FÉLAGSDÓMUR Mál nr. 1 /20 24 : Alþýðusamband Íslands f yrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands fyrir hönd Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi vegna A ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd s veitarfélagsins Árborgar ( Anton Björn Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 2 8 . maí sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Björn L. Bergsson , Ragnheiður Bragadóttir , Karl Ó. Karlsson og Eva B. Helgadóttir . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnartúni 1 í Reykjavík , fyrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands , Stórhöfða 31 í Reykjavík , fyrir hönd Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi , Austurvegi 9 á Selfossi , vegna A . Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga , Borgartúni 35 í Reykjavík , fyrir hönd s veitarfélagsins Árborgar, Austurvegi 2 á Selfossi. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi kveðst gera eftirfarandi dómkröfur vegna A : A ð viðurkennt verði að sveitarfélagið Árborg hafi brotið gegn ákvæðum 12. kafla kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og R afiðnaðarsambands Íslands með því að telja alla almanaksdaga á tímabilinu 13. september 2021 til og með 28. febrúar 2022 sem veikindadaga A , án þess að bæta A að fullu fyrir þá daga sem hann var ekki frá vinnu vegna veikinda. A ð viðurkennt verði að sveitarfélagið Árborg hafi frá og með 1. mars 2022 brotið gegn 12. kafla kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rafiðnaðarsambands Íslands með því að krefjast þess að A legði fram 100% veikindavottorð þegar hann var einungis veikur sem nam 40% v eikindum en sinnti 60% starfi. 2 Stefnandi kveðst gera eftirfarandi dómkröfur vegna Rafiðnaðarsambands Íslands : A ð viðurkennt verði að við talningu veikindadaga, samkvæmt 12. kafla kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rafiðnaðarsambands Íslands, sé sveitarfélaginu 2 Árborg óheimilt að telja alla almanaksdaga sem veikindadaga á tímabili þar sem starfsmaður er einungis veikur að hluta og sinnir vinnu að hluta, án þess að bæta starfsmanni að fullu fyrir þá daga sem hann er ekki frá vinnu vegna veikind a. A ð viðurkennt verði að sveitarfélaginu Árborg sé óheimilt að gera það að skilyrði fyrir nýtingu veikindaréttar samkvæmt 12. kafla kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rafiðnaðarsambands Íslands að starfsmaður leggi fram vottorð um 100% veik indi á tímabili þar sem starfsmaður er einungis veikur að hluta og sinnir vinnu að hluta. 3 S tefnandi krefst jafnframt málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst sýknu af fyrri kröfuliðum í dómkröfum stefnanda. Þess er aðallega krafist að seinni kröfuliðum dómkrafna stefnanda verði vísað frá Félagsdómi en til vara að stefndi verði sýknaður af þeim. Þá krefst stefndi í öllum tilvikum málskostnaðar úr hendi stefnanda . Málavextir 5 Mál þetta verður rakið til þess að A , sem hafði starfað sem kerfisstjóri hjá sveitarfélaginu Árborg í meira en tíu ár, fór í veikindaleyfi 13. september 2021. Hann er félagsmaður í Félag i rafiðnaðarmanna á Suðurlandi , sem á aðild að Rafiðnaðarsambandi Íslands , sem hefur gert kjarasamning við Samband íslenskra sveit arfélaga fyrir hönd tiltekinna sveitarfélaga, þar með talið Árborgar. Fyrir liggur að starfsmaðurinn hafði á þeim tíma áunnið sér 175 daga í veikindarétt, sbr. grein 12.2.1 í kjarasamningi. Meðal gagna málsins eru læknisvottorð vegna veikinda starfsmannsin s þar sem fram kom að honum væri ráðlagt að vinna ekki í meira en 60% starfshlutfalli. 