FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmtu daginn 16. desember 20 2 1 . Mál nr. 14/ 202 1 : Læknafélag Íslands ( Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Landspítala ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 7. desember 2021 um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir , Guðmundur B. Ólafsson, Jónas Fr. Jónsson , Kolbrún Benediktsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir. Stefnandi er Læknafélag Íslands, Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Stefndi er íslenska ríkið vegna Landspítala, Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði að ætíð skuli greiða 4 klst. aukalega þegar skipulagðri staðarvakt er breyt 2 Þá gerir stefnandi kröfu um málskostnað úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara sýknu af kröfum stefnanda. 4 Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað. Málavextir 5 Mál þetta verður rakið til ágreinings um framkvæmd greiðslna til félagsmanna stefnanda samkvæmt grein 4.4.2.1 í kjarasamningi aðila frá 6. júní 2017 . 6 Þar sem í ljós kom að framkvæmd við greiðslur vegna aukavinnu lækna hafði ekki verið sú sama innan Landspítalans vann lögfræði - og kjaradeild s pítala ns minnisblað 7. nóvember 2019 . Þar kom fram að almennt væri greitt fyrir aukavinnu, þar með talið aukavaktir lækna með yf irvinnu samkvæmt grein 4.3.1. Þá væri yfirvinna jafnframt greidd vegna vinnu á staðarvöktum, sbr. grein 4.4.2 og vinnu á gæsluvök t um, sbr. grein 4.3.2 í kjarasamningi. Vísað var til þess að mannauðsstjórar spítalans h efðu spurt um rétt lækna til launaauka þegar þeir t ækju aukavaktir, það er yfirvinnu umfram skipulagða vinnu , og hvort þeir ættu rétt á fjögurra klukkustunda 2 lágmarksgreiðslu á grundvelli greinar 4.3.2 eða fjögurra klukkustunda aukagreiðslu samkvæmt grein 4.4.2.1. Fram kom að grein 4.3.2 tæki til greiðslu yfirvinnu vegna útkalls, það er þegar læknir væri kallaður til starfa sem ekki væru innan fyrir fram ákveðinnar vinnutilhögunar hans. Lágmarksgreiðsla samkvæmt ákvæðinu leiði aðeins til greiðslu launa umfram unninn tíma nái vinnulota í útkalli ekki fjórum klukkustundum. Verði vinnulotan lengri sé aðeins greitt fyrir þann tíma sem sé unninn. Þá ætti grein 4.4.2.1 við um breytingu á fyrir fram skipulagðri vin n u læ knis. Ákvæðið tæki hins vegar ekki til aukavakta eða annarrar tilfallandi vinnu umfr am vinnuskipulag læknis. Vísað var til þess að í kjarasamningi annarra stétta, svo sem kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, væri að finna ákvæði um klukkustunda fyrirvara, en sambærilegt ákvæði væri ekki í kjarasamningi lækna. Í niðurlagi minnisblaðsins var tekið fram að greinar 4.3.2 og 4.4.2.1 tækju ekki til aukavakt a lækna og ættu þeir því ekki rétt á sérstakri aukagreiðslu vegna aukavakta samkvæmt kjarasamning i. 7 Hinn 13. febrúar 2020 barst læknum Landspítalans tilkynning frá viðbragð s stjórn vegna óveðurs sem átti að ganga yfir daginn eftir. Mælst var til þess að starfsfólk á deildum með sólarhringsstarfsemi mætti til vinnu kl ukkan 05 : 00 og leys t i þá af næturva ktarstarfsfólk eftir atvikum. G ert væri ráð fyrir því að starfsfólk sem þyrfti ekki nauðsynlega að koma til starfa morguninn eftir sinntu störfum sínum heima og/eða biðu eftir því að veður lægði. Þá var gerð grein fyrir frekari tilmælum og tekið fram að þe ssi viðmið giltu einungis föstudaginn 14. febrúar en ekki almennt þegar slæmt veður haml að i ferðum einstakra starfsmanna. Þeir læknar sem mætt u til vinnu kl ukkan 05:00 umræddan dag fengu ekki greiðslu sem nam fjögurra klukkustunda yfirvinnu, sbr. grein 4.4.2 .1 í kjarasamningi aðila. Fyrir liggja tölvupóstsamskipti sem bera með sér að ágreiningur hafi risið um rétt læknanna til greiðslna og túlkun á fyrrgreindu kjarasamningsákvæði. 8 Framkvæmdastjóri lækninga birti tilkynningu 20. maí 2021 vegna túlkunar á ákvæðum kjarasamnings um rétt lækna til launaauka þ.e. í kjarasamningi ættu ekki við um aukavaktir og ættu læknar því ekki rétt til greiðslu aukatí ma vegna aukavakta. rétt á, skv. kjarasamning , eru þegar stjórnandi óskar eftir því við lækni að viðkomandi breyti fyrirfram skipulagðri staðarvakt. Ákvæðið á því hvorki við um aukavaktir né gæsluv Þá var tekið fram að framkvæmd Landspíta la ns yrði í samræmi við fyrri túlkun og væri því ekki heimilt að greiða launaauka vegna aukavakta. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi vísar t il þess að Landspítalinn hafi breytt nærri tveggja áratugalangri framkvæmd sinni á greiðslum til lækna samkvæmt grein 4.4.2.1 í kjarasamningi aðila. 3 Ávallt hafi verið talið að læknar ættu fortakslausan rétt til fjögurra klukkustunda aukagreiðsl n a mættu þeir á viðbótarvakt með stuttum fyrirvara að beiðni yfirmanns og að um umbun væri að ræða. Nú hafi Landspítalinn gefið út almenn fyrirmæli um að framvegis skuli ekki greiða læknum slíka umbun hvað sem líði orðalagi kjarasamnings ákvæðisins. Þessi fyri rmæli hafi valdið ólgu meðal lækna sem starfi á staðarvöktum og hafi þeir áskilið sér rétt til greiðslu í samræmi við niðurstöðu þessa dómsmáls. 10 Stefnandi tekur fram að dómkrafa hans snúi að viðurkenningu á því að í öllum tilvikum þegar gerð sé breyting á fyrirfram ákveðnu vaktafyrirkomulagi læknis af hálfu yfirmanns skuli læknirinn fá greiddar fjórar klukkustundir í yfirvinnu í umbun, eins og ákvæði kjarasamningsins kveði á um, til viðbótar við greiðslu fyrir sjálfa vaktina. 11 Tekið er fram að hið umdeila ákvæði hafi verið tekið upp í núverandi mynd í kjarasamningi aðila 7. janúar 2015, en sambærilegt ákvæði hafi verið í kjarasamningi að minnsta kosti frá árinu 2002 . Með ákvæðinu hafi ætlunin verið að umbuna læknum kæmi boðun um breytingu á vinnutíma með sk emmri en 24 klukkustunda fyrirvara. Engin rök standi til þess að líta svo á að um aukavakt sé að ræða, enda engin ákvæði um slíkt í kjarasamningi aðila. Stefndi geti ekki einhliða búið til slíkt hugtak og þar með nýtt fyrirkomulag á greiðslum til lækna þeg ar vöktum sé breytt. Lögð er áhersla á að túlkun stefnda eigi sér enga stoð í kjarasamningi aðila. 12 Stefnandi vísar til þess að þar sem viðræður við stefnda hafi ekki borið árangur sé nauðsynlegt að leita úrlausnar Félagsdóms vegna ágreinings um túlkun á k jarasamningsákvæðinu. Málið heyri undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málsástæður og lagarök stefnda 13 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að kröfugerð stefnanda uppfylli ekki skilyrði 2. mgr. 25. gr. eða d - lið ar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Vísað er til þess að krafan sé ekki svo ákveðin og ljós að hún uppfylli skilyrði ákvæðanna. Krafan sé almenn og endurspegli ekki ágreining aðila. Dómkrafan sé í reynd of viðtæk miðað við ágreining aðila og sé óljóst hvers sé krafist viðurkenningar á, sem og á hvaða grundvelli. Ráða megi af málsástæðum í stefnu að stefnandi krefjist þess að grein 4.4.2.1 í kjarasamningi verði túlkuð á ákveðinn hátt s em stefndi og Landspítalinn geti ekki fallist á. Dómkrafan sé nánast endursögn á kjarasamnings ákvæði nu en tiltaki ekki við hvaða aðstæður sé miðað . 14 Stefndi tekur fram að eðli málsins samkvæmt beri að fylgja ákvæðum kjarasamnings enda um lögbundinn samning að ræða. Ágreiningur aðila snúist um það hvernig eigi að túlka kjarasamning og hvort félagsmenn stefnanda eigi rétt til fjögurra sem stefndi telji vera sama hlutinn. Kunni ástæða galla á kröfugerð stefnanda einmitt 4 að vera sú að hvergi sé mælt fyrir um meintan rétt í kjarasamningi, enda sé ekki verið að breyta fyrirfram skipulagðri staðarvakt sam kvæmt fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun, sbr. grein 4.4.2.1, þegar læknir taki að sér aukavakt eða aukavinnu umfram vinnuskyldu. Sé því einnig ljóst að dómkrafan feli í sér lögspurningu í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Lögð er áhersla á að orða verði viðurkenningarkröfu með þeim hætti að skorið sé úr um tilvist eða e fni réttinda eða réttarsambands sem stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af að fá úr skorið og ráði tilteknu sakarefni til fullnaðarlykta á einn veg eða annan. 15 Til stuðning varakröfu stefnanda um sýknu er vísað til þess að í kafla 4.4. í kjarasamningi sé fjal lað um vinnutilhögun lækna utan dagvinnu og sé hugtakið staðarvakt skilgreint í grein 4.4.2.1. Staðarvaktir séu skipulagðar fyri r fram með vaktaáætlun eða vakt a sk rá viðkomandi rekstrareining ar eða stofnun a r sem sýni væntanlegan vinnutíma hvers læknis. Vaktá ætlunin sé lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst nema samkomulag sé við lækni um annað. Það sé ágreiningslaust að læknar hafi fengið greidd laun fyrir staðinn tíma. Aftur á móti sé deilt um rétt til fjögurra klukkustunda yfirvinnu umb unar , það er aukagreiðslu óháð vinnuframlagi sem stefnandi telji félagsmenn eiga rétt á taki þeir aukavakt eða vakt til viðbótar. 16 Stefndi byggir á því að túlka skuli grein 4.4.2.1 samkvæmt orðanna hljóðan. Sé læknir beðinn um að taka aukavakt, sem hann sa mþykki að taka, sé ekki um að ræða breytingu á staðarvakt samkvæmt fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun. Í þeim tilvikum sem greini í stefnu hafi verið um að ræða aukavinnu sem sé greidd með yfirvinnukaupi samkvæmt grein 4.3.1 í kjarasamningi. Þar sem ekki hafi verið um að ræða breytingu á fyrirfram skipulagðri staðarvakt samkvæmt fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun hafi grein 4.4.2.1 ekki átt við. 17 Því er mótmælt sem röngu að læknum hafi verið skylt að mætu til vinnu klukkan 5:00 hinn 14. febrúar 2020 . Ekki hafi verið um að ræða breytingu á staðarvakt heldur hafi læknar einfaldlega verið hvattir til að mæta fyrr til vinnu á þessum degi. Hafi verið um hreina viðbótarvinnu viðkomandi lækna að ræða umfram skipulagða vinnu og hafi verið greitt fyrir hana samkvæ mt grein 4.3.2 í kjarasamningi. Tekið er fram að dagvinna sem taki við klukkan 8:00 sé ekki staðarvakt í skilningi kjarasamnings, sbr. grein 4.4.2. 18 Stefndi tekur fram að með því að veita skýrar leiðbeiningar um rétta framkvæmd á kjarasamningsákvæði nu hafi forstöðumaður Landspítalans uppfyllt skyldu sína til að stýra stofnuninni í samræmi við lög og gildandi kjarasamning. Hvorki í lögum né kjarasamningi sé mælt fyrir um heimild til að greiða fjögurra klukkustunda yfirvinnu þegar læknir tekur aukavakt. Slík ákvæði sé aftur á móti að finna í öðrum kjarasamningum, svo sem 3. mgr. greinar 2.6.2 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélags Íslands og Sameykis. Tekið er fram að félagsmenn stefnanda teljist ekki vera vaktavinnumenn líkt og hluti félagsmanna 5 fyrrgreindra þriggja félaga. Læknar séu samkvæmt kjarasamningi skilgreindir sem dagvinnumenn sem standi eftir atvikum staðar - og gæsluvaktir og njóti ýmissa kjara umfram vaktavinnumenn vegna þess. Hvað sem þessu líður sé ekki að finna ákvæði í kjarasamning i aðila sem skapi félagsmönnum stefnanda þann rétt til greiðslna vegna aukavinnu sem byggt sé á í stefnu. Niðurstaða 19 Ljóst er af gögnum málsins að aðila greinir á um hvernig ber að túlka grein 4.4.2.1 í kjarasamningi . Ákvæðið varðar breytingu á staðarvakt að ósk yfirmanns og er svohljóðandi: Ef staðarvakt skv. 4.4.2 er breytt að ósk yfirmanns frá fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun skv. þessari grein með skemmri fyrirvara en 24 klst., skal viðkomandi lækni greitt aukalega 4 klst. í yfirvinnu. 20 Af málatilbúnaði aðila verður ráðið að ekki sé ágreiningur um skyldu Landspítalans til að inna af hendi greiðslu samkvæmt ákvæðinu teljist skilyrði þess uppfyllt . Á hinn bóginn snýr ágreiningur aðila að því hvaða tilvik falla undir ákvæðið og hv enær Er þ annig til að mynda ljóst að ágreiningur vegna fyrrgreinds tilviks 14. febrúar 2020 þegar læknar mættu til vinnu klukkan 5:00 snýst um það hvort um hafi verið að ræða breytingu á staðarvakt frá fyrirfram skipulagðri vinnutilhögun í skilningi greinar 4.4.2.1 í kjarasamningi . 21 Dómkrafa stefnanda er þannig fram sett að krafist er viðurkenningar á því að ætíð skuli greiða fjórar klukkustundir aukalega þegar skipulagðri staðarvakt er breytt af yfirmanni með minna en 24 klukkustunda fyrirvara. Samkvæmt þessu krefst stefn an di í reynd viðurkenningar á fyrrgreindu kjarasamningsákvæði sem þó er óum deilt að sé bindandi fyrir aðila. Til þess er að líta að ákvæðið er fortakslaust um greiðsluskyldu teljist önnur skilyrði þess uppfyllt og breytir því engu þótt stefnandi hafi skeytt við dómkr öfuna að skuli inna af hendi greiðslu . 22 Eins og kröfugerð stefnanda er úr garði gerð verður ekki séð að málsókn hans geti þjónað því markmiði að leyst verði úr raunverulegum ágreiningi aðila. Kröfugerð í dómsmáli þarf að vera þannig fram sett að dóm sniðurstaða á grundvelli hennar leiði til lykta þann ágreining sem er uppi í málinu , sbr. til hliðsjónar dóm a Hæstaréttar 5. janúar 1967 í máli nr. 251/1966 sem birtur er í dómasafni réttarins árið 196 7 á blaðsíðu 3, 5. apríl 2002 í máli nr. 134/2002 og 29 . október 2015 í máli nr. 2/2015. 23 Þar sem d ómkrafa stefnanda er ekki til þess fallin að leysa úr ágreiningi aðila um túlkun á fyrrgreindu kjarasamningsákvæði og að virtri 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 þykir verð a að vísa málinu frá Félagsdómi. 24 Að virt um úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. 6 Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Læknafélag Íslands, greið i stefnda, íslenska ríkinu vegna Landspítala , 300.000 krónur í málskostnað.