1 Ár 2017 , fimmtudaginn 22. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 16/2016 : Alþýðusamband Íslands f.h. Ef lingar stéttarfélags gegn Reykjavíkurborg kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 16. júní sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir dómsforseti , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir og Gísli Gíslason Stefnand i er Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1, Reykjavík , f.h. Eflingar - stéttarfélags, Sætún i 1, Reykjavík. Stefndi er Reykjavíkurborg, kt. 530269 - 7609, Ráðhúsinu í Reykjavík, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stef ndi hafi gerst brotlegur við grein 1.4.2 í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags, síðast undirrituðum og framlengdum þann 13. nóvember 2015, með því að greiða starfsfólki sínu, sem eru félagsmenn Eflingar - stéttarfélags og ráðið hef u r verið í tímavinnu samkvæmt grein 1.4.2, á lag á tímavinnukaup samkvæmt grein 1.6. í stað yfirvinnukaups samkvæmt gr ein 1.5 , vegna vinnu sem fellur utan dagvinnumarka eins og þau eru skilgreind í grein 2.2 í kjarasamningnum, sem og á almennum frídögum og sérstökum frídögum samkvæmt kjarasamningnum. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati réttarins að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og krefst ja fnframt málskostnað ar úr hendi stefnanda samkvæmt mati dómsins. Til vara er þess krafist að málskostnaður verði látinn falla niður . 2 Málavextir Hinn 13. nóvember 2015 var þágildandi kjarasamningur Eflingar - stéttarfélags, sem á aðild að stefnanda, Alþýðu sambandi Íslands, og stefnda Reykjavíkurborgar, sem runnið hafði samkvæmt efni sínu úr gildi 31. mars 2014, framlengdur til 31. mars 2019 með ákveðnum fyrirvörum og breytingum. Í fyrsta kafla þessa kjarasamnings er fjallað um kaup. Í grein 1.1 í þessum k afla er kveðið á um að mánaðarlaun starfsmanns, sem gegni fullu starfi, skuli greidd samkvæmt tilgreindum launatöflum í fylgiskjali með kjarasamningnum. Þá eru þar ákvæði um launaþrep, grein 1.2, og röðun í launaflokka, grein 1.3. Í grein 1.5 er að finna f yrirmæli um greiðslu tímakaups í yfirvinnu, en í grein 1.6 um greiðslur fyrir vaktaálag. Því næst er kveðið á um greiðslu desemberuppbótar í grein 1.7, auk þess sem sérákvæði um kaupgreiðslur til ræstingarmanna eru í grein 1.8. Grein 1.4 ber yfirskriftina tímakaup fyrir dagvinnu reiknist sem 0,615% af launaflokki og launaþrepi starfsmanns miðað við starfslaun að viðbættum einstaklingsbundnum launum. Í síðan segir orðrétt í grein 1.4.2: Heimilt er að greiða tímavinnukaup í eftirfarandi tilvikum: 1. Nemendum við sumarstörf og í námshléum. 2. Lífeyrisþegum sem vinna hluta úr starfi. 3. Starfsmönnum sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra árvissra álagstíma ýmissa borgarstofnana eða afleysingastar fa, þó eigi lengur en 2 mánuði. 4. Starfsmönnum, sem ráðnir eru til að vinna að afmörkuðum verkefnum s.s. átaksverkefnum. 5. Starfsmönnum, sem starfa óreglubu ndið um lengri eða skemmri tíma. 6. Starfsmönnum sem ráðnir eru í minna en 33,33% starf, 13 klst. e ða minna að jafnaði á viku. Í sérstökum skýringarkassa með ákvæðinu segi r síðan : Þegar unnið er utan dagvinnumarka, á almennum frídögum og sérstökum frídögum skal greitt yfirvinnukaup en á stórhátíðum er greitt stórhátíðarkaup. Hafi verið samið við star fsmann um að gegna reglubundinni vinnuskyldu alla virka daga nýtur hann leyfis á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum sem ber upp á virkan dag án skerðingar á reglubundum launum. Sjá ennfremur gr. 1.7.4 og 4.2.3. 