6 Frá 13. september 2021 til og með 28. febrúar 2022 var starfsmaðurinn í 60% vinnu hjá stefnda en að öðru leyti veikur. Samið var um að starfsmaðurinn myndi starfa þrjá daga vikunnar, þ að er þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga. Greiðslur veikindalauna féllu niður 1. mars 2022 með vísan til þess að starf s maðurinn hefði tæmt kjarasamningsbundinn veikindarétt sinn. Í læknisvottorði frá 7. mars 2022 kom fram að starfsmaðurinn væri áfram óvinnufær að hluta frá 1. mars 2022 til 30. apríl 2022 og ráðlagt að vinna að hámarki 60%. Starfsmaðurinn skilað i starfshæfnisvottorði 8. apríl 2022 þar sem fram kom að hann væri 100% starfshæfur frá og með 4. sama mán aðar. 7 Ágreiningur reis milli aðila um hvernig telja b æri veikindadaga þegar um hlutaveikindi er að ræða og um hvenær starfsmaðurinn h efði tæmt rétt sinn til greiðslu launa í veikindaforföllum. Með tölvu bréfi Rafiðnaðarsambandsins til stefnda 25. mars 2022 var gerð krafa um að talning veikindadaga yrði leiðrétt. Því var lýst að þegar starfsmaður væri að hluta veikur bæri að telja veikindadaga og vinnudaga eins og um tvo starfsmenn væri að ræða. Starfsmaður sem væri við störf tvo daga í viku en 40% 3 veikur æt ti að vinna sér inn veikindarétt þá þrjá daga sem hann væri við störf . Bæri því ekki að telja alla virka daga vikunnar sem veikindadaga eins og gert hefði verið. 8 Af hálfu vinnuveitanda starfsmannsins var vísað til leiðbeininga um talningu hluta veikinda se m er að finna á heimasíðu stefnda. Með tölvubréfi mannauðsstjór a sveitarfélagsins 18. mars 2022 var útskýrt að gerður væri greinarmunur á starfsmanni . Starfsmaður í 60% starfi ávinni sér veikindarétt miðað við 60% starfshlut fall og með því að skipta starfsmanni í tvennt [sé] lokaniðurstaðan ekki virkjað 60% veikindaréttinn þinn nema að skila inn vottorði fyrir í þ.e.a.s. ef þú ferð í full veikindi. Það er ekki hægt að færa veikindarétt í yfir á í 9 Ágreiningur máls aðila var lagður fyrir fund samstarfsnefndar þeirra 10. maí 2022. Í fundargerð k om fram að aðila greindi á um hvernig haga bæri talningu veikindadaga þegar vinnuveitandi h efði heimilað starfsmanni að vera í hlutaveikindum á móti skertu starfshlutfalli. A fstöðu beggja aðila var lýst og tekið fram að ekki hefði reynst unnt að komast að samkomulagi. Málsástæður og lagarök stefnanda 10 Stefnandi byggir á því að stefnda hafi ekki verið heimilt að líta svo á að allir almanaksdagar meðan á veikindum starfsmannsins stóð væru veikindadagar , enda hafi hann einungis verið 40% veikur og unnið þrjá d aga í viku. Samkvæmt grein 12.2.1 í kjarasamningi eigi starfsmaðurinn rétt á að halda launum í 175 veikindadaga á hverjum 12 mánuðum. Þegar um hlutaveikind i sé að ræða eigi eingöngu að telja þá daga sem starfsmaður hefði átt að vera við störf en var frá ve gna veikinda sem veikindadaga . S tarfsmaðurinn hafi unnið þrjá af hverjum fimm dögum í hverri vinnu viku og skuli ekki telja alla virka daga sem veikindadaga. Þá standist ekki að telja helgardaga og frídaga á tímabilinu sem veikindadaga. 11 Stefnandi byggir á því að s tarfsmaður geti ekki þurft að taka út veikindadag þegar hann sé við störf. Slík túlkun sé andstæð ákvæðum laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms - og slysaforfalla og kjaras amningi aðila , auk þess sem hún stríði gegn tilgangi veikindaréttar og meginreglu m vinnuréttar. Að sama skapi eigi vinnuveitandi ekki tilkall til vinnuframlags frá starfsmanni á frídegi . 12 Stefnandi te lur framkvæmd stefnda við talning u veikindadaga mögulega geta staðist ef sveitarfélagið myndi með öðrum hætti bæta starfsmanni upp þá daga sem teknir séu af veikindarétti þrátt fyrir að hann hafi ekki verið frá vinnu. Þannig gæti framkvæmd sem tryggði að fullu ávinnslu nýrra veikindadaga í stað þeirra eldri try ggt að veikindarétturinn í heild sinni væri virtur. Það sé ekki raunin þar sem starf s maðurinn öðlist einungis 60% veikindarétt vegna tímabilsins. Samkvæmt því dugi sá veikindaréttur s em stofn a st ekki til að bæta fyrir þá skerðingu sem starfsma ðurinn 4 þurfi að þola. Þá geti leiðbeininga r Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki réttlætt þessa framkvæmd . 13 Stefnandi telur t úlkun stefnda í ósamræmi við þróun undanfarinna ára á sviði vinnuréttar þar sem leitast sé við að gera starfsfólk i í veikindum kleift að kom a til starfa að hluta frekar en hverf a al farið af vinnumarkaði. Hafi þannig verið reynt að rýmka fyrir hlutastörfum á íslenskum vinnumarkaði , svo sem sjá megi af bókun 4 við kjarasamning aðila frá árinu 2020. Samkvæmt lögum nr. 10/2004 um starfsmenn í h lutastörfum eigi starfsmenn í þeirri stöðu ekki að njóta hlutfallslega lakari kjara eða sæta lakari meðferð en starfsmenn í fullu starfi, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra og málefnalegra ástæðna. Mismununandi meðferð starfsmanna hvað varðar veikindarétt sem ekki styðst við málefnalegar ástæður sé jafnframt andstæð jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. 14 Til stuðnings seinni dómkröfum stefnanda er vísað til þess að stefndi legg i til grundvallar að á tímabilinu 13. september 202 1 til og með 28. febrúar 2022 hafi starfsmaðurinn áunnið sér rétt til 60% launa í veikindaforföllum frá og með 1. mars 2022. Til þess að geta nýtt þennan rétt hafi starfsmaðurinn þurft að skila veikindavottorði sem miðast við 100% leyfi vegna veikinda. S te fnda sé óheimilt að gera slíka kröfu þegar starfsmaður nýti einungis rétt sinn til hlutaveikinda . Þar sem veikindi starfsmannsins hafi aðeins verið 40% á tímabilinu standist ekki að gera kröfu um 100% veikindavottorð . Krafa stefnda eigi ekki stoð í ákvæðum kjarasamnings, lögum á sviði vinnuréttar eða almennum reglum vinnuréttar. Málsástæður og lagarök stefnda 15 Stefndi byggir á því að talning á veikindadögum starfsmannsins hafi verið í samræmi við kjarasamning aðila og þá túlkun sem beitt hafi verið í framkvæmd. Stefnandi horfi fram hjá því að samkvæmt skýru orðalagi greinar 12.2.1 í kjarasamningi skuli veikindadagar taldir í almanaksdögum. Í veikindum teljist því allir almanaksdagar til fjarvista r d aga en ekki einungis virkir dagar eða væntanlegir vinnudagar samkvæmt vinnuskipulagi. Það breyti engu við talningu veikindadaga í hlutaveikindum þótt starfsmaður hafi skilað hluta af vinnuframlagi á veikindatímabili. Sé starfsmaður á annað borð veikur og g eti ekki sinnt starfi skuli, óháð skertu starfshlutfalli, telja fjarvistir í almanaksdögum þar til starfsmaðurinn hafi tæmt veikindarétt s inn s amkvæmt ávinnslu. Sé því ekki unnt að fallast á þann málatilbúnað stefnanda að starfsmaðurinn hafi einungis nýtt 45 veikindadaga á því tímabili sem um ræðir. 16 Stefndi bendir á að heimild starfsmannsins til að sinna skertu starfi hafi verið reist á gr ein 12.2.10 í kjarasamningi aðila þar sem fram komi að vinni starfsmaður að með leyfi fors töðumanns skert starf vegna slyss eða veikinda skuli miða greiðslu veikindalauna fyrir dagvinnu við það starfshlutfall sem vantar á að Starfsmaðurinn hafi komist að samkomulagi við yfirmann sinn um að hann sinnti 60% starfshlutf alli og hafi veikindahluti því numið 40%. Að baki 5 ákvæðinu búi sú hugsun að starfsmaður sem hefur verið frá starfi vegna veikinda eða slyss fái aðlögunartíma þegar hann kemur aftur til starfa. 