FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 27. júní 2022. Mál nr. 5/2022: Kennarasamband Íslands vegna Félags leikskólakennara (Gísli G. Hall lö gmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga (Anton B. Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 31. maí 2022 . Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Gísli Gíslason, Guðni Á. Haraldsson og Karl Ó. Karlsson . Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags leikskóla kennara, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveit arfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Málsmeðferð og d ómkröfur aðila 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að Kópavogsbæ beri að greiða A lausnarlaun samkvæmt greinum 11.4.3 og 11.5.1 í kjarasamningi Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samræmi við óskir hennar 31. júlí 2021 og 13. september 2021. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr h endi stefnda. 2 Stefndi hefur ekki tekið til varna með því að skila skriflegri greinargerð, sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þegar málið var tekið fyrir 31. maí sl. lag ði stefndi þess í stað fram bókun sem verður gerð nánari grein fyrir. Málið var dómtekið í þinghaldinu. Málavextir 3 Aðdraganda þessa máls má rekja til þess að með tölvubréfi 31. júlí 2021 óskaði A , leikskólakennari á leikskólanum í Kópavogsbæ, eftir þv í að hún yrði leyst frá störfum og henni greidd lausnarlaun vegna veikinda, sbr. greinar 11.4.3 og 11.5.1 í kjarasamningi aðila. Fram kom að hún hefði verið í veikindaleyfi og ætti rétt á launum vegna veikinda til 4. ágúst 2021. Samkvæmt vottorði trúnaðarl æknis skorti hana áfram hæfni til að sinna starfinu vegna veikinda. Beiðni leikskólakennarans var ítrekuð með bréfi 13. september 2021. 4 Fyrir liggur vottorð , trúnaðarlæknis Kópavogsbæjar, frá 26. júlí 2021. Þar kemur fram að hann hafi hitt og skoðað l eikskólakennarann að beiðni vinnuveitanda til að 2 leggja mat á starfsfærni hennar. Hafi hann farið yfir sögu, greiningu og eðli veikinda hennar. Í samtali við kennarann hefði komið fram að hún væri ekki fær um að sinna starfi sínu sem stendur sökum veikinda og væri hún enn í meðferð. Væri ólíklegt að hún myndi snúa til baka af heilsufarsástæðum. 5 Gögn málsins bera með sér að leikskólastjóri hafi sent framangreinda beiðni leikskólakennarans til lögfræðings Kópavogsbæjar. Með tölvubréfi lögfræðingsins 21. sept ember 2021 var leikskólakennarinn upplýst um að beiðnin hefði verið til skoðunar hjá mannauðsdeild sveitarfélagsins. Til þess að lausnarlaun kæmu til skoðunar þyrfti að liggja fyrir vottorð trúnaðarlæknis um að starfsmaður væri varanlega ófær um að gegna s tarfi vegna vanheilsu. Tekið var fram að fyrirliggjandi vottorð uppfyllti ekki þetta skilyrði, en óska mætti eftir viðtali við trúnaðarlækni og hafa samband á ný þegar vottorð lægi fyrir. 6 Meðal gagna málsins er yfirlýsing trúnaðarlæknis Kópavogsbæjar frá 1. október 2021 Kópavogsbæjar ræddi við ofangreindan starfsmann vegna veikinda, að beiðni vinnuveitanda og til endurmats á starfsfærni. Starfar sem leikskólakennari í 49,9% . Í endurmati kemur fram að hún er ekki fær um að sinna sínu starfi og er enn í meðferð 7 Í tölvubréfi 9. nóvember 2021 vísaði lögfræðingur Kópavogsbæjar til beiðni leikskólakennarans um að h ú n yrði leyst frá störfum. Fram kom að það væri skýr afstaða Kópavogsbæjar, sem og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að grein 11.4.3 í en viðkomandi hefur verið launalaus í jafnlangan tíma og þann tíma er hann átti rétt á að halda launum í fjarveru sinn i ekki réttur starfsmanns til að fá lausn frá störfum á þeim tíma sem hann óski heldur geti vinnuveitandi hafnað slíkri beiðni á gr undvelli málefnalegra forsendna. Nánar var skýrt að Kópavogsbær hefði fyrst og fremst nýtt heimildarákvæðið þegar brýn þörf að tryggja mönnun og öryggi. Vísað var til st arfshlutfalls leikskólakennarans og að réttur hennar til launa vegna óvinnufærni hefði runnið út 4. ágúst 2021. Þá kom fram ekki unnt að fallast á beiðnina. 