FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 8. apríl 2025. Mál nr. 12/2024: Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga (Anton B. Markússon lögmaður) Lykilorð Kjarasamningur . L aunaflokkur . Viðbótarmenntun. Útdráttur Ágreiningur aðila laut að launaflokksröðun A , tónlistar skóla kennara, samkvæmt kjarasamningi aðila. K byggði á því að A ætti rétt á grunn röðun í launaflokk 137 og að samkvæmt greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi ætti hún að fá viðbótarlaunaflokka vegna framhaldsmenntunar . Skyldi A því raðast í launaflokk 149 að teknu tilliti til 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts . S mótmælti kröfum K og hél t því fram að réttur til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar skap að ist ekki fyrr en starfsmaður h efði lokið þriggja ára grunnnámi á háskólastigi. Félagsdómur byggði á því að þar sem að A h efði raðast sem tónlistarskólakennari III á grundvelli burtfararp rófs, sbr. skýringarákvæði við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila , ætti hún rétt á viðbótarlaunum samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár eftir að því prófi h efði verið lokið. Þá væri ágreiningslaust að A h efði lokið fimm námsárum frá háskólum sem upp fyll tu skilyrði greinarinnar . Var því fallist á kröfur stefnanda. Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 17. mars sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Karl Ó. Karlsson og Eva Bryndís Helgadóttir. Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 A , kt. , tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, skuli raðast í launaflokk 137 samkvæmt greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila og að teknu tilliti til 12 launaflokka vegna símenntunar 2 (gr. 1.3.4), kennsluferils (gr. 1.3.7) og launapotts (gr. 1. 3.2) skuli hún þannig raðast í 2 Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 4 Með úrskurði Félagsdóms 30. janúar 2025 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Málavextir 5 Mál þetta lýtur að launaflokksröðun A sem er tónlistar skóla kennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og félagsmaður stefnanda. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs á árinu 1999. Þá hefur hún lokið bakk alárgráðu í tónlist frá Det Fynske Musikkonservatorium og meistaragráðu í tónlist frá Syddansk Musik Konservatorium & Skuespillerskole. 6 Við launaröðun samkvæmt kjarasamningi hefur félagsmanninum verið raðað í launaflokk 143. Henni hefur verið grunnraðað í launaflokk 127 undir starfsheitinu tónlistarskólakennari III og fær hún fjóra launaflokka til viðbótar vegna meistaragráðu. Jafnframt fær hún 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts samkvæmt greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 í kjarasamnin gi. 7 Fyrir liggur að á árinu 2021 höfðaði stefnandi mál fyrir Félagsdómi gegn stefnda vegna ágreinings sem laut einkum að skilningi á greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila. Leyst var úr málinu með dómi 26. apríl 2022 í máli nr. 19/2021. Eftir að dóm urinn féll sendi starfsmaður á kjarasviði stefnda tölvupóst 13. maí 2022 til sveitarfélaga sem lúta að túlkun á dóminum. Formaður stefnanda ritaði af þessu tilefni tölvupóst 16. maí 2022 þar sem túlkun stefnda var mótmælt og vísað til þess að hún væri ekki í samræmi við dóm Félagsdóms. 8 Aðilar hafa átt í frekari tölvupóstsamskiptum sem bera með sér ágreining um hvernig túlka beri fyrrgreindan dóm hvað varðar röðun í launaflokka samkvæmt kjarasamningi. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi byggir á því að fyrrgreindur félagsmaður eigi að raðast í launaflokk 149 að virtum kjarasamningi. Hún skuli grunnraðast í launaflokk 127, starfsheitið tónlistar skóla kennari III, á grundvelli burtfararprófs frá Tónlistarskóla Kópavogs. Þá eigi hún að fá 10 launaflokka til viðbótar vegna fimm ára háskólamenntunar, það er bakkalárgráðu og meistaragráðu, auk þess sem óumdeilt sé að hún skuli fá 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts. 10 Ágreiningur aðila snúist um hvort félagsmaðurinn eigi að grunnraðas t sem tónlistar skóla kennari III á grundvelli burtfararprófs og jafnframt að því hvort bakkalárgráða hennar teljist viðbótarmenntun samkvæmt grein 1.3.3 í kjarasamningi. 3 Þannig sé deilt um forsendur grunnröðunar í starfsheiti og hvaða menntun teljist vera f ramhaldsmenntun samkvæmt fyrrgreindu kjarasamningsákvæði. 11 Stefnandi vísar til þess að núgildandi röðun félagsmannsins sé í samræmi við þær leiðbeiningar sem stefndi hafi komið á framfæri eftir að dómur Félagsdóms í máli nr. 19/2021 féll. Stefndi byggi á þ ví að dómurinn hafi ekki áhrif á röðun félagsmannsins þar sem hún hafi verið komin með grunnröðun sem tónlistarskólakennari III þegar kjarasamningurinn var undirritaður. Þá telji stefndi að tónlistar skóla kennarar III eigi ekki að fá kennarapróf, B.M. próf, B.Ed. próf með tónmenntavali eða sambærileg próf metin sem viðbótarmenntun. 12 Stefnandi tekur fram að með málshöfðun sem lauk með dómi Félagsdóms í máli nr. 19/2021 hafi ætlunin verið að tryggja jafnræði á milli tónlistarskólakennara óháð því hvort þeir vær u félagsmenn í FÍH eða FT. Túlkun stefnda á dóminum sé ekki í samræmi við þetta og þýði jafnframt að sveitarfélög hafi ekki orðið fyrir kostnaði vegna niðurstöðu dómsins. 13 Til stuðnings kröfunni vísar stefnandi til greina 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi, se m og til bókana 4 og 5. Byggt er á því að samkvæmt forsendum fyrrgreinds dóms Félagsdóms eigi þeir sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III, á grundvelli sem tiltekinn sé í dómsorði, rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár, allt að uppfylltum forsendum sem komi fram í bókun 4 með samningnum. Túlkun stefnda á dóminum sé í andstöðu við forsendur hans. Málsástæður og lagarök stefnda 14 Stefndi telur ágreining aðila tak a til þess hvað skuli teljast framhaldsmenntun í skilningi greinar 1.3.3 í kjarasamningi. Túlkun stefnanda á dómi Félagsdóms í máli nr. 19/2021 er mótmælt , en að mati stefnda verði það helst lesið úr forsendum dómsins að bakkalárgráða veiti ekki rétt til vi ðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3 í kjarasamningi. Það sé í samræmi við afstöðu stefnda til túlkunar á greininni og þær leiðbeiningar sem hann hafi veitt sveitarfélögum eftir uppkvaðningu dómsins. 15 Stefndi tekur fram að til þess að grunnraðast sem tónlistarskólakennari III samkvæmt grein 1.3.1 þurfi starfsmaður að hafa lokið þriggja ára grunnnámi á háskólastigi sem ljúki með bakkalárgráðu eða sambærilegu háskólanámi í tónlist. Teljist bakkalárgráða vera grunnnám í háskóla og þ urfi að ljúka slíku námi áður en haldið sé áfram í námi. Hér á landi taki slíkt nám að minnsta kosti þrjú ár (180 einingar) en geti verið lengra í öðrum löndum eða fjögur ár (240 einingar). Meistaragráður séu veittar að loknu eins eða tveggja ára framhaldsnámi og doktorsgráður að loknu umfangsmiklu rannsóknartengdu framhaldsnámi. 16 Stefndi byggir á því að grein 1.3.3 í kjarasamningi s é átt við að lágmarki þriggja ára grunnnám á háskólastigi sem jafngildir 180 ETCS 4 einingum og skili viðkoman di nemanda bakkalárgráðu. Þá eigi starfsmaður fyrst rétt á að fá viðbótarlaunaflokka vegna menntunar eftir að hann hafi lokið grunnnámi á háskólastigi, þ að er B.Ed., B.Mus. eða sambærilegu námi, og raðist á þeim grunni sem tónlistarskólakennari III. Með fr amhaldsmenntun í kjarasamningsákvæðinu sé átt við þá menntun sem einstaklingur með röðun í fyrrgreint starfsheiti sæki sér að loknu grunnnámi. 17 Þá leiði hvorki af grein um 1.3. 1 né 1.3. 3 að starfsmenn sem fengið hafi endurröðun í starfsheitið tónlistarskóla kennari III samkvæmt undanþáguákvæði vegna burtfararprófs sem hafi verið lokið fyrir 1. desember 2018 en hafi ekki lokið grunnnámi á háskólastigi, fái nám sem þeir ljúki á háskólastigi metið sem framhaldsmenntun í skilningi greinar 1.3.3. Ákvörðun samnings aðila um endurröðun að þessu leyti geti ekki sjálfkrafa haft þá verkun að viðkomandi eigi frá fyrsta námsári í háskólanámi rétt á að fá námið metið sem viðbótarnámsár í skilningi greinar 1.3.3. S tarfsmenn sem svo sé ástatt um þurfi með sama hætti og þeir sem ljúki ekki burtfararprófi að bíða þar til þeir hafi lokið grunnnámi á háskólastigi. 18 Því er mótmælt að túlkun stefnda leiði til þess að tónlistarskólakennarar fái menntun metna með mismunandi hætti eftir aðild að stéttarfélögum. Stefndi hafi aldr ei talið framkvæmd á þeim kjarasamningsákvæðum sem um ræðir skuli vera mismunandi milli stéttarfélaga. Að mati stefnda eigi hvorki félagsmenn stefnanda né FÍH rétt á því að fá fyrstu þrjú árin í háskólanámi metin til viðbótarlauna grunnraðist þeir út frá s kýringarákvæði um burtfararpróf. Stefndi telur gögn sýna að forsvarsmenn FÍH hafi frá árinu 2018 lagt sama skilning og stefndi í hvað teljist framhaldsmenntun sem veiti rétt til viðbótarlauna samkvæmt kjarasamningi. Þessu til stuðnings er vísað til fundarg erðar frá 81. fundi samstarfsnefndar stefnda og FÍH. Nái kröfur stefnanda fram að ganga sé það í andstöðu við þann skilning sem lagður hafi verið í kjarasamningsákvæðið og felist í því innleiðing á nýrri reglu um launamyndun . w Niðurstaða 19 Mál þetta, sem l ýtur að skilningi á kjarasamningi, á undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 20 Það er ágreiningslaust að sá félagsmaður sem um ræðir skal raðast sem tónlistar skóla kennari III samk væmt grein 1.3.1 í kjarasamningi. Aðila greinir aftur á m óti á um forsendur að baki þeirri röðun og hvernig túlka beri rétt til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3. 21 Í grein 1.3.1 í kjarasamningi kemur fram að tónlistar skóla kennari kennaraprófi, BM prófi, B.Ed. prófi með tónmenntavali eða sambærilegu 180 ECTS skóla kennari III. Þá segir meðal annars í skýringarákvæði við greinina, sem á rætur að rekja til kjara samning s 5 viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun rað[ist] ennfremur sem tónlistar skóla kenn a 1. desember 2018. Gerð er nánari grein fyrir röðun í starfsheiti vegna burtfararprófs í bókun 4 með kjarasamningnum. 22 sem eiga rétt á röðun sem tónlistar skóla kennari III samkvæm t skýringu við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila sem gildir frá 1. september 2020, á þeim grundvelli að þeir hafi lokið einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið ylltum forsendum sem koma fram í bókun 4 með sama kjarasamningi, eigi rétt á þeirri röðun frá 1. september 2020, og viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar, samkvæmt grein 1.3.3, fyrir 23 Svo sem rakið e r í dóminum greindi málsaðila á um hvaða félagsmenn stefnanda ættu rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III á grundvelli menntunar sem lýst er í skýringarákvæði við grein 1.3.1 og bókun 4 við kjarasamning. Einnig var deilt um hvort félagsmenn sem ættu ré tt á röðun samkvæmt skýringarákvæðinu ættu jafnframt rétt til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3. Lagt var til grundvallar að aðilar hefðu samið um að menntun sem lýst væri í skýringarákvæðinu væri fullnægjandi grundvöllur til að f alla undir starfsheitið tónlistarskólakennari III. Þá var fallist á að frekari framhaldsmenntun þeirra sem uppfylltu skilyrði skýringarákvæðisins skyldi metin til viðbótarlauna að því gefnu að hún félli undir grein 1.3.3. Fram kom að ekki væru efni til að gera greinarmun á mati framhaldsmenntunar eftir því hvort starfsmaður raðaðist sem tónlistarskólakennari III samkvæmt grein 1.3.1 eða skýringarákvæði við greinina, enda væri ljóst að sama menntun væri ekki tvítalin til launa. Ættu félagsmenn sem röðuðust s em tónlistarskólakennari III samkvæmt skýringarákvæðinu því rétt á viðbótarlaunum samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár, eins og nánar væri kveðið á um í ákvæðinu. Tekið var fram að þar sem framhaldsmenntun sem skyldi meta samkvæmt ákvæðinu væri bu ndin við nám við viðurkenndan tónlistarskóla sem svarar til 30 eininga náms á háskólastigi, væri lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og fallast á þá kröfu stefnanda , eins og hún er fram sett, um að nám til kennaraprófs, BM prófs og B.Ed prófs með tónmenntavali skuli almennt veita rétt til viðbótarlauna 24 Samkvæmt framangreindu hefur Félagsdómur þegar komist að þeirri niðurstöðu í mál i nr. 19/2021 að félagsmenn stefnanda sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III samkvæmt skýringarákvæði við grein 1.3.1, eigi rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár, eins og nánar er kveðið á um í ákvæðinu. 6 25 Fyrir liggur að félagsmaðurinn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 1999, auk þess sem hún hefur hlotið bakkalárgráðu og meistaragráðu frá tónlistarskólum í Finnlandi og Danmörku. Svo sem rakið hefur verið byggir stefnandi á því að raða beri félagsmanninum undir starfsheitið tónlistar skóla kennari III á grundvelli burtfararprófs, sbr. skýringarákvæði við g r ein 1.3.1, og að meta beri bakkalárgráðu og meistaragráðu sem framhaldsmenntun sem veiti rétt til viðbótarlauna samkvæmt grein 1.3.3. Stefndi byggir aftur á móti á því að réttur til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar skapist ekki fyrr en starfsmaður hafi að lágmarki lokið þ r iggja ára grunnnámi á háskólastigi. Eigi félagsmaðurinn því eingöngu rétt á viðbótarlaunum samkvæmt kjarasamningsákvæðinu vegna meistaragráðu. Við munnlegan málflutning kom fram að stefndi teldi það ekki hafa þýðingu hvort félagsmaðurinn raðaðist sem tónlistarskólakennari III vegna burtfararprófs eða bakkalárg ráðu, enda gæti réttur til viðbótarlauna samkvæmt umræddu ákvæði aldrei skapast fyrr en að loknu þriggja ára háskólanámi. 26 Leggja verður til grundvallar að félagsmaðurinn eigi rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III á grundvelli burtfararprófs frá viður kenndum tónlistarskóla , sbr. skýringarákvæði við grein 1.3.1 í kjarasamningi. F jallað er um rétt til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar í grein 1.3.3 og segir þar að fullt námsár eftir lokapróf raðist tónlistarskólakennari III tveimur l aunaflokkum ofar er rakið að með fullu námsári sé átt við nám við viðurkenndan tónlistarháskóla sem svarar til 30 eininga náms á háskólastigi og sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna , auk þess sem námið skuli staðfest af viðkomandi kennslustofnun/kennara. 27 Samkvæmt grein 1.3.3 er gert ráð fyrir því að félagsmaður sem raðast sem tónlistarskólakennari III hækki um launaflokka fyrir hvert fullt námsár eftir álatilbúnaður stefnda um að áskilið sé að viðkomandi hafi lokið að lágmarki þriggja ára háskólanámi fær hvorki stoð í ákvæðinu né öðrum greinum kjarasamningsins. Þá er til þess að líta að með skýringarákvæði við grein 1.3.1, sem á rætur að rekja til kjaras amnings 9. desember 2020, var samið um að burtfararpróf frá viðurkenndum tónlistarskóla og önnur menntun sem þar greinir væri fullnægjandi grundvöllur til að falla undir starfsheitið tónlistarskólakennari III. Voru aðilar þannig sammála um að leggja þá men ntun sem Standa að þessu virtu ekki rök til að gera greinarmun á rétti félagsmanna til viðbó tarlauna samkvæmt grein 1.3.3 með vísan til þess hvort þeir raðist sem tónlistarskólakennari III á grundvelli háskólanáms eða þeirrar menntunar sem getið er í skýringarákvæðinu við grein 1.3.1. 28 Þar sem félagsmaðurinn raðast, sem fyrr greinir, sem tónlista rskólakennari III á grundvelli burtfararprófs, sbr. skýringarákvæði við grein 1.3.1, á hún rétt á 7 viðbótarlaunum samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár eftir að því prófi var lokið. Það er ágreiningslaust að hún hefur lokið fimm námsárum, það er bak kalárgráðu og meistaragráðu, frá háskólum sem uppfylla skilyrði greinarinnar. Verður því að miða við að félagsmaðurinn eigi rétt til tíu launaflokka umfram röðun í launaflokk 127 sem tónlistars k ólakennari III, sbr. grein 1.3.1 í kjarasamningi. Samkvæmt fra mansögðu og þar sem það er ágreiningslaust að félagsmaðurinn á rétt til tólf launaflokka til viðbótar vegna greina 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 verður krafa stefnanda tekin til greina. 29 Að virtum úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostna ð eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að A , kt. , tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, skuli raðast í launaflokk 137 samkvæmt greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila og að teknu tilliti til 12 launaflokka vegna sím enntunar (grein 1.3.4), kennsluferils (grein 1.3.7) og launapotts (grein 1.3.2) skuli hún þannig raðast í launaflokk 149, að öllum undirgreinum 1.3 í kjarasamningi samanlögðum. Stefndi, Samband íslenskra sveitarfélaga, greiði stefnanda, Kennarasambandi Ísl ands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, 600.000 krónur í málskostnað. 8 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmtudaginn 30. janúar 2025. Mál nr. 12/2024: Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Samband i íslenskra sveitarfélaga (Anton B. Markússon lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 20. janúar 2025 um frávísunarkröfu stefnda. Málið úrskurða Ásg e rður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Karl Ó. Karlsson og Eva Bryndís Helgadóttir. Stefnandi er Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Borgartúni 30 í Reykjavík. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómk röfur stefnanda 30 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að , kt. , tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, skuli raðast í launaflokk 137 samkvæmt greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila og að teknu tilliti til 12 launaflokka vegna símenntunar (gr. 1.3.4), kennsluferils (gr. 1.3.7) og launapotts (gr. 1.3.2) skuli hún þannig raðast í launaflokk 149, að öllum undirgreinum 1.3 samanlögðum 31 Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 32 Stefndi krefst þess aðal lega að máli nu verði vísað frá Félagsdómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. 33 Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 34 Mál þetta lýtur að launaflokksröðun A sem er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og félagsmaður stefnanda . Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs á árinu 1999. Þá hefur hún lokið bakkalárgráðu í tónlist frá Det Fynske Musikkonservatorium og meistaragráðu í tónlist frá Syddansk Musik Konservatorium & Skuespillerskole. 35 Við laun aröðun samkvæmt kjarasamningi hefur félagsmanninum verið raðað í launaflokk 143. Henni hefur verið grunnraðað í launaflokk 127 undir starfsheitinu 9 tónlistarskólakennari III meistaragráðu. Jafnframt fær hún 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts samkvæmt greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 í kjarasamningi. 36 Fyrir liggur að á árinu 2021 höfðaði stefnandi mál fyrir Félagsdómi gegn stefnda vegna ágreinings sem laut einkum að skilning i á greinum 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi aðila. Leyst var úr málinu með dómi 26. apríl 2022 í máli nr. 19/2021. Eftir að dómurinn féll sendi starfsmaður á kjarasviði stefnda tölvupóst 13. maí 2022 til sveitarfélaga sem lúta að túlkun á dóminum. Formaður stefnanda ri taði af þessu tilefni tölvupóst 16. maí 2022 þar sem túlkun stefnda var mótmælt og vísað til þess að hún væri ekki í samræmi við dóm Félagsdóms. Aðilar hafa átt í frekari tölvupóstsamskiptum sem bera með sér ágreining um hvernig túlka beri fyrrgreindan dóm hvað varðar röðun í launaflokka samkvæmt kjarasamningi. Málsástæður og lagarök stefnanda 37 Stefnandi byggir á því að fyrrgreindur félagsmaður eigi að raðast í launaflokk 149 að virtum kjarasamningi . Hún skuli grunnrað a st í launaflokk 127, starfsheitið tónl istarkennari III , á grundvelli burtfararprófs frá Tónlistarskóla Kópavogs. Þá eigi hún að fá 10 launaflokka til viðbótar vegna fimm ára háskólamenntunar, þ að er bakkalárgráðu og meistaragráðu , auk þess sem óumdeilt sé að hún skuli fá 12 launaflokka vegna s ímenntunar, kennsluferils og launapotts . 38 Stefnandi vísar til þess að núgildandi röðun félagsmannsins sé í samræmi við þær leiðbeiningar sem stefndi hafi komið á framfæri eftir að dómur Félagsdóms í máli nr. 19/2021 féll. Stefndi byggi á því að dómurinn haf i ekki áhrif á röðun félagsmannsins þar sem hún hafi verið komin með grunnröðun sem tónlistarskólakennari III þegar kjara samningurinn var undirritaður. Þá telji stefndi að t ónlistarkennarar III eigi ekki að fá kennarapróf, B.M. próf , B.Ed. próf með tónmenntavali eða sambærileg próf metin sem viðbótarmenntun. 39 Ágreiningur aðila snúist um hvort félagsmaðurinn eigi að grunnraðast sem tónlistarkennari III á grundvelli burtfararprófs frá Tónlistarskóla Kópavogs og þar með einnig að því hvort bakkalárgráða hennar teljist viðbótarmenntun samkvæmt grein 1.3.3 í kjarasamning i. Þannig sé deilt um forsendur grunnröðunar í starfsheiti og hvaða menntun teljist vera framhaldsmenntun samkvæmt fyrrgreindu kjarasamningsákvæði. Þá taki kröfugerðin mið af 1 2 launaflokkum vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts sem enginn ágreiningur sé um að félagsmaðurinn eigi að njóta. 40 Til stuðnings kröfunni vísar stefnandi til greina 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi, sem og til bókana 4 og 5. Byggt er á því að samkv æmt forsendum fyrrgreinds dóms Félagsdóms eigi þeir sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III, á grundvelli sem tiltekinn sé í dómsorði, rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3 fyrir hvert fullt námsár, allt að uppfyll tum forsendum sem komi 10 fram í bókun 4 með samningnum. Túlkun stefnda á dóminum sé í andstöðu við forsendur hans. Málsástæður og lagarök stefnda 41 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að sakarefnið og úrlausn um dómkröfu stefnanda falli ekki undir lögsögu Félagsdóms eins og hún sé afmörkuð samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna . 42 Stefndi telur stefnanda freista þess að fá viðurkennt fyrir Félagsdómi hvernig launasamsetning ákveðins félagsman ns, það er röðun hans í launaflokka, skuli ákvörðuð. Með málatilbúnað i stefnanda sé leitað úrlausnar á einstaklingsbundnum réttindum án þess að samningsaðila greini á um skilning á öllum þeim kjarasamningsgreinum sem dómkrafa n sé grundvölluð á. 43 Stefndi vís ar til þess að í stefnu sé fjallað um hvernig vinnuveitandi hafi raðað félagsmanninum í launaflokk 143. Hún grunnraðist í launaflokk 127 á grundvelli bakkalárgráðu. Þá fái hún fjóra launaflokka í viðbótarlaun á grundvelli meistaragráðu og 12 launaflokka ve gna símenntunar, kennsluferils og launapotts samkvæmt greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 í kjarasamningi. Stefnandi telji að félagsmaðurinn eigi með réttu að raðast í launaflokk 149. Hún eigi að grunnraðast í launaflokk 127 á grundvelli burtfararprófs frá Tónli starskóla Kópavogs. Þá eigi hún að fá 10 launaflokka vegna fimm ára háskólamenntunar, þ.e. bakkalárgráðu og meistaragráðu , auk þess sem óumdeilt sé að hún fái 12 launaflokka vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts . 44 Samkvæmt þessu sé uppi ágreiningur um grundvöll grunnröðunar í launaflokk að teknu tilliti til bakkalárgráðu sem stefnandi telji að meta skuli sem framhaldsmenntun í skilningi gr einar 1.3.3 í kjarasamningi. Stefnandi hafi aftur á móti ekki gert athugasemdir við röðun vegna símenntunar, ken nsluferils og launapotts. Þá hafi ágreiningi um túlkun eða útfærslu á greinum 1.3.4, 1.3.7 og 1.3.2 aldrei verið vísað til úrlausnar samstarfsnefndar líkt og samningur inn geri ráð fyrir. Sé dómkrafan þannig að hluta til byggð á kjarasamningsgreinum sem fal li ekki undir lögsögu Félagsdóms og falli úrlausn um kröfuna utan valdsviðs dómsins samkvæmt 3. t ölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Niðurstaða 45 Dómkrafa stefnanda lýtur að viðurkenningu á því að tiltekinn félagsmaður skuli raðast í ákveðinn launaflok k samkvæmt kjarasamningi aðila. Krafan tekur bæði mið af grunnröðun, viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar og launaflokkum vegna símenntunar, kennsluferils og launapotts. 46 Í dómaframkvæmd hefur verið talið að það falli undir lögsögu Félagsdóms að leysa ú r málum sem varða röðun einstakra starfsmanna í launaflokka að því gefnu að meginágreiningur aðila lúti að túlkun á kjarasamningi, sbr. til dæmis dóma 11 Félagsdóms 30. mars 2015 í máli nr. 2/2015, 20. nóvember 2019 í máli nr. 9/2019 og 4. maí 2022 í máli nr. 21/2021. 47 Af málatilbúnaði aðila er ljóst að þá greinir á um forsendur grunnröðunar í starfsheiti samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi og hvernig túlka beri rétt til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3. Er þannig uppi ágreiningur u m skilning á kjarasamningi og fellur úrlausn um málið undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Það hefur ekki þýðingu fyrir lögsögu Félagsdóms þótt dómkrafa stefnanda taki að hluta til mið af launaflokkum sem ágreinin gslaust er að félagsmaðurinn á rétt til. Þá er það ekki skilyrði málshöfðunar fyrir Félagsdómi að samstarfsnefnd hafi áður fjallað um ágreining aðila. 48 Samkvæmt því sem rakið hefur verið verður frávísunarkröfu stefnda hafnað. Rétt þykir að ákvörðun málskos tnaðar vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurðarorð: Frávísunarkröfu stefnda, Sambands íslenskra sveitarfélaga, er hafnað. Ákvörðun m álskostnaður bíður efnisdóms.