FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 25 . febrúar 20 2 5 . Mál nr. 10 /20 24 : Sjómannafélag Íslands vegna A o.fl. (Sigrún Ísleifsdóttir lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Eimskips Íslands ehf. (Ólafur Eiríksson lögmaður) og til réttargæslu Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags ( Daníel Ísebarn Ágústsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 28. janúar sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Lárentsínus Kristjánsson , Einar Hugi Bjarnason og Guðbjarni Eggertsson . Stefnandi er Sjómannafélag Íslands, Skipholti 50 D í Reykjavík, vegna A o.fl. Stefnd i er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Eimskips Íslands ehf., Sundabakka 2 í Reykjaví k. Þá er Alþýðusamband i Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags, bæði skráð að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík , stefnt til réttargæslu . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að hann fari frá og með 1. febrúar 2024 með samningsaðild fyrir þá starfsmenn sem tilgreindir eru í kröfugerð hans við gerð kjarasamnings við Samtök a tvinnulífsins, vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Ísland i ehf. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnd a og réttargæslustefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 4 Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda. 2 M álavextir 5 Forsaga máls þessa er ágreiningur á milli aðila um heimild tiltekinna hafnarverkamanna sem starfa hjá Eimskip Íslandi ehf . til að f lytja sig úr réttargæslustefnda, Eflingu stéttarfélagi , í stefnanda, Sjómannafélag Íslands. Með dómi Félagsdóms í máli nr. 8/2023 v oru stefndi , Samtök atvinnulífsins vegna Eimskips Íslands ehf., og réttargæslustefndi sýknað i r af kröfum stefnanda sem lutu meðal annars að því að hann færi með samningsaðild fyrir þá starfsmenn sem um ræddi við gerð kjarasamnings við stefnda vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn , aðallega frá 14. nóvember 2022 en til vara frá 2. desember 2022 . 6 Eftir að dómur Félagsdóms fél l samþykkti réttargæslustefndi úrsagnir umræddra starfsmanna og var miðað við að þær tækju gildi frá 8. mars 2023, en þann dag hafði miðlunartillaga ríkissáttasemjara verið samþykkt og nýr kjarasamningur kom i st á. Gildistími þess kjarasamnings leið undir lok 31. janúar 2024. Nýr kjarasamningur komst á milli stefnda og réttargæslustefnda 7. mars 2024 og gild ir hann frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Í grein 6.1.1 í kjarasamningnum er kveðið á um forgangsrétt fé lagsmanna í réttargæslustefnda til verkamannavinnu á viðkomandi félagssvæði eins og nánar verður vikið að síðar. 7 Í apríl 2024 óskaði stefnandi eftir því að hefja viðræður við stefnda um kjarasamning vegna starfa hafnarverkamanna hjá Eimskip Íslandi ehf . M eð t ölvupósti 3. maí sama ár vísaði stefndi til framangreinds forgangsréttarákvæðis í kjarasamningi við réttargæslustefnda og dómaframkvæmdar . Taldi hann að vegna samningsákvæðisins væri hann í raun bundinn af því að viðurkenna aðeins eitt stéttarfélag í h verri starfsgrein á sama félagssvæði. Á þessum grunni hefur stefndi ekki viljað hefja viðræður við stefnanda um gerð kjarasamnings. Málsástæður og lagarök stefnanda 8 Stefnandi telur ágreining aðila sem varðar samningsfyrirsvar við kjarasamningsgerð vegna starfa hafnarverkafólks falla undir lögsögu Félagsdóms á grundvelli 2. t öluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . 9 Stefnandi vísar til þess að fyrir liggi að þeir hafnarverkamenn sem greinir í kröfugerð hans eigi aðild að stéttarfélaginu. Félagsmennirnir starfi í fimm deildum á hafnarsvæði Eimskip s Íslands ehf., það er við gámafærslur, gámaeftirlit, skipaafgreiðsl u , störf í stjórnstöð og tengla. Dómkrafa stefnanda lúti að því að s tefnda verði gert að gera við sig kjarasamning um þessi tilteknu störf, enda séu félagsmenn stefnanda nú meirihluti starfsmanna í þessum deildum. 10 Stefnandi tel ur ótvírætt að hann hafi samningsumboð fyrir félagsmenn sína samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/ 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem mælt sé fyrir um rétt stéttarfélags til að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna, að því gefnu að félagið hafi í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. 