1 Ár 201 8 , föstudaginn 21. desember, er í Félagsdómi í málinu nr. 9 /201 8 Alþýðusamband Íslands f.h. Flugfreyjufélags Íslands (Guðbjarni Eggertsson lögmaður) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Icelandair ehf. (Jón Rúnar Pálsson lögmaður) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 13. desember sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir , Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands , Guðrúnartúni 1 í Reykja vík fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands , Hlíðasmára 15 í Kópavogi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennt verði að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum gr einar 22 - 0 í kjarasamningi Icelandair ehf. og Flugfreyjufélags Íslands um hlutastörf félagsmanna Flugfreyjufélags Ís lands , með því að leggja niður hlutastörf 118 flugfreyja og flugþjóna frá og með 1. janúar 2019 , og að stefnda verði gert að draga niðurfellingu hlutastarfanna til baka en til vara að stefnda sé skylt að ráða þær 118 flugfreyjur og þá flugþjóna aftur í hlutastörf sem sagt var upp og/eða samþykktu breytingar á starfshlutfalli sínu sem taka á gildi 1. janúar 2019. Stefnandi krefst þe ss jafnframt að viðurkenndur verði réttur félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands til hlutastarfa bæði með frímánuði og innan mánaðar, sbr. grein 22 - 0 í kjarasamningi Icelandair ehf. og Flugfreyjufélags Íslands , og að sá réttur eigi einnig við um aðra félag smenn en flugfreyjur sem gefst kostur á 50% starfi í framhaldi af barneignarleyfi til allt að tveggja ára, sem starfað hafa í 30 ár eða lengur eða eru 55 ára, sbr. grein 33 - 0 í kjarasamningi Icelandair ehf. og Flugfreyjufélags Íslands. Til vara krefst ste fnandi þess að viðurkenndur verði réttur félgsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands til hlutastarfa með frímánuði, sbr. grein 22 - 0 í kjarasamningi Icelandair ehf. og 2 Flugfreyjufélags Íslands , og að sá réttur eigi einnig við um aðra félagsmenn en flugfreyjur sem gefst kostur á 50% starfi í framhaldi af barneignarleyfi til allt að tveggja ára, sem starfað hafa í 30 ár eða lengur eða eru 55 ára, sbr. grein 33 - 0 í kjarasamningi Icelandair ehf. og Flugfreyjufélags Íslands. Að lokum krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Málavextir Stefndi, Icelandair ehf., er flugfélag og er það dótturfélag Icelandair Group hf. Flugfélagið gerir kjarasamninga við stéttarfélög starfsmanna í sinni þjónustu, þar á meðal við stefnanda, Flugfreyjufélag Íslands. Allt frá árinu 1980 hefur verið vikið að hlutastörfum í kjarasamningum stefnda og áður forve ra stefnda, Flugleiða hf., við stefnanda . Árið 1982 var með sérstöku samkomulagi samið um það milli stefnanda og forvera stefnda að með samkomulagi milli fyrirtækisins og viðkomandi flugfreyju mætti veita heimild til 50% hlutastarfs. Nánari ákvæði voru í samkomulaginu um fyrirkomulag slík ra hlutastarf a . Í málinu liggur fyrir undirritaður heildar kjarasamningur 24. maí 1992 þar sem þetta samkomulag er tekið inn í kjarasamning inn með yfirskriftinni Samkomulag 2 . Í bókun 1 við kjarasamning stefnanda við forvera stefnda 26. apríl 1995 var kveðið á um að fyrirtækið h afi verði opnað fyrir meiri sveigjanleika í vinnutíma og hlutastörfum Orðrétt segir þ ví næst í bókuninni: og flugþjónum m uni bjóðast eftirfarandi hlutastörf: 75% starf (vinna þrjá mánuði, frí einn) / 66,6% starf (vinna tvo mánuði, frí einn) / 50% sta r f (vinna einn mánuð, frí einn) Þá segir í bókuninni að flugfreyjum g e fra mhaldi af barneignarleyfi til allt að tveggja ára. Þá g e fist þeim sem starfað h afi í 30 ár eða . Stefnandi kveður þessa bókun hafa verið tekna i nn í kjarasamning aðila í júní 1996 sem grein 20 - 0 en engin gögn liggja fyrir um það . Með kjarasamningi aðila 30. apríl 2000 var samþykkt bókun sem kveður á um að við 55 iður í 40% starfshlutfall. Í útgáfu sem stefnandi hefur lagt fram af kjarasamningnum er umrædd bókun í grein 33 - 0. Með tölulið 12 í kjarasamningi málsaðila 6. desember 2004 var eftirfarandi ákvæði bætt við framangreinda grein 20 - 0 um hlutastörf gstímanum verður til reynslu boðið upp á hlutastörf innan mánaðar. Gefinn verður kostur á 75% starfi, 66,6% starfi og 50% starfi er í töluliðnum kveðið á um tilhögun á hlutastörfum innan mánaðar. 3 Enginn ágreinin gur er um að eftir þetta hafi grein 20 - 0, með þeim breytingum sem á henni höfðu verið gerðar, orðið að grein 22 - 0 í kjarasamningi aðil a . Með kjarasamningi þeirra 20. maí 2008 var nýrri málsgrein bætt við umrætt ákvæði sem þar hefur fengið greinarnúmerið 22 - 0. Þessi breyting laut að fjölda flugstunda sem ætla skuli flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi innan mánaðar. Bókunin hefur frá þessum tíma staðið óbreytt í kjarasamningi aðila. Undir rekstri málsins hefur stefndi lagt fram skjal sem ber yfirskriftina Reglur varðandi hlutastörf og launalaus leyfi sem sagt er að hafi verið sett 2005. Samkvæmt þeim bar að sækja um hlutastörf á þar til ger ð um eyðubl öð um eða með tölvupósti til yfirflugfreyju . Þar kemur fram að umsóknir k omi til afgreiðslu tvisvar á ári. Umsóknarfrestur væri 1. mars og 1. september. Við það væri miðað að viðkomandi hefði unnið sem flugfreyja eða flugþjónn í að minnsta kosti þrjú ár. Þá kemur fram í reglunum að boðið væri upp á 67% og 75% starfshlutfall. Þeim sem hafi áunnið sér 15 ára starfsaldur gæfist kostur á að sækja um 50% starf. Þá segir þar að starfsmanni, sem hafi verið úthlutað hlutastarfi, g e fist kostur á því að sækja um breytingu að tve imur árum liðnum. Í málinu liggur einnig fyrir tölvuskeyti stefnda þar sem lýst er viðmiðunum sem lögð hafi verið til grundvallar við úthlutun hlutastarfa hjá stefnda á árunum 2016 til 2018. Þar kemur meðal annars fr am að takmark sé á fjölda hlutastarfa og að unnið sé úr umsóknum í september ár hvert og þeim svarað fyrir 1. október. Á fundi forsvarsmanna málsaðila 6. september 2018 v oru kynntar áætlanir stefnda um breytingar á fyrirkomulagi hlutastarfa af hálfu stefn d a . Þar mun hafa komið fram að fyrirhugað væri að segja upp ráðningarsamningum við flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi. Í gögnum málsins er að finna lýsingu Elísabetar Helgadóttur , framkvæmdastjóra mannauðssviðs stefnda , á fundinum . Þar kemur fram að fyrirhugaðar breytingar h afi verið rökstuddar á fundinum með því að þær stuðluðu að skýrara verklagi, meira gagnsæi og hagræðingu. Þar kemur einnig fram að rætt hafi verið um að flugliðar kæmu til með að geta sótt um tímabundi n hlutastörf ve gna sérstakra aðstæðna og að unnið væri að því að semja viðmið sem tækju til þeirra. Með bréfi stefnanda 12. september 2018 var fyrirhuguðum uppsögnum mótmælt. Þar var því haldið fram að aðgerðirnar fælu í sér gróft brot á kjarasamningi aðila og þá einkum grein 22 - 0. Vísað var til þess að um væri að ræða áunnin , samningsbundin réttindi sem ekki yrðu tekin af flugfreyjum og flugliðum á samningstíma gildandi kjarasamnings. Enn fremur að aðgerðirnar k æmu til með að brjóta gegn lögum nr. 86/2018, um jafna meðferð á vinnumarkaði , og lögum nr. 10/2004, um starfsmenn í hlutastörfum . Var skorað á stefnda að láta af fyrirhuguðum uppsögnum. Bréfið var afhent á samráðsfundi sem haldinn var 12. september 2018 með fullt rúum beggja aðila. Framkvæmdastjóri mannauðssviðs stefnda svaraði framangreindu bréfi 14. september 2018. Í svarbréfinu er því hafnað að fyrirhugaðar aðgerðir br jóti gegn kjarasamningi eða 4 lögum. Kemur þar fram sú afstaða stefnda að grein 22 - 0 f e li ekki í sér skuldbindandi yfirlýsingu um að hverjum þeim sem ósk i eftir því að vinna hlutastarf verði veitt heimild til þess nema að viðkomandi sé að koma til baka úr barneignarleyfi eða hafi starfað hjá félaginu í 30 ár eða lengur. Að öðru leyti væri þa , sem ákveð i með hvaða hætti yrði bréfinu að ákvör ðunin sé einungis reist á rekstrarlegum forsendum og að kynferði hafi þar ekki haft nein áhrif. Enn fremur er því hafnað í bréfinu að 3. mgr. 4. gr. laga nr. 10/2004 set ji skorður í þessu efni, enda séu fyrirhugaðar uppsagnir reistar á rekstrarþörf fyrirtæ kisins. N ánari rök eru færð fyrir því að aðgerðirnar lei ði til betri nýtingar á áhöfnum félagsins og lækkun ar á kostnað i . Í bréfinu eru því næst veittar upplýsingar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 63/2000, um hópuppsagnir. Þar kemur meðal annars fram að m eð fyrirhuguðum aðgerðum verði hætt að bjóða upp á hlutastörf umfram það sem falli undir ákvæði kjarasamnings. Breytingarnar taki til 118 flugfreyj a og flug þjóna og þeim verði öllum boðið 100% starf. Muni þær koma til framkvæmda um næstu mánaðamót og að up psagnarfrestur hefjist þá. Að uppsagnarfresti liðnum g æ fist viðkomandi kostur á því að halda áfram starfi sínu hjá stefnda í auknu starfshlutfalli. Stefndi mun hafa sent öllum flugfreyjum og flugþjónum er starfa hjá stefnda bréf 19. september 2018 þar sem gerð er grein fyrir fy ri rhugaðri breytingu á fyrirkomulagi hlutastarfa. Þar kemur fram að ráðstöfunin sé liður í hagræðingaraðgerðum hjá félaginu. Þ á er þess getið að flugfreyjur og flugþjónar sem náð h afi 55 ára aldri eða starfað hafi hjá félaginu í 30 ár eða lengur eigi rétt á hlutastarfi sem og að flugfreyjur sem komi úr barnsburðarleyfi eigi tilkall til þess að vera í hlutastarfi í tvö ár. Öðrum y rði sendur tölvupóstur þar sem þeim yrði boðið 100% starf frá og með 1. janúar 2019. Þeim sem ekki g átu þegið fullt starf vegna aðstæðna sem tilgreindar voru í sérstökum undanþágum sem fylg du bréfinu var gefinn kostur á viðtali þar sem fara átti yfir málið . Þær undanþágur tóku meðal annars til þess þegar starfsmenn k oma til starfa eftir veikindi eða læknis aðgerðir sem og þegar börn starfsmanna glímdu við langv inn veikindi. Í málinu liggur enn fremur fyrir tölvuskeyti 19. september 2018 sem mun hafa verið sent þeim 118 félagsmönnum stefnanda sem aðgerðir nar beindust að . Þar var viðkomandi gefinn frestur til 26. september sama ár til þess að upplýsa hvort hann hefði hug á fullu starfi frá og með 1. janúar 2019 eða ekki. Enn fremur var óskað eftir því að upplýst yrði ef viðkomandi teldi sig falla undir framangreindar undanþágur. Með bréfi stefnanda 25. september 2018 voru mótmæli félagsins við uppsögnunum áréttaðar og athugasemdir gerðar við túlkun stefnda á kjarasamningi aðila. Þar kom f ram að fyrirhugað væri að skjóta málinu til Félagsdóms. Málið var höfðað 10. október 2018. Við aðalmeðferð málsins , sem fór fram 13. desember 2018, gáfu skýrslu Sturla Bragason, fyrrum varaformaður stefnanda, Rannveig Eir 5 Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður flugþjónu studeildar stefnda, Elísabet Helgadóttir, Í skýrslu Elísabetar kom fram að af þeim 118 flugfreyjum o g flug þjónum sem fengið hefðu tilkynningu um uppsögn ráðningarfyrirkomulags hafi milli 20 og 30 fengið tímabundið að halda áfram í hlutastarfi á grundvelli undanþága. Í öðrum tilvikum hafi flestir félagsmenn stefnanda samþykkt ráðningu í fullt starf og ein ungis tveimur hafi verið sagt upp. Í skýrslu Klöru Írisar kom einnig fram að undanþágurnar sem fylgt hefðu tilkynningum til viðkomandi flugfreyja og flug þjóna 19. september 2018 hafi verið endurskoðaðar. Í málinu liggur fyrir skjal sem hefur að geyma þær undanþágur sem stefndi kveðst fylgja í framkvæmd við afgreiðslu umsókna um hlutastörf . Auk þeirra hópa sem í kjarasamningi er kveðið sérstaklega á um að skuli eiga kost á hlutastarfi er þar mælt fyrir um tímabundna heimild til hlutastarf s að loknu veikindaleyfi, lyfjameðferð og aðgerð. Þá er foreldrum langveikra og fatlaðra barna og þeim flugfreyjum og - þjónum sem eru með gilt örorkumat gefinn kostur á hlutastarfi sem veitt er í eitt ár í senn. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnand i kveður stefnukröfur sínar vera reistar á því að félagsmenn hafi samið um rétt þeirra til hlutastarfa. Verði þessi samningsbundni réttur ekki af þeim tekinn með einhliða ákvörðun annars samningsaðila og það á gildistíma kjarasamningsins. Um gróft brot á k jarasamningi aðila sé að ræða, einkum grein 22 - 0, þar sem fallið sé frá þeim sveigjanleika sem ákvæðinu sé ætlað að tryggja. Hafi ákvæðið gagnast báðum samningsaðilum í gegnum tíðina. Þá sé sú túlkun á greininni , sem hafi verið við lýði undanfarin ár , fors enda kjarasamnings aðila sem öllum sé kunnugt um. Aldrei hafi verið vakin athygli á því að stefndi túlkaði greinina þrengra en gert hafi verið í framkvæmd. Hafi flugfreyjur og flug þjónar getað gengið að hlutastörfum sem vísum og fengið slík störf hafi þeir uppfyllt skilyrði stefnda . Stefnandi bendir á að árið 2008 hafi stefndi óskað eftir því að flugfreyjur og flug þjónar minnkuðu við sig starfshlutfall til að mæta samdrætti. Frá þeim tíma hafi aldrei verið minnst á það að takmarka ætti rétt starfsmanna til hlutastarfa. Megi túlka það á þann veg að stjórnendur stefnda hafi til dagsins í dag litið svo á að um ótvíræðan rétt væri að ræða. Stefnandi kveðst byggja kröfur sína r á skýru orðalagi greinar 22 - 0 þar sem m eðal annars segi að opnað sé fyrir meiri sveig janleika í vinnutíma og hlutastörfum og að flugfreyjum og flug sérstaklega út . Auk þess að vísa til orðalags ákvæðisins byggir stefnandi á aðstæðum við samningsgerðina og hvað hafi vakað fyrir aðilum. Þá sé byggt á þeim skilningi sem báðir samningsaðilar hafi haft á greininni allt frá árinu 1992 og þeim venjum sem hafi skapast um þann skilning sem og til forsögu núgildandi greinar. 6 Stefnandi byggir á því að venjubundin túlkun greinarinnar og sú framkvæmd sem hafi verið við lýði á hlutastörfum sé í samræmi við orðalag ákvæðisins. Sú þrönga túlkun sem stefndi leggi til grundvallar umræddum uppsögnum sé ekki í samræmi við tilgang og mar kmið samningsákvæðisins. Stefnandi kveður ákvæðið , sem sett hafi verið í kjarasamning aðila þegar árið 1992 , ekki vera sett af góðmennsku stefnda heldur sé það hluti af áralangri baráttu og kröfugerð félagsmanna stefnanda. Vilji samningsaðila hafi verið að skapa rétt til hlutastarfa og meiri sveigjanleika í vinnutíma. Hafi það meðal annars verið gert vegna eðli s starfsins, sem krefjist mikillar fjarveru frá heimili og fjölskyldu , auk þess sem það sé líkamlega erfitt og slítandi. Sá sveigjanleiki sem grein in kveði á um sé enn fremur í samræmi við almenn markmið um að auka sveigjanleika og gera störf