FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 23. nóvember 20 21 . Mál nr. 17 / 2021 : Verkalýðsfélag Akraness ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Elkem Ísland ehf. ( Ragnar Árnason lögmaður) og Alþýðusambandi Íslands til réttargæslu (Magnús M. Nor ð dahl lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 19. október sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Verkalýðsfélag Akraness , Sunnubraut 13 á Akranesi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík , vegna Elkem Ísland s ehf. Réttargæslustefndi er Alþýðusamband Ísland s , Guðrúnartúni 1 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Í málinu gerir stefnandi eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að hann fari með samningsaðild vegna félagsmanna, sem starfa hjá Elkem Ísland i ehf., til þess að semja um framlag til lífeyrissjóðs og ráðstöfun þess við gerð kjarasamnings vegna starfa þeirra hjá Elkem Ísland i ehf. Að viðurkennt verði með dómi að ákvæði greinar 8.02.1 í kjarasamningi stefnanda og stefnd a Samtaka atvinnulífsins vegna Elkem s Ísland s ehf., sem undirritaður var 18. maí 2021 skuli frá dómsuppsögu Félagsdóms gilda um félagsmenn stefnanda með eftirfarandi hætt i: Iðgjald í lífeyrissjóð fyrir félagsmenn VLFA verði 12%. Starfsmaður greiði 4% og 8% koma frá atvinnurekenda. Til viðbótar 8% mótframlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð koma 3,5% sem félagsmenn VLFA ákveða hvort þeir ráðstafa í samtrygginguna í sínum lífe yrissjóði, tilgreinda séreign eða í frjálsan viðbótarsparnað. Stefnandi krefst þess einnig að stefnda verði gert að greiða honum málskostnað. 2 Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Málavextir 3 Kjarasa mningur milli Samtaka atvinnulífsins vegna Elkem Ísland s ehf. annars vegar og stefnanda, Félags iðn - og tæknigreina, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfél a ga, Stéttarfélags Vesturlands og VR hins vegar var undirritaður 18. maí 2021. Samið var um að síðasti kjarasamningur aðila frá 12. maí 2017 skyldi framlengjast til 31. desember 2022 með tilteknum breytingum og fyrirvörum . Fjallað er um lífeyrissjóð sframlög í grein 8.02.1 í kjarasamningnum sem er svohljóðandi : na allra starfsmanna 16 ára og eldri í samræmi við samþykktir viðkomandi lífeyrissjóða. Skulu iðgjöld, önnur en iðgjöld vegna séreignarsjóða, fara eftir almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og 4 Hinn 17. maí 2021 rituð u stefnandi og Elkem Ísland ehf. undir viðauka við kjarasamning inn. Í 1. grein viðaukans kemur meðal annars fram að stéttarfélagið telji sig hafa fullt umboð til að semja um lífeyrismál . Aftur á móti telji réttargæslustefndi sig hafa samningsumboð vegna lí feyrismála félagsmanna st efnanda. Þar sem stefndi hafi gert samning við réttargæslustefnda telji hann sér óheimilt að semja við st efnanda um lífeyrismál í kjarasamningnum. Fram kemur að stefnandi muni bera þennan ágreining un d ir Félagsdóm. Þá segir að telji Félagsdómur samningsumboðið vera í höndum stéttarfélagsins séu aðilar sammála um að grein 8.02.1 í kjarasamningi skuli orðast svo: lífeyrissjóð fyrir félagsmenn VLFA verði 12%. Starfsmaður greiði 4% og 8% koma frá atvinnurekenda. Til viðbó tar 8% mótframlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð koma 3,5% sem félagsmenn VLFA ákveða hvort þeir ráðstafa í samtrygginguna í 5 Þ egar unnið var að endurnýjun kjarasamnings á milli stefnan da og Elkem Íslands ehf. vildi stéttarfélagið að tekið yrði fram að félagsmönnum væri ekki aðeins heimilt að ráðstafa hækkuðu framlagi atvinnurekanda til samtryggingar eða tilgreindrar séreignar, heldur einnig í frjálsan lífeyrissparnað. S tefndi taldi óhei milt að mæla fyrir um heimild til slíkrar ráðstöfun ar iðgjalds þar sem það væri í andstöðu við samkomulag við réttargæslustefnda . 6 Með bréfi forsvarsmanns stefnanda 9. apríl 2021 var óskað eftir afstöðu stefnda og réttargæslustefnda til þess hver færi með umboð til að semja um lífeyrisréttindi fyrir hönd félagsmanna stefnanda í kjarasamningi við Elkem Ísland ehf. Í svarbréfi stefnda 29. sama mánaðar kom fram að allt frá árinu 19 6 9 hefðu samtökin talið réttargæslustefnda fara með umboð til að semja fyrir hönd aðildarfélaga um lífeyrismál. Tekið var fram að stefndi teldi sér óheimilt að semja beint við einstök 3 aðildarfélög réttargæslustefnda um annað fyrirkomulag lífeyrisréttinda en tilgreint væri í samningum hans við rétta rgæslustefnda . 7 Hinn 29. apríl 2021 sendi stefndi réttargæslustefnda bréf þar sem vísað v ar til þess að stéttarfélagið teldi sig sjálft hafa umboð til að semja um fyrirkomulag lífeyrisréttinda í kjarasamningi. Tekið var fram að meint framsal og umboð til r éttargæslustefnda hvað samningsumboð til lífeyrismála varðar væri afturkallað. 