Ár 2014 , f immtu daginn 1 0 . júlí , er í Félagsdómi í málinu nr. 1/2014 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu gegn íslenska ríkinu vegna Fangelsismálastofnunar ríkisins kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 13. júní 20 14. Málið dæma Sigurður G . Gíslason, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Bergþóra Ingólfsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er : SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, kt. 620269 - 3449, Grettisgötu 89, Reykjavík. Stefndi er : Íslenska ríkið, kt. 550169 - 2829 , Arnarhvoli, Reykjavík, vegna Fangelsismálastofnunar ríkisins, kt. 400189 - 2029, Borgartúni 7, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn grein 2.6.7 í kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, með gildistíma frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014, með því að greiða ekki Salóme Berglindi Guðmundsdóttur, fangaverði við Kópavogsfangelsið, vaktaálag í helgidagafríum hennar samkvæmt tilvitnað ri grein kjarasamningsins. 2. Að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að greiða fyrrgreindum fangaverði vaktaálag í helgidagafríum samkvæmt fyrrgreindri kjarasamningsgrein. 3. Að viðurkennt verði að vaktaálag á greiðslur í helgidagafríum sé hluti af fös tum launum fyrrnefnds fangavarðar. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu og að við ákvörðun málskostnaðar verði gætt að skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda : Stefndi krefst þess aðallega að h ann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Til vara er þess krafist að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir: Stefnandi er stéttarfélag opinberra starfsmanna og gerir kjarasa mninga fy rir félagsmenn sína við ríkið og st ofnanir þess. Meðal þessara stofnana er Fangelsismálastofn un ríkisins. F angaverð ir e ru embættismenn í skil ningi laga nr. 70/1996 um réttindi og skyl dur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 2. mgr. 39 . gr. la ga nr. 70/1 996 skul u laun og önnur launakjör lögregl umanna, tollvarða og fangavarða fara eftir kjarasamningum sem sté ttarfélög eða samtök þeirra ger a við ríkið. Stefnandi gerir kjarasamninga fyrir fangaverði. Við höfðun málsins var í gildi kjarasamningur milli stefna nda og stefnda sem undirritaður var 29. maí 2011. Gildistími samningsins var til 31. mars 2014 , en með kjarasamningi 27. mars 2014 var gild istími kjarasamning sins framlengdur. Salóme Berglind Guðmundsdóttir hefur starfað sem fangavörður í Kvennafangelsinu í Kópavogi frá mars 1999 . Laun hennar far a samkvæmt fyrrgr eindum kjarasamningi. Hún vinn ur vaktavinnu skv. því sem fram kemur í málsgögnum og f ær greitt vaktaálag á laun sín, í samræmi við ákvæði kjarasamningsins þar að lútandi . Í g rein 2.6.7 í kjarasamnin gnum er svohljóðandi ákvæði: Starfsmaður sem vinnur á reglubun d num vöktum alla daga ársins, get ur í stað greiðslna skv. gr. 2.3.2 fengið frí á óskertum fö stum launum í 88 vinnuskyldu stundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár. Vinnu sem fellur á sérsta ka frídaga og st órhátíðardaga sbr. framanritað, skal auk þess launa með álagi skv. gr. 1.6.1 sé þessi kostur valinn. Á vinnsla leyfisins miðast við almanaksárið. Starfsmaður sem óskar eftir að breyta vali sínu á mil li leyfis og greiðslu, skal tilkynna það s kriflega til viðkomandi stofnunar fyrir 1. desember næst á undan . Stefnandi kveður Salóme B e rglind i vera meðal starfsmanna, sem haf i nýtt sér rétt til að fá frí samkvæmt tilvitnaðri grein, en frí þessi séu jafnan nefnd helgidagafrí. Í fríum þessum h efur s tefndi ein göngu greitt föst mánaðarlaun í dagvinnu. Stefnandi tekur fram að í dómi Félagsdóms í máli nr. 9/2012, sem kveðinn var upp 12. nóvember 2012, hafi verið tekist á um framkvæmd greinar 2.6.7 í aðalkjarasamningi