fjölskylduvænni. Stefnandi telur auk þess að ákvörðun stefnda um að fella niður hlutastörf brjót i gegn lögum nr. 10/2004, einkum 1. gr., 2. gr. og 3. mgr. 4. gr. laganna, lögum nr. 86/2018, einkum 7. og 8. gr., lögum nr. 10/2008, einkum 21. gr., og reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja nr. 680/1999, sbr. reglugerð nr. 678/2004, einkum 6. gr. viðauka við tilskipun Evrópusambandsi ns nr. 2000/79/EB. Stefnandi telur að við mat á ástæðum aðgerða stefnda verði ekki horft fram hjá því að langstærsti hluti flugfreyja og flug þjóna séu konur með nokkurn starfsaldur. Um sé að ræða duldar uppsagnir með það að markmiði að fækka starfsfólki m eð lengri starfsaldur sem sé á hærri launum. Auk þess að vísa til framangreindra lagaákvæða kveðst stefnandi byggja kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi kjarasamningi aðila, sbr. kjarasamning frá júní 2016. Þá vísar hann til almennra reglna um skuldbi ndingargildi samninga og meginreglur vinnuréttar. Stefnandi vísar jafnframt til laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum IV. kafla laganna um Félagsdóm. Kröfu sína um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði sé reist á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur. Málsástæður og lagarök stefnda Af hálfu stefnda er vísað til þess að samkomulag frá 17. mars 1982, sem kveði á um að heimild til hlutastarfs sé alfarið í höndum stefnda og viðkomandi starfsmanns, hafi aldrei verið fellt niður, en stefndi hafi annast uppfærslu og útgáfu kjarasamnings aðila án aðkomu stefnda. Með bókun 1 í kjarasamningi aðila frá 26. apríl 19 95 hafi verið opnað fyrir meiri sveigjanleika með því að bjóða upp á hlutastörf í nánar tilteknum hlutföllum . Samkvæmt því orðalagi sé um heimildarákvæði að ræða sem stefnda sé unnt að nýta en sé það ekki skylt. Stefndi bendir á að það sé hluti stjórnuna rréttar hans að ákveða hvort eða hvernig ráðningum sé háttað hverju sinni hjá sér og þá í hvaða starfshlutföllum. Samkvæmt nýjum 7 reglum um úthlutun hlutastarfa sé gert ráð fyrir því að starfandi flugfreyjur og flug þjónar séu í 100% starfshlutfalli nema und antekningar eigi við . Stefndi mótmælir því að framangreind breyting fari í bága við bókun 22 - 0 í kjarasamningi aðila. Samráð hafi verið haft við stefnanda um fyrirhugaðar breytingar. Greinin mæli fyrir um að opnað sé fyrir meiri sveigjanleika í vinnutíma. Það sé nánar tilgreint í greininni hvernig slíkum hlutastörfum kunni að vera háttað. Þar komi ekki fram skuldbindandi yfirlýsing stefnda um að hverjum þeim sem óski eftir því að vinna í hlutastarfi verði veitt heimild til þess nema viðkomandi sé að koma úr barneignarleyfi eða hafi starfað hjá félaginu í 30 ár eða lengur. Að öðru leyti sé það ávallt háð mati stefnda hvort heimild til hlutastarfa verði veitt . Félagið meti það sjálft á grundvelli stjórnunarréttar síns hvo rt eða með hvaða hætti opnað verði fyrir meiri sveigjanleika í vinnutíma og hlutastörfum. Stefndi telur að þessi sveigjanleiki taki til þeirra sem að framan greinir, það er flugfreyja sem kom i úr barneignarleyfi og þeirra sem hafi starfað í 30 ár hjá stef nda. Þá telur stefndi hann einnig eiga að taka til þeirra sem komi aftur til starfa eftir veikindaleyfi. Fram að þessu hafi ferlið ekki verið nægilega gagnsætt og að ekki hafi alltaf verið gætt jafnræðis þegar teknar hafi verið ákvarðanir um hlutastörf. Í því ljósi sé nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða. Áfram verði um sveigjanleika að ræða þar sem flugfreyjur og flug þjónar gegni hlutastörfum en á grundvelli skýrra reglna stefnda