FÉLAGSDÓMUR     Dómur   miðvikudaginn   23. október   20 2 4 .   Mál nr.  11 /20 24 :   Samband íslenskra sveitarfélaga   ( Anton Björn Markússon   lögmaður )   gegn   Kennarasambandi Íslands   ( Gísli Guðni Hall   lögmaður)   Dómur Félagsdóms   Mál þetta var dómtekið  21. október   sl.   Málið dæma  Ásgerður Ragnarsdóttir ,  Björn L. Bergsson ,  Eva Bryndís Helgadóttir ,  Karl Ó. Karlsson og   Ragnheiður Bragadóttir .   Stefnandi er   Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30   í Reykjavík .     Stefndi er   Kennarasamband Íslands , Borgartúni 3 0   í Reykjavík .   Dómkröfur stefnanda   1   Stefnandi krefst þess að  viðurkennt verði að verkfall sem Kennarasamband Íslands  hefur boðað fyrir hönd Félags grunnskólakennara, Félags leikskólakennara, Félags  kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Skólastjórafélags   Íslands, og tekur til  fjögurra leikskóla (Leikskóli Seltjarnarness, Drafnarsteinn í Reykjavík, Ársalir á  Sauðakróki og Holt í Reykjanesbæ), þriggja grunnskóla (Laugalækjarskóli í  Reykjavík, Lundarskóli á Akureyri og Áslandsskóli í Hafnarfirði), og eins  tó nlistarskóla (Tónlistarskóli Ísafjarðar) og koma á til framkvæmda 29. október 2024,  kl ukkan   00:01, sé ólögmætt.   2   Þá krefst stefnandi málskostnaðar   úr hendi stefnda.    Dómkröfur stefnda   3   Stefndi krefst sýknu  og málskostnaðar úr hendi stefnanda.    Málavextir   4   Kjarasamningar  stefnanda og aðildarfélaga sem stefndi fer með samningsumboð fyrir,  þ ar með talið   Félags grunnskólakenn a ra ,  Félags leikskólakennara , Félags kennara og  stjórnenda í tónlistarskólum   og Skólastjórafélags Íslands ,   féllu úr gildi 31. maí 2024.   5   Me ðal gagna málsins er bréf formanns stefnda 16. janúar 2024, sem var meðal annars  sent formanni og framkvæmdastjóra stefn an da,  og    Í bréfinu  var vísað til  7. greinar  samkomulags frá 19. september 2016  á milli fjármála -   og efnahagsráðherra fyrir hönd  ríkissjóðs og stefnanda annars vegar og stefnda, Bandalags háskólamanna og BSRB   2     hins vegar   ,   þar sem fram  hefði k omið að aðilar væru sammála um að vinna að jöfnun launa   einstakra hópa milli  almenns og opinbers vinnumarkaðar með tilteknum hætti . Jafnframt var vísað til þess  að samkvæmt  áfangasamkomulag i sömu aðila  frá 23. mars 2023   hefði  starfshópur  átt  að  ljúka vinnu   við að tilgreina aðferðafræði ,   sem stuðst yrði við í greiningu á  launamun milli markaða og hvaða hlutlægu vi ðmið skyldu höfð til hliðsjónar ,   eigi  síðar en 15. janúar 2024.  S tefndi hefði lagt fram hugmyndir um grunn að aðferðafræði   sem fulltrúar launagreið anda í  s tarfs hóp num hefðu alfarið hafnað.  S tefndi  teldi   ágreiningur um aðferðafræðina  [væri]  óleysanlegur innan samráðshópsins og hann  skuli því útkljáður í kjarasamningsviðræðum í samræmi við 7. gr. samkomulagsins  um breytingar á skipan lífeyrismála o  Áréttað var að  stefndi      og að í  vinnu  s tarfs hópsins hefðu  komið fram skýrar vísbendingar um að félagsfólk ste fnda tilheyrði hópum sem byggju  við  kerfislægan og ómálefnalegan launamun milli markaða  sem  þurfi að jafna  með  útfærslu í kjarasamningnum ,   sbr. 7. gr ein   samkomulags ins frá september 2016 .    6   Samkvæmt fyrrnefndu áfangasamkomulagi  23. mars 2023  var me ðal  annars gert ráð  fyrir því að aðilar ynnu áfram að jöfnun laun a   með því að   og ómálefnalegan launamun milli markaða, dýpka og þróa aðferðafræði í því   l aunamun einstakra hópa .  Þá  væru aðilar  sammála um að  gera skyldi  tímasetta  verkáætlun   ljúka vinnu við að tilgreina nánar þá aðferðafræði  sem stuðst  [ yrði ]   við í greiningu á launamun milli markaða og hvaða hlutlægu viðmið  skul i   höfð t il hliðsjónar til framtíðar .    Fram kom að  niðurstöður  skyldu  liggja fyrir  eigi síðar en 15. janúar 2024   og var gert  ráð fyrir að  embætti ríkissáttasemjara  annaðist  verkstjórn .      7   Fyrir liggja samskipti á milli starfsmann s ríkissáttasemjara sem  stýrði vinnu   samkvæmt áfangasamkomulaginu  og  fulltrúa  málsaðila . Þar á meðal er  tölvupóstur  19. desember 20 2 3 þar sem lagt var fyrir stefnda að     ykkar) er borinn saman við annan hóp á almennum vinnumarkaði og   setja upp   falið að  gera grein fyrir styrkleikum      8   Á fundi starfshópsins 4. janú ar 2024  lögðu fulltrúar stefnda fram glærukynningu þar  sem gerð var grein fyrir hugmyndum þeirra um  aðferðafræði við greiningu á  launamun milli markaða og hvaða hlutlægu viðmið skyldu höfð til hliðsjónar til  framtíðar.  Þar var jafnframt að finna  raundæmi o g útreikninga .     3     9   Samkvæmt  minnisblaði starfsmanns ríkissáttasemjara 15. janúar 2024 ,   sem bar heitið   ,   lá fyrir á fundi  10. sama mánaðar að ekki væri samstaða um hvernig halda ætti vinnunni  áfram.   Fram  kom að  launagreiðendur  væru  á einu máli um hver næstu skref ættu að verða en ólík  sýn væri á milli bandalaga launafólks . Afstöðu stefnda var lýst með eftirfarandi hætti:   KÍ     Vilja  meta   hópa innan opinbera markaðarins við ÍSTARF hópa. Sú aðfer ðafræði  sem byggt verði á sé á þá leið að meðaltal ákveðins opinbers hóps verður borið saman  við miðgildi sambærilegs ÍSTARFs hóps á almennum vinnumarkaði. Þá verði horft á  regluleg laun og vikmörk metin m.t.t. óvissu (rætt um 5% vikmörk). Leiðréttingin  ne mi x% hækkun árlega í hverju skrefi (dæmi tekið um 3% hækkun árlega til  varanlegrar útfærslu hverju sinni þar til launajafnrétti verði náð milli markaða).  Umboð formanns KÍ til að halda áfram samtali á grundvelli áfangasamkomulags  rennur út 15. janúar 2024 .    10   Með tölvubréfi formanns samninganefndar stefnanda 16. febrúar 2024 til formanns   Formaður stefnda svaraði samdægurs  með jákvæðum hætti og sendi sem fylgiskjal  ályktun stjórnar frá sama degi    Í ályktuninni  kom  meðal annars fram að samninganefndir aðildarfélaga stefnd a    það verði forgangsmál í komandi kjaraviðræðum að staðið verði við samkomulagið  frá 2016 u m að útfærð  verði í kjarasamningum þeirra annars vegar skýr áætlun um  hvernig markmiðum um jöfnun launa verði náð og hins vegar verði skilgreind hlutlæg   ítrekað að    lagsfólks [væri] að næstu kjarasamningar allra aðildarfélaga KÍ  inniberi skuldbindingu opinberra launagreiðenda um hvernig þeir ætli sér að standa  við samkomulagið frá 2016 um að jöfnun launa skuli náð á næstu árum .      