1 Ár 2012 , föstudaginn 5. október, er í Félagsdómi í málinu nr. 7/2012 Bandalag háskólamanna f.h. Félags lífeindafræðinga gegn íslenska ríkinu v/Heilbrigðisstofnunar Vesturlands kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtek ið 18. september 2012. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Elín Blöndal. Stefnandi er Bandalag háskólamanna, Borgartúni 6, Reykjavík, f.h. Félags lífeindafræðinga, Borgartúni 6, Reykjavík. St efndi er í slenska ríkið vegna Heilbrigðisstofunnar Vesturlands, Merkigerði 9, Akranesi. Dómkröfur stefnanda 1) Að viðurkennt verði að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.1 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að gre iða félagsmönnum félagsins , sem starfa við Heilbrigðisstofnun Vesturlands , minnst þrjár klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. 2) Að viðurk ennt verði að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins , sem starfa við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, minnst fjórar klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu á tímabilinu frá kl. 00.00 - 08.00 á mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24.00 á föstudegi eða almennum eða sérstökum frídegi skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2, nema reglulegur vinnutími starfsmanns eigi endranær að hefjast innan þriggja og hálfrar klukkustunda frá því útkall hófst sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. 2 Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi g erir þá kröfu aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Til vara er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir Stefnandi kveður málavext i þá, að á liðnum misserum hafi borið á því að heilbrigðisstofnanir stefnda hafi einhliða gert breytingar á því hvernig laun félagsmanna stefnanda séu reiknuð. Eigi það einkum við um greiðslur fyrir útköll þegar svo hátti til að útköll skarist. Hafi þá ver ið greitt fyrir samanlagðan tíma útkalla í stað þess að greiða fyrir hvert útkall fyrir sig eins og kjarasamningur geri ráð fyrir. Í einhverjum tilvikum virðist sem breytingin hafi orðið við upptöku nýrra tímaskráningarkerfa og án þess að starfsmönnum haf i verið gerð grein fyrir því að breyting stæði til. Í öðrum tilvikum hafi starfsmönnum verið tilkynnt að breytingar væru fyrirhugaðar áður en þær tóku gildi. Sem dæmi um slíkt megi nefna breytingar Sjúkrahússins á Akureyri á greiðslufyrirkomulagi fyrir vak tir félagsmanna en ágreiningi um þá einhliða breytingu sjúkrahússins hafi lokið með dómi Félagsdóms í málinu nr. 3/2011. Í þeim dómi hafi verið fallist á kröfur stefnanda þessa máls vegna þeirra félagsmanna stefnanda sem þar starfa . Þrátt fyrir framangrei ndan dóm, hafi stefndi haldið uppteknum hætti á öðrum heilbrigðisstofnunum sínum , m.a. á Heilbrigðistofnun Vesturlands. Þar hafi starfsmönnum ekki verið tilkynnt um að bre yting yrði á áralangri framkvæmd kjarasamnings og hafi starfsmenn ítrekað gert athuga semdir við þetta ráðslag , bæði munnlega og skriflega, eftir að þeir urðu þessa varir en án árangurs. Með bréfi , dagsettu 31. október 2011 , hafi stefnandi skorað á stefnda, Heilbrigðisstofnun Vesturlands , að láta þegar af hinni umdeildu útreikning saðferð v egna útkalla, þ.e. að fella saman tíma þegar ú t köll sköruðust , og vísaði þar til fyrrgreindrar niðurstöðu Félagsdóms. Engin viðbrögð hafi borist við því bréfi. Hinn 25. nóvember 2011 hafi verið óskað fundar við starfsmannaskrifstofu f jármálaráðuneyti sins u m málið og hafi sá fundur farið fram 7. desember 2011 . F ulltrúar stefnda á þeim fundi hafi hins vegar ekki fallist á kröfur stefnanda hva ð varðar greiðslur fyrir útköll. Engin frekari viðbrögð hafi komið fram v ið kröfum stefnanda en stefndi h aldi up pteknum hætti og greiði aðeins fyrir samanlagðan tíma 3 tveggja útkalla þegar fleiri en eitt útkall skar i st og brjóti því, að áliti stefnanda, þar með gegn skýru kjarasamningsákvæði. Þar sem stefndi hafi ítrekað synjað því að hverfa frá framkvæmd sinni , sé stefnand a nauðugur einn kostur að leita fulltingis Félagsdóms til að fá hlut félagsmanna sinna réttan. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir á því að ágreiningsefni máls þessa falli að lögbundnu hlutverki og verkefnum Félagsdóms samkvæmt 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi sé stéttarfélag í skilningi 4 7. gr. laga nr. 70/1996 og geri kjarasamning fyrir félagsmenn sína , þar á meðal starfsmenn stefnda , og sé því rétt að höfða mál þett a til réttra efnda á þeim kjarasamningi. Krafa stefnanda byggir á ákvæðum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra , dagsettum 28. febrúar 2005, sem endurnýjaður hafi verið með samkomulagi , dagsettu 28. júní 2008, og af tur í júní 2011 . Engar breytingar hafi verið gerðar á hinum umþrættu ákvæðum í nýrri samningu num. Ákvæðin séu svohljóðandi: 2.3.3.1 Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup f yrir að minnsta kosti 3 klst. nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan þriggja klst. frá því að hann fór til vinnu en þá greiðist yfirvinna frá upphafi útkalls fram til þess að reglulegur vinnutími hefst. Ljúki útkalli áður en 3 klst. eru liðnar frá lo kum hinnar daglegu vinnu, skal greiða yfirvinnu fyrir tímann frá lokum hinnar daglegu vinnu til loka útkallsins. 2.3.3.2 Ef útkall hefst á tímabilinu kl. 00:00 - 08:00 frá mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24:00 á föstudegi eða á almennum eða sérstökum fríd ögum skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2 skal greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti 4 klst. nema reglulegur vinnutími hefjist innan 3 og ½ klst. frá því að útkall hófst en í þeim tilvikum skal greiða ½ klst. til viðbótar við unninn tíma. F élagsmenn stefnan da , sem starfi hjá stefnda , hafi áður fengið greitt fyrir hvert útkall fyrir sig og hafi þá einu gilt hvort annað útkall fylgdi í kjölfarið. Hafi sú framkvæmd verið viðhöfð um langt árabil í fullri sátt milli aðila og félagsmönnum stefnanda verið greitt í samræmi við hana. Breytingar á þessu hafi ekki verið tilkynntar starfsmönnum og þeir munu hafa haft uppi mótbárur við þessu um leið og þeim hafi orðið breytingin ljós Hafi stefndi þannig einhliða breytt réttarstöðu 4 starfsmanna þeim til tjóns, án þess að fæ ra rök fyrir því , við hva ða heimild þessi framganga styddi st og án þess að upplýsa þá um að breytingin kæmi til framkvæmda. Á því er byggt af hálfu stefnanda að stefndi geti ekki einhliða breytt áralangri framkvæmd , sem sé í samræmi vi ð ákvæði gildandi kja rasamninga, með þeim hætti sem gert hafi verið í máli þessu, þ.e. án þess að um það væri samið í kjarasamningi og án þess að starfsmönnum væri gerð grein fyrir því. Sú framkvæmd hafi veri ð óumdeild um árabil að greiða ætti fyrir hvert útkall í samræmi við ákvæði kjarasamninginn og gil t i þá einu hvenær fyrra útkalli lauk. Hafi því tryggilega verið f est í sessi tiltekin túlkun og beiting á ákvæðum kjarasamnings aðila , sem ekki verði breytt einhliða , enda um lögbundin lágmarkskjör að ræða. Breytingu á gildand i fyrirkomulagi verði ekki náð fram nema með uppsögn kjarasamnings eða breytingu á viðeigandi á kvæðum við endurnýjun. Frá því nefnd kjarasamningsákvæði komu inn í samninga aðila , hafi þau verið endurnýjuð ítrekað og nú síðast í júní 2011. Stefndi hafi ekki hreyft hugmyndum um breytingar í þessa veru á kjarasamningi , áður en hann var endurnýjaður . Þ au ákvæði kjarasamnings , sem hér sé deilt um, hafi aftur á móti verið endurnýjuð án breytinga eða nokkurra ath ugasemda af hálfu stefnda. Að mati stefnanda hefði þ ó verið fullt tilefni fyrir stefnda til að taka upp umræðu um þessi