FÉLAGSDÓMUR     Dómur   fimmtudaginn   24. október   20 2 4 .   Mál nr.  4 /20 24 :   BSRB   fyrir hönd Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu   ( Gísli G. Hall   lögmaður )   gegn   Sambandi  í slenskra sveitarfélaga   ( Anton B. Markússon   lögmaður)   Dómur Félagsdóms   Mál þetta var dómtekið  30. september   sl.   Málið dæma  Ásgerður Ragnarsdóttir ,  Ásmundur Helgason ,  Björn L. Bergsson ,  Sonja  H. Berndsen   og  Eva Bryndís Helgadóttir .   Stefnandi er   BSR B ,   Grettisgötu 89 í Reykjavík ,   fyrir hönd Kjalar stéttarfélags í  almannaþjónustu, Skipagötu 14 á Akureyri   Stefndi er   Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík.   Dómkröfur stefnanda   1   Stefnandi krefst þess að  viðurkennt verði að leiðrétta beri laun hafnarvarða og  yfirhafna rvarða til samræmis við endurskoðað starfsmat, sem var formlega samþykkt  á fundi framkvæmdanefndar starfsmats 21. desember 2023, allt frá 1. september 2021.   2   Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda .    Dómkröfur stefnda   3   Stefndi krefst  sýknu og máls kostnaðar úr hendi stefnanda.    Málavextir   4   Mál þetta lýtur að ágreiningi um frá hvaða tímamarki leiðrétta beri laun hafnarvarða  og yfirhafnarvarða til samræmis við endurskoðað starfsmat sem samþykkt var á fundi  framkvæmdanefndar starfsmats 21. desember 2023.    5   Samkvæmt kjarasamn i ngi aðila , sem var f ramlengdur með tilteknum breytingum til  31. mars 2024,  skyldi  launaflokkaröðun ákveðin samkvæmt starfsmatskerfi   sem er  kennt við S amstarf.  Fram kom í bókun 8 við kjarasamninginn að aðilar væru sammála  um að á árinu 2020 myndi fagleg samráðsnefnd Samstarfs hefja reglulega  endurskoðun og uppfærslu starfsmatskerfisins. Helstu verkefnum var skipt í sex      6   Í viðauka 1 með kjarasamningnum  er að  finna verklagsreglur um starfsmat sem voru  samþykktar á fundi úrskurðarnefndar aðila um starfsmat 24. mars 2009.  Í 2. grein er   2      kuli færð skýr rök  um breytingar sem hafi orðið á starfinu frá því að það var metið eða frávikum starfsins  frá því starfi sem fyrra starfsmat miðast við. Þá er rakið við hvaða aðstæður  starfsmatsteymi ber að endurskoða niðurstöður starfs mats og með hvaða h ætti  skuli    ,   að  endurmatið      7    -    Þar kemur fram  að  starfsmatið sé viðvarandi samstarfsverkefni þeirra sveitar -   og  stéttarfélaga sem um það hafa samið í kjarasamningum og  myndi þau  starfsmatsnefndir, annars  vegar hjá  stefnda  og hins vegar hjá Reykjavíkurborg.   Samkvæmt  1. og 2. gr. reglnanna  er starfsmatsnefnd  skipuð  fulltrúum stefnda og  þeirra sveitarfélaga sem samið hafa um  starfsmat.  Fjallað er  um  f r amkvæmdanefnd  starfsmats   í 3. gr. reglnanna , en nefndin er  skipuð  átta fulltrúum samkvæmt tillögum  frá  stefnda  og stéttarfélögunum.  Mælt er fyrir um að  nefnd in  sjái um framkvæmd  starfsmats á grundvelli starfsmatskerfisins.  Í III. kafla reglnanna er að finna ákvæði   Endurmat starfa  Samkvæmt  19.   gr.  geta  starfsmenn, sveitarfélög eða  stéttarfélag óskað eftir endurmati starfa í samræmi við endurmatsreglur   að tilteknum  skilyrðum   uppfylltum .  Í 20. gr. er fj allað um form  á  beiðni um endurmat, þar með  talið gögn sem þurfa að fylgja beiðni .  Fram kemur í   21. gr. að framkvæmdanefnd  starfsmats t  ýmist leitt til hækkunar, lækkunar eða óbreyttra r niðurstöðu. Ef endurmat leiðir til  hækkunar á stigam a ti þá gildir sú hækkun frá þeim tíma er  sótt var um endurmat og   gr.  starfsreglnanna  segir  ikilvægt  er  að kerfisbundin endurskoðun starfsmats fari fram á u.þ.b. 5  ára fresti.    8   Á árinu 20 20   hófst formleg vinna  við  fimm  ára endurskoðun starfsmats   og tók hún  meðal annars til starfa hafnarvarða og yfirhafnarvarða .  Var bókað um framvindu  endurskoðunarinnar á  ýmsum  fundum framkvæmdanefndar   starfsmats .  Á fundi  nefndarinnar 25. janúar 2021 var lögð fram verkáætlun vegna endurskoðunarinnar  og  kom  fram að vinnu nni ætti að  vera lokið 1. maí 2021.  Fyrir liggur að vinnan dróst, þar  með talið vegna tafa á því að sveitarfélögin skiluðu gögnum, en fjallað var um  endurskoðunina á fjölda fund a   á árunum 2021 og 2022. Þá mun hafa verið fundað  vegna starfsskilgreininga á árinu 2023.  Á fundi framkvæmdanefndar 21. desember  2023 var heildarendurskoðun starfa á grundvelli starfsmats samþykkt.    9   Haustið 2023 reis ágreiningur   milli aðila  um frá hvaða tímamarki endurskoðað  starfsmat ætti að gilda.  Töldu fulltrúar stéttarfélaganna, þar með talið stefnanda, að  það ætti að gilda frá þeim tíma er endurskoðunin hófst en fulltrúar stefnda að miða  bæri við 1. janúar 2024.    3     10   Með bréfi fo rmanns Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu til stefnda 11. desember  2023 voru gerðar athugasemdir við  þá  ætlan að láta endurskoðað starfsmat gilda frá  1. janúar 2024 . Var meðal annars   vísað til þess  að starfslýsingar hafnarvarða og  yfirhafnarvarða h efðu  verið endurskoðaðar á árinu 2019  og hefði  verið  fjallað  um  málið á fundum framkvæmdanefndar á rið  2021.  Tekið var fram að í 22. gr.  starfsreglnanna, sem fjallaði um fimm ára endurskoðun, væri ekki  vikið að  gildistíma  hækkunar og væri eðlilegt að miða v ið sömu reglu og almennt gilti um endurmat, það  er að hækkun gilti frá þeim tíma sem gögn  hefðu legið  fyrir. Á þessum grunni  var þess  krafist að ný röðun hafnarvarða og yfirhafnarvarða gil t i frá 1. september 2021.   11   Aðilar  funduðu um málið í  nóvember og dese mber 2023  en  náðu ekki að leysa þann  ágreining sem uppi er.    Málsástæður og lagarök stefnanda   12   Stefnandi  byggir á því að  endurskoðað starfsmat hafnarvarða og yfirhafnarvarða skuli  gilda allt frá 1. september 2021 , en  verði ekki fallist á það  beri að miða vi ð annað  tímamark eftir  þann tíma  en fyrir 1. janúar 2024.    13   Byggt er á því að í  kjarasamningi aðila  hafi verið  samið  um  starfsmat   og ráðist  l aunaflokkaröðun hvers og eins starfsmanns   af  því.  Í verklagsreglum um starfsmat,  sbr.  viðauka 1 með kjarasamningnum,   séu ákvæði um endurmat/endurskoðun starfa .  Fram komi í  grein 2.1   för með sér  launahækkun frá þeim tíma er sótt var um endurmat og viðeigandi gögnum skilað inn       14   Stefnandi vísar til þess að  framkvæmdanefnd  starfsmats  með  aðstoð  v erkefnastofu  hafi   hafi ð endurskoðun á störfum hafnarvarða og yfirhafnarvarða   árið 2019 , en  þá  hafi  verið  liðin  meira en fimm ár frá fyrra mati á störfu nu m.  Fyrst hafi verið b ókað  um  þessa vinnu í  fundargerð framkvæmda nefndar 18. nóvember 2019 .  Í  fundargerð  23.  ágúst 2021  hafi komið fram  að verkefnastofa m yndi  vinna starfsmatstillögur vegna  fimm  ára endurskoðunarinnar .  Það hafi verið á ábyrgð sveitarfélaga að afhenda  nefndinni og verkefnastofu , sem sé rekin af sveitarfélögunum, þau  gögn sem   þörf hafi  verið á.    15   Stefnandi telur að eigi  síðar en frá og með næstu mánaðamótum  eftir fundinn 23. ágúst  2021  hafi endurskoðað starfsmat átt að taka gildi,  enda verði hvorki  stéttarfélaginu né  starfsmönnum  kennt um  drátt á að ljúka formlegri samþykkt endurskoðunarinnar allt  til ársloka 2023.  Til frekari stuðnings  vísar stefnandi til fundargerðar  framkvæmdanefndar 25. janúar   2024 þar sem kynnt hafi verið  tímaáætlun sem  gerði  ráð fyrir að fimm ára  endurskoðun   væri að  öllu leyti  lokið  1. maí 2021 , en það  sýni  hversu  hóflega krafa  stefnanda  sé . Samkvæmt gögnum málsins hafi dráttur á að ljúka  endurskoðun starfanna alfarið verið á ábyrgð framkvæmdanefndar, verkefnastofu og  sveitarfélaganna  og eigi hann ekki  að bitn a á starfsmönnum.     4     16   Stefnandi  vísar til þess að  það sé meginregla að laun starfsmanns skuli fara eftir  starfsmati   sem sé byggt á  réttum staðreyndum og forsendum á hverjum tíma.  Sé því  jafnan gert ráð fyrir að  þegar endurskoðun á starfi eða starfsmati   fer  fram   séu laun  leiðrétt afturvirkt a ð minnsta kosti   til þess tíma er starfsmaður  sótti um  endurskoðunina eða  það hvíldi  á vinnuveitanda að gera það.  Sé grein  2.1   í  áðurnefndum  verklagsregl um , sem sé hluti af kjarasamningi,   og 21. grein   starfsreglnanna byggð ar   á  þessari  meginreglu.    17   Stefnandi leggur áherslu á að endurskoðun starfsmats samkvæmt 22. gr.  starfsreglnanna feli í sér endurmat á sama hátt og samkvæmt 21. gr.  reglnanna.  Munurinn felist eingöngu í því að endurskoðun samkvæmt 22. gr. eigi að fara fram  að  frumkvæði framkvæmdanefndar en ekki einstaks starfsmanns. Sömuleiðis beri  nefndin ábyrgð og hafi forræði   á gagnaöflun úr hendi sveitarfélaganna. Röksemdir  fyrir því að endurskoðað starfsmat eigi að gilda frá og með þeim tíma er sótt hafi verið  um endurm at og viðeigandi gögnum skilað, eða þegar það hafi verið á ábyrgð og  forræði framkvæmdanefndar að afla gagna til að ljúka endurskoðuninni, séu þau sömu  hvort sem um sé að ræða endurskoðun samkvæmt 21. eða 22. gr. starfsreglnanna.   Beri  í öllu falli að beita   21. gr. reglnanna með fyllingu   og fallast á kröfu stefnanda .    Málsástæður og lagarök stefnda   18   Stefndi  byggir á því að  gildistaka breytinga á laun um  vegna  fimm   ára endurskoðunar  starfa  hafi  fyrst  getað  komið til framkvæmda þegar heildarendurskoðun allra  útgefinna starfa á grundvelli starfsmats  hafi legið  fyrir.  Vinnu við endurskoðunina  hafi verið lokið á fundi framkvæmdanefndar starfsmats 21. desember 2023 og  launabreytingar   því til samræmis   tekið gildi  1. janúar 2024.   19   Samkvæmt bókun m eð  kjarasamningum starfsmatsfélaga  frá  árinu  2020 hafi  aðilar  verið sammála um að  fagleg samráðsnefnd S amstarfs  skyldi hefja reglulega  endurskoðun og uppfærslu starfsmatskerfisins.  Ekki hafi verið s amið um hvenær  hugsanlegar   breytingar á kerfinu eða launasetningu  tækju gildi, enda  hafi  verkefni n   sem ráðast átti í  verið  ólík og  óvíst hvernig framvindu hvers þeirra yrði háttað.    20   Stefndi vísar til þess að  sveitarfélögin, verkefnastofa starfsmats og framkvæmdanefnd  starfsmats   vin ni að fimm ára endurskoðun starfa . F ormleg endurskoðun hafi hafist á  fundi framkvæmdanefndar 10. febrúar 2020   en þá hafi  ver i ð óskað eftir því að  sveitarfélögin veittu upplýsingar um notkun á útgefnum störfum og starfslýsingar. Á  fundi nefndarinnar 25. jan úar 2021 hafi verið lögð fram verkáætlun vegna  endurskoðunar á útgefnum störfum   og hafi þar  verið  gert  ráð fyrir yfirferð vegna  útgefinna starfa  í starfaflokku nu m   3. eldhús    og   7. hafnir    á fundi 8. febrúar sama  ár . Verkefnastofu hafi borist  starfslýsingar vegna starf anna   og   frá  tilteknum sveitarfélögum. Tillaga hafi verið  lögð fram á fundi framkvæmdanefndar 22. mars 2021 og umræð ur farið fram. Á  fundi  nefndarinnar  12. apríl 2021  hafi  ve ri ð ákv eðið að  fjalla um  þessa starfaflokka í  samfloti við önnur útgefin störf.  Vinnan hafi dregist, þar með talið vegna tafa á   5     gagnaöflun frá sveitarfélögunum svo sem fram hafi komið í  fundargerð frá  3. maí  2021.   Framkvæmdanefnd hafi fjallað um  starfsmatstillögu r  vegna ýmissa starfa í maí,  júní og september 2022.  Á fundi  7. september 2022 hafi framkvæmdanefndin  samþykkt nafnabreytingu og starfsmatsstillögu vegna starfsheitisins   Hafnarvörður/haf n sögumaður I    með fyrirvara um þverkeyrslu útgefinna starfa og  uppfær slu á stuttu starfaskilgreiningunni. Á sama fundi hafi nefndin óskað eftir að  v erkefnastofa skoðaði betur skipurit og mannaforráð starfsmanna  samkvæmt  starfsheitinu   Hafnarvörður/haf n sögumaður II  .   Þá hafi  starfsmatstillögur fyrir  starfsheitin   yfirhafnarvörður    og   hafnarvörður/haf n sögumaður II    verið  samþykktar  á fundi  3. október 2022  með fyrirvara um þverkeyrslur útgefinna starfa  og uppfærslu á stuttu starfaskilgreiningunni.  Þ verkeyrslur starfsmatstillagna útgefinna  starfa hafi farið fram  á fu ndum  í lok árs 2022 og byrjun árs 2023 .  Þá hafi verið fundað  vegna  starfsskilgreininga   í september  2023.   Endurskoðuninni hafi lokið með  samþykkt á  fundi  f ramkvæmdanefndar 21. desember 2023 .    21   Stefndi mótmælir málatilbúnaði stefnanda um að  endurskoðun starfs mats samkvæmt  22. gr.  áðurgreindra  starfsreglna feli í sér  sams konar  endurmat og samkvæmt 21. gr.  reglnanna.  Grundvallarmunur sé á þeim ferlum sem ákvæðin taki til, bæði hvað varðar  afgreiðslu og framkvæmd .  Í 19. gr. reglna nna   sé fjallað um skilyrði endur mats   og geti  starfsmenn, sveitarfélag eða stétta r félag óskað eftir  slíku  í samræmi við  endurmatsreglur.  Ákveðnar reglur gildi um hvernig setja skuli fram slíka beiðni og  hvort orðið sé við henni.   Þegar tillaga  v erkefnastofu starfsmats liggi fyrir sé hún lögð  fyrir  f ramkvæmdanefnd starfsmats til umfjöllunar og samþykktar.   Leiði endurmat til  hækkunar   gildi sú hækkun frá þeim tíma er sótt hafi verið um endurmat og viðeigandi  gögnum skilað.  Leggja  megi fram  beiðni um   endurmat á tilteknu starfi hvenær sem  er   og taki  ferlið að  jafnaði  skamma n   tíma.    22   Stefndi  áréttar  að  fimm ára endurskoðun starfsmats sé sérstakt verkefni sem aðilar  hafi samið  um í kjarasamningi . Fjallað sé um  slíka endurskoðun  í  22. gr.  fyrrgreindra  star fsreglna   og  taki önnur ákvæði III. kafla reglnanna ekki til hennar.  Yrði  fallist á  málatilbúnað  stefnanda  þyrfti við  endurskoðun samkvæmt 22. gr. að staðfesta hvenær  fullnægjandi gögn um hvert starf h efðu  legið fyrir og miða gildistíma launabreytinga  við þ á tímasetningu.  Slíkt   fyrirkomulag  myndi  leiða til mismunandi gildistíma  launabreytinga  vegna  einstakra starfa , en   þ að  hafi ekki  verið ætlun samningsaðila að  mismuna störfum með slíkum hætti.  Þá sé nauðsynlegt að þverkeyra starfsmatið   og  geti  þverkeyrsl ur  fyrst  hafist þegar  v erkefnastofa starfsmats hafi lagt tillögur um öll  störf sem  eru  til endurskoðunar fyrir framkvæmdanefnd til umfjöllunar . Ferlinu  teljist  lokið þegar framkvæmdanefnd h afi  komist að samhljóma ákvörðum um öll þau störf  sem sæta endurskoðun   og geti  launabreytinga r   þá  fyrst komið til framkvæmda.    Niðurstaða    23   Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um  kjarasamninga opinberra starfsmanna.     6     24   Svo sem rakið hefur verið var  þeirri heildarendurskoðun á útgefnum störfum sem  kveðið er á um  í bókun 8 við kjarasamning aðila,   svok allaðri  fimm ára endu r skoðun,  lokið  með samþykkt á fundi framkvæmdanefndar starfsmats 21. desember 2023.  Þessu til samræmis h afa laun  hafnarvarða og yfirhafnarvarða  verið leiðrétt frá 1.  janúar 2024.    25   Málatilbúnaður  stefnanda er reist u r á því að leiðrétting launa  umræddra starfsmanna  hafi átt að koma til  framkvæmda  á fyrra tímamarki og miðast kröfugerð hans við  september 2021 . Þessu til  stuðnings  vísar  stefnandi   einkum   til greinar 2.1 í viðauka  1   með kjarasamningnum og  21. gr.  starfsreglna starfsmats -   og framkvæmdanefndar.  Stefndi  leggur aftur á móti  áherslu á að  ekki sé unnt að leggja að jöfnu  annars vegar  endurmat  starfa sem viðaukinn o g 21. gr. starfsreglnanna taki til og  þá  endurskoðun  sem fjallað sé um í fyrrgreindri bókun og 22. gr. starfsreglnanna.    26   Samkvæmt gögnum málsins er grundvallarmunur á   endurmati   um í 2. grein viðauk a   1  við kjarasamning aðila og  þeirri heildar endurskoðun sem  mælt  er fyrir  um  í fyrrgreindri bókun við kjarasamninginn. Þa r má nefna að  samkvæmt 2.  grein v iðaukans þarf  að setja fram sérstaka beiðni um endurmat og rökstyðja að  breytingar hafi orðið á starfinu eða frávik frá því starfi s em fyrra starfsmat miðaðist  við , auk þess sem beiðninni þurfa að fylgja tiltekin gögn. Nánari  ákvæði um endurmat  starf a, sem fram fer á grundvelli beiðni frá starfsmanni, sveitarfélagi eða stéttarfélagi,  er að finna  í 19., 20. og 21. gr. fyrrgreindra  starf sregl na   og eru þar meðal annars  fyrirmæli um hvernig beiðnin skal  rökstudd og  úr garði gerð .  Þá er bæði í grein 2.1 í  viðaukanum og 21. gr. starfsreglnanna tekið fram að leiði endurmat á starfi til   a r um  endurmat og viðeigandi  gögnum skilað    27   Samkvæmt framansögðu er  tekið af skarið  um frá hvaða tíma launhækkun vegna  endurmats á starfi, sem fer fram á grundvelli rökstuddrar beiðni,  skal gilda í grein 2.1  í  fyrrgreindum  viðauka   og 21. gr. starfsreglnanna. A ftur á móti er ekki fjallað um  heildarendurskoðun á útgefnum störfum ,  sbr.  bókun 8 við kjarasamning aðila,  í  viðauka   1 og verður ekki fallist á það tímamark sem mælt er fyrir um í  grein 2.1  taki  til  leiðréttingar laun a   á þessum grundvelli. Þá  verður ekki séð að  ákvæði  starfsreglnanna  taki  til  þeirrar heildar endurskoðuna r sem um ræðir að öðru leyti en  því að í  22. gr.  segir að    Starfsreglurnar hafa þannig e kki að geyma ákvæði um þa ð   tímamark sem miða ber launaleiðréttingu  á þessum grunni  við og standa  ekki rök til  að líta til  21. gr.  starfsreglnanna, enda  varðar ákvæðið endurmat sem fer fram á  grundvelli rökstuddrar beiðni.   28   Að framangreindu virtu verður ekki   séð að aðilar hafi samið um frá hvaða tímamarki  leiðrétting launa á grundvelli heildarendurskoðunar á útgefnum störfum skal taka  gildi.  Hefur stefnandi ekki fært haldbær rök fyrir kröfu sinni um að miða beri við fyrra  tímamark en 1. janúar 2024 og verður  stefndi því sýknaður af kröfum hans.     7     29   Að virtum úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins  og í dómsorði greinir .   Dómsorð:   Stefndi ,   Samband íslenskra sveitarfélaga, er sýkn af kröfum stefnanda, BSRB fyrir  hönd Kjalar stéttarf élags í almannaþjónustu.    Stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað .