FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmtudaginn 29. apríl 2021. Mál nr. 21/2020: Alþýðusamband Íslands , fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands ( Haukur Örn Birgisson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins , fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar , vegna Icelandair ehf. (Sólveig B. Gunnarsdóttir lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 9. mars s íðastliðinn um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir , Kolbrún Benediktsdóttir , Ragnheiður Harðardóttir , Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi . Stefndi er Samtök atvinnulífsins , fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi k refst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt að segja upp tímabundnum ráðningarsamningum við flugfreyjur og flugþjóna 27. apríl 2020, sem giltu ýmist til 31. ágúst 2020 eða 30. september 2020, án greiðslu launa eða bóta. 2 Þá k refst stefnandi málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi gerir aðallega þá kröfu að máli þessu verði vísað frá dómi en til vara að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. 4 Stefndi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Málavextir 5 Á vormánuðum 2020 voru 120 flugfreyjur og flugþjónar ráðin tímabundið til flugfélagsins Icelandair ehf. til sumarstarfa. Gerðir voru skriflegir, tímabundnir ráðningarsamningar sem giltu ýmist til 31. ágúst eða 30. september 2020. Allir starfsmennirnir voru félagsmenn í stefnanda. U ndirrituðu þau ráðningarsamninga með rafrænum hætti í ráðninga r - og mannauðske rfi stefnda , Icelandair ehf . 2 6 Vegna heimsfaraldurs C ovid - 19 á fyrstu mánuðum ársins 2020 og aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu faraldursins dróst rekstur stefnda verulega saman. Í lok apríl mánaðar greip stefndi til hópuppsagnar þegar félagið sagði 897 flugfreyjum og flugþjónum upp störfum frá og með 1. maí 2020 með tilkynningu um starfslok 27. apríl sama ár . Í byrjun júní mánaðar tilkynnti stefndi síðan á innraneti félagsins að ekki yrði óskað eftir vinnuframlagi starfsmanna með tímabundna ráðningu eftir lok júlímánaðar. Þá voru áhafnaskrár ekki gefnar út til þeirra starfsmanna vegna ágústmánaðar . 7 Vegna breyttra aðstæðna og tilslakana á ferðatakmörkunum víða um heim leit út fyrir að áhafnaþörf stefnda myndi aukast töluvert í ágúst og september 2020. Með tölvupósti 27. júlí 2020 sendi stefndi tilkynningu til sumarstarfsmanna og óskaði eftir vinnuframlagi frá 1. næsta mánaðar í samræmi við tímabundna ráðningarsamning a . Starfsmennirnir voru beðnir um að staðfesta hvort þeir myndu starfa út ráðningartíma bilið eða kysu að ljúka því fyrr. 8 Flestir starfsmannanna brugðust við þessu erindi með því að hverfa aftur til starfa. Átta starfsmenn kváðust þó ekki eiga þess kost og höfnuðu frekara vinnuframlag i . Stefndi taldi þá starfsmenn hafa með því slitið ráðninga rsambandinu og voru þeir felldir af launaskrá. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi kveður viðurkenningarkröfu sína reista á því að stefndi hafi með háttsemi sinni brotið gegn kjarasamningsbundnum og lagalegum rétti starfsmanna sinna, auk þess sem háttsemin gangi gegn meginreglum vinnuréttar um uppsögn tímabundinna ráðningarsamninga. 10 Stefnandi byggir á því að kjarasamningar og lög kveði á um lágmarksréttindi starfsfólks á vinnumarkaði en í því felist að ef samið sé um lakari kjör en kveðið sé á um í kjarasamningi eða lögum teljist samningar um slík kjör ekkert gildi hafa. E kki sé hægt að semja frá sér þau lágmarksréttindi með ráðningarsamningi. F lugfreyjur og flugþjóna r hjá stefnda starf i eftir kjarasamningi milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelanda ir ehf. hvort sem viðkomandi starfsmenn eru fastráðnir eða lausráðnir. Að mati stefnanda ætti að vera á greiningslaust í málinu að lausráð nir starfs menn stefnda njóti sömu réttinda og fastráð nir en sú meginregla vinnuréttar hafi verið lögfest í 4. gr. laga nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna. Í ákvæðinu segi að starfsmaður með tímabundna ráðningu skuli hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfsmaður með ótímabundna ráðningu af þeirri ástæðu einni a ð hann sé ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. 