11   Málsaðilar undirrituð u   samkomulag um v iðræðuáætlun  18. apríl 2024   í því skyni að  gera kjarasamning sín á milli. Samkvæmt 2. grein samkomulagsins áttu aðilar að  koma saman í maí, kynna  skipan samninganefnda og leggja fram helstu markmið sín  og áherslur í komandi kjaraviðræðum.  Á grundvelli þeir ra umræðna skyldu aðilar  móta sameiginlega áætlun um verk -   og tímaþætti viðræðnanna, nauðsynlega  gagnaöflun og t engd atriði. Fjallað var um skipulag viðræðna í  3. gr ein  sem skyldi  hagað samkvæmt sameiginlegri áætlun um einstaka efnisþætti kjarasamningsins .   Tekið var fram að  aðilar væru sammála um að viðræðurnar yrðu eins markvissar og  kostur  væri .  Þá sagði meðal annars í 4. grein að  h efðu  aðilar ekki lokið gerð  kjarasamnings fyrir 31. maí 2024  væru  þeir sammála um að meta sameiginlega stöðu  viðræðna   og  hvor t málinu yrði vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara í  samræmi við 24. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.   12   Fulltrúar a ðila funduðu 12. júní og 18. september 2024. Á  síðari  fundi num   lagði  samningane fnd stefn an da fram ti l boð   sem eru meðal gagna málsins   og  stefndi  taldi  ekki taka mið af 7. grein samkomulagsins frá 2016. Tölvupóstsamskipti aðila bera   4     með sér að þeir hafi átt  í viðræðum vegna starfsmats.  Þá liggur fyrir  tölvubréf  formanns samninganefndar stefnda 20. september 20 24  þar sem fram  kom  að ekki   lagðar voru fram af KÓ í 7. gr. vinnunni og sýnt hefur verið fram á að standist enga  skoðun    og væri það  rétt tilfinning hefði frekara samtal u m starfsmat lítinn tilgang.     13   Með bréfi 23. september 2024 vísaði stef na ndi kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara.   viðræðum milli aðila án aðkomu embættis ríkissáttasemj    14   Fulltrúar aðila hafa fundað hjá ríkissáttasemjara og kveður stefndi  viðræðunefnd sína  áfram  hafa lagt áherslu á að ná þurfi samkomulagi um útfærslu á fyrrnefndri 7. grein  samkomulagsins frá 2016 í kjarasamning i.  Fram kom í skýrslu formanns stefnda f yrir  Félagsdómi að s amninganefndir aðildarfélaga stefnda  hefðu tekið  ákvörðun um að  hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í tilteknum skólum  eftir fyrsta fund hjá  ríkissáttasemjara.  Á   fundi  9. október 2024 lagði  stefndi fram  kynningu sem hann  kveður  vera endurbætta útgáfu f yrri  kynning ar  á afstöðu og áherslum félagsins  frá 4.  janúar 2024 sem áður hefur verið vísað til.  Þá  er meðal gagna málsins  skjal  frá  10.   2024  og er þar me ðal annars áréttað að launamunur skuli   kjarasamningum allra aðildarfélaga KÍ í samræmi við 7. gr. samkomulagsins um     15   Atkvæðagreiðslum um  boðun verkfalla  var lo kið 10. og 11. október 2024 . Verkföllin  voru samþykkt og  er fyrirhugað að þau hefjist  29. október  2024 .    Málsástæður og lagarök stefnanda   16   Stefnandi   byggir á því að boðuð verkföll   séu ólögmæt þar sem lögmæltum tilgangi til  að gera verkföll  sé  ekki fullnægt .   Samkvæmt  14. gr. laga nr. 94/1986   um  kjarasamninga opinberra starfsmanna sé það ófrávíkjanlegt skilyrð i   verkfalls að því  sé komið á svo  aðilar vinnudeilu geti unnið að framgangi krafna sinna.  Stefndi hafi  ekki  lagt fram kröfugerð í viðræðum við stefnanda .   