og kjarasamnings um hvenær skuli verða við slíkri beiðni. Stefndi kveðu r kröfur stefnanda um viðurkenningu á rétti félagsmanna stefnanda til hlutastarfa vera langt umfram það sem felist í grein 22 - 0. Hlutastarf sé ekki sjálfgefið. Í flestum tilvikum hafi þurft að sækja um slíkar stöður og komið hafi fyrir að heimildin hafi ve rið afturkölluð. Stefndi hafnar því alfarið að skapast hafi bindandi venja um veitingu hlutastarfa. Stefndi vísar jafnframt til þess að uppsagnirnar nái jafnt til beggja kynja og hafnar því að þær feli í sér brot gegn lögum nr. 86/2018. Með vísan til 3. m gr. 4. gr. laga nr. 10/2004 telur stefndi enn fremur að uppsagnirnar séu ekki andstæðar þeim lögum, enda byggi þær á rekstrarþörf fyrirtækisins. Stefndi áætli að aðgerðirnar muni leiða til mun betri nýtingar á áhöfnum. Þá sé kostnaðarhlutfall stefnda vegna flugliða hátt og því mikilvægt að félagið grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að verða samkeppnishæft við keppinauta sína á markaði. Þá bendir stefndi á að aðgerðirnar hafi tekið til 118 flugfreyja og flug þjóna og hafi öllum verið boðið 100% starf. F rá og með 1. nóvember 2018 verði 894 flugfreyjur og flug þjónar í vinnu hjá stefnda. Fylgt hafi verið reglum um hópuppsagnir varðandi upplýsingagjöf og samráð, sbr. lög nr. 63/2000, um hópuppsagnir. Um lagarök vísar stefndi aðallega til kjarsamnings stefna nda við stefnda en einnig til almennra reglna vinnuréttar. Þá sé málskostnaðarkrafa stefnda reist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. 8 Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Almennt er það samningsatriði milli vinnuveitanda og starfsmanns í ráðningarsamningi hvort hann gegni fullu starfi eða hlutastarfi. Vilji vinnuveitandi breyta starfshlutfalli í óþökk starfsmanns er honum jafnan heimilt að segja upp ráðningarsamning num með viðeigandi fyrirvara í því skyni að koma á nýjum samningi með breyttu starfshlutfalli enda fari sú ráðstöfun ekki í bága við kjarasamning eða lagafyrirmæli. Eins og rakið hefur verið hefur stefndi sagt upp hlutastörfum 1 18 félags manna stefnanda. Að sögn stefnda tók aðgerðin til þeirra starfsmanna sem hann taldi að nytu ekki réttar samkvæmt kjarasamningi til þess að vera í hlutastarfi. Stefnandi telur þessa afstöðu stefnda stangast á við grein 22 - 0 í kjarasamningnum enda s é þar kveðið á um rétt allra félagsmanna s tefnanda til hlutastarfa. Því til stuðnings vísar stefnandi til orðalags greinarinnar, forsögu hennar og tilgang s sem og til venjubund innar framkvæmd ar stefnda við úthlutun hlutastarfa. Í málatilbúnaði sínum vísar stefnandi einkum til þeirra orða greinar 22 - 0 sem af gögnum málsins verður ráðið að hafi verið samþykkt sem bókun I við kjarasamning stefnanda við forvera stefnda 26. apríl 1995 . Efni þeirrar bókunar er rakið í málavaxtalýsingu . K jarasamningur inn eins og hann var samþykktur í apríl 1995 hefur ekki verið lagður fram í heild sinni. Áður mun hafa verið í gildi heildarkjarasamningur sömu aðila frá 24. maí 1992 . Eins og fram hefur komið var í honum ákvæði með yfirskriftinni Samkomulag 2 þar sem mælt var fyrir um að forveri stefnda g æ t i samið við einstaka starfsmenn um 50% hlutastarf . Sú tilhögun er í samræmi við það sem almennt tíðkast á vinnumarkaði , að starfshlutfall ráðist af gagnkvæmu samkomulagi aðila vinnusambandsins en ekki almenn um skuldbindingum í kjarasamningi. Eins og málið liggur fyrir er óupplýst hvort framangreint ákvæði hafi verið framlengt með samþykkt kjarasamnings ins 1995 eða hvort það kunni að haf a fallið brott við lok gildistíma kjarasamningsins 1992. Hvað sem því líður verður í ljósi forsögu bókunarinnar með kjarasamningnum 1995 að túlka orðalag hennar á þann veg að með henni hafi ætlunin verið að tryggja meiri við félagsmenn stefnanda um hlutastörf. F lugfreyjum og flugþjónum stæðu þannig ekki aðeins til boða 50% starf heldur einnig 66,6% starf og 75% starf. Gefur o rðalag bókunarinnar sem þá var samþykkt ekki tilefni til þess að álykta að með henni hafi orðið sú grundvallarbreyting að flugfreyjur og flugþjónar g ætu gengið að hlutast örfum vísu m , án tillits til afstöðu samningsaðila síns til þeirrar tilhögunar . Síðari breytingar og viðbætur við bókunina fá ekki breytt framangreindri ályktun um skýringu hennar . Engin gögn liggja fyrir í málinu því til stuðnings að stefndi og forveri hans hafi fram til þessa gengið út frá því í framkvæmd að allir félagsmenn stefnanda eigi kjarasamningsbundinn rétt til hlutastarfa. Gefa framlagðar vinnureglur stefnda fremur til 9 kynna að litið hafi verið svo á að slíkir skilmálar í lögskiptum félagsins við starfsmenn sína væru háðir samþykki beggja aðila ráðningarsamningsins eins og almennt tíðkast. Þó liggur fyrir að stefndi h efur talið að þeir hópar félagsmanna stefnanda , sem sérstaklega kemur fram í kjaras a mningnum að eigi kost á hlutastarfi, eigi kjarasamningsbundinn rétt til þe ss að minnka við sig starfshlutfall. S kýrsl a Rannveigar Eirar Einar sdóttur fyrir dómi er í samræmi við þetta en hún hafði um langt árabil umsjón með afgreiðslu umsókna flugfreyja og flugþjóna um hlutastörf hjá stefnda . Af framburði hennar verður ráðið að umsóknir annarra en þeirra sem voru að koma úr barneignar leyfi eða uppfyllt u skilyrði kjarasamnings um líf - eða starfsaldur hafi ekki verið s amþykktar s jálfkrafa . Hafi umfang hlutastarfa annarra en þeirra sem fullnægðu þessum skilyrð um meðal annars helgast af rekstraraðstæðum hverju sinni. Samkvæmt framansögðu e r ósannað að venjubundin framkvæmd við afgreiðslu umsókna um hlutastörf styðji dómkröfur stefnanda. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið verður að hafna þeim málatilbúnaði stefnanda að aðrir félags menn stefnanda en þeir sem að framan greinir eigi kjar asamningsbundinn rétt til hlutastarf a á grundvelli greinar 22 - 0 í kjarasamningi aðila. Fellur það í hlut stefnda að ákveða á grundvelli stjórnunarréttar síns hvort efni sé til þess að fækka þeim sem gegna slíku hlutastarfi hjá félaginu í ljósi rekstraraðst æðna með því að segja ráðningarsamningum viðkomandi upp eins og gert hefur verið. Hlutverk Félagsdóms í máli þessu einskorðast við það að skera úr um hvort stefndi hafi með uppsögn á hlutast örfum félagsmanna stefnanda brotið gegn kjarasamningi aðila og að leysa að öðru leyti úr ágreiningi þeirra um túlkun hans eftir því sem kröfugerð stefnanda gefur tilefni til , sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Það fellur því utan verksviðs dómsin s að fjalla um það hvort stefndi kunni að hafa gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 10/2004, laga nr. 86/2018, laga nr. 10/2008 og ákvæða þeirra reglugerða sem stefnandi vísar til í stefnu. Alli r kröfuliðir stefnanda eru reistir á sömu forsendu um kjarasa mningsbundinn rétt félagsmanna stefnanda til hlutastarfa hjá stefnda. Þeirri forsendu er hafnað samkvæmt framansögðu og be r því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og í dómsorði greinir. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Flugfreyjufélags Ísl ands. Stefnandi greiði stefnda 450.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Lára V. Júlíusdóttir Valgeir Pálsson