FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 6 . júní 20 2 3 . Mál nr. 7 /20 23 : Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton B. Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 9 . maí sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ást r áður Haraldsson , Sonja H. Berndsen og Eva Bryndís Helgadóttir . Stefnandi er Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Skipagötu 14 á Akureyri. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga , Borgartúni 3 0 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að með ferðakostnaði í seinni grein 5.7.7.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar - stéttarfélags í almannaþjónustu sé á tt við ferðakostnað samkvæmt ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar ríkisins. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4 Mál þetta verður rakið til þess að í mars 2021 reis ágreiningur á milli stefnanda, sem á aðild að B andalagi starfsmanna ríkis og bæja (B SRB ), og Ísafjarða r bæjar um túlkun á seinni grein 5.7.7.2 í kjarasamningi aðila. Í kjarasamningnum hafa tvær greinar í röð þetta sama númer og er ágreiningslaust að um mistök er að ræða. Verður því vísað til þeirrar greinar sem mál þetta varðar sem greinar 5.7.7.3. Í hinu umdeilda ákvæði er meðal ann a rs mælt fyrir um að hefjist vinnutími starfsmanns eða sé hann kallaður ti l vinnu á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga ekki sk uli honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður. 5 Deilt var um h v ort tiltekinn starfsmaður Ísafjarðarbæjar , sem var búsettur á Þingeyri en vann vaktavinnu á Ísafirði, ætti rétt á greiðslu ferðakostn aðar samkvæmt grein 5.7.7.3 í kjarasamningi þegar almenningssamgöngur væru ekki til staðar. Þar sem ekki 2 tókst að jafna ágreining aðila var hann lagður fyrir samráðsnefnd stefnda og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB sem starfar samkvæmt grein 11.2.5 í kjar asamningi . Á fundi samráðsnefndar 29. júní 2022 var gerð grein fyrir því að stefnandi teldi að túlka bæri grein 5.7.7.3 með þeim hætti að st a rfsmaður ætti rétt á ferðum eða greiðslu ferðakostnaðar þegar almenningssamgöngur væru ekki fyrir hendi við upphaf eða lok vinnutíma. Aftur á móti teldi Ísafjarðarbær ekki skylt að greiða ferðakostnað vegna ferða starfsmanna innan sveitarfélagsins, enda bæ ri að líta á sveitarfélagið sem eitt atvinnusvæði og gilti grein 5.7.7.1 um að starfsmaður skuli sækja vinnu til fasts ráðningarstaðar á eigin vegum og í tíma sínum. Niðurstaða samráðsnefndarinnar var sú a almenningssamgöngur eru fyrir hendi inna n sveitarfélaga gildi r ákvæði gr. 5.7.7.3 þegar við á samanber áætlun strætisvagna sveitarfélagsins . 6 Með bréfi 19. ágúst 2022 krafði stefnandi , f yrir hönd hlutaðeigandi starfsmanns, sveitarfélagið um vangoldin laun samkvæmt grein 5.7.7.3 í kjarasamn i ngi. Til stuðnings kröfunni var vísað til niðurstöðu samráðsnefndar þess efnis að greiða bæri ferðakostnað þeirra sem ekki gætu notast við almenningssamgöngur . Vísað var til þess að almenningssamgöngur væru til staðar í Ísafjarðarbæ samkvæmt áætlun strætisvagna sveitarfélagsins. Viðkomandi starf s maður þyrfti að sækja vaktavinnu til Ísafjarðar og ætti rétt á greiðslu ferðakostnaðar þegar almenningssamgöngur væru ekki til staðar. 