3 Stefnandi vísar í stefnu til forsögu g reinar 1.4.2 í kjarasamningnum. Hann kveður ákvæðið um tímavinnu kaup eiga rót sína að rekja til kjarasamnings Starfsmannafélagsins Sóknar við Reykjavíkurborg og fleiri aðila frá árinu 1997 með gildistíma frá 1. apríl 1997 til 31. október 2000 . Í fylgiskjal i 3 með kjarsamningnum er að finna samkomulag Stéttarfélagsins Sóknar annars vegnar og Reykjavíkurborgar og fjármálaráðherra hins vegar um réttindamál tímavinnumanna sem undirritað var 13. maí 1998. Í 1. grein samkomulagsins er gerð grein fyrir því í hvaða undantekningartilvikum heimilt var að greiða tímavinnukaup í stað hlutfalls af mánaðarlaunum. Í skýringarkassa við 1. gr ein var bannákvæði sem mælti fyrir um að óheimilt væri að greiða vaktaálag ofan á dagvinnutímakaup. Í desember 1998 var Efling - stéttarf élag stofnað og tók til starfa um áramótin 1998/ 1999. Félagið varð til við sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags við Starfsmannafélagið Sókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Við sameininguna varð Efling - stéttarfélag aðili að gerð kjarasamn inga við Reykjavíkurborg um þær starfsgreinar sem áður tilheyrðu hverju stéttarfélagi um sig. Í framlögðum kjarasamningi Eflingar - stéttarfélags og stefnda, dags. 22. mars 2001, var sett inn s érstakt ákvæði , grein 1.4.2, um heimild til greiðslu tímavinnuk aups í undantekningart ilvikum sem þar var lýst í fjórum töluliðum. Þá var með ákvæðinu sérstakur skýringarkassi , eins og í núgildandi kjarasamningi, þar sem sagði að óheimilt væri að greiða vaktaálag ofan á tímakaup. Því er lýst í stefnu að við samningsge rðina 2001 hafi annars vegar verið hafist handa við að samræma kjarasamninga þeirra félaga , sem sameinuðust í Eflingu - stéttarfélag i, í einn kjarasamning við Reykjavíkurborg og hins vegar hafi verið unnið að því að samræma kjaras amning Eflingar - stéttarfélag s og kjarasamninga opinberu stéttarfélaganna, einkum að því er varðaði kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Með kjarasamningi Eflingar - stéttarfélags og stefnda, dags ettum 4. desember 2005 , með gildistíma frá 1. október 2005 til og með 31. ok tóber 2008, var grein 1.4.2. breytt þannig að kveðið var á um að heimilt væri að greiða tímavinnukaup í tilteknum var þeim tilvikum fjölgað frá því sem áður ha fði verið . Orðalag greinar 1.4. 2 hefur verið óbreytt frá árinu 2005 og er óumdeilt að efni greinarinnar hafi ekki komið til umræðu við kjarasamningsgerðina 2011. Af gögnum málsins er ljóst að á árinu 2013 gerði stefnandi athugasemdir við greiðslu vaktaálags á tímakaup í stað yfirvinnuk aups vegna vinnu tímavinnustarfsmanna. Samkvæmt framlagðri fundargerð samstarfnefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags var á fundi nefndarinnar 3. september sama ár bókað að stéttarfélagið óskaði eftir upplýsingum er vörðuðu það fyrirkomulag að greiða álag ofan á tímakaup í dagvinnu þegar unnið væri utan skilgreinds 4 dagvinnutíma. Þá var þar bókað að fram hafi komið að um væri að ræða vinnu við reglubundnar vaktir á tímakaupi. Loks segir í fundargerðinni að fulltrúar stéttarfélagsins telji fyrirko mulagið ekki vera í samræmi við grein 1.4.2 í kjarasamningnum. Af gögnum málsins verður ráðið að ágreiningur aðila að þessu leyti hafi verið ræddur á fleiri fundum samstarfsnefndar en án árangurs. Þá liggja fyrir í málinu bréf frá Eflingu - stéttarfélagi til stefnda sem lúta að greiðslu vaktaálags á tímakaup tímavinnustarfsmanna frá árunum 2015 og 2016. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi vísar til þess að á greiningur aðila lúti að því , hvort greiða eigi yfirvinnukaup ef vinna fellur utan dagvinn umarka eða hvort greiða megi vaktaálag ofan á laun starfsmanna sem starfi í tímavinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeim starfsmönnun Reykjavíkurborgar , sem réttilega falli undir ákvæði greinar 1.4.2 í gildandi kjarasamningi aðila og fái greitt tímavinnukaup samkvæ mt ráðning arsamningi eða launaseðlum, hafi ranglega verið greitt vaktaálag á dagvinnutímakaup í stað yfirvinnu - eða stórhátíðarkaups. Af hálfu stefnanda er byggt á því að samkvæmt skýru orðalagi greinar 1 .4.2 og skýringarkassa sem því fylgi í gildandi kjar asamningi aðila skuli starfsfólk , sem starfi í tímavinnu , fá greidda yfirvinnu vegna vinnu á yfirvinnutímabili, á almennum frídögum og sérstökum frídögum eða stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum. Stefnandi vísar jafnframt til forsögu ákvæðisins sem þegar hef ur verið rakin . Stefnandi telur að þannig eigi þeir starfsmenn , sem ráðnir séu í tímavinnu samkvæmt ráðningarsamningum og launaseðlum , að fá greitt samkvæmt grein 1.4.2 , enda sé ákvæðið sett sérstaklega inn í karasamninginn vegna sérstöðu ráðningar og st arfa slíkra starfsmanna. Þetta komi m.a. fram í framlögðum gögnum eins félagsmanns stefnanda, Birnu Sigurjónsdóttur. Eins og sjá megi á fyrirliggjandi ráðningarsamningum Birnu sé hún ráðin í tímavinnu tímabilið frá júní til desember 2015. L aunaseðlar Birnu fyrir sama tímabil sýni að hún fái greitt vaktaálag á dagvinnu í stað yfirvinnu , líkt og grein 1.4.2 kveði á um. Efling - stéttarfélag telur þessa framkvæmd eiga við um alla þá starfsmenn sem hafi verið ráðnir í tímavinnu eða fengið greitt tímavinnukaup. Stefnandi tekur fram að a f fyrirliggjandi gögnum megi ráða að breyting hafi orðið á launagreiðslum tímavinnustarfsmanna í kringum 2009. Engar skýringar hafi fengist af hálfu stefnda hver ástæða þessara breytinga kunni að vera. Stéttarfélagið hafi hins vega r ekki fengið vitneskju um þessa framkvæmd fyrr en 2013 og þá strax gert athugsemdir við stefnda og hafi síðan þá verið í reglubundnum og stöðugum viðræðum við stefnda. 5 Stefnandi kveður s tefnda hafa borið því við að hann hefði heimild til að greiða tíma vinnustarfsmönnum vaktaálag á dagvinnutímakaup í stað yfirvinnu með vísan til greinar 2.1.5.2 þegar um reglubundna vinnu sé að ræða. Í ákvæðinu segi: Þeir starfsmenn sem vinna reglubundna vinnu sem að hluta eða öllu leyti fellur utan dagvinnutímabils skv. 2.2.1 og 2.2.3 skulu fá greitt álag á þær vinnustundir skv. 1.6.1. Efling - stéttarfélag hafnar því að umrætt ákvæði eigi við um launakjör tímavinnustarfsmanna. Ef ætlun aðila hefði verið sú að gr ein 2.1.5.2 tæki til tímavinnustarfsmanna, hefði borið að t aka það sérstaklega fram í ákvæðinu. Ákvæði greinar 2.1.5.2 réttilega túlkað, m.a. með hliðsjón af skýru orðalagi greinar 1.4.2, geti einungis átt við starfsmenn sem vinni á virkum dögum og ráðnir séu á mánaðarlaun. Vaktaálag sé aðeins greitt ofan á mánaða rlaun , hvort se m þau eru heil eða hlutfallsleg, en aldrei ofan á tímakaup. Stefnandi telur rétt að benda á að þeir starfsmenn , sem falli undir ákvæði greinar 2.1.5.2 , fái greidd mánaðarlaun og njóti lengri uppsagnarfrests og veikindaréttar en þeir starfs menn sem falli undir ákvæði greinar 1.4.2. Stefnandi nefnir sem dæmi að veikindaréttur starfsmanna í tímavinnu geti mest orðið 30 dagar samkvæmt grein 11.2.2 í kjarasamningi en veikindaréttur starfsmanns á mánaðarlaunum geti mest orðið 360 dagar samkvæmt g rein 11.2.1. Stefnandi bendir sérstaklega á að þegar orðalagi kjarasamningsákvæðisins um greiðslu tímavinnukaups hafi verið breytt 2005 , hafi komið fram tillaga af hálfu Reykjavíkurborgar um að sleppa skýringarkassa ákvæðisins , enda væri slíkur s kýringar kassi í raun óþarfur þar sem það lægi í augum uppi að starfsfólk í tímavinnu fengi gre idda yfirvinnu utan dagvinnumarka. Tillögunni hafi verið hafnað af hálfu Eflingar - stéttarfélags og hafi niðurstaðan orðið sú að hafa skýringa r kassa nn áfram inni í ákvæði kjarasamningsins. Samkomulag hafi að lokum orðið um að orðalaginu yrði breytt á þann veg að færa ákvæðið úr búningi bannreglu yfir í boðreglu. Í samninganefndum 2005 hafi setið Sigurður Bessason, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Ragnar Ólason og Sigurlaug Gröndal fyrir hönd Eflingar - stéttarfélags og Birgir Björn Sigurjónsson hafi verið formaður samninganefndar Reykjavíkur borgar . Stefnandi kveðst sækja mál þetta á grundvelli ákvæða laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 2. tl. 1. mgr. 44. gr. Má lskostnaðarkrafa styðjist við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað styð ji st við ákvæði laga nr. 50/1988 , um virðisaukaskatt. 6 Má lsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveður á greining aðila lúta að framkvæmd á útreikningi á launum starfsmanna sem ráðnir séu til starfa hjá stefnda á tímakaupi og sinni reglubundnum vöktum. Hafi þeim starfsmönnum verið g reitt tímavinnukaup samkvæmt grei n 1.4.2 í kjarasamningi aðila og svo álag eftir því sem við eigi í samræmi v ið grein 2.1.5.2 kjarasamningsins. Stefndi hafnar því með öllu að hafa gerst brotlegur við ákvæði kjarasamnings aðila og telur að framkvæmd við útreikning og greiðslu launa þeirra starfsmanna , sem ráðnir séu í tímavinnu , sé í fullu samræmi við kjarasamning inn . Stefndi byggir á því að skýra verði ákvæði greinar 1.4 í samhengi við önnur ákvæði kjarasamningsins svo og við eðli starfsins sem ráðið sé í. Á kvæði um kaup sé að finna í 1. k a fla kjarasamnings aðila og það sé sá hluti samningsins sem mest sé nota ður og oftast flett upp í. Jafnframt sé þessum hluta samningsins oftast breytt frá einum kjarasam ningi til þess næsta. Kaup ráðist ekki aðeins af tímakaupi eða föstu mánaðarkaupi, held ur einnig álagsgreiðslum, eingreiðslum og uppbótargreiðslum ýmis konar. Í 2. kafla kjarasamningsins sé fjallað um vinnutíma. Um sé að ræða samræmdan kafla hjá flestum samningsaðilum stefnda. Kaflinn hafi komið inn í kjar asamninginn 2005 og hafi verið nánas t óbreyttur síðan, bæði hjá stefnda og öðrum viðsemjendum stefnanda. Ákvæði 2.1.5 fjalli um hugtök og skilgreiningar. Í grein 2.1.5.1 segi: Dagvinnumenn teljast þeir sem inna vinnuskyldu sína af hendi innan marka dagvinnu, sbr. 2.2.1. Dagvinnumenn geta t ekið að sér yfirvinnu skv. 2.3 eða verið á bakvöktum skv. 2.4. Í grein 2.1.5.2 segi : Þeir starfsmenn sem vinna reglubundna vinnu sem að hluta eða öllu leyti fellur utan dagvinnutímabils skv. 2.2.1 og 2.2.3 skulu fá greitt álag á þær vinnustundir skv. 1. 6.1. Þá segi í skýringarkassa með grein 2.1.5.2 að [s] lík störf eru m.a. á bókasöfnum Stefnandi telur að þau störf, sem deilt sé um í máli þessu, falli ótvírætt undir framangreinda skýringu og að kjör starfsmanna falli að nefndum ákvæðum. Stefndi bendir á að samkvæmt gr ein 2.1.5.1 í kjarasamningi aðila séu dagvinnumenn skilgrein dir sem þeir starfsmenn sem inni vinnuskyldu sína af hendi innan mar ka skilgreindrar dagvinnu sem sé, samkvæmt grein 2.2.1 , sú vinna sem unnin er kl. 8:00 - 17:00 frá mánudegi til föstudags. Í greini nni sé einnig kveðið á um að dagvinnumenn geti tekið að sér yfirvinnu. Samkvæmt gr ein 2.3.1 tel ji s t yfirvinna 7 vera sú vinna sem fari fram utan tilskilins dagslegs vinnutíma eða vi nnuvöku starfsmanns, svo og vinna sem innt sé af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Stefndi tekur fram að í grein 2.2.3 komi fram að starfsmaður sem vinni hluta af vikulegri vinnuskyldu sinni utan skilgreinds dagvinnutímabil s skuli fá greitt álag samkvæmt gr. 1.6.1 á þann hlu ta starfs síns en greinin kveði á um hvernig álagsgreiðs lum skuli háttað. Sérstaklega sé tiltekið í grein 2.2.3 að vinna sem innt sé af hendi á laugardögum og sunnudögum svo og á sérstökum frídögum umfram vinnuskyldu skuli greidd samkvæmt gr ein 1.5 sem kveði á um með hva ða hætti tímakaup í yfirvinnu sé reiknað. Í skýringarkassa með grein 2.2.3 segi: Almennt gildir að þegar vinna starfsmanna er skipulögð þannig að hluti vinnuskyldu er inntur af hendi utan dagvinnumarka, þá skal greitt álag skv. 1.6.1 Í þeim tilvikum að samkomulag sé gert við starfsmenn að þeirra ósk um að þeir vinni hluta vinnuskyldu utan dagvinnumarka þá skal ekki greitt álag á þær vinnustundir sem falla utan dagvinnumarka. Yfirvinna