Ár 2019, föstu daginn 7. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 4/2019 BSRB fyrir hönd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (Gísli Guðni Hall lögmaður) gegn Isavia ohf. (Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður) kveðinn upp svofelldur ú r s k u r ð u r : Mál þetta var dómtekið 13. maí sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Sonja H. Berndsen . Stefnandi er BSRB fyrir hönd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, Grettisgötu 89, Reykjavík . Stefndi er Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefnda, Isavia ohf., sé skylt að greiða Unnari Erni Ólafssyni, félagsmanni í stefnanda, Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, staðgengilslaun samkvæmt launaflokki 33 tímabilið 23. ágúst til 14. september 2017 og samkvæmt launaflokki 31 tímabilið 14. mars til 24. apríl 2018 samkvæmt grein 9.1.1 í kjarasamningi stéttarfélagsins og stefnda. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu samkvæmt mati Félagsdóms og að við ák vörðun málskostnaðar verði gætt að skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá gerir stefndi kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda að mati dómsins. Málavextir Málavextir eru óumdeildir. Í stefnu er því lýst að Unnar Örn Ólafsson starf ir sem flugvallarstarfsmaður hjá stefnda, Isavia ohf., við flugþjónustu á Reykjavíkurflugvelli sem stefndi rekur. Unnar Örn er félagsmaður í Félagi flugmálastarfsmanna r íkisins sem er stéttarfélag með aðild að BSRB, heilda r samtökum stéttarfélaga í almannaþjónustu. Laun og 1 önnur starfskjör Unnars Arnar fara samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Á tveimur t ímabilum, annars vegar frá 23. ágúst 2017 til og með 14. september 2017 og hins vegar 14. mars 2018 til og með 24. mars 2018, var Unnari Erni falið að leysa vaktstjóra af, í fyrra tilvikinu Þórð Þórðarson vegna orlofs og í því síðara Guðbrand Arnar Lárusso n vegna veikinda. Svo sem óumdeilt er og ráða má af framlögðum skjámyndum af vinnuskráningu Unnars Arnar fyrir viðkomandi tímabil sinnti hann umræddum afleysingastörfum. Þeir Þórður og Guðbrandur Arnar eru félagar í Landssambandi slökkviliðs - og sjúkraflut ningamanna og njóta því kjara samkvæmt kjarasamningi þess félags og Isavia ohf. Er launatafla þess kjarasamnings sambærileg launatöflu í kjarasamningi Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. sem mál þetta lýtur að og var Unnar Örn á framangreindum tímabilum í launaflokki 20 en Þórður var í launaflokki 33 samkvæmt kjarasamningi Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna og Isavia ohf. og Guðbrandur Arnar í launaflokki 31. Grunnröðun vaktstjóra er samkvæmt launa flokki 17 í launatöflum beggja framangreindra kjarasamninga. Vegna þessara afleysinga fékk Unnar Örn greidda fjóra viðbótarlaunaflokka á fyrra tímabilinu og fimm á því seinna. Í greinargerð stefnda er rakið að Unnar Örn hafi tekið laun samkvæmt grunnlaun aflokki þeirra sem hann leysti af, auk þess sem hann hafi fengið þá viðbótarlaunaflokka sem eigi við og hann eigi rétt á. Á þetta fellst stefnandi ekki og hefur því höfðað mál þetta til viðurkenningar á rétti Unnars Arnar, byggðum á kjarasamningi Samtaka a tvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst leggja málið fyrir Félagsdóm samkvæmt heimild í 2. tölulið 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi reisir kröfugerð sína á ákvæði greinar 9.1.1 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins þar sem mælt sé fyrir um að starfsmanni, sem sé falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða stö rfum annars hærra launaðs starfsmanns, skuli taka laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma sem hann gegnir starfi hans. Stefnandi telur að réttur Unnars Arnar til fullra staðgengilslauna sé skýr og ótvíræður samkvæmt orðanna hljóðan í ákvæðinu. Stefndi hafi hins vegar ekki fengist til að greiða Unnari Erni full staðgengilslaun. Krafa stefnanda miðist því við að fá viðurkenningu á rétti Unnars Arnar til staðgengilslauna, þ.e. launa samkvæmt sama launaflokki og þeir menn voru í sem hann hafi verið staðgengill fyrir. Öll skilyrði fyrir greiðslu staðgengilslauna samkvæmt ákvæðinu séu uppfyllt. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála og kveðst ekki eiga frádráttarrétt vegna k ostnaðar af virðisaukaskatti af aðkeyptri lögmannsþjónustu. 