7 Samkvæmt bréfi sveitarfélagsins 30. september 2022 var fallist á að hlutaðeigandi st arfsmaður ætti rétt til akstursgreiðslna á þeim tíma sem almenningssamgöngur væru ekki til staðar. Hins vegar ætti starfsmaðurinn ekki rétt á greiðslum þegar stræt isvagnar væru í akstri óháð því hvort hann þyrfti að bíða eftir vagni til að komast til eða f rá vinnu. Þá var vísað til þess að í kjarasamningi væri ekki kveðið á um þær forsendur sem miða skyldi fjárhæð akstursgreiðslna við . Fordæmi væru fyrir því hjá sveitarfélaginu að miða við kílómetragjald Sjúkratrygginga Íslands þegar greiðslur væru inntar af hendi til starfsm anna fyrir akstur til eða fr á vinnu. Gæta skyldi samræmis og jafnræðis meðal starfsmanna Ísafjarðarbæjar . Fallist var á að greiða starf s manninum ferðakostnað sem tæki mið af fyrrgreindu kílómetragjaldi Sjúkratryggi nga Íslands eins og það væri á hverju m tíma. 8 Með tölvubréfi stefnanda 5. október 2022 var því mótmælt að miða skyldi útreikning akstursgreiðsl na við kílómetragjald Sjúkratrygginga Íslands. Tekið var fram að viðmiðið væri kjarasamningi aðila óviðkomandi. Þ ar sem ekki væri kveðið beint á um viðmið í hinu umdeilda kjarasamningsákvæði lægi beinast við að beita innri samræmisskýringu og notast við kílómetragjald samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins, eins og gert væri í öðrum ákvæðum 5. kafla kjarasa mningsins. Óskað var eftir leiðréttum útreikningum frá Ísafjarðarbæ á þessum grunni. Með bréfi 13. október 2022 hafnaði sveitarfélagið því að miða 3 akstursgreiðslur við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins og áréttaði fyrri afstöðu sína . Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi vísar til þess að mál þetta varði ágreining um skilning á kjarasamningi og falli undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 3. t ölu l iðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna . 10 Stefnandi byggir á því að túlka verði grein 5.7.7.3 með þeim hætti að átt sé við ferðakostnað eins og hann sé ákveðinn af ferðakostnaðarnefnd ríkisins . Kafli 5 í kjarasamningnum h afi að geyma ítarleg ákvæði um ferðir starfsmanna og gistingu við mismunandi aðstæður, innanlands og er lendis, og skyldur vinnuveit a nda í hverju tilviki. Í nokkrum greinum sé kveðið á um skyldu vinnuveitanda til að sjá starfsmanni fyrir ferðum, en einnig sé gert ráð fyrir því að starfsmaður annist sjálfur ferðir sínar og fái greitt fyrir það. Fram komi í g rein 5.2.2 að dagpeningar á ferðalögum innanlands skuli fylgja ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Þá komi fram í grein 5.5.1 að annar ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem skul i fylgja ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar. J afnframt sé í gr ein 5.7.3 um heimflutning fjarri vinnustað kveðið á um skyldu vinnuveitanda til að sjá starfsmanni 11 Stefnandi vísar til þess að í gr ein 5.7.7.3 komi fram að hefjist vinnutími starfsmanns eða sé hann kallaður til vinnu á tíma þar sem almenningsvagnar gangi ekki skuli Ekki sé nánar mælt fyrir um hvernig ferðakostnaður skuli ákveðinn . Að mati stefn anda sé augljóst að virtu samhengi ákvæðanna í 5. kafla að átt sé við ferðakostnað samkvæmt ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Í kjarasamningnum sé vísað til ákvarðana ferðakostnaðarnefndar, enda þótt þar sé ekki að finna almennt ákvæði sem samsvar ar grein 5.8 í kjarasamningi stefnanda við íslenska ríkið. Málsaðilum hafi sannanlega verið kunnugt um þann kjara samning og auglýsingar ferðakostnaðarnefndar ríkisins . Leggja v erði til grundvallar að aðilar hafi litið svo á að ákvarðanir ferðakostnaðarnefn dar giltu um greiðslu ferðakostnaðar , enda hafi ekki verið tilgreint að greiðslur skyldu fara eftir öðrum viðmiðum . 12 Stefnandi telur að tilvísun Ísafjarðarbæjar til kílómetragjalds Sjúkratrygginga Íslands við ákvörðun ferðakostnað a r starfsmanns samkvæmt gre in 5.7.7.3 standist ekki. Þetta viðmið eigi sér ekki nokkra stoð í kjarasamningi aðila eða fyrri samningum. Þvert á móti hafi greinin og samsvarandi ákvæði í öðrum kjarasamningum ávallt verið túlkuð með þeim hætti að um greiðslur f a ri samkvæmt gildandi aug lýsingu ferðakostnaðarnefndar. 