ákvæði, hefði stefnandi talið ástæðu til þess, undir þeim kjarasamningsviðræðum, en þá hafi ágreiningu r þeirra um túlkun þessa ákvæðis verið fyrir Félagsdómi, sem lokið hafi með dómi hi nn 8. júní 2011, tveimur dögum eftir undirri tun samnings aðila. Ganga verði út frá því að stefnda hefði mátt vera sú deila ljós þar sem hann var aðili að því máli og hafði , þegar kjarasamningur var undirritaður, þegar skilað var greinargerð til Félagsdóms veg na deilu nnar . Hefði stefnda því verið í lófa lagið að gera athugasemdir við umrætt ákvæði kjarasamnings eða bæta við það skýringará kvæði þar sem þessi skilningur hans á ákvæðinu kæmi fram. Það hafi stefndi hins vegar ekki gert . Stefnandi telur að fyrrgrein d niðurstaða Félagsdóms í máli nr. 3/2011 hafi ótvírætt fordæmisgildi um ágreining aðila þessa máls og sé framganga stefnda í raun viðurkenning í verki á þeirri staðreynd. Þá byggir stefnandi einnig á því , að milli aðila sé í gildi einn og sami kjarasamnin gur. Hann eigi við um alla félagsmenn stefnanda og beri að túlka hann með sama hætti , hvar svo sem starfsmenn stefnda inni vinnu sína af hendi í þágu hans. Ekki standi rök til þess að einhvers konar atviksbundið mat eigi að gilda í þessum efnum eftir því í hvaða landshluta sjúkrahúsið er staðsett , sem um ræði hverju sinni, eða eftir því hvernig skráningu vakta sé háttað á hverjum stað. Óumdeilt sé að st örf þeirra , sem hér eiga í hlut , séu með nákvæmlega sama hætti alls staðar á landinu og ekkert tilefni eða röksemdir fyrir slíkri mismunun. Kjör félagsmanna stefnanda samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum kjarasamnings og áralöngum skilningi séu því 5 bindandi lágmarkskjör samkvæmt 24. gr. laga nr. 94/1986, sbr. einnig 7. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi byggir einnig á því , að einhliða breyting stefnda á útkallsgreiðslum þannig að tvö útköll með skömmu millibili séu látin falla saman í eitt, brjóti beinlínis er byggt að í því hugtaki nu felist að starfsmaður sé kallaður sérstaklega á vinnustað til að sinna tilteknu verki og þegar því verki sé lokið sé ekki um frekari viðveruskyldu starfsmannsins að ræða. Fyrir slíkt útkall sé greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og fel i st í þeirri greið slu m.a. umbun fyrir að koma fyrirvaralaust til vinnu af heimili sínu í frítíma n um. Komi til nýtt útkall í kjölfar þess fyrra , gildi einu tímalengd fyrra útkallsins , enda síðara útkallið ótengt hinu fyrra. Þetta sé skýrt í greinum 2.3.3.1 og 2.3.3 .2 í kjar asamningi aðila og gefi hvorki þær greinar, né nokkur skýringargögn eða dómafordæmi, tilefni til þeirrar túlkunar á þessum ákvæðum , sem stefndi kjósi að beita, þ.e. að samnýta megi tvö slík útköll. Áður hafi í tvígang verið leyst úr því fyrir Félagsdómi að sú túlkun samrýmist ekki kjarasamningi , sbr. niðurst öðu Félagsdóms í máli nr. 13/2002 og í máli nr. 3/2011 , sem hafi fordæmisgildi í þessu máli . Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 94/1986 , um kjarasa mninga opinberra starfsmanna, laga nr. 80/1938 , u m st éttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 70/1986 , um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og varðandi málskostnað til laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við lög nr. 50/1988 en stefnandi kveðst e kki vera virðisaukaskattsskyldur og be ri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi hafnar kröfum stefnanda og mótmælir því að framkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafi verið í samræm i við ákvæði gildandi kjarasamnings milli aðila. Með ákvæðum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningnum sé starfsmanni tryggð yfirvinnugreiðsla vegna útkalla en hvor ki sé tilgangur ákvæðanna né fel i st í þeim réttur til að vera á tvöföldum la unum þann tíma sem út köll falli saman. Af hálfu stefnda sem fra m komi í stefnu. Skilningur ráðuneytisins á greinum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 hafi ætíð verið sá að þegar útköll , sem liggja það nálægt í tíma að lágmarksgreiðslu næsta út kalls á undan sé ekki lokið þegar hið næsta hefst, gildi sú regla að greiða skuli fyrir samfelldan tíma frá upphafi fyrsta útkalls til loka þess síðasta. Sé það í samræmi við þá meginreglu að sá sem sinnir útköllum fái ekki greitt meira en sá sem vinni sam felldan tíma. Túlka ber svo að heimilt sé að samnýta tvö útköll ef þrjár eða fjórar klukkustundir eru ekki liðnar áður en starfsmaður er kallaður aftur til vinnu. 6 Þessi skilningur k omi skýrlega fram í skýringum með sumum sérút gáfum kjarasamninga fyrir hvert stéttarfélag innan BHM þar sem sé að finna samhljóða ákvæði um útköll. Í skýringunum k omi fram að sé um endurtekin útköll að ræða með stuttu millibili , skuli greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrra/fyrsta útkalls þangað til síðara/síðasta útkalli lýkur. Þó svo þessi skýring sé ekki í öllum sérútgáfum , fel i st ekki í því viðurkenning af hálfu ríkisins á mismunandi túlkun á samhljóða ákvæðum. Ekki h afi risið neinn ágreiningur milli ríkisins og BHM um þá almennu túlkun á umræddu m ákvæðum , sem að framan greini, og framkvæmd hennar um áratuga skeið á öðrum vinnustöðum á vegum ríkisins. Fjármálaráðuneytið hafi því talið að þessi skýring væri sameiginlegur skilningur stefnda og allra þeirra stéttarfélaga innan BHM sem að sambærilegum kjarasamningsákvæðum komu. Af hálfu fjármálaráðuneytisins sé lögð á það áhersla að önnur framkvæmd á H eilbrigðisstofnun Vesturlands hafi ekki verið til umfjöllunar sem samningsatriði við kjarasamningsgerð aðila og geti framkvæmd þar og sem ekki sé í sam ræmi við framkvæmd sama kjarasamnings hjá öðrum stofnunum ríkisins, ekki talist hluti af kjarasamningi ríkisins og Félags lífeindafræðinga. Við endurnýjun kjarasamnings aðila hafi aldrei komið fram af hálfu viðsemjenda ríkisins að greiðslur fyrir útköll he fðu verið með þeim hætti sem reyndin var hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Ráðuneytið h afi aldrei gengið út frá tilvist framkvæmdar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á greinum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 við kjarasamningsgerð. Þvert á móti h afi ríkið gert ráð fyri r því að framkvæmd ákvæðisins væri með allt öðrum hætti. Framkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafi fyrst orðið ljós við innleiðingu á Vinnustund, rafrænni viðveru - og fjarvistarskráningu, þegar í ljós hafi komið að kerfisþættir vinnustundar héldu ekk i utan um útfærslu Heilbrigðisstofnunar Vesturla nds. Framkvæmd stofnunarinnar he fði því ekki verið í samræmi við venjubundna túlkun ríkisins á ákvæðunum og því ekki gert ráð fyrir henni í kerfisþáttum Vinnustundar. Ekki sé unnt að fallast á að dómar Félag sdóms í mál um nr. 13/2002 og nr. 3/2011 hafi for dæmisgildi í þessu máli . Forsaga máls nr. 13/2002 hafi verið sú að upp hafði komið ágreiningur á árunum 1983 og 1984 um túlkun á kjarasamningsá kvæði um útköll á bakvakt sem he fði verið leystur var með sérstak ri samþykkt milli þáverandi aðila kjarasamningsins, kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar 22. janúar 1986. Ríkið hafi yfirtekið rekstur FSA á árinu 1990. Eftir það hefðu allar undantekningar og frávik hjá FSA á framkvæmd vinnusamninga hjá ríkisstofnunum veri ð teknar upp á borðið og samræmdar framkvæmd ríkisins. Við þá samningsgerð hafi aldrei komið fram af hálfu viðsemjenda ríkisins að greiðslur fyrir útköll væru með þeim hætti , sem deilt var um , og hafi ríkinu því verið ókunnugt um tilvist þeirrar framkvæmda r. Forsaga þess máls , sem deilt var um í Félagsdómsmáli nr. 13/2002 , sé 7 því allt önnur en í því máli sem hér sé til umfjöllunar. Dómurinn hafi