8 Með samningi 1 9 . maí 1969, milli réttargæslustefnda og samtaka atvinnurekenda, þ ar með talið stefnda , var samið um að stofna skyldi lífeyrissjóði með skylduaðild sem starfrækja skyldi á félagsgrundvelli. Greiða skyldi 10% iðgjald af launum alls verkafólks 16 ára og eldri og skyldu vinnuveitendur grei ð a 6% og verkafólk 4 % . Með lögum nr. 9/1974 var kveðið á um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og skyld u launafólks til aðildar að líf eyrissjóði tryggð. 9 Hi nn 12. desember 1995 var undirritaður samningur um lífeyrismál á milli réttargæslustefnda og Vinnuveitendasambands Íslands, nú stefnda , og skyldi hann gilda fyrir öll aðildarfélög innan réttargæslustefnda sem aðild eiga að þeim lífeyri ssjóðum sem undir hann falla. Í inngangi samningsins var vísað til þess að með almennum kjarasamningum 19. m aí 1969 hefði náðst samkomulag um skyldu launagreiðenda til að tryggja starfsmönnum lífeyrisrétt við starfslok . Samið hefði verið um að stofna og st arfrækja lífeyrissjóði á stéttarfélagsgrundvelli, enda væru þeir betur til þess fallnir að tryggja lífeyrisréttindi af öryggi en einstök fyrirtæki eða lífeyrissjóðir þeirra. Fram kom að grundvallarsamkomulagi aðila vinnumarkaðarins hefði í reynd verið veit t lagagildi með löggjöf um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Vísað var til þess að starfsemi sjóðanna hefði verið í stöðugri endurskoðun og að samningsaðilar væru ásáttir um nauðsyn þess að setja skýrari reglur um uppbyggingu, starfshætti og lágma r kskröfur til lífeyrissjóða , sem og réttindi þeirra og skyldur með þeim hætti sem nánar greindi í samningnum. Þar var meðal annars fjallað um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, lágmarksréttindi sjóðsfélaga , iðgjöld til lífeyrissjóða sem skyldu nema 10% af öllum launatekjum starfsmanna og eftirlit með starfsemi verði að endurskoða og aðlaga þetta samkomulag með reglulegu millibili m eð tilliti til reynslu og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Til þess að auðvelda slíka aðlögun er miðstjórn ASÍ, í samráði við formenn landssambanda innan ASÍ, gefið umboð til þess að fjalla um og undirbúa slíkar breytingar, sem miðstjórn ASÍ tæki síðan ti l endanlegrar afgreiðslu fyrir hönd þeirra félaga innan ASÍ, sem aðild eiga að öllum aðildarsamtökum og tók gildi 12. desember 1995. 10 Með lögum nr. 129/1997 var lágmarksiðgjal d til lífeyrissjóða lögfest og tilgreind sú lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóðum er ætlað að veita. 4 11 S tefndi og réttargæslustefndi hafa gert fleiri samninga sem varða lífeyrismál og lífeyrissjóð i. Þar má nefna samkomulag frá 8. desember 2004 um framkv æmd á hækkun framlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði og framtíðarskipulag lífeyriskerfisins , sem og samkomulag frá 31. október 2005 um tilhögun réttinda við breytingar réttindaávinnslu yfir í aldurstengd réttindi. 12 Í kjarasamningi stefnda og samninganefndar Alþýðusambands Íslands, landssambanda Alþýðusambands Íslands og beinna félaga frá 5. maí 2011 er firlýsing um lífeyrismál þar sem fram kemur að samningsaðilar séu sammála um að halda áfram vinnu við samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumarkaði . Tekið er fram að á vettvangi samningsaðila sk uli unnið s amkvæmt þeirri forsendu að hækka þ urfi iðgjöld til lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði úr 12% í 15,5% á árunum 2014 til 2020. 13 Við endurnýjun kjarasamninga í maí 2015 var gengið frá yfirlýsingu um l ífeyrismál sem var meðal annars hluti kjarasamnings stefnda og Starfsgreinasambands Íslands sem stefnandi á aðild að. Þar kom fram að stefndi og réttargæslustefndi væru sammála um að vinna áfram að jöfnun lífeyrisréttinda og að yfirlýsingin frá 5. maí 2011 héldi gildi sínu. 14 Með kjarasamningi stefnda og réttargæslustefnda , landssambands Alþýðusambandsins og beinna félaga frá 21. janúar 2016 , var samið um hækkun framlaga í lífeyrissjóði og um ráðstöfun þeirrar hækkunar. Samkvæmt 3. grein skyldi f ramlag launagreiðanda hækkað um 3,5% , það er úr 8% í 11,5% á þriggja ára tímabili. sem ljúka skal fyrir lok maí 2016, verði einstaklingum heimilt að ráðstafa, að hluta eða fullu, 3,5% auknu framlagi launagreiðanda í bundinn séreigna r sparnað í stað samtryggingar til að auðvelda launafólki starfslok og auka sveigjanleika. Með bundnum sérei gnarsparnaði er átt við að settar eru þrengri skorður en gilda gagnvart öðrum viðbótarlífeyrissparnaði Síðar var hætt að nota heitið bundinn séreignarsparnaður og er tilgreind séreign nú notað þe ss í stað. Kjarasamningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða og tók hann gildi þann 21. janúar 2016. 15 Hinn 15. júní 2016 gerðu stefndi og réttargæslustefndi samkomulag um framkvæmd á hækkun framlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði á grundve lli fyrrgreinds samnings frá 21. janúar 2016 . Þar kom fram að atvinnurekendur skyldu undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi og framlagi launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns á grundvelli gildandi kjarasamninga aðila frá 1969 og 1995, með síðari breytingum. Tekið var fram að réttur launamanns til þess að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í bundna séreign er gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvin n 5 Málsástæður og lagarök stefnanda 16 Ste fnandi kveðst byggja á því að komið sé á samkomulag um kjarasamning milli annars vegar Elkem Ísland s ehf. og hins vegar stefnanda, fyrir hönd þeirra félagsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. Kjarasamningurinn hafi þó ekki náð fram að ganga að öllu leyti í sa mræmi við samkomulag aðila þar sem stefndi telji stefnanda ekki réttan aðila til þess að semja um lífeyrismál fyrir hönd félagsmanna sinna. Vegna þessa hafi verið gerður viðauki við kjarasamninginn og hafi aðilar samþykkt að leggja málið fyrir F élagsdóm , sem og að fara að niðurstöðu dómsins. 17 Með dómsmálinu sé ætlunin að fá leyst úr því hvort stefnda hafi verið heimilt að vísa til samkomulags síns við réttargæslustefnda og koma í veg fyrir að samið yrði með tilteknum hætti um lífeyrismál í kjarasamningnum. Kröfugerð stefnanda mið i að því að fá viðurkenn t að st éttarfélagið fari með samningsumboð og hafi fulla heimild til að semja um lífeyrismál innan ramma laga. Einnig sé ætlunin að fá viðurkennt að félagsmenn stefnanda geti ráðstafað mótframlagi til lífeyris sjóðs með þeim hætti sem greini í fyrrgreindum viðauk a. 18 Stefnandi leggur áherslu á að hann sé réttur aðili til þess að semja um lífeyrismál með kjarasamningi . Kveðið sé á um félagafrelsi í 74. gr. stjórnarskrár innar og þar sérstaklega vísað til stéttarfél aga. Af því verði ráðið að stéttarfélögum sé ætlað mikilvægt hlutverk og sé það nánar útlistað í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 19 Stefnandi sé stéttarfélag sem starf i á grundvelli laga nr. 80/1938 og ráði sjálft málefnum sínum , sbr. 3. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu skuli stéttar félög setja sér samþykktir, sem kveði m eðal annars á um aðild að félaginu, félagssvæði og um skyldur og réttindi félagsmanna. V ið kjarasamningsgerð séu stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, s br. 1. mgr. 5. gr. laganna. Af ákvæðinu leiði að aðrir aðilar geti ekki komið fram fyrir hönd stéttarfélags við gerð kjarasamninga, nema stéttarfélagið hafi veitt þeim sérstakt umboð til þess. Mælt sé fyrir um gildi kjarasamninga sem hafi verið gerðir í 3. mgr. 5. gr. laganna og skulu þeir bornir undir félagsmenn stéttarfélags sem taki afstöðu til hans með leynilegri atkvæðagreiðslu. Endanlegt samþykki kjarasamnings sé því í höndum félagsmanna í viðkomandi stéttarfélagi. 20 Í ljósi lögbun dins hlutverks stéttarfélaga geti aðrir aðilar ekki með samningum sín á milli takmarkað þau atriði sem semja skuli um með kjarasamningi. Framlög til lífeyrissjóðs séu meðal þeirra atriða. Einungis sé unnt með lögum sem hvíli á málefnaleg um forsendum að tak marka svigrúm aðila kjarasamnings til að semja um kaup og kjör. 21 Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki með gildum og bindandi hætti getað gert samkomulag við réttargæslustefnda um atriði sem semja sk uli um í kjarasamningum . Ekki standist að réttargæslustefndi fari með endanlegt og óafturkræft samningsumboð 6 aðildarfélaga sinna til þess að semja um lífeyrismál. Samningsfrelsi stéttarfélaga og atvinnurekenda við kjarasamningsgerð verði ekki takmarkað með þessum hætti . Byggi stefndi raunar á því að einn hluti kjarasamningsgerðar , það er lífeyrismál, hafi verið færður frá stéttarfélögum til s ín og réttargæslustefnda. Þetta sé í andstöðu við stjórnarskrá og lög nr. 80/1938. Það leiði jafnframt af reglum samningaréttar að réttur stefnanda til kjarasa mningsgerðar verði ekki afnuminn með samkomulögum annarra aðila. 22 Stefnandi leggur áherslu á að hann hafi ekki veitt réttargæslustefnda umboð til þess að standa að samkomulagi við stefnda um lífeyrismál sem hafi takmarkað rétt stefnanda til þess að ráðstaf a þeim efnum í kjarasamningi. Ekki hafi verið sýnt fram á með hvaða hætti slíkt framsal á samningsumboði eigi að hafa farið fram. 23 Verði litið svo á að stefnandi hafi í fortíðinni veitt réttargæslustefnda umboð til þess að semja um lífeyrismál hafi það umbo ð verið veitt tímabundið eða til þess að gera tiltekinn löggerning. Stefnandi hafi ekki veitt réttargæslustefnda ótímabundið umboð til þess að ráðstafa lífeyrismálum um ókomna tíð. F rávik frá grundvallarreglunni um samningsaðild stéttarfélaga verði að skýr a þröngt og beri að skýra minnsta vafa um framsal samningsréttar stéttarfélaginu í hag. 24 Stefnandi byggir á því að e ldri samkomulög stefnda og réttargæslustefnda um lífeyrismál hafi ekki gildi kjarasamnings sem gangi framar kjarasamningi sem gerður hafi verið árið 2021 vegna starfa hjá Elkem Ísland i ehf. Þegar réttargæslustefndi hafi leitt viðræður um lífeyrismál hafi samkomul ö g verið samþykkt eða staðfest sérstaklega af þeim stéttarfélögum sem í hlut hafi átt . Þau ákvæði sem réttargæslustefndi hafi haft forgöngu um að semja um hafi ekki öðlast kjarasamningsgildi fyrr en stéttarfélög og félagsmenn þess hafi leitt ákvæðin inn í slíkan samning í samræmi við lög nr. 80/1938. 25 Stefnandi leggur áherslu á að það leiði af lögbundnu hlutverki stéttarfélaga að þeim sé alltaf heimilt að afturkalla umboð sem þ au hafi veitt til kjarasamningsgerðar. Að sama skapi leiði af hlutverki stéttarfélag a að þ eim sé óheimilt að framselja með ótímabundnum og óafturkræfum hætti umboð sitt til þess að ráðstafa kjörum með kjarasa mningi. Í því skyni að einfalda lausn málsins hafi stefnandi ákveðið að afturkalla umboð til réttargæslustefnda hafi það á annað borð verið til staðar . Viðbrögð hafi ekki borist við þeirri umleitan og virðist stefndi og réttargæslustefndi telj a sig hafa endanlegan og óhagganlegan rétt til þess að semja um lífeyrismál. 26 Stefnandi vísar til þess að rökstuðning skorti fyrir því hvers vegna starfsmenn skuli ráðstafa 3,5% hækkun iðgjalds í bundna séreign fremur en að þeir geti ákveðið sjálfir hvernig þeir ráðstafa hækkuninni. Engin skilyrði séu í gildandi lögum um hvernig ráðstafa skuli hækkun lífeyrissjóðsframlags með k jarasamningi. 7 27 Stefnandi tekur fram að ágreiningur aðila falli innan valdmarka Félagsdóms, sbr. 1 . tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . Deilt sé um afstöðu stefnd a sem b rjóti gegn lögunum og sé byggð á samkomulagi sem skerði samningsrétt og samningssky ldu stéttarfélaga og félaga atvinnurekenda til að ráða tilteknum málefnum með kjarasamningum. Það komi skýrt fram í 1. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 að verkefni Félagsdóms sé m eðal annars að dæma í málum um samningsaðild einstakra stéttarfélaga. Í framkvæmd hafi verið l itið svo á að Félagsdómur fjalli einnig um slíka samningsaðild í öðrum tilvikum þó verkefnið sé ekki orðað með sama hætti í lögum nr. 80/1938. Stefnandi kveðst byggja seinni kröfu sína um viðurkenningu réttinda á 2. mgr. 25. gr. lag a nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn um kröfur sínar og hafi aðilar einnig sammælst um að bera málið undir dómstólinn. 28 Stefnandi kveðst auk framangreinds byggja á almennum meginreglum vinnuréttar og samningaréttar , 74. og 75. gr. stjórnarskrárinnar og samsvarandi mannréttindaákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála, þ ar með talið 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 29 Kröfu um málskostnað styður stefnand i við 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 Málsástæður og lagarök stefnda 30 Stefn di byggir s ýknukr öfu sína á því að í gildi sé bindandi kjarasamningur milli hans og réttargæslustefnda fyrir hönd aðildarfél aga um lífeyrismál, þ ar á meðal um tilhögun lífeyrisiðgjalda. Stefndi og einstök aðildarfélög réttargæslustefnda séu bundin af gildandi kjarasamningi. 31 Hvað fyrri dómkröfu stefnanda varðar megi sjá a f fyrirliggjandi gögnum og atvikum að samningsumboð vegna lífeyrismála hafi legið hjá réttargæslustefnda um áratugaskeið. Niðurstaða um rétt stefnanda til samningsgerðar um lífeyrismál velti á samningsumboði réttargæslustefnda og hvort stefnandi hafi með lögmætum hætti afturkallað það umboð. D ómur um kröfu stefnanda bindi einnig réttargæslustefnda og hefði verið rétt að stefn a honum, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991 . Skortur á því kunni að leiða til frávísunar á fyrri dómkröfu stefnanda og hefði einnig borið að beina síðari dómkröfu nni að réttargæ slustefnda. 32 Vísað er til þess að stefndi hafi allt frá árinu 1969 gert kjarasamninga við réttargæslustefnda, m eðal annars um stofnun lífeyrissjóða, iðgjald og skiptingu þess milli vinnuveitenda og launafólks. Samkvæmt fyrirliggjandi samningum stefnda og r éttargæslustefnda um lífeyrismal hafi verið ótvírætt að réttargæslustefndi hefði umboð til samningsgerðar fyrir hönd aðildarfélaga, þar með talið stefnanda. Stefnandi hafi fyrst á árinu 2021 andmælt umboði réttargæslustefnda til að koma fram og semja f yrir hönd aðildarfélaga um lífeyrismál . 8 33 Stefndi vísar til þess að í 16. grein samnings um lífeyrismál frá 12. desember 1995 hafi sérstaklega verið áréttað að miðstjórn réttargæslustefnda f æ ri með umboð til að fjalla um, undirbúa og endanlega afgreiða tillögur um endurskoðun samningsins fyrir hönd þeirra félaga innan sambandsins sem ættu aðild að lífeyrissjóðum. Eins og fram komi í formála hafi samningurinn verið hluti almennra kjarasamninga á vinnumarkaði og hafi hann verið framlengdur við endurnýjun þeirra. Samningur um lífeyrismál hafi því síðast verið framlengdur vorið 2019 með endurnýjun almennra kjarasamninga aðildarsamtaka Alþýðusambandsins og sé hann bindandi fyrir alla aðila þar til a lmennir kjarasamningar hafa runnið út 30. nóvember 2022. 34 Stefndi tekur fram að verulegur munur hafi verið á lífeyrisréttindum á almennum vinnumarkaði annars vegar og hjá opinberum starfsmönnum hins vegar. Undir forystu réttargæslustefnda og stefnda hafi u m árabil verið unnið að samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumarkaði. Með yfirlýsingu um lífeyrismál, sem hafi verið hluti kjarasamninga árið 2011, hafi fyrstu skrefin verið tekin og verið tilgreint að unnið yrði að hækkun iðgjalda til lífeyrissjóða úr 12% í 15,5% . Á réttað hafi verið að framkvæmdastjórn stefnda og Samninganefnd aðildarsamtaka ASÍ hafi haft umboð til að ganga frá útfærslu á hækkun iðgjalda. Gildistími yfirlýsingar þessar hafi ve r ið framlengdur með kjarasamningum í maí 2015. 35 Stefndi bendir á a ð m eð kjarasamningi í janúar 2016 hafi verið samið um hækkun framlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Gert hafi verið ráð fyrir að aukið framlag myndi renna í samtryggingu eða bundinn séreignarsparnað. Tekið hafi verið fram að með bundnum séreignarsparnaði væru settar þrengri skorður en gilt h efðu gagnvart öðrum viðbótarlífeyrissparnaði. Ekki hafi verið boðið upp á að hækkunin gæti runnið í frjálsan viðbótarsparnað. Réttargæslustefnda hafi verið falið umboð til að ákveð a með samningi við stefnda hvernig hækkun iðgjaldsins yrði ráðstafað. Kjarasamningurinn hafi verið borinn undir atkvæði félagsmanna aðildarfélaga réttargæslustefnda og verið samþykktur. 36 Með samkomulagi réttargæslustefnda og stefnda 15. júní 2016 hafi veri ð ákveðið að atvinnurekendur skyldu undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi og framlagi launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns. Gert hafi verið ráð fyrir svigrúmi launamanns til að ráðstafa hluta eða allri hækkun fram lags atvinnurekenda í bundna séreign. 37 Stefndi vísar til þess að s tefnandi kref jist nú viðurkenningar á því að hann sé óbundinn af framangreindi samningsgerð og að honum hafi verið heimilt að gera kjarasamninga sem gang i gegn skýrum ákvæðum samnings réttargæslustefnda og stefnda um lífeyrismál . Byggt er á því að m álsástæður stefnanda um meint umboðsleysi réttargæslustefnda í kjaraviðræðum um lífeyrismál séu haldlausar enda hafi stefnand i bæði með athöfnum og athafnaleysi viðurkennt umboð réttargæslust efnda til stefnumótunar og samningsgerðar. Í ákvæðum stjórnarskrár um félagafrelsi og sjálfræði stéttarfélaga , sem stefn an di hafi vísað til, felist einnig réttur stéttarfélaga til 9 að stofna samtök og ákveða skipulag og verksvið þeirra. Stefndi eigi aðild að Starfsgreinasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands og lúti með því samþykktum þeirra samtaka og samningum sem samtökin haf i gert í umboði aðildarfélaga. Áréttað er að allt frá árinu 1969 hafi réttargæslustefndi komið fram fyrir hönd aðildarfé laga í kjaraviðræðum um lífeyrismál. H afi einungis VR staðið utan þess samflots þar sem félagið hafi þegar árið 1955 staðið að stofnun lífeyrissjóðs með samningum við samtök atvinnurekenda. 38 S tefndi vísar til þess að s amkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/193 8 sé stéttarfélagi U mboð geti verið veitt til lengri eða skemmri tíma og með inngöngu í samband stéttarfélaga geti stéttarfél ag framselt umboð til sambands ins á meðan stéttarfélagið eigi þar aðild. Gögn málsins beri með sér að réttargæslustefndi hafi haft umboð til samningsgerðar um lífeyrismál í yfir 50 ár og hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann hafi með lögmætum hætti aftur kallað umboð sitt. Sé stefnandi því ekki réttur aðili til að semja við stefnda um lífeyrismál og beri að sýkna stefnda . 39 Stefndi byggir á því að jafnvel þótt fallist væri á að stefnand i hefði löglega afturkallað umboð sitt til réttargæslustefnda sé st éttarfélagið eftir sem áður bundi ð af gildandi kjarasamningi um lífeyrismál út gildistíma hans. K jarasamningur um lífeyrismál sé hluti almennra kjarasamninga á vinnumarkaði og sé stefnandi undir friðarskyldu og óheimilt að knýja á um aðra skipan mála en þa r greini . Samningar stefnanda um annað hafi því ekkert gildi og sé ekki unnt að knýja á um gildistöku þeirra með málsókn þessari. 40 Stefndi kveðst reisa kröfu sína um málskostnað á 130. gr. l aga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 Málsástæður og laga rök réttargæslustefnda 41 Réttargæslustefndi mótmælir málatilbúnaði stefnanda. Vísað er til þess að 21. j anúar 2016 hafi réttargæslustefndi samið fyrir hönd aðildarf élaga við stefnda um að hækkuðu lífeyrissjóðsframlagi launagreiðenda skyldi ráðstafað annað hvort til samtryggingar eða í tilgreinda séreign. Þetta hafi meðal annars verið gert á grundvelli lögmæts umboðs stefnanda frá 12. desember 1995 . 42 Réttargæslustefndi vísar til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 þar sem fram komi að stéttarfélög séu lögformlegu r samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. Lögð er áhersla á að fram komi í 2. mgr. 5. gr. að samninganefnd eða fyrirsvarsmaður, sem kemur fram fyrir hönd samn ingsaðila við gerð kjarasamnings, h afi umboð til þess að setja fram tillögur að samningi, taka þátt í samningaviðræðum og undirrita kjarasamning fyrir hönd hlutaðeigandi félags eða samtaka. Þá segi að s amninganefnd sé heimilt að fela sameiginlegri samninga nefnd fleiri félaga eða sambanda umboð sitt 10 til samningsgerðar að hluta eða að öllu leyti. Þar að auki sé samninganefnd heimilt að kveða á um sameiginlega atkvæðagreiðslu félagsmanna hlutaðeigandi félaga eftir því sem nefndin kann að ákveða hverju sinni eð a um kann að semjast með kjarasamningi. 43 Réttargæslustefndi byggir á því að framangreindar reglur um annars vegar umboð stéttarfélaga til samningsgerðar og hins vegar heimildir þeirra til þess að framselja slík umboð til sameiginlegra samninganefnda líkt og gert hafi verið árið 1995 sé í fullkomnu samræmi við réttindi frjálsra verkalýðsfélaga og ákvæði stjórnarskrár. Eftir þeim hafi verið farið í öllum atriðum. 44 Réttargæslustefndi leggur áherslu á að kjarasamningur sem hann hafi gert 21. j anúar 2016 á grundv elli umboðsins frá árinu 1995, um hækkun framlags launagreiðanda til lífeyrissjóðs og um ráðstöfun þess , sé skuldbindandi fyrir stefnanda og stefnda með vísan til 5. gr. laga nr. 80/1938 og meginreglna vinnu - og samningaréttar. Þá verði samningurinn ekki f elldur úr gildi eða honum breytt á grundvelli afturköllunar umboðs sem fram hafi komið eftir að samningum hafi verið lokið á grundvelli þess og þe gar tekið gildi. Niðurstaða 45 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2 . tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 27. maí 2011 í máli nr. 302/2011. 46 Að virtum kröfum og málatilbúnaði stefnanda telur dómurinn ekki hafa verið þörf á því að stefna Alþýðusambandi Ísl ands til varnar í málinu , sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991 . Þessum aðila var stefnt til réttargæslu , sbr. 21. gr. sömu laga, og hefur hann komið athugasemdum sínum á framfæri með greinargerð. 47 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefnandi fari með samningsað ild vegna félagsmanna sem starfa hjá Elkem Íslandi ehf. til þess að semja um framlag til lífeyrissjóðs og ráðstöfun þess við gerð kjarasamnings við stefnda. A ðila greinir einkum á um hvort heimilt hafi verið að taka fram í viðauka við kjarasamning frá maí 2021 að umræddir félagsmenn stefnanda geti ákveðið hvort þeir ráðstafi framlagi fyrrgreinds launagreiðanda í lífeyrissjóð í samtryggingu, tilgreinda séreign eða í frjálsan viðbótarsparnað. Stefndi og réttargæslustefndi halda því fram að stefnandi hafi veitt réttargæslustefnda umboð til að semja um lífeyrismál og sé stéttarfélagið bundið af fyrri samningum á þessu sviði. Í gildi sé kjara samningur , sem stefnandi sé bundinn af, þ ar sem fram kom i að einstaklingum sé eingöngu heimilt að ráðstafa auknu framlagi launagreiðanda í samtryggingu eða í tilgreinda séreign. Sé þannig ekki gert ráð fyrir heimild félagsmanna til að ráðstafa iðgjaldinu í frjálsan viðbótarsparnað. 48 Mælt er fyrir um rétt manna til að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka í 1. gr. laga nr. 80/1938. Réttargæslustefndi er samband stéttarfélaga og eiga aðild að honum fimm landssambönd og f jöldi stéttarfélaga, þar með talið stefnandi sem á 11 einnig aðild að Starfsgreinasambandi Íslands sem telst til landssambands . Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 eru stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félag ið í samþykktum sínum ákveðið að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. Þ á telst það til grundvallarhlutverks stéttarfélaga að annast samningsfyrirsvar félagsmanna sinna við kjarasamningsgerð, sbr. einnig 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fellur það því almennt í hlut stefnanda sem stéttarfélags að semja um kjör félagsmanna sem starfa hjá Elkem Ísland i ehf. í kjarasamningi og geta lífeyrismál eftir atvikum fallið þar undir. 49 Í framkvæmd hefur verið talið að sté ttarfélög geti veitt samböndum stéttarfélaga og samninganefndum umboð til samningsgerðar um atriði sem varða kjör félagsmanna. Geta þannig sambönd stéttarfélaga komið fram fyrir hönd aðildarfélaga og samið um atriði sem ella féllu undir samningsfyrirsvar v iðkomandi stéttarfélags. Fær þ essi tilhögun bæði stoð í hlutverki sambanda stéttarfélaga og meginreglum samningaréttar. Þetta er nú orðað með þeim hætti í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 að stéttarfélagi sé heimilt að fela sameiginlegri samninganefnd fleir i félaga eða sambanda umboð sitt til samningsgerðar að hluta eða öllu leyti. Ákvæðið á rætur að rekja til laga nr. 75/1996 sem breyttu lögum nr. 80/1938 og verður ráðið af almennum athugasemdum við frumvarpið að ætlunin hafi verið að taka af tvímæli um þes sa heimild stéttarfélaga. Í athugasemdunum kemur meðal annars fram að heimild in sé til þess fallin að styrkja stöðu stéttarfélaga og sambanda þeirra við almenna endurnýjun kjarasamninga með því sem nefnt hafi verið samflot ef þau kjósi sjálf að fara þá leið. 50 Samkvæmt framangreindu gátu sambönd stéttarfélaga, sem og stéttarfélög, með gildum hætti veitt réttargæslustefnda umboð til að semja um lífeyrismál fyrir sína hönd við samtök atvinnurekenda. Hvorki ákvæði stjórnarskrárinnar né laga nr. 80/1938 komu í veg fyrir að slíkt umboð væri veitt í samræmi við vilja stéttarfélaga nna . Þá er í lögum ekki að finna t akmarkanir á heimild til að veita slíkt umboð, svo sem hvað varðar tíma og umfang. Miða verður við að meginreglur samningaréttar eigi almennt við um brottfall eða afturköllun slík s umboðs. 51 Eins og rakið hefur verið sömdu réttargæslu stefndi og samtök atvinnurekenda, þar með talið forveri stefnda, hinn 1 9 . maí 1969 um að stofna skyldi lífeyrissjóði með skylduaðild og að 10% iðgjald skyldi greitt í lífeyris sjóði af vinnuveitendum og verkafólki. Með almennum kjarasamningum 19. maí 1969 n áðist þessu til samræmis samkomulag um skyldu launagreiðenda til að tryggja starfsmönnum lífeyrisrétt við starfslok. Þá var með lögum nr. 9/1974 kveðið á um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og skyldu launafólks til aðildar að lífeyrissjóði. 52 Hinn 12. desember 1995 var undirritaður samningur um lífeyrismál á milli réttargæslustefnda og forvera stefnda sem skyldi gilda fyrir öll aðildarfélög innan Alþýðusambands Íslands sem ættu aðild að lífeyrissjó ð um sem féllu undir samninginn. Í samningnum var vísað t il fyrra grundvallar samkomulags aðila 12 vinnumarkaðarins um skyldu launagreiðenda til að tryggja starfsmönnum lífeyrisrétt við starfslo k og löggj afar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Tekið var fram að starfsemi lífeyrissjóða hefði verið í stöðugri endurs koðun og v oru meðal annars settar skýrari reglur um lágmarksréttindi sjóðsfélaga og iðgjöld til lífeyrissjóða. Samningurinn var samþykktur af öllum aðildarsamtökum og tók gildi frá þeim degi sem hann var undirritaður. 53 Ráðið verður af samningnum að aðilar hafi gert ráð fyrir því að þörf yrði á endurskoðun hans með reglulegu milli b ili að virtri reynslu og breytt um aðstæð um í þjóðfélaginu. S érstaklega var tekið fram í 16. grein a auðvelda slíka aðlögun miðstjórn ASÍ, í samráði við formenn landssambanda innan ASÍ gefið umboð til þess að fjalla um og undirbúa slíkar breytingar, sem miðstjórn ASÍ tæki síðan til endanlegrar afgreiðslu fyrir hönd þeirra félaga innan ASÍ, sem aðild eiga að lífeyrissjóðum, sem undir þetta samkomulag falla . 54 Leggja verður til grundvallar að með samningnum frá 12. desember 1995 hafi réttargæslustefnda verið veitt umboð til að undirbúa og afgreiða tillögu r til endurskoðunar á samkomulagi við stefnda um lífeyrismá l fyri r hönd þeir ra félaga innan sambandsins sem eiga aðild að lífeyrissjóðum. Á þessum grunni hafa stefndi og réttargæslustefndi , fyrir hönd aðildarfélaga, í tímans rás gert ýmsa samninga sem varða lífeyrismál og unnið að samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumarkaði . Var þ a nnig á r éttað í aí 2011 að samningsaðilar m yndu halda áfram vinnu við samræmingu lífeyrisréttinda og skyldi hún byggð á þeirri forsendu að iðgjöld yrðu hækkuð úr 12% í 15,5% á árunum 2014 til 2020. Tekið Samtaka atvinnulífsins og Samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ að ganga frá útfærslu á hækkun iðgjalda sem tekið geta gildi á árinu 2014 . Við endurnýjun kjarasamninga í maí 201 5 var gengið fr á yfirlýsingu þess efnis að stefndi og réttargæslustefndi væru sammála um að yfirlýsingin frá 5. maí 2011 héldi gildi sínu og að unnið yrði að framgangi hennar á samningstímanum. 55 Með kjarasamningi stefnda og réttargæslustefnda frá 21. janúar 2016 var til samræmis við fyrri vinnu samið um 3,5% hækkun framlags launagreiðenda í lífeyrissjóð. Í 3. grein var s érstaklega samið um hvernig einstaklingum yrði heimilt að ráðstafa hinu aukna framlagi launagreiðanda , en samkvæmt ákvæðinu mátti ráðstafa framlaginu að h í bundinn séreignarsparnað í stað samtryggingar til að auðvelda Það er ótvírætt af orð a lagi ákvæðisins að launafólk gat valið á milli ráðstöfunar framlagsins í samtryggingu eða tilgreinda séreign. Verður það jafnframt ráðið af samkomulagi stefnda og réttargæslustefnda frá 15. júní 2016 um framkvæmd á hækkun framlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði . Þar var tekið fram að atvinnurekendur skyldu undir öllum kringumstæðum skila framlagi sínu t i l skyld utryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns á grundvelli gildandi kjarasamninga stefnda og réttargæslustefnda frá 1969 til 1995, með síðari breytingum. 13 Fram kom að réttur lau namanns til þess að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í bundna séreign er gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi . 56 Samkvæmt framangreindu hefur réttargæslustefndi um langa tíð og raunar allt frá árinu 1969 samið við stefnd a, sem og forvera hans, um lífeyrismál, þar með talið um hækkun lífeyrisréttinda og hvernig heimilt sé að ráðstafa framlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð. Telja verður að umboð réttargæslustefnda til að standa að slíkri samningsgerð fyrir hönd aðildarfélag a , þar með talið stefnanda, hafi falist í 16. grein fyrrgreinds samnings frá 12. desember 1995 og var það áréttað í yfirlýsingum um lífeyrismál sem voru hluti af kjarasamningum frá maí 2011 og maí 2015. Ekki verður séð að stefnandi hafi sem aðildarfélag að réttargæslustefnda nokkru sinni gert athugasemd við heimild sambandsins til að koma að slíkum samningum fyrir sína hönd fyrr en á árinu 2021. 57 Af hálfu stefnanda hefur verið vísað til þess að jafnvel þó talið yrði að réttargæslustefndi h afi haft umboð til að semja um lífeyrismál við stefnda þá hafi félagsmenn sem starfi hjá Elkem Ísland i ehf. ekki greitt atkvæði um kjarasamninginn frá 21. janúar 2016 . Þar sem félagsmenn hafi ekki samþykkt fyrrgreint ákvæði sem takmarkaði heimild til ráðstöfu nar á hækkuðu framlagi launagreiðenda séu þeir ekki bundnir af því. Milli aðila máls þessa er ekki ágreiningur um að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn frá 21. janúar 2016 hafi verið háttað með framangreindum hætti, það er að á kjörskrá hafi ekki verið hópar sem gert haf i sjálfstæða sérkjarasamninga eins og starfsmenn Elkem Ísland s ehf., sbr. bókun réttargæslustefnda í þinghaldi þann 11. október 2021. Til þess er að líta að umræddur kjarasamningur var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða í sameiginlegr i atkvæðagreiðslu félagsmanna allra aðildarfélaga réttargæslustefnda sem taka laun samkvæmt almennum kjarasamningum við stefnda , sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 . Í sérk jarasamningi starfsmanna Elkem frá árinu 2017 er í grein 8.02 vísað til þess að iðg jöld, önnur en iðgjöld vegna séreignasjóða, skuli fara eftir almennum kjarasamningum stefnda og hlutaðaeigandi lands s ambanda. Að mati dómsins verður ekki lagður annar skilningur í tilvitnað orðalag heldur en að ákvæðið vísi til og staðfesti þá iðgjald a a ukningu sem samið var um í kjarasamningnum 21. janúar 201 6 og nánar var útfærð í samningi 15. júní 2016, enda óumdeilt að félagsmenn stefnanda sem jafnframt voru starfsmenn Elkem Ísland s ehf., hafa fengið notið umsaminna hækk ana á mótframlag i í lífeyrissjóð , 8,5% frá 1. jú l í 201 6 , 10% frá 1. júlí 2017 og 11,5% frá 1. júlí 2018 . Að þessu gættu og með vísan til 2. málsliðar 1. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 verður ekki talið að það hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins þótt framangreindir félagsmenn stefnanda hafi ekki greitt atkvæði um kjarasamninginn frá 21. janúar 2016. 58 Eins og rakið hefur verið tók fyrrgreindur kjarasamningur gildi 21. janúar 2016 . Almennir kjarasamningar aðildarfélaga réttargæslustefnda voru síðast endurnýjaðir vorið 2019 og er ó umdeilt að þeir eru í gildi til 30. nóvember 2022. Stefnandi lýsti því 14 yfir með bréfi 29. apríl 2021 að hann afturkallaði meint umboð til réttargæslustefnda hvað varðar samningsgerð um lífeyrismál. Hvað sem öðru lí ður getur þessi yfirlýsing um afturköllun umboðs að mati dómsins ekki haft áhrif á þá samninga um lífeyrismál sem stefndi og réttargæslustefndi höfðu áður gert á grundvelli gilds umboðs frá stefnanda . Er stefnandi því eftir sem áður bundinn af kjarasamningnum út gildistíma hans. 59 F yrri viðurkenningarkrafa stefnanda lítur að því að viðurkennt verði með dómi að stefnandi fari með samningsaðild vegna félagsmanna, sem starfa hjá Elkem Íslandi ehf., til þess að semja um framlag til lífeyrissjóðs og ráðstöfun þess við gerð kjarasamnings v egna starfa þeirra hjá Elkem Íslandi ehf. Krafan , sem er í senn almennt orðuð og án nokkurra tímamarka , getur að mati dómsins, eins og atvikum er hát t að, einungis náð til hugsanlegra aukinna og frekari samninga um lífeyrismál eftir að afturköllun umboðs barst til vitundar réttargæslustefnd a . Fram að því tímamarki er f yrri viðurkenningarkrafa n ósamrýmanleg rétti réttargæslustefnda sem hand h afa umboðsins og sem gengið hefur til samninga á grundvelli umboðsins . Með hliðsjón af því verður að sýkna stefnda að svo stöddu af fyrri viðurkenningarkröfu stef n anda. 60 Síðari viðurkenningarkrafa stefnanda miða r að því að viðurkennt sé að stéttarfélaginu hafi verið heimilt í kjarasamningi sem var undirritaður 18. maí 2021 að semja um ráðstöfun framlags í lífeyrissjóð óháð fyrri samningum stefnda og réttargæslustefnda um lífeyrismál . Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að stefnandi sé bundinn af fyrri samningum stefnda og réttargæslustefnda, þar með talið 3. grein kjarasamningsins frá 21. janúar 2016 á meðan hann er í gildi. Var stefnanda því ekki heimilt að semja um fyrrgreint atriði með þeim hætti sem greinir í viðauka stefnanda og Elkem Ísland s ehf. frá 17. maí 2021. Er stefndi því sýknaður af síðari viðurkenningarkröfu stefnanda. 61 Að virtu því sem hefur verið rakið ber að sýkna stefnda að svo stöddu af fyrri kröfu stefnanda og sýkna hann af síðari kröfu stefnanda . Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður. 62 Uppkvaðning dómsins hefur dregist. Við dómsupp sögu var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Elkem Ísland s ehf., er sýkn að svo stöddu af fyrri viðurkenningarkröfu stefnanda , en að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda, Verkalýðsfélags Akraness. Málskostnaður á milli aðila fellur niður. 15 Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Karl. Ó Karlsson Valgeir Pálsson