13 Stefnandi bendir á að verði ekki talið að miða beri akstursgjald við ákvarðanir f erðakostnaðarnefndar ríkisins sé hverjum og einum starfsmanni í sjálfsvald sett að gera vinnuveitanda sínum reikning vegna akstur s kostnað ar á grundvelli þess sem 4 viðkomandi telji sanngjarnt og rétt. Á kvæði um aksturskostnað verði var t túlkað með þeim hætti að einstaklingsbundnar forsendur eigi í hverju tilviki að ráða akstursgjaldi. Málsástæður og lagarök stefnda 14 Stefndi mótmælir því að taka beri mið af ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar ríkisins við ákvörðun ferðakostnaðar samkvæmt grein 5.7.7. 3 í kjarasamningi aðila. Hvorki orðalag né efnislegt inntak ákvæðisins gefi tilefni til slíkrar túlkunar. Í tilteknum ákvæðum 5. kafla kjarasamningsins s é skýrt kveðið á um að dagpeningar innanlands og á ferðum erlendis skul i fylgja ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar. Hafi aðilar þannig samið um að tiltekinn kostnaður starfsma nns í tengslum við ferðir á vegum vinnuveitanda t a ki mið af ákvörðunum nefndarinnar . Um afar óvenjulega tilhögun sé að ræða, enda varð i ákvarðanir f erðakostnaðarnefnd ar eðli málsins samkvæmt einvörðungu ríkisstarfsmenn. Í samræmi við viðurkennd lögskýringarsjónarmið beri að túlka undantekningarreglur þröngt . Hafi vilji samnings aðila staðið til þess að fylgja ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar þegar kemur að útreikningi akstursgjalds hefði það komið skýrt fram í grein 5.7.7.3 , en sú leið hafi ekki verið farin . Þá hafi það enga þýðingu við úrlausn málsins að fjallað sé um ferðakostn aðarnefnd ríkisins í grein 5.8 í kjarasamn i ngi stefnanda við íslenska ríkið. Umræddur kjarasamningur taki til ríkisstarfsmanna og tengist ekki þeim kjarasamning i sem mál þetta snýst um. Sé talið að styðjast eigi við kjarasamninginn verði einnig að horf a ti l skilgreininga á öðrum a triðum samkvæmt samningnum og eru röksemdir í þeim efnum nánar raktar í greinargerð stefnda. 15 Stefndi telur útilokað að miða við skýringarkost sem hafi aldrei verið rædd ur eða verið hluti af kröfugerð stefnanda í kjaraviðræðum. Ekki sé unnt að knýja fram breytingar á kjarasamningi með því að stofna til ágreinings um túlkun á einstökum ákvæðum hans og skjóta honum til úrlausnar Félagsdóms. Hlutverk Félagsdóms sé að leysa úr ágreiningsmálum um skilning á kjarasamningi en ekki að in nleiða nýjar reglur í kjarasamninga. Stefnandi h afi ekki lagt fram nein gögn sem bend i til þess að viðræður hafi farið fram um að miða út r eikninga akstursgreiðslna við ákvarðanir ferðakostnaðarnefndar ríkisins . Verð i stefnandi að bera hallann af sönnunarsk orti hvað þetta varðar og beri að leggja til grundvallar að ekki hafi verið samið um tilteki ð viðmið vegna akstursgreiðsla í kjarasamningi aðila . Þar til samið verð i sérstaklega um útreikning á akstursgreiðslum sé það í höndum hvers og eins sveitarfélags, á grundvelli sjálfsákvörðunarréttar þe irra , hvernig greiðslum sé háttað. Tekið er fram að sveitarfélögin haf i ekki frjálsar hendur við ákvarðanatöku, heldur verði sanngjarnar og eðlilegar forsendur að liggja til grundvallar fjárhæðum hverju sinni . 16 Stefndi tekur fram að Ísafjarðarbær hafi innleitt reglur um akstur í þágu vinnuveitanda ns og nýtingu bifreið ar sveitarfélagsins. Skoða beri reglurnar í samræmi við gr ein 5.7.7.1 í kjarasamningi aðila . Í reglunum komi fram að akstur innanbæjar taki mið af akstur s samningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana hverju sinni. Um lengri ferðir á vegum vinnuveitanda en innanbæjar segi að fari starfsmaður á eigin 5 Hafi þannig tíðkast hjá Ísa fjarðarbæ að miða akstursgjald fyrir lengri ferðir við kílómetragjald Sjúkratrygginga Íslands þegar starfsmaður not ar einkabifreið sína í þágu sveitarfélagsins. Til að samræmis og jafnræðis sé gætt meðal starfsmanna sé afar mikilvægt að fylgt sé þeim reglu m sem sveitarfélagið h afi sett sér varðandi akstursgjald. Bent er á að gríðarlegur munur sé á kílómetragjaldi Sjúkratrygginga Íslands sem nemi 34,16 - 38,14 krónum og samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkis ins sem nemi 134 krónum á fyrstu 10.000 km , sbr. auglýsingu nr. 2/2022 . Tekið er fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi fr á upphafi ákveðið kílómetragjald á grundvelli forsendna Félags íslenskra bifreiðaeig e anda á breytilegum rekstrarkostnaði bifreiða. A kstursgjald ríkisstarfsmanna sé mun hærra en akstursgjald Sjúkratrygginga Íslands þar sem ríkið leggi til grundvallar að starfsmaður sem not ar einkabifreið sína Stefndi hafi aldrei samið um slíka leigu við stefnanda og sé réttarstaða ríkisstarfsmanna allt önnur en starfsmanna sveitarfélaga þegar komi að ákvörðun um akstursgjald . 17 Stefndi tekur fram að dóm ur Félagsdóms í máli nr. 9/2021 hafi ekkert fordæmisgildi fyrir mál það sem hér er til úrlausnar. Málið hafi varðað kjarasamning sem hafði að geyma ákvæði þess efni s að ef starfsmaður notaði eigin bifreið við starf sitt sk yldi h orft til ákvörðun ar f erðakostnaðarnefndar ríksins um kílómetragjald nema samkomulag væri um annað. Ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í þeim kjarasamningi sem deilt sé um í þessu máli . Niður staða 18 Mál þetta varðar ágreining um skilning á kjarasamningi og á undir Félagsdóm s amkvæmt 3 . tölulið 1. mgr. 26 . gr. laga nr. 94 /198 6 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 19 Aðila greinir á um túlkun á grein 5.7.7.3 í kjarasamningi sem er svohljóðandi: Þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi og vinnutími starfsmanns hefst, eða hann er kallaður til vinnu á þeim tíma, sem almenningsvagnar ganga ekki skal honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður. Sama gildir um lok vinnutíma. Þó er ekki greiddur ferðakostnaður til þeirra sem búa innan við 1,5 km (loftlínu) frá föstum vinnustað. 20 Af málatilbúnaði aðila og fyrri samskiptum er ljóst að ágreiningur þeirra er einskorðaður við það með hvaða hætti skuli ákveða þann ferðakostnað sem starfsmaður á rétt á a ð fá greiddan samkvæmt ákvæðinu. Þannig er deilt um hvaða viðmið beri að leggja til grundvallar og telur stefnandi að miða skuli við ákvarðanir ferðakostnaðarnefndar ríkisins . Stefndi telur a ftur á móti að það sé á forræði viðkomandi sveitarfélags hvernig ferðakostnaður sé ákveðinn . Ekki hafi verið samið um að miða við ákv arðanir ferðakostnaðarnefndar ríkisins og sé því ekki unnt að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda. 6 21 Í hinu umdeilda ákvæði greinar 5.7.7.3 er mælt fyrir um að séu almenningssamgöngur fyrir hendi og hefjist vinnutími starfsmanns eða sé hann kallaður til vinnu á tíma þar sem almenningsvagnar ganga ekki skuli annað hvort sjá honum fyrir ferð eða greiða honum ferðakostnað. Ekki er mælt fyrir um h vernig skuli ákveða þann kostnað sem vinnuveitanda ber að greiða vegna ferða starfsmanns samkvæmt ákvæðinu . Þá er ekki tekið af skarið um þetta atriði í öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Þar sem kjarasamningurinn hefur ekki að geyma fyrirmæli eða viðmið í þe ssum efnum kemur til skoðunar hvort unnt sé að beita fyllingu og skýra grein 5.7.7.3 til samræmis við önnur ákvæði kjarasamningsins, sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms 30. nóvember 2021 í máli nr. 9/2021 . 22 Fjallað er um ferðir og gistingu starfsmanna í 5. kafla kjarasamnings aðila . Þar er meðal annars að finna ákvæði sem lúta að kostnaði vegna ferðalag a innanlands á vegum vinnuveitanda, dagpeningum vegna ferða innanlands, dagpeningum vegna ferða erlendis og dagpeningum vegna námskeiða , sbr. greinar 5.1, 5.2 , 5.5 og 5.6 . Í greinum 5.7.1 til 5.7.6 er fjallað um flutning starfsmanna sem vinna fjarri reglulegum vinnustað eða heimastöð . Almennt er gert ráð fyrir rétti til ókeypis flutnings á vinnutíma , sbr. grein a r 5.7.1 og 5.7.2. Þá segir í grein 5.7.3 að sé um einn eða tvo starfsmenn að ræða skuli þeim á sama hátt tryggðar ferðir að og frá vinnustað með , sbr. grein 5.7.2 sem varðar flutning vinnuflokka. Í grein 5.7.6 er tekið fram að um heimflutning sem falli ekki undir fyrri ákvæði skuli semja hverju sinni. 23 Í kafla 5.7.7 , sem hefur yfirskriftina , er að finna þrjár greinar , þar með talið hið umdeilda ákvæði greinar 5.7.7.3 . Samkvæmt grein 5.7.7.1 er meginreglan sú að starfsmaður skuli sækja vinnu til fasts ráðningarstaðar á eigin vegum og í tíma sínum . Þá er í grein 5.7.7.2 vikið að því að semja skuli við viðkomandi stéttarfélag um greiðslu ferðakostnaðar og ferðatíma sé vinnustaður á vegum sveitarfélags a.m.k. 5 km utan ytri marka næsta þéttbýlis. 24 Til þess er að líta að í 5. kafla kjarasamningsins er gert ráð fyrir því að starfsmenn eigi rétt á tilteknum greiðslum sem teljast til ferðakostnaðar. Þannig er gert ráð fyrir dagpeningum vegna ferðalaga innan - og utan l ands sem skulu ferðakostnaðarnefndar ríkisins , sbr. greinar 5.2.2 og 5.5.1. Þá er mælt fyrir um að starf s maður eigi rétt á greiðslu gegn kílómetragjaldi noti hann eigin bifreið til að komast til og frá vinnu þegar unnið er fjarri vinnus tað, sbr. grein 5.7.3 . Að sama skapi á starfsmaður rétt 5.7.7.3. 25 Í grein 5.7.7.3 er mælt fyrir um skýra skyldu til að greiða ferðakostnað starfsmanns eða sjá honum fyrir ferð þegar almenni ngssamgöngur ganga ekki. Ekki er gert ráð fyrir því að samið sé sérstaklega um ákvörðun ferðakostnaðar hverju sinni , sbr. til hliðsjónar annað fyrirkomulag í grein 5.7.7. 2 þar sem tekið er fram að s emja skuli um greiðslu ferðakostnaðar og ferðatíma. Þá er að mati Félagsdóms ekki unnt að álykta 7 að þar sem ekki sé í grein 5.7.7.3 vísað til tiltekinna viðmiða ákveði sveitarfélög einhliða fjárhæð þess kostnaðar sem þeim ber að greiða samkvæmt henni . 26 Í þeim ákvæðum kjarasamningsins sem varða greiðslur vegna ferðakostnaðar starfsmanna er ekki vísað til annarra viðmiða en ákvarðana ferðakostnaðarnefndar ríkisins . Ferðakostnaðarnefnd hefur það verkefni að ákveða annars vegar akstursgjald vegna aksturs ríkisstarfsmanna og hins vegar dagpeninga vegna ferða innanla nds og utanlands. Ákvarðanir nefndarinnar eru birtar í auglýsingum og sæta reglulegri endurskoðun , svo sem gögn málsins bera með sér . 27 Það er ljóst að aðilar að þeim kjarasamningi sem hér er til skoðunar þekktu ákvarðanir ferðakostnaðarnendar ríkisins, end a var tekið af skarið um að þær skyldu gild a um greiðslu dagpeninga vegna þeirra starfsmanna sem falla undir kjarasamninginn. Eins og hér háttar til telur dómurinn unnt að skýra grein 5.7.7.3 með þeim hætti að jafnframt skuli miða við ákvarðanir ferðakostn aðarnefndar ríkisins við greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt ákvæðinu . Verður því fallist á viðurkenningarkröfu stefnanda. Dómsorð: V iðurkennt er að með ferðakostnaði í seinni grein 5.7.7.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar - stéttarfélags í almannaþjónustu sé átt við f erðakostnað samkvæmt ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Stefndi, Samband íslenskra sveitarfélaga, greiði stefnanda, Kili stéttarfélagi í almannaþjónustu, 500.000 krónur í málskostnað.