tel j i st því vera sú vinna, sem fram fari utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vinnuvöku starfsmanns, svo og vinna , sem innt sé af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu, þótt á dagvinnutímabili sé. Þá segi í grein 2.5.1 að greiða s kuli þeim starfsmönnum, sem v inni á reglubundnum vöktum , álag fyrir un nin störf á þeim tíma sem falli utan venjulegs og skilgreinds da gvinnutímabils. Kafli 1.6 fjalli um álagsgreiðslur og vaktaálag og af orðalagi ákvæða kaflans verði ráðið að þau eig i við þe gar vinnuframlagið, sem gre iða eigi fyrir, sé hluti vikulegrar vinnuskyldu og falli utan venjulegs dagvinnutímabils. Þeir starfsmenn stefnda sem hér eigi undir séu ráðnir á tímavinnukaup á grundvelli 6. t öluliðar gr einar 1.4.2 í tiltekið starfshlutfall og inni af hendi vinnuframlag sitt samkvæmt fyrirfram tiltekinni og regl ubundinni vinnuskyldu sem falli ýmist utan eða innan venjulegs dagvinnutímabils. Með vísan til þessa telur stefndi að það sé í samræmi við skýr ákvæði kjarasamnings aðila að greiða skuli v aktaálag á laun starfsmann a þegar um skipulagðar vaktir sé að ræða, jafnt þeirra sem ráðnir séu í tímavinnu sem þeirra sem ráðnir séu á mánaðarlaun. Stefndi byggir einnig á því að samsetning launa verði að vera eins fyrir sömu störf til þess að gæta jafnræðis milli starfsmanna , s em vinn a samkvæmt sama kjarasamningi , þó tt starfshlutfallið sé mismunandi. Ef greiðslur ættu að vera með þeim hætti sem stefnandi haldi fram , myndi halla verulega á þá starfsmenn stefnda sem sinni fullu starfi , enda væru heildarlaun þeirra hlutfallslega læ gri en þeirra starfsmanna sem að jafnaði sinna hlutastarfi með annarri vinnu eða með skóla. 8 Stefndi telur að með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á kjarasamningi aðila á árinu 2005 hafi verið fallið frá þeirri túlkun að óheimilt væri að greiða vakta álag ofan á dagvinnulaun tímaráðinna starfsmanna. Ef sú túlkun hefði átt að vera óbreytt hefði stefnanda verið í lófa lagið að halda inni því orðalagi sem áður hafi verið um bann við álagsgreiðslum á tímavinnukaup. Þá byggir stefndi á því að framangreind á kvæði í kjarasamningi aðila hafi staðið óbreytt frá árinu 2005. Breytingu á fyrirkomulagi og framkvæmd kjarasamnings verði ekki náð fram nema með breytingu á viðeigandi ákvæðum við endurnýjun á kjarasamningi aðila. Frá því að gr ein 1.4.2 hafi verið breyt t 2005 , samhliða því að nýr kafli um vinnutíma hafi verið tekinn upp, hafi umrædd ákvæði ítrekað verið endurnýjuð, án breytinga eða athugasemda af hálfu stefnanda, og nú síðast í maí 2015. Hafi stefnandi verið ósáttur við framkvæmdina , hefði hann átt að ko ma athugasemdum sínum að við gerð kjarasamnings. Það hafi hann hvorki gert né lagt áherslu á að ná í gegn. Stefndi tekur fram að umrædd framkvæmd hafi verið án mótmæla um árabil, bæði gagnvart stefnda og öðrum samningsaðilum stefn an da. Túlkun og beiting s tefnda á ákvæðunum hafi fest sig í sessi og t elji stefndi að stefnandi hafi með athafnaleysi sínu gagnvart framkvæmd samnings að þessu leyti sýnt af sér tómlæti sem verði að líta á sem þegjandi samþykki á framkvæmdinni. Stefndi bendir á að í stefnu sé vís að til þess að við gerð kjarasamnings aðila árið 2005 hafi verið horft til kjarasamnings stefnda við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar varðandi samræmingu. T úlkun og framkvæmd á samhljóða ákvæðum í samningi starfsmannafélagsins hafi verið með sama hætti o g um sé deilt í þessu máli um árabil án athugasemda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hann hafi í öllu virt ákvæði kjarasamnings aðila. Túlkun hans á ákvæðum kjarasamningsins byggi á skýru orðalag i þeirra og gefi hvorki ákvæðin né skýringargögn og dómafordæmi tilefni til þeirrar túlkunar sem stefnandi kjósi að beita. Stefndi mótmælir skilningi stefnanda og túlkun hans á umræddum kjarasamningsákvæðum sem röngum og ósönnuðum. Stefndi telur, þvert á það sem stefnandi heldur fra m, að orðalag greinar 1. 