1 Ár 2011 , miðviku daginn 8 . júní , er í Félagsdómi í málinu nr. 3 /2011 . Bandalag háskólamanna f.h. Félags lífeindafræðinga gegn íslenska ríkinu vegna Sjúkrahússins á Akureyri kveðinn upp svofelldur D Ó M U R Mál þetta var dómtekið 9. maí 2011 að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Inga B. Hjaltadóttir og Elín Blöndal . Stefnandi er Bandalag háskólamanna, kt. 630387 - 2569, Borgartúni 6, Reykjavík f.h. Fé lags lífeindafræðinga, kt. 481178 - 0299, Borgartúni 6, Reykjavík. Stefndi er í slenska ríkið vegna Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269 - 2229, Eyrarlandsvegi, Akureyri. Dómkröfur stefnanda 1 ) Að viðurkennt verði að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.1 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins sem starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri minnst þrjár klst. í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. 2 ) Að viðurkennt verði að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins sem starfa við Sjúkrahúsið á Akurey ri, minnst fjórar klst. í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu á tímabilinu frá kl. 00.00 - 08.00 á mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24.00 á föstudegi eða almennum eða sérstökum frídegi skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2, nema re glulegur vinnutími starfsmanns eigi endranær að hefjast innan þriggja og hálfrar klst. frá því útkall hófst sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. 2 Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt yfirliti sem áskilinn er réttur til að leggja fram við aðalmeðferð málsins komi til hennar. Dómkröfur stefnda Stefndi gerir þær dómkröfur aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati réttarins. Til vara er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir Kröfur stefnanda varða túlkun og framkvæmd á ákvæðum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræ ðinga og fjármálaráðherra, dagsettum 28. febrúar 2005, sem endurný jaður var með samkomulagi dagsettu 28. júní 2008. Ákvæði þessi eru svohljóðandi: 2.3.3.1 Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti 3 klst. nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan þriggja klst. frá því að hann fór til vinnu en þá greiðist yfirvinna frá upphafi útkalls fram til þess að reglulegur vinnutími hefst. Ljúki útkalli áður en 3 klst. eru liðnar frá lokum hinnar daglegu vinnu, skal grei ða yfirvinnu fyrir tímann frá lokum hinnar daglegu vinnu til loka útkallsins. 2.3.3.2 Ef útkall hefst á tímabilinu kl. 00:00 - 08:00 frá mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24:00 á föstudegi eða á almennum eða sérstökum frídögum skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2 ska l greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti 4 klst. nema reglulegur vinnutími hefjist innan 3 og ½ klst. frá því að útkall hófst en í þeim tilvikum skal greiða ½ klst. til viðbótar við unninn tíma. Fyrir liggur að framkvæmd Sjúkrahússins á Akureyri (FS A) um endurtekin útköll samkvæmt ákvæðum þessum hefur verið með þeim hætti um langa hríð að þegar starfsmaður sem lokið hefur vinnu í útkalli er kallaður út aftur áður en 3 eða 4 klst. , eftir atvikum, eru liðnar frá fyrra útkalli fær hann greitt fyrir hver t útkall óháð því hvenær fyrra útkalli lauk. 3 Með bréfi starfsmannastjóra Sjúkrahússins á Akureyri, dagsettu 18. júní 2009 , sem sent var starfsmönnum sjúkrahússins og félagsmönnum stefnanda, var tilkynnt um fyrirhugaða breyt ingu á greiðslum fyrir útköll. Sa mkvæmt því yrði eftirleiðis greitt fyrir útköll þannig að ef um endurtekin útköll væri að ræða, með stuttu millibili, áður en þrjár eða fjórar klst. væru liðnar frá fyrra útkalli , greiddist samfelldur tími frá upphafi fyrra/fyrsta útkalls þar t il síðara/sí ðasta útkalli lyki. Um heimild til fyrrgreindrar breytingar var vísað til þess að FSA hefði greitt umfram lágmarkskjör samkvæmt ákvæðum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í gildandi kjarasamningi og því væri heimilt að breyta greiðslum til þess horfs er þar greindi. Var b reytingin tilkynnt hverjum starfsmanni persónulega og látin taka gildi eftir kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest eins og um ráðningarbundin kjör væri að ræða. Þessu ráðslagi var mótmælt af hálfu Félags lífeindafræðinga , fyrst munnlega og með fundum með fy rirsvarsmanni sj úkrahússins og loks skriflega hi nn 17. mars 2010. Var það gert með vísan til þess að ákvæðið sem vísað var til um heimild þessa væri ekki að finna í kjarasamningi félagsins heldur í kjarasamningi Félags hjúkrunarfræðinga. Auk þess var á það bent að í dómi Félagsdóms í máli nr. 13/2002 hefði verið tekið á samskonar ágreiningi um samningsbundnar greiðslur fyrir útköll. Þá var og á það bent að aðrir starfsmenn sjúkrahússins nytu sambærilegra greiðslna þó um skörun útkalla væri að ræða. Mótmælum þessum var svarað með bréfi , dagsettu 25. mars 2010 , þar sem því var lýst yfir að ákvörðunin stæði óhögguð. Hefur stefnandi lagt málið fyrir Félagsdóm til úrlausnar. Málsástæður stefnanda og lagarök Að mati stefnanda fellur ágreiningsefni máls þessa ó tvírætt að lögbundnu hlutverki og verkefnum Félagsdóms samkvæmt 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi sé stéttarfélag í skilningi 47. gr. laga nr. 70 /1996 og geri kjarasamning fyrir félag smenn sína , þar á meðal starfsmenn stefnda , og sé því rétt að höfða mál þetta til réttra efnda á þeim kjarasamningi. Krafa stefnanda sé meðal annars byggð á ákvæðum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra , dags ettum 2 8. febrúar 2005, sem endurnýjaður hafi verið með samkomulag i , dagsettu 28. júní 2008 . Áður en sú ákvörðun , sem stefndi kynnti með bréfi , dags ettu 18. júní 2009 , hafi tekið gildi, hefðu félagsmenn stefnanda í starfi hjá stefnda fengið greitt fyrir hvert 4 út kall og hafi þá einu gilt hvort a nnað útkall fylgdi í kjölfarið. Hafi þessi framkvæmd verið viðhöfð um langt árabil í fullri sátt milli aðila og félagsmönnum stefnanda greitt í samræmi við hana. Með tilkynningu sinni sé stefndi a ð freista þess að breyta r éttarstöðu nni einhliða starfsmönnum til tjóns, án þess að færa rök fyrir því við hvaða heimild þessi framganga styðjist. Á því sé byggt af hálfu stefnanda , að stefndi geti ekki einhliða breytt áralangri framkvæmd sem sé í samræmi við ákvæði gildandi kjara samninga, með þeim hætti sem gert hafi verið í máli þessu, þ.e. eins og um persónuleg ráðningarkjör væri að ræða. Sú framkvæmd hafi verið óumdeild um árabil að greiða eigi fyrir hvert útkall í samræmi við ákvæði kjarasamnings aðila og gildi þá einu hvenær fyrra útkalli lauk. Með slíku greiðslufy rirkomulagi um langt skeið hafi tryggilega verið fest í sessi tiltekin túlkun á ákvæðum kja rasamnings aðila sem ekki verði breytt einhliða , enda sé um lögbundin lágmarkskjör að ræða. Því hafi ekki fyrr verið hreyft að gr eiðslur þessar hafi verið umsam in ráðningarbundin kjör. Slíkur málatilbúnaður eigi enga skírskotun til samskipta eða samninga aðila á milli. Breytingu á gildandi fyrirkomulagi verði ekki náð fram nema með uppsögn kjarasamnings eða breytingu á viðeiga ndi ákvæðum við endur nýjun. Kjarasamningur aðila hafi runnið út hi nn 30. apríl 2008 en hann hafi verið endurnýjaður með samkomulagi um breytingar og framlengingu 28. júní 2008 . Sú einhliða breyting , sem hér um ræði, hafi fyrst verið kynnt með bréfi til fél agsmanna stefnanda hinn 18. júní 2009. Stefndi hefði getað komið á framfæri breytingartillögum á kjarasamningi áður en hann var endurnýjaður en það hafi ekki gert . Þ vert á móti hafi þau ákvæði kjarasamnings , sem hér er deilt um, verið endurnýjuð án breytin ga eða nokkurra athugasemda af hálfu stefnda og haldið áfram að beita þeim og greiða samkvæmt áralöngum sameiginlegum skilningi aðila á honum í heilt ár þar á eftir. Kjör félagsmanna stefnanda samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum kjarasamnings og áralöngum skilni ngi séu því bindandi lágmarkskjör samkvæmt 24. gr. laga nr. 94/1986, sbr. einnig 7. gr. laga nr. 80/1938. Þá byggi stefnandi og á því að stefndi geti ekki í þessu sambandi vísað til annarra kjarasamninga sem hann á aðild að. Af bréfi stefnda , dagsettu 18. júní 2009, megi ráða að stefndi telji að heimild í ákvæði 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stefnda til þess að greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrra/fyrsta útkalls þar til síðara/síðasta útkalli lýkur , eigi og við um stefnan da. Að 5 mati stefnanda sé fráleitt að stefndi geti breytt umsömdum kjarasamningi stefnanda einhliða til samræmis við kjarasamning annars stéttarfélags. Kjarasamningu r Félags hjúkrunarfræðinga geti ekki átt við um kjör félagsmanna stefnanda , sbr. 6. gr. laga nr. 94/1986 , e n aðeins eitt stéttarfélag hafi rétt til samningsgerðar við sama vinnuv eitanda fyrir sömu starfsstétt. Félag lífeindafræðinga hafi óumþrættan samningsrétt fyrir félagsmenn sína sem auk þess hafi aðra menntun og gegni öðrum störfum í þágu ste fnda en félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Séu því engin rök til þess að líta til kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um kjör lífein dafræðinga eins og stefndi geri í áðurnefndu bréfi . Umræddur texti, sem sé fyrir neðan grein 2.3.3. 2 í kjarasamningi Félags hjúkrunarfræðinga og sé ekki að f i nna í kjarasamningi stefnanda, beri þess einungis merki að þetta atriði hafi verið rætt við gerð kjarasamnings hjúkrunarfræðinga og komist h afi verið að þessu samkomulagi. Textinn gildi ekki sjálfk rafa um félagsmenn stefnanda af þeim sökum. Liggi enda fyrir að samningarnir séu undirritaðir sama daginn. Því hefði stefnda verið í lófa lagið að bæta sams konar ákvæði inn í kjarasamning stefnanda ef aðilar þess kjarasamnings hefðu komist að slíkri niðu rstöðu. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Stefnandi byggi einnig á því að einhliða breyting stefnda á útkallsgreiðslum þannig að tvö útköll með skömmu millibili séu látin falla saman í eitt, brjóti beinlínis g það birtist í kjarasamningi aðila. Á því sé byggt að í því hugtaki felist að starfsmaður sé kallaður sérstaklega á vinnustað til að sinna tilt eknu verki og þegar því verki sé lokið , sé ekki um frekari viðveruskyldu starfsmannsin s að ræða. Fyrir slíkt útk all sé greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og feli st í þeirri greiðslu m.a. umbun fyrir að koma fyrirvaralaust a f heimili sínu til vinnu í frítíma sínum . Komi til nýtt útkall í kjölfar þess fyrra , gildi einu tímalengd fyrra útkallsins , enda síðara útka ll ið ótengt hinu fyrra. Þetta sé skýrt í greinum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamn ingi aðila og gefi hvorki þær greinar, né nokkur skýringargögn eða dómafordæmi, neitt tilefni til þeirrar túlkunar á þessum ákvæðum sem sé að finna í bréfi stefnda , dagsettu 18. j úní 2009 , um að samn ýta megi tvö slík útköll. Hafi áður verið leyst úr því fyrir Félagsdómi að sú túlkun samrýmist ekki kjarasamningi , sbr. dóm Félagsdóms í máli nr. 13/2002, og hafi hún ótvírætt for dæmisgildi í því máli sem hér sé til umfjöllunar. Þar s em stefndi hafi ítrekað synjað því að hverfa frá túlkun sinni , sé stefnanda nauðugur einn kostur að leita fulltingis Félagsdóms til að fá hlut félagsmanna sinna réttan. 6 Stefnandi byggir m álatilbúnað sinn á lögum nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra sta rfsmanna, lögum nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, lögum nr. 70/1986 , um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og varðandi málskostnað á lögum nr. 91/1991 , um meðferð einkamála . Kr ö f u um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styður stefnandi v ið lög nr. 50/1988 en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda og lagarök Af hálfu stefnda er sjónarmiðum og kröfum stefnanda vísað á bug. Stefndi telur ekki u nnt að fallast á að dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2002 hafi fordæmisgildi í þessu máli. Forsaga þess máls hafi verið sú , að upp hafði komið ágreiningur á árunum 1983 og 1984 um túlkun á kjarasamningsá kvæði um útköll á bakvakt sem he fði verið leystur var með sérstakri samþykkt milli þáverandi aðila kjarasamningsins, kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar 22. janúar 1986. Ríkið hafi yfirtekið rekstur S júkrahússins á Akureyri, FSA , á árinu 1990. Eftir það hafi allar undantekningar og frávik hjá FSA á framkvæmd vinnusamninga hjá ríkisstofnunum verið teknar upp á borðið og samræmdar framkvæmd ríkisins. Við þá samningsgerð hafi aldrei komið fram af hálfu viðsemjenda ríkisins að greiðslur fyrir útköll væru með þeim hætti sem deilt var um og hafi ríkinu því verið óku nnugt um tilvist þeirrar framkvæmdar. Forsaga þess máls , sem deilt hafi verið um í Félagsdómsmáli nr. 13/2002 , sé því al lt önnur en í því máli sem hér sé til umfjöllunar. Dómurinn hafi einungis varðað kjaras amning STAK þar sem framkvæmd he fði grundvallast á sérstakri samþykkt milli þáverandi aðila kjarasamningsins. Af hálfu fjármálaráðuneytisins sé því mótmælt að framkvæmd Sjúkrahússins á Akureyri hafi verið í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings milli stefnanda og stefnda. Með ákvæðum í greinum 2.3. 3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra , dags ettum 28. febrúar 2005, sem stefnandi byggi á í máli þessu, sé starfsmanni tryggð yfirvinnug reiðsla vegna útkalla en hvorki sé það tilgangur ákvæðanna né feli st í þeim réttur til að vera á tvöföldum launum þann tíma sem útköll falla saman. Skilningur ráðuneytisins á greinum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 hafi ætíð verið sá að þegar útköll , sem liggja það nálægt í tíma að lágmarksg reiðslu næsta útkalls á undan sé ekki lokið þegar hið næsta hefst, gildi sú regla að greiða skuli 7 fyrir samfelldan tíma frá upphafi fyrsta útkalls til loka þess síðasta. Sé það í samræmi vi ð þá meginreglu að sá sem sinni útköllum fái ekki greitt meira en sá sem vinni samfelldan tíma. Þessi skilningur komi skýrlega fram í skýringum með sumum sérútgáfum kjarasamninga fyrir hvert stéttarfélag innan BHM. Þetta eigi t.d. við um sérútgáfu á kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Féla gs íslenskra hjúkrunarfræð inga þar sem sé að finna samhljóða ákvæði um útköll. Í skýringum með þeim kjarasamningi komi fram að sé um endurtekin útköll að ræða með stuttu millibili skuli greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrra/fyrsta útkalls þangað til síðara/síðasta útkalli lýkur. Þó svo að þessi skýring sé ekki í öllum sérútgáfum , fel i st ekki í því viðurkenning af hálfu ríkisins á mismunandi túlkun á samhljóða ákvæðum. Ekki hafi risið ágreiningur milli ríkisins og BHM um þá almennu túlkun á umræddum ákvæðum , sem að framan greinir , og framkvæmd hennar um áratuga skeið á öðrum vinnust öðum á vegum rí kisins. Fjármálaráðuneytið hafi því talið að þessi skýring sé sameiginlegur skilningur stefnda og allra þeirra stéttarfélaga innan BHM sem að sambærilegum kjarasamningsákvæðum komu. A f hálfu fjármálaráðuneytisins sé lögð á það áhersla að ö nnur framkvæmd á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafi ekki verið til umfjöllunar sem samningsatriði við kjarasamningsgerð aðila og geti framkvæmd þar , sem ekki sé í samræmi við framkvæmd sama kjarasamnings hjá öðrum stofnunum ríkisins, ekki talist hluti af kjarasa mningi ríkisins og Félags lífeindafræðinga. Við endurnýjun kjarasamnings aðila hi nn 28. júní 2008 hafi aldrei komið fram við þá samningsgerð af hálfu viðsemjenda ríkisins að greiðslur fyrir útköll hafi verið með þeim hætti sem reyndin var hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ráðuneytið hafi aldrei gengið út frá tilvist framkvæmdar Sjúkrahússins á Akureyri á greinum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 við kjara samningsgerð. Þvert á móti hafi ríkið gengið út frá því að framkvæmd ákvæðisins væri með allt öðrum hætti. Sjúkrahúsið he fði um langt árabil annast launaafgreið slu í eigin launakerfi og því he fði Fjársýsla ríkisins eða ráðuneytið ekki haft tækifæri til að fylgjast með framkvæmd launaafgreiðslu þar. Sjúkrahúsið hafi fyrst upplýst ríkið um framkvæmd sína á kjarasamningsákvæðunum í aprílbyrjun 2009 þegar það hugðist segja framkvæmdinni upp ve gna krafna um sparnað í rekstri . Sjúkrahúsið á Akureyri hafi í framhaldi af dómi Félagsdóms í máli nr. 13/2002 ákveðið einhliða að framkvæma ákvæðin um endurtekin útköll rýmra en ákvæði kjaras amnings fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs o g Félags lífeindafræðinga kveði á um. 8 Sé ekki hægt að lesa út úr ákvæðum greina 2.3.3.1 og 2.3.3.2 þá framkvæmd sem sjúkrahúsið byggi á. Þar segi einungis um greiðslu vegna útkalls , að greitt skuli fyrir yfirvinnuk Af bréfi sjúkrahússins frá 18. júní 2009 megi r áða , að það hafi byggt þessa einhliða ákvörðun um rýmri greiðslur á grundvallarreglunni um stjórnunarrétt vinnuveitanda. Því hafi hér hvorki verið um umsamin ráðningarbundin kjör að ræ ða né greiðslu samkvæmt almennri túlkun á ákvæðum 2.3.3.1 og 2.3.3.2 , heldur e inhliða ákvörðun s júkrahússins um rýmri framkvæmd. Sjúkrahúsinu á Akureyri hafi því á grundvelli stjórnunarréttarins einnig haft ákvörðunarvald um að segja þessari framkvæmd u pp einhliða með þriggja mánaða uppsagnarfresti. S amkvæmt framangreindu beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Niðurstaða Mál þe tta á undir Félagsdóm samkvæmt 3 . tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna . Í 4. mgr. 27. gr. greindra laga er mælt svo fyrir að stéttarfélög reki mál sín og félagsmanna sinna fyrir Félagsdómi. S amkvæmt því og þar sem málið lý tur alfarið lögum nr. 94/1986, eins og fyrr greinir, verður að telja að Félag lífeindafræðinga sé réttur að ili málsins og teljist stefnandi í málinu. Samkvæmt þessu er málsóknarrétti Bandalags háskólamanna ekki til að dreifa. Í máli þessu er deilt um það, hvernig skilja beri ákvæði 2.3.3.1 og 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sem undirritaður var 28. febrúar 2005 með gildistíma frá 1. febr úar sama ár til 30. apríl 2008 og endurnýjaður með samkomulagi um breytingar og framlengingu til 28. júní sama ár. Óumdeilt er að túlkun stefnda, Sjúkrahússins á Akureyri, á ákvæðunum og framkvæmd samningsins við launagreiðslur var um langa hríð á þann veg , að þ egar starfsmaður, sem lokið hafði vinnu í útkalli, var kallaður út aftur áður en þrjár eða fjórar klukkustundir, eftir atvikum, voru liðnar frá fyrra útkalli, fékk star fsmaðurinn greitt fyrir hvert útkall óháð því hvenær fyrra útkalli lauk. Hins vegar greinir aðila á um það, hvort ste fndi hafi getað breytt þeirri framkvæmd með því að tilkynna um breytinguna með bréfi, dagsettu 18. júní 2009, til starfsmanna þar sem fram kom að frá 1. október sama ár yrði framkvæmdin með þeim hætti að ef um endurtekin útköll væri að ræða með stuttu millibili, áður en þrjár eða fjórar klukkustundir eftir atvikum væru liðnar frá fyrra útkalli, myndi greiðast samfelldur tími frá upphafi fyrra /fyrsta útkalls þangað til síðara/síðasta útkalli lyki. Stefnandi byggir á því að slíkri breytingu 9 á gildandi fyrirkomulagi verði ekki náð fram nema með uppsögn kjarasamning s eða breytingu á viðeigandi ákvæð um við endurnýjun kjarasamnings og stoði stefnda ekki að vísa til ákvæða í kjarasamningi Félags hjúkrunarfræðinga við stefnda að þessu leyti. Af framlögðum kjarasamningi milli Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs verður ráðið að ekki var sérstaklega tekið á þessu atriði við gerð s amningsins á árinu 2005. Hins vegar var í kjarasamningi Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins frá sama tíma viðbótartexti í ákvæði, sem er að efni til samsvarandi áðurgreindu ákvæði í grein 2.3.3.2 í kjarasamningi lífeindafræðinga, þar sem segir að ef um en durtekin útköll er að ræða með stuttu millibili skuli greiða samfelldan tíma frá upphafi fyrra/fyrsta útkalls þangað til síðara/síðasta útkalli lýkur. Verður ekki fallist á það með stefnda að af þessu viðbótarákvæði eða öðrum samsvarandi í samningum annarr a stéttarfélaga verði ráðið hvernig skilja beri þann samning sem um er deilt í máli þessu. Eins og getið er hér að framan er óumdeilt að félagsmönnum stefnanda hafði um langa hríð verið greitt fyrir hvert útkall óháð því hve nær fyrra útkalli lauk. Er jafn framt ljóst af gögnum málsins að sú framkvæmd var við lýði þar til 1. október 2009. Þegar venja hefur myndast um framkvæmd og túlkun kjarasamnings hefur hún svipað gildi og kjarasamningur og verður ekki breytt einhliða af öðrum samningsaðila. Í ljósi efnis kjarasamningsins frá 2005 að þessu leyti og þeirrar venju, sem óumdeilt er að skapast hafði samkvæmt framansögðu um greiðslur vegna útkalla, m átti stefnandi treysta því að greitt yrði fyrir útöll til samræmis við þá venju. V erður að fallast á það með stef nanda að slíkri venjubundinni framkvæmd verði almennt ekki breytt nema með nýjum kjarasamningi milli aðila. Breytir engu um þá niðurstöðu þótt fjármálaráðuneytið hafi gengið út frá því að framkvæmdin væri með öðrum hætti en raunin var. Þá verður ekki falli st á það með stefnda, að hin venjubundna framkvæmd Sjúkrahússins á Akureyri teljist vera einhliða ákvörðun á sviði stjórnunarréttar vinnuveitanda sem segja megi upp einhliða. Samkvæmt framansögðu er viðurkennt að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.1 í kjara samningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins , sem starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri , minnst þrjár klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. 10 Þá er jafnframt viðurkennt að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins sem starfa við Sjúkrahúsið á Akure yri, minnst fjórar klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu á tímabilinu frá kl. 00.00 - 08.00 á mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24.00 á föstudegi eða alm ennum eða sérstökum frídegi samkvæmt gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2, nema reglulegur vinnutími starfsmanns eigi endranær að hefja st innan þriggja og hálfrar klukkustundar frá því útkall hófst sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnda gert að grei ða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að stefnda , íslenska ríkinu vegna Sjúkrahússins á Akureyri, beri samkvæmt grein 2.3.3.1 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. rík issjóðs að greiða félagsmönnum félagsins , sem starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri , minnst þrjár klst. í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. Þá er jafnfram t viðurkennt að stefnda beri samkvæmt grein 2.3.3.2 í kjarasamningi Félags lífeindafræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs að greiða félagsmönnum félagsins sem starfa við Sjúkrahúsið á Akureyri, minnst fjórar klukkustundir í yfirvinnukaup fyrir hvert skipti sem starfsmaður er kallaður til vi nnu á tímabilinu frá kl. 00.00 - 08.00 á mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24.00 á föstudegi eða alm ennum eða sérstökum frídegi samkvæmt gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2, nema reglulegur vinnutími starfsmanns eigi endranær að h efjas t innan þriggja og hálfrar klukkustundar frá því útkall hófst sem ekki er í beinu framhaldi eða undanfari daglegs vinnutíma hans. Stefndi greiði stefnanda , Félagi lífeindafræðinga , 300.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Elín Blöndal Inga B. Hjaltadóttir