FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 3. janúar 20 2 3 . Mál nr. 6 /20 22 : VR vegna A ( Guðmundur B. Ólafsson lögmaður ) gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Eflingar - stéttarfélags ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 6. desember sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Eva Dís Pálmadóttir og Kristín Benediktsdóttir . Stefnandi er VR, Kringlunni 7 í Reykjavík , vegna A . Stefndi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnartúni 1 í Reykjavík , f.h. Eflingar stéttarfélags, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að uppsögn stefnda þann 13. apríl 2022 á trúnaðarmanni VR, A , hjá Eflingu stéttarfélagi hafi verið ólögmæt og brot ið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. 2 Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum nr. 13.2, 13.4 og 13.5 í kjarasamningi VR og S amtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019 með því að meina A , trúnaðarmanni VR , aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum VR á skrifstofu stefnda hver ra hagsmuna honum bar að gæta . 3 Þá er þess krafist að stefndi verið látin greiða sekt á grundvelli 70 . gr. lag a nr. 80/1938. 4 Einnig er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 5 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans . Málavextir 6 A hóf störf hjá stefnda árið 20 19 sem kjaramálafulltrúi á skrifstofu félagsins. Fyrir liggur að meginverkefni hans í því starfi var að liðsinna félagsmönnum sem leita þurftu aðstoðar hjá stéttarfélaginu vegna réttinda sinna í starfssambandi. 2 7 Með bréfi til stefnda, dags. 2. mars 2022, tilk ynnti stefnandi að A hefði verið tilnefndur sem trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar sem væri í VR stéttarfélagi frá mars 2022 í samræmi við ákvæði kjarasamnings VR og Samtaka atvinnulífsins. Kjörtímabil hans væri frá 1. mars 2022 til 1. mars 2024. Í bréfinu var þess óskað að stefndi gerði starfsfólki, sérstaklega nýju, ætíð grein fyrir því hver væri trúnaðarmaður VR hjá stefnda. 8 Fyrir liggur að atkvæðagreiðslu um kosningu til stjórnar stefnda lauk 15. febrúar 2022 . Í atkvæðagreiðslunni var Sólveig Anna Jónsdóttir kjörinn formaður stefnda og tók hún við formennsku á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022. 9 Af gögnum málsins verður ráð ið að á stjórnarfundi þremur dögum síðar, eða 11. apríl 2022 , hafi verið lögð fram greinargerð um skipulagsbreytingar á skrifstofu stefnda í nafni nýkjörins formanns stefnda. Kom þar fram að B - listinn, sem sigraði í formanns - og stjórnarkosningum félagsins í febrúar sama ár , hefði lagt áherslu á umbætur í rekstri stefnda og meðal annars talið nauðsynlegt að taka upp nýtt, gagnsætt launakerfi og endurskoða starfslýsingar og meta mönnunarþörf skrifstofunnar, auk annarra endurbóta í skipulagi starfsmannamála. 10 Í framhaldinu voru raktar í greinargerðinni nokkrar tillögur til breytinga sem nýkjörin stjórn taldi þörf á að gera . Sagði þar meðal annars að na uð synlegt væri að gera breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna á skrifstofum stefnda , auk þess sem gerð ar yrðu breytingar á mönnu n og starfslýsingum. Um síðarnefnda atriðið sagði meðal annars í greinargerðinni að stefnt væri að því að stöðugildum fækkaði í 40, eða um 18 - 20% með tilheyrandi lækkun á kostnaði við laun og launatengd gjöld. Ef þetta markmið næð ist yrði sparnaður við breytinguna rúmlega 120 milljónir á ári. Í greinargerðinni sagði enn fremur að þar [fælu] í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna [væri] óhjákvæmilegt að segja upp öllum en það yrði gert frá og með næstu mánaðamótum. Það krefðist samráðs við trúnaðarmenn starfsfólks samkvæmt lögum nr. 63/2000, um hópuppsagnir. 11 Samþykkt stjórnarfundar liggur ekki fyrir í gögnum málsins en ljóst er að stefndi boðaði trúnaðarmenn VR og stefnda til samráðsfundar samkvæmt 5. gr. laga nr. 63/2000 með fundarboði sem sent var í tölvupósti sama dag og stjórnarfundurinn var haldinn . Með fundarboðinu fylgdi greinargerð þar sem gerð var grein fyrir áformum stjórnar stefnda um hópuppsögn allra starfsmanna vegna skipulags - og rekstrar breytinga á skrifstofu stefnda. 12 S amráðsfundur var haldinn samdægurs 11. apríl 2022 og hófst fundurinn klukkan 17.00 . Á þann fund mætti A sem trúnaðarmaður þeirra starfsmanna stefnda sem voru félagsm enn í stefnanda en B trúnaðarmaður vegna starfsmanna sem voru félagsmenn í stefnda. 3 13 Í fundargerð kemur fram að í samráðinu fælist að kynnt væru áform stjórnar stefnda um uppsögn allra starfsmanna á skrifstofu stefnda en tilgangi og nauðsyn fyrirhugaðra up psagna hefði verið lýst í greinargerð sem var lögð fyrir stjórn félagsins. Stjórnin hafi samþykkt tillögu um fyrirhugaðar uppsagnir og teldi þær nauðsynlegar til að ná fram markmiðum um rekstrar - og skipulagsbreytingar. Auk þess hafi verið nauðsynlegt að e ndurskipuleggja launakerfi með það að markmiði að ná fram sanngirni, gagnsæi og samræmi, sem og að leggja grunn að jafnlaunavottun. Þá hafi verið ákveðið að gæta jafnræðis þannig að öllum starfsmönnum væri sagt upp, ný störf auglýst og allir núverandi star fsmen n hvattir til að sækja um. Gætt yrði í hvívetna að réttindum starfsfólks við starfslok, svo sem til greiðslu launa á uppsagnarfresti og áun n inna réttinda. 14 Þegar trúnaðarmenn fengu kost á að gera athugasemdir og koma á framfæri sjónarmiðum sínum óskað i trúnaðarmaður stefnanda, A , eftir því að bóka strax að starfsmönnum af því að Sólveig, nýr formaður þorði ekki að horfa í augun á honum og segja honum upp. 15 Trúnaðarmenn gerðu í framhaldinu nokkrar athugasemdir við greinargerð stefnda þar sem skipulagsbreytingum var lýst. Kom þar meðal annars fram að trúnaðarmenn töldu að erfitt yrði að þjálfa upp nýtt starfsfólk sem sumt hvert sinnti mjög sérhæfðum störfum sem erfitt væri fyri r nýtt starfsfólk að öðlast þjálfun í á uppsagnarfresti. Trúnaðarmenn töldu einnig að fækkun stöðugilda myndi ekki nást að öllu leyti með þeim hætti sem gert væri ráð fyrir í greinargerðinni. Þá voru gerðar athugasemdir við hugmyndir um eftirvinnu og fasta yfirvinnu, og að hætta að gefa starfsfólki hádegismat. 16 Trúnaðarmenn gerðu einnig athugasemdir við fyrirkomulag uppsagna. Þannig væru nokkrir starfsmenn komnir á síðustu ár starfsaldurs síns og rétt væri að taka sérstakt tillit til þeirra þar sem þeir ætt u erfitt með að fá önnur störf. Þá myndu lítt menntaðir starfsmenn ekki eiga þess kost að fá sambærilega vinnu. Óskuðu trúnaðarmenn jafnframt eftir að starf s menn fengju ýmist svigrúm til að láta af störfum ef þeim byðist nýtt starf og til að sækjast eftir nýju starfi. Þá mun hafa verið rætt að starfsmönnum yrði greiddur hluti uppsagnarfrests án vinnuskyldu og nefnt í því sambandi að fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri hafi fengið sex mánuði greidda án vinnuskyldu. Töldu trúnaðar menn rétt að sama gilti um starfsmenn skrifstofunnar. 