FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 25. mars 20 21 . Mál nr. 1 8 /20 20 : Lyfjafræðingafélag Íslands ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn í slenska ríkinu ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 15 . mars s íðastliðinn . Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Jónas Friðrik Jónsson . Stefnandi er Lyfjafræðingafélag Íslands, Safnatröð 3 á Seltjarnarnesi. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Í málinu gerir stefnandi eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að félagsmenn stefnanda sem starfi hjá ríkinu eigi rétt til fjórðungs orlofsauka vegna orlofs sem tekið er utan sumarorlofstímabils, að því leyti sem þeir höfðu áunnið sér slíkan rétt fyrir gildistöku nýs kjarasamnings á milli aðila þann 1. maí 2020, jafnvel þótt formskilyrði í nýjum kjarasamningi aðila um skriflega beiðni yfirmanns hafi ekki verið uppfyllt. Dómkröfur stefnda 2 Af hálfu stefnda eru gerðar þær dómkröfur a ð stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir 3 Helstu málavextir eru óumdeildir. Aðilar gerðu með sér kjarasamning vorið 2020. Skrifað var undir samninginn 6. m aí 2020, en samningurinn gildir frá 1. maí sama ár. 4 Í nýjum samningi er að finna ákvæði um sumarorlof sem tekið er utan orlofstímabils, sbr. ákvæði 4.5. Samkvæmt nýju ákvæði lengist orlofshluti, sem starfsmaður tekur utan sumarorlofstímabils, um fjórðung ef fyrir liggur skrifleg beiðni yfirmanns. Í nýju 2 5 Í eldri kjarasamningi sagði hins vegar í ákvæ eftir að sumarorlofstímabili lýkur, skal sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. Sama 6 Samkvæmt þessu hafa þær breytingar verið ger ðar að nú lengist sumarorlof tekið utan sumarorlofstímabils aðeins ef skrifleg beiðni yfirmanns liggur fyrir. Áður bættist ávallt fjórðungur við orlof félagsmanns þegar það var tekið utan sumarorlofstíma, án tillits til þess hvort fyrir lægi skrifleg beiðn i yfirmanns. 7 Félagsmenn stefnanda, sem starfa hjá hinu opinbera, upplýstu stéttarfélagið um það á vormánuðum 2020 að þeim h efð i verið synjað um 25% orlofsauka vegna orlofs sem þeir hefðu áunnið sér áður en nýr kjarasamningur tók gildi 1. maí 2020. Þeir lýs tu aðstæðunum þannig, að þeir hefðu áunnið sér fjórðungs orlofsauka vegna orlofstöku utan sumarorlofstíma sem þeir hygðust nýta sér á nýju orlofsári. Hins vegar hefði orlofsaukinn verið tekinn af þeim og orlofsréttur styttur með því frá og með 1. maí 2020. Fjársýsla ríkisins hefði gefið það út, að ákvæði hins nýja samnings ætti við um allt orlof sem tekið væri eftir 1. maí 2020 og skipti þá ekki máli hvort rétturinn til orlofstöku hefði áunnist fyrir þá dagsetningu eða eftir. 8 Lögmaður stefnanda hafði í kjöl farið samband við Fjársýslu ríkisins með beiðni um að orlofsauki starfsmanna, sem þeir hefðu áunnið sér í gildistíð eldri kjarasamnings, yrði virtur. Þann 22. júní 2020 bárust þau svör frá kjara - og mannauðssýslu ríkisins að samið h efði verið um breyttan o rlofskafla og hann tekið gildi 1. maí 2020. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi reisir viðurkenningarkröfu sín a á því að s tarfsmenn, sem kjarasamningur stefnanda og íslenska ríkisins nær til, eigi rétt til orlofsauka vegna orlofs sem tekið er eftir að sumarorlofstímabili l ýkur . Þessi réttur hafi verið til staðar, bæði fyrir og eftir breytingar á kjarasamningi sem hafi tekið gildi 1. maí 2020. Eini munurinn sé sá að frá og með 1. maí 2020 sé orlofsaukinn skilyrtur við að skrifleg beiðni yfirmanns liggi fyrir . 10 Sá réttur til orlofsauka, sem starfsmenn h afi áunnið sér fyrir 1. maí 2020, hafi áunnist með réttmætum hætti á grundvelli eldri kjarasamnings. Með því að túlka nýjan kjarasamning svo, að þessir áunnu orlofstímar falli niður frá og með 1. maí 2020, skerði stefndi kjör félagsmanna stefnanda afturvirkt. 11 Stefnandi telur að gagnvart einstaka félagsmönnum s ínum horfi mál þetta þannig við, að samkvæmt eldri kjarasamningi hafi þeir getað frestað töku orlofs að hluta fram á vetur og fengið þá fjórðung til viðbótar orlofi. Stefnandi mótmæli því ekki að nýr kjarasamningur sé túlkaður svo, að skrifleg beiðni yfirmanns komi til svo orlofsauki bætist við orlof. Hann mótmæli því hins vegar að ákvæðið sé túlkað afturvirkt, þannig að orlofstímar sem félagsmenn höfðu þegar áunnið sér á fyrra ári samkvæmt þágildandi kjarasamningi séu teknir af þeim. Þetta sé röng túlkun, enda væri 3 kjarasamningurinn með því látinn ná til atriða sem hafi þegar verið ráðin í gil distíð eldri kjarasamnings. 12 Stefnandi bendir jafnframt á að stefndi hafi lagt áherslu á það í öðrum efnum við kjarasamningsgerð að samningurinn tæki aðeins til réttinda, sem áynnust eftir 1. maí 2020. Sem dæmi nefnir stefnandi ákvæði um 30 daga orlofsrétt starfsmanna samkvæmt nýjum kjarasamningi. Samninganefnd stefnda hafi lagt áherslu á það við kjarasamningsgerð að breyting á orlofskafla tæki gildi 1. maí 2020, þannig að starfsmenn byrjuðu þá að vinna sér inn orlof og ættu þá rétt á 30 daga orlofi frá og m eð maí 2021. Stefnandi fer fram á að sömu túlkunarsjónarmið gildi um orlofsauka, það er að miðað verði áfram við það tímabil þegar orlofsréttur hafi áunnist. Samkvæmt því eigi starfsmenn rétt á að nýta sér orlofsauka eftir 1. maí 2020, ef til hans var unni ð með réttmætum hætti samkvæmt þágildandi kjarasamningi, jafnvel þótt síðar tilkomnu skilyrði um skriflega beiðni yfirmanns hafi ekki verið fullnægt. 13 Um lagarök vísar stefnandi í fyrsta lagi til kjarasamnings aðila. Nýjasti kjarasamningur þeirra er frá maí 2020. Stefnandi vísar jafnframt til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sérstaklega 1. gr. laganna. Þá vísar stefnandi til meginreglna samningaréttar um túlkun kjarasamnings. Málsástæður og lagarök stefnda 14 S tefnd i telur stefnanda einkum byggja á því að breytingar hafi orðið á eldri og núgildandi ákvæðum kjarasamnings og vísi stefnandi einnig til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda auk meintra meginreglna samningaréttar um túlkun kjarasamnings. 15 Stefndi bendir á að kröfugerð stefnanda sé vanreifuð og ódómhæf þannig að óhjákvæmilegt sé að vísa málinu frá Félagsdómi. Að mati stefnda virðist í fyrsta lagi krafist viðurkenningar á kröfunni til frambúðar án nokkurra takmarkana. Þá sé notað kröfunni eða málatilbúnaði öðrum hvað átt sé við með áunnum fjórðungs orlofsauka. Í reynd sé ekki unnt að líta á svonefndan orlofsauka sem áunninn rétt enda ko mi hann aðeins til álita þegar á reyni hverju sinni. Enginn geymdur eða áunninn réttur til orlofsauka að fjórðungi sé til, hvorki eftir ákvæðum laga eða kjarasamnings. 16 Telur stefndi að málatilbúnaður stefnanda byggi einfaldlega á því að ekki megi semja um og breyta ákvæðum kjarasamnings um orlof á þann veg sem gert hafi verið. Stefndi mótmæli því og krefst sýknu af öllum kröfum stefnan d a. 17 Stefndi vísar til þess að sá k jarasamningur , sem um sé deilt í þessu máli , sé kjarasamningur stefnanda og fjármála - og efnahagsráðherra f yrir hönd ríkissjóðs en umræddur samningur f ari s amkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 4 18 Halda verð i því til haga í máli þessu að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1986 f ari fjármála - og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamnings, sem vinnuveitandi, nema annað sé sérstaklega tilgreint. Hann skipi nefnd manna til að annast samninga fyrir sína hönd og kall ist sú nefnd samningan efnd ríkisins. Stéttarfélög starfsmanna ríkisins sæk i jafnframt samningsumboð sitt til fyrrgreindra laga, sbr. 4., 5. og 6. gr. laganna. Félagsmenn stéttarfélaga, þ ar á m eðal stefnanda , séu þannig bundnir við löglegar gerðir þess, þar sem stéttarfélagið sé lögskipaður samningsaðili og h afi vald til þess að skuldbinda alla félagsmenn sína með kjarasamningi. Aðilum vinnumarkaðarins, þ ar á m eðal stefnanda og stefnda, sé með þessum hætti falið að setja bindandi reglur um starfskjör og önnur réttindi af ýmsu tag i. 19 Samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 skul i laun og önnur starfskjör, sem samið sé um í kjarasamningi, vera lágmarkskjör, óháð kyni , þjóðerni og ráðningartíma fyrir allt starfsfólk í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar e instakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en mælt er fyrir um í kjarasamningi séu ógildir. Með sambærilegum hætti sé tekið fram í 24. gr. laga nr. 94/1986 að ákvæði í ráðningarsamningi sé ógilt ef það brjóti í bága við kjarasamninga stéttarfélag s starfsmanns samkvæmt lögunum starfsmanni í óhag. Nefnir stefndi einnig í þessu sambandi 2. gr. laga nr. 30/1987 um orlof í þessu sambandi. 20 Stefndi byggir á því að h efðbundið samningsfrelsi gildi þegar samið sé um efni kjarasamninga. Ekki séu því sérstaka r takmarkanir á því hvert geti verið efni kjarasamninga að því marki sem það sé innan gildandi laga og reglna. Í því samhengi m egi t.d. nefna lögin um orlof þar sem mælt sé fyrir um tiltekin lágmarksrétt til orlofs og orlofslauna til þeirra sem starfa í þj ónustu annarra. Samkvæmt 2. gr. þeirra sé samningsaðilum síðan frjálst að semja um ríkari rétt, en samningar um minni rétt en leiðir af lögunum séu ógildir. 21 Stefndi vísar til þess að í byrjun árs 2019 þegar síðasta kjarasamningslota samninganefndar ríkisin s og þeirra stéttarfélaga , sem stefndi sem vinnuveitandi semur við , hófst hafi legið fyrir að á meðal viðfangsefna samningsaðila v æri að endurskoða þágildandi kafla um orlof. Ástæða þess hafi verið að umræddur kafli hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 sem tóku gildi 1. september 2019. Samkvæmt þeim lögum sé óheimilt að mismuna starfsfólki á grundvelli lífaldurs, nema málefnalegar ástæður séu fyrir því sem helg i st af lögmætu markmiði. Í þágildandi kafla um orlof hafi verið að finna ákvæði þar sem starfsfólk hafi áunnið sér mismunandi fjölda daga eftir því hver lífaldur þeirra væri. Tuttugu og níu ára og yngri hafi að hámarki getað áunnið sér 24 daga í orlof á hverju orlofsári, við þrjá tíu ára aldur hafi starfsfólk að hámarki getað áunnið sér 27 daga og við þrjátíu og átta ára aldur 30 daga, sbr. ákvæði 4.1 í þágildandi kjarasamningi. 22 Frá upphafi samningsviðræðna hafi það því verið skýr afstaða samninganefndar ríkisins að þágildandi ka fli um orlof stæðist ekki fyrrgreind lög um jafna meðferð á 5 vinnumarkaði. Vegna þess hafi verið lagst í heildarendurskoðun á kaflanum sem leiddi til nýs orlofskafla. Þá hafi samninganefndin lagt ríka áherslu á það í samningsviðræðum sínum við stéttarfélög að breytingin yrði miðlæg , þ að e r að orlofsréttur yrði eftir fremsta megni eins hjá öllum ríkisstarfsmönnum, með sama hætti og þágildandi kafli , sem hafi að meginstefnu til verið eins hjá öllum stéttarfélögum sem stefndi sem ji við, en að baki þeim sjónarmi ðum bú i ákveðin hagkvæmnissjónarmið hvað framkvæmd kjarasamninga varðar. Hinn nýi kafli hafi síðan fyrst verið samþykktur af fjórum stéttarfélögum Bandalags háskólamanna í nóvember 2019 sem hafi markað ákveðna stefnu og markmið samninganefndar ríkisins gag nvart öðrum stéttarfélögum sem samið hafi verið við í kjölfarið. 23 Bendir stefndi á að ekki hafi verið sjálfsagt að allir ríkisstarfsmenn myndu ávinna sér 30 daga orlof frá og með 1. maí 2020. Aðrar útfærslur h afi getað komið til , t.d. að allir starfsmenn myndu framvegis að hámarki ávinna sér 27 daga eða að ávinnsla yrði tengd við starfsaldur o.s.frv. Aftur á móti hafi stefndi fallist á að semja um fyrrgreinda 30 daga fyrir alla að tilteknum skilyrðum uppfylltum , þ að e r að stefndi sem vinnuveitandi myndi fá tiltekið hagræði á móti. Það hagræði hafi m eðal a nnars falist í því að frá og með 1. maí 2020 myndi þágildandi gr ein 4.4.3 sem mælti fyrir um að orlof myndi sjálfkrafa lengjast um fjórðung ef það yrði tekið utan sumarorlofstímabi lsins, ekki lengur gilda heldur yrði það háð því skilyrði að skrifleg beiðni yfirmanns yrði að liggja fyrir, sbr. gr ein 4.5.2 sem er svohljóðandi: yfirmanns, skal sá hluti or 24 Stefndi byggir á því að k jarasamningar séu því ekki ólíkir öðru samningum, þ að e r að þeir séu tvíhliða, þar sem réttindi og skyldur get i breyst. Ákvæði kjarasamnings fel i því ekki í sér eignarréttindi sem hvor ki megi hrófla við með nýjum kjarasamningi né samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi líkt og gert hafi verið þegar orlofskafla félagsmanna stefnanda var breytt frá og með 1. maí 2020. Sjónarmið um réttmætar væntingar eig i þ ar af leiðandi ekki við og kom i því e kki til álita. Þessu til stuðnings vísar stefn d i til dóms Hæstaréttar í máli réttarins nr. 53/1999. 25 Stefndi byggir einnig á því að breytingin á orlofskafla kjarasamningsins hafi einnig verið gerð í þeim tilgangi að samræma hann orlofslögunum, sbr. meðal annars 3. málslið 1. mgr. 4. gr. þeirra. 26 Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefndi að ekki hafi verið um afturvirka breytingu að ræða og að svonefndur orlofsauki sé ekki áunnin réttindi heldur reyni á það á hver jum tíma á grundvelli þess kjarasamnings sem þá gildir. Telur stefndi að s tefnandi h afi í engu útskýrt hvað hann eigi við með því að telja ákvæði gildandi kjarasamnings afturvirk eða á hvern hátt félagið tel ji að orlofsauki geti verið áunninn réttur. Ákvæð i gildandi kjarasamnings, með þeirri breytingu sem t ekið hafi gildi 1. maí síðastliðinn, hafi ekki verið afturvirk og í engu skerðing á áunnum réttindum. Að 6 mati stefnda v irðist málatilbúnað stefnanda helst mega skilja þannig að almennt sé óheimilt að brey ta eldri ákvæðum kjarasamnings um orlof. Þessu hafn i stefndi. S tefnandi sé bundinn af ákvæðum kjarasamnings og engin efni sé u til ógildingar á ákvæðum hans eða að honum sé vikið til hliðar, hvorki almennt né varðandi þau ákvæði sem mál þetta snýr að. 27 Að ma ti stefnda er óumdeilt að starfsfólk ávinn i sér ekki lengingu á orlofsrétti, hvorki í þágildandi né núgildandi kjarasamningi, heldur sé það atriði innan kjarasamnings sem k omi til álita við töku orlofs. Ákvarðanir um o r lofs töku tak i því mið af þeim kjarasa mningi og ákvæðum hans, sem eru í gildi þegar ákvörðunin, þ að er ósk og síðan samþykki yfirmanns, er tekin. Þá sé ótvírætt að mati stefnda að nýtt ákvæði, sem og fyrrgreind framkvæmd, sé í samræmi við gildandi lög og rétt. Engin n vafi get i verið um hvernig beri að túlka það. 28 A ð öllu þessu virtu og þar sem kröfugerð stefnanda sé andstæð gildandi ákvæðum kjarasamnings, telur stefndi að það beri að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda í málinu . M ótmælir stefndi málatilbúnaði stefnanda í heild sinni . Niðurstaða 29 Í máli þessu er ágreiningur milli aðila um skilning og túlkun á grein 4.4.3 í eldri kjarasamningi aðila og gr ein 4.5.2 í núgildandi kjarasamningi. Mál þetta á því undir Félagsdóm með vísan til 3. töluliðs 1. málsgreinar 26. greinar laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 30 Það er álit dómsins að viðurkenningarkrafa stefnanda sé dómtæk , enda verði að skilja orðalagið í kröfugerð stefnanda sem áhersl u á að réttur sé til staðar þó tt meira að segja skilyrði um skriflega beiðni yfirmanns sé ekki fyrir hendi. Þá verður að telja ljóst að með orð unum fjórðungs orlofsauka í kröfugerð eigi stefnandi við fjórðungs lengingu orlofs. 31 Í eldri kjarasamningi aðila var ákvæði í grein 4.4.3 þess efn is að ef orlof eða hluti orlofs væri tekinn eftir að sumarorlofstímabili lyki skyldi sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. Það sama gilti um orlof sem tekið var fyrir upphaf orlofstímabils samkvæmt beiðni stofnunar. Á þessum tíma var ekki krafist skrifl egrar beiðni um slíka frestun orlofs . Þá kom fram við skýrslutökur og má ráða af málatilbúnaði stefnda , að um sjálfvirka lengingu orlofs s amkvæmt grein 4.4.3 hafi verið að ræða. 32 Aðilar máls þess a náðu saman um breytingar á eldri kjarasamningi þeirra með nýjum kjarasamningi 6. maí 20 2 0. Í 6. gr. þess kjarasamnings var samið um breytingu á 4. kafla er fjallar um orlof. Skyldi sú breyting gilda frá 1. maí 2020. Þar var svo um samið í grein 4.5.2 að v æri orlof eða hluti orlofs teki ð utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skyldi sá hluti orlofsins lengjast um 25%. 7 33 Krafa stefnanda l ý tur að lengingu orlofs samkvæmt grein 4.4.3 í eldri kjarasamningi aðila sem starfsmenn höfðu öðlast í s amræmi við það ákvæði fyrir 1. maí 2020. Stefndi hefur ekki fallist á þá kröfu stefnanda. 34 Ágreiningur aðila l ý tur að því hvort réttur félagsmanna stefnanda til lengingar orlofs hafi verið orðinn til fyrir 1. maí 2020 og , ef svo er , hvort grein 4.5.2. í nýj um kjarasamningi aðila get i breytt þeim rétti. 35 Í gildandi kjarasamningi aðila er rétturinn um lengra orlof bundinn því skilyrði að fram komi skrifleg beiðni þess efnis að starfsmenn taki hluta orlofs utan sumarorlofstímabils, sbr . grein 4.5.2. Á kvæði ð tók gildi 1. maí 2020 eins og að framan er getið. Afstaða stefnda er í raun sú að eftir 1. maí 2020 hafi félagsmenn stefnanda ekki getað nýtt þennan rétt sinn til lengra orlofs þar sem skriflegt samþykki fyrir slíkri frestun hafi þurft að liggja fyrir , jafnve l þótt frestunin hafi átt sér stað í tíð eldri kjarasamnings . 36 Dómurinn lítur svo á að túlka verði grein 4.4.3 í eldri kjarasamningi aðila þannig, að réttur til lengra orlofs hafi orðið til þegar starfsmenn fullnýttu ekki orlofsrétt sinn á sumarorlofstímab ili. Sumarorlofstímabil er samkvæmt 4. gr. orlofslaga nr. 30/1987 frá 2. maí til 15. september ár hvert. Orlof sem tekið var utan þess tímabils leiddi af sér rétt til lengra orlofs, h efð i starfsmaður þá ekki fullnýtt orlofsrétt sinn, að ósk vinnuveitanda, sbr. lokamálslið 1. mgr. 4. gr. orlofslaga . Sá réttur er varð til fyrir 1. maí 2020 var samkvæmt eldri kjarasamningi aðila hins vegar ekki háður því skilyrði í framkvæmd að sýnt væri fram á beiðni um frestun orlofstöku frá vinnuveitanda , hvað þá að sú beiðni hafi þurft að liggja fyrir í skrifleg u formi. 37 Það er einnig afstaða dómsins að ákvæði greinar 4.5.2 í kjarasamningi aðila um skriflegt samþykki geti ekki skert þann rétt sem starfsmenn höfðu unnið sér inn á grundvelli ákvæða eldr i kjarasamnings. Þ ó tt taka megi undir það með stefnda að hægt sé að semja um slíka skerðingu í kjarasamningum , þá verður a ð minnsta kosti að gera þá kröfu að samningar um slíka afturvirka skerðingu séu skýrir og óumdeildir. Meginreglan er sú í vinnurétti að breytingar á lau num og starfs kjörum eru ekki afturvirkar nema um það sé sérstaklega samið. Afturvirk skerðing á þegar áunnum réttindum er undantekning frá þessari meginreglu. Sá er heldur því fram að kjarasamningur feli í sér afturvirka breyting u til skerðingar á launakjö rum hefur fyrir því sönnunarbyrði. 38 Í samningi aðila er hvorki að þessu vikið né hvernig skil hafi átt að vera milli eldri og yngri ákvæða um orlof. Þá ber aðilum saman um að það hafi heldur ekki verið rætt þeirra í millum við samningagerðina. Ekki verður heldur fram hjá því litið að aðilar sömdu svo um í grein 4.6.5 í nýjum kjarasamningi að orlof, sem gjaldfallið hafði fyrir 1. maí 2020 , mæ t ti taka út á gildistíma hins nýja kjarasamnings. 39 Í þessu ljósi verður að leggja til grundvallar að félagsmenn stefnanda, sem höfðu áunnið sér rétt til lengra orlofs á grundvelli greinar 4.4.3 í eldri kjarasamningi fyrir 8 gildistöku nýs kjarasamnings 1. maí 2020, eigi áfram þann rétt , enda hefur stefndi ek ki sýnt fram á að sérstaklega hafi verið samið um annað milli aðila . Því ber að fallast á kröfu stefnanda á þann hátt sem í dómsorði greinir. 40 Stefnandi gerir ekki kröfu um málskostnað úr hendi stefnda. Verður hann því ekki dæmdur. Þar sem dómurinn hefur fa llist á kröfu stefnanda þá verður stefnda með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 , sbr. og 69. grein laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, ekki dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda . Dómsorð: Viðurkennt er með dómi Félagsdóms að félagsmenn st efnanda, sem starfa hjá ríkinu, eigi rétt til fjórðungs lengingar orlofs vegna orlofs sem tekið er utan sumarorlofstímabils, að því leyti sem þeir höfðu áunnið sér slíkan rétt fyrir gildistöku nýs kjarasamnings milli aðila 1. maí 2020, jafnvel þótt formski lyrði í nýjum kjarasamningi aðila um skriflega beiðni yfirmanns hafi ekki verið uppfyllt. Stefnandi er sýknaður af málskostnaðarkröfu stefnda. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Karl Ó. Karlsson Jónas Friðrik Jónsson