FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 25. janúar 20 2 2 . Mál nr. 20 / 2020 : Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands ( Haukur Örn Birgisson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Icelandair ehf. ( Sólveig B. Gunnarsdóttir lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 11. janúar sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Kolbrún Benediktsdóttir , Ragnheiður Harðardóttir , Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, fyrir hönd Flugfreyjufélag Íslands, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar , Borgartúni 35 í Reykjavík , vegna Icelandair ehf. , Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfu r stefnanda 1 Stefnandi k refst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi borið að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna dagana 27. til 31. júlí 2020. 2 Þá k refst stefnandi málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 4 Með úrskurði Félagsdóms 29. apríl 2021 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Málavextir 5 Óumdeilt er að í apríl 2020 voru tæplega eitt þúsund flugfreyjur og flugþjónar starfandi hjá stefnda Icelandair ehf. og voru þeir allir félagsmenn í stefnanda, Flugfreyjufélagi Íslands. Þá liggur fyrir að vegna heimsfaraldurs C OVID - 19 á fyrstu mánuðum ársins 2020 og aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu faraldursins dróst rekstur stefnda verulega saman. 6 Hinn 27. apríl 2020 greip stefndi til hópuppsagnar þegar félagið sagði 897 flugfreyjum og flugþjónum upp störfum frá og með 1. maí 2020 með samningsbundnum 2 uppsagnarfresti. Fram kom í tilkynningu um starfslok að áunni ð og ógreitt orlof yrði greitt með lokagrei ðslu og að starfsmaður héldi áunnum afsláttarmiðafríðindum á uppsagnarfresti samkvæmt gildandi reglum félagsins á hverjum tíma. 7 Hinn 25. júní 2020 var kjarasamningur á milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair ehf. undirritaður . Í atkvæðagreiðslu félagsmann a 8. júlí sama ár var samningurinn felldur . Með vísan til þessa kynnti Icelandair ehf. 17. júlí 2020 að félagið þyrfti að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sem enn störfuðu þar. Tekið var fram að formlegri vinnuskyldu lyki að morgni 20. júlí óháð uppsagnarfresti. Aðfaranótt 19. júlí 2020 undirrituðu samninganefndir aðila nýjan kjarasamning. Með tölvupósti sem sendur var samdægurs tilkynnti Icelandair ehf. að uppsagnir sem hefðu ve rið kynntar tveimur dögum áður 8 Með tölvupósti stefnda 27. júlí 2020 var kynnt að áhafnaþörf vegna ágúst og september gerði félaginu kleift að endurráða hluta starfsfólks og væri gert ráð fyrir um 200 flugfreyjum og flugþjónum við störf þessa tvo mánuði. Fram kom að boð um endurráðningu myndi berast með tölvupósti. S amdægurs barst tölvupóstur þar sem tiltekn um flugfreyjum og flugþjónum s tarf hjá Icelandair frá og með 1. . Tekið var fram að staðan sem við komandi hlyti ráðningu í myndi ráðast af þeim fjölda sem myndi þiggja endurráðningu og starfshlutfalli þeirra. svara þessum pósti fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 28. júlí. Þiggir þú starfið munt þú fá senda staðfestingu um stöðu og starfshlutfall fyrir lok mánaðar til rafrænnar Í tölvupóstinum var einnig fjallað um orlof og tekið fram að í ljósi yrði hægt að óska eftir því að taka sumarorlof í ágúst, fresta úthlutun til vetrar eða fá orlof greitt út. Þeim sem óskuðu ekki eftir því yrði úthlutað sumarorlofi í september . Gert var ráð fyrir því að viðtakendur svöruðu könnun vegna óskar um orlofsúthlutun sem var unnt að nálgast á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum . 9 Hinn 29. júlí mun þeim flugfreyjum og flugþjónum sem óskuðu eftir að starfa áfram hjá stefnda Icelandair ehf. hafa borist sk j ubréfs frá 27. júlí og tekið fram að viðkomandi væri boðið starf flugfreyju/flugþjóns hjá félaginu frá 1. ágúst 2020 . Skjalið var undirritað af flugrekstrarstjóra stefnda (e. Director of Flight Operations). 10 Af hálfu stefnanda var kannað hvaða starfsmönnum , sem var sagt upp með hópuppsögnin ni 27. apríl 2020 , hefði verið boðið að halda áfram störfum hjá stefnda. Kom þá í ljós að starfsaldur hafði ekki að öllu leyti ráðið för og taldi st éttarfélagið að gengið hefði verið fram hjá tæplega 70 starfsmönnum að vir tum starfsaldri. Stefndi vísaði til þess að litið hefði verið til sjónarmiða sem tengdust frammistöðu auk starfsaldurs . Þá lagði stefndi áherslu á að um endurráðningu hefði verið að ræða og félaginu heimilt að ákveða með hvaða hætti skyldi skipað í störfin . 3 Málsástæður og lagarök stefnanda 11 Stefnandi kveður viðurkenningarkröfu sína reista á því að stefndi, Icelandair ehf., hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæði 5. töluliðar greinar 41 - 0 í þágildandi kjarasamningi milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair ehf. frá 8. júní 2016. Stefnan di byggir á því að í raun hafi ekki verið um að ræða endurráðningar, þegar flugfreyjum og flugþjónum voru boðin störf sín að nýju, heldur hafi stefndi þá afturkallað uppsagnir þeirra. Á þessu tvennu sé mikill munur, enda geti niðurstaða að því leyti leitt til ólíkra réttaráhrifa fyrir félagsmenn stefnanda. 12 Stefnandi vísar til þess að í grein 41 - 0 þágildandi kjarasamnings sé að finna ákvæði um framkvæmd ráðninga og upphækkanir flugfreyja og flugþjóna í stöður. Í 5. tölulið sé fjallað um hópuppsagnir en þar starfsmenn, sem stystan starfsaldur hafi, fyrst missa vinnuna. Þeir, sem lengstan starfsaldur hafi, verði því þeir síðustu til að m issa starf sitt. Stefnandi telur að það ætti að vera ágreiningslaust að uppsögn flugfreyja og flugþjóna 27. apríl 2020 teljist vera hópuppsögn í skilningi 1. gr. laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir, og 5. tölulið ar greinar 41 - 0 í kjarasamningnum. Þá sé óumdei lt að stefndi hafi virt umrætt ákvæði með því að segja ekki upp þeim 41 starfsmanni, sem hafi haldið vinnu sinni . Stefndi hafi aftur á móti brotið gegn ákvæðinu þegar kom að öðrum flugfreyjum og flugþjónum, sem hafi verið sagt upp þann dag, þegar tilteknum starfsmönnum var boðið starf á nýjan leik. 13 Í þessu samhengi bendir stefnandi á að afar sterk venja hafi skapast hjá stefnda um að láta starfsaldur ráða för við töku ákvarðana sem lúta að starfsmannamálum, meðal annars við upphækkanir og ráðningar í stjó rnunarstöður, stöðuhækkanir, ráðningar nýrra starfsmanna og úthlutun orlofsdaga, sbr. greinar 01 - 5, 03 - 4, 06 - 4, 11 - 2, 41 - 0 og 44 - 0 í kjarasamningnum. Vegna þessa sérstaka mikilvægis starfsaldurs í rekstri stefnda, sé kveðið sérstaklega á um það í kjarasamn ingnum að stefnandi skuli á hverjum tíma fá aðgang að lista yfir flugfreyjur og flugþjóna