17 Ákveðið var að efna til nýs samráðsfundar kl. 16.00 á sama stað daginn eftir 12. apríl 2022. Á þeim fundi gerði lögmaður stefnanda athugasemdir við fyrirhugaða hópuppsögn og lýsti því að hann teldi lík legt að hópuppsögnin væri ekki í samræmi við lög. Trúnaðarmenn tóku enn fremur fram að engi r rekstrarerfiðleikar væru hjá stefnda og félagið stæði vel fjárhagslega. Lögmaður stefnda mótmælti þessum sjónarmiðum og tók fram að stjórn stefnda teldi hópuppsögn ina lögmæta. 4 18 Í framhaldinu var útbúin bókun um lok samráðsferlis. Kom þar fram að trúnaðarmenn lýstu yfir andstöðu við hópuppsögnina og að þeir teldu að ekkert væri því til fyrirstöðu að ná yfirlýstum markmiðum stjórnar stefnda með öðrum hætti. Þar sem ek ki tókst þó að ná samkomulagi um aðra leið féllust trúnaðarmenn á að gera samkomulag að hluta um fra m kvæmd á uppsagnarfresti, meðal annars um að starfsmönnum yrði tryggður þriggja mánaða uppsagnarfrestur að lágmarki, óháð áunnum rétti, og að starfsmenn nyt u ákveðins svigrúms til að leita sér að starfi og að láta af störfum í uppsagnarf r esti. Þá yrðu þeir starfsmenn sem þess óskuðu leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests, án skerðingar launa fyrir þann mánuð. 19 Að loknu samráðsferli tilkynnti stefndi Vinnumálastofnun um fyrirhugaða hópuppsögn og sendi í kjölfar ið öllum starfsmönnum uppsagnarbréf . A var sagt upp störfum með bréfi lögmanns stefnda sem dagsett var 12. apríl 2022 en sent honum í tölvupósti daginn eftir . Í bréfinu var tilgreint að ástæða uppsagnarinnar væru skipulags - og rekstrarbreytingar sem næðu til allra stöðugilda stefnda . Ný störf hjá stefnda yrðu auglýst og var A hvattur til að sækja um. Í bréfinu kom fram að uppsagnarfrestur væri til samræmis við r áðningarsamning og viðeigandi kjarasamning frá næstu mánaðamótum. Þá var þess jafnframt óskað að vinnuskyldu yrði sinnt á uppsagnartíma. 20 Stefndi auglýsti störf samkvæmt nýju skipulagi nokkrum dögum síðar og var ráðningarferlið í höndum ráðningarskrifstofu . Í auglýsingu sem liggur fyrir í gögnum meðal þeirra starfa sem auglýst voru laus til umsóknar. 21 Með bréfi stefnanda til stefnda, dags. 26. apríl 2022, var uppsögn A mótmælt og skorað á stefnd a að draga hana til baka innan tíu daga . Í bréfinu kom fram að vart þyrfti að upplýsa stefnda sem stéttarfélag um að trúnaðarmenn ættu að sitja fyrir um störf, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938, kæm i til þess að fækka þ y rf t i starfsfólki. Rík ar aðstæður þyrftu að vera til þess að unnt væri að segja upp trúnaðarmanni 22 Í bréfi stefnanda segir að í skýringum stefnda hafi ekkert komið fram um að umræddar aðgerðir væru nauðsynlegar eða knýjandi vegna rekstrarlegra forsendna eins og lög um hópuppsag nir gerðu ráð fyrir. Eins lægi ekki fyrir hvort umrædd hópuppsögn leiddi til fækkunar starfsfólks. Unnt hefði verið að fara í umræddar skipulagsbreytingar á persónulegum kjörum með samtölum við hvern og einn þar sem boðin væri hugsanleg breyting á starfi o g ráðningarkjörum. Það yrði þá mat starfsfólks hvort það tæki slíkum breytingum. Það að bera fyrir sig að segja þyrfti upp öllu starfsfólki til að breyta kjörum og uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar stæðist ekki, enda hefðu flest öll fyrirtæki þurft að fara í slíka endurskoðun til að uppfylla skilyrði laga um jafnlaunavottun. 23 Sama dag barst A tilkynning frá formanni ste fnda um að vinnuframlagi hans á uppsagnarfresti væri hafnað. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við ummæli sem voru 5 höfð eftir A í fjölmiðlum um að félagsmönnum stefnda kynni að reynast erfitt að innheimta launakröfur sínar vegna skerðingar þjónustu á skri fstofu stefnda. Í bréfinu var hins vegar jafnframt tekið fram að honum yrðu greidd laun á uppsagnarfresti og hann gæti sinnt skyldum sínum sem trúnaðarmaður. 24 Stefndi svaraði síðan bréfi VR með bréfi, dags. 3. maí 2022 , og lýsti þar því að hópuppsögnin vær i hluti af skipulagsbreytingum og gætt hefði verið að því að breytingarnar væru í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga. Skipulagsbreytingarnar hefðu náð til A rétt eins og annarra starfsmanna. Ekki væri litið svo á að uppsögn hans væri ólögmæt og ekki fallist á að draga uppsögnina til baka. 25 Með tölvupósti formanns stefnda til A , dags. 7. júní 2022, var tilkynnt um að stefndi hefði lokað fyrir aðgang A að þeim kerfum sem hann hefði notað við vinnu hjá félaginu. Hann þyrfti jafnframt að skila lyklum, kort i í bílakjallara, tölvu og öðrum búnaði sem væri eign félagsins. Í leiðinni gæfist honum færi á að sækja persónulega muni á skrifstofu félagsins en Ragnar Ólason og Ingólfur B. Jónsson yrðu á staðnum og tæk ju á móti honum. 26 Í tölvupóstinum sagði jafnframt að vegna stöðu A sem trúnaðarmanns væri honum boðið að útbúa sjálfvirkt svar á netfangi stefnda þar sem vísað yrði á persónulegt netfang og/eða símanúmer hans . Var A beðinn um að láta vita hvort hann kærði sig um það. 27 A svaraði þessum tölvupósti samdægurs með tölvupósti til formanns stefnda, dags. 7. júní 2022 . Þar s purðist A fyrir um það hvernig hann ætti að geta sinnt starfi sínu sem trúnaðarmaður ef hann hefði ekki aðgang að vinnustaðnum, starfsfólkinu og bærist ekki póstur sem sendur vær i á starfsfólk eins og fundarboð á starfsmannafundi. Kvaðst A ekki geta staðfest hvenær hann kæmi á skrifstofu félagsins fyrr en hann hefði ráðfært sig við stéttarfélag sitt. 28 F ormaður stefnda svaraði þessari f yrirspurn A með tölvupósti næsta dag 8. júní 20 22. Þar sagði að fyrri tölvupóstur formanns hefði einungis fjallað um atriði sem vörðuðu störf á skrifstofu stefnda og verið væri að loka aðgangi að kerfum hjá öllum starfsmönnum sem hefðu verið leystir undan vinnuskyldu hjá stefnda. Það hefði átt að vera skýrt í póstinum að ekki væri ætlunin að koma í veg fyrir að A gæti sinnt störfum sínum sem trúnaðarmaður. Þá var ítreka ð boð um að útbúa sjálfvirkt svar fr á netfangi A hjá stefnda. 29 Af gögnum málsins verður ráðið að A hafi mætt á starfsstöð stefnda sem tr únaðarmaður þann 13. júní 2022 ásamt starfsmanni stefnda sem var að skila lykli og vinnugögnum til Ragnars Ólasonar aðstoðarframkvæmdastjóra stefnda . Í skýrslu sinni fyrir dómi kvaðst A hafa hitt þar fyrir samstarfsmann sem hefði óskað að ræða við sig. Rag nar Ólafsson hafi hins vegar meinað honum að gera það og sagt að slíkur fundur þyrfti að eiga sér stað utan starfsstöðvar og vinnutíma. 