FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 18. desember 20 2 4 . Mál nr. 9 /20 24 : Flugvirkjafélag Íslands ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Icelandair ehf. ( Sólveig B. Gunnarsdóttir lögfræðingur ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 27. nóvember sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Guðmundur B. Ólafsson og Einar Hugi Bjarnason . Stefnandi er Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að Icelandair ehf. hafi brotið í bága við grein 18.3 í kjarasamningi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsi ns vegna Icelandair ehf. með uppsögnum á ráðningarsamningum við ellefu flugvirkja Icelandair ehf. 29. maí 2024 . 2 Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Má lavextir 4 Mál þetta verður rakið til uppsagna tiltekinna félagsmanna stefnanda sem störfuðu hjá stefnda Icelandair ehf. Fram kom í samhljóða uppsagnarbréfum sem bárust félagsmönnum 29. maí 2024 að væri þeim sagt upp starfi með samningsbundnum uppsagnarfresti frá 31. sama mánaðar. Tekið var fram en vildi hann ekki þiggja starfið væri fallið frá kröfu um vinnuframlag í uppsagnarfresti . 5 Fyrir liggur að uppsagnir félagsmanna stefnanda voru hluti af hópuppsögn sem stefndi t ilkynnti Vinnumálastofnun um og mun hafa tekið til 82 starfsmanna í fjölda deilda félagsins. 2 6 Að morgni 27. maí 2024 boðaði stefndi trúnaðarmenn stefnanda á fund klukkan 14:30 sama dag og var formanni stefnanda send SM S - skilaboð þar sem fram kom að honum væri velkomið að koma á fundinn ásamt trúnaðarmönnum. Þar sem formaðurinn var erlendis mætti varaformaður stefnanda á fundinn 7 Samkvæmt fundarger hópuppsögn. Upp lýsingagjöf og samráð við trúnaðarmenn / fulltrúa starfsmanna, sbr. kynnt áform um hópuppsögn en nú [væri] gert ráð fyrir ja fnari vexti sem og áherslubreytingum á verkefnum. Hópuppsögnin [ n æði] fá þessir aðilar boð um flugvirkjastörf í s kýli. Ef viðkomandi hafnar flugvirkjastarfi, 8 Með bréfi 31. maí 2024 mótmælti stefnandi uppsögnunum og vísaði til þess að þær brytu í bága við grein 18.3 í kjarasamningi aðila, hvort tveggja vegna skorts á tímanlegri tilkynningu um fyrirhugaðan samdrátt og þar sem að starfsaldri hefði ekki verið fylgt . Þess var krafist að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Með tölvubréfi stefnda 4. júní 2024 var kröfu stefnanda hafnað . Vísað var til þess að upplýst hefði verið um fyrirhugaðar aðgerðir eins tímanleg a og að trúnaðarmenn ásamt varaforma nni stefnanda hefðu mætt til fundarins. t upp núverandi hlutverki (sem ekki var almennt flugvirkjastarf) en vegna starfsaldurs hjá félaginu var 9 Stefnandi mótmælti afstöðu stefnda með bréfi 20. júní 2024 og kynnti að málshöfðun væri fyrirhuguð. 10 Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslur Óskar Einarsson, formaður stefnanda, Guð m undur Úlfar Jónsson, fyrrum formaður stefnanda, Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs stefnda og Sveina Berglind Jónsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála stefnda. Málsástæ ður og lagarök stefnanda 11 Stefnandi byggir á því að stefndi Icelandair ehf. hafi brotið gegn grein 18.3 í kjarasamningi málsaðila með uppsögnum á ráðningarsamningum ellefu flugvirkja . Brot gegn kjarasamningsákvæði nu taki bæði til þess að stefndi hafi ekki gert stefnanda tímanlega grein fyrir fyrirhuguðum samdrætti og ekki farið eftir starfsaldri við uppsagnir flugvirkjanna. 12 Byggt er á því að uppsagnirnar hafi stafað af samdrætti í rekstri stefnda . Þessu til stuðnings er vísað til fréttafl utnings 29. maí 2024 um hópuppsögn stefnda þar sem meðal annars hafi komið fram að ætlunin væri að draga úr kostnaði félagsins og að leitað hefði verið til alþjóðlegra ráðgjafa til að greina reksturinn. Þá sýni gögn málsins 3 að tap hafi orðið á rekstri féla gsins fyrsta ársfjórðung 2024 og sé ljóst að ætlunin hafi verið bregðast við tapi með því að skera niður kostnað. 13 Skilja verði 2. málslið greinar 18.3 í kjarasamningi með þeim hætti að gera þurfi tímanlega grein fyrir fyrirhuguðum samdrætti í rekstri sem leiði til uppsagna félagsmanna stefnanda. Á fundi 27. maí 2024 hafi stefndi eingöngu látið fulltrúum stefnanda í té upplýsingar sem hafi lotið að því að uppfylla skyldu r samkvæmt lögum um hópuppsagnir. Hafi þ að meðal annars verið staðfest í fundar gerð stefnda þar sem ekki sé minnst á skyldu r hans samkvæmt kjarasamningsákvæðinu. Þá hafi fundurinn farið fram tveimur dögum áður en uppsagnir voru tilkynntar og geti upplýsingagjöf stefnda ekki talist tíma n leg í skilningi ákvæðisins . F undurinn hafi jafnframt verið boðaður samdægurs án þess að fundarefnið lægi fyrir . Hafi fyrirsvarsma ður stefnanda raunar ekki verið boðaður til fundarins heldur verið kynnt að honum væri velkomið að vera með á fundi num ásamt trúnaðarmönnum. Miklu skipti að ger ð sé tímanlega grein fyrir samdrætti og fyrirhuguðum uppsögnum til að stefn an di hafi nægilegt ráðrúm til að bregðast við og gæta hagsmuna félagsmanna sinna . H afi stefnda borið að upplýsa stefnanda um hvaða starfsmenn fyrirhugað væri að segja upp með fyrirvara svo að unnt væri að kanna hvort starfsaldursröð væri fylgt í samræmi við grein 18.3 . Stefnandi hafi aftur á móti ekki fengið upplýsingar um slíkt fyrr en eftir að starf s menn voru uppl ý stir um uppsagnir nar . H onum hafi því ekki verið gert kleift að bregðast við fyrirhug uðum uppsögnum og ganga úr skugga um að farið væri eftir starfsaldri við uppsagnirnar. 14 Stefnandi byggir jafnframt á því að stefndi hafi brotið gegn grein 18.3 í kjarasamningi með því að hafa ekki við uppsagnir flugvirkjanna farið eftir fortakslausri skyldu til að miða við starfsald ur . Samkvæmt ákvæði nu sé með starfsaldri átt við þann tíma sem viðkomandi hafi starfað sem sveinn í iðninni hjá stefnda. Ráðið verði af starfsaldurslista , sem sé meðal gagna málsins, að enginn þeirra flugvirkja sem sagt var upp st örfum hafi verið meðal þeirra sem höfðu stystan starfsaldur í iðninni . Ljós t sé að starfsaldursreglan taki til stefnda sem flugfélags í heild sinni, þ að er Icelandair samstæðunnar auk núverandi og þáverandi dótturfélaga . Þeir flugvirkjar sem um ræðir hafi allir starfað hjá stefnda og gildi kjarasamningur aðila um störf þeirra, svo sem tiltekið sé í ráðningarsamningum. Það hafi ekki þýðingu hvar innan samstæðunnar flugvirkjarnir hafi starfað eða við hvers konar verkefni, en da sé skylda stefnda til þess að miða uppsagnir við starfsaldur fortakslaus. Standist því ekki röksemdir í tölvu bréfi stefnda 4. júní 2024 um um ræðir hafi ekki fylgt starfsaldri . 15 Stefnandi vekur athygli á því að stefndi hafi í reynd viðurkennt í punktum vegna fundarins 27. maí 2024 að um uppsagnir flugvirkja úr starfi hafi verið að ræða og að honum hafi verið skylt að fara að starfsaldursákvæði kjarasamnings. S ýni það hversu mótsagnakenndur málatilbúnaður stefnda sé. Áréttað er að allir þeir flugvirkjar sem 4 þurftu að þola uppsagnir hafi starfað s amkvæmt kjarasamningi aðila og að tilkynningu um hópuppsögn hafi verið beint til Vinnumálastofnunar. Málsástæður og la garök stefnda 16 Stefndi byggir á því að grein 18.3 í kjarasamningi eigi ekki við um þær aðgerðir stefnda sem málið lýtur að . Uppsagnir flugvirkjanna hafi ekki verið vegna samdrátt ar hjá félaginu og eigi ákvæðið því ekki við. Þá hafi markmið aðgerða nna ekki verið að fækka félagsmönnum stefnanda sem starfa hjá stefnda, enda g ert ráð fyrir að fleiri félagsmenn gegndu flugvirkjastarfi eftir þær . Lögð er áhersla á að öllum félagsmönnum stefnanda hafi verið boðið áframhaldandi starf í iðn sinni hjá stefnda en í öðrum deildum eða án stjórnendastöðu. Hafir allir nema tveir félagsmenn þegið boðið. 17 Stefndi tekur fram að áhrif breytinganna á þá félagsmenn stefnanda sem um ræðir hafi verið misjafnar. Þrír þeirra hafi gegnt almennum flugvirkjastörfum en jafnframt ver ið falin stjórnendaábyrgð og verið sagt upp þeim hluta starf s síns en verið boðið að sinna áfram hefðbundn u flugvirkjastarfi. Einum félagsmanni hafi verið boðið áframhaldandi flugvirkjastarf í annarri deild þar sem verkstæðið sem hann starfað i á var lagt niður. Sjö félagsmenn hafi starfað sem sérfræðingar á skrifstofum eða annast verkstjórn í ýmsum deildum og hafi þær s töður meðal annars verið lagðar niður eða fækkað í viðkomandi teymi. Ýmsar ástæður hafi búið að baki ákvörðun stefnda um upps agnir fél agsmannanna , svo sem ofmönnun deilda, sameining hópa og minni þörf á stjórnendum á tilteknum sviðum. 18 F ram til þessa hafi ekki verið ágreiningur milli aðila um að stefndi geti sagt félagsmönnum stefnanda upp stöðu hópstjóra án tillits til stöðu á starfsald urslista og án samráðs um meintan samdrátt . Hafi til að mynda hópstjórum fækkað um sjö á árinu 2023 en þeir haldið flugvirkjastörfum sínum . Þá hafi flugvirkj um í sérfræðistörfum á skrifstofu verið sagt upp þeirri stöðu árið 2020 en boðið að fara í almenn f lugvirkjastörf. Stefnandi hafi ekki gert athugasemd ir við að starfsaldurlista h afi ekki verið fylgt við þessar fyrri aðgerðir. Þá hafi líkt og nú verið gætt að því að félagsmenn stefnanda sem höfðu lengstan starfsaldur héldu flugvirkjahluta starfsins eða væri boðið starf sem flugvirkjar í skýli. 19 Stefndi vísar til þess að í kjölfar uppbyggingar félagsins eftir heimsfaraldur hafi verið lögð áhersla á að auka skilvirkni í rekstri og stuðla að góðum árangri til framtíðar litið . Liður í því hafi verið að aðlag a skipulag stefnda að markaðsaðstæðum og framtíðaráformum. Til að ná þeim markmiðum hafi skipulag verið einfaldað og stjórnendum fækkað. Aðgerðirnar hafi náð til ellefu starfa sem félagsmenn stefnanda hafi gegnt og enn fremur til fjölda annarra starfsfélag a þeirra í sömu deildum. Þ eim félagsmönnum stefnanda sem um ræðir hafi verið boðið að starfa áfram sem flugvirkjar hjá stefnda. Það sama hafi ekki átt við um félagsfólk í öðrum stéttarfélögum. 5 20 Stefndi mótmæl ir fullyrðingu stefnanda um að óumdeilt sé að að gerðirnar hafi verið vegna samdráttar í rekstri , sbr. grein 18.3 í kjarasamningi . Um hagræðingaraðgerðir hafi verið að ræða þar sem vöxtur stefnda hafi náð ákveðnu jafnvægi eftir hraða enduruppbyggingu og vöxt . Kominn h afi verið tími til að einfalda skipul ag, straumlínulaga ferla , auka skilvirkni og bæta samkeppnisstöðu stefnda. Umræddar aðgerðir hafi því ekki verið afleiðing samdráttar í rekstri í skilningi greinar 18.3 í kjarasamning i . E ðli málsins samkvæmt hafi ekki verið haft samráð við stefnda um ætlaðan samdrátt og ekki verið skylt að fylgja starfsaldurslista. 21 Stefndi vísar til þess að ekki hefði verið unnt að ná því markmið i að hagræða og straumlínulaga ferla með því að segja upp félagsmönnum stefnanda sem hafi verið með stystan starfsaldur í ið ninni flugvirkjun . Ekki hafi verið talin þörf á þeim sérfræðistöðum á skrifstofu eða stjórnendastöðum sem þeir félagsmenn s em var sagt upp höfðu gegnt. Aðgerðirnar hafi falið í sér breytingar á ráðningarsamningum viðkomandi félagsmanna og verið í samræmi v ið almennar reglur vinnuréttar um að atvinnurekendur hafi ákvörðunarvald um hvaða störf sé þörf á við rekstur fyrirtækis og geti í krafti stjórnunarréttar lagt störf niður. Standist til að mynda ekki að stefnda sé skylt að segja upp flugvirkja í skýli sem full þörf sé fyrir en óheimilt að segja upp þeim sem gegni stö rf um sem ekki sé lengur þörf á. 22 Verði talið að grein 18.3 í kjarasamningi eigi við byggir stefndi á því að hann hafi fylgt fyrirmælum ákvæðisins. Stefndi hafi boðað trúnaðarmenn og fyrirsvarsme nn stefnanda til fundar eins tímanlega og unnt var og haft samráð við þ á. E kki sé tiltekið að boða beri formann stéttarfélagsins eða fyrirsvarsmann og hafi stefndi réttilega boðað t rúnaðarmenn sem séu fulltrúar stéttarfélags á vinnustað . Þá sé unnt að uppfylla skyldu til samráðs samkvæmt kjarasamningi og lögum nr. 63/2000 um hópuppsagnir á sama fundi. Fulltrúar stefnanda hafi verið upplýstir um fyrirhugaðar uppsagnir og að félagsmönnum yrðu boðin flugvirkjastörf í skýli , en með því h a fi stefndi virt að fullu ákvæði kjarasamnings um starfsaldur. Kjarasamningur aðila verði ekki skilinn með þeim hætti að s tefnda sé ó heimilt að breyta störfum og leggja niður í samræmi við breytingar á starfsemi félagsins eða tækniframfarir. Leiði slíkar aðger ðir til fækkunar félagsmanna stefnanda geti stefndi boðið þeim sem hafa lengri starfsaldur störf sem þörf sé á að sinna hjá félaginu , svo sem almenn flugvirkjastörf . Árétta r stefndi að þeir sem hafi mátt þola uppsagnir hafi fengið boð um flugvirkjastarf og hafi staða allra á starfsaldurslista verið óbreytt eftir aðgerðirnar. Niðurstaða 23 Mál þetta , sem lýtur að ágreiningi um skilning á kjarasamningi, heyrir undir Félagsdóm s amkvæmt 2. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . 24 Það er ágreiningslaust að kjarasamningur málsaðila tók til þeirra ellefu félagsmanna stefnanda sem fengu uppsagnarbréf 29. maí 2024 og að um uppsagnir í skilningi vinnuréttar var að ræða. Svo sem rakið hefur verið greinir aðila á um hvort borið hafi 6 að fyl gja grein 18.3 í kjarasamningi við uppsagnir starfsmannanna . Ákvæðið var fyrst að finna í kjarasamningi 9. nóvember 2004 en tók breytingum með kjarasamningum 31. desember 2019 og 10. maí 2020. Það er nú svohljóðandi: Komi til uppsagnar vegna samdráttar í rekstri skal farið eftir starfsaldri sem sveinn í iðninni hjá Icelandair Group, forvera þess og dótturfélögum núverandi og þáverandi (þar telst sá tími sem fyrirtækið var í eigu Icelandair Group). Icelandair ehf. er skylt að gera FVFÍ tímanlega grein fyrir fyrirhuguðum samdrætti. Með starfsaldri er átt við þann tíma sem viðkomandi hefur starfað sem sveinn í iðninni hjá félaginu. Við endurráðningar eftir samdrátt í rekstri skal á sama hátt farið eftir starfsaldri. Sveinar i ðngreininni flugvirkjun skulu þó alltaf ganga fyrir í ráðningum óháð starfsaldri. Sama gildir um uppsagnir þá skulu sveinar i ðngreininni flugvirkjun halda vinnu umfram nema i ðngreininni óh ð starfsaldri er kemur að uppsögnum. 25 Samkvæmt orðalagi kjarasamnings ákvæðisins ber við u ppsagnir starfsmanna , sem tíma sem viðkomandi hefur starfað sem sveinn í iðninni hjá stefnda. Þá er stefnda við grein fyrir fyrirhuguðum Ákvæðið tekur þannig ekki til hvers konar uppsagna félagsmanna stefnanda heldur eingöngu til uppsagna vegna samdráttar í rekstri stefnda . Hvorki liggja fyrir gögn um aðdraganda þess að ákvæðið var fest í kjarasamning né um þau markmið sem samningsaðilar stefndu að. Hvað sem því líður verður a ð virtu efni ákvæðisins lagt til grundvallar að ætlun samningsaðila hafi verið að tryggja að við uppsagnir vegna samdráttar í rekstri sætu þeir félagsmenn stefnda sem hefðu leng sta n starfsaldur fyrir um störf í iðninni. Þannig hafi verið samið um að stefnda bæri að miða uppsagnir við starfsaldur þegar fækka þyrfti þeim sem störfuðu við iðnina vegna samdráttar í rekstri félagsins . 26 Svo sem rakið hefur verið greinir aðila á um hvort u ppsagnir nar hafi átt rætur að rekja til samdráttar í rekstri stefnda í skilningi kjarasamningsákvæðisins. Stefndi leggur áherslu á að um hagræðingaraðgerðir hafi verið að ræða í því skyni að auka skilvirkni í rekstri og aðlaga skipulag stefnda að markaðsað stæðum. Færð hafa verið rök fyrir því að ekki hafi verið ætlunin að fækka flugvirkjum sem starfa hjá stefnda vegna samdráttar heldur hafi breytingar á rekstrinum leitt til þess að ekki var lengur talin þörf á stö rf um sem viðkomandi starfsmenn gegndu, svo s em stjórnendastöðum og sérfræðistöðum á skrifstofu félagsins . Málatilbúnaður stefnda fær að þessu leyti stoð í skýrslum framkvæmastjóra mannauðs og forstöðumanns mannauðsmála fyrir Félagsdómi. Stefnandi vísar aftur á móti til fréttaflutnings frá 29. maí 20 24 vegna hópuppsagnar stefnda þar sem meðal annars hafi komið fram að forstjóri félagsins hygðist velta öllum steinum á kostnaðarhliðinni og hefði leitað til alþjóðlegra ráðgjafa til að gera greiningu á rekstrinum. Þá hefði verið tap á rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi 7 2024 og markmið stefnda bersýnilega verið að draga úr kostnaði félagsins með uppsögnum starfsmanna . 27 Fyrir liggur að þeim félagsmönnum stefnanda sem var sagt upp var öllum boðið að sinna áfram störfum hjá stefnda sem flugvirkjar. Var það í uppsagnarbréfum orðað með þeim hætti að flestir starfsmannanna hafi gen gist við því boði. Verður því fallist á með stefnda að með aðgerðunum hafi ekki verið ætlunin að fækka félagsmönnum stefnanda sem starfa hjá félaginu , enda var þeim boðið að starfa áfram við iðnina hjá félaginu . Þá telst að sama skapi sýnt fram á að uppsag nir þeirra félagsmanna sem um ræðir hafi átt rætur að rekja til mats stefnda á því hvaða störf þjónuðu helst starfseminni , þar sem meðal annars hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á tilteknum stjórnendastörfum . 28 Samkvæmt öllu framansög ðu og að virtum atvikum verður ekki fallist á að stefnda hafi borið að fylgja grein 18.3 í kjarasamning i í aðdraganda þess að félagsmönnum stefnda var sagt upp. Verður stefndi þegar af þeirri ástæðu sýknaður af kröfum stefnda. 29 Rétt þykir að málskostnaður milli aðila falli niður . Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Flugvirkjafélags Íslands. Málskostnaður fellur niður.