8 Með tölvu bréfi lögfræðings stefnanda 18. nóvember 2021 var þess óskað að fundað yrði um málið. Vísað var til greinar 11.4.2 í kjarasamningi og að vinnuveitanda væri ekki heimilt að halda starfsmanni í vinnusambandi væri hann varanlega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu. Tekið var fram að það hefði ekki þýðingu hvort Kópavogsbær teldi brýna þörf á að losa starfið. Hefði ákvæðið um langt skeið verið túlkað með þeim hætti að veita skuli lausn frá störfum að beiðni starfsmanns þegar um varanlega óvinnufærni sé að r æða. Skuli þá greiða starfsmanni lausnarlaun og hafi verið samhugur um þessa túlkun hjá ríkinu og stéttarfélögum. Þessu til stuðnings var 3 vísað til fundargerðar samráðsnefndar um veikindarétt frá 27. nóvember 2019 sem skipuð var fulltrúum aðila að samkomul agi BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tekið var fram að í þeim örfáu tilvikum sem sveitarfélög hefðu ætlað að fara að ráðum Sambands íslen skra sveitarfélaga um að veita félagsmönnum sem væru varanlega óvinnufærir ekki lausn frá starfi hefði verið horfið frá því og lausnarlaun verið greidd. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi vísar til þess að ágreiningur aðila lúti að túlkun á ákvæðum kjarasamnings og falli undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 10 Byggt er á því að samkvæmt greinum 11.4.3 og 11.5.1 í kjarasamningi aðila beri að taka kröfu stefnanda til greina. Fram komi í grein 11.4.3 að greinar 11.4.1 og 11.4.2 skuli ekki ver a því til fyrirstöðu að starfsmaður láti af störfum óski hann þess , sé hann samkvæmt læknisvottorði orðinn varanlega ó fær um að gegna starfi vegna vanheilsu . Krefjast megi vottorðs trúnaðarlæknis hluta ðeigandi stofnunar. Öll skilyrðin séu uppfyllt í tilviki le i kskólakennarans. Hún hafi óskað eftir því að láta af störfum og sé samkvæmt vottorði trúnaðarlæknis varanlega ófær um að gegna starfinu vegna vanheilsu . Beri vinnuveitandanum því að verða við beið ni starfsmannsins um lausn frá starfi og eigi hann ekki val um það. 11 Fram komi í grein 11.5.1 í kjarasamningnum að þegar starfsmaður sé leystur frá störfum samkvæmt greinum 11.4.1 til 11.4.3 skuli hann halda föstum launum samkvæmt grein 11.2.6 í þrjá mánuði . Beri vinnuveitanda að greiða lausnarlaun og geti hann ekki frestað greiðslu með vísan til þess að hann neiti að verða við kröfu starfsmanns um lausn frá störfum samkvæmt grein 11.4.3. 12 Stefnandi tekur fram að ummæli lögfræðings Kópavogsbæjar í tölvubréf i frá 9. nóvember 2021 um að vinnuveitandi eigi val um hvort hann leysi starfsmann undan störfum , sem og að í fyrirliggjandi tilviki hafi ekki verið brýn þörf á að losa starfið , veki nokkra furðu. Orðalag greinar 11.4.3 beri ekki með sér að um sé að ræða val vinnuveitanda. Þá hafi starf leikskólakennarans verið losað í þeim skilningi að starfsmaður hafi komið í hennar stað. S tefnanda gruni að ráðnir hafi verið starfsmenn í hennar stað og beri að miða við það nema gögn sem sýna hið gagnstæða verði lögð fram . Stöð u gildum á viðkomandi leikskóla hafi ekki verið fækkað. Þá hafi verið fyrirséð að leikskólakennarinn kæmi ekki aftur til starfa og því ekki verið uppfyllt skilyrði til að ráða starfsmann tímabundið vegna forfalla. Einnig er vísað til fyrirmæla um stöð ugildi í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla . Hafi leikskólinn ekki uppfyllt skilyrði um menntaða leikskólakennara og því verið sérstök ástæða til að auglýsa þá s töðu sem um ræðir. 4 13 Stefnandi vísar jafnframt til þess að umrædd kjarasamningsákvæði eigi rót að rekja til samkomulags B HM , BSRB og Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveita rfélaga hins vegar, um tiltekin atriði er varða réttindi starfsmanna í nefndum samtökum frá 24. október 2000. Hafi ákvæðin ratað í kjarasamninga stéttarfélaga sem eigi aðild að nefndum samtökum og verið óbreytt frá þessum tíma. T úlkun ákvæðanna hafi verið óumdeild að því frátöldu að stefndi Samband í slenskra sve i tarfélaga hafi farið að túlka ákvæðin með þeim hætti sem lýst sé í fyrrgreindu tölvubréfi lögfræðings Kópavogsbæjar. Hafi verið bókað á fundi samráðsnefndar um veikindarétt 27. nóvember 2019 að ríki ð greiddi lausnarlaun þegar lagt væri fram vottorð um varanlega óvinnufærni. Aftur á móti hafi verið bókað eftir stefnda að hann telji að um heimildarákvæði sé að ræða. 14 Stefnandi leggur áherslu á að það sé skýrt af orðalagi ákvæðanna að um sé að ræða heimi ldarákvæði í þeim skilningi að starfsmaður geti sett fram ósk um lausn frá störfum . Aftur á móti geti vinnuveitandi ekki valið með hvaða hætti hann breg ði st við óskinni séu skilyrði greinar 11.4.3 á annað borð uppfyllt. Þannig geti v innuveitandi ekki einhl iða haldið starfsmanni í vistarböndum liggi fyrir að viðkomandi sé varanlega óvinnufær og muni aldrei geta snúið aftur til starfa. Þjóni s lík afstaða vinnuveitanda ekki heldur málefnalegum tilgangi. Afstaða stefnda 15 Í bókun sem stefndi lagði fram þegar má lið var tekið fyrir 31. maí sl. segir að stefndi telji skilyrði greinar 11.4.3 í kjarasamningi uppfyllt og að réttur starfsmanns til lausnarlauna hafi stofnast í skilningi ákvæðisins, sbr. grein 11.5.1. Þar með sé ekki tekin afstaða til þess hvort önnur at vik í ráðningarsambandi starfsmannsins og sveitarfélagsins leiði til þess að sveitarfélagið telji sér ekki skylt að greiða henni lausnarlaun. Með öðrum orðum sé greiðsluskyldan ekki á forræði stefnda heldur hjá sveitarfélaginu. Tekið er fram að stefndi tel ji ekki uppfyllt skilyrði til að gera honum að greiða stefnanda málskostnað. Málið hafi ekki verið tekið fyrir í samstarfsnefnd eins og gert sé ráð fyrir í 13. kafla kjarasamnings aðila. Hafi stefndi fyrst verið upplýstur um fyrirliggjandi ágreining þegar stefna var birt. Niðurstaða 16 Mál þetta varðar ágreining um skilning á kjarasamningi og fellur undir lögsögu Félagsdóms, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 17 Stefnandi krefst viðurkenningar á skyldu Kópa vogsbæjar til að greiða tilteknum kennara lausnarlaun samkvæmt greinum 11.4.3 og 11.5.1 í kjarasamningi aðila. Kröfunni er beint að Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kaus stefndi að skila ekki greinargerð í málinu til að halda uppi vörnum, sbr. 2. mgr. 9 9. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 5 18 Samband íslenskra sveitarfélaga er samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 sameiginlegur málsvari sveitarfélaga. Það leiðir af samþykktum stefnda að hlutverk hans tekur til þess að þjóna sveitarfélögum á sviði vinnumarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hafa fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess, sbr. 2. gr. samþykkta stefnda. Á þessum grunni kom stefndi fram fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem höfðu veitt honum umboð við gerð þess kjarasamnings sem hér er til skoð unar, þar með talið fyrir hönd Kópavogsbæjar. Þá á stefndi aðild að kjarasamningnum fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags. Til þess er einnig að líta að það hefur lengi tíðkast í framkvæmd Félagsdóms að málum sem varða túlkun á kjarasamningi sé beint að stef nda, ýmist einum eða vegna þeirra sveitarfélaga um ræðir. Telja verður að venja hafi skapast í þessum efnum svo sem nánar er rakið í dómi Félagsdóms 31. maí 2022 í máli nr. 20/2021 með vísan til dómaframkvæmdar. Að þessu virtu, sem og þar sem um er að ræða viðurkenningarkröfu, verður ekki talið að annmarkar séu á aðild málsins til varnar. 19 Stefndi hefur kosið að skila ekki greinargerð í málinu og halda uppi vörnum, sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu deilur. Ráðið verður af fyrrgreindri bókun stefnda að hann telji uppfyllt skilyrði greinar 11.4.3 til að leysa leikskólakennarann frá störfum og að réttur til lausnarlauna hafi stofnast samkvæmt grein 11.5.1 . Aftur á móti hefur stefndi ekki samþykkt kröfur stefnanda og vísar til þess að greiðsluskylda sé á forræði sveitarfélagsins. 20 Krafa stefnanda er reist á greinum 11.4.3 og 11.5.1 í kjarasamningi aðila. Ákvæði greinar 11.4 er svohljóðandi: 11.4 Lausn frá störfum vegna óvinnufærni, veikinda eða slysa Lausn frá störfum vegna endurtekinnar eða langvarandi óvinnufærni vegna veikinda eða slysa 11.4.1 Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda e ð a slysa svo mánuðum skiptir á hverju ári um fimm ára tímabil og ekki er skýlaust vottað samkvæmt ákvæðum gr. 1 1.3.1 að hann hafi fengið heilsubót sem ætla megi varanlega, má leysa hann frá störfum vegna heilsubrests. 11.4.2 Þegar starfsmaður hefur verið samfellt frá vinnu vegna veikinda eða slysa launalaust í jafnlangan tíma og þann tíma er hann átti rétt á að h alda launum í fjarveru sinni skv. gr. 11.2.1, má leysa hann frá störfum vegna heilsubrests. 11.4.3 Ekki skulu framangreind ákvæði um veikinda - og slysaforföll vera því til fyrirstöðu að starfsmaður láti af störfum er hann óskar þess ef hann er samkvæmt l æknisvottorði orðinn varanlega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu. Krefjast má vottorðs trúnaðarlæknis hluta ð eigandi stofnunar. 6 21 Samkvæmt gögnum málsins var fyrrgreindur leikskólakennari í 49,9% starfshlutfalli þegar hún fór í veikindaleyfi. Þá liggur fyrir að réttur hennar til launa vegna veikinda rann út 4. ágúst 2021, sbr. grein 11.2.1 í kjarasamningi aðila. Eins og rakið hefur verið óskaði leikskólakennarinn eftir því að vera leyst frá störfum 31. júlí 2021 vegna óvinnufærni. Þar sem Kópavogsbær ta ldi fyrirliggjandi læknisvottorð ekki duga leitaði leikskólakennarinn á ný til trúnaðarlæknis sveitarfélagsins. Samkvæmt yfirlýsingu hans frá 1. október 2021 var ekki talið að leikskólakennarinn væri fær um að sinna starfi sínu vegna sjúkdóms og var tekið fram að hún myndi ekki snúa aftur til vinnu. Engu að síður hafnaði Kópavogsbær beiðni stefnanda og vísaði til þess að grein 11.4.3 fæli í sér heimild vinnuveitanda til að leysa starfsmann frá störfum væru skilyrði til þess uppfyllt. Þar sem ekki væri talin beiðni leikskólakennarans hafnað. 22 Að virtu orðalagi greinar 11.4.3 í kjarasamningi aðila, sem og greinum 11.4.1 og 11.4.2, verður að leggja til grundvallar að starfsmaður eigi rétt á að vera leystur frá störfum að því gefnu að fyrir liggi vottorð læknis, eftir atvikum trúnaðarlæknis, þess efnis að hann sé vara n lega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu. Af því leiðir að vinnuveitandi getur ekki knúið starfsmann til að halda starfi óski hann lausnar og liggi fyrir að h ann sé varanlega ófær um að sinna starfinu vegna veikinda. 23 Í því tilviki sem hér er til skoðunar óskaði leikskólakennarinn eftir því að vera leyst frá störfum vegna langvarandi veikinda og liggur fyrir vottorð trúnaðarlæknis sem staðfestir að hún geti ekki snúið aftur til starfa vegna veikinda. Við þessar aðstæður var skylt að verða við beiðni leikskólakennarans um lausn frá störfum, sbr. grein 11.4.3 í kjarasamningi. Það fær hvorki stoð í orðalagi ákvæðisins né markmiði þess að vinnuveitandi hafi við þessa r aðstæður val um hvort hann verði við beiðni starfsmanns, svo sem með hliðsjón af því hvort hann telji brýnt að ráða nýjan starfsmann. 24 Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að leikskólakennarinn eigi rétt á því að vera leyst frá störfum sam kvæmt grein 11.4.3 í kjarasamningi. Við þær aðstæður á hún rétt á greiðslu lausnarlauna samkvæmt grein 11.5.1 þar sem fram kemur að starfsmaður skuli halda föstum launum samkvæmt grein 11.2.6 í þrjá mánuði. Verður því fallist á viðurkenningarkröfu stefnand a eins og hún er fram sett. 25 Stefnandi hefur krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Til þess er að líta að stefndi kveðst ekki hafa haft vitneskju um fyrirliggjandi ágreining fyrr en málið var höfðað. Telur stefndi því ekki uppfyllt skilyrði til að gera h onum að greiða stefnanda málskostnað. Ekki verður séð af gögnum málsins að leitað hafi verið afstöðu stefnda á fyrri stigum, svo sem með því að beina erindi til samstarfsnefndar samningsaðila sem hefur það hlutverk að fjalla um framkvæmd og túlkun kjarasa mnings aðila, sbr. nánar 13. kafla kjarasamningsins. Að því virtu og með vísan til 2. málsliðar 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80 /1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. 7 Dómsorð: Viðurkennt er að Kópavogsbæ beri að greiða A lausnarlaun samkvæmt greinum 11.4.3 og 11.5.1 í kjarasamningi Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samræmi við óskir hennar 31. júlí 2021 og 13. september 2021. Málskostnaður milli aðila fellur niður.