1 Ár 2019 , miðviku daginn 27 . mars, er í Félagsdómi í málinu nr. 7 /2018 Land s samband slökkviliðs - og sjúkraflutning a manna (Gísli Guðni Hall lögmaður) gegn Slökkviliði höfuðborgarsvæðis ins bs. ( Anton B. Markússon lögmaður) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 5 . febrúar síðastliðinn. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir , Gísli Gíslason og Sonja H. Berndsen . Stefnandi er Land s samband slökkviliðs - og sjúkraflutninga manna, Brautarholti 30, Reykjavík . Stefndi er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. , Skógarhlíð 14, Reykjavík . Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt samkvæmt grein 2.1.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Land s sambands s lökkviliðs - og sjúkraflutninga manna að taka upp einhliða á árinu 2015 svokallað blandað átta og tólf tíma vaktkerfi fyrir hluta starfandi sjúkraflutninga - og slökkviliðsmanna hjá stefnda. Þá krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda beri að greiða slökkviliðs - og sjúkraflutningamönnum, sem vinna samkvæmt umræddu blönduðu átta og tólf tíma vaktkerfi, vaktaálag samkvæmt grein 2.7 í sama kjarasamningi. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar að skaðlausu. Málavext ir Stefnandi, Lands s amband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna , er stéttarfélag sem gerir kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Stefndi er byggðasamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sbr. IX. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og sinnir m eðal annars brunavörnum samkvæmt lögum nr. 75/2000 . Þá mun stefndi annast sjúkraflutninga á 2 höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningi við íslenska ríkið, sbr. 33. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, og reglugerð nr. 262/2011, um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga. Stefnandi og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga og a nnarra aðila , sem það hefur samningsumboð fyrir , undirrituðu kjara samning 16. mars 2016 með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Í fyrsta kafla samningsins er fjallað um kaup. Þar eru meðal annars ákvæði um föst mánaðarlaun, röðun í launaflokka, y firvinnukaup og persónuuppbót. Þar segir í grein 1.6.1 að vaktaálag sé dagvinnutímabils en er hluti vikul egrar vinnuskyldu (sbr. gre i Þá segir þar að Orðrétt segir síðan í ákvæðinu: Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi, sbr. 1.4.1. Vaktaálag skal vera: 33,33% kl. 17:00 24:00 mánudaga til fimmtudaga 55,00% kl. 17:00 24:00 föstudaga 55,00% kl. 00:00 08:00 mánudaga til föstudaga 55,00% kl. 00:00 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga 90,00% kl. 00:00 24:00 stórhátíðardaga, sbr. 2.1.4.3. Brot úr klst. greiðist hlutfallslega. Í 2. kafla samningsins er fjallað um vinnutíma. Samkvæmt grein 2.1.1 er vinnuvika starfsmanna í fullu starfi 40 stundir nema samið sé sérstakle ga um skemmri vinnutíma. Í grein 2.1.2 kemur fram að með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar sé heimilt að haga vinnu með öðrum hætti en greinir í kaflanum . Einnig sé unnt að semja við einstaka starfsmenn um rýmkun á dagvinnutímabili sem og u m ákveðið frjálsræði um hvenær þeir gegni vinnuskyldu enda mæti það sameiginlegum þörfum starfsmanns og stofnunar. Í gre in 2.2.1 segir að dagvinna skuli unnin á tímabilinu frá klukkan 08 : 00 til klukkan 17:00 frá mánudegi til föstudags að báðum dögunum meðt öldum. Það telst hins vegar yfirvinna ef vinna n fer fram utan tilskilins dagslegs vinnutíma eða vinnuv i ku starfsmanns, sbr. grein 2.3.1, og einnig ef vinnan er