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda að vegna þess að ekki sé samið um að aðaltrúnaðarmaður geti ekki notið sveinsbréfsálags eða launaauka vegna náms í Stóriðjuskólanum skuli greiða honum fyrir þ essi atriði. Það sé meginregla að kjarsamningur tiltaki þau atriði sem greiða skuli fyrir og því sé þessi túlkun stefnanda fráleit, enda sé ekki hægt að taka fram í kjarasamningi allt sem ekki beri að greiða starfsmanni. Laun aðaltrúnaðarmanns ráðist af sk ýrum kjarasamningsákvæðum sem túlka skuli samkvæmt orðanna hljóðan. Stefndi vísar til þess að Stóriðjuskólinn hafi verið settur á laggirnar á sínum tíma til að styrkja starfsmenn í störfum sínum í framleiðsluhluta ISAL. Starf aðaltrúnaðarmanns falli ekki undir þær skilgreiningar sem lagðar séu til grundvallar í Stóriðjuskólanum og markmiðum hans, svo sem ráða megi af gögnum málsins . Þá sé f ramhalds nám í Stóriðjuskólanum ætlað iðnaðar mönnum , sem starfi við iðn sína , en l jóst sé að þessi skilgreining e igi ekki við um aðaltrúnaðarmann. Þá li ggi fyrir að framhaldsnámið taki til þeirra starfa sem iðnaðarmenn hjá stefnda og þeirra sem lokið hafi grunnnámi í stóriðjugreinum. Stefndi tekur fram að sá aðaltrúnaðarmaður, sem hafi gegnt því starfi á undan Reinhold, hafi lokið námi í Stóriðjuskólanum en ekki fengið það metið til launa í starfi sínu sem aðaltrúnaðarmaður. Stefndi mótmælir fullyrðingu stefnanda um að Reinhold Richter hafi verið fluttur til í starfi og að ISAL hafi útbúið samkomulag um tilfærsluna. Hjá ISAL kjósi trúnaðarmenn sér aðaltrúnaðarmann úr hópi starfsmanna og hafi fyrirtækið ekkert um kjörið að segja. Jafnframt þurfi það að hlíta því að aðaltrúnaðarmaður hætti fyrra starfi sínu , án nokkurs fyrirvara, og taki við s em aðaltrúnaðarmaður. Ekki sé því um það að ræða að gert sé samkomulag um þetta fyrirkomulag, heldur sé þetta einhliða ákvörðun sem tekin sé í kjölfar kosningar aðaltrúnaðarmanns. Tilvísun í stefnu til greinar 3.5 í kjarasamningi aðila um tilfærslu í starf i eigi ekki við í málinu, enda hafi Reinhold ekki verið færður í annað starf. Hann hafi boðið sig fram til að gegna trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélög starfsmanna og þeir hafi kosið hann til starfans. Þar komi vinnuveitendur hans hjá ISAL hvergi nærri. 5 St efndi bendir á að heildarlaun Rei nholds hafi hækkað við breytinguna og nemi hæk kunin rúmum 13%. S tefnandi hafi ekki vísað til tiltekinna kjarasamningsákvæða til stuðnings kröfum sínum um greiðslu álags á laun vegna náms við Stóriðjuskólann og sveinsprófs, enda séu slík ákvæði ekki fyrir hendi í samningnum . Launasetning aðaltrúnaðarmanns sé hins vegar skýr í kjarasamningnum og eftir henni hafi verið farið í einu og öllu af hálfu ISAL. Stefndi mótmælir því að launasetning nefndra fyrrverandi trúnaðarmanna ha fi fordæmisgildi í málinu, enda hafi þar verið um að ræða einstaklingsbundna launaröðun. Kjarasamningar kveði á um lágmarkskjör og sé vinnuveitanda ekki heimilt að greiða starfsmönnum sínum lægri laun en þar sé kveðið á um. Vinnuveitandi geti hins vegar ko sið að greiða einstökum starfsmön num meira en kjarasamningar mæli fyrir um en það geti ekki haft fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna samninga - og vinnuréttar, meginreglunnar um skuldbindingargildi samnin ga, laga nr. 80/1938, u m stéttarfélög og vinnudeilur, og laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Þá byggir stefndi jafnframt á ákvæðum áðurgreinds kjarasamnings. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefndi á XXI. kafla la ga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, aðallega 130. og 131. gr. Niðurstaða Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvaða launakjara Reinhold Richter á að njóta í starfi sínu sem aðaltrúnaðarmaður hjá Rio Tinto á Íslandi hf. (ISAL). Í málinu liggur frammi kjarasamningur milli fyrirtækisins annars vegar og hlutaðeigandi stéttarfélaga, þ .e. Verkalýðsfélagsins Hlífar, VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT Félags iðn - og tæknigreina, Rafiðnaðarsambands Íslands (vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja), VR og MATVÍS hins vegar. Samkvæmt grein 9.4 í kjarasamningnum gild ir hann til 31. maí 2019. Þriðji kafli kjarasamning s ins fjallar um laun. Í grein 3.1.1 er grunnlaun um skipt í sjö launaflokka; launaflokk 11, 12/121, 122, 13, 14, 15 og 16, og fara þau stighækkandi eftir því sem launaflokkurinn er hærri. S amkvæmt grein 3.1.2 eru föst laun fundin með því bæta starfsaldurshækkun, fastri yfirvinnu og/eða vaktaálagi eftir því sem við á við grunnlaun. Í grein 3.1.3 kemur fram að regluleg laun séu aftur á móti föst laun að viðbættum ferðapeningum, námskeiðsauka, flokkstjórnarálagi, nýtingar - og gæðabónus, öryggis - og umgengnisbónus og ábyrgðarálagi þar sem það á við . Í fylgiskjali 2 með kjarasamningnum er einstökum starfsheitum raðað í launaflokka . Þar er iðnaðarmönnum raðað í launaflokk 14 og aðaltrúnaðarmanni á samt nokkrum starfs mönnum með sérstaka iðn - eða tæknimenntun í launaflokk 15. 6 Í grein 3.2 í kjarasamningnum , sem stefnandi styður kröfur sínar að hluta við, kemur fram að starfsmenn námskeiðsaukinn greiðist á föst laun, ferðapeninga, yfirvinnu, kallvaktargreiðslur og flokkstjórna rálag. Samkvæmt grein 7.16.3 er gert ráð fyrir því að starfsmenn njóti þess í klukk ustundafjölda lokinna námskeiða. Þannig veiti 240 klukkustunda námskeið 4% námskeiðsauka og 300 klukkustunda námskeið 5% námskeiðsauka. Grein 3.7 í kjarasamningnum ber yfirskriftina Starfsaldurshækkanir launa. Fjallað er um almennar starfsaldurshækkanir í grein 3.7.1. Í grein 3.7.2 , sem stefnandi reisir kröfur sínar einnig á, störf hjá I SAL , skulu eiga rétt á 5% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um. Iðnaða menn sem hafa 5 ára sveinsbréf eða eldra , þegar þeir hefja störf hjá ISAL, skulu eiga rétt á 8% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um . / Síðan eiga þeir rétt á starfsaldurshækkunum miðað við starfsaldur hjá ISAL, sem aðrir starfsmenn. / Þeir iðnaðarmenn sem ekki hafa 2 eða 5 ára sveinsbréf er þeir hefja störf hjá ISAL, skulu fá sömu launahækkun þegar tvö eða fimm ár eru liðin frá sveinsprófi, auk starfsaldurshækkana sem aðrir starfsmenn. Grein 7.11.2 í kjarasamningnum fjallar um laun aðaltrúnaðarmanns . Þar segir að þau Um laun flokkstjóra segir í grein 3.6 í sama kjarasamningi að flokkstjórar skuli fá 15% flokkstjórna rálag á föst laun, ferðapeninga og yfirvinnu. Stefnandi hefur lagt fram í málinu launaseðla Reinholds