3 11 Samkvæmt 2. gr. laga stefnanda sé tilgangur félagsins meðal annars að sameina alla starfsmenn sem starf a á grundvelli þeirra kjarasamninga sem félagið geri og vinn a að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna, svo sem með því að semja um kaup og kjör, vinna að bættum aðbún aði og gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna. Í a - lið 3. gr. laganna k omi fram að rétt til inngöngu í félagið hafi allir sem atvinnu stundi á sjó eða starfi á hvers konar flotmannvirkjum, svo og þeir sem atvinnu haf i af hvers konar flutningastarfs emi. Þá sé innan stefnanda starfrækt sérstök deild hafnarverkamanna, sbr. c - lið 3. gr. laganna, sem h afi það meðal meginmarkmiða að sjá um gerð kjarasamnings fyrir hafnarverkamenn. 12 Stefnandi vísar til þess að r éttur manna til stofnunar og þátttöku í félögu m sé tryggður með 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrár innar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. N ái sá réttur ekki einvörðungu til þess að vera félagsmaður heldur einnig til þess að láta til sín taka í starfsemi félagsins, þar með talið að fela stéttarfélagi sínu umboð til að gera kjarasamning, sbr. dóm Félagsdóms frá 23. desember 1999 í máli nr. 9/1999. Sá réttur sé jafnframt varinn af 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. dóma Hæstaréttar frá 5. mars 2015 í málum nr. 515/2014 og 516/ 2014. 13 Stefnandi vísar til þess að g erð kjarasamninga sé meðal mikilvæg ustu hlutverk a stéttarfélaga. Þá sé reglan um samning s frelsi ein af grunnstoðum samningaréttar. Allar undantekningar frá þessum meginreglum ber i að túlka þröngt og standi hvorki hagsmuni r stefndu né annarra til þess að gerð sé slík undantekning í máli þessu . Væri stefnanda meinað að gera kjarasamning um störf félagsmanna sem starfa hjá Eimskip Ísland i ehf. væri í raun verið að þvinga þá til að fela öðru stéttarfélagi, sem þeir vilj a ekki vera félagsmenn í, umboð til gerðar kjarasamnings fyrir þeirra hönd. Slíkt standist hvorki stjórnarskrárvarinn rétt til félagafrelsis né tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar. Tekið er fram að skoðanir, áherslur, uppbygging og starfsemi stefnan da og Eflingar - stéttarfélags séu ekki þær sömu og telji viðkomandi félagsmenn sig ekki eiga samleið með síðastgreindu félagi . Þá brjóti það gegn sjónarmiðum um jafnræði, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar , ef einu stéttarfélagi á ákveðnu sviði yrði heimilað að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna en öðru félagi á sama sviði neitað um að gera hið sama. 14 Stefnandi tekur fram að félagsmenn hans séu ekki bundnir af nýjum kjarasamningi stefnda og réttargæslustefnda , enda hafi þeir áður falið stefnanda samnings umboð sitt. 15 Stefnandi mótmælir því að forgangsréttarákvæði í gr ein 6.1.1 í kjarasamning num og ákvæði greinar 1.3 í samningi stefnda og réttargæslustefnda um hafnarvinnu á félagssvæði stéttarfélagsins, leiði til þess að stefnda sé óheimilt að semja við önnur stéttarfélög um störf hafnarverkamanna. Að virtum stjórnarskrárv örðum rétti launþega til virkrar þátttöku í stéttarfélögum og rétti stéttarfélaga til gerðar kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna verði samningsákvæði sem takmarki þann rétt ekki skýrð með rýmri hætti en beinlínis leiði af orðalagi þeirra. Ge t i ákvæði af þessum toga ekki girt fyrir að samningur verði gerður við annað stéttarfélag um sömu störf, 4 enda sé þess gætt að þar séu ekki ákvæði sem fari gegn áður umsömdum forgangsrétti, sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 10/2020. 16 Stefnandi tekur fram að hann telji dóm Félagsdóms í máli nr. 9/2009 ekki styðja túlkun stefnda á þýðingu forgangsréttarákvæða. Atvik hafi verið ólík og hafi Félagsdómur til að mynda ekki talið sýnt fram á að þeir starfsmenn sem krafist hafi verið samningsumboðs fyrir væru sannarlega félagsmenn stefnanda. Jafnframt hafi verið í gildi sérstakt samkomulag milli atvinnurekanda og tilt ekinna stéttarfélaga, þar sem atvinnurekandi hafi viðurkennt hlutaðeigandi stéttarfélög sem viðsemjendur sína en stéttarfélögin hafi lýst því yfir að þau myndu standa sameiginlega að gerð kjarasamnings. Til þessa samkomulags sé sérstaklega vísað í niðurstö ðu dómsins og hafi því verið markaður lengri gildistími en einstaka kjarasamningum milli aðila. 17 Röksemdum stefnda um að störf hafnarverkamanna hjá Eimskip Íslandi ehf. nema þeir séu efnislega samhljóða er mótmælt . Stefndi geti ekki gert slíka kröfu enda vegi það gróflega að því samningsfrelsi sem stéttarfélögum sé tryggt með 3. og 5. gr. laga nr. 80/1938. Aftur á móti hafi stefndi ekki veitt stefnanda færi á að koma kröfugerð á framfæri og ligg i því ekkert fyrir um efni kjara samnings milli aðila. Málsástæður og lagarök stefnda 18 Stefndi vísar til þess að hann hafi beint og fyrir milligöngu Samtaka atvinnulífsins og forvera þess gert kjarasamninga við réttargæslustefnda, Eflingu stéttarfélag , allt frá stofnun þess , og áður við forvera nn Dagsbrún, um störf við hafnarvinnu, vinnu í vöruhúsum og vöruflutninga á landi. Hafi stefndi ekki gert kjarasamninga um þessi störf við nokkurt annað stéttarfélag. Þá hafi stefndi með sama hætti einungis gert kjarasa mninga um störf háseta við stéttarfélag sjómanna, Sjómannafélag Reykjavíkur og síðan stefnanda eftir að hann varð landsfélag með breytingu á félagslögum sínum. 