FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 2. október 20 2 4 . Mál nr. 6 /20 24 : Verkfræðingafélag Íslands ( Halldór kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Háskólans á Akureyri ( Bragi Dór Halldórsson lögmaður) og til réttargæslu Bandalagi háskólamanna fyrir hönd Félags háskólakennara á Akureyri Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 17. september sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Guðn i Á. Haraldss on og Jónas Fr. Jónss on . Stefnandi er Verkfræðingafélag Íslands , Engjateigi 9 í Reykjavík . Stefndi er íslenska ríkið vegna Háskólans á Akureyri, Norðurslóð 2 á Akureyri. Réttargæslustefndi er Bandalag háskólamanna, Borgartúni 6 í Reykjavík , fyrir hönd Félags háskólakennara á Akureyri , B orgum, Sólborg á Akureyri . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að hann hafi fari ð með samningsaðild fyrir A , kt. , við gerð kjarasamninga við ríkissjóð vegna starfa hennar sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri . 2 Þá krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs 9. mars 2005, sem var framlengdur með breytingum 28. júní 2008, 27. júní 2011, 30. apríl 2014, 17. nóvember 2015 og 31. janúar 2020, hafi gilt um laun og kjör A hjá Háskólanum á Akureyri frá 14. ágúst 2023, til vara frá 31. mars 2024 en að því frágengnu frá öðru og síðara tímamarki að mati Félagsdóms. 3 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt að halda eftir af launum A gjöldum samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 til Félags háskólakennara á Akureyri. 4 Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda . Dómkröfur stefnda 5 Stefndi krefst sýknu og málskostnað ar úr hendi st efnanda. 2 6 Réttargæslustefndi hefur ekki látið málið til sín taka. Málavextir 7 Mál þetta lýtur einkum að ágreiningi um hvort s tefnandi geti farið með samningsaðild f yrir A , sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri, og hvort kjarasamningur stefnanda og stefnda hafi gil t um kjör hennar. Við aðalmeðferð málsins var upplýst að A hefði látið af störfum 30. apríl 2024 og voru gerðar breytingar á kröfum stefnanda því til samræmis . 8 A er verkfræðingur að mennt og var félagsmaður í stefnanda þegar hún var ráðin til starfa hjá Háskólanum á Akureyri. Hún útskrifaðist úr meistaranámi í rekstrarverkfræði árið 2021 og fékk leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur sama ár. Eftir útskrift starfaði hún sem verkefnastjóri við Háskólann í Reykjavík og var félagsgjöldum s kilað til stefnanda . 9 Um mitt ár 2023 auglýsti Háskólinn á Akureyri laust til umsóknar starf verkefnastjóra eða aðjúnkts til að sinna kennslu í tæknifræði í samstarfi Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík . Fram kom að starfsmaðurinn myndi sinna kennslu í dæma - og verkefnatímum, auk þess sem hann myndi leiðbeina nemendahópum og taka þátt í öðrum verkefnum sem honum yrðu falin. Meðal hæfniskrafna var að umsækjendur hefðu lokið B.Sc. eða M.Sc. gráðu í tæknifræði, verkfræði eða sambærilegu námi. Málsaðilar hafa lagt fram tvær útgáfur af auglýsingu um starfið. Í annarri kemur fram að laun f ari eftir kjarasamningi fjármála - og efnahagsráðherra og Félags háskó lakennara á Akureyri (FHA) en í hinni kemur ekkert fram um þetta. 