17 Hafi vinnuveitandi samþykkt hlutaveikindi starfsmanns beri að aðskilja talningu veikindadaga líkt og um tvo starfsmenn sé að ræða sem gegna hvor sínu hlutastarfi. Fyrrgreindur starfsmaður hafi fengið greidd laun í 169 daga þar sem hann hafi verið í 40% veikindum og skilað 60% starfi. Hann hafi áður verið veikur í átt a daga og nemi nýttur veikindaréttur því samtals 177 d ögum, það er tveimur dögum umfram áunninn veikindarétt. Frá 1. mars 2022 hafi greiðslur veikindalauna fallið niður þar sem starfsmaðurinn hafði tæmt veikindarétt sinn. Eftir sem áður hafi hann notið lau nagreiðslna fyrir 60% starfshlutfall. Hafa verði í huga að veikindaréttur sé talinn sjálfstætt í þeim hluta starfsins sem unnin sé . Ekki komi til úttektar þess veikindaréttar nema veikindin leiði til enn lækkaðs vinnuhlutfalls frá því sem verið hafi eða óv innufærni að öllu leyti. Komi v eikindaréttur vegna þess hluta starfs sem unnin sé því ekki til úttektar samhliða hlutastarfi . T il þess að geta nýtt sér veikindadaga í 60% veikindum hafi starfsmaðurinn þurft að skila inn læknisvottorði fyrir A staðfesti minna starfshlutfall en 60% eða algera óvinnufærni , enda sé ekki hægt að starfsmann 18 Stefndi krefst þess aðallega að s einni kröfulið um dómkrafna stefnanda , þar sem vísað er til kr öfu sveitarfélagsins um framvísun læknisvottorð s sem staðfesti 100% óvinnufærni , verði vísað frá dómi. Mat á heilsufari starfsmanns og færni til að vinna sé eftirlátið aðilum með læknisfræðilega menntun og geti v innuveitandi ekki haft áhrif á slíkt mat. Fy rirliggjandi læknisvottorð staðfesti að starfsmaðurinn hafi verið óvinnufær að hluta vegna sjúkdóms og sé vinnuveitandi bundinn af því. Sé starfsmaður frá vinnu vegna veikinda nái h eimild vinnuveitanda einungis til þess að krefjast læknisvottorð s og að það skuli vera frá trúnaðarlækni. Geti v innuveitandi því ekki beint t ilmæl um til starfsmanns um að hann skuli framvísa læknisvottorði sem hafi að geyma tilteknar upplýsingar svo að starfsmaðurinn geti nýtt veikindarétt sinn. Við meðferð málsins hafi aldrei ve rið sett fram krafa um að starfsmaðurinn skilaði 100% læknisvottorði og hafi þannig ekki reynt á þau atriði sem kröfu r stefnanda grundvallast á . Kröfur stefnanda séu að þessu leyti ekki dómtækar og beri að vísa þeim frá dómi. 19 Stefndi krefst til vara sýknu af seinni kröfuliðum dómkrafna stefnanda . Vísað er til þess að í mars 2022 hafi starfsmaðurinn leitað skýringa á talningu veikindadaga hjá stefnda. Starfsmanninum hafi meðal annars verið kynnt að hann hefði nýtt 169 daga í lan gtíma veikindum sínum, en áður verið veikur í átta daga. Fylgt hafi hlekkur á leiðb e iningar um talningu veikindadaga í hlutaveikindum á heimasíðu stefnda. Þá hafi mannauðsstjóri sveitarfélagsins sent starfsmanninum tölvubréf 18. mars 2022 þar sem framkvæmd við talningu veikindadaga í skertu starfi var útskýrð . Þar hafi komið fram að veikindaréttur hefði verið tæmdur 28. febrúar 2022 og að ef starfsmaðurinn hygðist nýta þá veikindadaga sem hann h efði áunnið sér fyrir 60% starfshlutfall yrði hann að 6 skila læk nisvottorði sem sýndi fram á óvinnufærni A Þessar upplýsingar hafi verið sendar til skýringar og hafi mannauðsstjórinn leitast við að sinna leiðbeininga r skyldu sinni gagnvart starfsmanninum. Ekki hafi verið sett fram krafa um að starfsmaðurinn legði fram 100% læknisvottorð , líkt og stefnandi h aldi fram , og v erði því að sýkna stefnda af kröfunni. Niðurstaða 20 Ágreiningur aðila lýtur að skilningi á kjarasamningi og heyrir undir lögsögu Félagsdóms s amkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/198 6 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 21 Fyrri kröfur stefnanda eru settar f ram vegna A , sem er félagsmaður í Félagi rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, en síðari kröfur vegna Rafiðnaðarsambands Íslands , en fyrrgreint stéttarfélag er meðal aðild arfélaga sambandsins. Við munnlegan málflutning kom fram að efnislega væri um sams konar kröfur að ræða og hefði kröfugerð verið hagað með framangreindum hætti vegna mögulegra vandkvæða við sönnun um atvik hvað starfsmanninn varðar . Að virtum þessum skýrin gum og með hliðsjón af 45. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eru ekki efni til að gera athugasemd við tilhögun kröfugerðar stefnanda. Fyrri liðir dómkrafna stefnanda 22 Með fyrri liðum dómkrafna stefnanda er leitað viðurkenningar á því að s veitarfélagið Árborg hafi brotið gegn 12. kafla kjarasamnings aðila með því að telja alla almanaksdaga á tilteknu tímabili , þar sem fyrrgreindur starfsmaður var að hluta veikur , sem veikindadaga. Stefnandi telur að eingöngu sé heimilt að telja þá daga þar sem starfsmaður hefði átt að vera við störf en var frá vegna veikinda sem veikindadaga og að önnur framkvæmd sé í andstöðu við lög nr. 19/1979, kjarasamning og meginreglur vinnuréttar. 23 Fjallað er um rétt starfsmanna vegna veikinda í 12. kafla kjarasamnings ins. Samkvæmt grein 12.2.1 skal starfsmaður, sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum, veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum . 24 Samkvæmt grein 12.6.1 skal hver stofnun halda skrá yfir veikindadaga starfsmann a . Flytjist starfsmaður milli starfa skal leggja saman veikindadaga hans í báðum störfum eftir því sem við á. Þá segir orðrétt í ákvæðinu : Talning veikindadaga starfsmanns sem vinnur skert starf vegna slysa eða veikinda (hlutaveikinda) skal þannig framkvæmd að skilja að talningu líkt og um tvo starfsmenn væri að ræða, sem gegn a hvor sínu hlutastarfinu, annar er veikur en hinn frískur. Telja skal veikindadaga hjá hinum veika að fullu en sá fríski ávinnur sér veikindarétt í samræmi við unnið starfshlutfall. 7 25 Fyrrgreindur starfsmaður sveitarfélagsins Árborgar er opinber starfsmaður og eiga lög nr. 94/1986 við um réttarstöðu hans. Á opinberum vinnumarkaði hefur sú framkvæmd lengi ve rið við lýði að við talningu veikindadaga starfsmanna er miðað við almanaksdaga. Staðan kann að þessu leyti að vera önnur samkvæmt einstökum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, svo sem ráða má af dómi Félagsdóms 17. desember 2020 í máli nr. 11/2020 sem stefnandi vísaði til við munnlegan málflutning. 26 Það kemur skýrt fram í kjarasamningi aðila að veikindadagar starfsmanns skuli taldir í alma naksdögum. Er þannig ekki gert ráð fyrir að talning sé bundin við daga þar sem starf s maður hefði átt að vera við störf en er frá vegna veikinda. Þá er í grein 12.6.1 í kjarasamningnum sérstaklega fjallað um hvernig telja skal veikindadaga starfsmanns sem vinnur skert starf. Talning skal fara fram líkt og um tvo starfsmenn sé að ræða, annar 27 Stefndi hefur rökstutt að talning á veikindadögum starfsmannsins hafi verið í samræmi við framangreind ákvæði, sbr. einnig leiðb einingar hans um talningu hlutaveikinda sem áður hefur verið vísað til. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að sveitarfélagið hafi tekið mið af því að veikindaréttur starfsmannsins tók til 175 daga, sbr. grein 12.2.1 í kjarasamningi, og að hann va r aðeins veikur að hluta, þ.e. í 60% starfi og 40% veikur. Samkvæmt þ essu ávann starfsmaðurinn sér veikindarétt þá daga í hverri viku sem hann var við störf og var með þessu móti tekið tillit til þess að hann var aðeins veikur að hluta. Á áunnin veikindaré tt reyndi ekki eftir 1. mars 2022 og þar til starfsmaðurinn öðlaðist fulla starfsgetu 4. apríl sama ár, enda var veikinda - og starfshlutfall starfsmannsins óbreytt á því tímabili frá því sem verið hafði. Ekki verður séð að þessi framkvæmd , sem er í samræmi við kjarasamning aðila , stríði gegn lögum nr. 19/1979 eða meginreglum á sviði vinnuréttar. Að sama skapi verður ekki fallist á að starf s manninum hafi verið mismunað hvað varðar veikindarétt og getur tilvísun stefnanda til laga nr. 10/2004 ekki stutt málat ilbúnað hans. 28 Samkvæmt framangreindu verður stefndi sýknaður af fyrri liðum í dómkröfum stefnanda. Seinni liðir dómkrafna stefnanda 29 Seinni liður fyrri dómkrafna stefnanda lýtur að viðurkenningu á að sveitarfélagið Árborg hafi brotið gegn 12. kafla kjarasamnings aðila starf s Með seinni lið síðari dómkrafna stefnanda er 12. fram vottorð um 100% veikindi á tímabili þar s em starfsmaður er einungis veikur að 8 30 Kröfuliðirnir eru þannig báðir reistir á þ eim grunni að s veitarfélagið hafi sett fram kröfu eða gert að skilyrði að starfsmaðurinn skilaði læknisvottorði þar sem fram kæmi að hann væri að fullu óvinnufær til að geta nýtt veikindarétt sinn. 31 Stefndi byggir á því að vísa beri þessum kröfuliðum frá dómi þar sem sveitarfélagið hafi aldrei sett fram kröfu um slíkt læknisvottorð . Við munnlegan málflutning kom fram að stefnandi teldi sveitarfélagið hafa sett umrædda kröfu fram með tölvubréfi mannauðsstjóra til starfsmannsins 18. mars 2022. Áður hefur verið gerð grein fyrir efni tölvubréfsins sem hafði að geyma skýringar á því hverni g talningu veikindadaga væri háttað . Ekki verður fallist á að með þessu hafi sveitarfélagið sett fram kröfu eða skilyrði um að starfsmaðurinn skilaði læknisvottorði með tilteknu efni. 32 Samkvæmt framangreindu eru kr öfur stefnanda reistar á athöfnum sveitarf élagsins sem ekki verður séð að hafi átt sér stað. Telja verður að með þessari framsetningu leiti stefnandi álits um lögfræðilegt efni sem dómstólar verða ekki krafðir um samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Þegar af þessari ástæðu verður seinni liðum dómkrafna stefnanda vísað frá dómi. 33 Að virtum úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og í dómorði greinir. Dómsorð: Kröfu stefnanda, Alþýðusambands Íslands, f yrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrir hönd Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, vegna A , um að viðurkennt verði að sveitarfélagið Árborg hafi frá og með 1. mars 2022 brotið gegn 12. kafla kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Rafiðnaðarsambands Íslands , með því að krefjast þess að A legði fram 100% veikindavottorð þegar hann var einungis veikur sem nam 40% veikindum en sinnti 60% starfi , er vísað frá dómi . Kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að sveitarfélaginu Árborg sé óhei milt að gera það að skilyrði fyrir nýtingu veikindaréttar samkvæmt 12. kafla fyrrgreinds kjarasamnings að starfsmaður leggi fram vottorð um 100% veikindi á tímabili þar sem starfsmaður er einungis veikur að hluta og sinnir vinnu að hluta , er vísað frá dómi . Stefndi , Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélagsins Árborgar, er að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda. S tefn an di greiði stefnda 6 00.000 krónur í málskostnað.