hjá stefnda með upplýsingum um starfsaldur þeirra, sbr. grein 38 - 0 í samningnum. Stefnandi byggir á því að þessi ríka venja, sem skapast hafi í tengslum við starfsald ur, hafi mikla þýðingu við túlkun kjarasamningsins í málinu og komi þannig til fyllingar samningnum. Það leiði beinlínis til þeirrar niðurstöðu að leggja hafi átt starfsaldur flugfreyja og flugþjóna til grundvallar þegar komið hafi að afturköllun uppsagna. Þar sem uppsagnir þeirra starfsmanna stefnda, sem lengstan starfsaldur höfðu, hafi ekki verið afturkallaðar hafi stefndi brotið gegn ákvæði 5. töluliðar greinar 41 - 0 í kjarasamningnum. 14 Stefnandi telur að í framkvæmd stefnda hafi í raun falist afturköllun uppsagna starfsfólks en ekki endurráðning, eins og stefndi haldi fram. Af þeim sökum hafi 4 stefnda borið að bjóða þeim flugfreyjum og flugþjónum sem lengstan starfsaldur höfðu störf sín áfram. Stefndi hafi aftur á móti valið úr þeim hópi, sem hafði verið sa gt upp, með öðrum hætti en eftir starfsaldri. Framkvæmd stefnda á því sem hann kalli endurráðningar beri þess merki að stefndi hafi í raun verið að afturkalla uppsagnirnar frá 27. apríl 2020. Því hafi ekki stofnast ný ráðningarsambönd, heldur hafi ráðnin garsamböndin einfaldlega haldið gildi sínu. Líta verði til þess að umræddir starfsmenn hafi allir þegar verið í ráðningarsambandi við stefnda þegar þeir voru ráðningartí mabil þeirra leið undir lok. Uppsagnarfrestur hafi byrjað að líða 1. maí 2020 og í öllum tilvikum hafi hann verið að minnsta kosti þrír mánuðir. Þeir starfsmenn, sem hafi fengið vinnu sína á nýjan leik, hafi því enn verið að vinna í uppsagnarfresti þegar n ýtt ráðningarsamband á að hafa hafist. 15 Stefnandi vísar til þess að stefndi hafi 29. júlí 2020 sent umræddum flugfreyjum og Orðanotkun stefnda geti aftur á móti enga þýðingu haf t um réttarsamband stefnda við starfsmenn sína og geti stefndi ekki einhliða kosið að gefa ráðningarsambandinu nýtt heiti og þannig gefa því annað gildi en það hafi í raun. 16 Þessu til stuðnings bendir stefnandi enn fremur á að ekki hafi verið gerðir nýir rá ðningarsamningar við starfsmenn vegna svonefndra endurráðninga en samkvæmt grein 0 3 - 1, bæði í þágildandi og núgildandi kjarasamningum, eigi ráðningarsamningar að vera skriflegir. Það bendi til þess að ekki hafi komist á nýtt ráðningarsamband. Að mati stefn anda sé fráleitt að ætla að tölvupóstur stefnda 29. júlí 2020 hafi falið í sér skriflegan ráðningarsamning, enda hafi viðtakendur tölvupóstsins ekki verið látnir staðfesta nýtt ráðningarsamband. Þá beri gögn með sér að ekki hafi komið til uppgjörs við þá s tarfsmenn, sem unnu áfram, um laun og áunnin réttindi þeirra, svo sem beri að gera við starfslok í kjölfar uppsagnar. Jafnframt liggi fyrir að stefndi bauð þessum starfsmönnum í tölvupósti 27. júlí 2020 að semja sérstaklega um töku áfallins orlofs þegar þe im voru boðnir þrír kostir, það er að taka orlof í ágúst, að fresta úthlutun til vetrar eða fá orlofið greitt út. Nokkrir starfsmenn hafi óskað eftir því að fá orlof greitt út í lok júlímánaðar en stefndi hafi hafnað því. Telur stefnandi blasa við að stefn da hafi borið að greiða starfsmönnum sínum áunnið orlof í lok ætlaðs uppsagnarfrests, sérstaklega í ljósi þess að stefndi byggi sjálfur á því að þá hafi fyrra stefnanda bendi f ramangreint frekar til þess að einungis hafi verið um að ræða afturköllun á uppsögnum og upphaflegt ráðningarsamband því haldið að öllu leyti. 17 Stefnandi vísar jafnframt til þess að enginn munur hafi verið á því hvernig tilviki annars vegar þeirra 41, sem sagt hafi verið daga sama mánaðar. Í tölvupósti 19. júlí 2020 til fyrri hópsins hafi stefndi sagt að uppsagnir þeirra hefðu verið dregnar til baka og að félagið hafi getað afturkallað 5 uppsagnir þeirra. Í tilviki þeirra, sem hafi fengið störf sín á nýjan leik fyrir mánaðamótin júlí/ágúst sama ár hafi stefndi aftur á móti talið að um endurráðningar væri að ræða. Enginn munur hefði þó verið á framkvæmd þessara tveggja aðgerða nema orðanotkun stefnda. F remur beri að líta til efnis en forms þegar komi að þessum tveimur aðgerðum og geti stefndi ekki breytt eðli ráðningarsambands með því að kalla það eitthvað annað en það raunverulega sé. Með aftur köllun uppsagnar frá 27. apríl 2020 hafi því raknað við fyrra ráðningarsamband stefnda og starfsmanna hans sem hafi þá verið í gildi. Af þeim sökum hafi stefndi verið bundinn af ákvæði 5. töluliðar greinar 41 - 0 í kjarasamningnum þegar hann ákvað að bjóða s tarfsmönnum sínum vinnu á nýjan leik og bar því að bjóða þeim, sem höfðu lengstan starfsaldur, störf sín að nýju. 18 þá svo eftir geðþótta, hafi stefndi sniðgengið ákvæði 5. tölul iðar greinar 41 - 0 í kjarasamningnum og þannig komið sér hjá því að standa vörð um rétt þeirra starfsmanna sem höfðu lengstan starfsaldur. Réttur þeirra sé á hinn bóginn skýr í kjarasamningnum og feli í sér að þeir hafi átt að halda störfum sínum að því er nemi áhafnaþörf stefnda í kjölfar hópuppsagnar. 19 F ramangreindu til frekari stuðnings vísar stefnandi til laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir sem hafi þýðingu við úrlausn sakarefnis þessa máls. Lögin taki til uppsagna sem séu almennar en byggist ekki á frammis töðu einstakra starfsmanna. hafi verið gerðar á öðrum forsendum en annarra sem hafi fengið uppsagnarbréf í hópuppsögninni. Í raun hafi þeim verið sagt upp vegna frammistöðu þeirra, þótt stefndi segi svo ekki vera. Að mati stefnanda standist það hvorki lög né kjarasamning aðila. 20 Stefnandi vísar til þess að stefndi beri því við að öllum hafi með hópuppsögninni verið sagt upp störfum á sömu forsendum. Sé það rétt leiði það til þ ess að starfsmenn með lengstan starfsaldur hafi átt að hafa forgang þegar tekin var ákvörðun um það hverjir héldu áfram störfum þegar til fækkunar kom, sbr. ákvæði 5. töluliðar greinar 41 - 0 í kjarasamningnum. Að mati stefnanda hafi þeir jafnframt átt að nj óta sama forgangs þegar starfsmönnum var fjölgað á nýjan leik, einkum í ljósi þess að einungis hafi liðið nokkrar vikur á milli framangreindra aðgerða stefnda. 21 Eftir að uppsagnir 201 starfsmanns höfðu verið afturkallaðar, hafi einnig verið afturkallaðar up psagnir sumra sumarstarfsmanna sem samkvæmt eðli máls áttu stuttan starfsaldur að baki. Að mati stefnanda hafi sú ákvörðun stefnda, að afturkalla uppsagnir sumarstarfsmanna, falið í sér brot gegn 5. tölulið greinar 41 - 0 í kjarasamningnum. Ákvörðunin hafi l eitt til þess að uppsagnir færri flugfreyja og flugþjóna með lengstan starfsaldur hafi verið afturkallaðar sem hafi gengið gegn fyrirmælum kjarasamnings um að við hópuppsögn og afturköllun hennar skuli farið eftir starfsaldri. 