2 Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi bendir á að í máli þessu sé Isavia ohf. stefnt en að með réttu skuli stefna Samtökum atvinnulífsins vegna aðildarfélaga sinna, svo sem aðildarreglur Féla gsdóms mæli fyrir um. Enn fremur sé formaður stjórnar Isavia ohf. ranglega tilgreindur í stefnunni. Að því er formhlið málsins varðar, vekur stefndi athygli á því að ekki sé í málinu krafist kjarasamningsbundinna launa sem vaktstjórar eigi rétt á samkvæmt kjarasamningi. Krafa stefnanda lúti að því að staðgengi ll vaktstjóra skuli fá persónubundin laun einstakra vaktstjóra sem séu mismunandi hjá þeim einstaklingum sem gegni vaktstjórastörfum. Ekki sé ljóst að slíkur ágreiningur eigi undir Félagsdóm. Kröfur sínar kveður s tefndi reistar á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. við Félag flugmálastarfsmanna ríksins, lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu líf eyrisréttinda , og lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sérstaklega 19. gr. laganna. Stefndi vísar til þess að samkvæmt framangreindum kjarasamningi skuli staðgengill fá laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns, s br. grein 9.1.1 í samningnum. Stefndi hafnar þeirri túlkun stefnanda að með þessu séu staðgengli tryggð persónubundin laun hins forfallaða starfsmanns sem geti fylgt ákveðnum réttindum starfsmanna, starfsaldri og/eða sérstökum ákvæðum í ráðningarsamningum. Þegar staðgengli sé falið að ganga í störf annars hærra launaðs starfsmanns, beri að greiða honum þau laun sem fylgja starfinu samkvæmt kjarasamningi. Í tilvitnuðu kjarasamningsákvæði sé eingöngu tilgreint að staðgengill skuli fá laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns en ekki mælt fyrir um að hann skuli einnig fá þau persónubundnu kjör sem sá forfallaði kunni að hafa. Hin tilvitnaða grein kjarasamningsins taki þannig til þeirra launa sem fylgja starfsheiti hins forfallaða starfsmanns en ekki persónubundinna aukagreiðslna sem viðkomandi starfsmaður hafi. Þannig sé það starfið sjálft sem ráði launasetningunni. Í því tilviki sem hér sé til skoðunar hafi staðgengill fengið laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns og auk þess þá viðbó tarlaunaflokka, sem hann hafi átt rétt á vegna menntunar sinnar og réttinda, auk viðbótarlaunaflokka sem tilheyri því starfi sem hann hafi sinnt í forföllunum. Stefndi kveður vaktstjóra raðað í grunnlaunaflokk 17 í báðum þeim kjarasamningum, sem hér um r æði, þ.e í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og í kjarasamningi Isavia ohf. við Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna. Vaktstjórarnir, sem Unnar Örn hafi leyst af á umræddum tímabilum, séu auk þess með viðbótarlaunaflokka sem tilgreindir séu í grein 1.2.2 í fyrrgreindum kjarasamningi, þ.e. þrjá launaflokka vegna viðbótarmenntunar, einn launaflokk vegna flugöryggisnámskeiðs, þrjá launaflokka vegna vaktstjórnar minnst 15 manna og loks ein n launaflokk vegna áætlunarflugs minnst fimm daga. Unnar Örn hafi aflað sér viðbótarmenntunar og fái því þrjá launaflokka til viðbótar og þá hafi hann lokið námskeiði fyrir flugöryggisverði 3 og fái því jafnframt einn viðbótarlaunaflokk vegna þess. Í staðgen gilsstarfinu hafi hann sinnt vaktstjórn og starfað á flugvelli þar sem áætlunarflug sé minnst fimm daga vikunnar. Unnar Örn hafi því uppfyllt öll skilyrði sem þessir viðbótarlaunaflokkar grundvallist á og launaröðun hans verið í samræmi við það. Auk fra mangreindra launaflokka hafi vaktstjórarnir, sem Unnar Örn hafi leyst af, notið tveggja launaflokka vegna annarra þátta, til dæmis vegna sérstakrar ábyrgðar og álags, tveggja launaflokka vegna sérstakra réttinda sem sjúkraflutningamenn, og tveggja launaflo kka vegna sérstaks sólarlagsákvæðis í kjarasamningi Isavia ohf. við Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna. Annar vaktstjóranna hafi svo til viðbótar fengið tvo launaflokka vegna svokallaðra AFIS - réttinda. Þá bendir stefndi á að vaktstjórarn ir tveir séu ekki í sama launaflokki þar sem annar þeirra hafi fengið greitt samkvæmt launaflokki 33 en hinn samkvæmt launaflokki 31 og muni þar um launaflokkana tvo vegna AFIS - réttinda. Persónubundin laun þeirra hafi verið mismunandi vegna mismunandi