1 Ár 201 9 , miðviku daginn 29 . maí , er í Félagsdómi í málinu nr. 8 /201 8 Sjúkraliðafélag Íslands ( Einar Hugi Bjarnason lögmaður) gegn íslenska ríkinu ( Soffía Jónsdóttir lögmaður) kveðinn upp svofelldur d ó m u r : Mál þetta var dómtekið 7. maí sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson , Sonja Mar ía Hreiðarsdóttir og Sonja H. Berndsen . Stefnandi er Sjúkraliðafélag Íslands , Grensásvegi 16 í Reykja vík . Stefndi er fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, Arnarhvoli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Þess er aðallega krafist að viðurkennt verði með dómi að félagsmenn stefnanda , sem störfuðu hjá íslenska ríkinu á tímabilinu nóvember 2013 til og með nóvember 2016 , hafi átt rétt á 2,5% launahækkun í stað 1,3% launahækkunar á grundvelli c - liðar 2. gr. Rammasamkomulags milli aðila vinnumarkaðarins, dags ettu 27. október 2015. Til var a er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að félagsmenn stefnanda , sem störfuðu hjá íslenska ríkinu á tímabilinu nóvember 201 3 til og með nóvember 2016 , hafi átt rétt á 2% launahækkun í stað 1,3% launahækkunar á grundvelli c - liðar 2. gr. r ammasamkomul ags milli aðila vinnumarkaðarins, dags ettu 27. október 2015. Til þrautavara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að félagsmenn stefnanda , sem störfuðu hjá íslenska ríkinu á tímabilinu nóvember 2013 til og með nóvember 2016 , hafi átt rétt á frekari leiðréttingu launa sinna umfram þau 1,3% sem þegar haf i verið leiðrétt á grundvelli c - liðar 2. gr. r ammasamkomulags milli aðila vinnumarkaðarins, dags ettu 27. október 2015. Í öllum tilvikum krefst stefnandi að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá gerir stefndi kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda að mati dómsins. 2 Stefndi krafðist þess í fyrstu að málinu yrði vísað frá Félagsdómi. Með úrskurði dómsins 21. febrúar sl. var þeirri kröfu hafnað. Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands 21. mars sl. Málavextir Hinn 27. október 2015 rituðu fulltrúar Alþýðusamband s Íslands (ASÍ) , Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) , Samtaka atvinnulífsins (SA) , fjármálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga undir samkomulag sem ber yfirskriftina Rammasamkomulag milli aðila vinnumarkaðar. Í upphafsorðum samkomula gsins kemur fram að með því sé lagður grunnur að meiri sátt á vinnumarkaði með breyttum og bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Markmiðið sé að auka kaupmátt við efnahagslegan og félagslegan stöðugleika á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægra vaxtastigs. Í rammasamkomulaginu er fjallað um stofnun þjóðhagsráðs, mótun sameiginlegrar launastefnu til ársloka 2018, drög að útlínum nýs samningslíkans og samspil aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Annar töluliður rammasamkomulagsins fjallar um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. Stefnunni er lýst í sex stafliðum frá a til f. Í c - lið 2. töluliðar segir að opinberum starfsmönnum , sem séu eða gerist aðilar að samkomulagi þessu , tryggt það launaskrið sem verður á almennum vinnumarkaði umfram launaskrið á opinberum hópa á opinberum vinnumarkaði sem skilgreindir er að launaskriðstrygging verði metin og framkvæmd miðað við árslok ár hvert