10 A sótti um starf ið og var ákveðið að ráða hana sem verkefnastjóra hjá Háskólanum á Akureyri frá 14. ágúst 2023 . Samkvæmt starfslýsingu, sem er meðal gagna málsins, sinnir verkefnastjóri í tæknifræði kennslu í verkefna - og dæmatímum, ásamt því að vinna með næsta yfirmanni að öllum hliðum samstarfs Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík um kennslu í tæknifræði. Áður en að gengið var frá ráðningarsamningi sendi A þeim s tarfsmanni , sem hafði umsjón með ráðningunni , upplýsingar um að hún væri félagsmaður í stefnanda og að lífeyrisgreiðslur skyldu renna til Lífsverk i [væri] val um 11 Í ráðningarsamningi frá 24. júlí 2023 k om fram að A væri ráðin ótímabundið og var FHA tilgreint sem stéttarfélag. Þá kom meðal annars fram að um launaflokk, launagreiðslur og önnur starfskjör f æ kjarasamningi þess stéttarfélags sem tilgreint er hér að ofan enda sé starfið á samningss v iði stéttarfélagsins og starfsmaðurinn hafi rétt til aðildar að stéttarfélaginu 12 Í d esember 2023 kom A á framfæri beiðni til vinnuveitanda síns um að vera félagsmaður í stefnanda. Í tölvubréfi 17. janúar 2024 var því svarað til að í auglýsingu um starfið og ráðningarsamningi hefði komið fram að kjarasamningur Háskólans á 3 Akureyri og stefn da gilti um laun og önnur starfskjör. S tarfsmanninum væri heimilt að ganga í það stéttarfélag sem hún kysi , en eftir sem áður gilti fyrrgreindur kjarasamningur um laun og önnur starfskjör . Vakin var athygli á því að einungis eitt stéttarfélag f æ ri með samningsumboð fyrir starfsmann inn og hefði það verið tilgreint í auglýsingu um starfið og í ráðningarsamningi. M eð tölvubréfi lögmanns stefnanda , sem sent var samdægurs , var þessari afstöðu mótmælt og meðal annars vísað til dómaframkvæmdar Félagsdóms í mál um sem lúta að samningsaðild stéttarfélaga . Með bréfi Háskólans á Akureyri 8. mars 2024 var áréttuð sú afstaða að F HA færi eitt stéttarfélaga með samningsumboð vegna starfs verkefnastjóra , sbr. meðal annars 6. og 7. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga op inberra starfsmanna. Málsástæður og lagarök stefnanda 13 Stefnandi byggir á því að sú afstaða vinnuveitanda fyrrgreinds starfsmanns að skila ekki félagsgjaldi til stefnanda brjóti gegn félagafrelsi hennar , sem njóti verndar 74. gr. stjórnarskrár innar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , og nái til þátttöku í starfsemi stéttarfélags og að fela því umboð til að gera kjarasamning. Þó að stefndi viðurkenni í orði rétt starfs mannsins til að eiga aðild að stefnanda sé hún í reynd neydd til aðildar að F HA . 14 Stefn andi vísar til þess að hann sé stéttarfélag sem geri samninga um kaup og kjör félagsmanna sinna, sbr . 2. gr., 3. gr. og 3. tölulið 5. gr. laga nr. 94/1986. Á þessum grundvelli hafi stefnandi gert kjarasamning við stefnda um kjör félagsmanna sem starfa hjá ríkinu, þar með talið þess félagsmanns sem mál þetta varð ar . Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nna eigi félagsmaður rétt til þátttöku í stéttarfélagi sem fari með samningsumboð samkvæmt lögunum og eftir því sem samþykktir viðko mandi félags segja. F élagsmaður inn sé verkfræðingur og hafi verið ráðin sem verkefnastjóri á tæknifræðibraut þar sem hún hafi s inn t stoðþjónustu við nemendur, kennara og annað starfsfólk á vin n ustað. Fari aðeins eitt félag með samnings umboð fyrir hana og s é það stefnandi. 15 Stefnandi mótmælir því sem röngu að fram hafi komið í auglýsingu vegna starfsins að um launakjör færi samkvæmt kjarasamningi stefnda og F HA . Hvað sem því líður ráði það ekki úrslitum þar sem d ómaframkvæmd sé skýr um að starfsmenn verði ek ki þvingaðir til að fela stéttarfélagi, sem þeir vilja ekki tilheyra, umboð til að gera kjarasamninga fyrir sína hönd, án skýrrar og ótvíræðrar lagaheimildar. Í lögum sé ekki mælt fyrir um skyldu verkefnastjóra við Háskólann á Akureyri til aðildar að F HA . Þá verði ekki séð af starfslýsingu að eðli starfsins styðji nauðsyn þess að iðgjöldum sé skilað til stéttarfélagsins. Með því að halda eftir iðgjaldagreiðslum til F HA þvert á vilja félagsmanns ins hafi Háskólinn á Akureyri hlutast til um stéttarfélagsaðild hennar með ólögmætum hætti. 16 Stefnandi bendir á að afstaða vinnuveitandans hafi áhrif á greiðslur iðgjalda í lífeyrissjóð. Starfsmaðurinn hafi greitt til Lífsverks , lífeyrissjóðs verkfræðinga, frá árinu 2021 , sbr. grein 14.1.1 í kjarasamningi stefnanda og s tefnda, og gert 4 samkomulag um viðbótarlífeyrissparnað við sjóðinn. Með einhliða ákvörðun vinnuveitandans um að iðgjöld skuli greidd til L ífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) , sbr. grein 15.1.1 í kjarasamningi F HA og stefnda, hafi starfsmaðurinn verið út sett fyrir lakari kjörum, þar með talið með tilliti til lána. Með afskiptum vinnuveitanda af skilum á lífeyrisgreiðslum félagsmanns ins hafi meðal annars verið brotið gegn meginreglu 4. gr. laga nr. 80/1938 . 17 Stefnandi bendir á að séu til staðar tveir jafng ildir kjarasamningar við tvö stéttarfélög sem geti tekið til sömu starfa hafi vinnuveitandi ekki í hendi sér að ákveða að starfsmenn skuli tilheyra tilteknu stéttarfélagi. Ekkert í starfslýsingu eða ráðningarkjörum starfsmannsins komi í veg fyrir að kjaras amningur stefnanda gildi um starf hennar sem verkefnastjór i. Þá hafi stefndi ekki samið sérstaklega við F HA um kjarasamning sem sé bundinn við starfsstétt verkefnastjóra. Hafa verði í huga að starfsmaðurinn hafi áður sinnt sambærilegu starfi með sama starf stitli hjá Háskólanum í Reykjavík og kjara samningur stefnanda gilt um kjör hennar. 18 Stefnandi k refst þess aðallega að viðurkennt verði að kjarasamningur stefnanda við stefnda hafi gilt um laun og kjör starfsmannsins frá ráðningu 14. ágúst 2023 . Starfsmaðurinn hafi komið því á framfæri með skýrum hætti í aðdraganda ráðningar að hún væri félagsmaður í stefnanda og að lífeyrisiðgjöldum bæri að skila til Lífsverks lífeyrissjóðs. Til vara beri að miða við 31. mars 2024 þegar gildistími samning a stef nanda og F HA við stefnda leið undir lok, en að því frágengnu við síðara tímamark að mati réttarins. Málsástæður og lagarök stefnda 19 Stefndi byggir á því að um starf A gildi kjarasamningur FHA við stefnda og geti stefnandi því ekki farið með samningsaðild fy rir starfsmanninn. Þá geti kjarasamningur stefnanda hvorki gilt um laun og önnur starfskjör starfsmannsins frá fyrsta starfsdegi né frá síðara tímamarki. 20 Stefndi bendir á að lög nr. 94/1986 geri ráð fyrir því að stéttarfélög, sem hafi samningsaðild samkvæm t 4. og 5. gr. laganna, semji fyrir hönd þeirra starfsmanna sem undir lögin heyr i . Lögin geri ekki ráð fyrir öðru en að stéttarfélag haldi þeirri samningsaðild sem það h afi haft vegna tiltekinna starfa, jafnvel þó að starfsmenn segi sig úr félaginu. Leiði þetta ótvírætt af fyrirmælum 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986. Með lögunum hafi skipulagi á opinberum vinnumarkaði verið viðhaldið en þó hafi fleiri stéttarfélögum, sem ekki hafi notið samningsaðildar fyrir setningu laganna, verið gert kleift að ná fr am slíkum rétti þó tt samningsaðildin sæti enn takmörkunum s amkvæmt 5. gr. laganna. Þrátt fyrir þ að l úti samningsaðild af hálfu opinberra starfsmanna ákveðnum takmörkunum sem séu reistar á lögmætum markmiðum um að tryggja skipulag og stöðugleika á vinnumarkaði. 