19 Stefndi og réttargæslustefndi hafi síðast gert kjarasamning sem gildi frá 1. febrúar 2024 til 1 . febrúar 2028. Með grein 6.1.1 í kjarasamning num hafi Eimskip Íslandi ehf. skuldbundið sig til að veita meðlimum í stéttarfélaginu forgangsrétt til vinnu. Þá sé stéttarfélagið samkvæmt grein 6.1.3 skuldbundið til að sjá stefnda fyrir félagsmönnum verði hö rgull á verkamönnum til vinnu . Að auki sé til staðar samningur milli réttargæslustefnda og stefnda um hafnarvinnu á félagssvæði stéttarfélags ins . Samkvæmt grein 1.1 sé um að ræða sérsamning um vinnu félagsmanna stéttarfélagsins í þágu vöruafgreiðslna Eimskips Íslands ehf. á samningssvæði félagsins. Með hafnarvinnu sé átt við fermingu og affermingu skipa, vöruafgreiðslu svo og alla meðferð á vöru í landi. Í grein 1.3 sé mælt fyrir um að félagsmenn hafi forgangsrétt til allrar hafnarvinnu. 20 Stefndi bendi r á að á kvæði af þessum toga hafi verið í kjarasamningum í áratugi . Sé ágreininglaust að Eimskip Ísland ehf. hafi þannig skuldbundið sig til þess að veita félagsmönnum réttargæslustefnda forgang til allrar hafnarvinnu á félagssvæði þess. 5 Þá liggi fyrir að þeir félagsmenn stefnanda sem tilteknir séu í kröfu hans starfi á sama félagssvæði. 21 Ágreiningur aðila lúti að því hvaða áhrif slík forgangs réttar ákvæði hafi og hvort stefnda , sem er bundinn af slíku ákvæði gagnvart félagsmönnum réttargæslustefnda , sé stætt á því að gera kjarasamning við annað stéttarfélag á sama félagssvæði . Stefndi tel ji sér ekki heimilt að gera slíkan samning við stefnanda og h afi því hafnað þeirri málaleitan. 22 Stefndi byggir á því að það hafi verið óumdeilt í íslenskum vinnurétti um áratu gaskeið að forgangsréttarákvæði í kjarasamningum hafi veruleg áhrif á önnur stéttarfélög sem kjósi að starfa á sama félagssvæði. Bendir stefndi á að f organgsréttarákvæði í kjarasamningum eig i sér langa sögu og hafi orðið til í frjálsum samningum milli laun amanna og atvinnurekenda. Þau hafi orðið til áður en lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafi verið sett og séu grundvöllur að því skipulagi sem verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins bú i við í dag. 23 Samkvæmt forgangsréttarákvæðum séu íslenskir atvinnurekendur bundnir af því að viðurkenna aðeins eitt stéttarfélag í hverri starfsgrein á hverju félagssvæði. Félagsmenn réttargæslustefnda h afi forgangsrétt til allrar hafnarvinnu og tengdra starfa í landi s amkvæmt kjarasamningum. Af þessum forgangsréttarákvæðum séu aðilar bundnir meðan kjarasamningur sé í gildi og eftir að samningur renn i úr gildi og þar til nýr hefur verið gerður. Það stéttarfélag sem sem ji um forgangsrétt til atvinnu á viðkomandi svæði h afi þannig tryggt stöðu sína og rétt félagsmanna sinna gagnvart öðrum stéttarfélögum sem kynnu að verða stofnuð í starfsgreininni. Þessi túlkun sé ekki í andstöðu við rétt manna til stofnunar og þátttöku í félögum samkvæmt 1. mgr. 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mann réttindasáttmálans , en sá r éttur sé óumdeildur . 24 Í gildandi kjarasamningi sé samið um lágmarkskjör hafnarverkamanna á því svæði sem samningarnir tak i til, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda . Sé samningurinn því bindandi sem lágmarkskjör óháð félagsaðild starfsmanna að ákveðnu stéttarfélagi. Þegar eitt stéttarfélag hafi samið um forgangsrétt til starfa á ákveðnu landssvæði, í byggðarlagi eða í einstöku fyrirtæki, eins og hér eigi við, geti annað stéttarfélag ekki krafist kjarasamnings um sömu störf og starfsheiti. 25 Það sé óumdeilt að stéttarfélag sé lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta st arfsemi sína taka til slíkra málefna. Því samningsumboði þ urfi stefnand i þó að beina að einhverjum öðrum en stefnda þar sem hann get i ekki samið við annað stéttarfélag en réttargæslustefnda um sömu störf og starfsheiti og þegar h afi verið samið um forgangs rétt um. Það geti falið í sér samningsbrot gagnvart réttargæslustefnda ef stefndi viðurkenni stefnanda sem lögformlegan samningsaðila 6 vegna hafnarverkamanna. Stefndi telur að dómur geti ekki gengið um viðurkenningu á samningsaðild ef gerð kjarasamnings við sama aðila muni fela í sér samningsbrot af hálfu stefnda. 26 Stefndi telur skýrt af dómi Félagsdóms í máli nr. 9 /2009 að hann sé vegna forgangsréttarákvæðis í raun bundinn af því að viðurkenna aðeins eitt stéttarfélag í hverri starfsgrein á viðkomandi félagssvæði. Skilja verði dómkröfu stefnanda sem svo að krafist sé viðurkenningar á samningsumboði fyrir þá félagsmenn stefnanda sem í dómkröfum greini til gerðar kjarasamnings við stefnda. Ekki sé hægt að verða við slíkri kröfu. 27 Stefndi telur dóm Félagsdóms í máli nr. 10/2020 ekki vera fordæmisgefandi í því ágreiningsmáli sem hér sé til skoðunar. Niðurstaðan sé bundin við málavexti og hafi dómurinn ekki breytt því umhverfi sem í gildi hafi verið á íslenskum vinnumarkaði um áratugaskeið. Aðstæður í málinu hafi verið um margt ólíkar þ eim sem séu til skoðunar í þessu dóms máli. Hafi Félagsdómur lagt sérstaka áherslu á að sá kjarasamningur sem þar var til skoðunar og hafði að geyma ákvæði um forgangsrétt hefði ekki haggað gildi þeirra ráðningarsamninga og kjarasamninga, sem gerðir h efðu verið áður en kjarasamningur með forgangsrétt i hafi verið gerður um störfin. Nánar tiltekið hafi í ráðning arsamning um starfsmanna verið vísað til kjarasamninga við Sjómannafélag Íslands. Það að nýir rekstraraðilar Herjólfs hafi ákveðið að gera á síðari tímapunkti kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn, kjarasamning sem hafi haft að geyma nýtt forgangsréttarák væði, hafi ekki haggað ráðningarsamningum við félagsmenn Sjómannafélags Íslands, háseta um borð í Herjólfi, sem gerðir hafi verið fyrir gerð kjarasamnings við Jötunn. Hafi þannig Sjómannafélag Íslands haft samningsumboð fyrir umrædda starfsmenn um borð í H erjólfi á árunum 2014 - 2020 og að auki gert kjarasamning við stefnda um störf háseta. Hafi því ekki verið um að ræða nýtt stéttarfélag á starfssvæðinu sem hafi krafist kjarasamnings í fyrsta sinn á starfssvæði þar sem fyrir hafi verið kjarasamningur með for gangsréttarákvæði, líkt og eigi við í máli þessu , heldur krafa um gerð kjarasamnings eftir að fyrri samningur, sem vísað hafi verið til í ráðningarsamningum starfsmanna, hafi r unnið sitt skeið. Málsástæður og lagarök réttargæslustefnda 28 Réttargæslustefndi vekur athygli á því að kröfugerð stefnanda kunni að ganga gegn forgangsrétti félagsmanna réttargæslustefnda og því skipulagi sem ætlað er að tryggja lágmarkskjör á vinnumarkaði. 29 Réttargæslustefndi vísar til þess að lög hans taki til starfa hafnarverkamann a á félagssvæði stéttarfélagsins , sbr. 1. og 2. grein, og sé félagið lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör hafnarverkamanna sem starfi hjá Eimskip Ísland i ehf. , sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Stéttarfélagið hafi gert sérkjarasamning við stefnda um umrædd störf en jafnframt gildi um þau aðalkjarasamningur stefnda og réttargæslustefnda. 7 30 Í nefndum kjarasamningum h afi verið kveðið á um lágmarkskjör hafnarverkamanna á því svæði sem samningarnir tak i til , sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 55/1980. Samnin gar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en þar sé kveðið á um séu ógildir , sbr. einnig 7. gr. laga nr. 70/1938. Markmið þessa lögbundna fyrirkomulags sé að tryggja öllum launamönnum tiltekin lágmarkskjör og að styrkja stöðu launafólks gag nvart atvinnurekendum . 31 Fjallað sé um forgangsrétt félagsmanns réttargæslustefnda til vinnu í grein 6.1.1 í gildandi kjarasamningi. Þá sé í grein 6 .1.2 kveðið á um að vinnuveitendur hafi ávallt frjálst val um það hvaða félagsm e nn viðkomandi stéttarfélaga þeir vilja taka til vinnu. Í ákvæði 6.1.3 komi fram að vilji atvinnurekandi ráða til sín mann í vinnu sem sé ekki félagi í réttargæslustefnda skuli félaginu skylt að veita þeim manni inngöngu ef hann sæki um það og það brjóti ek ki í bága við samþykktir félagsins. Sé hörgull á mönnum til vinnu skuldbindi stéttarfélagið sig til að láta meðlimi stefnda, Samtaka atvinnulífsins , hafa forgang á félagsmönnum til vinnu enda hafi stjórn félagsins tilkynnt um það að verkamenn vanti. Jafnfr amt sé að finna forgangsréttarákvæði í grein 1.3 í sérkjarasamning i réttargæslustefnda og stefnda. 32 Réttargæslustefndi vísar til þess að f organgsréttarákvæði falli undir tilgang 1. gr. laga nr. 80/1938 og sé ætlað að hagsmunamálum verkalýðs stéttarinnar. Æ tlunin sé þannig að stuðla að skipulögðum vinnumarkaði, félagsaðild og samtakamætti í kjaramálum og undirstrika margþætt hlutverk stéttarfélaga og atvinnurekenda hvað varð ar félagslegt öryggi og tryggingar launafólks. Með skipulögðum vinnumarkaði og félags aðild sé stuðlað að því að stéttarfélög hafi slagkraftinn til þess að vinna að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og tryggja lágmarkskjör í samræmi við lögbundið hlutverk sitt . 33 Byggt er á því að það leiði af forgangsréttarákvæðum að einungis eitt stéttar félag geri kjarasamning um tiltekin störf. Þannig sporni fyrirkomulag ið gegn framgangi svokallaðra gulra stéttarfélaga og að þau semji um lakari kjör en almennt gildi á vinnumarkaði. Forgangsréttarákvæði gegni þannig mikilvægu hlutverki til þess að tryggja hagsmuni launafólks og að ekki verði gerður annar kjarasamningur, hliðsettur og jafngildur, sem kveði á um lægri kjör. 34 R éttargæslustefndi bendir á að stefnandi h afi ekki lagt fram kröfugerð til stefnda. Því sé til að mynda ekki ljóst hvort stefnandi hygg ist virða þann lágmarksrétt sem samið h afi verið um og forgangsrétt félagsmanna réttargæslustefnda . Séu atvik að þessu leyti ólík þeim sem hafi verið uppi í dómi Félagsdóms í máli nr. 10/2020. 35 R éttargæslustefndi árétta r að hann t elji afar brýnt að staðinn verði vörður um það skipulag vinnumarkaðarins sem nú er við lýði og tryggi öllum launamönnum lágmarkskjör . Undirstrikar réttargæslustefndi því mikilvægi þess að forgangs - réttarákvæði kjarasamnings réttargæslustefnda og stefnda verði virt, enda séu þau liður í tryggingu lágmarksréttinda hafnarverkamanna. 8 Niðurstaða 36 Eins og rakið hefur verið krefst stefnandi viðurkenningar á því að frá 1. febrúar 2024 fari hann með samningsaðild fyrir tilgreinda félagsmenn sína við gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins, vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Íslandi ehf. Aðilar eru sammála um að ef fallist verði á þessa kröfu feli það í sér viðurkenningu á rétt i stefnanda til þess að við hann verði gerður kjarasamningur er taki til starfa umræddra félagsmanna stefnanda hjá Eimskip Íslandi ehf. M e ð vísan til dómaframkvæmdar verður litið svo á mál þetta eigi undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1939 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. meðal annars dóm Hæstar éttar 27. maí 2011 í máli nr. 302/2011. 37 Þegar stefnandi fór í apríl 2024 á leit við stefnda að gerður yrði kjarasamning ur við félagið um störf hafnarverkamanna hjá Eimskip Íslandi ehf. , var í gildi nýlegur kjarasamningur stefnda við réttargæslustefnda , sem undirritaður var 7. mars 2024, er tók meðal annars til þessara starfa. Í þeim kjarasamningi er mælt fyrir um forgangsrétt félagsmanna réttargæslustefnda til verkamannastarfa hjá vinnuveitendum sem stefndi semur fyrir. Ákvæðið er svohljóðandi í heild : 6.1. 1 Vinnuveitendur skuldbinda sig til þess að láta verkamenn sem eru fullgildir meðlimir í Eflingu á viðkomandi félagssvæði hafa forgangsrétt til allrar almennrar verkamannavinnu, þegar þess er krafist og félagsmenn bjóðast, er séu fullkomlega hæfir til þeir rar vinnu, sem um er að ræða. 6.1.2 Vinnuveitendur hafa ávallt frjálst val um það, hvaða félaga viðkomandi stéttarfélaga þeir taka til vinnu. Nú vill atvinnurekandi ráða til sín mann í vinnu sem ekki er félagi í Eflingu og skal viðkomandi félagi þá skylt t il þess að veita þeim manni inngöngu ef hann sækir um það og það kemur ekki í bága við samþykktir félagsins. 6.1.3 Efling skuldbindur sig til, ef hörgull er á mönnum til vinnu, að láta meðlimi Samtaka atvinnulífsins hafa forgangsrétt á að fá fullgilda féla gsmenn til vinnu, enda skal stjórn félagsins tilkynna um það, að verkamenn vanti. 38 Í málinu hefur einnig verið lagður fram sérkjarasamningur frá 16. febrúar 2008 milli stefnanda vegna H.f. Eimskipafélags Íslands og réttargæslustefnda. Samkvæmt grein 11 í þe im samningi hefur hann sama gildistíma og aðalsamningur Eflingar stéttarfélags við stefnda í grein 1.3 einnig mælt fyrir um að félagsmenn réttargæslustefnda hafi forgangsrétt aðalsamnings réttargæslustefnda og stefnda. 39 Í málinu er deilt um þýðingu þess að stefndi hefur samið á þennan veg við réttargæslustefnda , gagnvart því hlutverki stefnanda að vera lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör fél agsmanna sinna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Heldur stefnandi því fram að hann eigi tilkall til þess á grundvelli ákvæðisins að stefndi geri við sig kjarasamning , er taki til félagsmanna stéttarfélagsins sem starf i 9 sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Íslandi ehf. Geti samningsákvæði af þessum toga við réttargæslustefnda ekki staðið því í vegi meðal annars í ljósi félagafrelsisákvæðis 74. gr. , réttinda samkvæmt 2. mgr. 75. gr. og tjáningarfrelsis félagsmanna stefnanda samkvæmt 73. gr . stjórnarskrár . 