innt af hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé. Í grein 2.6 er sérsta klega fjallað vinna á reglubundnum vöktum skulu fá vaktaálag fyrir unnin störf á þeim tíma, er fellur utan Í næstu greinum , það er greinum 2.6.2 til 2.6.13 er fjallað um gerð vaktskrár , sem ber að gera þar sem unnið er á reglubundnum vöktum , og fleira er lýtur að réttindum vaktavinnufólks . Þar segir meðal annars í grein 2.6.4 að vaktir skuli að jafnaði vera á bilinu sex til þrettán klukkustundir. Grein 2.7 2.7.1 Slökkviliðsmenn ganga vaktir skv. vaktskrá. 3 2.7.2 Fyrir störf skv. vaktskrá, sbr. 2.7.1 ber að greiða slökkviliðsmönnum, auk fastra mánaðarlauna skv. 1.1.1, þann tímafjölda, sem hér greinir í hverjum mánuði: 33,33% vaktaálag 27,83 klst. 55,00% vaktaálag 98,70 klst. 90,00% vaktaálag 3,84 klst. Orlof er innifalið í útreikningum þessum. Í stefnu segir svo frá að lengi hafi sjúkraflutninga - og slökkviliðsmenn um allt land unnið samkvæmt tólf t íma vaktakerfi. Hafi dagvakt staðið frá klukkan 7:30 til 19:30 og næturvakt frá klukkan 19:30 til 7:30. Hafi stefndi gefið út ársdagatal þar sem vaktirnar voru skipulagðar eftir þessu kerfi. Greitt hafi verið vaktaálag samkvæmt grein 2.7 í kjarasamningunum . Ekki er að sjá að nokkur ágreiningur ríki um þessa lýsingu á vaktakerfi félagsmanna stefnanda fram til ársins 2015 . Í greinargerð stefnda segir að í lok árs 2014 hafi stjórnendur stefnda ákveðið að við ráðningu nýrra slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna yrði tekið mið af reglubundnum álagssveiflum í sjúkraflutningum sem lýstu sér í því að mönnunarþörf sjúkrabifreiða vær i mest yfir miðjan daginn á virkum dögum. Ráðningarferli hófst í byrjun árs 2015 og lauk með því að þrettán umsækjend ur voru ráðnir til starfa í mars 2015. Í greinargerð stefnda er þessi hópur kallaður R15 - hópurinn. Stefndi heldur því fram að í ráðningarferlinu hafi komið fram af hans hálfu að ekki yrði ráðið á hefðbundið tólf tíma vaktakerfi, heldur kerfi sem byg gst hafi á átta tíma vöktum virka daga og tólf tíma vöktum um helgar til að unnt væri að manna álagstoppa í sjúkraflutningum. Stefnan di mótmælir þ ví í stefnu að þetta hafi komið fram í ráðningarferlinu . Þar segir einnig að í fyrstu hafi þessi hópur unnið á tólf tíma vöktum í samræmi við hefðbundið skipulag. Vaktakerfinu hafi hins vegar verið breytt einhliða af hálfu stefnanda með því að taka síðar upp hið blandaða kerfi sem lýst hefur verið. Nýir hópar starfsmanna, sem ráðnir hafi verið árin 2017 og 2018, R17 - og R18 - hóparnir, hafi síðan verið látnir vinna samkvæmt þessu sama vaktakerfi. Af hálfu stefnanda kemur fram að mikil óánægja haf i verið meðal þeirra starfsmanna sem vinn i samkvæmt þessu kerfi sökum þess hversu óreglulegt það sé og taki ekki tillit til fjölskyldulífs. Með bréfi stefnanda 15. desember 2017 var óánægju með hið nýja vaktakerfi komið á framfæri við stefnda . Jafnframt v ar því haldið fram að þeir sem gengju þessar vaktir ættu að fá grei tt fast vaktaálag samkvæmt grein 2.7 í framangreindum kjarasamningi, en þ að hefðu þeir ekki fengið . Lagt var til að skipaður yrði vinnuhópur til þess að finna viðunandi lausn. Stefndi svar aði með bréfi 10. janúar 2018 þar sem fallist var á að skipa vinnuhóp til þess að fjalla um vaktakerfi starfsmanna stefnda. Vinnuhópurinn mun hafa fundað tvisvar. Á síðari fundinum var bókað að aðilar væru sammála um að of mikið bæri á milli til þess að un nt væri að leysa ágreininginn. Málið var við svo búið lagt undir Félagsdóm. 