stefnda og S tarfsgreinasamband Í sland s, f.h. Verkalýðsfélags Akraness, gagnvart félagsmö nnum Verkalýðsfélags Akraness sem starfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVA), en ákvæðið sé samhljóða ákvæðinu i kjarasamning i þessa máls. Deilt hafi verið um hvort st arfsmenn HVA ættu rétt á greiðsl u vaktaálags í helgidagafríum. H efðu greiðslurnar verið framkvæmdar með þeim hætti að vaktaálag hafi verið greitt í helgidagafríum, e n veg na ábendingar frá Fjársýslu ríki sins hafi HVA breytt framkvæmdinni á þann veg að hætt var að greiða vaktaála g. Stefnandi kveður að í stuttu máli hafi niðurstaða dómsins verið sú föst laun launakjörum þeirra [starfsmannanna í dómi Félagsdóms. Hafi því verið viðurke nnt að vaktaálag á greiðslur í helg idagafríum væru hluti af föstum launu m félagsmanna HVA og að stef nda væri skylt að greiða þeim vaktaálag frá þeim tíma er greiðslu rna r voru afnumdar. Stefnandi telur að túlka beri grein 2.6.7 í kjarasamni ng i aðila á sama hátt, en á það h efur stefndi ekki fallist. Stefndi kveður ágreiningsefni þessa máls lúta að túlkun greinar 2.6.7 í kjarasamningi aðila en á kvæðið eigi sér sögu og hafi verið í kjarasamningum aðila í einni eða annarri mynd um áratugaskeið. Í aðalkjarasamnin gi fjármálaráðherra og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fyrir tímabilið 1. janúar 1974 til 30. júní 1976 hafi t.d. í 13. gr. verið ákvæði um vinnuvökur. S tefndi tekur fram að 6. mgr. 13. gr. aðalkjarasamningsins hafi verið svohljóðandi: félög eiga rétt á að semja um, að þeir starfsmenn í fullu starfi, sem vinna á reglubundnum vinnuvökum og skila til jafnaðar 40 klst. vinnu á viku allt árið, geti í stað greiðslna skv. 2. mgr. 10. gr. fengið frí á óskertum föstum launum í 12 daga á ári miða Þá tekur stefndi fram að 7. mgr. sömu greinar hafi hljóðað þannig: sem fellur á sérstaka frídaga sbr. framanritað skal auk þess launa með vaktaálagi, sé þessi kostur valinn, og á stórhátíðisdögum og föstudaginn langa með tvö földu Samkvæmt stefnda voru, þann 29. apríl 1997, samþykktar breytingar og framlenging á kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Þá hafi ákvæðinu verið breytt í núverandi horf. St efndi kveður engar breytingar hafa verið gerðar á orðalagi greinar 2.6.7 í kjarasamningum aðila frá árinu 1997. Stefndi tekur fram að samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ríkisins hafi ákvæðið verið framkvæmt með þeim hætti að starfsmenn í helgid agafríi fái greidd föst mánaðarlaun í dagvinnu en ekki vaktaálag. Allir fangaverðir sem vinni vaktavinnu hjá stofnun in ni falli undir ákvæðið, eða um 80% fangavarða. Stefndi kveður framkvæmd og túlkun greinarinnar hafa verið ágreiningslaus milli aðila kjara samningsins. Stefnandi hafi aldrei hreyft við þessu álitaefni hvorki nú né fyrr. Á engu tímarki hafi kröfugerð sem þessari verið hreyft við gerð kjarasamnings, ekki heldur í kjölfar dóms Félagsdóms í máli nr. 9/2012, sem kveðinn hafi verið upp þann 12. nóv ember 2012. Höfðun máls þessa h afi því komið því stefnda í opna skjöldu. Máls ástæður og lagarök stefnanda : Stefnandi segir k jör fangavarða f ara samkvæmt kjarasamningi stefnanda og stefnda með gildistíma frá 1 . maí 2011 til 31. mars 2014 , en eins og fram kemur í lýsingu málavaxta hefur hann nú verið framlengdur . Stefnandi rei sir kröfur sínar á því að í grein 2.6.7 í kjarasamningnum sé kveðið á um að starfsmenn eigi rétt á að halda óskertum föst um launum i helgidagafríi. Það sé óhugsandi a ð með orðalaginu s é eingöngu átt við föst mánaðarlaun í dagvinnu, enda hefði það þá verið tekið fram í ákvæðinu sjálfu. Til samanburðar bendi r stefnandi á orðalag i g reinum 2.4.3.4 og 2.4.3.5 í sama kjarasamningi. Jafnframt vís ar stefnandi til forsendna Fél agsdóms í mál i nr . 