Hafi stefnanda því ekki gefist  kostur á að taka afstöðu til einstakra kröfuliða, hvorki að hlut a   til né í heild . Vegna  þessa sé stefnda  mjög erfitt að  vinna að markvissri lausn áður en til verkfalls kemur.   17   Stefnandi  vísar til þess að  kröfugerð sé grundval largagn í kjarasamningsviðræðum þar  sem aðilar lýsi því yfir með formlegum hætti að hvaða árangri  sé stefnt.  Oftar en ekki  liggi mikil vinna  og undirbúningur  að baki kröfugerð   og grundvallist viðræður á slíku.  Þegar mikið beri á milli samningsaðila, deilur   séu  orðnar harðvítugar og engin lausn  í sjónmáli,  jafnvel þannig að  viðræðum  sé  slitið, geti samningsaðilar hvor um sig eða  báðir sameiginlega vísað deilunni til sáttasemjara.   Fyrst eftir að  sáttasemjari hafi  fundað með aðilum og  gert sitt ítrasta til að  miðla málum  í því skyni að  finna lausn á  kjaradeilu nni , eftir atvikum með miðlunartillögu,  geti komið  til  verkfalls í þeim  tilgangi að vinna að framgangi krafna  samningsaðila .      5     18   Stefndi hafi hvorki kynnt né lagt fram kröfugerð þannig að kjaraviðræður geti h afist.  Þegar  formaður  s amninganefndar sveitarfélaga hafi kallað eftir kröfugerð frá stefnda  hafi formaður félagsins tilkynnt að kröfugerðin hefði verið lögð fram í bréfi  16. janúar  2024 ,   sem sent hafi verið  framkvæmdastjóra og formanni stefnanda ,   form önnum  BHM og BSRB , tveimur  ráðherr um  og ríkissáttasemjara , og    V ísun  ágreinings um jöfnun launa til kjarasamningsviðræðna .    Í bréfinu komi fram að  samráðshópi ,   sem falið hafi verið að koma með tillögur um breytingar á skipan  lífeyrismál a opinberra starfsmanna árið 2016 ,   hafi ekki tekist að standa við hluta   tilgreina nánar þá aðferðafræði sem stuðst verði við í greiningu á launum milli  markaða og hvaða hlutlæg u viðmið skul i      Þá hafi  verið gefið til kynna að stefndi teldi ágreining um  aðferðafræðina óleysanleg an  innan  samráðshópsins og  að útkljá skyldi hann  í kjarasamningsviðræðum í samræmi við 7.  gr ein   samkomulags ins frá 2016.     19   Stefnandi bendir á að það hafi aðeins verið fulltrúar stefnda sem hafi sagt sig frá vinnu  samráðshópsins . S  11. júní 2024  hafi  verið gert milli  fjármála -   og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og  stefnanda  annars vegar og Bandalag s  háskólamanna og BSRB hins vegar.  Þar  komi fram að nefnd um jöfnun launa á milli  markaða hafi ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu um framkvæmd jöfnunar til  framtíðar en aðilar hafi komist að samkomulagi um að opinberir launagreiðendur  leggi allt að 1. 006 m.kr. til að halda áfram að leiðrétta launamun starfshópa þar sem  vísbendingar séu um að launamunur á milli markaða sé til staðar og að munurinn  kunni að vera kerfislægur og ómálefnalegur. Í niðurlagi samkomulagsins  komi fram   verkef ni starfshóps um jöfnun launa sbr. 7. gr. samkomulags  um breytingar á skipan lífeyrismála opinbers starfsfólks telst ekki hluti kjarasamninga     20   Stefnandi  tekur fram að eftir að samningar losnuðu hafi  samninganefnd hans   átt   þrjá  fundi með vi ðræðunefnd stefnda. Á þeim fundum  hafi ve r ið       hafi lagt   fram skýrar kröfur  sem sé þó  forsenda þess að unnt sé að koma eiginlegum kjaraviðræðum af stað.  Með þessari  framgöngu hafi stefnanda verið  gert   ómögulegt að taka nokkra afstöðu í málinu  og  verði stefndi að  bera hallann af þeim óskýrleika sem einkennt h afi  málatilbúnað hans.   Verði t ilkynning u   stefnda vegna einhliða úrsagnar úr samráðshópi ,   sem send  ha fi  verið   á fjölmarga einstaklinga mörgum mánuðum áður en eiginlegar kjaraviðræður  hófust,  aldrei jafnað til kröfugerðar í kjaraviðræð um .  Þar r áði  mestu að ekki  sé   minnst  einu orði á eiginlegar útfærslur á kröfunni  eða hvað hún  muni kosta launagreiðendur.   21   S tefnandi vísar jafnframt til þess  að haft hafi verið eftir formanni stefnda á  fréttavef  RÚV 13. október 2024 að hann sé bjartsýnn á árangur í samningaviðræðum  og að  ríkissáttasemjar i    sínar  betur og gerast markvissari í málflutningi sínum.   Samkvæmt því hafi   6     sáttasemjari  lagt fyrir stefnda að koma þeim kröfum ,   sem hann hygg is t ná fram í  kjaraviðræðum við stefnanda ,   á það form að þær geti orðið grundvöllur viðræðna við  samningaborðið sem unnt s é að taka raunhæfa afstöðu til.  Það sé forsenda þess að  unnt  sé  að komast áfram í viðræðum í  átt  að sameiginlegri niðurstöðu og hugsanlega  afstýra verkföllum.    Málsástæður og lagarök stefnda   22   Stefndi vísar til þess að samkvæmt  14. gr. laga nr. 94/1986   sé s téttarfélögum , með  tilgreindum skilyrðum og takmörkunum, heimilt að gera verkfall í þeim tilgangi að  stuðla að framgangi krafna í deilu um kjarasamning.  Ekki sé að finna sérstök  ákvæði  um form kröfugerðar eða  um  skýrleika   krafna  samningsaðila   í lögunum .  Þá   hafi í   framkvæmd  ekki verið gerðar  sérstakar kröfur í þessum efnum og samningsaðilum  verið  eftirlátið að ákveða hvernig þeir setji kröfur sínar fram í kjaradeilum.   Hafa verði  í huga að  v erkföll  séu  lögleg úrræði í kjaradeilum   og tilgangurinn að  þvinga fra m  lausn á  deilunni.    23   Stefndi   kjarasamning a gerð  [ Félags  leikskólakennara  2014  þegar  verkföll  hafi verið   boðuð. Þar  hafi  meginmarkmiðum  verið  lýst  sem þeim   aun     tryggja að kjarasamningsbundin réttindi    skoða fundargerðir samstarfsnefndar og færa bókanir sem  gefist hafa vel frá    kjarasamnings fyrir 30. apríl 2014  .  Stefndi hafi ekki andmælt formi þessara krafna.   Þá  sýni  gögn málsins að stefnandi hafi sjálfur lýst meginmarkmiðum í kjaraviðræðum  með  almennum orðum.  Fu llyrt er að í fjölda samningaviðræðna hafi  kröfur verið settar  fram með  sambærilegum hætti, án þess að stefnandi hafi gert athugasemd.   24   Stefndi vísar til þess að  19. september  2016  hafi verið   gert samkomulag, meðal annars  um jöfnun launa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins . Þar hafi verið  gert   ráð  fyrir að aðilar kæmu sér saman um aðferðafræði til að ná markmiði um launajöfnuð  sem skyldi náð með útfærslu í kjarasamningum á  sex til tíu  á rum. Nú  séu   átta  ár liðin   og bóli ekki á efndum. Stefndi vilji ekki gera nýjan kjarasamning á meðan vandamálið  sé óleyst.    25   Stefndi hafi  margítrekað með skýrum hætti í þeim  kjarasamningsviðræðum  sem nú  standa yfir  að hann krefjist efnda á 7. gr ein   samkomula gs aðila frá 2016. Í þessu skyni  hafi hann lagt fyrir samninganefnd stefnanda ítarleg gögn um hvernig hann meti og  reikni launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins.  Stefnandi hafi hvorki  fyrir né eftir að hann vísaði  kjaradeilunni til ríkissáttas emjara   fundið að því að  kröfugerð frá stefnda hafi skort eða hana þyrfti að skýra nánar. Hann hafi þvert  á móti  tekið efnislega afstöðu til kröfugerðarinnar,  bæði   hafnað henni og hundsað,  meðal  annars með  tilboðum þar sem ekkert hafi verið vikið að álitaef ninu.     7     26   S amkvæmt samkomulagi aðila um viðræðuáætlun   skyldu  þeir  koma saman í maí 2024  og leggja fram markmið sín og áherslur í komandi kjaraviðræðum.  Ef  stefndi  hefði  ekki gert það   sé ljóst að  stefnandi  hefði  gert athugasemd.  Stefnandi átti sig á kröfum  ste fnda, enda hafi  formaður samninganefndar stefnanda lýst því yfir í tölvupósti 20.  september  2024 að ekki fáist   mjög svo gallaðar tölur sem lagðar voru fram af KÓ í 7. gr. vinnunni og sýnt hefur  verið fram   Þá beri að líta til þess að stefnandi hafi  sjálfur    stefnandi   ekki getað fullyrt hefði hann ekki fengið neina kröfugerð frá gagnaðilanum.   27   Stefndi leggur áherslu á að hann hafi  ítrekað útfært afstöðu sína með aðferðafræði eins  og gert  sé   ráð fyrir í  7. grein  fyrrgreinds  samkomulags.   S tefndi hafi  ekki  þurft  að setja  kröfugerð sína fram í krónum talið eða með tilgreindri prósentustigshækkun, enda   sé   ekki lagastoð fyrir  slík u .  Með málshöfðun stefnanda sé leitast við að forðast umræðu  um kjaradeiluna sem snúist um efndir á fyrrgreindu ákvæði.    Niðurstaða    28   Mál þetta  sem v arðar lögmæti boðaðrar vinnustöðvunar  á undir Félagsdóm samkvæmt  2. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986.   29   Ágreiningur aðila lýtur að  lögmæti  verkfall a   sem stefndi hefur boðað í tilteknum  skólum og koma  eiga  til framkvæmda 29. október 20 2 4.  Stefnandi re isir kröfur sínar  eingöngu á því að  stefndi hafi ekki lagt fram kröfugerð í viðræðum aðila   og vísar til  þess að  samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 sé það ófrávíkjanlegt skilyrði verkfalls að  því sé komið á svo aðilar vinnudeilu geti unnið að framgangi krafn a sinna.  Aðilar eru  sammál a   um  að deila um kjarasamning ,   sem stefndi haf ð i vísað til úrlausnar hjá  ríkiss áttasemjara,  hafi verið uppi þegar verkfallsboðun stefnda var samþykkt og  atkvæðagreiðslur fóru fram. Þá er  ágreiningslaust að  verkfallsboðun  stefnda fullnægi  skilyrðum 15. og 16. gr. laga nr. 94/1986  og að  vinnustöðvun samkvæmt henni fari  ekki  í bá ga við 17. gr. sömu laga.    30   Samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 er stéttarfélagi, sem er samningsaðili samkvæmt  lögunum, heimilt að gera verkfall í þeim   tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna  í deilu um kjarasamning með þeim skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í  lögu nu m.   Af orðalagi  ákvæðisins  leiðir  að kröfur stéttarfélags ,   sem  stendur að  verkfallsboðun ,   verð i   að liggja fyrir enda er það forsenda   þess að verkfall geti þjónað  þeim lögmæta tilgangi að  stuðla að framgangi krafna .  