4.2 , sbr. önnur ákvæði kjarasamningsins , styðji túlkun hans og framkvæmd á ákvæðinu. Þá mótmælir s tefndi því að forsaga ákvæðisins styðji túlkun stefnanda á ákvæðinu. Þó tt í upphafi hafi verið gert ráð fyrir að starfsmenn , sem ráðnir hafi verið í tímavinnu , skyldu fá greidda yfirvinnu í stað álags, h afi þ ví verið breytt með kjarasamningi aðila 2005. Í þessu sambandi bendir stefndi á að jafnræði hafi verið með aðilum við gerð kjarasamningsins svo og þeirra samninga sem gerðir hafi verið í kjölfarið. Stefnand i hafi ekki komið að samningaborðinu með athugasemdir eða breytingartillögur við ákvæðin eða túlkun þeirra frá því að breytingarnar hafi átt sér stað. Þá mótmælir 9 stefndi því að mismunandi réttindi annars vegar starfsmanna sem ráðnir séu í tímavinnu og hin s vegar starfsmanna sem ráðnir séu á mánaðarlaun skipti nokkru í máli þessu. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna vinnuréttar og meginreglna samningaréttar um túlkun samninga, til laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur , og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Málskostnaðark röfu sína styður stefndi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , og kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun við lög nr. 50/1988 , um virðisauka skatt, en stefndi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og beri því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattinum úr hendi stefnanda. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm í samræmi við 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeil ur. Í máli þessu leitar stefnandi staðfestingar Félagsdóms á því að stefndi hafi brotið gegn grein 1.4.2 í kjarasamningi aðila með því að greiða þeim félagsmönnum í Eflingu - stéttarfélagi, sem ráðnir hafa verið í tímavinnu, vakta álag samkvæmt grein 1.6, en ekki yfirvinnukaup samkvæmt grein 1.5 í kjarasamningnum, fyrir vinnu sem fellur utan dagvinnumarka, eins og þau eru skilgreind í grein 2.2 í sama kjarasamningi, sem og á almennum og sérstöku m frídögum. Telur stefnandi að það stangist á við grein 1.4.2 en í skýringarkassa við ákvæðið sé mælt fyrir um skyldu til þess að greiða yfirvinnukaup við þessar aðstæður. Af málatilbúnaði stefnda verður ráðið að hann telji sér rétt og skylt, samkvæmt grein 2.1.5.2 í kjarasamningi aðila, að greiða sérhverjum félagsman ni stefnanda, sem vinnur reglubundna vinnu sem að hluta eða öllu leyti fellur utan dagvinnutímabils, álag á þær vinnustundir samkvæmt grein 1.6 en ekki tímakaup í yfirvinnu samkvæmt grein 1.5 í kjarasamningnum. Eigi það við óháð því hvort hann hafi verið r áðinn í tímavinnu samkvæmt grein 1.4.2 eða ekki. Samkvæmt framansögðu kannast stefndi við að greiða starfsmönnum, sem njóta kjara samkvæmt umræddum kjarasamningi og ráðnir eru í tímavinnu, álag en ekki yfirvinnukaup fyrir vinnu sem er innt af hendi utan dagvinnutíma. Það sé gert þegar viðkomandi sinnir reglubundinni vinnu sem að hluta eða öllu leyti fellur utan dagvinnutímabils, sbr. grein 2.1.5.2 og grein 2.2.3 í kjarasamningnum. Þá eigi það einnig við þegar þeir sem ráðnir eru í tímavinnu ganga regluleg ar vaktir, sbr. grein 2.5.1 í kjarasamningnum. Stefndi hefur ekki heldur andmælt því að við þessar aðstæður fái viðkomandi einnig álag, en ekki yfirvinnukaup, á almennum og sérstökum frídögum samkvæmt kjarasamningnum. 10 Kröfugerð stefnanda er almenn og verð ur að skilja málatilbúnað hans á þann veg að hann telji að sérhver félagsmaður í stéttarfélaginu, sem ráðinn hefur verið í tímavinnu hjá stefnda, eigi að njóta yfirvinnugreiðslna vegna vinnu utan dagvinnutíma, sbr. grein 1.4.2 í sama kjarasamningi. Tilvitn aðar greinar 2.1.5.2., 2.2.3 og 2.5.1 veiti að hans mati enga heimild til þess að víkja frá því. Samkvæmt framansögðu lýtur ágreiningur aðila að samspili þess sem fyrir er mælt í téðum greinum kjarasamningsins. Grein 1.4 í framangreindum kjarasamningi ber grein 1.4.2 eru talin upp tilvik í sex töluliðum sem lýsa því hvenær stefnda er heimilt að greiða viðkomandi starfsmönnum sínum tímavinnukaup. G reinin felur því í sér undantekningu frá almennu ákvæði kjarasamningsins um greiðslu mánaðarkaups til félagsmanna stefnanda, sbr. grein 1.1. Neðan við grein 1.4.2 er skáletraður texti innan ramma, en þar eru afdráttarlaus fyrirmæli um að skylt sé að grei ða þeim sem ráðnir eru í tímavinnu yfirvinnukaup þegar þeir vinna utan dagvinnumarka, á almennum frídögum og sérstökum frídögum. Ekki er þar vikið að neinum undantekningum frá þessu. Eins og stefnandi hefur gert grein fyrir á þessi innrammaði texti rætur að rekja til kjarasamninga Starfsmannafélagsins Sóknar við Reykjavíkurborg frá 1997, en í sérstöku samkomulagi um réttindamál tímavinnumanna, var kveðið á um að óheimilt væri að greiða vaktaálag ofan á dagvinnutímakaup. Fyrirmæli um þetta bann var í innrö mmuðum texta við grein 1.4.2 í kjarasamningi Eflingar - stéttarfélags við Reykjavíkurborg sem samþykktur var árið 2001. Textanum var breytt í núverandi horf í kjarasamningi aðila árið 2005. Þau ákvæði sem stefndi vísar til eru í 2. kafla samningsins sem fja llar um vinnutíma. Greinar 2.1.5.2 og 2.2 .3 taka til þess þegar vinnutími starfsmanns er þannig ákveðinn að hluti reglulegrar vinnu fellur utan dagvinnutímabils samkvæmt grein 2.2.1 eða hann fellur að öllu leyti utan þess tímabils. Samkvæmt þessum greinum skal þá greiða álag fyrir þær vinnustundir sem falla utan dagvinnutímabils, sbr. grein 1.6.1 í kjarasamningnum. Fyrir vinnu á laugardögum og sunnudögum, sem og á sérstökum frídögum umfram vinnuskyldu, er þó greitt yfirvinnukaup, sbr. grein 1.5. Ákvæði þes si eru afdráttarlaus og ekki er þar vikið að frávikum sem þýðingu hafa gagnvart þeim sem ráðnir eru í tímavinnu. Grein 2.5.1 um vaktavinnu er einnig afdráttarlaus, en þar er kveðið á um skyldu til greiðslu álags til þeirra sem vinna á reglubundnum vöktum. Greinar kjarasamn ingsins sem hér hafa verið raktar veita samkvæmt framansögðu ólík svör um réttindi starfsmanna stefnda sem njóta kjara samkvæmt kjarasamningi stefnda við stefnanda séu þeir ráðnir í tímavinnu og vinna reglubundið utan 11 dagvinnutíma. Ekki v erður af texta þeirra beinlínis ráðið hvort rammagrein 1.4.2 skuli víkja í þeim tilvikum fyrir skyldu samkvæmt framangreindum greinum 2. kafla kjarasamningsins eða hvort síðargreindu greinarnar víki fyrir þeirri skyldu sem kveðið er á um í rammagreininni. Í greinargerð stefnda va r því ekki haldið fram að það he f ð i þýðingu við úrlausn þessa álitaefnis að mælt er fyrir um skyldu til að greiða yfirvinnukaup, þegar unnið er utan dagvinnumarka, inni í römmuðum texta í framlögðum kjarasamningi. Því var aftur á móti hreyft í skýrslu Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra stefnda, fyrir dómi og vísað til þess við málflutning að þessi texti væri ekki eiginlegur hluti kjarasamningsi ns, heldur settur til skýringar . Af hálfu stefnanda var þessari afstöðu mótmælt efnislega. Af skýrslu Birgis Björns, sem og skýrslum Sigurða r Bessason ar , forma nns Eflingar stéttarfélags , og Ragnar s Ólason ar, þjónustufulltrúa Eflingar stéttarfélags, verður ráðið að efni umrædds texta í téðum ramma hafi verið samningsatriði milli sa mningsaðila við gerð kjarasamningins 2005, eins og aðrir hlutar hans. Allir sátu þeir í samninganefndum aðila við kjarasamningsgerðina 2005. Þó tt yfirlýstur tilgangur rammagreinarinnar sé að vera til skýringar mælir greinin með afdráttarlausum hætti fyrir um tiltekin réttindi þeirra sem eru ráðnir í tímavinnu. Verður að líta svo á að við ágreining um réttindamál viðkomandi starfsmanna hafi stefndi skuldbundið sig til þess að skýra grein 1.4.2 á þann veg sem fram kemur í rammagreininni. Hefur greinin þannig skýrð sömu stöðu og aðrar greinar kjarasamningsins. Að þessu sögðu verður að huga að því hvort unnt sé að líta á grein 1.4.2 sem sérákvæði gagnvart fyrrgreindum greinum 2. kafla kjarasamningsins eða hvort sá kafli gangi framar ákvæðum greinar 1.4.2 . Í því efni leggur dómurinn áherslu á að grein 1.4.2 er, að teknu tilliti til þess sem segir í rammagreininni, sértækari að efni til en tilvitnaðar greinar 2. kafla kjarasamningsins. Í því sambandi skiptir máli að þar er fjallað um tilgreindan hóp starfsmanna se m ráðinn er til starfa á sérstökum kjörum öndvert við starfsmenn sem fá greidd mánaðarlaun, sbr. grein 1.1 í kjarasamningnum. Meiri þýðingu hefur þó að í greininni er sérstaklega vikið að því hvernig haga skuli greiðslu fyrir vinnu utan dagvinnumarka , án s kilgreiningar á því hvort um er að ræða óreglubundna eða reglubundna vinnu og þannig skírskotað efnislega til þess sem segir um tilhögun vinnutíma í 2. kafla kjarasamningsins og greiðslu fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Öndvert við þetta fjalla g reinarnar í 2. kafla kjarasamningsins almennt um það hvernig haga skuli greiðslum við þessar aðstæður án þess að skírskotað sé til efnisatriða í grein 1.4.2. Í þessu ljósi verður að líta á grein 1.4.2 sem sérákvæði sem gangi lengra en fyrrgreindar greinar 2. kafla kjarasamningsins. 12 Þar sem líta verður á grein 1.4.2 sem sérákvæði gagnvart öðrum greinum kjarasamningsins sem fjalla almennt um rétt til greiðslna utan dagvinnutíma verður að fallast á með stefnanda að túlka beri kjarasamninginn á þá leið að fyrr nefndar greinar 2. kafla samningsins víki fyrir grein 1.4.2. Fær dómurinn ekki séð að þa ð geti haft þýðingu í málinu þótt þessi niðurstaða kunni að leiða til þess að þeir sem ráðnir eru í tímavinnu, og sinna starfinu að öllu leyti eða að hluta utan dagvinn utíma, njóti betri launakjara en þeir sem eru á mánaðarlaunum og vinna á reglubundnum vöktum. Í því sambandi verður að hafa í huga að það er á valdi stefnda að ákveða hvort hann ráði starfsmann í sína þjónustu í tímavinnu, þegar það er heimilt samkvæmt gre in 1.4.2, eða ráði hann eftir atvikum í hlutastarf og/eða tímabundið þannig að hann fái mánaðarlaun greidd samkvæmt grein 1.1 í kjarasamningnum. Ekkert bendir til þess að Efling - stéttarfélag hafi fengið vitneskju fyrr en vorið 2013 um að stefndi hafi tek ið upp á því, í kjölfar breytinga á kjarasamningnum 2005, að víkja frá þeirri skyldu sem kveðið er á um í grein 1.4.2 þegar tímavinnustarfsmenn vinna reglubundið utan dagvinnutíma. Síðan þá hafa aðilar deilt um hvaða skilning eigi að leggja í kjarasamningi nn að þessu leyti. Ekki liggur fyrir að fyrirsvarsmenn stéttarfélagsins hafi fyrir þann tíma mátt gera sér grein fyrir þessari framkvæmd hjá framkvæmdinni eins og stefndi v ísar til. Málsástæðum stefnda er lúta að þessu atriði er því hafnað. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið ber að fallast á kröfu stefnanda eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að stefndi, Reykjavíkurborg, hafi brotið gegn grein 1.4.2 í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags frá 13. nóvember 2015 með því að greiða starfsfólki sínu, sem er félagsmenn Eflingar - stéttarfélags, og ráðið hefur verið í tímavinnu samkvæmt grein 1.4.2, vakta álag á tímavinnukaup samkvæmt grein 1.6 í stað yfirvinnukaups samkvæmt grein 1.5 í kjarasamningnum, fyrir vinnu sem fellur utan dagvinnumarka eins og þau eru skilgreind í grein 2.2 í kjarasamningnum, sem og á almennum frídögum og sérstökum frídögum samkvæmt kjarasamningnum. Stefndi greiði stefnanda, Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Eflingar - stéttarfélags, 500.000 krónur í málskostnað . Arnfríður Einarsdóttir 13 Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Gísli Gíslason