21 Stefndi vísar til þess að miklu skipti að stöðugleiki ríki um starfsemi opinberra stofnana og að fyrirsjáanleiki sé um það fyrirkomulag sem gildi við ráðningu og 5 stjórnun mannauðs. Þá skipti máli að ekki komi rót á það fyrirkomulag sem gilt hafi til þessa hjá H áskólanum á Akureyri hvað varða r samningsaðild stéttarfélaga, en samið hafi verið við FHA vegna starfa verkefnastjóra og annarra háskólamenntaðra starfsmanna háskólans að unda nskildum prófessorum. Það falli í hlut stjórnenda að ákveða hvaða kjarasamningar skuli lagðir til grundvallar tilteknum störfum og geti hvorki s tarfsmenn né stéttarfélag einhliða breytt slíku. Við ráðningu séu starfsmenn settir í stéttarfélag í samræmi við þann kjarasamning sem starfið tilheyri og gerð sé grein fyrir í auglýsingu um starfið. Vilji starfsm enn frekar vera í öðru stéttarfélagi sé þeim það frjálst , en starfskjör breyt i st ekki og sé félagsgjaldið eftir sem áður greitt til þess stéttarfélags sem gert h afi þann kjarasamning sem gildi um starfið . 22 Stefndi leggur áherslu á að vinnuveitandi starfsmannsins hafi ekki haft afskipti af félagsaðild hennar. Starfsmaðurinn geti valið hvaða stéttarfélagi hún tilheyri, en kjósi hún að eiga aðild að stefnanda fremur en FHA sé það á hennar ábyrgð að greiða þau gjöld sem stefnandi kref jist enda beri vinnuveitanda að halda eftir gjöldum til FHA , sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 . 23 Stefndi tekur fram að starfsmanninum hafi m átt vera ljóst þegar hún sótti um star fið að kjarasamningur FHA og stefnda yrði lagður til grundvallar launakjörum . Áður en kom ið hafi að gerð og undirritun ráðningarsamnings hafi legið fyrir hvaða stéttarfélagi starfið tilheyrði. Forsenda ráðningar hafi verið þau kjör sem tilgreind séu í ráðn ingarsamningi og þar hafi komið skýrt fram að um starfskjör f æ ri samkvæmt kjarasamningi F HA og stefnda. Hafi starfsmaðurinn undirritað samninginn án athugasemda eða fyrirvara. Háskólinn á Akureyri hafi jafnframt gert stofnanasamning við F HA þar sem samið h afi verið nánar um einstaka þætti sem varði störf og laun starfsmanna , en fjallað sé um störf verkefnastjóra í 3. kafla stofnanasamningsins . Ekki sé að finna sambærileg ákvæði í kjarasamningi stefnanda og hafi stéttarfélagið og Háskólinn á Akureyri ekki ge rt stofnanasamning . 24 Stefndi mótmælir því að kjarasamningur annars vegar stefnanda og hins vegar FHA við stefnda séu jafngildir að því er varðar starf verkefnastjóra. Þá hafi það ekki þýðingu þótt starfsmaðurinn hafi verið félagsmaður í stefnanda þegar hún starfaði hjá Háskólanum í Reykjavík , enda starf i háskólinn á einkamarkaði og gild i lög nr. 94/1986 því ekki með sama hætti . 25 Hvað varð ar aðild að lífeyrissjóði þá áréttar stefndi að það hafi verið forsenda ráðningar starfsmannsins að um kjör færi samkvæmt kjarasamningi F HA. Samkvæmt grein 15.1.1 í kjarasamningnum skul i starfsmenn sem heyr i undir samninginn eiga aðild að LSR og hafi vinnuveitandi starfsmannsins verið bundinn af því. 26 Verði fallist á að stefnandi fari með samningsaðild fyrir starfsm anninn er vísað til þess að kjarasamningur stefnanda geti ekki orðið skuldbindandi gagnvart stefnda fyrr en eftir 31. mars 2024 þar sem gildandi kjarasamningur fjalli ekki um röðun eða röðunarforsendur fyrir verkefnastjóra hjá Háskólanum á Akureyri. 