Richters mánuðina fyrir og eftir að hann tók við starfi aðaltrúnaðarmanns . Launaseðlarnir bera það með sér að fyrir breytinguna hafi honum verið raðað í l aunaflokk 11 - 454 - 8 þar sem fremsta talan skírskotar til launatöflu, talan í miðjunni til launaflokks og síðasta talan til launaþreps eftir starfsaldri. Eftir breytinguna hefur honum hins vegar verið raðað í launaflokk 11 - 15 - 8. Af launaseðlunum verður og rá ðið að fyrir breytinguna hafi hann fengi ð greiddan námskeiðsauka sem nam 4% af þeim launaliðum sem tilgreindir eru í grein 3.2 eftir því sem við átti. Eftir breytinguna var námskeiðsaukinn hækkaður á launaseðlum Reinholds í 5% af sömu launaliðum. Stefnandi hefur einnig lagt fram skjal með yfirskriftinni Mánaðarlaun launataxtar frá 1. maí 2017. Þar er tafla sem sýnir laun starfsfólks með iðnmenntun hjá fyrirtækinu . Þar taka launin breytingum samkvæmt launaflokkum annars vegar og lau naþrepum samkvæmt starfsaldri hins vegar . Í töflunni eru launaþrepin átta og ber hún með sér að starfsmönnum er raðað í áttunda þrep eftir 10 ára starf. Launflokkarnir eru tólf , þ.e. 14, 24, 54, 15, 25, 55, 16, 414, 424, 454, 525 og 555. Af skýringum við töfluna og fjárhæðum sem þar koma fram verður ráðið að launaflokkar 24 og 54 svarar til launaflokks 14 í kjarasamningi með þei m 7 hækkun um sem leiða af grein 3.7.2 vegna tveggja og fimm ára sveinsbréfa. Á sama hátt svara launaflo kkar 25 og 55 til launaflokks 15 í kjarasamningi með sömu hækkunum samkvæmt grein 3.7.2. Af skýringum og fjárhæðum í töflunni verður enn fremur ráðið að launaflokkar 414, 424 og 454 eru launaflokkar 14, 24 og 54 með 4% hækkun á laun iðnaðarmanna sem lokið hafa framhaldsnámi frá Stóriðjuskólanum. Þá svara launaflokkar 525 og 555 til launaflokka 25 og 55 , sem eins og áður segir eru reistir á launaflokki 15, með sömu hækkun vegna framhaldsnáms í Stóriðjuskólanum . Það er ágreiningslaust milli aðila að umræ dd la unatafla endurspeglar þá launaflokka sem lagðir eru til grundvallar við greiðslu launa til starfsmanna með iðnmenntun hjá ISAL, en þeir endurspeglast í framlögðum launaseðlum Reinholds. Af framangreindu er ljóst að með þ v í að raða Reinhold sem aðaltrúnaðarmanni í launaflokk 15 í stað 454 , þar sem honum hafði áður verið raðað , hefur vinnuveitandi hans lagt til grundvallar að hann eigi ekki að njóta 8% hækkunar á grundvelli greinar 3.7.2 þó að hann sé iðnaðarmaður með fimm ára sveinsb réf. Með þeirri röðun fær hann heldur ekki þá 4% hækkun sem hann naut áður vegna framhaldsnáms í Stóriðjuskólanum. Með aðalkröfu sinni leitar stefnandi viðurkenningar Félagsdóms á því að Reinhold Richter skuli sem aðaltrúnaðarm a nni hjá ISAL raðað í launafl okk 555 eins og sá launaflokkur er skilgreindur í framangreindri töflu. Felur það í raun í sér að honum verði raðað í launaflokk 15 með fyrrgrein d ri 8% hækkun samkvæmt grein 3.7.2 í kjarasamningnum auk 4% hækkunar vegna framhaldsnáms í Stóriðjuskólanum. Af framlögðum gögnum verður ráðið að Reinhold n jóti sem aðaltrúnaðarmaður 5% hækkunar á föst laun og aðra tilgreinda launaliði vegna námskeiðsauka sam kvæmt grein 3.2, sbr. grein 7.16.3 í kjarasamningnum, eins og launaseðlar hans bera með sér. Það er í samræmi við grein 7. 11.2 þar sem kveðið er á um að aðaltrúnaðarmaður skuli njóta hámarksnámskeiðsauka. Réttur hans til frekari launa hækkunar vegna framhal dsnáms í Stóriðjuskólanum verður ekki reistur á framangreindum ákvæðum kjarasamningsins um námskeiðsauka. Ekki verður séð að s líkar hækkanir launaflokk a samkvæmt umræddri launatöflu séu reistar á kjarasamningi aðila. Ágreiningur um það hvort Reinhold eigi sem aðaltrúnaðarmaður að njóta þeirrar hækkunar verður því ekki leiddur til lykta með túlkun á framlögðum kjarasamningi heldur með því að ráða í hver séu einstaklingsbundin ráðningarkjör hans samkvæmt ráðningarsamningi við vinnuveitanda hans. Úrlausn um þa ð á undir almenna dómstóla samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en ekki Félagsdóm samkvæmt 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Eins og aðalkrafa stefnanda er úr garði gerð verður henni því vísað frá Félagsdómi. Með varakröfu sinni krefst stefnandi viðurkenning ar á því að raða beri Reinhold í launaflokk 55 samkvæmt framangreindri launatöflu. Krafan miðar þannig að því að fá viðurkenningu Félagsdóms á rétti hans til laun a samkvæmt launafl okki 15 í kjarasamningi aðila með þeirri 8% hækkun grunnlauna vegna fimm ára sveinsbréfs er leiðir af grein 3.7.2 í 8 kjarasamningnum. Úrlausn þeirrar kröfu á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Eins og fyrr greinir er mælt fyrir um laun aðaltrúnaðarmanns í grein 7.11.2 . Skulu þau vera eins og flokkstjóra í 15. launaflokki , eins og þar segir . Flokkstjórar njóta 15% flokkstjórnarálags á föst laun, ferðapeninga og yfirvinnu, sbr. grein 3.6 í kjarasamningnum. Skilja verður kjara samninginn á þann veg að starfsaldurshækkanir samkvæmt grein 3.7 séu hluti fastra launa flokkstjóra, sbr. grein 3.1.2 , þ.e. starfsaldurshækkanir sem mælt er fyrir um í grein 3.7.1 og að auki starfsaldurshækkanir samkvæmt grein 3.7.2 þegar í hlut eiga stsarfsmenn sem undir það ákvæði falla. Samkvæmt síðargreinda ákvæði n u eiga flokkstjórar , sem eru iðnaðarmenn með fimm ára sveinsbréf , rétt á 8% hærri grunnlaunum en viðkomandi launaflokkur segir til um. Grein 7.11.2 verður að túlka til samræmis þannig að aðaltrúnaðarmaður , sem er iðnaðarmaður með fimm ára sveinsbréf, njóti sömu kjara og flokkstjóri í sömu stöðu. Enginn ágrei ningur er um að Reinhold Richter er iðnaðarmaður með fimm ára sveinsbréf í skilningi greinar 3.7.2, eins og gögn málsins bera með sér. Af þessu leiðir að hann á sem aðaltrúnaðarmaður rétt á launum samkvæmt launaflokki 15 með 8% hækkun á grunnlaunum eins og hann krefst viðurkenningar á með varakröfu sinni. Ber því að fallast á þá kröfu stefnanda. Í ljósi niðurstöðu málsins og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnda gert að greiða stefnanda hluta málskos tnaðar hans eins og nánar greinir í dómsorði . D ó m s o r ð: Aðalkröfu stefnanda, Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Félags vélstjóra og málmtæknimanna vegna Reinholds Richter, er vísað frá dómi. V iðurkennt er að stefnda, Rio Tinto á Íslandi hf., ber að miða við launaflokk 11 - 55 - 08 í kjarasamningi aðila við útreikning launa Reinhold s Richter sem aðaltrúnaðarmanns frá 20. mars 2018. Stefndi greiði stefnanda 250.000 krónur í málskostnað . Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Lára V. Júlíusdóttir