6 30 Með bréfi VR til stefnda, dags. 27. júní 2022 , var framkomu gagnvart A sem trúnaðarmanni og félagsmanni VR mótmælt. Í bréfinu sagði að það skyti skökku við að stéttarfélag neitaði starfsmanni sínum að leita til kjörins og starfandi trúnaðarmanns og gerði þá kröfu að slíkir fundir ættu sér stað utan starfsstöðvar og venjubundins vinnutíma. 31 Í skýrslu sinni fy rir dómi lýsti A því að hann hefði starfað sem kj aramálafulltrúi hjá stefnda en s tarfið hafi falist í því að setja fram launakröfur fyrir hönd félagsmanna stefnda og leiðbeina félagsmönnum. Kvað A um 58 starfsmenn hafa starfað hjá stefnda þegar hann hóf st örf en 41 þegar hann var kjörinn trúnaðarmaður. 32 A kvað í skýrslu sinni fyrir dómi að þegar hann hafi tekið við hlutverki trúnaðarmanns hafi starfsfólk stefnda verið óttaslegið vegna endurkjörs fyrrverandi formanns og yfirvofandi stjórnarskipta . Þessi ótti hafi birst í því að starfsfólk hafi komið að máli við hann og spurt hann út í hvaða kjara það nyti ef til uppsagnar kæmi. A kvað flesta sem heyrðu beint undir formann eða framkvæmdastjóra stefnda hafa sagt starfi sínu lausu eftir stjórnarkjör. 33 A lýsti að draganda uppsagnar sinnar og annarra starfsmanna stefnda þan n ig að hann hafi fengið tölvupóst ásamt öðrum trúnaðarmanni 11. apríl 2022 þar sem þau voru beðin um að mæta á fund klukkustund síðar á skrifstofu lögmanns stefnda. K vaðst hann hafa prentað út og kynnt sér greinargerð stjórnar en hann hefði ekki haft tækifæri til að ræða við lögmann og kynna sér lög um hópuppsagnir fyrir fundinn . 34 Á fundinum hafi komið fram að verið væri að ráðast í hópuppsagni r og skipulagsbreytingar og að fækka þyrft i stö ðugildum niður í 40. A kvaðst hafa gert athugasemdir við hversu fljótt þetta bæri að sem og við framkvæmdina. 35 A kvað sér síðan hafa verið sagt upp aðfararnótt 13. apríl 2022 í tölvupósti. A lýsti þeirri skoðun fyrir dómi að ráðist hafi verið í þessa hópup psögn til að losna við fólk sem ekki v æ r i nýkjörinni stjórn stefnda þóknanlegt. Í samræmi við ósk stefnda um áframhaldandi vinnuframlag hafi hann mætt til vinnu á hverjum einasta degi til 26. apríl 2022, er hann hafi tilkynnt veikindi. Þ á hafi hann fengið bréf um að hann væri leystur undan vinnuskyldu og væri ekki lengur velkominn á skrifstofunni . 36 Um aðdraganda atburðarásarinnar 13. júní 2022 kvaðst A hafa átt í samskiptum við stefnda um hvernig starfsmenn sem hætt höfðu störfum hjá stefnda skiluðu gögnum en A hefði bent á að starfsmenn ættu rétt á að skila þeim á vinnutíma. Hann hafi síðan fylgt félagsmanni stefnda á starfsstöð stefnda til að framfylgja þessum réttindum en Ragnar Ólason, þáverandi framkvæmdastjóri stefnda , hafi þá fylgt þeim eins og skugginn. 37 Að því loknu hafi félagsmaður komið að máli við hann og viljað ræða við hann á skrifstofunni. Hann hafi verið að fylgja starfsmanninum þegar Ragnar Ólason hafi hindrað hann og sagt að þessi fundur þyrfti að fara fram utan vinnutíma og 7 vinnustaðar. A þá spurt Ragnar hvort hann væri meina honum um að sinna starfi sínu sem trúnaðarmaður á sínum vinnustað og hafi Ragnar svarað því játandi. 38 A kvað að á þessum tímapunkti hafi ekki enn verið búið að loka netfangi hans hjá st efnda , en honum hafi verið boðið að senda póst til að vísa fólki á persónulegt netfang sitt . Hann hafi lagt þann skilning í afstöðu stefnda að hann ætti að sinna störfum sinum sem trúnaðarmaður úr sínum síma og tölvu en hann hafi hvorki haft læstan skáp né skrifstofu til umráða eftir að vinnuskyldu hans var hafnað. A kvað trúnaðarmenn hjá stefnda hafa verið með sína eigin skrifstofu sem félagsfólk kom inn á en síðan hafi verið hægt að bóka fundarherbergi sem hægt hafi verið að loka. 39 Aðspurður um þau störf sem auglýst voru í kjölfar uppsagnar alls starfsfólks stefnda kvað A að störf þau sem auglýst voru sem ráðgjafar í vinnuréttindum séu í grundvallaratriðum þau sömu og starfið sem hann hafi unnið. Nafni sviðsins hafi að vísu verið bre ytt en á heima síðu stefnda séu þetta ennþá kölluð kjaramál. Störfin eru í grundvallaratriðum nákvæmlega þau sö mu þótt nú séu aðeins 5 til 6 starfsmenn sem sinni þeim en áður hafi þeir verið 13 með sviðsstjóra. 40 Vitnið Ragnar Ólaso n var aðstoðarframkvæmdastj óri stefnda þegar atvik málsins áttu sér stað en er nú sérfræðingur í kjarasamningum - og kjarasamningagerð hjá stefnda Eflingu . Hann lýsti aðdraganda þess að hann bað A að yfirgefa starfsstöð stefnda 13. júní 2022 á þann veg að A hefði komið ásamt öðrum st arfsmanni að morgni dagsins . Þau hafi sagt honum að hann þyrfti ekki að fylgja þeim en hann hafði talið að honum væri það skylt þar sem hann væri næstráðandi. Starfsmaðurinn hafi ekki komist inn í tölvuna þar sem lykilorð hafi ekki virkað. Kvaðst vitnið þá hafa sagt henni að lokað hefði verið fyrir aðgang hennar að tölvukerfinu. 41 Þá h afi annar starfsmaður komið að og farið að spyrja A út í ákveðið mál . H afi Ragnar þá sagt að starfsmanninum bæri ekki að fara með málið til A þar sem búið væri að leysa hann undan vinnuskyldu. Rétt væri að hún færi með málið til síns yfirmanns. 42 Vitnið kveðst hafa fengið það á tilfinninguna að fyrrgreindur starfsmaður og A vær u að nálgast gögn sem hann mætti ekki vita um. Þá hefði hann fengið sömu tilfinningu þegar A ætlaði að ræða við starfsmanninn sem kom að máli við hann . Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt í hvaða stéttarfélagi starfsmaðurinn væri . 43 Vitnið kvaðst ekki hafa verið að hindra A í starfi sem trúnaðarma ður enda hafi hann ekki gert athugasemd við að A kæmi þarna inn með þeim starfsmanni sem hann fylgdi upphaflega . Aðspurður um hvernig A ætti að sinna störfum sem trúnaðarmaður ef búið væri að taka öll tæki af honum kvað vitnið A enn hafa haft símann og vitnið teldi sig ekki hafa verið að aftra því að A sinnti starfi sínu. Vitnið kvað A heldur ekki hafa farið fram á að hafa aðgang að skrifstofu. Um ástæður þess að vi t nið bað A að yfirgefa starfsstöð stefnda kvaðst vitnið eingöngu hafa verið að tryggja vinnufrið á skrifstofu Eflingar svo að ,,starfsfólk þyrfti ekki að horfa upp á það að starfsfólk væri að tala 8 44 Vitnið kvað þau verkefni sem A hafði sinnt ennþá vera til staðar á skrifstofu stefnda en störfin væru breytt. Málsástæður og lagarök stefnanda 45 Stefnandi kveðst byggja á þv í að A hafi í störfum sínum sem kjaramálafulltrúi á skrifstofu félagsins liðsinnt félagsmönnum sem leita þurftu aðstoðar hjá stéttarfélaginu vegna réttinda sinna í starfssambandi. Hann hafi einnig verið trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar sem var í VR stétt arfélagi frá mars 2022 og sinnt þeim störfum samhliða vinnu sinni eins og hann hafi átt rétt til samkvæmt kjarasamningi VR. 46 Stefnandi kveður mjög hafa reynt á störf A sem trúnaðarmanns vegna mikillar óánægju starfsmanna vegna framkomu yfirmanna stefnda, o g þá einkum framkvæmdastjóra og formanns, gagnvart starfsmönnum. Eftir að starfsmenn kvörtuðu undan framkomu yfirmanna sinna sagði formaður félagsins af sér og varaformaður hafi tekið við starfi hennar. Við það hafi öldur lægt og nokkuð góður starfsandi ve rið á skrifstofu félagsins. 47 Stefnandi telur augljóst að tilgangurinn með hóp uppsögn stefnda hafi verið að los na við starfsmenn sem lýst höfðu óánægju með framkomu formanns og framkvæmdastjóra , enda hafi komið fram samhliða uppsögn að ráða átti í allar stö ður að nýju. Tilkynning um hópuppsögn hafi því verið hreinn fyrirsláttur til að losna við ákveðið starfsfólk og þá einkum trúnaðarmennina sem hafi átt að ganga fyrir um störf enda hafi markmiðið ekki verið að fækka störfum eða draga úr rekstri stefnda. 48 St efnandi bendir á að í uppsagnarbréfinu hafi komið fram að þeir sem þess óskuðu þyrftu að sækja sérstaklega um störf að nýju og tekið fram í yfirlýsingum að starfsmenn yrðu einungis ráðnir tímabundið til sex mánaða en ráðning endurskoðuð að því loknu. Slík ráðning starfsmanna gengur að mati stefnanda gegn meginreglum laga um að ráðning skuli ve ra ótímabundin og yrði ekki séð að önnur ástæða hafi legið þar að baki en að finna fólk sem væri for y stunni þóknanleg t . 49 Stefnandi bendir á að A hafi ekki um sótt um starf að nýju hjá stefnda enda hafi hann talið að miðað við stöðu hans ætti hann að sitja fyrir um starf en ekki þurfa að ganga í gegnum nýtt umsóknarferli og fá tímabundna ráðningu. 50 Stefnandi kveður stefnd a haf a enn höggvið í sama knérunn þegar brugðist hafi verið við mótmælum stefnanda við uppsögn með því að hafna vinnuframlag i A og svipta hann starfsaðstöðu. Í rökse m dum fyrir höfnun vinnuframlags hafi stefndi vísað til þess að A hafi lýst yfir áhyggjum í fjölmiðlum af því hvort stefndi gæti uppfyllt skyldur sínar gagnvart félagsmönnum. Slíkar áhyggjur hafi verið augljósar í ljósi þess að nær allir starfsmenn skrifstofu voru í veikindaleyfi eftir þá einstæðu framkomu að segja öllum starfsmönnum stéttarfélags upp störfum. 9 51 Stefnandi kveðst höfða málið til fá viðurkenningu á því að uppsögn stefnda á trúnaðarmanni VR hafi verið ólögmæ t. A hafi í reynd verið sagt upp vegna starfa sinna sem trúnaðarmanns sem m.a. endurspeglist í því að vinnuframlagi hans hafi verið hafnað og hann sviptur aðstöðu til þess að sinna starfi sínu þrátt fyrir að eiga að sitja fyrir um starf eins og fram komi í 11. g r . laga nr . 80/1938. Stefndi sé stéttarfélag og því sé ábyrgð hans enn meiri við að tryggja rétt trúnaðarmanna stéttarfélaga. 52 Stefnandi kveðst byggja á því að A hafi verið vikið frá störfum þar sem störf h ans sem trúnaðarmanns hafi ekki verið for y stu stefnda þóknanle g. V innuframlagi hans hafi verið hafnað og störf hans hindruð í andstöðu við 13. kafla kjarasamnings VR og SA um trúnaðarmenn sem skuldbindi stefnda sem atvinnurekanda gagnvart A samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980. Tilgangurinn hafi verið sá að gera A erfiðara fyrir að rækja störf sín sem trúnaðarmaður. 53 Að mati stefnanda hafi sú staðreynd síðan orðið augljós er stefndi krafðist þess að A skilaði gögnum og lyklum a ð skrifstofu. Er hann hafi gert þa ð þann 9. júní 2022 hafi einn félagsmaður VR á skrifstofunni komið að máli við hann og óskað eftir viðtali við hann sem trúnaðarmann. Hafi Ragnar Ólas o n aðstoðarframkvæmdastjór i stefnda þá tilkynnt honum að hann yrði að yfirgefa skrifstofuna og honum væri ekki heimilt að ræða við starfsmanninn á skrifstofu stefnda. Honum hafi verið meinað að rækja starf sitt sem trúnaðarmaður inn i á skrifstofu stéttarfélagsins. Þessir starfshættir stefnda séu í beinni andstöðu vi ð 13 . kafla kjarasamnings VR og SA, sérstaklega gr. 13.2, 13.3 og 13.4. 54 Stefnandi mótmælir harðlega sjónarmiðum stefnda um að nauðsynlegt hafi verið að segja upp öllum starfsmönnum stefnda vegna endurskipulagningar á skrifstofu og telur að ákvæði um hópup psagnir sé misnotað í þessum tilgangi. Hópuppsögn ein og sér réttlæti engan veginn að uppsögn á trúnaðarmanni sé lögmæt. 55 Stefnandi vísar til þess að t ilgangur laga nr. 63/2000 , um hópuppsagnir , sé að leita leiða með samráði til að draga úr uppsögnum sem n auðsynlegar eru vegna óumflýjanlegra aðstæðn a í fyrirtæki , sbr. m.a. 3. mgr. 5.gr. laga nna og ákvæði kafla 12.3 í kjarasamningi VR og SA. Í tilviki stefnda séu hvorki rekstrarlegar forsendur né breyttar ytri aðstæður sem réttlæt i uppsagnir allra starfsmann a. Í því ljósi get i stefndi ekki skýlt s ér á bak við hópuppsögn sem lögmæta ástæðu til að segja upp trúnaðarmanni. 56 S tefnandi vísar til þess að þó að það sé markmið atvinnurekanda að breyta innra skipulag i sé það vel hægt án þess að segja upp öllum starfsmönnum. Í uppsagnarbréfi hafi komið fram að ráða ætti í allar stöður að nýju og starfsmenn hvattir til að sækja um. Því hafi stefnda borið áður en til uppsagnar kom að gæta að stöðu trúnaðarmanns og tryggja að hann sæti fyrir um starf og gæti sinnt störfum sínum. Þann rétt hafi ekki verið hægt að taka af trúnaðarmanni stefnanda með því að krefjast þess að hann sækti um starf að nýju eins og hver annar umsækjandi. Hér sé um lúalega aðferð að ræða til 10 að reyna að losa sig við trúnaðarmann sem ekki hafi verið for y stunni þóknanlegur og með ólíkindum að slík aðferðarfræði komi frá stéttarfélagi. 57 Einnig verði að hafa í huga að A hafi starfað sem kjaramálafulltrúi sem hafi aðstoðað félagsmenn vegna atvika og vandam ála sem upp hafi komið í starfssambandi. Starfið sé að öðrum störfum ólöstuðum eitt mikilvægasta starf á skrifstofu stéttarfélaga og hjartað í þjónustu við félagsmenn. Það sé því ljóst að hvernig svo sem breyting á skipulagi eigi að fara fram þá verði allt af til starf kjaramálafulltrúa hvað nafni sem því sé gefið í endurskipulagningu. Án þessa starfs sé engin grunnþjónusta við félagsmenn. 58 Þá bendir stefnandi á að A hafi ekki sótt um starf að nýju hjá stefnda til þess eins að láta niðurlægja sig að nýju eft ir að vinnuframlagi hans á uppsagnarfresti hafi verið hafnað, enda skilaboð til hans skýr um að nærveru hans væri ekki óskað. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að uppsögn hafi farið fram og vinnuframlagi hafnað og honum gert ómögulegt að rækja starf sitt sem trúnaðarmaður. 59 Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði látinn sæta sektum í ríkissjóð á grundvelli 70. gr. laga nr. 80/1938. Ástæðuna telur stefnandi nokkuð ljósa, enda hafi stefndi brotið freklega gegn skýrum lagaákvæðum . Það sé einn af helgustu r éttum stéttarfélaga að trúnaðarmenn skuli látnir ganga fyrir um störf og þeir verði ekki látnir gjalda þess að sinna þessu mikilvæga starfi innan fyrirtækja. Málsástæður og lagarök stefnda 60 Stefndi bendir á að A hafi verið sagt upp 12. apríl 2022, eins og öllum öðrum starfsmönnum stefnda. Að mati stefnda virðist stefnandi byggja á því að hann einn hafi átt að vera undanskilinn hópuppsögninni en stefndi telur að það hafi verið bæði rétt og heimilt að láta uppsögnin a ná til allra, m.a. stefnanda. 61 Stefndi telur að hópuppsögnin sjálf k omi ekki til skoðunar í málinu enda byggi stefnandi ekki á því að uppsagnir annarra starfsmanna hafi verið ólögmætar. Stefnandi byggi á því að undanskilja hafi átt hann einan vegna stöðu hans sem trúnaðarmanns. Fjallað sé um hópuppsagnir í lögum nr. 63/2000 en úrlausn um þau lög fall i utan valdmarka Félagsdóms samkvæmt 44. gr. laga nr. 80/1938. 62 Stefndi hafnar því að hafa komið í veg fyrir að stefnandi gæti sinnt hlutverki sínu sem trúnaða rmaður. A hafi einungis verið leystur undan skyldum sem starfsmaður skrifstofu en engu að síður haldið öllum réttindum og skýrt hafi verið tekið fram að hann gegndi enn stöðu trúnaðarmanns. 63 Stefndi bendir á að stjórn stefnda hafi ákveðið að ráðast í umfang smiklar skipulagsbreytingar á rekstri og skrifstofu félagsins. Óhjákvæmilegur liður í þeim breytingum hafi verið að segja upp öllum starfsmönnum á skrifstofunni. Stefndi hafi að öllu leyti fylgt þeim kröfum sem gerðar séu til framkvæmdar hóp uppsagna samkvæ mt lögum nr. 63/2000. Hafi þannig farið fram samráð með trúnaðarmönnum samkvæmt 5. gr. laganna áður en til uppsagna kom , auk þess sem gætt hafi verið að 11 því að senda tilkynningu til Vinnumálastofnunar , sbr. 7. gr. laganna og stofnuninni veittar allar þær u pplýsingar sem óskað hafi verið eftir. 64 Þær reglur sem fram komi í lögum um hópuppsagnir lúti eingöngu að framkvæmd og málsmeðferð sem viðhafa skuli við slíkar aðstæður. Engar kröfur séu hins vegar gerðar um að tilteknar eða sérstakar ástæður þurfi að liggj a til grundvallar hópuppsögnum. Hafi stefnda því verið heimilt að segja upp starfsmönnum með hópuppsögn, óháð því hvaða ástæða hafi búið þar að baki. Sé þannig röng sú þurfi að koma til svo heimilt sé að segja upp starfsfólki á almennum vinnumarkaði með hópuppsögn. 65 Stefndi kveðst á því byggja að þ rátt fyrir að það sé ekki sérstakt skilyrði að lögum þá hafi engu að síður verið málefnalegar ástæður fyrir hópuppsögninni. Á stæða uppsagnanna hafi verið víðtækar skipulagsbreytingar sem hafi náð til allra starfa og stöðugilda innan skrifstofunnar. Skipulagsbreytingarnar hafi m.a. falið í sér heildarendurskoðun á mannaflaþörf, starfslýsingum, hæfniskröfum og verksviði allra star fa á skrifstofum félagsins. Markmið þeirra hafi verið að tryggja að heildarumfang starfsmannahalds og hæfniskröfur einstakra starfa væru í samræmi við þarfir starfsemi stefnda. Gert hafi verið nýtt skipurit og fjöldi stöðugilda á hverju sviði endurmetinn f rá grunni . Þá hafi starfslýsingum og ráðningarkjörum verið breytt þannig að nauðsynlegt hafi verið að segja upp öllum starfsmönnum. 66 Stefndi telur að það hafi sannarlega verið mikilvægar rekstrarlegar forsendur fyrir þeim uppsögnum sem gripið var til. Þar s em skipulagsbreyting hafi verið gerð á allri starfsemi stéttarfélagsins og náð til allra starfa og ráðningarkjara hafi öllum starfsmönnum verið sagt upp. Með þeim hætti hafi sömuleiðis verið gætt jafnræðis meðal starfsmanna. Allir starfsmenn hafi um leið v erið hvattir til þess að sækja um ný störf sem hafi verið auglýst í kjölfarið. Ráðningarferlið hafi verið í höndum utanaðkomandi sérfræðinga þar sem málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för við alla ákvarðanatöku. 67 Að mati stefnda virðist stefnandi byggja á því að uppsögn A úr starfi hafi verið ólögmæt þar sem hún hafi verið andstæð 11. gr. laga nr. 80/1938. Bendir stefndi á að í ákvæðinu sé kveðið á um að atvinnurekendum sé óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Þá komi fram að trúnaðarmaður skuli að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni. Ákvæðið mæli þannig ekki fyrir um fortakslaust bann við því að segja trúnaðarmanni upp í öllum tilvikum. Þá felist ekki í ákvæðinu að trúnaðarmaður skuli sjálfkrafa ráðinn í nýtt starf án umsóknar. 68 Stefndi mótmælir því að A hafi verið sagt upp vegna starfa sinna sem trúnaðarmaður. Í því sambandi sé rétt að benda á að A hafi einungis verið trúnaðarmaður í einn mánuð, enda hafi hann tekið við þeirri stöðu í mars 2022. Ný stjórn hafi tekið við í byrjun apríl 2022 og ekkert hafi reynt á hlutverk A sem trúnaðarmanns gagnvart nýrri stjórn. 12 69 Ástæðan fyrir uppsögn A hafi verið sú sama og lá að baki uppsögn allra annarra starfsmanna, þ.e. hinar víðtæku skipulagsbreytingar sem stjórn stefnda hafði ákveðið að ráðast í. Þar sem skipulagsbreytingarnar hafi náð til allra starfa innan stefnda hafi öllum starfsmönnum verið sagt upp og þ ar af leiðandi hafi ekki verið unnt að láta A einan halda starfi sínu. Allir starfsmenn, m.a. A , hafi verið hvattir til að sækja um starf að nýju. 70 Stefndi telur það því rangt að stefndi hafi gripið til hópuppsagnar einungis til þess að arfsmenn sem lýst höfðu óánægju með framkomu formanns og ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar á öllum rekstrinum og hópuppsögn allra starfsmanna, eingöngu í því skyni að segja upp nokkrum starfsmönnum. Þaðan af síður hafi stefndi gert allt þetta til að losa sig við A einan, eins og stefnandi hafi fullyrt. Atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði hafi rúman rétt til þess að grípa til uppsagna starfsmanna og því hefði veri ð óþarfi fyrir stefnda að fara í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og hópuppsögn, ef tilgangurinn hefði einungis verið að segja upp einum eða nokkrum starfsmönnum. Þá minnir stefndi á að stefndi hafi óskað eftir vinnuframlagi frá A á uppsagnarfresti og haf hann . 71 Stefndi bendir á að A hafi ekki sótt um starf hjá stefnda í kjölfar hópuppsagnarinnar og því hafi ekki komið til álita að beita sjónarmiðum um forgang sem komi fram í 11. gr. laga nr. 80/1938. Stefndi telur stefnanda virðast byggja á því að stefndi hefði átt að ráða A í starf án þess að hann sæktist eftir því sjálfur. Sú ályktun fái þó hvorki stoð í lögum né eðli máls. Þar sem A hafi ekki sótt um starf hafi stefndi að sjálfsögðu litið svo á að hann hafi ekki viljað starfa lengur hjá stéttarfélaginu. Hafi það fengið enn frekari stuðning í háttsemi A en framganga og fullyrðingar hans hafi eindregið bent til þess að hann hefði ekki áhuga á að starfa með nýrri forystu stéttarfélagsins. 72 Að mati stefnda er engin stoð fyrir þeirri málsástæðu stefnanda að trúnaðarmaður ætti ekki að þur aðrir starfsmenn. Ekkert í ákvæði 11. gr. laga nr. 80/1938 eða öðrum lagaákvæðum leiði til þess að það sé sérstaklega íþyngjandi fyrir trúnaðarmenn eða aðra starfsmenn að sækja um starf . Margir fyrrum starfsmenn hafi sótt um störf að nýju í samræmi við hvatningu stefnda og allir þeirra, að einum undanskildum, hafi verið ráðnir í ný störf hjá stefnda. A hafi hins vegar ekki sótt um heldur hafi hann þess í stað farið mikinn í fjölmiðlum þa r sem hann hafi lýst yfir tilefnislausum fullyrðingum um starfsemi stefnda. 73 Stefndi kveðst á því byggja að hlutverk trúnaðarmanns sé að gæta þess að kjarasamningar séu haldnir af atvinnurekanda og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verk amanna, sbr. 9. gr. laga nr. 80/1938. Bendir stefndi á að A virðist að einhverju leyti telja að hlutverk trúnaðarmanns sé annað en fram komi í lögum og kjarasamningi VR og SA. 13 74 Dagana eftir hópuppsögnina hafi A verið ítrekað til viðtals í fjölmiðlum þar sem hann hafi notað tækifærið meðal annars til þess að fullyrða um meinta vangetu stéttarfélagsins. Að mati stefnda virðist A á þessum tíma hafa sett sér það markmið að koma í veg fyrir skipulagsbreytingarnar með öllum ráðum. Hafi A þannig reynt að stuðla að því að breytingarnar myndu ganga illa og fullyrt meðal annars opinberlega að skrifstofa stéttarfélagsins gæti ekki tryggt réttindi félagsmanna á meðan breytingarnar væru að ganga í gegn. A hafi þannig gert tilraunir til þess að raska starfseminni og vekja upp ótta um að stéttarfélagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar með tilheyrandi réttindamissi og tjóni fyrir félagsmenn. Ekkert af framansögðu sé hlutverk trúnaðarmanns. 75 Telur stefndi að með ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum um starfsemi stéttarfél agsins hafi A brotið gegn skyldum sínum sem starfsmaður stéttarfélagsins. Hafi yfirlýsingarnar verið til þess fallnar að rýra traust félagsmanna á stéttarfélaginu, skaða ásýnd þess út á við og skapa ótta meðal félagsmanna sem treysta á félagið. Tekur stefn di fram að stefndi hafi staðið við allar sínar skuldbindingar í kjölfar skipulagsbreytinganna, bæði gagnvart starfsmönnum og félagsmönnum. 76 Stefndi byggir á því að stefndi hafi sýnt háttsemi A töluverða þolinmæði í fyrstu , þrátt fyrir að í marga daga eftir hópuppsögnina hefði hann talað opinberlega gegn stéttarfélaginu og reynt að rýra traust þess meðal fólks sem reiðir sig á það. A hafi ekki verið leystur undan vinnuskyldum sínum á uppsagnarfresti fyrr en tveimur vikum eftir uppsögnina. 77 Þrátt fyrir framan greinda umfjöllun tekur stefndi fram að stefndi þurfti enga ástæðu til þess að losa A undan vinnuskyldu. Hann hafi einungis verið leystur undan skyldu en ekki verið sviptur launum eða öðrum réttindum að neinu leyti . Ekki hafi verið komið á neinn hátt í veg fyrir að A sinnti starfi sínu sem trúnaðarmaður og sérstaklega hafi verið áréttað í bréfi, þar sem vinnuframlagi hafi verið hafnað, að hann væri enn trúnaðarmaður. Raunar megi segja að A hafi verið í betri stöðu til þess að gegna störfum trúnaðarman ns þegar hann hafi verið laus undan vinnuskyldu enda hafi hann þá getað einbeitt sér að störfum trúnaðarmanns. 78 Stefndi telur sig ekki hafa brotið á neinn hátt gegn ákvæðum 13.2, 13.4 og 13.5 í kjarasamningi VR og SA frá 1. apríl 2019 e ða öðrum réttindum A enda hafi hann að öllu leyti getað sinnt störfum sínum sem trúnaðarmaður 79 Stefndi byggir á því að í lögum og ákvæðum kjarasamnings sé hvergi kveðið á um þau atriði sem stefnandi byggir málatilbúnað sinn á. Hvergi sé fjallað um að trúnaðarmaður skuli hafa sé rstaka aðstöðu á vinnustað til að sinna trúnaðarstörfum. Þó svo að A hafi ekki haft sérstaka starfsaðstöðu hjá stefnda á uppsagnartímanum, eftir að hann hafi verið leystur undan vinnuskyldu, leiði það ekki til þess að stefndi hafi komið í veg fyrir að stef nandi gæti sinnt starfi sínu sem trúnaðarmaður. Vinnunetfang A hafi til að mynda verið opið á uppsagnarfresti svo starfsmenn gátu 14 leitað til hans með því að senda tölvupóst, auk þess sem unnt hafi verið að ná í hann símleiðis. Honum hefði jafnframt verið í lófa lagið að óska eftir afnotum af fundarherbergi við sína yfirmenn, en hafi hann hins vegar ekki getað ætlast til þess að án fyrirvara eða samráðs við yfirmann væri honum heimilt að nýta fundarherbergi stefnda ótakmarkað. Áréttar stefndi að ákvæði 13. k afla kjarasamnings VR og SA kveði einmitt á um að trúnaðarmenn skuli rækja störf sín í samráði við stjórnendur fyrirtækis. 80 S tefndi mótmæli r þeirri lýsingu sem fram kemur í stefnu um atvik 13. júní 2022 og sérstaklega því að þetta atvik sé til marks um að A hafi almennt verið aftrað frá því að starfa sem trúnaðarmaður. Telur stefndi rétt að benda á að þennan dag hafi verið liðnir tveir mánuðir frá hópuppsögnin ni og einn og hálfur mánuður frá því að vinnuframlagi hans var hafnað. Þá sé ekki rétt að A hafi sjálfur verið að skila gögnum og lyklum þegar atvikið átti sér stað. Hann hafi komið á skrifstofuna sem trúnaðarmaður þar sem annar starfsmaður, sem hafi verið að skila gögnum, hafði óskað eftir því að stefnandi yrði viðstaddur. Aðstoðarframkvæmdastj óri hafi engar athugasemdir gert við að A kæmi á vinnustaðinn með starfsmanninum. 81 A og sá starfsmaður sem hann hafi komið með hafi krafist þess að fara einir inn á skrifstofu og aðstoðarframkvæmdastjóra hafi virst sem þeir hafi mögulega ætlað að afrita gö gn úr tölvu skrifstofunnar. Aðstoðarframkvæmdastjórinn hafi áréttað að það væri ekki heimilt. Um svipað leyti hafi annar starfsmaður komið að og viljað ræða við A um tiltekið mál sem hafi verið til meðferðar hjá skrifstofunni. Þar sem vinnuskyldu stefnanda hafi verið hafnað hafi aðstoðarframkvæmdastjórinn óskað eftir því að slík mál yrðu ekki rædd við stefnanda heldur yfirmann viðkomandi sviðs. A hafi brugðist frekar illa við þessum tilmælum aðstoðarframkvæmdastjórans og töluverð spenna hafi skapast í samsk iptum og andrúmsloft hafi fljótt orðið nokkuð þrungið. Aðstoðarframkvæmdastjórinn hafi því beðið A um að yfirgefa skrifstofuna til þess að koma í veg fyrir að spenna myndi magnast. 82 Aðstoðarframkvæmdastjórinn hafi þannig ekki verið að koma í veg fyrir að A gæti sinnt skyldum sem trúnaðarmaður heldur hafi hann verið að bregðast við tilteknum aðstæðum sem tengdust ekki hlutverki A sem trúnaðarmanns. Atvikið hafi enga eftirmála haft og hafi bygg t á mati og ákvörðun aðstoðarframkvæmdastjóra í einu sérstöku tilvi ki. Atvikið 13. júní 2022 sé þannig að mati stefnda ekki til marks um að A hafi almennt verið aftrað frá því að sinna hlutverki sínu sem trúnaðarmaður 83 Með vísan til alls þess sem að framan greinir telur stefndi að ekki sé tilefni að gera honum sekt á grund velli 70 . gr. laga nr. 80/1938. Jafnvel þótt fallist yrði á einhvern hluta þeirra sjónarmiða stefnanda sé í öllu falli ljóst að enginn ásetningur hafi staðið til þess af hálfu stefnda að brjóta gegn ákvæðum laga nr. 80/1938 eða ákvæðum kjarasamnings. Þvert á móti hafi stefndi lagt sig fram við að gæta hagsmuna starfsmanna sinna við hópuppsögn. Stefndi hafi ráðið alla fyrrum starfsmenn sem hafi sótt um ný störf, að einum undanskildum. Hafi aðgerðir stefnda verið með það 15 markmið að tryggja að jafnræði og mále fnaleg sjónarmið lægju til grundvallar við framkvæmd skipulagsbreytinganna. Þá hafi A ekki verið aftrað frá því að sinna starfi sem trúnaðarmaður en hafi sú orðið raunin hafi það hvorki verið stórvægilegt né gert af ásetningi. Niðurstaða 84 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort uppsögn A hafi brotið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem trúnaðarmönnum er veitt ákveðin vernd í starfi, sem og hvort honum hafi verið meinað að sinna starfi sínu sem trúnaðarmaður í samræmi við ákvæð i kjarasamnings . Ágreiningurinn fellur því undir valdsvið Félagsdóms, sbr. 1. og 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. la ga nr. 80/1938. 85 Samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938 er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá gjalda þess á annan hátt að þeim hefur verið falið að gegna trúnaðarmannsstörfum. Þá skal trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni þegar atvinnurekandi þarf að fækka við sig starfsfólki , sbr. 2. málsl ið 11. gr. laga nr. 80/1938 . Í síða rnefnda ákvæðinu felst sú meginregla að trúnaðarmanni á ekki að segja upp störfum við fækkun starfsmanna, nema vinnuveitandinn sýni fram á ríkar ástæður til þeirrar ráðabreytni, sbr. dóm F élagsdóms frá 27. júní 2011 í máli nr. 6/2011. 86 Í málinu liggur fyrir að A var trúnaðarmaður VR hjá stefnda og naut því þeirrar verndar í starfi sem kveðið er á um í 11. gr. laga nr. 80/1938 þegar honum var sagt upp með bréfi stefnda 12. apríl 2022. Stefndi hefur hins vegar byggt á því í málinu að uppsögn A , sem og annarra starfsmanna stefndu , hafi verið nauðsynlegur og raunar óhjákvæmilegur liður í almennum skipulags - og rekstrarbreytingum stefnda sem næðu til allra stöðugilda. Af greinargerð formanns stefnda til stjórnar stefnanda í málinu verður enn fremur ráðið að hópup psögnin hafi meðal annars verið byggð á því sjónarmiði að fækka þyrfti stöðugildum hjá stefnda til frambúðar um 18 - 20% með tilheyrandi lækkun á kostnaði við laun og launatengd gjöld. 87 Þegar tekin er afstaða uppsagnar A í tengslum við almennar skipulagsbrey tingar hjá félaginu er ekki unnt að horfa framhjá því að starf A sem kjaramálafulltrú i lýsti sér í öllum meginatriðum í því að veita félagsmönnum aðstoð við að gæta réttinda sinna í starfssambandi. Starf hans var að þessu leyt i liður í því grundvallarhlutv erki stefnda sem stéttarfélags að gæta réttinda félagsmanna gagnvart atvinnurekendum og telja verður ljóst þau verkefni sem í starfinu fólust hafi verið áfram til staðar hjá stefnda, hvað sem leið almennum skipulagsbreytingum á starfsemi félagsins. Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi greindi vitnið Ragnar Ólason, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri stefnda, frá því að þau verkefni sem A sinnti hafi ennþá ver ið til staðar á skrifstofu stefnda eftir brotthvarf hans enda þótt störfin sem slík væru breyt t. 16 88 Í ljósi þeirrar ríku verndar sem A naut sem trúnaðarmaður samkvæmt framangreindu var sérstök ástæða fyrir stefnda að kanna hvort unnt væri að komast hjá uppsögn hans . Með vísan til þessa sem og þess sem að framan er rakið um eðli þeirra verkefna sem ha nn sinnti í starfi sínu hjá stefnda verður telja að svigrúm hafi verið til þess að láta hann sitja fyrir um vinnu þannig að ekki þy rfti að koma til uppsagnar hans í tengslum við skipulagsbreytingar stefnda. Af þeim sökum var uppsögn hans hvorki nauðsynleg né óhjákvæmileg í tengslum við almennar skipulagsbreyting ar stefnda. Verður því ekki talið að stefndi hafi sýnt fram á nægilegar ríkar ástæður fyrir þeirri ákvörðun að segja A upp starfi. Að þessu athuguðu og með hliðsjón af fordæmum Félagsdóms verður að telja að uppsögnin hafi brotið gegn 2. málsl ið 11. gr. laga nr. 80/1938 og því verið ólögmæt. 89 Stefnandi hefur einnig gert þá kröfu í málinu að viðurkennt verði með dómi að stef nandi hafi brotið gegn greinum 13.2, 13.4 og 13.5 í kjarasamning i VR og Samtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019. Um trúnaðarm e nn er fjallað í 13. kafla kjarasamnings VR og Samtaka atvinnulífsins , en samkvæmt grein 13.1 er s tarfsmönnum heimilt að kjósa ein n trúnaðarmann á hverjum vinnustað, þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn, og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af v iðkomandi stéttarfélagi. Ágreiningslaust er að umræddur kjarasamningur gilti í lögskiptum aðila og að A var tilnefndur trúnaðarmaður í samræmi við framangrein d ákvæði kjarasamningsins . 90 Í grein 13.2 segir að t rúnaðarmönnum á vinnustöðum skuli í samráði við yfirmann heimilt að verja, eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að vera falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað og/eða viðkomandi stéttarfélagi vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna og skuli laun þeirra ekki skerðas t af þeim sökum. 91 Þá kemur fram í grein 13.4 að trúnaðarmaður á vinnustað skuli hafa aðgang að læstri hirslu og aðgang að síma í samráði við yfirmann. Samkvæmt grein 13.5 skal t rúnaðarmanni hjá hverju fyrirtæki heimilt að boða til fundar með starfsfólki tv isvar sinnum á ári á vinnustað í vinnutíma. Fundirnir hefjist einni klukkustund fyrir lok dagvinnutíma, eftir því sem við verður komið. Til fundanna skal boða í samráði við viðkomandi stéttarfélag og stjórnendur fyrirtækisins með þriggja daga fyrirvara, ne ma fundarefni sé mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum. Þá nægir eins dags fyrirvari. Laun starfsfólks skerðast eigi af þessum sökum fyrstu klukkustund fundartímans . 92 Samkvæmt skýringu við ákvæði 13.1 í kjarasamningnum telst vinnustaðu r í þessu sambandi sérhvert fyrirtæki þar sem hópur manna vinnur saman. Í sömu skýringu segir að þar sem starfsstöðvar fyrirtækis eru fleiri en ein eigi að veita trúnaðarmanni svigrúm til að sinna trúnaðarmannastörfum sínum á öllum starfsstöðvum ellegar kj ósa fleiri trúnaðarmenn til að sinna þeim störfum. Að mati dómsins er ótvírætt að stefndi fellur undir 17 93 Við túlkun á orðalagi greinar 13.2 kjarasamningsins um að trúnaðarmönnum á vinnustöðum skuli í samráði við yfirmann heimilt að verja eftir því sem þörf krefur, tíma til starfa sem þeim kunna að vera falin af starfsmönnum á viðkomandi vinnustað vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna verður enn fremur að horfa til þess hvernig hlutverk trúnaðarman na er afmarkað í ákvæðum laga nr. 80/1938. Þannig er í 1. mgr. 10. gr. laganna kveðið á um að v erkamönnum ber i að snúa sér til trúnaðarmanns stéttarfélagsins með umkvartanir sínar yfir atvinnurekanda og fulltrúum hans. Þá er trúnaðarmanni falið það hlutverk í 2. mgr. 10. gr. sömu laga að rannsaka mál st rax og trúnaðarmanni hefur borist umkvörtun verkamanns eða hann telur sig hafa ástæðu til að ætla, að gengið sé á rétt verkamanns eða verkalýðsfélags á vinnustöð hans af hálfu atvinnurekandans eða fulltrúa hans . Með vísan til þess a lögbundna hlutverks trúnaðarmanna verður að túlka grein 13.2 kjarasamningsins á þann veg að trúnaðarmann eigi ríkan aðgang að vinnustað starfsmanna sem kjarasamningur tekur til , enda verður ekki séð hvernig þeir geti að öðrum kosti ræ kt skyldur sínar að lögum. 94 Stefnandi hefur byggt á því að stefndi hafi meinað A að sinna störfum sem trúnaðarmaður í samræmi við ákvæði 13.2, 13.4 og 13.5 þegar aðstoðarframkvæmdastjóri stefnda tilkynnti honum á skrifstofu stefnda 13. júní 2022 að hann yr ði að yfirgefa skrifstofuna en ágreiningslaust er að A hafði komið þangað í hlutverki trúnaðarmanns að ósk starfsmanns stefnda sem var að skila gögnum. 95 Þegar leyst er úr þessari málsástæðu stefnanda er ekki unnt að horfa fram hjá því að í vitnaskýrslu Rag nars Ólasonar, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra stefnda , fyrir Félagsdómi við aðalmeðferð málsins, gekkst vitnið við því að hafa beðið A um að yfirgefa skrifstofuna , auk þess að hafa ekki vitað hvort starfsmaðurinn óskaði eftir að ræða við A á skrifstofunni hafi verið félagsmaður í stefnanda. 96 Í gögnum málsins kemur ekkert fram um að A hafi gefið vitninu tilefni til að gera honum að yfi r gefa skrifstofu stefnda. Að mati dómsins er ekki unnt að fallast á þá skýringu vitnisins að nauðsynlegt haf i verið að víkja trúnaðarmanni af skrifstofu stefnda til að tryggja þar vinnufrið . Í því samhengi verður að benda á að vitnið hefði hæglega getað óskað eftir því að trúnaðarmaður ræddi í einrúmi við starfsfólk stefnda annars staðar á vinnustaðnum ef það ta ldi að það ylli truflun að ræða við starfsfólk í opnu rými fyrir framan aðra. 97 Þá verður heldur ekki fallist á að fyrirmæli aðstoðarframkvæmdastjóra stefnda til trúnaðarmanns um að víkja af skrifstofu stefnda hafi verið réttlætanleg í ljósi þess að vitninu þótti andrúmsloftið þrúgandi og spurningar A til sín óþægilegar. Í því sambandi er áréttað að trúnaðarmaður gegnir samkvæmt 10. gr. laga nr. 80/1938 því lögbundna hlutverki að fara með kvartanir starfsmanna til atvinnurekanda ef hann telur að atvinnurekandi gangi á rétt starfsmannanna og gera kröfu um lagfæringu. Með vísan til þessa hlutverks er viðbúið að komið geti til snarpra orðaskipta milli trúnaðarmanns og fulltrúa atvinnurekanda. Er þá heldur ekki unnt að draga fjöður y fir 18 að þær skipulagsbreytingar og hópuppsagnir sem stefndi greip til reyndu verulega á ábyrgð og hlutverk trúnaðarmanns stefnanda . Verður ekki séð að trúnaðarmaður stefnanda hafi farið yfir eðlileg mörk við að rækja hlutverk sitt 13. júní 2022 . 98 Í ljósi þe ss sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi brotið gegn ákvæði 13.2 í kjarasam n ing i VR og Samtaka atvinnulífsins með því aðstoðarframkvæmdastjóri stefnda bað trúnaðarmann stefnanda um að yfirgefa skrifstofu stefnda 13. júní 2022 þangað sem hann hafði komið í hlutverki sínu sem trúnaðarmaður. 99 Í skýrslu A fyrir dómi kom fram að hann hefði ekki haft aðgang að læstri hi rslu svo sem hann átti rétt á samkvæmt grein 13.4 í kjarasamningi eftir að vinnuskyldu hans hjá stefnda var hafnað . Þ eirri fullyrðingu var ekki mótmælt af hálfu stefnda við aðalmeðferð málsins en lýsing trúnaðarmannsins fær auk þess stoð í gögnum málsins, sbr. tölvupóst formanns stefnda, dags. 7. júní 2022 , þar sem hann var meðal annars beðinn um að skila lyklum. Verður af þeim sökum fallist á dómkröfu stefnanda um að stefndi hafi brotið gegn grein 13.4 í kjarasamningi að því leyti sem trúnaðarmaður stefnan da hafði ekki aðgang að læstri hirslu. Við skýrslutökur fyrir dómi kom fram að hann hefði áfram haft aðgang að síma og braut því stefndi ekki gegn grein 13.4 að þessu leyti. 100 Að mati dómsins verður ekki séð af atvikum málsins að stefndi hafi brotið gegn gr ein 13.5 í sama kjarasamningi , enda bera hvorki gögn málsins né skýrslur fyrir dómi vott um að stefndi hafi aftrað trúnaðarmanni stefnanda frá því að halda boðaðan fund með starfsfólki á þann hátt sem greinir í ákvæðinu. 101 Stefnandi hefur einnig gert kröfu um að stefnda verði gert að greiða sekt í ríkissjóð þar sem brotið hafi verið gegn skýrum lagákvæðum um að trúnaðarmenn skuli ganga fyrir um störf um og þeir verði ekki látnir gjalda þess að sinna þessu mikilvæga hlutverki . Þrátt fyrir að dómurinn hafi að fallist á kröfur stefnanda að mestu leyti telur dómurinn ekki næg efni til þess að dæma stefnda til greiðslu sektar samkvæmt 70. gr. laga nr. 80/1938 . Lítur dómurinn þá í senn til atvika málsins sem og dómaframkvæmdar Félagsdóms um brot á ákvæðum kjarasamninga um trúnaðarmenn . 102 Í samræmi við þessa niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda allan kostnað af rekstri málsins sem telst hæfilega ákveðinn 600.000 kr. Dómsorð: Viðurkennt er að uppsögn stefnda Eflingar á trúnaðarmanni VR A , hjá Eflingu stéttarfélagi þann 13. apríl 2022, var ólögmæt og braut gegn 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Viðurkennt er að stefndi braut gegn ákvæðum nr. 13.2 og 13.4 í kjarasamningi VR og Samt aka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019 með því að meina A trúnaðarmanni VR 19 aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum VR á skrifstofu stefnda hver ra hagsmuna honum bar að gæta. Stefndi greiði stefnanda 6 00.000 krónur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Kristín Benediktsdóttir Eva Dís Pálmadóttir