og t aki ekki gildi fyrr en þremur nánar tilgreindum skilyrðum , sem rakin eru í i - til iii - lið c - liðar, væri fullnægt. Í d - lið 2. greinar kemur síðan fram að þegar skilyrði c - tenging við launaþróun annarra hópa og kaupmáttar ðarins í lið 2. c. - Degi síðar , 28. október 2015 , var undirritað samkomulag milli stefnanda og stefnda um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila t il 31. mars 2019 . Í 6. gr. samkomulagsins milli aðila vinnumarkaðarins þá munu þau forsenduákvæði koma í stað framangreindra samkomulag 28. október 2015 um framlengingu gildandi kjarasamnings aðila var samþykkt af beggja hálfu . Sömu aðilar og stóðu að rammasamkomulaginu 27. október 2015 undirrituðu s amþykkt 21. desember 2017 sem ber yfirskriftina Útfærsla launaþróunartryggingar samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Þar er vísað til launaskriðstryggingar rammasamkomulagsins og ákvæðum þess er lutu að henni lýst. Í samþykktinni kemur fram að 3 árlega skuli bera saman launaþróun fjögurra hópa opinberra starfsmanna, þ.e. félagsmanna ASÍ og BSRB hjá ríki og sveitarfélögum, við launaþróun félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði. Því næst er samanburðinum milli launaþróunar viðkomandi hópa lýst með eftirfar andi orðum: Við samanburðinn er litið til breytinga á launakostnaði og tekið mið af launabreytingum og öðrum launakostnaðarbreytingum, þ.m.t. breytingum á lífeyrisréttindum. Viðfangsefnið snýst um að leggja mat á launaþróun félagsmanna aðildarfélaga ASÍ á almennum vinnumarkaði, samkvæmt mati Hagstofu Íslands, að viðbættri annarri umsaminni hækkun launakostnaðar, s.s. vegna iðgjalda í lífeyrissjóð i eða annars starfsmannakostnaðar. Niðurstaðan fyrir almenna vinnumarkaðinn er síðan borin sa man við sambærilega þróun framangreindra fjögurra hópa opinberra starfsmanna. Verði hún í óhag einhvers hinna fjögurra hópa sem um ræðir skulu starfsmenn í þeim hópi fá launahækkanir til að jafna muninn, en verði hún þeim í hag skal jafna það við næstu ákv arðanir. Í samþykktinni er því næst gerð grein fyrir niðurstöðum samanburðar á launaþróun framangreindra fjögurra hópa starfsmanna hins opinbera við launaþróun félagsmanna aðildarfélaga ASÍ á árunum 2013 til 2016. Samkvæmt þessum samanburði var þróunin s tarfsmönnum aðildarfélaga BSRB í óhag um 1,3%. Í öðrum tölulið samþykktarinnar - lið þessa liðar launaauki sem kann að Meðal málsgagna er fundargerð stjórnar BSRB vegna fundar 2. febrúar 2018 þar sem útfærsla á 1,3% hækkun laun a var rædd. Þar segir að á stjórnarfundinum hafi komið fram að launaþróun félaga innan BSRB h afi verið ólík á umræddu tímabili. Ekki hafi náðst samkomulag um útdeilingu launaskriðstryggingarinnar samkvæmt þeirri hugmynd að hafi niðurstaðan orðið sú að fela þeim aðildarfélögum BSRB sem semdu við ríkið að - og mannauðssvið fjármálaráðuneytisins í samræmi við . Vísað var orðrétt til b - liðar 2. töluliðar þeirrar samþykktar og tekið fram að í samræmi við ta munu þau félög sem eiga inni launaskrið fyrir tímabilið ná samkomulagi við ríkið um útfærslu á því . Fulltrúar stefnanda, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, áttu fund með fulltrúum fjármála - og efnahagsráðuneytisins 6. febrúar 2018. Þar mun framangreind n iðurstaða stjórnar BSRB hafa verið kynnt. Í greinargerð stefnda segir að á fundinum hafi stefnandi farið fram á að ráðuneytið samþykkti útfærslu launaskriðstryggingar með hliðsjón af launaþróun einstakra félaga innan BSRB. Hafi þar verið vísað til útreikni nga Gunnars Gunnarssonar hagfræðings sem hafi metið launaskrið félagsmanna stefnanda minna en launaskrið félagsmanna BSRB í heild. Í stefnu er 4 því haldið fram að fulltrúar ráðuneytisins hafi gert grein fyrir því að þeir teldu sig ekki hafa umboð til þess a ð semja við stefnanda á grundvelli kröfugerðar félagsins. Meðal málsgagna eru útreikninga r , dags ettir 1. febrúar 2018, unnir af Gunnari Gunnarssyni hagfræðingi , en til þeirra er vísað í bréfi stefnanda 6. sama mánaðar . Þar er launaþróun einstakra aðildarfélaga BSRB borin saman. Taflan er svohljóðandi : Gróft reiknuð lágmarkshækkun umfram núverandi meðaltal BSRB 0,90% Umfram Umfram núverandi núverandi meðaltal allir stg %¹ Hækkun á töflu meðalta jafnt (BSRB) LSS 29,0 - 7,0% 6,9% 8,2% TFÍ 112,0 - 4,0% 3,9% 5,2% FOSS 41,6 - 2,2% 2,1% 3,4% SFR 2.649,9 - 0,6% 0,3% 0,9% 1,9% SRVK 39,4 - 0,1% 0,8% 0,9% 1,4% BSRB 4.830,5 0,0% KJÖLUR 157,1 0,3% 1,2% 0,9% 1,0% SLFÍ 760,5 1,2% 2,1% 0,9% 0,1% LL 655,8 3,2% 4,1% 0,9% - 1,9% ¹ Hagstofuútreikningur Í málinu liggur fyrir bréf stefnanda til kjara - og mannauðsskrifstofu fjármálaráðuneytisins 27. febrúar 2018. Þar kemur fram sú afstaða stefnanda að meðaltalsgreiðsla er nemi 1,3% til allra félaga í stéttarfél ögum sem aðild eig i að BSRB væri ekki í samræmi við rammasamkomulag um launaskriðstrygginguna. Í svarbréfi ráðuneytisins 1. mars 2018 er því haldið fram að rammasamkomulagið byggi á því að allir í sama hópi eigi að fá sömu hækkun. eðið einhliða að útfæra niðurstöðuna á þann hátt að einstök stéttarfélög eigi að fá mismunandi hlutfall út frá mati hvers og eins félags á því hver launaþróun í ósamræmi við orðalag og tilgang rammasamkomulagsins. Ekki liggur annað fyrir en að launaskriðstrygging hafi verið greidd til starfsmanna stefnda sem eru félagsmenn í aðildarfélögum BSRB í samræmi við afstöðu ráðuneytisins. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst leggja málið fyrir Félagsdóm samkvæmt heimild í 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna . 5 Stefnandi reisir kröfur sínar á því að sú meðaltalsaðferð sem beitt var við útdeilingu launaskriðstryggingarinnar feli í sér mismunun og sé í ósamræmi við orðalag og tilgang rammasamkomulagsins sem og SALEK - samkomulagsins. Vísar hann til þess að óumdeilt sé að launaskriðstrygging in hafi tekið g ildi, enda hafi skilyrði liða i til iii í grein 2.c í rammasamkomulaginu verið fullnægt og launaskriðstryggingin verið innt af hendi. Framangreindu til stuðnings vísar stefnandi til þess að ekkert í lið 2.c í rammasamkomulaginu eða í öðrum ákvæðum þess sa mkomulags gefi til kynna að þrengja haf i átt að þeim réttindum opinberra starfsmanna sem þar sé kveðið á um svo sem með því að miða við meðaltalslaunaþróun innan aðildarfélaga BSRB eða með öðrum hætti. Þvert á móti sé opinberum starfsmönnum tryggður mismun ur á launaskriði á almenn a vinnumarkað i num umfram launaskrið á opinbera vinnumarkaðinum og þau réttindi bundin þeim einu skilyrðum sem fram komi í liðum i til iii og óumdeil t sé að hafi verið mætt. Hvergi í rammasamkomulaginu sjálfu sé vikið að því hverni g reikna skuli launaskriðstrygginguna