9/2012, þar sem m.a. segi : vinnu slíkra starfsmanna skuli launa með álagi samkvæmt grein 1.5.1 en í því ákvæði segir að vaktaálag reiknist af dagvinnukaupi og þar er jafnframt að finna fyrirmæli um útreikning þess. Verð i að Stefnandi kveður að Salóme Berglind eigi rétt til vaktaálags á helgidagafrí, eins og aðrir starfsmenn sem vinn i á reglubundnum vök tum og fá i laun skv. framanvitnuðum kjarasamningi eins og komist hafi við að í tilvitnuðu fordæmi Félagsdóms. Málsástæður og lagarök stefnda : Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hann hafi í engu brotið grein 2.6.7 í kjarasamningi aðila. Engin skylda hvíli á stefnda að greiða nafngreindum félagsmanni stefnanda vaktaálag í helgidagafríum samkvæmt nefndri kjarasamningsgrein. Nefndur félagsmaður hafi starfað hjá Fangelsismálastofnun í 15 ár. Á þessum árum hafi kjarasamningsákvæðið í grein 2.6.7 staðið óbr eytt en hvorki félagsmaður stefn anda, né stefnandi sjálfur hafi gert athugasemdir við þá framkvæmd kjarasamningsins allan þann tíma, að greiða ekki vaktaálag í helgidagafríum. Þvert á móti hafi venjubundin og sameiginleg túlkun stefnanda og stefnda á grein 2.6.7 verið sú að greidd séu föst laun fyrir dagvinnu þegar starfsmaður taki helgidagafrí skv. ákvæðinu. Vaktaálag sé ekki greitt. Hafi þessi skilningur verið sameiginlegur með málsaðilum, eins og fram komi á glærum sem útbúnar hafi verið sameiginlega af fjármála - og efnahagsráðuneyti og SFR - stéttarfélagi fyrir kennslu um vaktavinnu í Launaskóla Starfsmenntar. Samkvæmt stefnda er óumdeilt að Fangelsismálastofnun hafi framkvæmt ákvæðið, í samræmi við þennan sameiginlega skilning aðila, með þeim hætti að starfsmenn fá i greidd föst mánaðarlaun í dagvinnu í helgidagafríi, en ekki vaktaálag. Þegar af þeirri ástæðu ber i að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi telur báða aðila kjarasamningsins hafa um áratugaskeið túlkað ákvæðið í grein 2.6.7 þanni greiða skuli föst mánaðarlaun í dagvinnu án sérstakra álaga eins og og vaktaálags. Þessi framkvæmd og túlkun á grein 2.6.7 í kjarasamningi aðila sé venjuhelguð. Þegar venja hafi myndast um framkvæm d o g túlkun kjarasamnings hafi hún svipað gildi og kjarasamningur og verð i ekki breytt einhliða af öðrum samningsaðila. Stefndi kveður d óm Félagsdóms í máli nr. 9/2012 ekki hafa fordæmisgildi varðandi túlkun greinarinnar í kjarasamningi SFR og fjármálaráðher ra f.h. ríkissjóðs. Sá dómur hafi lotið að samhljóða ákvæði í öðru m kjarasamningi sem stefnandi eigi ekki aðild að. Við framkvæmd þess samnings hafi myndast sú venja, þvert gegn ætlan stefnda, að greitt hafi verið, auk fastra launa , vaktaálag til viðbótar. Nefnt dómsmál hafi sprottið upp af þeirri rót að stefndi hafi gert athugasemd við þá framkvæmd, sem hann hafi talið ranga. Stefndi verði að sinni að sæta niðurstöðu Félagsdóms að venja hafi skapast um framkvæmd kjarasamnings við Verkalý ðsfélag Akraness. S ú venja hafi hins vegar engin áhrif á túlkun og efni kjarasamnings aðila þessa máls , enda annar kjarasamningur við annað stéttarfélag um annars konar störf. Stefndi kveður stefnanda ekki hafa gert athugasemd við framkvæmd og túlkun greinar 2.6.7 eða sambær ilegra ákvæða í kjarasamningum aðila í að minnsta kosti 40 ár. Af slíku tómlæti leiði að stefnandi fái nú ekki einhliða breytt túlkun þessa kjarasamningsákvæðis með vísan til dóms Félagsdóms um ákvæði í kjarasamningi annars s t éttarfélags um annars konar st örf. Í því fel i st þvert á móti viðurkenning í verki á réttmæti túlkunar stefnda. Að auki telur stefnandi að líta beri til þess að í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé m.a. fja séu skilgreind í 1. mgr. 10. gr. sem laun fyrir dagvinnu án viðbótarlauna skv. 2. mgr. 9. gr. sé því, í samræmi við lögskilgreiningu 1. mgr. 10. gr. laga nr. 70/1996, dagvinna samkvæmt launaflokkaröðun án viðbótarlauna. E ldri kjarasamningar aðila styðji þetta enn frekar, sbr. kjarasamninginn frá 1973, en þar sé röðun í launaflokka talin vera föst laun. Það ei mi því enn af orðalagi eldri kjarasamninga aðila í grein 2.6.7. Þeirr i málsástæðu stefnanda að óhugsandi sé að með orðalagi greinar 2.6.7 sé eingöngu átt v ið föst mánaðarlaun í dagvinnu mótmæli stefndi því sem rangri. Stefndi kveður að o frídaga og feli það í sér að starfsmaður þurfi að vera við vinnu á þessum tilteknu dögum. Efni þessa málsliðar sé ótvírætt ef horft sé til uppruna þess, sbr. 7. mgr. 13. gr. kjarasamningsins frá 1973. Stefndi mótmælir því sem röngu að greiðslurnar séu hluti af föstum launum félagsmanns stefnanda. Þá mótmælir stefndi því sem röngu að honum sé skylt að greiða Salóme Berglindi Guðmundsdóttur eða öðrum félagsmönnum stefnanda vaktaálag í helgidagafríum og að greiðslurnar séu hluti af föstum launum hennar og eða þeirra. Kröfu um sýknu af kröfuliðum 2 og 3 í stefnu byggir stefndi á sömu málsástæðum og lagarökum og þegar hafa verið rakin. Málsástæður varakröfu stefnda : Stefndi tekur fram að f allist Félagsdómur ekki á sýknukröfu stefnda sé þess krafist að málskostnaður verði felldur niður. Hér hátti svo til að enginn ágreiningur hafi verið á milli aðila kjarasamnings SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um túlkun á grein 2.6.7 í kjarasam ningi þeirra. Þvert á móti hafi báðir aðilar kjarasamnin gsins framkvæmt og túlkað greinina með sama hætti um áratuga skeið. Stefndi vísar til áðurgreindra laga er varða sýknukröfu. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Forsendur og niðurstaða : Mál þetta á undir Féla gsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í máli þessu greinir aðila á um hvernig skilja beri grein 2.6.7 í kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og stefnanda, SFR stéttarfélags í a lmannaþjónustu, sem var undirritaður 29. maí 2011. Með kjarasamningi aðila, sem undirritaður var 27. mars 2014, var gildandi kjarasamningur framlengdur með þeim breytingum sem þá voru gerðar. Með þessum nýja kjarasamningi var ekki hróflað við grein 2.6.7. Í samningsákvæðinu kemur fram að starfsmaður, sem vinnur á reglubundnum vöktum alla daga ársins, geti fengið frí á óskertum, föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár, í stað yfirvinnugreiðslna á sérstökum frídögum samk væmt grein 2.3.2. Stefnandi telur að með óskertum, föstum launum sé meðal annars átt við vaktaálagsgreiðslur samkvæmt grein 1.6 í kjarasamningnum. Því eigi starfsmaður ekki einungis tilkall til fastra mánaðarlauna meðan hann er í helgidagafríi á grundvelli ákvæðisins heldur einnig vaktaálags. Þessu mótmælir stefndi sem vísar meðal annars til þess að löng venja sé fyrir því að skýra greinina með þeim hætti að starfsmenn í slíku fríi fái ekki greitt vaktaálag. Í málinu hafa verið lagðir fram kjarasamningar, er gilt hafa milli málsaðila, allt aftur til ársins 1973. Af þeim verður ráðið að frá 1996 hafi verið kveðið á um það í kjarasamningi aðila að starfsmenn, sem samningur aðila taki til og vinna á reglubundnum vöktum, geti fengið frí á óskertum, föstum launu m, eins og kveðið er á um í grein 2.6.7 í núgildandi kjarasamningi. Áður áttu aðildarfélög BSRB rétt á því að semja um slíkan frítökurétt. Ekki er að sjá að í þessum kjarasamningum hafi verið fjallað um það hvað átt væri við með óskertum, föstum launum. V ið munnlegan málflutning taldi stefnandi að stefndi hefði ekki fært sönnur á að löng venja stæði til þess að greiða ekki vaktaálag í helgidagafríum samkvæmt grein 2.6.7. Í málinu liggur fyrir yfirlýsing forstöðumanns Fangelsismálastofnunar þess efnis að vi ð frítöku á þessum grundvelli hafi verið greidd föst mánaðarlaun en ekki vaktaálag. Ekki liggja fyrir gögn um framkvæmd greiðslna samkvæmt framangreindu samningsákvæði hjá öðrum stofnunum. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu lengi Fangelsismálastofn un hefur lagt framangreinda túlkun greinarinnar til grundvallar. Á hinn bóginn hefur verið lagt fram í málinu námsefni sem notað hefur verið við kennslu hjá fræðslusetrinu Starfsmennt árin 2010, 2012 og 2014. Fræðslusetur þetta býður upp á ýmsar námsleiðir fyrir starfsmenn opinberra stofnana, en starfsemin er reist á kjarasamningum og stjórn þess skipuð fulltrúum aðildarfélaga BSRB og fjármálaráðuneytisins. Námsefnið hefur verið notað við kennslu á námsleið sem kallast Launaskólinn og er ætlað fyrir launafu lltrúa og þá sem koma að starfsmanna - og kjaramálum hjá opinberum stofnunum. Þar kemur fram að í er starfsmaður stefnanda. Draga verður þá ályktun af framangreindu að Fangelsismálastofnun hafi um árabil hagað framkvæmd greiðslna til starfsmanna í helgidagafríi á sama hátt og kennt hefur verið hjá Starfsmennt a.m.k. frá árinu 2010. Ætla verður að þess i tilhögun á greiðslum í helgidagafríi eigi sér mun lengri sögu hjá ríkinu en hún hefur verið kennd hjá Starfsmennt. Stefnandi hefur ekki lagt fram gögn sem gefa til kynna að framkvæmdin hafi verið önnur en stefndi heldur fram. Þá styðja atvik að baki dómi Félagsdóms í máli nr. 9/2012 að sínu leyti málatilbúnað stefnda um að hjá ríkinu hafi um árabil verið lagt til grundvallar að ekki beri að greiða vaktaálag í helgidagafríum samkvæmt grein 2.6.7. Dómurinn telur því að stefndi hafi fært viðhlítandi sönnur f yrir þeirri venjubundnu framkvæmd. Ekki verður séð að sú framkvæmd hafi sætt andmælum eða athugasemdum af hálfu stefnanda fyrr en með málshöfðun þessari þrátt fyrir að hann hafi haft til þess fullt tækifæri. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn einkum á ni ðurstöðu í fyrrgreindum dómi Félagsdóms frá 12. nóvember 2012 í máli nr. 9/2012. Aðstæður í því máli voru frábrugðnar atvikum í því máli sem hér er til úrlausnar að því leyti að þar lá fyrir að starfsmönnum Heilbrigðistofnunar Vesturlands á Akranesi hafði um langa hríð verið greitt vaktaálag í helgidagafríum á grundvelli sams konar ákvæðis í kjarasamningi aðila, en því verið hætt 31. desember 2010 eftir ábendingu frá Fj á rsýslu ríkisins í kjölfar þess að Heilbrigðisstofnunin Akranesi hafði verið sameinuð öðr um heilbrigðistofnunum. Laut ágreiningur aðila að því hvort stefndi hafi getað breytt framkvæmdinni einhliða á þennan hátt, eins og fram kemur í dóminum. Af forsendum dómsins verður ráðið að niðurstaðan hafi einkum ráðist af því að ekki var fallist á með s þeirri athugasemdalausu venju að haga greiðslum með þeim hætti sem raun bar vitni. Yrði þeirri venjubundnu framkvæmd ekki breytt nema með nýjum kjarasamningi milli aðila. Eins og að framan greinir liggur fyrir venjubundin og athugasemdalaus framkvæmd stefnda á kjarasamningi aðila þess efnis að ekkert vaktaálag hefur verið greitt í helgidagafríum. Hvort sem litið er til greinar 2.6.7 eða annarra ákvæða kjarasamnings aðila v erður ekki á það fallist að kjarasamningurinn kveði með skýrum hætti á um að vaktaálag eigi að teljast hluti af óskertum, föstum launum starfsmanna, þó að ákvæðið útiloki það heldur ekki, sbr. fyrrgreindan dóm Félagsdóms frá 12. nóvember 2012. Eins og ákvæ ðið hljóðar gengur sú túlkun, sem stefndi hefur lagt til grundvallar um langt árabil, því ekki þvert á orðalag kjarasamningsins. Með vísan til þeirrar löngu venju sem komin er á framkvæmd greiðslna samkvæmt grein 2.6.7 í helgidagafríum, sem hefur fram til þessa ekki sætt athugasemdum af hálfu stefnanda, verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. D ó m s o r ð: Stefndi, íslensk a ríkið vegna Fangelsismálastofnunar ríkisins, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda , SFR stéttarfélags í almannaþjónustu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 kr. í málskostnað.