rétt inda þeirra. Fyrir liggi að Unnar Örn hafi hvorki AFIS - réttindi, sjúkraflutningsréttindi né réttindi sem björgunarstjóri. Þá eigi hann heldur ekki rétt á launaflokkahækkun samkvæmt sólarlagsákvæði í kjarasamningi Isavia ohf. og Landssamband s slökkviliðs - o g sjúkraflutningamanna. Þeir launaflokkar, sem vaktstjórarnir hafi umfram Unnar Örn í staðgengilshlutverkinu, séu því persónubundnir launaflokkar sem byggist á sérstökum réttindum þeirra annars vegar og á ákvæði kjarasamningsins um viðbótarlaunaflokka hins vegar. Stefndi hafnar þeirri túlkun stefnanda að staðgengli beri persónubundin laun þess sem hann leysir af og bendir á að ef fallist yrði á þá túlkun, fengi Unnar Örn hærri laun sem staðgengill sem leysir vaktstjóra af í stuttan tíma heldur en hann fen gi væri hann ráðinn í starfið til framtíðar. Með sömu rökum mætti halda því fram að starfsmaður, sem í reglubundnu starfi sínu væri með persónubundna launaflokka sem yfirmaður hans hefði ekki, ætti að missa þá launaflokka þegar hann sinnti starfi sem staðg engill hans og gæti þá jafnvel lækkað í launum. Þá byggir stefndi á því að Isavia ohf. hafi nýverið innleitt jafnlaunastaðal ÍST 85:2012, sbr. 19. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla , og hlotið jafnlaunavottun á síðasta ár i og þar með staðfestingu á því að launakerfi þess uppfyllti kröfur jafnlaunastaðalsins um að launaákvarðanir séu málefnalegar og byggðar á faglegu mati á störfum og persónubundinni hæfni viðkomandi starfsmanna. Viðurkenning á kröfu stefnanda í máli þessu myndi brjóta gegn ákvæðum ofangreindra laga um að launaákvarðanir séu málefnalegar og faglegar en jafnlaunastaðallinn geri þá kröfu að öll störf séu metin á sama hátt og jafnframt að mat á persónulegri hæfni sé framkvæmt á samræmdan máta fyrir alla starfsm enn. Fallist dómurinn á kröfu stefnanda sé ljóst að launakerfi stefnda standist ekki lengur kröfur jafnréttislaga um að launaákvarðanir endurspegli kröfur til starfs og persónubundna hæfni sem metin sé á málefnalegan hátt. Það gangi gegn lögunum og þeim 4 gr undvallarmarkmiðum sem bæði jafnréttislögin og jafnlaunastaðallinn byggist á að tilteknir starfsmenn geti fengið greidd laun fyrir hæfni og réttindi sem þeir búi ekki yfir. Um lagarök vísar stefndi til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda , laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins vegna Isav ia ohf. við Félag flugmálastarfsmanna ríkisins með gildistíma frá 1. mars 2017 til 31. mars 2019 og kjarasamnings Isavia ohf. og Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningsmanna með gildistíma 1. maí 2012 til 31. janúar 2014. Málskostnaðarkrafa stefnda e r reist á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, aðallega 129. til 131. gr. laganna. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Ágreiningur máls aðila lýtur að því hvernig skilja beri ákvæði greinar 9.1.1 í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins um það, eftir hvaða launaflokki greiða eigi þeim starfsmanni laun sem falið er að gegna störfum yfir manns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns þann tíma sem starfsmaðurinn gegnir starfi þeirra. Svo sem áður greinir var framangreindur kjarasamningur gerður af Samtökum atvinnulífsins vegna stefnda, Isavia ohf., sem á aðild að sam tökunum. Samkvæmt 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938 skulu sambönd verkalýðsfélaga og atvinnurekendafélaga reka mál fyrir hönd meðlima sinna fyrir Félagsdómi. Eingöngu félög, sem ekki eru meðlimir sambandanna, reka sjálf mál sín og meðlima sinna. Samkvæmt þe ssum lagaákvæðum bar því að beina málsókn þessari að Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd stefnda, Isavia ohf. , en ekki að stefnda eingöngu án milligöngu heildarsamtakanna, svo sem gert var í stefnu. Af þessum sökum verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi af sjálfsdáðum. Eftir þessari niðurstöðu og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfile ga ákveðinn 400.000 krónur. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, BSRB fyrir hönd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, greiði stefnda, Isavia ohf., 400.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helga son Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Sonja H. Berndsen