Þá leiðir af niðurlagi ákvæðisins  að  hvers konar takmarkanir eða skilyrði fyrir verkfalli   verða að koma fram í settum  lögum. Verður í því  sambandi einnig að líta til þess að   í dómaframkvæmd hefur  ákvæði 1. málsliðar  1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar   verið skýrt með hliðsjón af 2.  mgr. 75. gr. hennar, svo og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þannig að það   verndi  rétt stéttarfélaga til að  beita verkfalli í því skyni að  knýja á um gerð kjarasamninga ,  en þó að því gættu að sá réttur getur, með vísan til  2.   mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar ,   8     sætt takmörkunum eftir fyrirmælum laga   sem þurfa  að helgast af nauðsyn í  lýðræðislegu  þjóðfélagi og vera í þágu lögmætra markmiða , sbr. til dæmis dóm  Hæstaréttar 13. ágúst 2015 í máli nr. 467/2015 .    31   Til þess er að líta að  hvorki er í  14. gr. laga nr.  9 4/1986  né öðrum ákvæðum laganna  mælt nánar fyrir um með hvaða hætti kröfur  samnings aðila s kul i   settar fram eða sett  skilyrði um efnislegt inntak þeirra.  Þá er ekki vikið að því á hvaða stigi viðræðna  heimilt er að boða til verkfalls   að öðru leyti en því að kjarasamningsdeila þarf að vera  uppi .   Réttarstaðan  samkvæmt lögu nu m  er að þessu leyti ólí k þeirri sem   gildir  samkvæmt  lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur sem  taka til  almenn s   vinnumarkað ar . Samkvæmt 3. mgr. 15. gr.  þeirra  laga,  eins og ákvæðinu var breytt  með  3. gr. laga nr. 75/1996, er það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun  vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilr aunir um framlagðar kröfur haf i   reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.  Í  almennum  athugasemdum  í frumvarpi því sem varð að  breytingarlögunum  segir að  ætlunin sé  að t aka af  öll  tvímæli um    liggja skýrt fyrir  væru  komnar  fram áður en til verkfalls komi.  Nánar er rakið í  athugasemdum við  greinina  að það ver ði formbundið sem skilyrði lögmætrar ákvörðunar um  vinnustöðvun að kröfur hafi komið skýrt fram og að samningaviðræður hafi reynst  árangurslausar.  Þess verði jafnframt  krafist að sá sem vill beita vinnustöðvun hafi  reynt til þrautar að ná samningi og í því   skyni leitað milligöngu sáttasemjara sem hafi  átt þess kost að leita sátta áður en  gripið verði til úrræðisins.  Sambærilegar breytingar  hafa ekki verið gerðar á ákvæðum laga nr. 94/1986 og  verður við úrlausn málsins ekki  litið  til annarra skilyrða fyrir v erkfallsboðun en þar greinir , sbr. til hliðsjónar dóm  Félagsdóms 21. október 1999 í máli nr. 7/1999.   32   Svo sem rakið hefur verið er ekki að finna sérstök fyrirmæli um  hvernig kröfur  samningsaðila skuli fram settar  í lögum nr. 94/1986.  Gögn málsins bera með s ér að  stefndi hafi ítrekað komið því á framfæri í viðræðum aðila að krafist sé efnda á 7.  grein samkomulags frá 19. september 2016  um jöfnun launa milli opinbera og  almenna vinnumarkaðarins.  Þessi afstaða stefnda var  meðal annars  útskýrð í bréfi 16.  janúar   2024 ,    kjarasamningsviðræðna .    Jafnframt  var rakið  í ályktun stjórnar stefnda 16. febrúar  2024, sem var send stefnanda   sama dag , að  ekki hefði náðst samstaða í starfshópi sem  hefði  síðastliðin ár  haft það verkefni að setja fram áætlun um hvernig jöfnun launa  skyldi náð með útfærslu í kjarasamningum á sex til tíu árum . Fram kom að það væri  forgangsmál  stefnda   að útfærð verði í kjarasamnin gum þeirra annars vegar skýr áætlun um hvernig  mar k miðum um jöfnun launa verði náð og hins vegar verði skilgreind hlutlægt viðmið   Því var nánar lýst að stefndi teldi     samanburðarhópa á almennum markaði fyrir  félagsfólk  [stefnda] , um það hvernig mæling á launamuni verði háttað hvað varðar   9     launahugtak, mæliaðferð og viðmiðunartíma, um það hvernig stærðargráða mælds  laun a munar ákvarðar jöfnunarframlag og um vikmörk vegna  óvissu í mælingum.      33   Af  gögnum málsins  verður ráðið að  stefndi   hafi  á fyrri stigum  gert grein fyrir  afstöðu  sinni til aðferðafræði og viðmiða sem líta skyldi til við greiningu á launamun milli  markaða . Var það meðal annars gert með vísan til  raundæm a   og út reikning a   í  glærukynningu  stefnda  sem var  til umræðu  á fundi  fyrrgreinds starfs hóps   4. janúar  202 4.  V ar afstaða stefnda  í þessum efnum  dregi n saman  í minnisblaði starfsmanns  ríkissáttasemjara 15. janúar 2024   sem  var meðal annars sent stefnanda.  A ð virtum  þeim gögnum sem hafa verið lögð fyrir Félagsdóm verður ekki séð að stefn an di hafi  gert grein fyrir afstöðu sinni  með sambærilegu m   hætti og l iggja  í öllu falli  engin  skrifleg gögn  fyrir  um þá aðferðafræði  eða viðmið sem hann telur rétt að  beita.    34   Fyrir ligg ur  að aðilar hafa átt í viðræðum frá  16.  febrúar 20 24   þegar  formaður  samninganefndar     Þessu til samræmis bera gögn málsins með sér að viðræður  aðila  hafi  meðal annars lotið að efndum á  umræddu ákvæði  samkomulag s ins   frá september  2016 .  Til þess er að líta að ekki  verður séð að stefnandi hafi gert athugasemdir við  framsetningu á  kröfum  stefnda, svo sem með því að óska eftir því að  þær  yrðu settar  fram me ð skýrari hætti.  Af framlögðum gögnum verður ráðið að viðræður aðila hafi  borið takmarkaðan árangur , en fram kom  í  tölvupósti formanns samninganefndar  stefn an da 20. september 2024   að  menn v irtust   gallaðar tölur sem lagðar   voru fram af KÓ í 7. gr. vinnunni .    V ísaði stefnandi  kjaradeilu aðila til  ríkissáttasemjara þremur d ö g um síðar   með þeim orðum að  samninganefnd  hans      35   A ð öllu framangreindu virtu verður lagt til grundvallar að  viðræður aðila hafi tekið til  þeirra krafna sem stefndi gerir um efndir á 7. grein fyrrgreinds samkomulags og að  framsetning á kröfum  hans  uppfylli áskilnað 14. gr. laga nr. 94/1986 . Verður því ekki  fallist á þann málatilbúnað stefnanda að  boðuð verkföll geti  ekki  þjónað þeim lögmæta  tilgangi að stuðla að framgangi krafna  stefnda. Ber því  að sýkna stefnda af kröfu  stefnanda um viðurkenningu á ólögmæti verkfallanna.    36   Rétt þykir að mál skostnaður milli aðila falli niður.    Dómsorð:   Stefndi, Kennarasamband Íslands, er sýkn af kröfum stefnanda, Sambands íslenskra  sveitarfélaga.    Málskostnaður milli aðila fellur niður.