út en niðurstöður hennar fyrir tímabilið séu reiknaðar út í ú tfærslu launaþróunartryggingar, dags ettri 21. desember 2017, þar sem launaskriðsmunurinn á almenna markaðinum og þeim opinbera miðað við ákveðið mælt meðalta l hjá ríkinu er sagt 1,3%. Að mati stefnanda felist ekki í ú tfærslu launaþróunartryggingar að félagsmenn stefnanda hafi eingöngu átt rétt til 1,3% launahækkunar, enda sé það í andstöðu við orðalag liðar 2.c í rammasamkomulag inu . Útreikningar þar séu meðaltalstölur sem settar séu fram til viðmiðunar, en samningsaðilar eigi að útfæra sín á milli hvernig launaauki, sem k unni að koma til vegna launaskriðstryggingar, verði ráðstafað, eins og sérstaklega sé tekið fram í lið 2. b í ú tfærslu launaþróunartryggi ngar. Stefnandi kveður einu réttu aðferðina við útfærslu og ráðstöfun launaskriðstryggingarinnar sé að miða við raunverulega þróun aðildarfélaga BSRB á viðmiðunartímabilinu og bera hana saman við launaskrið á almennum vinnumarkaði á sama tíma. Komi í ljó s að laun á almenna vinnumarkaðnum hafi verið umfram launaskrið félagsmanna viðkomandi aðildarfélags séu launin leiðrétt. Stefnandi kveður aðra niðurstöðu fela í sér mismunun og að hún sé í raun í andstöðu við tilgang greinar 2.c í rammasamkomulaginu . Ei ns og tekið sé fram í ú tfærslu launaþróunartryggin g ar sé tilgangur greinarinnar að koma í veg fyrir að opinberir starfsmenn sitji eftir í almennri launaþróun á samningstímanum og geri kröfur um leiðréttingu við næstu samningsgerð af þeirri ástæðu . Í þessu sambandi bendir stefnandi á að meðaltalsaðferðafræðin feli það í sér að sum stéttarfélög innan BSRB, sem hafi í raun lækkað meðaltalsútreikning á launaskriðstryggingunni, fengju hærri launahækkun á tímabilinu en þau hafi átt rétt á samkvæmt rammasamkomula ginu en önnur fengju lægri hækkun. Sem dæmi um þetta fái Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna (LSS) samkvæmt meðaltalsaðferðinni 1,3% launahækkun þrátt fyrir að félagsmenn þess stéttarfélags hafi verið 7% yfir 6 meðaltalslaunum aðildarfélaga BSR B og töluvert langt yfir meðaltalslaunum á almenna vinnumarkaðinum. Félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna fái einnig aðeins 1,3% launahækkun þó tt félagsmenn þess stéttarfélags hafi verið 3,2% undir meðaltalslaunum aðildarfélaga BSRB og 4,6% undir meðalt alslaunum á almenn a vinnumarkaðinum. Af þessum dæmum telur stefnandi að ráða megi að meðaltalsaðferðin fari beinlínis gegn yfirlýstu markmiði rammasamkomulagsins og leiði til þess að ákveðin aðildarfélög innan af stað. Tilgangur rammasamkomulagsi ns og SALEK - samkomulagsins hafi einmitt verið að stöðva höfrungahlaupið og lágmarka launabil á milli einstakra stéttarfélaga. Meðaltalsaðferðin , sem stefndi beiti við útdeilingu launaskriðstryggingarinnar , geri hið gagnstæða, þ.e. auki launabilið með tilhe yra n di endapunktsvandamálum. Stefnandi vísar þessu til nánari stuðnings til umfjöllunar um kröfugerð sína. Stefnandi kveðst reisa kröfur sínar á nýjum útreikningum Gunnars Gunnarssonar hagfræðings sem lagðir hafa verið fram í málinu . Þeir útreikningar byg gist meðal annars á gögnum sem aflað hafi verið frá Hagstofu Íslands. Til stuðnings aðalkröfu sinn i bendir stefnandi á að samkvæmt framangreindum útreikningum hagfræðingsins hafi launaþróun ríkisstarfsmanna stefnanda verið 2,5% undir launaþróun félagsmann a ASÍ á almennum vinnumarkaði á tímabilinu nóvember 2013 til nóvember 2016. Nánar tiltekið hafi meðaltalshækkun launavísitölu félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði á nefndu tímabili verið 129,4 stig en hækkun félagsmanna stefnanda verið 126,2 stig. Stef nandi byggi r á því að þessi aðferðafræði við útfærslu launaskriðstryggingarinnar sé í samræmi við skýrt orðalag rammasamkomulagsins. Þá leiði þessi aðferð til þeirrar niðurstöðu að aðildarfélög BSRB sitji við sama borð, þ.e. launavísitala þeirra aðildarfé laga sem hafi verið undir meðaltalshækkun launavísitölu félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði á tímabilinu (129,4) fá i leiðréttingu til samræmis við þessa hækkun en þau aðildarfélög BSRB sem hafi verið yfir meðaltalinu fái eðli máls samkvæmt enga leiðrét tingu. Stefnandi kveður þær forsendur sem liggi að baki aðalkröfunni leiða til mun sanngjarnari niðurstöðu en sú meðaltalsleið sem farin hafi verið, þ.e. 1,3% á öll aðildarfélögin, enda sé sú aðferðafræði í raun í andstöðu við tilgang launaskriðstrygginga rinnar og feli í sér grófa mismunun milli félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði á tímabilinu. Þá feli sú útfærsla sem birtist í aðalkröfunni einnig í sér að spönnunin á launhækkunum milli stéttarfélaganna sé minni en samkvæmt meðaltalsaðferðarfræðinni, þ .e. 7,9% í stað 11,3%. Aðalkrafan sé því í samræmi við þann tilgang launaskriðstryggingarinnar að koma í veg fyrir hið svonefnda Varakröfu sína kveður stefnandi byggja á þeirri aðferðarfræði að útfæra launaskriðstrygginguna með þeim hætti að miða við raunverulegt launaskrið aðildarfélaga BSRB á tímabilinu og leiðrétta laun þeirra félagsmanna innan BSRB sem hafi verið undir 7 meðaltalshækkun launavísitöl u félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði þannig að þau séu sem næst 129,4 stigum, þ.e. 128,7 stig. Þannig fái félagsmenn stefnanda 2% hækkun, félagsmenn Lands s ambands lögreglumanna 4%, félagsmenn SFR 0,2% o.sfrv. Þau aðildarfélög sem hafi verið með launaskrið yfir 129,4 stigum að meðalatali á tímabilinu fái enga leiðréttingu. Þessi aðferð sem birtist í varakröfunni sé á allan hátt sanngjarnari en sú meðaltalsl eið sem farin hafi verið , enda sé með henni ekki verið að hækka laun félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem hafi verið yfir meðaltalshækkun launavísitölu félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði. Varakrafan feli það enn fremur í sér að launaskrið aðildarfélaga ASÍ og BSRB verði það sama auk þess sem kostnaður ríkisins sé sá sami, þ.e. 1,3%. Þessi 1,3% skiptist svo á sanngjarnari hátt þannig að það aðildarfélag BSRB sem hafi verið fjærst ASÍ meðaltalinu fái mest, þ.e. Lands s amband lögreglumanna 4%, SFR verið rétt u undir og fái 0,2% en FOSS stéttarfélag, Tollvarðafélag Íslands og Landsamband slökkviliðs - og sjúkraflutningsmanna fái ekki hækkun enda yfir meðaltali ASÍ. Spönnunin á launahækkunum milli stéttarfélaganna samkvæmt varakröfunni sé ein n ig minni en samkvæmt meðaltalsaðferðarfræðinni, þ.e. 8,6% í stað 11,3%. Þrautavarakröfu sína kveður stefnandi að sett sé fram sem öryggisventill ef svo fari að ekki verði fallist á útreikninga stefnanda fyrir aðal - eða varakröfu en engu að síður að félagsmenn stefnanda eigi rétt á frekari leiðréttingu launa á nefndu tímabili en þau 1,3% sem þegar hafi verið leiðrétt . Að baki henni búi sömu málsástæður og að baki þeim kröfum. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Krefst hann þess að við ák vörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að stefnandi hafi ekki frádráttarrétt á móti virðisaukaskatti vegna lögmannskostnaðar. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að það sé hvorki á forræði stefnanda að túlka inntak rammasamkomulagsins né vilja samningsaðila með öðrum hætti en skýrt sé mælt fyrir um í texta samkomulagsins. Því síður sé það á forræði stefnanda að túlka útfærslu rammasamkomulagsins frá 21. desember 2017. Stefndi telur að stefnandi s é ekki r éttur aðili að málsókn þessari. Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, leiði aðildarskortur til sýknu. Að mati stefnda séu dómkröfur stefnanda um launaleiðréttingu til félagsmanna sinna um allt að 2,5% í stað 1,3% ótækar, enda sé u þær grundvallaðar á allt öðrum útreikningsaðferðum en þeim sem tilgreindar séu í útfærslu samningsaðila rammasamkomulagsins 21. desember 2017. Einhliða útfærsla stefnanda án samráðs við samningsaðila breyti engu í þessum efnum. Niðurstaða útfærslu launa þróunartryggingar frá 21. desember 2017 sé unnin af samningsaðilum rammasamkomulagsins frá 27. október 2015. Þeir hafi forræði á efni samkomulagsins og séu gerkunnugir eigin forsendum sem hafðar hafi verið í huga við gerð 8 þess. Þeir hafi komið sér saman u m hvaða aðferðum eigi að beita við útreikning og mat á launaþróun þeirra fjögurra hópa sem eigi aðild að samkomulaginu. Það sé ekki annarra að breyta þeim forsendum. Hvergi í rammasamkomulaginu eða í útfærslunni sé mælt fyrir um að bera skuli einst ö k aðil darfélög innan hvers hóps saman við einn hóp félagsmanna ASÍ á almennum markaði. Þvert á móti segi í forsendukafla útfærslu launaþróunartryggingar rammasamkomulagsins að bera skuli saman launaþróun fjögurra hópa opinberra starfsmanna, þ.e. félagsmanna ASÍ og BSRB hjá ríki og sveitarfélögum við launaþróun félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði. Síðar í útfærslunni segi að niðurstaða almenna vinnumarkaðarins sé síðan borin saman við i hún í óhag Þegar litið sé til bókunar 1 með kjarasamningi stefnanda og fjármála - og efnahagsráðherra fyrir hönd stefnda frá 28 . október 2015 megi ráða að kjarasamningurinn hafi verið gerður undir þeim formerkjum og á þeim forsendum sem fram komi í rammasamkomulaginu sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu samþykkt daginn áður en kjarasamningurinn hafi verið undirritaður. Samningsforsendur í 6. gr. k jarasamningsins beri það einnig með sér að rammasamkomulagið hafi verið lagt til grundvallar við kjarasamningsgerðina og að BSRB hafi verið falið að taka upp viðræður við fjármála - og efnahagsráðherra um nánari útfærslu á rammasamkomulaginu, ekki stefnanda . Öndverðum málsástæðum stefnanda sé mótmælt sem röngum. Í b - lið 2. gr. útfærslu launaþróunartryggingarinnar sé síðan mælt fyrir um að samningsaðilar skuli útfæra s í n á milli hvernig ráðstafa eigi launaauka sem kunni að koma til vegna launaskriðstrygginga rinnar. Þar sem samningsaðilar kjarasamninga á grundvelli laga nr. 94/1986 eigi ekki beina aðkomu að þessu samkomulagi sé hér átt við samningsaðila rammasamkomulagsins. Af ákvæð inu leiði að það sé þessara samningsaðila, ASÍ, BSRB, fjármála - og efn a hagsráðh erra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, að komast að samkomulagi um nánari útfærslu á launaþróunartryggingunni. Stefndi telur að BSRB hafi ótvírætt umboð til að skuldbinda aðildarfélög sín um nánari útfærslu á launaþróunartryggingunni samkvæmt rammasamk omulaginu. Þar sem ekki hafi legið fyrir skýrt samkomulag milli samningsaðila um aðra útfærslu en tilgreind hafi verið í rammasamkomulaginu hafi stefnda borið að greiða félagsmönnum BSRB sem starfi hjá ríki í samræmi við niðurstöðukafla útfærslu launaþróun artryggingarinnar. Þótt stefnandi, sem aðildarfélag innan BSRB, hafi ráðist upp á sitt ein sdæmi í útreikninga, sem byggðir séu á öðrum forsendum, með öðrum aðferðum og þar með komist að annarri niðurstöðu, geti þeir útreikningar ekki breytt skýrum vilja sa mningsaðila rammasamkomulagsins og skuldbindingargildi þess fyrir þá aðila sem að því standi. Engu samkomulagi sé til að dreifa milli BSRB og fjármála - og efnahagsráðherra um aðra útfærslu á launaskriðstryggingunni. Bókanir stefnanda við stjórnarfund BSRB nr. 1182 eða 9 fundargerð frá stjórnarfundi BSRB nr. 1181, geti engu breytt. Því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefndi kveðst vísa til áðurgreindra laga er varði kröfur stefnda. Krafa um málskostnað sé reist á 65. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Aðila greinir á um hvort félagsmenn stefnanda, Sjúkrali ðafélags Íslands, eigi á grundvelli c - liðar 2. gr. Rammasamkomulags milli aðila vinnumarkaðarins 27. október 2015 rétt á því að laun þeirra hækki meira en um 1,3% á tímabilinu frá nóvember 2013 til og með nóvember 2016 en það er sú hækkun sem st efndi telur félagsmenn aðildarfélaga BSRB er starfa hjá ríkinu, þar á meðal félagsmenn stefnanda, eiga tilkall til . Aðal - og varakrafa stefnanda felur í sér ólíka ú tfærslu á rétti félagsmanna stefnanda til slíkrar hækkunar. Kröfum sínum til stuðnings vísar stefnand i einkum til þess að í framangreindum staflið samkomulagsins sé kveðið á um sem verði á almennum vinnumarkaði umfram launaskrið á opinberum vinnumarkaði. Stefndi mótmælir kröfugerð stefnanda á þeim forsendum að rammasamkomulagið mæli ekki fyrir um að bera skuli launaþróun félagsmanna í einstökum aðildarfélögum heildarsamtakanna, sem stóðu að rammasamkomulaginu, saman við launaþróun á almennum vinnumarkaði , heldur skuli bera launaþróun þeirra fjögurra hópa starfsmanna hins opinbera , sem þar er vísað til , almennt saman við þróun launa félagsmanna aðildarfélaga ASÍ . Þá eigi stefnandi ekki aðild að rammasamkomulaginu eða samkomulagi um útfærslu launaþróunartryg gingarinnar frá 21. desember 2017 . Þ ví telur stefndi að það sé ekki á forræði stefnanda að túlka inntak eða vilja samningsaðila á annan veg en ráða megi a f orðalagi samkomulagsins og því sé stefnandi ekki réttur aðili að málsókn þessari. Stefnandi og stef ndi komust að samkomulagi 28. október 2015 um breytingu og framlengingu á gildandi kjarasamningi milli aðila þar sem vísað var til rammasamkomulagsins sem að framan greinir. Samkvæmt 6. gr. samkomulagsins frá 28. október 2015 skyldu ný forsenduákvæði samkv æmt staflið c og d í 2. tölulið rammasamkomulagsins koma í stað forsenduákvæða kjarasamningsins þegar ný forsenduákvæði yrðu tekin upp samkvæmt sömu ákvæðum ramma samkomulagsins. Enginn ágreiningur er um að skilyrðum rammasamkomulagsins fyrir nýjum forsendu ákvæðum er fullnægt. Téð ákvæði rammasamkomulagsins urðu með því hluti af gildandi kjarasamningi aðila máls þessa. Samkvæmt 4. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986 reka stéttarfélög mál sín og félagsmanna sinna fyrir Félagsdómi. Eins og að framan greinir ríkir ágreiningur um rétt félagsmanna stefnanda , er byggist á fyrrgreindu m c - lið 2. töluliðar rammasamkomulag sins, sem varð hluti af gildandi kjaras amningi aðila þegar þar til greindum skilyrðum var fullnægt. Í því ljósi ber að leggja til 10 grundvallar að stefnandi sé réttur aðili að máli því sem hér er til úrlausnar þó að félagið hafi ekki átt beina aðild að gerð rammasamkomulagsins. Eins og rakið er í samkomulagi um útfærslu launaþróunartryggingar frá 21. desember 2017 var tilgangur c - liðar 2. töluliðar starfsmenn sitji eftir í almennri launaþróun á samningstímanum og krefjist leiðréttingar við næs árlega skyldi bera saman launaþróun fjögurra hópa opinberra starfsmanna, þ.e. félagsmanna ASÍ og BSRB hjá ríki og sveitarfélögum, við launaþróun félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði. Ekki verður hins vegar fundin stoð fyrir því í gögnum málsins eða skýrslu sem gefin var fyrir dómi, að markmið hennar hafi verið að tryggja innbyrðis jafnvægi í launaþróun félagsmanna einstakra stéttarfélaga sem aðild eiga að viðkomandi heil darsamt ökum . Í fyrrgreindu samkomulagi um útfærslu launaþróunartryggingar er sérstaklega vikið að ræðir skulu starfsmenn í þeim hópi fá launahækkanir til að jaf na Ekki er þar mælt fyrir um að ganga skuli lengra í þeirri viðleitni að jafna launamun viðkomandi hópa . Kröfur stefnanda sem að því miða fá samkvæmt framansögðu hvorki stoð í beinum ákvæðum rammasamkomulagsins, samkomulagi um útfærslu launaþróunart ryggingar né tilgangi samningsákvæða um hana . Eins og rakið hefur verið er í b - lið 2. töluliðar samkomulags um útfærslu launaþróunartryggingar gert ráð fyrir því að samningsaðilar útfæri sín á milli hvernig launaauka, sem kunni að koma til vegna launaþró unartryggingar, verði ráðstafað. Samkvæmt því var ekki útilokað að BSRB og stefndi g ætu komist að samkomulagi um að úthluta 1,3% launaaukanum þannig að hann skiptist með ólíkum hætti milli aðildarfélaga BSRB eftir því hvort og þá h versu mikið félagsmenn þe irra reyndust vera undir almennri launaþróun. Hafi samningsaðilar hins vegar ekki náð saman um slíka tilhögun verður stefndi ekki knúinn með dómi til þess að gangast undir hana af einu aðildarfélaga BSRB. Ágreiningur um þessa röksemd stefnanda er hagsmunaá greining ur en ekki réttarágreining ur sem Félagsdómur getur skorið úr um með dómi . Þar sem rammasamkomulagið og önnur gögn um launaþróunartryggingu samkvæmt c - lið 2. töluliðar þess samkomulags verða samkvæmt framansögðu ekki skýrð með þeim hætti að unnt sé að fallast á kröfugerð stefnanda um frekari launaauka ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda málsko stnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. 11 D Ó M S O R Ð : Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, Sjúkraliðafélag s Íslands. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Sonja M. Hreiðarsdóttir Sonja Berndsen