4 Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður málið eiga undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stefnandi kveður fyrri dómkröfu hans lúta að því að fá viðurkennt með dómi að stefnda hafi verið óheimilt samkvæmt grein 2.1.2 í kjarasamningi aðila að taka einhliða upp hið blandaða vaktakerfi fyrir hluta starfandi sjúkraflutnings - og slökkviliðsmanna. Stefnandi vísar til greina r 2.1.1 þar sem segi r að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi skuli vera 40 vinnustundir nema samið sé sérstaklega um skemmri vinnutíma. Þá sé heimilt að semja við starfsmann um tilflutning vinnuskyldu milli vikna eða árstíða. Í grein 2.1.2 komi fram að heimilt sé að haga vinnu með öðrum hætti en greini í kaflanum með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar. Einnig sé heimilt að semja við einstaka starfsmenn um ákveðið frjálsræði um hvenær þeir gegni vinnuskyldu enda mæti það sameiginlegum þörfum starfsmanna stofnunar. Byggir stefnandi á því að blandaða vakt a kerfið hafi ekki verið tekið upp samkvæm t neinu samkomulagi. Þvert á móti hafi starfsmenn lýst mikilli óánægju með það. Stefnandi vísar einnig til greinar 2.7 en það sé sérákvæði gagnvart almennari ákvæðum framar í kaflanum. Bendir stefnandi á að almennu ákvæðin séu eins í flestum ef ekki öllum kjarasamningum sem ríki og sveitarfélög geri við stéttarfélög opinberra starfsmanna. Stefnandi byggir á því að grein 2.7 geri ráð fyrir því að slökkviliðsmenn gangi vaktir samkvæmt vaktskrá og að þar sé um að ræða eina og sama reglubundna vakt a kerfið með föstum vaktgreiðslum en ekki mörg mismunandi kerfi þar sem ójafnræði ríki milli starfsmanna. Í ráðningarsamningum segi einnig að vinnutími sé samkvæmt vaktskrá. Stefnandi byggir einnig á því að blandaða vakt a kerfið sé óreglubundið, þar sem vinn utími í vinnuviku sé allt frá rúmum 20 tímum á viku upp í nærri 60 tím a , samkvæmt nýjustu útfærslu. Það standist ekki ákvæði greinar 2.1.1. Af þessum ástæðum telur stefnandi að stefnda hafi verið óheimilt að taka umrætt vaktakerfi upp án samkomulags við s tarfsmenn eins og mælt sé fyrir um í grein 2.1.2. Stefnandi kveður síðari dómkröfu sína snúast um að fá viðurkennt með dómi að stefnda beri að greiða sjúkraflutninga - og slökkviliðsmönnum, sem vinna samkvæmt blandaða vaktakerfinu, vaktaálag samkvæmt grein 2.7 í sama kjarasamningi, þ að er fastar vaktgreiðslur. Kveður hann kröfuna eiga við hvort sem komist verði að niðurstöðu um lögmæti eða ólögmæti blandaða vaktakerfisins. Krafan sé reist á því að orðalag samningsákvæðisins sé skýrt og fortakslaust. Stefn da beri skilyrðislaust að greiða slökkviliðs - og sjúkraflutning a mönnum vaktaálag eins og þar sé kveðið á um enda starfi þeir samkvæmt vaktskrá. Stefnandi bendir enn fremur á að grein 2.7 sé sérákvæði gagnvart öðrum kjarasamningsákvæðum í kafla 2 og gangi þar af leiðandi framar þeim. Hið sama eigi við um sambandið milli greina 2.7 og 1.6. Grein 2.7 sé sérákvæði sem eigi sér langa hefð og sé forsenda kjarasamningsins í heild. Hið blandaða vaktkerfi sem hér sé til umfjöllunar sé einhvers konar 5 bútasaumur uta n um þarfir sem stefndi hafi nýlega skilgreint í starfsemi sinni. Eins og stefndi framkvæmi það sé það alfarið á kostnað starfsmannanna sem sé ætlað að vinna samkvæmt því. Með þessu hafi félagsmönnum stefnanda í raun verið skipt í tvo hópa þar sem annar nj óti lakari launakjara og óhagstæðari vinnuskilyrða að öðru leyti en hinn. Allt þetta fari þvert gegn meginforsendum kjarasamningsins sem birtist í tilvísuðum kjarasamningsgreinum. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og öðlist því ekki frádráttarrétt við greiðslu virðisaukaskatts af aðkeyptri lögmannsþjónustu. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveður meginmálsástæðu sína fyrir sýknu ve ra reista á því að ákvörðun um innleiðingu blandaðs vaktafyrirkomulags, sem hafi samanstaðið af 8/12 tíma vöktum, hafi verið í samræmi við reglur vinnuréttar og kjarasamnings . Þá byggi sýknukrafan á því að vaktaálag samkvæmt hinu blandaða vaktafyrirkomulag i skuli fara eftir grein 1.6.1 í kjarasamningnum. Varðandi fyrra atriðið vísar stefndi til þess að meginforsenda breytingarinnar á vaktafyrirkomulaginu hafi verið að mæta reglubundnum álagssveiflum í sjúkraflutningum. Með reglubundnum álagssveiflum sé átt við sveiflur sem endurtaki sig milli daga og tíma sólarhrings og séu mælitæki að skynsamlegri ákvörðun um fjölda sjúkrabifreiða og mönnunarþörf á hverjum tíma. Stefndi vísar til mælinga sem hafi farið fram á álagssveifl um í sjúkraflut ningum . Minnst álag sé um nætur en mest um miðjan dag eða um sjö sinnum meira. Álagssveiflur um helgar séu ekki hliðstæðar heldur sé aukið álag aðfaranótt laugardags og sunnudags. Stefndi leggur áherslu á að reglubundnu sveiflurnar séu ekki bara miklar heldur au kist þær milli ára. Einboðið sé að stefndi , sem beri ábyrgð á þessari þjónustu , verði að manna sig í takt við álagið og sveiflur á því. Til að mæta þeim kröfum og þörfum sem þjónustan útheimti á hagkvæman hátt hafi stefndi ráðist í að gera nýtt vaktafyri rkomulag hið blandaða 8/12 tíma vaktakerfi. Þannig hafi verið útbúið vikuyfirlit yfir áætlaða þörf á viðbótarsjúkrabifreiðum. Út frá vikuyfirlitinu hafi verið búið til vaktafyrirkomulag sem hafi byggt á sex vikna vinnuskipulagi með að meðaltali 40 tíma v innuviku. Til að auka sveigjanleikann hafi verið settar inn tvær vikur (gular vikur) sem ekki hafi verið raðað í til lengri tíma , heldur hafi verið raðað inn í þær með að lágmarki mánaðar fyrirvara. Sú hugsun hafi legið að baki að unnt væri að raða starfsm önnum til lengri tíma á vaktskrá en að þeir væru meðvitaðir um að eftir væri að raða á tvær vikur af átta. Stefndi kveður tvo starfsmenn byrja að ganga vakt sömu vikuna. Til að koma í veg fyrir að sömu starfsmenn séu alltaf saman á vakt færist annar þeirr a niður vikurnar en hinn upp. Sem dæmi megi nefna að tveir starfsmenn vinni saman viku 5. Annar þeirra færist þá næst á viku 6 en hinn á viku 4. 6 Við niðurröðun á vaktir kveður stefndi að farið hafi verið eftir ákvæðum kjarasamnings um vinnutíma og hvíldartöku. Þannig hafi þurft að gæta að því að vaktir væru ekki lengri en 13 tímar, að 11 tíma hvíldartími milli vakta væri tryggður og að einu sinni í viku væri samfelld 35 tíma hvíld, sbr. grein 2.4.4 í kjarasamningi. Vekur stefndi sérstaka athygli á því að vaktakerfið hafi verið unnið í samráði og samvinnu við fulltrúa starfsmanna sem hafi komið með athugasemdir og tillögur sem tekið hafi verið tillit til. Bendir stefndi í þessu sambandi sérstaklega á tilvik þar sem fallist var á að breyta fyrirkomulagi á hvíld milli vakta um helgar með nánar tilgreindum hætti. Stefndi byggir á því að heimild hans til að láta starfsmenn sína vinna vaktavinnu sé ótvíræ ð. Í því sambandi vísar stefndi meðal annars til greinar 2.5 í samningi um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma milli fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga annars vegar og ASÍ, BHM, BSRB og KÍ hins veg ar frá 23. janúar skv. ákveðnu kerfi, þar sem starfsmaður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum. Stefndi vísar til þess að á grundvelli stjórnunarréttar hafi hann forræði á tilhögun vaktafyrirkomulags og nánari útfærslu þess og að honum séu ekki settar aðrar skorður í því sambandi en lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Það sé ekkert launungarmál að hagræðingarsjónarmið h afi ráðið för þegar ráðist hafi verið í gerð nýs vaktafyrirkomulags. Að mati stefnda geti hagræðingaraðgerðir , sé þeirra á annað borð þörf, aldrei talist ómálefnaleg ástæða fyrir breyttu vinnufyrirkomulagi, sérstaklega ekki þegar breytingin tekur allt frá upphafi til ákveðins hóps nýrra starfsmanna og byggi á forsendum sem báðir aðilar, þ að er jafnt vinnuveitandi og hlutaðeigandi starfsmaður, hafa lagt til grundvallar ráðningarsambandinu. Stefndi vísar í þessu sambandi til ítarlegrar kynningar sem nýliðar h afi fengið um hið blandaða vaktafyrirkomulag áður en þeir h afi hafið störf. Átti hópnum í heild því ekki að dyljast fyrirkomulagið og einstök atriði þess. Gagnvart hverjum og einum nýjum starfsmanni sem réði sig til stefnda á grundvelli blandaða vaktakerfi sins sé sjálfur ráðningarsamningurinn og launagreiðslur ríkasta sönnunin. Vegna málatilbúnaðar stefnanda tekur stefndi fram að allt frá því að hið blandaða vaktafyrirkomulag var fyrst kynnt fyrir R15 - hópnum og fulltrúum starfsmanna á vinnustað og þar til það var að lokum innleitt í starfsemina hafi aldrei verið bornar brigður á heimild stefnda til að koma því á eða athugasemdir gerðar við fyrirkomulagið sem slíkt. Einu áhyggjur fulltrúanna hafi lotið að framsetningu kerfisins, nánar tiltekið að því að skýr leiki þess yrði tryggður svo engin óvissa ríkti meðal nýliða og annarra starfsmanna um vinnutilhögun. Það sé því alrangt sem fullyrt sé í stefnu að hið blandaða vakt a kerfi sé ekki samkvæmt neinu samkomulagi. Þvert á móti hafi gerð þess og innleiðing verið í samráð i og samvinn u við fulltrúa starfsmanna í félagi stefnanda. Þá hafi verið fjallað um einstakar ábendingar og athugasemdir og fyrirkomulaginu breytt til að koma til móts við nokkrar þeirra. 7 Loks byggir stefndi á því að stefnandi hafi aldrei gert ágr eining um lögmæti hins blandaða vaktakerfis fyrr en við höfðun þessa dómsmáls. Til marks um það nægi að benda á bréf stefnanda til stefnda 15. desember 2017 og fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stefnanda 19. júní sl. Þar komi fram að ekki væri ágreiningur um lögmæti hins blandaða vaktafyrirkomulags heldur hvort starfsmenn sem gangi vaktir samkvæmt því eigi rétt á föstum vaktgreiðslum. Raunar hafi stefnandi aflað lögfræðiálits þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að st efnda væri heimilt að breyta vakt a kerfi úr tólf tíma vöktum í blandaðar 8/12 tíma vaktir. Samkvæmt framansögðu standi engin rök til þess að fallast á fyrri dómkröfu stefnanda og því beri að sýkna stefnda af henni. Stefndi krefst einnig sýknu af síðari dómkröfu stefnanda er lýtur að föstum vaktgreiðslum. Stefndi vísar til þess að allir sem ráðnir hafi verið til starfa hjá stefnda sem slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn vinni vaktavinnu af einhverju tagi. Í gildi sé kjarasamningur Sambands íslenskr a sveitarfélaga og stefnanda með gildistíma 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Í grein 2.6 í samningnum , sem fjalli um vaktavinnu og hafi haldist efnislega óbreytt að minnsta kosti frá árinu 1995 , komi m.a. fram að starfsmenn sem vinni á reglubundnum vöktum sk uli fá vaktskrá sem sýni væntanlegan vinnutíma starfsmannsins afhenta mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefjist. Í ákvæðinu sé hvergi minnst á að framlagning skrárinnar sé bundin við ákveðið vaktafyrirkomulag, hvort sem starfsmenn gangi vaktir ef tir blönduðu vaktakerfi eða föstu, heldur sé henni ætlað að sýna vinnutíma starfsmannsins með það fyrir augum að hann geti skipulagt tíma sinn utan vinnu. Hið blandaða 8/12 tíma vaktakerfi geri ráð fyrir því að starfsmenn vinni að nokkrum hluta dagvinnu. Hér sé um að ræða starfsmenn sem hafi hafið störf árið 2015 og síðar, þ.e. R15 - , R17 - og R18 - hópar. Annar vinnutími sem skilgreindur sé sem afbrigðilegur og óþægilegur sé bættur starfsmönnum samkvæmt grein 1.6 í kjarasamningi. Á því sé byggt að eins og vak takerfi umræddra hópa sé uppbyggt sé útilokað að miða útreikning vaktaálags við aðrar forsendur en fram komi í tilvitnuðu ákvæði. Með öðrum orðum telur stefndi að vaktafyrirkomulagið rúmist ekki innan greinar 2.7 í kjarasamningnum sem fjalli um fastar vakt greiðslur. Til nánari skýringar vísar stefndi til þess að grein 2.7 hafi fyrst komið inn í kjarasamning Reykjavíkurborgar, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands slökkviliðsmanna sem undirritaður hafi verið 21. maí 1997, með gildistímann 1. maí 1997 til 31. október 2000. Tilurð ákvæðisins hafi fyrst og fre m st verið til þægindaauka fyr ir starfsmenn og starfsemina, að reikna út meðaltalsvaktaálag fyrir 12 tíma vaktir. Starfsmenn hafi þá fengið sama vaktaálag allt árið, m.a. þegar þeir hafi verið í orlofi sem aftur hafi gert allan launaútreikning mun einfaldari. Stefndi vekur sérstaka athygli á því að á þeim tíma sem ákv æ ðið hafi verið sett í kjarasamninginn hafi álagssveiflur verið allt öðruvísi og minni en í dag, kjaraumhverfi slökkviliðs - og sjúkr aflutningamanna allt annað og því hægt að mæta álagssveiflum á annan hátt . 8 Nánar kveðst stefndi byggja á því að R15 - , R17 - og R18 - hóparnir eigi hvorki rétt á né geti gert tilkall til að njóta fastra vaktgreiðslna samkvæmt grein 2.7 í kjarasamningnum. Það séu einungis þeir starfsmenn sem vinni á fyrirfram ákveðnu tólf tíma vaktakerfi sem eigi rétt á greiðslu vaktaálags í skilningi greinarinnar. Þá skipti einnig máli í þessu sambandi að allir útreikningar sem liggi meðaltali nu í grein 2. 7 til grundvallar miðist við tólf tíma vaktir, enda sameiginleg ákvörðun samningsaðila á sínum tíma að reikna út það meðaltal til þægindaauka. Að því leyti sé ákvæðið sérákvæði gagnvart öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Að mati ste fnda sé alveg útilokað að t úlka ákvæðið þannig að það gangi framar grein 1.6 í kjarasamningi aðila, sé á einhvern hátt rétthærra. Í því sambandi vísar stefndi meðal annars til þess hvernig það myndi horfa við stefnanda ef stefndi tæki upp á því að láta þá starfsmenn sem gangi 12 tím a vaktir samkvæmt vaktskrá, og njóti sem slíkir fastra vaktgreiðslna, vinna hlutfallslega fleiri nætur - og helgarvaktir með þeim afleiðingum að þeir fengju greitt minna vaktaálag samkvæmt grein 2.7 en þeir ættu rétt á samkvæmt grein 1.6. Stefndi telur þv í að lögmætar og málefnalegar forsendur liggi að baki ákvörðun ste fnda um að greiða vaktaálag samkvæmt grein 1.6. Athugun sem ste fndi hafi látið gera á álagssveiflum í sjúkraflutningum hafi leitt í ljós að þörf væri á auknum mannskap yfir daginn þegar álag ið væri mest. Við ráðningu árið 2015 hafi verið brugðist við þessum vanda með innleiðingu blandaðs vaktafyrirkomulags. Þessu fyrirkomulagi er nánar lýst í greinargerð stefnda en þar kemur meðal annars fram að þremur sjúkrabifreiðum sé bætt við þegar álagið aukist . Þær eru mannaðar starfsmönnum á blandaða vaktakerfinu. Öllum 53 starfsm önnum sem gang i vaktir samkvæmt því kerfi sé dreift niður á vakthópa A - D ásamt starfsmönnum á 12 tíma vaktakerfinu. Á nokkurra vikna fresti detti þeir út úr vakthópnum til að manna viðbótarsjúkrabifreiðarnar. Fyrir vaktirnar fái allir starfsmennirnir , með engri undantekningu , greitt samkvæmt grein 1 .6 í kjarasamningi. Það sé í samræmi við meginreglu vinnuréttar um að starfsmenn sem vinni sama starf skuli fá greidd sömu laun. Þá blasi við að vegna eðlis vaktafyrirkomulagsins sé einungis unnt að styðjast við reikningslegar forsendur sem fram komi í gre in 1.6 í kjarasamningi. Ef fallist yrði á það með stefnanda að umræddir starfsmenn ættu rétt á föstum vaktgreiðslum nytu þeir ríkari og betri réttar umfram kjarasamning og ráðningarsamband. Stefndi byggir á því að það hafi verið meginforsenda ráðningarsamb ands umræddra starfsmanna og stefnda að þeir tilheyrðu blandaða 8/12 tíma vaktkerfinu og að um framtíðar skipan mála væri að ræða. Að mati stefnda séu kröfur stefnanda í fullkomnu ósamræmi við það vaktafyrirkomulag sem innleitt hafi verið í starfsemi stefn da til að bregðast við reglubundnum álagssveiflum á hagkvæman hátt. Nánar sé á því byggt að miðað við ráðningarforsendur og þær reikningslegu forsendur sem kjarasamningur geri ráð fyrir geti starfsmenn á blandaða 8/12 tíma vaktakerfinu aðeins notið réttar samkvæmt grein 1.6 í kjarasamningnum. Réttur í skilningi greinar 2.7 í kjarasamningnum hafi aldrei verið fyrir hendi fyrir þennan hóp og því beri að sýkna stefnda af kröfulið tvö. 9 Til stuðnings framangreindu vísar stefndi til meginreglna íslensks vinnurét tar um stjórnunarrétt vinnuveitanda. Þá vísar hann til kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna 1. maí 2015 til 31. mars 2019, einkum greinar 1.6, 2.4.3.1, 2.4.4 og 2.7. Um málskostnaðarkröfu vísa r stefndi til 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þe tta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stefnandi reisir báðar dómkröfur sínar á því að grein 2.7 í kjaras a mningi aðila geri ráð fyrir því að slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn gangi vaktir samkvæmt sama vakt a kerfinu með föstu vaktaálagi . Til stuðnings fyrri dómkröfu sinni teflir stefnandi því fram að vegna þessa hafi þurft að semja sérstaklega um frávik frá því vaktafyrirkomulagi, sbr. grein 2.1.2, en þar sé veitt heimild til að víkja frá ákvæðum 2. kafla kjarasamningsins með samkomulagi við starfsmenn . Enn fremur telur stefnandi að umrætt vaktakerfi fari í bága við grein 2.1.1 þar sem vinnutíminn sé óreglubundinn . Þ ess vegna hafi borið að semja sérstaklega um frávik að því leyti samkvæmt grein 2.1.2. Í málavaxtalýsingu er gerð grein fyrir efni greina 2.6 og 2.7 sem báðar lúta að vöktum og vaktaálagi, sem og almennu ákvæð i greinar 1.6 .1 þar sem meðal annars er kveðið á um hvert vaktaálag ið skuli vera sem hlutfall af dagvinnukaupi . Samkvæmt efni sínu eru ákvæðin misvísandi um það hvort greiða beri starfsmönnum sem ganga vaktir samkvæmt vaktskrá fast vaktaálag samkvæmt grein 2.7 eða vaktaálag fyrir unnin störf á tíma sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma , sbr. einkum grein 2.6.1 . Af því sem fram kom við aðalmeðferð málsins verður ráðið að starfsmenn stefnda eru almennt ráðnir bæði í starf sjúkraflutninga - og slökkviliðsm anna og enginn greinarmunur er þar gerður . Ekki er því unnt að draga neinar ályktanir um gildissvið greinar 2.7 gagnvart greinum 1.6 .1 og 2.6 af því að í henni er einungis talað um slökkviliðsmenn. Staða samningsaðila gefur ekki tilefni ti l að láta annan hvorn þeirra bera hallann af misvísandi efni kjarasamnings ins þannig að eitt umsamið fyrirkomulag gangi framar hinu . Samþykki beggja samningsaðila á greinum 1.6 .1 og 2.6 í kjarasamningnum skuldbindur þá með sama hætti og samþykki þeirra við efni grein ar 2.7. Við þessar aðstæður verður að leitast við að túlka gildissvið ákvæð anna þannig að þau fái samrýmst . Allt að einu er ófært í ljósi greina 1.6 .1 og 2.6 í kjarasamningnum, og þá einkum gre inar 2.6.4, að draga þá afdráttarlausu ályktun að allir slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn eigi að gang a sömu tólf tíma vaktir nar gegn föstu vakta álag i í samræmi við grein 2.7. Kjarasamningur aðila hindraði því ekki að stefndi v i k i frá eldra vaktafyrirkomulagi á þann hátt sem hann gerði gagnvart þeim hópum sem ráðnir voru 2015, 2017 og 2018 í því skyni að bregðast við auknu álag i í sjúkraflutningum á tilteknum tíma sólarhringsins . Af fra mburðum vitna og framlögðum gögnum verður og ráðið 10 að áfo rm um hið breytta vaktafyrirkomulag hafi verið kynnt fyrir umsækjendum í ráðningarferlinu. Þau gögn sem lögð hafa verið fyrir Félagsdóm um hið nýja vaktafyrirkomulag sýna að vikulegur vinnutími getur verið nokkuð breytilegur. S veiflurnar eru mestar þá mán uð i er starfsmenn ganga tólf tíma vaktir en samkvæmt ódagsettu yfirliti yfir vaktafyrirkomulagið virðist þá unnið fjóra eða fimm daga í senn með jafnlöngum fríum á milli. Sama gagn ber enn fremur með sér að vinnuvika starfsmanna sem ganga þessar vaktir er að jafnaði 40 stundir . Samið er í ráðningarsamningi um það að starfsm aður gangi vaktir . Vegna eðlis vaktavinnu verður að líta svo á að í því fel ist samþykki fyrir einhverju flökti á 40 stunda vinnuviku samkvæmt grein 2.1.1 enda sé þe ss gætt að það jafnist út yfir lengri tíma . Samkvæmt framansögðu er ekki unnt að fallast á að stefnda hafi vegna tilgreindra ákvæða kjarasamningsins verið óheimilt að taka upp hið blandaða vaktakerfi fyrir hluta starfandi sjúkraflutninga - og slökkviliðsma nna. Því ber að sýkna stefnda af fyrri dómkröfu stefnanda. Með s íðari dómkr öfu s inni leitar stefnandi viðurkenning ar á því að stefnda beri ávallt að greiða þeim sem eru á blönduðum vöktum fast vaktaálag samkvæmt grein 2.7. Í því sambandi ber að árétta að kjarasamningurinn gerir ráð fyrir tvenns konar fyrirkomulagi á greiðslu vaktaálags, annars vegar föstu vaktaálagi sem leg g st ofan á mánaðarlaun samkvæmt grein 2.7 og hins vegar vaktaálagi fyrir unnin störf á tíma sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma, sbr. grein 1.6 .1 og 2.6.1. Umrædd samningsákvæði mæla öll fyrir um skyldu. Eins og áður segir verður að leitast við að t úlka gildissvið þeirra þannig að þau fái samrýmst. Óumdeilt er að grein 2.7 tekur mið af því að starfsmenn gangi hinar hefðbundn u tólf tíma vaktir. M ánaðarlegur tímafjöldi sem þar er umsaminn er reiknaður út miðað við það að teknu tilliti til þeirra hlut fallstalna sem kveðið er á um í grein 1.6. 1. Ákvæðið felur því í sér nánari útfærslu vaktaálags miðað við tilteknar almennar forsendur. Í því ljósi ber að afmarka þá skyldu sem mælt er fyrir um í grein inni við þá starfsmenn sem þær forsendur eiga við. Samkvæmt því ber að líta svo á að hún taki aðeins til þeirra starfsmanna sem ganga tólf tíma vaktir en um aðra gilda almennari fyrirmæli greina 1.6 .1 og 2.6 . 1 Af þessum sökum er ekki efni til þess að verða við síðari kröfu stefnda u m viðurkenningu þess að þeir sem eru á blönduðum vöktum fái einnig fast vaktaálag samkvæmt grein 2.7. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. S tefnand i greiði stefnda 50 0.000 krónur í málskostnað. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dóm sformanns . Við up p kvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Dómsorð Stefndi, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., er sýkn af kröfum stefnanda, Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna. Stefn andi greiði stef n da 500.000 krónur í málskostnað. 11 Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Gísli Gíslason Sonja H. Berndsen