6 22 Til stuðnings framangreindum málsástæðum vísar stefnandi loks til 12. gr. laga nr. 50/2020 um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, sem hafi tekið gildi 2. júní 2020, þar sem fjallað er um réttindi launamanna. Er í s tefnu rakið að samkvæmt athugasemdum í greinargerð með frumvarpi að lögunum hafi markmið þeirra verið að styrkja réttindi launamanna og að þeir launamenn, sem hafi verið sagt upp störfum og atvinnuveitandi njóti stuðnings vegna, skuli hafa forgang að sambæ rilegu starfi hjá fyrirtækinu skyldi hagur þess vænkast innan ákveðins tíma. Feli ákvæði 12. gr. laganna í sér skyldu vinnuveitanda til að bjóða þeim starfsmönnum, sem uppsögn hafi fengið, forgang þegar til standi að ráða í störf þeirra á nýjan leik. Þetta sé skilyrði og forsenda þess að fyrirtæki geti fengið ríkisstyrk vegna greiðslu launa viðkomandi starfsmanna í uppsagnarfresti. Fyrir liggi að stefndi hafi sótt um styrk til greiðslu launa í uppsagnarfresti vegna allra þeirra starfsmanna sem félagið hafi sagt upp störfum 27. apríl 2020 og ekki nutu afturköllunar uppsagnar. Vegna forgangs þessara starfsmanna hafi stefnda aftur á móti borið að bjóða þeim flugfreyjum og flugþjónum, sem hafi verið gengið framhjá þegar uppsagnir voru afturkallaðar í júlílok 202 0, störf sín aftur, bæði á grundvelli áðurnefnds kjarasamningsákvæðis og 12. gr. laga nr. 50/2020. Málsástæður og lagarök stefnda 23 Stefndi reisir kröfu sína um sýknu á því að stefndi hafi í krafti stjórnunarréttar vinnuveitanda frjálst val um það hverj a hann ráði og hvaða sjónarmið hann leggi til grundvallar við ráðningar. Skýr ákvæði þurfi að vera í lögum eða kjarasamningi ef skerða eigi þennan rétt vinnuveitenda. Engin ákvæði sem skerða þennan rétt vegna ráðninga starfsmanna í kjölfar hópuppsagna sé a ð finna í lögum nr. 63/2000. Þá sé heldur ekki að finna takmörkun á stjórnunarrétti við endurráðningu í kjarasamningi aðila með þeim hætti sem stefnandi haldi fram. Krafa stefnanda eigi sér því hvorki stoð í kjarasamningi aðila né lögum nr. 63/2000 eða í meginreglum samninga - og vinnuréttar. 24 Stefndi reisir sýknukröfu sína jafnframt á því að þegar hafi komið að endurreisn félagsins síðla sumars 2020 hafi hann haft fullt frelsi til að endurráða starfsmenn og byggja endurráðningu þeirra á þeim sjónarmiðum se m hann gerði, það er á starfsaldri og frammistöðu. Flugfreyjum og flugþjónum hafi verið gefinn kostur á að hafna endurráðningu og hafi raunin orðið sú í einhverjum tilvikum. Stefndi vísar á bug fullyrðingum stefnanda í stefnu um að myndast hafi venja um að láta starfsaldur ráða við ákvarðanir í starfsmannamálum sem rangri og ósannaðri. Þvert á móti sé skýrt af þeim ákvæðum kjarasamnings aðila, sem feli í sér takmörkun á stjórnunarheimildum stefnda og tiltaka að tiltekin sjónarmið skuli lögð til grundvallar ákvörðunum stefnda, að frammistaða er þar leiðarstef. Komi starfsaldur til skoðunar sé það samhliða frammistöðu. Þetta eigi til dæmis við um ákvæði töluliða 1 og 2 í grein 41 - 0 um upphækkanir og ráðningu í stjórnendastöður um borð í flugvélum. Eingöngu vi ð röðun í launaflokka og ávinnslu réttinda ráði starfsaldur einn. Í greinum 01 - 5 og 06 - 4 7 ráða að öðru stefnda sé frammistaða eða önnur sjónarmið ávallt metin samhliða. Þá hafi stefndi í kjarasamningsviðræðum ítrekað hafnað kröfu stefnanda um að starfsaldur einn ráði úrslitu m við ráðningar og aðrar ákvarðanir í starfsmannamálum. 25 Stefndi mótmælir því að um hafi verið að ræða afturköllun hópuppsagnar að hluta. Uppsögn ráðningarsamnings sé ákvöð og samkvæmt almennum reglum samningaréttar séu heimildir til afturköllunar ákvaða t akmarkaðar. Hvorki sé í kjarasamningi né lögum ríkari heimildir til handa vinnuveitendum til að afturkalla uppsagnir en samkvæmt þeim reglum. Jafnvel þótt stefnda hafi verið heimilt að afturkalla hluta hópuppsagna hafi honum ekki verið það skylt og hann ha fi því í krafti stjórnunarheimilda sinna getað ákveðið að endurráða í störfin. Þá verði að líta til þess að enginn þeirra, sem hafi verið endurráðnir, hafi fengið ráðningu í sömu stöðu og hann gegndi áður, heldur hafi þeir allir verið ráðnir í nýjar stöður . 26 Stefndi mótmælir því einnig að ákvæði 5. töluliðar greinar 41 - 0 í kjarasamningnum geti átt hér við jafnvel þótt litið yrði svo á að um hefði verið að ræða afturköllun hópuppsagnar. Almennt beri að túlka ákvæði kjarasamninga þröngt og samkvæmt orðanna hl jóðan. Ákvæðið eigi einungis við um það , hvaða sjónarmið stefndi hafi samþykkt að leggja til grundvallar við hópuppsagnir. Hvorki í þessu ákvæði né öðrum ákvæðum kjarasamningsins sé að finna takmarkanir á því hvaða sjónarmið stefndi velji að leggja til gru ndvallar ef uppsagnir eru afturkallaðar að hluta. 27 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að um endurráðningu hafi verið að ræða. Á fundum með félagsmönnum stefnanda hafi þeir spurt að því, hvaða sjónarmið myndu ráða við endurráðningu. Þá hafi verið tekið sk ýrt fram í öllum samskiptum að um endurráðningu væri að ræða, sbr. framlagðan tölvupóst 3. nóvember 2020 og boð um endurráðningu. Stefndi noti launa - og mannauðskerfi til að halda utan um starfsmannaupplýsingar og ráðningarsamninga og þá staðfesti starfsme nn ráðningar og breytingar á þeim með rafrænni undirritun. 28 Loks hafnar stefndi því að meðferð orlofs þeirra, sem þáðu starf frá 1. ágúst 2020, eða lög nr. 50/2020 hafi þýðingu í málinu. Stefndi bendir á að við meðferð Alþingis á frumvarpi því, sem orðið h afi að lögum nr. 50/2020, hafi verið hafnað þeirri breytingartillögu að starfsaldur ætti að ráða við endurráðningu í störf. Niðurstaða 29 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 30 Í máli nu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefnda Icelandair ehf. hafi borið að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna dagana 27. til 31. júlí 2020. Stefndi mótmælir því og kveðst hafa haft frjálst val um það hver ja hann réði til starfa og hvaða sjónarmið hann legði þá til grundvallar í krafti 8 stjórnunarréttar síns. Þá mótmælir stefndi því að um afturköllun hópuppsagna hafi verið að ræða og telur að hluti þeirra starfsmanna, sem áður hafði verið sagt upp störfum, hafi verið endurráðinn. 31 Aðila greinir einkum á um hvernig ber i að túlka ákvæði 5. tölulið ar greinar 41 - 0 í kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair ehf. . stefndi sagði tæplega 900 flugfreyjum og flugþjónum upp með hópuppsögn 27. apríl 2020 var farið eftir starfsaldri í samræmi við kjarasamningsákvæðið. Eins og rakið hefur verið telur stefnandi að hópuppsögnin hafi í reynd verið afturkölluð dagana 27. til 31. júlí 2020 og að stefnda hafi borið að fara eftir starfsaldri þegar tilteknum flugfreyjum og flugþjónum var boðið að starfa áfram hjá félaginu. Fyrir liggur að ákvörðun stefnda um það hverjum væri boðið áframhaldandi starf tók ekki aðeins mið af starfsaldri heldur var einnig litið til annarra þátta. 32 Fram kom í skýrslu Sigrúnar Jónsdóttur, fyrrum formanns stefnanda, fyrir dómi að hið umdeilda kjarasamningsákvæði ætti rætu r að rekja til ágreinings á milli stéttarfélagsins og stefnda Icelandair ehf. um viðmið við hópuppsagnir. Hún vísaði til dóms Hæstaréttar 25. mars 2010 í máli nr. 443/2009 þar sem reyndi á heimild stefnda til að segja upp flugþjóni sem hafði starfað hjá Ic elandair ehf. í 18 ár með hópuppsögn. Í héraðsdómi, sem var að þessu leyti staðfestur með vísan til forsendna, var vísað til þess að ákvæði þágildandi kjarasamnings hefðu ekki að geyma fyrirmæli þess efnis að taka hefði átt mið af starfsaldri við hópuppsög nina og var stefndi sýknaður af kröfu stefnanda. 33 Til þess er að líta að hópuppsögnin 27. apríl 2020 var sem ákvöð bindandi frá þeim tíma sem hún var komin til viðtakenda og þeir áttu þess kost að kynna sér efni hennar, sbr. til hliðsjónar dóm Félagsdóms 1 9. maí 2004 í máli nr. 3/2004. Með hópuppsögninni var starfsmönnum stefnda tilkynnt um ráðningar s lit sem yrðu að liðnum uppsagnarfresti. Hafði uppsögnin sem slík ekki áhrif á rétt starfsmanna til launa á meðan á uppsagnarfresti stóð og áunnu þeir sér áfram veikindarétt og orlofsrétt. Þá var gert ráð fyrir því að orlof yrði gert upp við lok uppsagnarfrests, sbr. einnig 8. gr. laga nr. 30/1987 um orlof. 34 Það liggur fyrir að þeir starfsmenn stefnda sem var sagt upp störfum með hópuppsögninni 27. apríl 2020 vor u að minnsta kosti með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þar sem uppsögnin miðaðist við 1. maí 2020 lauk uppsagnarfresti hluta starfsmanna 1. ágúst sama ár, en í sumum tilvikum var uppsagnarfrestur lengri. Áður en uppsagnarfresturinn leið undir lok eða 27. jú lí 2020 var tilteknum gja endurráðningu og starfshlutfalli þeirra . þiggir eða afþakkir starfið með því að svara þessum pósti fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 9 28. júlí. Þiggir þú starfið munt þú fá senda staðfestingu um stöðu og starfshlut fall fyrir starfsmenn sem svöruðu tölvupóstinum og lýstu yfir vilja til að starfa áfram hjá stefnda næsta dag og í öllu falli fyrir mánaðamót . Meðal gagna málsins er slíkt samkomulag frá 29. júlí 2020 sem stefnandi lagði fram í dæmaskyni og er það undirritað af flugrekstrarstjóra stefnda. Þar kemur fram að það sé stefnda ánægjuefni að geta boðið viðtakanda í stöðu Ekki liggur fyrir hvort starfsmenn samþykktu þetta skjal með einhverjum hætti. 35 Stefndi h efur byggt á því að ráðningarsamningar við flugfreyjur og flugþjóna séu gerðir með rafrænum hætti og vistaðir í tölvukerfi félagsins. Þá hefur stefndi vísað til þess að nýir ráðningarsamningar hafi verið gerðir við það starfsfólk sem svaraði fyrrgreindum t ölvupósti frá 27. júlí 2020 með jákvæðum hætti. Slíkir samningar hafa þó ekki verið lagðir fyrir dóminn og tók lögmaður stefnda fram við munnlegan málflutning að um mistök væri að ræða. Launafulltrúi stefnda, Vala Sandra Valsdóttir, gaf skýrslu fyrir dómi og lýsti því að í framkvæmd væru ráðningarsamningar sendir starfsmönnum rafrænt með tilteknum hugbúnaði og staðfestir af þeim með rafrænum skilríkjum. Hún taldi að verklagið hefði verið með þessum hætti frá árinu 2019. Aðspurð kvaðst hún telja að þær flugf reyjur og flugþjónar sem hefðu svarað fyrrgreindum tölvupósti 27. júlí 2020 hefðu fengið nýjan ráðningarsamning sendan. Í stefnu er með skýrum hætti byggt á því að nýir ráðningarsamningar hafi ekki verið gerðir og kom fram í skýrslu formanns Flugfreyjuféla gs Íslands fyrir dómi að hún kannaðist ekki við að félagsmenn hefðu undirritað nýja samninga. Í ljósi málatilbúnaðar stefnanda var fullt tilefni fyrir stefnda til að leggja umrædda samninga fram hafi þeir á annað borð verið gerðir og ber hann sönnunarbyrði na fyrir því. Að öllu virtu verður lagt til grundvallar að starfsmenn, sem þáðu boð stefnda 27. júlí 2020 um áframhaldandi starf, hafi fengið sent samkomulag á sama formi og greinir að framan. Ekki hafi verið gerðir nýir ráðningarsamningar umfram það. Til þess er að líta að á þessum tíma var uppsagnarfrestur ekki liðinn og voru viðkomandi starfsmenn enn í ráðningarsambandi við stefnda . Þá verður ekki séð að orlof hafi verið gert upp við þá starfsmenn sem héldu áfram störfum 1. ágúst 2022, svo sem bar að gera við lok ráðningartíma samkvæmt 8. gr. laga nr. 30/1987 hefði uppsögnin haldið gildi sínu . Stefnandi hefur lagt fram launaseðla fyrir júní, júlí og ágúst 2020 sem bera hið gagnstæða með sér og stefndi hefur ekki fært haldbær rök fyrir öð ru. 36 Samkvæmt þessu verður að leggja til grundvallar að stefndi hafi boðið hluta flugfreyja og flugþjóna sem hafði verið sagt upp störfum með hópuppsögninni 27. apríl 2020 að halda áfram störfum fyrir félagið áður en uppsagnarfrestur var á enda. Ástæða þes sa mun hafa verið að stefndi taldi sig þurfa á vinnuframlagi þeirra að halda og að kjarasamningur hafði náðst. Þar sem starfsmönnunum hafði verið sagt upp með 10 bindandi hætti , eins og stefndi hefur lagt áherslu á, gat félagið ekki afturkallað uppsögnina nem a með samþykki þeirra. Líta verður svo á að með tölvupóstinum 27. júlí 2020, sem áður hefur verið gerð grein fyrir, hafi stefndi kallað eftir slíku samþykki enda var starfsmönnum boðið að halda áfram störfum fyrir félagið og veittur frestur til að þiggja þ að boð. Að mati dómsins er ekki unnt að fallast á þann málatilbúnað stefnda að um endurráðningu óháð fyrri uppsögn hafi verið að ræða, enda var uppsagnarfrestur ekki liðinn og ráðningarsamband enn við lýði. Verður því ekki fallist á að stefnda hafi verið f rjálst að ákveða í krafti stjórnunarréttar síns hvaða starfsmenn skyldu endurráðnir. Þvert á móti telur dómurinn að um hafi verið að ræða afturköllun hópuppsagnar að hluta, á grunni breyttra forsendna fyrir hópuppsögn i nni og að við þessar aðstæður hafi ste fnda verið skylt að virða fyrirmæli 5. töluliðar greinar 41 - 0 í kjarasamningi og fara eftir starfsaldr i . 37 Samkvæmt framangreindu verður fallist á kröfu stefnanda með þeim hætti sem greinir í dómsorði . Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 8 00.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til kostnaðar vegna málflutnings um frávísunarkröfu stefnda. Dómsorð: Viðurkennt er að stefnda, Icelandair e hf., hafi borið að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna , sem kynntar voru 27. apríl 2020, dagana 27. til 31. júlí 2020. Stefndi greiði stefnanda , Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, 8 00.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Ragnheiður Harðardóttir Karl Ó. Karlsson Valgeir Pálsson