11 Í a - lið 1. mgr. 3. gr. laganna sé skilgreint með eftirfarandi hætti: 3 Starfsmaður með ráðningarsamning við vinnuveitanda þar sem lok samningsins ákvarðast af hlutlægum ástæðum, til dæmis tiltekinni dagsetningu, lokum afmarkaðs verkefnis eða tilteknum aðstæðum. 12 Stefnandi byggir á því að þeir starfsmenn stefnda sem ráðnir hafi verið á vormánuðum 2020 til að gegna starfi til 31. á gúst eða 30. september, hafi verið starfsmenn með tímabundna ráðningu í skilningi a - liðar 1. mgr. 3. gr. laganna. 13 Vísar stefnandi til þess að u m uppsagnarfrest f lugfreyja og flugþjóna sé fjallað í grein 03 - 1 í þágildandi kjarasamningi stefnanda og stefnda frá 8. júní 2016. Þar segi að uppsagnarfrestur sé 14 dagar fyrstu fjóra mánuði starfstíma starfsmanns. Þá vík i ákvæðið að rýmri uppsagnarfresti þegar um lengri starfsaldur sé að ræða. Loks segi í ningu starfsloka, skal sé þannig kveðið á um hvaða uppsagnarfrest ur eigi við þegar um ótímabundna ráðningarsamninga sé að ræða. 14 Grein 03 - 1 kveð i þannig berum orðum á um það að ef í ráðningarsamningi sé ekki getið um starfslok (ótímabundinn samningur) gildi ákvæðið um uppsögnina. Að öðrum kosti, þ að er ef getið sé um starfslok (tímabundinn samningur), gildi ákvæðið ekki og sé samningurinn því óuppsegjanlegur. Sé það jafnframt í fullu samræmi við meginreg lur vinnu - og samningaréttar þegar k omi að lokum tímabundinna samninga. 15 S tefnandi telur að kjarasamnings á kvæðið verð i ekki skilið öðruvísi en svo að kjarasamningur aðil a taki á uppsögnum ótímabundinna og tímabundinna ráðningarsamninga. Stefnd i hafi því bro t ið lugfreyja og flugþjóna , án þess að greiða starfsmönnum sínum laun út samningstímann. Með háttsemi sinni hafi stefndi því bakað sér bótaskyldu gagnvart viðkomandi starfsmönnum. 16 Stefnandi byg gir á því að á greiningur um beitingu eða túlkun kjarasamningsákvæða sem gilda við uppsögn starfsmanna stefnda verð i borinn undir Félagsdóm, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt bendir stefnandi á að sta rfsmenn með tímabundinn ráðningarsamning skul i hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð, sbr. 4. gr. laga nr. 139/2003. Sé því engum vafa undirorpið að sakarefni málsins heyri undir Félagsdóm. 17 Stefnandi byggir á því að stefndi h afi stofnað til tímabundin s ráðningarsamband s við umrædda starfsmenn sína á vormánuðum 2020 þegar starfsmennirnir voru ýmist ráðnir til 31. ágúst eða 30. september 2020. Þetta beri gögn málsins skýrt með sér. Stefnda hafi verið óheimilt að segja upp þessum ráðningarsam ningum með uppsagnarbréfum til starfsmannahópsins 27. apríl 2020. Stefndi sé bundinn af fyrirliggjandi ráðningarsamningum og af þeim sökum hafi honum borið að greiða starfsmönnunum laun út umsamin ráðningartímabil. 4 18 Stefndi hafi enga heimild haft til þess að afturkalla fyrri yfirlýsingu sína þar sem vinnuframlag starfsmannanna var afþakkað eftir lok júlímánaðar. Stefndi hafi gefið út yfirlýsingu til starfsmanna nna í byrjun júní sem hafi falið í sér loforð um að ekki yrði farið fram á vinnufram lag þeirra og hafi sú yfirlýsing orðið skuldbindandi fyrir stefnda þegar hún kom st til vitundar starfsmannanna. Auk þess hafi engin áhafnaskrá verið gefin út af stefnda til viðkomandi starfsmanna. Byggir stefnandi á því að stefndi geti ekki varpa ð ábyrgðin ni yfir á starfsmenn sína með því að segja að þeir hafi slitið ráðningarsambandinu þegar þeir hafi fengið tæpan sólarhringsfrest til þess að bregðast við löglausum viðsnúningi stefnda 27. júlí 2020 . Eðli málsins samkvæmt hafi starfsmenn treyst fyrri yfirlý singu stefnda og af þeim sökum gert aðrar ráðstafanir vegna ágúst - og september mánaða r . Ekki verði ætlast til af þeim að þeir stökkvi til með engum fyrirvara þannig að þeir fyrirgeri að öðrum kosti rétti sínum til launa út umsamið ráðningartímabil. 19 Stefnan di byggir á því að stefndi hafi hvorki haft heimild til þess að segja upp ráðningarsambandi við viðkomandi starfsmenn né heldur að draga yfirlýsingu sína til baka , án sérstaks samþykkis þeirra . Stefndi hafi því verið skuldbundinn til þess að greiða starfsm önnunum laun út samningstímann, hvort sem hann hugðist nýta sér vinnuframlag þeirra eða ekki. 20 Stefnandi bendir á að félagsmenn hans hafi enga ábyrgð geta ð borið á því að áhafnaþörf stefnda kynni að breytast og verði þeir ekki látnir sæta skerðingu á réttindum sínum vegna einhliða ákvörðunar stefnda um að draga fyrri yfirlýsingu sína til baka. Fyrir þessari framkvæmd stefnda sé því engin lagastoð. 21 Þar sem fram k omi í 4. gr. laga nr. 139/2003 að starfsmenn með tímabundna ráðning u skuli ekki njóta lakari starfskjara og ekki sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn með ótímabundna ráðningu sé ljóst að vinnuveitanda sé óheimilt að mismuna starfsmönnum eftir því hvort gerður var við þá tímabundinn eða ótímabundinn ráðningarsamn ingur. Starfsmenn , sem ráðnir hafi verið tímabundið, eig i rétt á greiðslu launa í uppsagnarfrest i samkvæmt kjarasamningi eða skaðabótum sé ráðningarsamningi þeirra sagt upp. Það sé lágmarksréttur þeirra. Stefndi hafi hins vegar kosið að mismuna umræddum st arfsmönnum á grundvelli þess að gerður hafi verið tímabundinn ráðningarsamningur við þá með því að neita að greiða þeim laun fyrir umsaminn starfstíma. 22 Með a - lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 139/2003 sé lögfest sú meginregla að starfslok starfsmanns með tímabun dna ráðningu afmarkist af hlutlægum ástæðum eins og tiltekinni dagsetningu. A ð mati stefnanda sé augljóst að slíku sé til að dreifa í málinu , enda ligg i fyrir ráðningarsamningar vegna afmarkað s ráðningar tímabil s, og ber i stefnda því að greiða starfsmönnum sínum laun til samræmis við það ráðningartímabil. 5 23 Að framangreindu virtu sé ljóst að stefndi hafi stofnað til tímabundin na ráðningarsamning a milli félagsins og starfsmanna þess og hafi stefnda verið óheimilt að segja samningunum upp og neita að greiða umræddum starfsmönnum laun út ráðningartímabil þeirra , sérstaklega í ljósi þess að stefndi h afi sjálfur afþakkað vinnuframlag þeirra á tímabilinu. Með einhliða aðgerðum sínum hafi stefndi bakað sér bóta skyldu gagnvart umræddum félagsmönnum stefnanda, sbr. 8. gr. laga nr. 139/2003. Því beri að fallast á kröfur stefnanda í málinu. Málsástæður og lagarök stefnda 24 Stefndi byggir kröfu um frávísun á því að viðurkenningarkrafa stefnanda eigi ekki undir Félagsdóm s amkvæmt 2. t ölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . S amkvæmt þeirri laga brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi Í greinargerð m eð 25. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 80/1938 sé skýrt hvað átt sé við með vinnusamningi og vísað til þess sem á ensku nefnist collective agreement eða á sænsku kollektivavtal . Það sé á íslensku nú nefnt kjarasamningur. 25 Stefndi vísar til þess að í dómkröfu stefnanda sé hvergi vikið að þeim kjarasamningsákvæðum sem deilt sé um. Í stefnu sé aðallega vísað til þess að uppsögn tímabundinna ráðningarsamninga gangi gegn meginreglum vinnuréttar um uppsagnir tímabundinna ráðningarsamninga. Þá sé vísað til laga nr. 139/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna. Það f alli utan lögsögu Félagsdóms að fjalla um hvort stefndi kunni að hafa gerst brotlegur við ákvæði laga nr. 139/2003, sbr. dóm Félagsdóms 21. desember 2018 í máli nr. 9/2018 . 26 E ina tilvísun til kjarasamnings í stefnu sé til gr einar 03 - 1 um uppsögn ótímabundinna ráðningarsamninga en þó einungis til að taka fram að ákvæðið eigi ekki við um þær aðstæður sem uppi eru í málinu. Ágreiningur aðila s núist um það hvort stefnda hafi verið heimilt að k refjast vinnuframlags starfsmanna á ráðningartíma og greiða þeim ekki laun sem höfnuðu að inna vinnuframlag af hendi. Óljóst sé kjarasamningi eða ágreiningur um skilning á kjarasamningi eða gildi hans s amkvæmt 2. t ölulið 1. mgr. 44. g r laga nr. 80/1938. 27 Auk þess byggir stefndi frávísunarkröfu sína á því að viðurkenningarkrafa stefnanda sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til skýrleika dómkrafna s amkvæmt d - lið 1. mgr. 80 gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. g r. laga nr. 80/1938. Hvor ki k omi fram í dómkröfu hvaða greinar kjarasamnings sé deilt um né nánari tilgreining á þeim ágreining i sem stefnandi h aldi fram að sé milli aðila. Í stefnu k omi fram að stefnandi geri viðurkenningarkröfu einungis vegna þeirra star fsmanna stefnda sem hafi neitað að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti þegar eftir því var leitað en engar kröfur séu gerðar vegna annarra félagsmanna. Stefnandi geri kröfu um að viðurkennt sé að starfsmenn eigi rétt til bóta og vís i þar til meginreglna í vinnusambandi , án þess að sýna fram á tjón vegna umræddra ráðstafana. Krafan sé 6 því vanreifuð. Að mati stefnda sé í raun verið að gera kröfu um æ t luð vangoldin laun sem eigi ekki undir úrlausn Félagsdóms heldur almenna dómstóla. 28 Sýknukrafa stefnda byggir á því að stefndi hafi uppfyllt samnings s kyldur sínar gagnvart flugfreyjum og flugþjónum sem ráðin voru tímabundið . Stefndi hafi greitt þeim flugfreyjum og flug þjónum , sem hafi skilað vinnuframlagi þegar þess var krafist , laun út gildistíma ráðningarsamninga. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar sé greiðsla launa endurgjald fyrir vinnu. Þeir félagsmenn stefnanda sem hafi neitað að skila vinnuframlagi hafi ekki fengið laun. Ágreiningur aðila sn úist ekki um gildi eða túlkun kjarasamnings heldur rétt stefnda til að hafna greiðslu launa í þeim til vikum þegar starfsmaður neitar vinnuframlagi. 29 Stefndi mótmælir því að hann hafi sagt upp tímabundnum ráðningarsamningum eins og haldið sé fram í stefnu. Stefndi hafi sent tilkynningu til flugfreyja og flugþjóna vegna hópuppsagnar í lok apríl 2020. Í tilkynningu stefnda sem ber i yfirskriftina [s]tarfslok i fram að flugfreyjum og flugþjónum hafi verið sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Í ráðningarsamningum hafi komið fra m lokadagur ráðningar sem í þessu til viki hafi verið vísað til. Í lista yfir spurningar og svör um uppsagnir vegna Covid - 19 , sem stefndi hafi gefið út og vísað til , segi eftirfarandi: Hversu langan uppsagnarfrest fá þeir sem eru í tímabundinni ráðningu? Sv ar: Starfsmenn með tímabundinn ráðningarsamning fái greidd laun út þann tíma sem gefinn er upp í ráðningarsamningi. 30 Stefndi byggir á því að aldrei hafi verið fallið frá vinnuframlagi tímabundið ráðinna starfsmanna með formlegum hætti. Starfsmaður sem bygg i á því að fallið hafi verið frá vinnuframlagi hans á uppsagnarfresti ber i sönnunarbyrði fyrir þ eirri fullyrðingu sinni . Stefnandi h afi ekki lagt fram sönnun þess efnis. Stefndi hafi verið í fullum rétti til að krefjast vinnuframlags á ráðningartíma og hafna greiðslu launa væri því neitað. Það sé í samræmi við almennar reglur samningaréttar og vinnuréttar. 31 Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda og krafa tekin til meðferðar byggir stefndi á því að s amkvæmt 65. gr. laga nr. 80/1938 sé Félagsdómi heimilt, í tengslum við mál sem falla undir valdsvið dómsins s amkvæmt 44. gr. sömu laga , að dæma skaðabætur. Ekki sé þó í stefnu byggt á þessari heimild laganna og séu kr öfur stefnanda og málsástæður því vanreifaðar. Tjón, sem sé forsenda bótakröfu, sé einnig vanreifað. Ekki sé rakið í stefnu hvort félagsmenn stefnanda hafi verið atvinnulausir og í atvinnuleit þá mánuði sem krafist sé launa fyrir, hvort þeir hafi notið ein hverra tekna eða bóta á tímabilinu eða hvernig þeir hafi reynt að takmarka tjón sitt að öðru leyti. Óhjákvæmilegt sé að fjalla um slíkar kröfur og varnir stefnda í bótamálum hvers og eins starfsmanns en ekki í einu almennu viðurkenningarmáli vegna ótilgrei ndra félagsmanna stefnanda. Krafa stefnanda sé því í andstöðu við e - og 7 f - lið i 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , og ber i því að vísa henni frá dómi án kröfu . Niðurstaða 32 Í máli þessu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefnd i , Icelandair ehf., hafi verið óheimilt að segja upp tímabundnum ráðningarsamningum við flugfreyjur og flugþjóna sem félagið hafði gert við starfsmennina á vormánuðum 2020 og gilda áttu ýmist til 31. ágúst eða 30. september það ár. Stefndi h afnar því á hinn bóginn að hafa sagt upp samningunum. 33 Eins og rakið hefur verið tilkynnti stefndi 27. apríl 2020 flugfreyjum og flugþjónum , sem ráðin höfðu verið tímabundið samkvæmt framangreindu , að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi þeirra frá lok um júl ímánaðar . Þann 27. júlí 2020 tilkynnti stefndi starfsmönnunum að óskað v æri eftir vinnuframlagi þeirra frá 1. ágúst til loka ráðningarsambands samkvæmt hinum tímabundnu samningum . Ágreining ur aðila lýtur aftur á móti að því, hvort heimilt hafi verið að fella niður launagreiðslur til þeirra starfsmanna sem ekki urðu við því að hverfa til starfa hjá félaginu í samræmi við framangreint . 34 Ákvæði um lögsögu Félagsdóms er u í 44. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. þeirrar lagagreinar er það ver kefni Félagsdóms að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot gegn kjarasamningi eða út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans . 35 Samkvæmt kröfugerð stefnanda í stefnu er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óhei milt að segja upp tímabundnum ráðningarsamningum við flugfreyjur og flugþjóna 27. apríl 2020, sem gilt hafi ýmist til 31. ágúst 2020 eða 30. september sama ár, án greiðslu launa eða bóta, svo sem greinir hér að framan. Ekki er í kröfugerðinni vísað til þes s ákvæðis kjarasamningsins sem stefnandi telur að þessu leyti vera ágreining um milli aðila . Í stefnu er rakið efni greinar 03 - 1 í kjarasamningnum og tekið fram að ákvæði greinarinnar gildi um þau tilvik þegar um ótímabundna ráðningarsamninga sé að ræða en eigi ekki við þegar þar sé getið um starfslok. Segir í stefnu að mikilvægt sé að fá úr því skorið, hvort stefndi hafi heimild til þess að slíta einhliða tímabundnum ráðningarsamböndum, án þess að greiða starfsfólki sínu bætur eða laun út samningstímann. Af hálfu stefnanda er jafnframt vísað um kjör lausráðins starfsfólks til ákvæða laga nr. 139 /2003, meðal annar s 4. g r. laganna þar sem fram komi að starfs m aður með tímabundna ráðningu skuli hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfsmaður með ótímabundna ráðningu af þeirri ástæðu einni að hann sé rá ðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Í greinargerð stefnda er því á hinn bóginn lýst að með tilkynningu 27. apríl 2020 um starfslok hafi einungis ver i ð um það að ræða að flugfreyjum og flugþjónum hafi verið sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti og því hafi þeim flugfreyjum og flugþjónum, sem 8 innt hafi af hendi vinnuframlag þegar þess var krafist, verið greidd laun út gildistíma ráðningarsamninga en ekki þeim sem hafi neitað að skila umbeðnu vinnuframlagi. 36 Samkvæm t málatilbúnaði málsaðila lýtur ágreiningur þeirra því í raun ekki að kærum um brot gegn kjarasamningi eða ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans, heldur að því hvort vanefndir hafi orðið á ráðningarsamning um stefnda , Icelandair ehf., við flugfreyjur og flug þjóna sem ráðin voru tímabundið til starfa hjá félaginu . Það varðar hins vegar ekki ákvæði kjarasamni ngs aðila. Málið fellur því ekki undir dómsvald Félagsdóms, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Ber því , þegar af þe s sum ástæðu m , að taka til greina kröfu stefnda um frávísun málsins frá Félagsdómi . 37 Stefnandi greiði stefnda málskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. 38 Uppkvaðning úrskurðarins hefur dregist vegna anna dómsformanns. Fyrir uppkvaðningu úrskurðarins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 . Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands, greiði stefnda, Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf., 500.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Ragnheiður Harðardóttir Karl Ó. Karlsson Valgeir Pálsson