FÉLAGSDÓMUR     Dómur  mánudaginn   20. október   2025.   Mál nr. 4/2025:   Alþýðusamband Íslands   f.h. VR vegna  A   ( Guðmundur B. Ólafsson lögmaður )   gegn   Samtökum atvinnulífsins   vegna Samkaupa hf.   ( Ragnar Árnason lögmaður )   Lykilorð   Kjarasamningur .    Útdráttur    Ágreiningur aðila laut   einkum  að því hvort stefnda bæ r i að greiða   starfsmönnum  sínum laun  þegar   vinnu samkvæmt skipulögðu vinnufyrirkomulagi bæri upp á  lögbundnum frídögum sem f éllu  á laugardaga eða sunnudaga, óháð því hvort  vinnuframlag  væri  innt af hendi   eða ekki . Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að  kröfur stefnanda ættu sér ekki stoð í kjarasamningi aðila . Þá gæti  framkvæmd sem  hefði skapast um greiðslur til starfsmanna, án tillits til kjarasamninga, þegar frídagar  falla á virka daga ekki leitt til   þess að fallast bæri á kröfur  stefnanda . Var stefndi  því  sýknaður af  kröfum stefnanda .   Dómur Félagsdóms   Mál þetta var  dómtekið  23. september   sl.   Málið dæma  Ásgerður Ragnarsdóttir,  Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Karl  Ó. Karlsson og Ólafur  Eiríksson.   Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík ,  fyrir hönd VR ,  Kringlunni 7 í Reykjavík, vegna A.   Stefndi er Samtök atvinnulífsins ,   Borgartúni 35 í Reykjavík ,   fyrir hönd Samkaupa hf.,   Krossmóum 4 í Reykjanesbæ.   Dómkröfur stefnand a   1   Stefnandi krefst þess  í fyrsta lagi  að viðurkennt verði með dómi að   stefnda sé skylt  að greiða starfsmönnum sínum föst og reglubundin laun er vinnu skv. skipulögðu  vinnufyrirkomulagi ber upp á lögbundnum frídögum sem falla á laugardaga eða  sunnudaga  óháð því hvort vinnuframlag sé innt af hendi eða ekki í samræmi við grein  2.3. og 2.7. í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins.     2     Þá  krefst stefnandi þess að   viðurkennt verði að   í greiðsluskyldu felist að þegar rauður  dagur kemur upp á laugardegi eða  sunnudegi beri að greiða dagvinnulaun, auk  eftirvinnu -   næturvinnu - , eða yfirvinnuálags eftir því hvort vinnuskyldan er innan eða  utan hef ð bundi n s dagvinnutíma þó svo að vinnuframlag sé ekki innt af hendi.    Til vara  krefst stefnandi þess  að viðurkennt verði   að   stefnda beri að greiða  dagvinnulaun á rauðum dögum sem falla á laugardaga eða sunnudaga í samræmi við  vinn u skyldu óháð því hvort að vinnuframlag sé innt af hendi eða ekki.      2   Stefnandi krefst þess í  öðru lagi að viðurkennd verði   greiðsluskylda stefnda  Samkaupa hf. vegna vinnu  A   í samræmi við vinnuskyldu á dögunum 1.1.2022  (laugardagur), 5.6.2022 (hvítasunnudagur), 31.12.2022 (laugardagur), 1.1.2023  (sunnudagur), 9.4.2023 (páskadagur), 17.6.2023 (laugardagur), 31.12.2023  (sunnudagu r)   og 19.5.2024 (hvítasunnudagur) þannig að greiða beri dagvinnulaun,  auk eftirvinnu -   næturvinnu - , eða yfirvinnuálags í samræmi við grein 2.3 og 2.7 í  kjarasamningi VR eftir því hvort vinnuskyldan er innan eða utan hefðbundins  dagvinnutíma þó svo að vinnuf ramlag sé ekki innt af hendi.    Til vara er þess krafist að viðurkennd verði   greiðsluskylda stefnda Samkaupa hf.  vegna vinnu  A   á rauðum dögum sem falla á laugardaga eða sunnudaga í samræmi við  vinn u skyldu dagana 1.1. 2022 (laugardagur), 5.6.2022 (hvítasunn udagur), 31.12.2022  (laugardagur), 1.1.2023 (sunnudagur), 9.4.2023 (páskadagur), 17.6.2023  (laugardagur), 31.12.2023 (sunnudagur) og 19.5.2024 (hvítasunnudagur)  þannig að  greiða beri  dagvinnulaun á rauðum dögum sem falla á laugardaga eða sunnudaga í  samræm i við vinn u skyldu óháð því hvort að vinnuframlag sé innt af hendi eða ekki.      3   Stefnandi krefst jafnframt málskostnaðar úr  hendi stefnda.   Dómkröfur stefnda   4   Stefndi krefst sýknu af  dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans.    Málavextir   5   Samkvæmt gögn um málsins hafa VR og Samtök atvinnulífsins (SA) um  nokkurt  skeið  deilt um hvort kjarasamningur tryggi starfsfólki rétt til launa falli lögbundnir frídagar  á helgar. Þannig setti VR fram kröfu um greiðslu fyrir óunna frídaga um helgar vegna  starfsmanns í b akaríi með bréfi 21. ágúst 2001 en  SA  hafnaði kröfunni. Með bréfi 10.  maí 2002 var   í því máli   fallið frá kröfu um yfirvinnukaup og þess í stað krafist  dagvinnulauna þessa daga, en á það var ekki fallist.  Þá hefur VR ítrekað haft uppi  kröfur í kjaraviðræðum     2022.    6   Með bréfi 7. febrúar 2023 krafðist VR fyrir hönd A greiðslu frá Samkaupum hf. með  vísan til þess að starfsm aðurinn hefði ekki fengið greidd laun þegar lögbundna frídaga  hefði borið upp á laugardögum og sunnudögum þegar vinnuskylda hefði verið til   3     staðar. Tekið var fram að starfsmaðurinn ætti vinnuskyldu aðra hverja helgi og ætti  að halda óskertum launum þrátt f yrir að vinnuframlag væri ekki innt af hendi vegna  frídaga, sbr. meðal annars grein 2.7 í kjarasamningi. Krafan var ítrekuð með bréfi 11.  apríl sama ár. Með bréfi SA 26. apríl 2023 var túlkun VR mótmælt og vísað til þess  að samkvæmt kjarasamningi ætti hvor ki starfsfólk í fullu starfi né hlutastarfi rétt á  greiðslu vegna frídaga sem falli á helgi.    Málsástæður   og lagarök stefnanda   7   Stefnandi kveður ágreining aðila lúta að greiðsluskyldu stefnda þegar vinnuskylda  starfsmanna á laugardögum og sunnudögum ber upp   á lögbundnum frídegi, það er  svonefndum rauðum degi. Byggt er á því að sama greiðslufyrirkomulag skuli gilda  hvort sem rauða daga beri upp um helgi eða á virkum degi.  Þá eigi réttarstaða  starfsmanna til greiðslu á rauðum dögum að vera sú sama hvort sem þe ir séu í fullu  starfi eða hlutastarfi, sbr. grein 2.7 í kjarasamningi aðila þar sem meðal annars komi  fram að starfsfólk sem vinni reglubundið hluta úr degi skuli njóta sama réttar um  greiðslur fyrir samningsbundna frídaga og starfsfólk sem vinnur fullan v innudag.    8   Stefnandi vísar til þess að f yrirtæki greið i almennt  starfsmönnum laun á rauðum  dögum auk launa vegna vinnuframlags  sem sé  innt af hendi.  Fyrirtæki sem reki aðrar  verslanir greiði starfsmönnum laun falli rauðir dagar á helgar. Þessu til stuðnings er  vísað til tölvupósta 23. september 2025 þar sem fulltrúar tilgreindra verslana staðfesta  að eigi starfsmaður vakt við þessar aðstæður fái hann g reidd dagvinnulaun, enda þótt  vinnuframlag sé ekki innt af hendi.  Hins vegar h afi  stefndi Samkaup   hf. , sem  eigi  aðild að   SA, ekki  fallist á að starfsmenn s kuli vera eins settir  hvort sem vinnuskylda  k omi  upp á rauðum dögum   eða öðrum dögum.    9   Vinnufyrirkomul ag starfsmanna í verslunum sé ýmis konar og breytilegt. Sem dæmi  megi nefna að starfsmaður sem vinni fjóra daga í viku, frá klukkan 16   til  21 tvo daga  og frá klukkan 10   til  18 um helgar, fengi ekki greitt samkvæmt túlkun stefnda bæri  rauðan dag upp á sunnu degi. Þessi túlkun sé í beinni andstöðu við skýrt ákvæði  kjarasamnings um að greiðsla skuli miðast við venjulegan vinnutíma starfsmanns.  Horfa beri til  umsaminna kjara starfsmannsins þannig að hann missi einskis í föstum  launum þótt rauðir dagar komi upp á   sama tíma og vinnuskylda hans. Stefndi virðist  gera greinarmun á því hvort starfsmaður vinni annars vegar einungis á virkum dögum  eða  hins vegar eftir vinnuplani alla daga vikunnar í hlutastarfi. Slíkt  brjóti gegn  grein  2.7 í kjarasamningi og lögum  nr. 10 /2004 um starfsmenn í hlutastarfi, auk þess sem  hafa beri hugfast að samkvæmt  kjarasamningi eigi starfsmenn að missa einskis í  launum á rauðum dögum og  ekki gjalda þess að vinnutími taki  einungis  til helgidaga.    10   Stefnandi leggur áherslu á að starfsmaður ei gi að vera eins settur hvort sem  vinnuskyld u   beri upp á rauðum dögum eða ekki.  V inna á laugardögum og  sunnudögum sé greidd með eftirvinnu -   eða næturvinnukaupi eftir kjarasamningi.  Þegar vinnuskylda falli niður vegna rauðra daga  skuli starfsmaður  halda óske rtum  launum með álagi   eins og hann h efði  verið að vinna. Aðalkrafa stefnanda  lúti að því   4     að  viðurkennt verði að greiða beri fyrir rauða daga með álagi , enda styðji  framfærslusjónarmið  slíkt og reglan um að starfsmenn í fullu starfi og hlutastarfi skuli  njó ta sama réttar.    11   Kröfugerð sé skipt með þeim hætti að  í fyrsta lagi er krafist  viðurkenningar á  greiðsluskyldu  stefnda Samkaupa hf. gagnvart starfsmönnum við fyrrgreindar  aðstæður  samkvæmt kjarasamningi með kjarasamningsbundnu álagi á dagvinnulaun  en til v ara að einungis skuli miða við dagvinnulaun án álags.  Í öðru lagi  sé krafist  viðurkenningar á greiðsluskyldu  gagnvart starfsmanninum A  á tiltekinni fjárhæð  vegna vinnuskyldu á nánar tilgreindum rauðum dögum  sem reiknuð sé með  kjarasamningsbundnu álagi.  Til   vara sé  þess krafist að starfsmaður inn   haldi  dagvinnulaunum  á þeim dögum sem um ræðir.    Málsástæður   og lagarök stefnda   12   Stefndi  byggir á því að það sé meginregla samkvæmt  kjarasamning um   að laun séu  einungis greidd fyrir þær vinnustundir sem starfsmaður inni r   af hendi. Ekki sé greitt  fyrir óunninn tíma nema skýr og ótvíræð ákvæði kjarasamnings kveði á um slíkt, sbr.  t il dæmis dóm  Félagsdóms  28. maí 2003  í máli nr. 5/2003.    13   Ákvæði  kjarasam nings styðj i   ekki kröfur  stefnanda um greiðslu launa á  frí dögum  þegar ekki hafi verið innt af hendi vinnuframlag. Til stuðnings kröfum sínum hafi  stefnandi vísað til greina 2.3 og 2.7 í kjarasamningi.    14   Í grein 2.3  séu frídagar launamanna taldir upp,  það er   almennir helgidagar og  stórhátíðardagar , og sé gert ráð fyrir  frítöku starfsfólks þessa daga nema sérstaklega  sé um annað samið.  Því er mótmælt að  réttur til frítöku s amkvæmt   kjarasamningi feli  í sér rétt til óskertra launagreiðslna , enda sé ekki mælt fyr ir um  launarétt á frídögum í  kjarasamning num .  Ákvæðið veiti  félagsmönnum stefnanda  ekki  rétt umfram það sem  almennt gildi   á vinnumarkaði og önnur aðildarfélög Alþýðusambands Íslands haf i   samið um.  Þá sé í almennum  kjarasamning um   á vinnumarkaði einungis  kve ðið  á um  rétt til dagvinnulauna á frídögum sem fall i   á mánudaga til föstudaga, eftir atvikum að  tilteknum  skilyrðum uppfylltum.     15   Í framkvæmd hafi greiðslur til starfsmanna á frídögum takmarkast við dagvinnulaun  mánudaga til föstudaga. Þannig sé í grein 1.1 0.1 í kjarasamningum SGS/Eflingar  kveðið á um rétt starfsmanna, sem unnið hafa hjá sama atvinnurekanda eða í sömu  starfsgrein samfellt í einn mánuð eða lengur, til greiðslu óskerts vikukaups þannig að  samningsbundnir frídagar, sem falli á mánudaga til og m eð föstudaga, séu greiddir.  Þá segi í grein 1.5.1 í kjarasamningum Félags vélstjóra og málmtæknimanna   að laun  fyrir óunna helgidaga, sem falli á mánudaga til föstudaga, séu greidd í 7,2 stundir á  þeim taxta sem starfsmaður fái í dagvinnu aðra daga. Samhljó ða ákvæði sé í  kjarasamningi Samiðnar, sambands iðnfélaga.   16   Framangreind kjarasamningsá kvæði  séu byggð  á þeirri framkvæmd á vinnumarkaði,  að launafólk í föstu starfi haldi dagvinnulaunum þótt frídagar falli á virka daga   5     vinnuvikunnar, eftir atvikum  þó  með t akmörkunum s amkvæmt  kjarasamning i .  Þessi  framkvæmd sé reist á  lögum nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku  þó svo að þar sé  ekki kveðið á  um launarétt starfsfólks þegar frídagar fall i   á vinnuvikuna.   17   Stefndi bendir á að k jarasamningar kveði á um fimmtán rauða d aga á ári, fjórtán heila  og tvo hálfa   daga . Fjöldi rauðra daga sem falli á mánudaga til föstudaga sé  mismunandi eftir árum en að meðaltali séu þeir 11,2. Í öllum kjarasamningum, þar  sem veitt sé frí í stað vinnu á rauðum dögum, sé stuðst við fjölda daga sem falli á  mánudaga til föstudaga en ekki h eildarfjölda rauðra daga á ári. Því sé einnig þannig  farið í  þeim  kjarasamningi  sem hér sé til skoðunar.    18   Hluti aðalkjarasamnings  SA  og VR  séu  sérkjarasamningar vegna starfsfólks í  gestamóttöku og vegna starfsfólks hjá afþreyingar -   og ferðaþjónustufyrirtæk jum .  Ákvæði þessara kjarasamninga undirstriki að   einungis skul i l íta til frídaga sem fall i   á  mánudaga til föstudaga, að ekki skuli bæta með launum frídag ef vinnustað   sé  lokað  og að laun fyrir frídag  séu   dagvinnulaun án álagsgreiðslna. Kröfur stefnanda gan g i   mun lengra en  samið hafi verið um  vegna starfsfólks í þessum atvinnugreinum   og  samkvæmt samningum SA við  aðra viðsemjendur á almennum vinnumarkaði.    19   Stefndi mótmælir því að kröfur stefnanda fái stoð í grein 2.7 í kjarasamningi um rétt  starfsfólks í hlut astarfi. Því er hafnað að starfsfólki í hlutastarfi um helgar sé  mismunað samanborið við starfsfólk í fullu starfi, enda fái síðargreint starfsfólk  hvorki yfirvinnugreiðslur né dagvinnulaun falli frídagur á skipulegan vinnudag um  helgi. Verði réttur hlutav innufólks til launa á helgarfrídögum viðurkenndur njóti slíkir  starfsmenn kjara umfram starfsmenn í fullu starfi og fælist í því mismunun sem yrði  ekki studd við ákvæði laga eða kjarasamninga. Hafa verði í huga að kjarasamningar  tryggi ekki fullkomið jafnr æði í fjölda frídaga sem starfsfólk í hlutastarfi geti átt kost  á. Þannig falli þrír almennir frídagar alltaf á mánudaga en þrír á fimmtudaga og fái  starfsfólk sem vinni ávallt á þriðjudögum og miðvikudögum færri frídaga en  starfsmaður í fullu starfi sem v inni mánudaga til föstudaga. Ekki standist að túlka  grein 2.7 þannig að starfsmaður, sem vinnur einungis um helgar, eigi rétt til launa á  frídögum sökum þess að starfsmaður í fullu starfi haldi launum á frídögum sem falli  á mánudaga til föstudaga.     20   Stefnd i telur hvorki unnt að fallast á rétt til greiðslu launa með álagi né til  dagvinnulauna við fyrrgreindar aðstæður. Hvað dagvinnulaun varðar er bent á að  krafan feli raunar í sér að starfsmenn í fullu starfi á virkum dögum, sem fái greitt  yfirvinnukaup fyri r vinnu um helgar, fái greidd dagvinnulaun umfram það hámark  sem greinir í 2. kafla kjarasamnings.    21   Stefndi gerir jafnframt athugasemd vegna krafna sem snúa að greiðsluskyldu gagnvart  A , þar með talið með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn sem sýni vinnuskyldu hans  á þeim dögum sem um ræðir.    Niðurstaða     6     22   Mál þetta, sem lýtur að ágreiningi um skilning á kjarasamningi, heyrir undir  Félagsdóm samkvæmt  2. tölulið 44. gr. laga nr. 80/193 8 um stéttarfélög og  vinnudeilur .    23   Deilt er um hvort stefnda Samkaupum hf.  sé skylt  að greiða starfsmönnum laun beri  lögbundinn frídag upp á laugardegi eða sunnudegi þegar gert h efur  verið ráð fyrir  vinnuskyldu, óháð því hvort vinnuframlag hafi verið innt  af hendi . Upplýst hefur verið  að í framkvæmd hafi aðildarfélög SA almennt innt af hendi greiðslur til starfsmanna  beri frídag upp á mánudegi til föstudags, en stefndi kveður þessa framkvæmd eiga  rætur að rekja til laga nr. 88/1971. Annað gildi þegar frídag   beri upp á laugardegi eða  sunnudegi en þá sé starfsmönnum að jafnaði ekki greidd laun hafi vinna ekki verið  innt af hendi.    24   Það er meginregla vinnuréttar að laun eru einungis greidd fyrir þær vinnustundir sem  starfsmaður innir af hendi. Tekur kjarasamning ur aðila mið af þessari meginreglu, sbr.  meðal annars kafla 1 og 2 sem hafa að geyma ákvæði    frítöku  starfsfólks á þeim dögum, nema samið sé um annað .    25   Stefna ndi byggir á því að skylda Samkaupa hf. til greiðslu launa á lögbundnum  frídögum óháð vinnuframlagi fái stoð í greinum 2.3 og 2.7 í kjarasamningi, auk þess  sem framkvæmd annarra verslana styðji túlkun hans. Þessu er mótmælt af hálfu  stefnda sem  telur kröfu r stefnanda hvorki fá stoð í kjarasamningi né framkvæmd  aðildarfélaga.   26   Svo sem áður greinir er í grein 2.3 mælt fyrir um frídaga og stórhátíðardaga  og er þá  almennt gert ráð fyrir frítöku   starfsfólks .  Skilja verður málatilbúnað stefnanda með  þeim hætti að  hann telji framkvæmd Samkaupa hf. andstæða grein 2.7 í  kjarasamningi, einkum þar sem starfsfólk sem vinnur hlutastarf um helgar njóti ekki  sama réttar og starfsfólk í fullu starfi sem starfar á virkum dögum. Ákvæðið er  svohljóðandi:   Fólk sem ráðið er til s tarfa hluta úr degi og vinnur reglubundinn vinnutíma skal taka  hlutfallsleg mánaðarlaun miðað við vinnutíma fastráðins fólks, sbr. gr. 21., þ.e. 38  klst. og 45 mínútur (38,75 tímar) eða 36 klst. og 45 mínútur (36,75 tímar).    Starfsfólk, sem vinnur reglubun dið hluta úr degi hjá sama atvinnurekanda, skal njóta  sama réttar um greiðslur fyrir samningsbundna frídaga, veikinda -   og slysadaga,  starfsaldurshækkanir o.fl. og það sem vinnur fullan vinnudag og skulu greiðslur  miðaðar við venjulegan vinnutíma starfskraf ts.    Aðilar eru sammála um að ofangreint ákvæði eigi jafnt við um þá sem vinna samfellt  hluta úr degi alla vikuna og þá sem vinna reglubundið, t.d. einn dag í viku eða hluta  af einum degi.    Nánar fer um starfsfólk í hlutastörfum skv. samningi ASÍ og SA um  hlutastörf og  eftir  því sem við á í lögum um starfsfólk í hlutastörfum    7     27   Til þess er að líta að í kjarasamning num   er ekki að  finna  ákvæði um rétt starfsmanna  til greiðslna beri lögbundinn frídag upp á dögum  þegar  vinnuskylda hefði ella verið  fyrir hendi , öndvert við áður tilvitnaða kjarasamninga  SGS/Eflingar   og  Félags  vélstjóra og málmtæknimanna   sem mæla fyrir um greiðsluskyldu, en þó aðeins falli  lögbundnir frídagar á mánudaga til föstudaga . Þannig er hvorki mælt fyrir um rétt  starfsfólks  til launa beri   frídag upp á mánudegi til föstudags né  á laugardegi eða  sunnudegi í þeim kjarasamningi sem hér er til skoðunar. Framkvæmd sem mun hafa  skapast um greiðslur til starfsmanna, án tillits til kjarasamninga, þegar frídagar falla á  virka daga getur ekki stutt g reiðsluskyldu á laugardögum og sunnudögum. Þá liggur  fyrir að falli frídagur á helgardag fær starfsfólk ekki greidd laun óháð vinnuframlagi,  hvort heldur sem það sinnir fullu starfi eða hlutastarfi, og eiga röksemdir um  mismunun að þessu leyti ekki við rök   að styðjast.    28   Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að kröfur stefnanda eigi stoð í  kjarasamningi aðila.  Greiðslur annarra fyrirtækja á sama markaði til starfsmanna óháð  kjarasamningi geta ekki heldur leitt til g reiðsluskyld u   Samkaupa hf. Þar sem s tefn an di  hefur ekki fært  önnur haldbær  rök fyrir kröfum sínum  verður stefndi sýknaður.    29   Rétt þykir að málskostnaður falli niður.      Dómsorð:   Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Samkaupa hf., er sýkn af kröfum stefnanda,  Alþýðusambands Íslands fyrir hönd VR   vegna A.    Málskostnaður fellur niður.