40 Þes su andmæ lir stefndi og vísar til þess að þegar stéttarfél a g sem ur um forgangsrétt félagsmanna sinna til atvinnu á viðkomandi svæði sé viðsemjandi þess í raun bundinn af því að viðurkenna aðeins það stéttarfélag sem lögformlegan samningsaðila á því svæði. V egna slíkra samningsskuldbindinga við réttargæslustefnda geti stefndi ekki gert kjarasamning við annað stéttarfélag um sömu störf og samið hafi verið um við réttargæslustefnda. Réttargæslustefndi tekur undir þessi rök og vísar meðal annars til þess að forgangsréttarákvæði þjóni því lögmæta markmiði að stuðla að skipulagi vinnumarkaðarins, félagsaðild og samtakamætti laun a fólks. Þannig sé leitast við að tryggja að stéttarfélög hafi slagkraft til að vinna að hagsmunum launafólks og tryggja lágmarkskjör í samræmi við lögbundið hlutverk sitt. 41 Ákvæði í kjarasamningum um forgangsrétt félagsmanna stéttarfélaga til vinnu hjá samningsaðilum þeirra eiga sér langa sögu hér á landi. Af dóm um Félag s dóms frá fjórða og fimmta áratug 20. aldar verður ráðið að slík samn ingsákvæði hafi tíðkast nokkuð fyrir gildistöku laga nr. 80/1938 og þ au jafnvel verið að finna í kauptöxtum sem stéttarfélög settu einhliða , en vinnuveitendur fylgdu í verki , eins og þá var algengt . Af dómaframkvæmd má ráða að eftir gildistöku laganna hafi slíkum kjarasamnings ákvæðum fjölgað umtalsvert. Má um þ etta meðal annars vísa til dóma Félagsdóms 25. febrúar 1939 í máli nr. 2/1939 (Fd. I:6), 13. febrúar 1940 í máli nr. 6/1939 ( Fd. I:145) , 4. júlí 1945 í máli nr. 1/1945 (Fd. II:146) , 17. febrúar 1949 í máli nr. 2/1949 (Fd. III:42) , 4. júlí 1949 í máli nr. 8/1949 (Fd. III:66) og 31. desember 1949 í máli nr. 13/1948 (Fd. III:77) . 42 Þó nokkrir dómar Félagsdóms hafa síðar fallið þar sem gengið hefur verið út frá því að stéttarf élög um og vinnuveitendu m sé heimilt að semja í þessa veru og taka þar með á sig þær skuldbindingar sem leiða af slíkum ákvæðum . Á það við þótt það kunni að torvelda þriðja aðila að leita samninga og tryggja réttindi sín sem fara í bága við ákvæði um forgangsrétt. Í því sambandi m á í dæmaskyni benda á dóma Félagsdóms 25. júní 1974 í máli nr. 1/1974 (Fd. VII:154), 19. janúar 1994 í máli nr. 1/1994 (Fd. X:153) , 14. október 1997 í máli nr. 17/1997 (Fd. XI:166) , 18. febrúar 2010 í máli nr. 9/2009 og 6. júlí 2020 í máli nr. 10/2020. 43 Í ofangreindri dómaframkvæmd hefur verið litið svo á að forgangsréttarákvæði í kjarasamningum samrýmist tilgangi stéttarfélaga samkvæmt 1. gr. laga nr. 80/1938. Enn fremur hefur því verið hafnað að slík ákvæði brjóti í bága við félagafrelsi s - og atvinnufrel sisákvæði stjórnarskrár , enda séu stéttarfélög opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, sbr. 2. gr. laga nr. 80/1938 . Má um þetta vísa til fyrrgreinds dóms Félagsdóms í máli nr. 1/1945. Þá ber að geta þess að við setningu stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 var lagt til grundvallar að slík samningsákvæði færu 10 ekki gegn núgildandi 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrár. Má um það vísa til greinargerðar sem fylgdi frumvarpi til laganna , þar sem segir að ekki sé með ákvæðinu viki ð að þeirri aðstöðu hvort unnt sé með samningi að skylda mann með óbeinum hætti til að ganga í félag. Í nefndarárliti stjórnarskrárnefndar, sem lagt var fram við meðferð frumvarpsins á Alþingi, var síðan sérstaklega vikið að forgangsréttarákvæðum í kjarasa mning um og tekið fram að með samþykkt frumvarpsins væri ekki verið að að því leyti . 44 Ekki er í dómaframkvæmd Félagsdóms vikið að tilgangi forgangsréttarákvæða í kjarasamningum. Slíkir samningar víkja heldur ekki að því hvað býr að baki ákvæðum af þessum toga . Af nokkrum dómum Félagsdóms má þó ráða að með slíkum ákvæðum sé leitast við að tryggja stöðu stéttarfélaga sem samningsaðila um kjör þeirra sem starfa í hlutaðeigandi starfsgrein og á viðkomandi félagssv æði , gagnvart öðrum stéttarfélögum sem kunna að vilja hasla sér völl á sama sviði. Í því sambandi má einkum vísa til fyrrgreindra dóma í málum nr. 2/1939 og 1/1974, en einnig til nýlegri dóma í málum nr. 9/2009 og 10/2020. Ljóst er að ákvæði af þessum toga eru til þess fallin að skapa tilteknum stéttarfélögum sterkari stöðu að þessu leyti . Ekki er ástæða til að draga í efa að með því sé leitast við að tryggja almenna aðild launafólks að stéttarfélögum og samtakamátt þeirra . Þá má einnig fær a rök fyrir því að slík ákvæði stuðli að aukinni vissu um þau starfskjör sem eiga að gilda fyrir tilgreind störf á viðkomandi svæði, enda er þá jafnan aðeins eitt stéttarfélag sem atvinnurekendur eða samtök þeirra gera kjarasamning við. Þannig geta slík samningsákvæði stuðlað að stöðugleika og friði á vinnumarkaði á gildistíma samningsins . 45 Forgangsréttarákvæði í gildandi kjarasamningi stefnda og réttargæslustefnda er hefðbundið í alla staði . Ákvæðið veitir félagsmön num stéttarfélagsins tiltekinn rétt til vinnu fram yfir þá sem standa utan þess og er atvinnurekandi skuldbundinn til að virða þann rétt. Samkvæm t orðum ákvæðisins nær sú skuldbinding ekki lengra en til þess að veita félagsmönnum stéttarfélagsins slíkan fo rgang . Þar er ekki tekið fram að atvinnurekendur séu með samþykkt ákvæðisins bundnir við að viðurkenna aðeins viðkomandi stéttarfélag sem réttan samningsaðila um þau störf eða gerð tilraun til að tryggja stéttarfélag i nu ein hvers konar einkarétt til að gera kjarasamning er tekur til þeirra . 46 Í þessu sambandi getur verið gagnlegt að greina á milli beinna skuldbindinga samkvæmt kjarasamningi og annarra áhrifa sem þeim skuldbindingum er ætlað að hafa . Þannig er hægt að líta svo á að f ramangreindum tilgangi með ákvæð um um forgangsrétt geti verið náð með þ eim áhrifum sem þeim er ætlað að hafa á laun a fólk sem starfar á viðkomandi sviði. Er þá við það miðað að þeir sem þar starf i sjái jafnan hag sínum betur borgið í því að vera í því stétt arfélagi sem hefur samið á þennan veg við atvinnurekendur . Á þann hátt geta slík ákvæði stuðlað að framangreindum markmiðum , þótt ekki verði litið svo á að stéttarfélag ið hafi einhvers konar einkarétt til að gera kjarasamning á viðkomandi sviði . 11 47 Hér þarf þó að huga nánar að því hvort venja kunni að vera í íslenskum vinnurétti , að leggja víðtækari skilning í forgangsréttarákvæði kjarasamninga en leiðir beinlínis af orðum þeirra , með þeim afleiðingum að atvinnurekendur verði skuldbundnir til að gera einungis kjarasamning við viðkomandi stéttarfélag . Í því efni verður að horfa til fyrirmæla laga nr. 80/1938 og dómaframkvæmdar. 48 Af 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 leiðir að stéttarfélög eru lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinn a , eins og þar segir , enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna . Stéttarfélög eru samkvæmt því almennt réttur aðili til að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna . Hlýtur það að gilda einnig þótt félagssvæði stéttarfélaga skarist , nema að sérstakar aðstæður setji ákveðnar skorður við því samningsumboði, eins og ráða má af dóm i Félagsdóms í máli nr. 1/1974. 49 Í framangreindu máli nr. 1/1974 var tekist á um lögmæti verkfallsboðun ar Vélstjórafélags Íslands sem haf ði allt landið að félagssvæði. Tók boðunin til starfa sjö félagsmanna á sex skuttogurum sem gerðir voru út af útgerðarfyrirtækjum á Vestfjörðum. Fyrir lá að Útvegsmannafélag Vestfjarða hafði gert kjarasamning með forgangsréttarákvæði við Alþýðusamband Vest fjarða meðal annars um störf vélstjóra. Í málinu var röksemdum um að samnings ákvæð i um forgang félagsmanna trygg ði Alþýðusambandi Vestfjarða , í raun hafnað . Einungis var litið svo á að sérstakar aðstæður , sem gátu reist skorður við samningsumboði Vélstjórafélags Íslands, giltu um félagsmenn þess , sem bundnir voru af þegar gerðum kjarasamningi Alþýðusambands Vestfjarða við útgerðarfyrirtækin , af þeirri ástæðu að þeir voru einnig félagsmenn stéttarféla ga á Vestfjörðum sem aðild áttu að sambandinu . Það átti ekki við um tvo vélstjóra sem verkfallsboðunin tók til og var Vélstjórafélag Íslands því sýknað af kröfu um að verkfall þeirra væri ólögmætt. 50 Stefndi vísar aftur á móti til dóms Félagsdóms í máli nr. 9/2009 , þar sem krafist var viðurkenningar á samningsrétti Félags vélstjóra og málmtæknimanna fyrir tiltekna starfsmenn hjá Norðuráli Grundartanga ehf . Ekki var talið að sýnt hefði verið fram á að umræddir starfsmenn væru félagsmenn í Félagi vélstjóra og m álmtæknimanna. Í niðurlagi þess dóms er þó í framhjáhlaupi vikið að því að Norðurál Grundartangi ehf. væri bundi ð í kjarasamningi af forgangsrétti félagsmanna í Félagi iðn - og tæknigreina til starfa. Kom þar fram að v egna þess a væri fyrirtækið í raun bundi þetta var þó einnig vísað til sérstaks samkomulags frá 18. nóvember 1997 um meginreglur varðandi gerð kjarasamninga. Það samkomulag , sem taldist hluti kjara samnings, mælti beinlínis fyrir um að Norðurál Grundartangi ehf. viður ke nndi og að stéttarfélögin myndu standa sameiginlega að gerð kjarasamnings sem gildi vegna starfa í þágu fyrirtækisins en ekki virðist hafa verið uppi ágreiningur um gildi þessa samkomulags . 12 51 Í fljótu bragði má ætla að forsendur framangreindra dómsúrlausna séu ósamrýmanlegar. Taka verður þó tillit til þess að síðari dómurinn fjallar um sér s takar aðstæður í ljósi þess samkomulags sem í gildi var og talið var leiða til víðtækari skuldbinding a en almennt má ráða af hefð bundnum forgangsréttarákvæðum. Þá er jafnframt til þess að líta að í síðari dómaframkvæmd Félagsdóms verður ekki séð að slík samningsákvæði hafi verið talin leiða til jafn v íðtækra skuldbindinga af hálfu atvinnurekenda og stefndi heldur fram , sbr. dóm í máli nr. 10/2020. 52 Samkvæmt framansögðu hefur ekki verið sýnt fram á að venja standi til þess að leggja þann skilning í forgangsréttarákvæði , á borð við það sem finna má í kjarasam ningi stefnda og réttargæslustefnda , að atvinnurekandi sé skuldbundinn til þess að viðurkenna aðeins eitt stéttarfélag í viðkomandi starfsgrein á umræddu félagssvæði. Slík skuldbinding verður ekki ráðin af orðum kjara samnings stefnda og réttargæslustefnda eða af þeim sérkjarasamningi sem áður hefur verið vísað til . Þá leiðir hún ekki af fyrirmælum í lögum og fær jafnframt illa samrýmst stöðu stéttarfélags sem lögformlegs samningsaðila um kaup og kjör meðlima sinna samk væmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Að sama skapi verður ekki séð að með þessu sé hróflað við þeirri reglu 1. mgr. 1. gr. laga nr. 55/1980 að kjarasamningur mæli fyrir um lágmarkskjör óháð félagsaðild. 53 Á hinn bóginn hefur sú ályktun verið dregin af dómu m í málum nr. 2/1939 og 1/1974 að kjarasamningsákvæði, um forgang félagsmanna stéttarfélags til að starfa hjá atvinnurekanda, leiði til þess atvinnurekandinn verði skuldbundinn til þess að semja ekki við annað stéttarfélag um forgang félagsmanna þess til sömu starfa. Er þá litið svo á að það geti ekki farið saman. 54 Stefnandi kveður þessa aðstöðu ekki vera upp í máli þessu. Vísar hann til þess að hann hafi ekki í hyggju að semja við stefnda um forgangsrétt félagsmanna sinna til starfa hafnarverkamanna hjá E imskip Íslandi ehf. Þá leiðir af málflutningi stefnanda að félagsmenn hans séu reiðubúnir til að þola þ ann missi í starfsöryggi , sem hlýst af því að félagsmenn, sem nú gegna störfum hjá Eimskip Íslandi ehf., njóti ekki forgangsréttar til starfans meðan fél agsmenn í réttargæslu stefnda njóti slíks réttar. Verður að leggja þessa yfirlýsingu stefnanda til grundvallar við úrlausn málsins. Get ur röksemd stefnda um að viðurkenning á kröfu stefnanda kunni að fela í sér samningsbrot gagnvart réttargæslustefnda þega r af þessari ástæðu ekki stutt málatilbúnað hans. 55 Ágreiningslaust er að stefnandi hefur þann tilgang að vinna að hagsmunamálum félagsmanna sinna , svo sem með því að semja um kaup og kjör, vinna að bættum aðbúnaði og gæta þessa að ekki sé gengið á rétt þeirra . Samkvæmt a - lið 3. gr. samþykkta stefnanda eiga þeir sem hafa atvinnu af hvers konar flutningastarfsemi rétt til inngöngu í stefnanda , en þar er starfrækt sérstök deild hafnarverkamanna. Hefur sú deild að meginmarkmiði að sjá um gerð kjarasamninga f yrir hafnarverkamenn. Félagssvæði stefnanda er landið allt. Þá liggur fyrir að þeir einstaklingar , sem 13 stefnandi krefst viðurkenningar á að fara með samningsaðild fyrir við gerð kjarasamnings við stefnda vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Ísland i ehf., eru félagsmenn í stefnanda og nú óbundnir af kjarasamningi stefnda við réttargæslustefnda. Með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 ber að fallast á að stefnandi sé samningsaðili við stefnda um kaup og kjör þessara félagsmanna sinna vegn a starfa þeirra hjá Eimskip Íslandi ehf., enda ekki í ljós leitt að neinar sérstakar skorður séu reistar við því samningsumboði. Verður krafa stefnanda því tekin til greina eins og hún er fram sett. 56 Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnaður á milli aði la falli niður. Dómsorð: Viðurkennt er að stefnandi, Sjómannafélag Íslands, fari frá og með 1. febrúar 2024 með samningsaðild fyrir A, kt. [...] , B , kt. [...] , C , kt. [...] , D , kt. [...] , E , kt. [...] , F , kt. [...] , G , kt. [...] , H , kt. [...] , I , kt. [...] , J , kt. [...] , K , kt. [...] , L , kt. [...] , M , kt. [...] , N , kt. [...] , O , kt. [...] , P , kt. [...] , Q , kt. [...] , R , kt. [...] , S , kt. [...] , T , kt. [...] , U , kt. [...] , V , kt. [...] , X , kt. [...] , Y , kt. [...] , Z , kt. [...] , Þ , kt. [...] , Æ , kt. [... ] , Ö , kt. [...] , A A , kt. [...] , BB , kt. [...] , CC , kt. [...] , DD , kt. [...] , EE , kt. [...] , FF , kt. [...] , GG , kt. [...] , HH , kt. [...] , II , kt. [...] , JJ , kt. [...] , KK , kt. [...] , LL , kt. [...] , MM , kt. [...] , NN , kt. [...] , OO , kt. [...] , PP , kt. [...] , QQ , kt. [...] , RR , kt. [...] , SS , kt. [...] , TT , kt. [...] , UU , kt. [...] , VV , kt. [...] , XX , kt. [...] , YY , kt. [...] , ZZ , kt. [...] , ÞÞ , kt. [...] , ÆÆ , kt. [...] , ÖÖ , kt. [...] , A AA , kt. [...] , BBB , kt. [...] , CCC , kt. [...] , DDD , kt. [...] , EEE , kt. [...] , FFF , kt. [...] , GGG , kt. [...] , og HHH , kt. [...] , við gerð kjarasamnings við stefnda, Samtök Atvinnulífsins, vegna starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Ísland i ehf. Málskostnaður fellur niður.