einungis varðað kjarasamning STAK þar sem framkvæmd hafði grundvallast á sérstakri samþykkt milli þáverandi aðila kjarasamningsins. Í máli nr. 3/2011 he fði Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri ákveðið einhliða í framhaldi af dómi Félagsdóms í málinu nr. 13/2002, að útfæra ákvæðin um endurtekin útköll rýmra en ákvæði kjarasamnings fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags lífeindafræðinga kvað á um. Þó svo störf þeirra , sem hér eigi í hlut , séu með sama hætti alls staðar á landinu , sé forsaga framkvæmdar á Sjúkrahús inu á Akureyri slík að hún geti ekki haft fordæmisgildi hjá öðrum félagsmönnum Félags lífeindafræðinga á öðru m sjúkrastofnunum þar sem félagsmenn þess starf i . Frá því dómur gekk í Félagsdómsmálinu nr. 13/2002 hafi Félag lífeindafræðinga ekki haft frumkvæði að því að taka til umræðu skilning stefnda á ákvæðum greina 2.3.3.1 og 2.3.3.2 við kjarasamningsgerð aðila. Eftir gerð kjarasamnings, þá við Meinatæknafélag Íslands, sem undi rritaður var 31. maí 2001 hafi samning urinn verið framlengdur þrisvar, f yrst með samkomulagi undirrituðu 28. febrúar 2005, í annað sinn með samkomulagi undirrituðu 28. júní 2008 og í þriðja sinn með samkomulagi undirrituðu 6. júní 2011. Auk þess sem Félag lífeindafræðinga og fjármálaráðherra , f.h. ríkissjóðs , hafi hi nn 28. mars 2006 gert sérstakt samkomulag um tiltekna þætti í kjarasamningi aðila varðandi vinnutíma, þ.á m. grein 2.3.3.2. A f hálfu forsvarsmanna Félags lífeindafræðinga hafi ekki verið gerðar athugasemdir við túlkun stefnda á g r einum 2.3.3.1. og 2.3.3.2 við það tækifæri. Vegna Félagsdómsmálsins nr. 3/2011 hafi einnig verið fullt tilefni fyrir forsvarsmenn félagsins til að taka u pp túlkun stefnda við framlengingu kjarasamningsins hinn 6. júní 2011 en í viðauka með því samkomulagi hafi verið samið um sérmál einstakra félaga innan BHM , m.a. vegna Félags lífeindafræðinga. Forsvarsmönnum félagsins hafi mátt vera ljós þessi skýring á k jarasamningsákvæðinu hjá öðrum stéttarfélögum innan BHM. Ekki hafi verið um neinn ágreining að ræða milli ríkisins og BHM um almenna túlkun á umræddum ákvæðum og h afi ráðuneytið talið að þessi skýring væri sameiginlegur skilningur stefnda og allra þeirra s téttarfélaga innan BHM sem að sambærilegum kjarasamningsákvæðum komu. Því hafi þessi atriði ekki komið til umræðu að frumkvæði ríkisins á fundum við kjarasamningsgerð aðila en fullt tilefni hefði hins vegar verið til af hálfu forsvarsmanna stefnanda að tak a þessi mál sérstaklega upp við ríkið ef þeir voru annarrar skoðunar. Ber i samkvæmt framangreindu að sýkna af kröfum stefnanda í máli þessu. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinb erra starfsmanna. Í 4. mgr. 27. gr. greindra laga er 8 mælt svo fyrir að stéttarfélög reki mál sín og félagsmanna sinna fyrir Félagsdómi. Samkvæmt því og þar sem málið lýtur alfarið lögum nr. 94/1986, eins og fyrr greinir, verður að telja að Félag lífeindafr æðinga sé réttur aðili málsins og teljist stefnandi í málinu. Samkvæmt þessu er málsóknarrétti Bandalags háskólamanna ekki til að dreifa. Í máli þessu er deilt um það hvernig skilja beri greinar 2.3.3.1 og 2.3.3.2 um útköll í kjarasamningi milli Félags líf eindafræðinga annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hins vegar, sem undirritaður var hinn 28. febrúar 2005, með gildistíma frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Kjarasamningur þessi var framlengdur frá 1. júní 2008 til 31. mars 2009 með samkom ulagi, sem undirritað var hinn 28. júní 2008, með þeim breytingum og fyrirvörum sem fólust í samkomulaginu. Með samkomulagi, undirrituðu hinn 6. júní 2011, var kjarasamningurinn enn framlengdur til 31. mars 2014, með þeim breytingum og fyrirvörum sem fólus t í samkomulaginu. Fyrir liggur og er óumdeilt að greind ákvæði kjarasamningsins, sem um er deilt í máli þessu, breyttust ekki við þær framlengingar samningsins sem hér hefur verið getið. Stefnandi byggir á því að framkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á greindum ákvæðum kjarasamningsins um útköll hafi um langt árabil verið með þeim hætti að félagsmenn stefnanda í starfi hjá stofnuninni hafi fengið greitt fyrir hvert útkall fyrir sig og hafi þá gilt einu hvort annað útkall fylgdi í kjölfarið áður en þrj ár eða eftir atvikum fjórar klukkustundir voru liðnar frá fyrra útkalli. Hafi tryggilega fest sig í sessi tiltekin túlkun og beiting á þessum ákvæðum kjarasamningsins, þannig að framkvæmdavenja hafi skapast. Þessi túlkun eigi sér aukinheldur stoð í orðalag i umræddra kjarasamningsákvæða. Geti stefndi ekki einhliða breytt áralangri framkvæmd, sem sé í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings, með þeim hætti sem gert var við upptöku nýrra tímaskráningarkerfa án þess að viðkomandi starfsmönnum væri tilkynnt um breytinguna. Slíkri breytingu verði ekki náð fram nema með uppsögn kjarasamningsins eða breytingu á viðeigandi ákvæðum hans. Stefnandi mótmælir því að ákvæði í kjarasamningum annarra stéttarfélaga geti skipt hér máli. Þá vísar stefnandi til tveggja dóma F élagsdóms, annars vegar dóms frá 4. febrúar 2003 í málinu nr. 13/2002 og hins vegar dóms frá 8. júní 2011 í málinu nr. 3/2011, er hafi ótvírætt fordæmisgildi í máli þessu. Af hálfu stefnda er því mótmælt að framkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á grei ndum kjarasamningsákvæðum hafi verið í samræmi við ákvæðin, enda sé tilgangur ákvæðanna að tryggja starfsmanni yfirvinnugreiðslu vegna útkalla en ekki tvöföld laun þann tíma sem útköll falla saman. Skilningur stefnda hafi ævinlega verið sá að þegar útköll liggi það nálægt í tíma að lágmarksgreiðslu næst a útkalls á undan sé ekki lokið þegar hið næsta hefjist, gildi sú regla að greiða skuli fyrir 9 þessi skilningur komi fra m í skýringum í sérútgáfum kjarasamninga og sé ágreiningslaus milli ríkisins og Bandalags háskólamanna. Stefndi leggur á það áherslu að önnur framkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafi aldrei verið til umfjöllunar sem samningsatriði við kjarasamningsg erð aðila og geti sú framkvæmd, sem ekki sé í samræmi við framkvæmd sama kjarasamnings hjá öðrum ríkisstofnunum, ekki talist hluti af kjarasamningi aðila. Þá hafi stefnandi aldrei haft frumkvæði að því að taka túlkun stefnda á greindum ákvæðum til umræðu v ið kjarasamningsgerð, þótt tilefni hafi verið til. Loks mótmælir stefndi því að umræddir dómar Félagsdóms hafi fordæmisgildi í máli þessu, enda séu atvik ekki sambærileg svo sem stefndi rökstyður frekar. Óumdeilt er að sú túlkun á greinum 2.3.3.1 og 2.3.3. 2 í kjarasamningi aðila, sem fram kemur í dómkröfum stefnanda í máli þessu, er í samræmi við framkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á ákvæðum þessum um langt árabil. Ekki liggur fyrir í málinu hvenær breyting var gerð á framkvæmd ákvæða þessara til sam ræmis við skilning stefnda á þeim og gátu málsaðilar ekki upplýst það nákvæmlega við meðferð málsins. Þó kom fram að breytingin he f ð i komist á smám saman á árinu 2009 við upptöku nýs tímaskráningarkerfis (Vinnustundar) og að þessi breyting vék frá fyrri fr amkvæmd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Stefndi ber því meðal annars við að stefnanda hafi borið að taka upp túlkun þessarar kjarasamningsatriða við kjarasamningsgerð. Ekki verður séð að tekið hafi verið á þessu atriði við gerð kjarasamningsins 2005 eða það borið á góma við síðari samninga og samkomulög. Vegna málsástæðna stefnda verður að taka undir það með stefnanda að ekki hafi staðið upp á stéttarfélagið sérstaklega að hreyfa því við kjarasamningsgerð að umrædd ákvæði yrðu skoðuð, enda var framkvæmd þ eirra af hendi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í takt við skilning stefnanda. Þá verður ekki fallist á það með stefnda að texti í kjarasamningum annarra stéttarfélaga hafi þýðingu í máli þessu. Stefnandi hefur meðal annars borið því við að venja hafi skap ast um framkvæmd umræddra ákvæða hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, enda staðið yfir um langt árabil, uns breyting sú, sem um er deilt, var gerð. Stefndi tekur ekki undir þetta og ber því við að framkvæmdin hafi gengið gegn umræddum ákvæðum kjarasamningsi ns, rétt skýrðum samkvæmt túlkun stefnda. Þegar venja hefur myndast um framkvæmd og túlkun kjarasamnings hefur hún svipað gildi og kjarasamningur og verður ekki breytt einhliða af öðrum samningsaðila. Að því virtu, sem upplýst er í málinu um þá framkvæmd s em tíðkaðist hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á umræddum ákvæðum kjarasamningsins, verður að fallast á það með stefnanda að venja hafi komist á varðandi framkvæmdina, er sé frekast til skýringar og fyllingar á ákvæðunum, en g angi ekki gegn þeim. Grein 2. 3.3.1 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs fjallar um greiðslu í útköllum, sem 10 eru ekki í beinu framhaldi af daglegri vinnu. Samkvæmt orðalagi þessa samningsákvæðis, skal greiða fyrir að minnsta kosti þrjár klukkustun dir, nema reglulegur vinnutími hefjist innan þriggja tíma frá upphafi útkalls og skal þá greitt fram að upphafi reglulegs vinnutíma starfsmanns. Jafnframt er kveðið á um það í ákvæðinu að ljúki útkalli áður en þrjár klukkustundir eru liðnar frá lokum dagle grar vinnu starfsmanns skuli greitt fyrir yfirvinnu fyrir tímann frá lokum hinnar daglegu vinnu til loka útkallsins. Ekki er fjallað sérstaklega um það í ákvæðinu, hvernig fara skuli með það þegar nýtt útkall hefst áður en greiðslum er lokið vegna fyrra út kalls. Ekki verður því fallist á það með stefnda að venja sú, sem deilt er um í máli þessu, gangi gegn ákvæði kjarasamningsins. Í ljósi þessa mátti stefnandi treysta því að greitt yrði fyrir útköll til samræmis við greinda venju. Verður að fallast á það me ð stefnanda að slíkri venjubundinni framkvæmd verði almennt ekki breytt nema með nýjum kjarasamningi milli aðila. Breytir engu um þá niðurstöðu þótt fjármálaráðuneytið hafi gengið út frá því að framkvæmdin væri með öðrum hætti en raunin var. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, og með hliðsjón af dómi Félagsdóms frá 8. júní 2011 í málinu nr. 3/2011, sem hefur fordæmisgildi í máli þessu, eru dómkröfur stefnanda í máli þessu teknar til greina eins og þær eru fram settar í stefnu . Eftir niðurstöðu máls ins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þyk ir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að stefnda, íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, beri samkvæmt grein 2.3.3.1 í kjarasamningi Félags lífeind afræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins, sem starfa við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, minnst þrjár klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. Þá er jafnframt viðurkennt að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins, sem starfa við Heilbrigðisstofnun Vestur lands, minnst fjórar klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu á tímabilinu frá kl. 00.00 - 08.00 á mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24.00 á föstudegi eða almennum eða sérstökum frídegi skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4 .2, nema reglulegur vinnutími starfsmanns eigi endranær að hefjast innan þriggja og hálfrar klukkustundar frá því útkall hófst sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. Stefndi greiði stefnanda, Félagi lífeindafræðinga, 300.000 kr. í málskostnað . 11 Arnfríður Einarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Gylfi Knudsen Elín Blöndal Inga Björg Hjaltadóttir