6 Niður staða 27 Fyrsta og önnur krafa stefnanda, sem lúta að samningsaðild stéttarfélaga og gildi kjarasamnings fyrir tiltekinn sta r fsmann, eiga undir Félagsdóm samkvæmt 1. og 3. tölulið 1. mgr. 26. gr . laga nr. 94/1986. Með þriðju kröfunni er farið fram á viðurkenningu á að stefnda hafi verið óheimilt að halda eftir af launum A gjöldum samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laganna til FHA. 28 Fjallað er um lögsögu Félagsdóms í 26. gr. laga nr. 94/1986 og eru mál sem f alla undir valdsvið dómsins þar tæmandi talin. Til þess er að líta að lögsaga dómsins er að vissu leyti rýmri samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur en lögum nr. 94/1986. Þar má nefna að með 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 er dómstólnum falið að dæma í málum sem varða hvers kyns brot gegn lögunum, en sams konar ákvæði er ekki að finna í 26. gr. laga nr. 94/1986. Að virtri afmörkun á valdsviði Félagsdóms samkvæmt síðastgreindu ákvæði verður ekki fallist á að úrlausn um þriðju k röfu stefnanda , sem varðar viðurkenningu á broti gegn 2. mgr. 7. gr. laganna , falli undir valdsvið dómsins. Verður kröfunni því vísað sjálfkrafa frá Félagsdóm i. 29 Aðila greinir á um hvort stefnandi hafi farið með samningsaðild fyrir A við kjarasamningsgerð á meðan hún starfaði sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri og hvort um kjör hennar hafi gilt kjarasamningur stefnanda eða FHA við stefnda. 30 Svo sem rakið hefur verið hóf umræddur starfsmaður störf sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri 14. ág úst 2023. Í auglýsingu um starfið var gerð krafa um B.Sc. eða M.Sc. gráðu í tæknifræði, verkfræði eða sambærilegu máli. Starfsmaðurinn er verkfræðingur og var félagsmaður í stefnanda þegar til ráðningar kom. Í ráðningarsamningi var FHA tilgreint sem stétta rfélag og tekið fram að um kjör starfsmannsins gilti kjarasamningur félagsins og stefnda. Meðal gagna málsins eru samskipti milli A og starfsmanns , sem hafði umsjón með ráðningu hennar , áður en gengið var frá ráðningarsamningi. Þar kom starfsmaðurinn því á framfæri að hún væri félagsmaður í stefnanda og að lífeyrissjóðsgjöld skyldu renna til Lífsverk lífeyrissjóðs . Hún var í framhaldinu upplýst um að ekki væri unnt að inna af hendi greiðslur til annars stéttarfélags en FHA og að lífeyrissjóðsgreiðslur rynnu til LSR. 31 Í skýrslu A fyrir Félagsdómi kom fram að hún hefði viljað eiga áfram aðild að stefnanda. Hún hefði ritað undir ráðningarsamning þar sem vísað hefði verið til FHA sem stéttarfélags en ætlað að óska eftir breytingu síðar . Á námskeiði sem hún sótti í desember 2023 hefði fulltrúi stefnanda útskýrt að starfsmenn hefðu val um stéttarfélagsaðild. Í framhaldinu hefði hún óskað eftir breytingu en fengið þau svör að starfskjör réðust af kjarasamningi FHA og stefnda. Hún hefði verið í sambandi við stefnanda og fengið þar aðrar upplýsingar um réttarstöðuna. 7 32 Stefndi telur að starfsmanninum sé frjálst að eiga aðild að stefnanda, en að kjör hennar skuli engu að síður taka mið af kjarasamningi FHA og að vinnuveitanda beri að greiða iðgjöld til þess stéttarfélags. Því til stuðnings er einkum vísað til þess að FHA sé eina stéttarfélagið sem hafi rétt til samningsgerðar við stefnda vegna starfa verkefnastjóra hjá Háskólanum á Akureyri, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986. Stefnandi telur aftur á móti tvo jafngilda k jarasamninga taka til starfsins og starfsmanninn hafa val um hvaða stéttarfélagi hún vil ji eiga aðild að, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 33 Til þess er að líta að stéttarfélög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eða sam tök slíkra félaga fara með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga, sbr. 4 gr. laga nr. 94/1986, og til hliðsjónar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Talið hefur verið að megininntak réttar manna til aðildar að stétta rfélögum sé að þau fari með samningsfyrirsvar við kjarasamningsgerð, sbr. meðal annars dóma Félagsdóms 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 og 17. júlí 2015 í máli nr. 3/2015. Þá leiðir af 74. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , að starfsmenn eiga rétt til að ganga í stéttarfélög að eigin vild til verndar hagsmunum sínum , en eru þó háðir málefnalegum skilyrðum um inngöngu í slík félög . 34 Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 er gert ráð fyrir því að almennt hafi eitt stéttarfélag rétt til samningsgerðar við sama vinnuveitanda fyrir sömu starfsstétt. Þannig gildir að jafnaði einn kjarasamningur um laun og önnur kjör þeirra sem sinna sams konar starfi hjá tilteknum vinnuveitanda. Frá þessu eru frávik og að virtum ákvæðum laganna er e kki útilokað að samningssvið mismunandi stéttarfélaga geti skarast þannig að fleiri en einn kjarasamningur geti gilt um sama starfið. Talið hefur verið að þegar til staðar eru tveir jafngildir kjarasamningar við tvö stéttarfélög um sömu störf hafi vinnuvei tandinn ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn gildi, sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms 17. júlí 2015 í máli nr. 3/2015 , 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 , 15. desember 2023 í máli nr. 10/2023 og 2. júlí 2024 í máli nr. 3/2024 . Þessu til stuðnings hefur dómstóllinn meðal annars vísað til réttar manna til að ganga í stéttarfélög að eigin vild og til þess að megininntak aðildar að stéttarfélögum sé samningsfyrirsvar félaganna við kjarasamningsgerð, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasát tmála Evrópu. 35 Fyrir liggur að bæði stefnandi og FHA hafa gert kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, en ekki er deilt um fyrirsvar félaganna samkvæmt lögum nr. 94/1986. Samkvæmt 4. grein laga stefnanda geta þeir orðið félagar sem l okið hafi viðurkenndri prófgráðu í verkfræði eða tæknifræði, svo og þeir sem lokið hafi viðurkenndri prófgráðu í þeim fræðum sem verkfræðin og tæknifræðin byggist á, svo sem eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði. Fram kemur í 3. grein laga FHA að félagsmenn geti verið starfsmenn Háskólans á Akureyri, tengdra stofnana og samstarfsstofnana sem haf i að minnsta kosti lokið BA/BS prófi eða sambærilegu prófi frá viðurkenndum háskóla. 8 36 Ljóst er að stefnandi á rétt til að gera kjarasamning við stefnda á grundvelli 3. töluliðar 5. gr. l aga nr. 94/1986, sem félag tilgreindra starfsstétta. Aftur á móti virðist réttargæslustefndi ge ra kjarasamning við stefnda á grundvelli réttar samkvæmt 2. tölulið 5. gr. laganna, sem félag starfsmanna tiltekinnar stofnunar ríkisins, þótt fyrir liggi að stéttarfélagið geri ekki kjarasamning fyrir alla starfsmenn hennar. Ákvæði 1. mgr. 6. gr. fyrrgreindra laga, sem stefndi hefur borið fyrir sig, getur samkvæmt efni sínu ekki veitt réttargæslustefnda einkarétt til að semja við stefnda um kjö r starfsmanna stofnunarinnar, enda er réttur samkvæmt því ákvæði bundinn við stéttarfélög starfsstétta sem gera kjarasamning á grundvelli 3. töluliðar 5. gr. laganna. A tvik eru að þessu leyti frábrugðin þeim sem voru til skoðunar í dómi Félagsdóms í máli nr. 10/2023 þar sem stefndi hafði samið sérstaklega við Lyfjafræðingafélag Íslands sem fagfélag, sbr. 3. tölulið 5. gr. laga nr. 94/1986, um kjör lyfjafræðinga sem starfa hjá íslenska ríkinu og samningurinn var bundinn við þá starfsstétt, sbr. 1. mgr. 6. g r. laga nr. 94/1986. 37 Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að fjármálaráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins gert kjarasamninga við tvö stéttarfélög sem geta tekið til starfs verkefnastjóra hjá Háskólanum á Akureyri. Að virtum stjórnarskr árvörðum rétti manna til að ganga í stéttarfélag að eigin vild, sem og því grundvallarhlutverki stéttarfélaga að fara með samningsfyrirsvar við kjarasamningsgerð, hefur vinnuveitandi við þessar aðstæður ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn skuli gilda . Geta hvorki ákvæði í ráðningarsamningi né röksemdir stefnda um skipulag stofnana , væntingar stjórnenda og skort á stofnanasamningi staðið samningsaðild stefnanda í vegi, sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms 14. júlí 1995 í máli nr. 16/1995, 27. júní 1997 í máli nr. 9/1997, 12. júlí 2004 í máli nr. 2/2004, 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 , 30. maí 2013 í máli nr. 4/2013 og 2. júlí 2024 í máli nr. 3/2024 . 38 Verður því fallist á fyrstu kröfu stefnanda og viðurkennt að stéttarfélagið hafi fari ð með samningsaðild fyrir starfsmanninn við gerð kjarasamninga vegna starfs hennar sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri. 39 Önnur krafa stefnanda lýtur að viðurkenningu á því að kjarasamningur hans og stefnda hafi gilt um kjör starfsmannsins. Til þess er að líta að star fsmaðurinn átti aðild að stefnanda þegar hún hóf störf hjá H áskólanum á Akureyri 14. ágúst 2023. Áður hefur verið gerð grein fyrir samskiptum í aðdraganda ráðningarinnar og verður lagt til grundvallar að starfsmaðurinn hafi lýst vilja sínum til að eiga áfr am aðild að stefnanda . Vinnuveitandinn þekkti afstöðu starfsmannsins og verður ekki talið að hún hafi gerst félagsmaður í FHA þótt tilgreint hafi verið í ráðningarsamningi að kjör hennar færu eftir kjarasamningi félagsins og stefnda. Að þessu virtu verður fallist á kröfu stefnanda um viðurkenningu á því að um kjör starfsmannsins hafi frá ráðningu farið samkvæmt kjarasamningi stefnanda og stefnda, sbr. jafnframt til hliðsjónar dóma Félagsdóms 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 , 16. maí 2007 í máli nr. 1/2007 og 2. júlí 9 2024 í máli nr. 3/2024 . Verður krafan því tekin til greina með þeim hætti sem greinir í dómsorði. 40 Að virtum úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Kröfu stefnanda, Verkfræðing afélags Íslands, um viðurkenningu á að stefnda, íslenska ríkinu vegna Háskólans á Akureyri, hafi verið óheimilt að halda eftir af launum A gjöldum samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 til Félags háskólakennara á Akureyri er vísað frá Félagsdómi. Viður kennt er að stefnandi hafi farið með samningsaðild fyrir A við gerð kjarasamninga vegna starfs hennar sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri. Viðurkennt er að kjarasamningur stefnanda og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs frá 9. mars 2005, með síðari breytingum, hafi gilt um laun og kjör A frá og með 14. ágúst 2023 til og með 30. apríl 2024. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað.